Heimskringla - 20.03.1946, Page 1

Heimskringla - 20.03.1946, Page 1
<Ve lecommend loi youi appioval oui "BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg ' Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. vVe recommend foi youi appioval oui " BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. — —.—— ........ ■ ,» LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 20. MARZ 1946 NÚMER 25. FRETTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR Svar Churchills Það létti til eftir ræðu Chur- chill í New York s. 1. föstudag. Eins og menn muna hélt hann áður ræðu í Fulton í Bandaríkj- unum er margvíslega var skilin. Það stóð heldur ekki á því að leiðtogar Rússa færðu sér það í nyt. > Þeir túlkuðu óspart, að Chur- chill færi fram á, að Bandaríkin og Bretland mynduðu hervalds samsteypu (military bloc), svo öfluga, að staðist gæti öll áhlaup annara þjóða. Þessi skilningur á ræðunni var nú naumast sanngjarn. Enda skýrði Churchill það í seinni ræðunni. Báðar ræðurnar til samans fela í sér ákvörðun, sem ekki virðist nærri eins ljót og Rússar mála hana. Churchill fór ekki fram á nein samtök eða einangrun (exclusive bloc) Breta og Bandaríkjanna hvorki innan Alþjóðafélagsins eða utan. Hann lýsti blátt áfram yfir, að löndin væru sammála um San Francisco-sáttmálann, — þau mundu verða það áfram, það væri öllum þjóðum heimsins hvatning til meiri stuðnings við Alþjóðafélagið að vera þessa vís- ari og bræðralagi þessara tveggja frændþjóða, yrði ekki mótmælt; samvinna þeirra í tveimur alheimsstríðum sannaði tilveru þess. Það var með öðrum orðum samvinna í Alheimsfélaginu, sem Churchill var að mæla með, en alls ekki hernaðarlegum samtök- um vissra þjóða innan þess, eins og Rússa virtist gruna. Þetta var fyllilega skýrt í ræðu Chur- chill s. 1. föstudag. Að öðru leyti gat ræða Chur- chills ekki skoðast sem neinn stjórnarboðskapur. Hann ræddi sem hver annar réttur og sléttur borgari um hagræði af samvinnu hins enskumælandi heims. — Vegna þess hve virðulegur borg- ari átti samt í hlut, er skiljanlegt að Rússar veittu því eftirtekt. Vandamál þjóðanna verða ekki ráðin eða til lykta leidd, með kappræðum milli Churqhill og Stalins. Það er öryggisráð Alþjóðafélagsins, sem það verð- ur að gera. Ef Rússland heldur að það verk verði illa unnið, er lögleg aðferð til, sem hægt er að snúa sér að. Og Churchill er ekki maður, sem á móti skráðum lögum deilir. Hann kýs þá leið öllum öðrum fremur í deilumál- um, eins og England hefir ávalt gert, eins lengi og kostur hefir verið á. Hann var því alls ekki með ræðum sínum, að vekja upp hernaðarvofuna, heldur þvert á móti að benda á Alþjóðafélagið, sem í stað stríða ætti að koma. Rússland getur ekki fremur en önnur lönd ætlast til að stefna þess og afleiðingar hennar komi öryggisráðinu ekki við. Það tók málið um her Breta á Grikklandi og Indónesia upp í öryggisráðinu í London í síðast liðnum janúar. Mál þessi voru þar rædd aftur og fram þar til að ákveðinni nið- urstöðu var komist. Ef einhver mál varðandi Rússland kunna að koma fyrir öryggisráðið, svo sem Iran-málið, stæði Rússland sig ekki við að hindra það, eftir að hafa sjálft kært þar Bretland fyrir tveim mánuðum. Deila stóru mannanna sýnir í raun og veru gleggra ósamkomu- lagið í heiminum, en ráðningu vandamálanna. En út í það er ekki vert að fara í þessum frétta- útdrætti af “deilunni miklu”. Stríðsgrunurinn Það hefir ekki leynt sér í tali manna, að þeir óttast eitt stríðið enn. Til þess að finna út hvað mikið að þessu kveður, hefir far- ið fram spá-atkvæðagreiðsla um það á meðal margra þjóða. Ber hún ekki aðeins vitni um ríkj- andi stríðsgrun, heldur að sá grunur sé bygður á drotnunar- sýki þjóða, stærri þjóðanna heimsdrotnunarsýkinni, en hin- na smærri sýki að ráða yfir sér smærri þjóðum. 1 Canada trúðu fimtíu af hundraði allra aðspurðra, að Rússland fýsti eitt að stjórna heiminum. 1 Bandaríkjunum var þessi tala 25, eða helmingi minni. En 8% í Bandaríkjunum ætluðu Breta og Rússa fúsa að samein- ast um þetta. Því miður segir ekki frá hvað Bretar segja um það. En það er ekki ólíklegt að þeir hugsi svipað um Bandarík- in og Rússland. 1 Bandaríkjunum er ekki sögð ríkjandi trú á mikinn stríðshug hjá Rússum. Og ef svo er á báð- ar hliðar, er það mikilsvert, því það eru þessar þjóðir, sem barist gætu svo um munar. 1 Rússlandi hefir með spáat- kvæðagreiðslu ekki verið hægt að komast eftir þessu. En hitt þykir spáatkvæðasmölunum lík- legt, að Rússar trúi ekki Banda- ríkjunum að sama skapi og þau trúa Rússlandi. — Sá hugsunar- háttur er í miklum meirihluta ríkjandi í Rússlandi, að “kapi- talista heimurinn” sé sér óvin- veittur. Því hefir verið haldið að almenningi frá því að byltingin gerðist þar. Bretinn er nú ekki skoðaður eins mikill óvinur friðarins og áður, þó í augum einstöku manna sé enn á þá litið sem im- perialista; í Canada voru 3% með þessu, í Bandaríkjunum 8%, í Frakklandi 3%, sem áður hafa verið miklu fleiri. Ein- angrunarsinnar í Bandaríkjun- um eru sagðir færri en áður, en þeir voru aðallega á móti Bret- um. Þannig er nú útlitið, eftir spá- atkvæðagreiðslunni að dæma. — Beri það þann vott um stiyðs- grun, sem ætlað er, væri ekki úr vegi, að stjórnmálamennirnir athuguðu hann og eyddu honum Ætla margir nauðsynlegt, að hin- ir “stóru þrír” komi sem fyrst saman. Álíta þeir þeim gott að kynnast, telja það efla traustið hver á öðrum. Ennfremur sé nauðsynlegt, að fá fullar upp- lýsingar um það hjá Rússum hvað þeir álíti að sé þeim full- komin vernd. En það getur margt skeð, áður en þessu fer fram. Það er búist við óróa á fundi öryggisráðsins í New York, sem hefst í þessi vikulok, En traust á Alþjóða- félaginu má ekki dvína. Það er eina von heimsins. —(Lausl. þýtt úr Wpg. Tribune). Vill Mr, Haraldur Hjálmsson Thorsteinsson, að sögn til heim- ilis í Winnipeg, eða í Saskat- chewan-fylki. komast sem fyrst í bréflegt samband við séra Sig- urð Ólafsson, box 701, Selkirk, Man. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Frásögn af sjóslysinu, sem getið var um í síðasta blaði, er birt á annari síðu, eftir Morgun- blaðinu í Reykjavík. * * * Þetta stendur í upplýsinga- skýrslum nýlega útsendum frá Ottawa: “Eitt hinna fáu landa í Ev- rópu, sem skömtun á vörum hafa afnumið, er nýja lýðveldið á ís- landi. 1 byrjun ársins 1946, var sykur nálega það eina, sem skamtað var. Á stríðsárunum voru margir Canadamenn í herþjónustu á Is- landi. Vinátta Canada við þetta elzta lýðveldi í heimi, er ekki ný. Nálægt einn fimti hluti allra Is- lendinga, býr í Canada.” ★ * * 1 frétt nýlega frá Ottawa, seg- ir frá því, að 11,317 mönnum hafi verið veitt undanþága frá herþjónustu í Canada í síðasta stríði vegna þess, að þeir töldust samvizku sinnar vegna ekki geta tekið þátt í stríði. ★ * ★ Stjórnin í Canada hefir samið reglur í níu greinum, sem lúta að því að bjarga allslausum lýð Ev- rópulandanna frá hungursdauða. Reglurnar eru fólgnar í því að spara sem mest neyzlu hveitis í Canada, að flýta fyrir flutningi birgða, sem bændur kunna að hafa af hveiti, og efla hveiti framleiðslu. Mölun á hveiti til heimanotk- unar er mínkuð um 10%. Notkun hveitis til áfengis- frmleiðslu, er minkuð um 50%. Þjóðin er hvött til að efla garð- rækt, jafnframt hveitiræktinni. Með sparnaðarreglum sínum gerir stjórnin ráð fyrir að 2% miljón mæla sparist til að senda til Evrópu. King forsætisráðherra segir þetta ekki verða íbúum Canada neitt tilfinnanlegt. A síðustu þrem árum, sem lýk- ur 1. júlí 1946, segir King hveiti, sent til Evrópu muni nema einni biljón mæla (1,000,000,000). Á þessu ári verði hveiti send- ingarnar í hlutfalli við þetta. En auk þess sé gert ráð fyrir að senda um 700 miljón pund af osti, átta hundruð þúsund dósir af þurmjólk, 100 miljón tylftir eggja og 30 miljón mæla af höfr- um. Hlutfallslega við fólksfjölda, er þetta mörgum sinnum meira en nokkurt land leikur eftir. Miss Mildred Thorsteinson lagði nýlega af stað frá New York til Englands, en maður hennar Lieut. A. J. Thorsteinson er þar. Lieut. Thorsteinson hefir stundað nám í tvö ár á skóla í London (Imperial College of Science); hlaut námsverðlaun til þess. Hann hefir verið gerður þar að félaga í Royal Society og tekur doktors-stigið í vísindum, er hann útskrifast. Mrs. Thorsteinson er dóttir Mr. og Mrs. G. Anderson, Van- couver, B. C., fyrrum í Winni- peg. Lieut. Thorsteinson er elzti sonur Mrs. D. Thorsteinsno í San Francisco, Cal. * * * Thor Guðmundsson frá Moun- tain, N. D. leit inn á skrifstofu Hkr. s. 1. fimtudag. Hann kom til að vera við jarðarför Metusal- ems Thorarinsson, móðurbróður síns. UPPTÍNINGUR “Fjalla-Eyvindur” í vetur eru 33 ár liðin, síðan “Fjalla-Eyvindur” endaði sinn dramatíska æfiferil hér vestan hafs. Það var um níðdimma nótt í febrúar og frostið var 62 gráður á Fahrenheitmælirinn, sem hékk á horninu á járnbrautarstöð- inni Somerset í Manitoba, þeg- ar leikendurnir úr “Fjalla-Ey- vindi” náðu loks þangað löngu eftir miðnætti. Pétur Hoffman Hallgrímson Fæddur í Riverton 7. apríl 1920. Dáinn í Hollandi 20. október 1945. Um heimili mitt var hljótt þafc kveld, er helfregnin til mín barst; eg hugsaði um öll okkar æfintýr og alt, er þú sjálfur varst. Eg fann í þér íslenzkan aíbragðsmann, er aldrei úr leiknum skarst. Eg man þig fríðan og frækinn svein með fullhugans tign um brá; með hugsjónaeld hins unga manns og áformin styrk og há, úr landfestum skjótt þú leystir gnoð og lagðir á djúpin blá. Við töluðum oft um áþján lýðs og ógnandi stríðsins bál; en eðli þínu lá ávalt næst hið eilífa kærleiksmál. Og alt, sem var smátt og ómannlegt var útlægt úr þinni sál. Eg þekti ekki oft á ævi fyr jafn einlægan vin sem þig; og það var sama hvort leið mín lá um lund eða þyrnistig, þú komst með brosið í bæinn inn til blessunar fyrir mig. Nú vakir þú fjarri fósturjörð og ferðast um æðri svið; og göfuga minning geymir æ þitt gráthnýpna sifjalið, er skilur að sálræn eining alls sé einungis stundarbið. Einar P. Jónsson Próf. Sveinbjörn Johnson dáinn Eftirfarandi símskeyti barst Heimskringlu um það leyti sem blaðið var að fara í pressuna: Sveinbjörn Johnson dó af hjartaslagi í gærkvöldi. _ Útför að líkindum á föstudag í Champaign, en jarðarför í Grand Forks. Árni Helgason, konsúll, Chicago. Leikflokkurinn hafði sýnt leikinn nokkru áður í Dakota. Eimreiðin sem ætlaði að draga “Fjalla-Eyvind” frá Mountain til Garðar, festist í snjóskafli, svo þar skyldi flokkurinn eftir “bað- stofuna”, “afréttarlandið” og “öræfakofann” og fékk sér hesta og sleða til Garðar. Síðar var Surtur mokaður út og komst alla •leið með draslið. Nú hafði flokkurinn sýnt leik- inn í Argyle-bygð og var á leið til Winnipeg, með þeim ásetningi að leggja upp í nýja langferð. Það var hálf skuggsýnt í gamla Grand Trunk járnbraut- arvagninum. Engin rafljós, en þrjú gasljós dreifðu daufri birtu yfir leikendurna, sem voru einu farþegarnir í vagninum. Það var erfitt að tala saman, og ó- mögulegt að festa blundinn fyrir hávaða. Það brast og brakaði, ískraði og marraði í hjólum og teinum og vagninn kastaðist sitt á hvað; ekki af því að hann færi svo hart, heldur vegna þess að sporið var svo hlykkjótt, alla vega. Á milli eimreiðarinnar og fólksvagnsins, var vöruvagninn, svo skrölt og skellir í vélinni heyrðust greinilega innan um annan hávaða. Svo var háttað innanborðs í þessum gamla harðbekkja vagni, að reykingaklefinn var til ann- arar hliðar, aftarlega og mjór gangur meðfram, þar sem gengið var út og inn í vagninn. 1 klefanum sátu og reyktu Dakota-vindla, nokkrir af karl- mönnunum, þeir Björn hrepp- stjóri (O. S. Thorgeirson), Arnes flækingur (Ólafur Eggertson), Jón bóndi (Þorleifur Hansson), Arngrímur holdsveiki (Egill Er- lendson), Kári (Á. Sigurðsson) lá endilangur á langbekk og sneri höfði út að glugga. í aðalvagninum var Halla (Guðrún Indriðadóttir, sem var fengin frá Islandi til að æfa leik- inn og leika Höllu) og Tóta litla (Sylvia Bildfell), Guðfinna gamla (Jódís Sigurðson), Magnús vinnumaður (Sumarliði Mat- thews), Oddný vinnukona (Petra Ólafson), Sigríður vinnukona (S. Halldórson), Smalinn (Edward Thorlákson), Sýslumaðurinn (Friðrik Swanson). Hann hafði staðið á fætur og ætlaði aftur í reykingaklefann, en stansaði augnablik til að tala við Höllu og Tótu litlu, og greip annari hendi í leðurlykkju, sem hékk úr loftinu, því svo var hlið- arsveiflan mikil á vagninum, það varð, ef til vill, honum og Tótu litlu til lífs, því samstundis gall við ógurlegur hvellur og feikna brestir eins og vagninn væri sprengdur í loft upp. — Annað járnbrautarsporið hrökk í sundur og teinninn reif upp gólfið í vagninum svo sem tvö fet frá sýslumanninum, sem hafði gripið Tótu litlu í fang sér. Vagntengslin hrukku í sundur og vagninn hentist til hliðar og valt um tvisvar niður hallann og lá á hliðinni. Gasleiðslan brotnaði. Þreif- andi myrkur. Brak og brestir. Hljóð og rúðubrot. Öllu ægði saman í ógurlegan hávaða. Þegar vagninn lá kyr á hlið- inni, var eins og allur hávaði héldi niðri í sér andanum augna- blik, þar til einhverjir kveiktu á eldspýtum og hver af öðrum fer að spyrja að líðan hinna. Lágar stunur og kveinstafir gáfu til kynna að einhverjir höfðu meiðst. Við drauga-glætu frá eldspýt- unum var ástandið fremur ó- huggulegt. Það ægði öllu saman innanborðs, fólk og farangur hafði kastast hvað á annað, því annað veifið var ekkert gólf að ganga á og ekkert í loftinu að hanga á. Alt í einu heyrist gengið eftir hliðinni sem upp snýr og kallað niður um glugga: “Slökkvið á eldspýtum, gasleiðslan er brotin. og standið ekki undir gluggan- um!” og um leið keyrði kallar- inn öxi gegn um gluggann. Járn- brautarmennirnir voru komnir á vettvang. Framhurðin á vagninum sat föst, svo þar varð ekki komist út. Svo þeir brutu fleiri glugga aftar í vagninum. Einn járnbrautarmaður var látinn síga niður og með hjálp Magnúsar og sýslumannsins og smalans, lyftu þeir kvenfólkinu upp á reykingaklefann og þar tóku aðrir við þeim út um glugg- ann. Þeir sem voru í reykingaklef- anum komust ekki fram í vagn- inn, því dyrnar að klefanum sneru upp, svo hreppstjórinn og Jón bóndi lyftu hinum upp, fyrst Kára, því hann hafði rekið ann- an fótinn út um glugga þegar vagninn hentist á hliðina og skorist á læri. Oddný vinnu- kona meiddist talsvert, innvort- is, hafði kastast á bekkjabrík, svo hún varð að liggja mánuð á sjúkrahúsi þegar til Winnipeg kom. Nokkrir aðrir fengu smá- skeinur. Allir voru vitanlega fá- klæddir og suma kól á eyru áður en þeir komust í húsaskjól, urðu að kafa djúpan snjó, berhöfðað- ir í þessu grimdar frosti um nótt- ina, þangað sem eimreiðin, með vöruvagninn aftan í, beið eftir þeim. Þangað var góður spölur, því sporið hafði gliðnað sundur nokkra faðma þaðan sem það rifnaði upp, en til allrar lukku fór eimreiðin ekki af sporinu. “Caboose”-ið slitnaði úr tengsl- um við farþegavagninn, en valt ekki um. Loks voru allri og alt draslið komið inn í vöruvagninn, að undanskildum nokkrum höfuð- fötum og smádóti, sem aldrei fanst. Það var kalt í vagninum, og bjó hver um sig, sem bezt hann gat, innanum leiktjöld, kistur, töskur, vörukassa, poka, olíu- tunnur, eggjakassa, hænsna grindur og hund í búri, sem gjammaði í sífellu. Þegar birti af degi, hefði mátt finna blóðdropa í snjónum. Leikendurnir komust loks við illan leik til Winnipeg. En ferðaáætlun “Fjalla-Ey- vindar” vestan hafs, var aldrei fullgerð — því hann fórst í járn- brautarslysi í febrúar 1913. A. S. Útvarp Á sunnudagskvöldið 24. marz kl. 7, verður guðsþjónustunni fró Fyrstu lútersku kirkju útvarpað frá stöðinni CKY í Winnipeg.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.