Heimskringla - 20.03.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 20.03.1946, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. MARZ 1946 HVÍTAGULL Aníta mundi nú alt í einu eftir því, sem Westlake hafði sagt henni kvöldið áður. Hann hafði ekki nefnt neinn á nafn, en nú skildi hún að hann hafði átt við Edda og Mamie. Af því að hann var umhyggjusamur maður, hafði hann viljað búa hana undir það, sem hún átti í vænd- um. Síðla sumars árið áður hafði Eddi farið til Edmontno til að sjá ný andlit, eins og hann komst að orði, og hafði orðið skotinn í Mamie, sem ekki hafði sem bezt orð á sér. Hún hafði haldið hann góðan feng vegna þess, að hann hafði með sér fjögur þúsund dali í glerhörðum peningum, og auk þess fleipraði hann um gull- fundinn. Loksiiís hafði Mamie komið honum til að giftast sér og fara með sig norður. Hér höfðu svo óbygðirnar, örðugleikamir, sem fylgja æfinni þar og vetrarkuldinn, gert hana bókstaflega mannýga. Mamie vildi kom- ast til bæjarins ,til ljósanna, hávaðans og fólks- fjöldans, og mánuðum saman hafði hún reynt að koma Edda til að selja þann hluta, sem hann átti í gullnámunni við Bjarnarána, og fara með sig suður á bóginn. Orðbragð Mamie þegar í hana fauk, og hinar aumkvunarverðu tilraunir Edda að sefa ofsa hennar, voru helzta skemtun fólks í Northumbríu. • Vesalings Eddi. Aníta kendi í brjósti um hann. Hinn góðlátlegi og einfaldi maður átti ekki skilið að eignast slíkt skass fyrir konu. Góð kona hefði gert úr honum hamingjusaman og góðan mann. Séð um tjaldið hans og hirt hann sjálfan. En nú var hausavíxl á hlutunum. Hann þjónaði Mamie og hirti hana og launin, sem hann fékk var ruddaleg fyrirlitning. Þegar þau höfðu matast fór Jim og litaðist um á eyj- unni, en Aníta braut upp farangur þeirra á meðan. Á hæðarkollinum fundu þau sér tjald- stæði þar, sem stutt var til vatns og auðvelt til eldiviðarfanga. “Hérna skulum við setja upp tjaldið, þá hitar sólin það upp um árdegið,” sagði Jim. “Bíddu hérna á meðan, Aníta, eg ætla að sækja það, sem eftir er farangursins. Hann lét niður byrði sína og fór úr treyjunni. “Þér leist víst ekki betur en vel á hana Mamei?” spurði hann. “Hún er hræðileg!” svaraði Aníta af hjart- ans sannfæringu. “Eg vil ekki hafa neitt meira saman við hana að sælda en nauðsynlegt er, og alls ekkert nema vegna Edda.” “Eg er á sama máli. En nú sérð þú kanske hversvegna eg vildi ekki að þú færir til baka til Edmonton?” “Hvað meinar þú með því?” “Hm — hún ætlar að fara þangað aftur — en annars ættir þú altaf að breyta þveröfugt við það, sem hún breytir,” svaraði hann vandræða- lega. Jim flýtti sér ofan eftir og smám saman varð Anítu það ljóst hVað hann hafði átt við. Þetta var eins og högg í andlitið! Nú skildi hún hvers vegna að hann hafði ekki viljað að hún kyntist neinum í Smith víginu er þau fóru norð- ur. Og áhyggjur hans yfir hvað fólk segði um hana í Northumbríu! A bak við alt saman var hugsun hans hvað hent hafði Edda Kimritz, för hans til bæjarins, þar sem hann hafði náð í Mamie, eða réttara sagt þar, sem Mamie hafði náð í hann! Jim var farinn að velta því fyrir sér hvort hlutskifti sitt og Edda væri kanske ekki eitt og hið sama að mörgu leyti. Anítu varð þungt fyrir brjósti þar, sem hún hallaðist upp að einni eikinni — og auk þess varð hún öskureið við Jim. Fjúkandi reið við hann í fyrsta skiftið síðan þau hittust. Þessi þegjandi samanburður hans á henni og Mamie Kimritz var dropinn, sem fylti bikarinn svo að út af flaut! Annað eins gat hún ekki staðist. Að Jim þætti ekki vænt um hana, að hann gerði hana ekki að trúnaðarmanni sínum, að hann var mjög þagmælskur um fortíð sína — það varð svo að vera — en þegar hann kórónaði alt sam- an með því að setja hana á sama bekk og Mamie Kimritz, þá hafði hann fært skörina upp í bekk- inn. Hún hafði haldið að bikaj sinn gæti ekki verið beiskari en þegar hún kom til Northum- bríu — en þetta var tífalt verra. Einhver strengur brast í hjarta hennar, og um leið gafst hún upp. Fyrir hverju varð nú barist framar? Tíu mínútum síðar kom Jim aftur með mikla byrði. “Heldurðu áð þú getir farið og sótt smá- dótið, sem eftir er, Aníta?” En svo bætti hann við óttasleginn: “Hvað gengur að þér? Ertu veik?” Aníta horfði á hann með leiftrandi augum. “Já, eg er sjúk! Eg er sjúk af því að vera fimta hjólið í vagninum og helsi um háls þinn! Veik yfir að þú hyggur að eg hafi spilt mann- orð! Eg ætla mér ekki að dvelja hér ásamt þér. Eg fer heim til Edmonton,” sagði hún ákveðin. “Til Edmonton?” Jim starði á hana ótta- sleginn. “Já, til Edmonton. “Ef þú getur flogið með mig til Northumbríu — og það er eina bænin, sem eg mun nokkru sinni biðja þig — þá mun eg sjálfsagt geta fengið lánaða peninga hjá David Westlake og komist það, sem eftir er vegarins. Hér verð eg ekki hvað sem á dynur. Eg vil ekkert framar hafa með þig að gera! Aníta dró af sér hringinn, sem hann hafði gefið henni í bænum og varpaði honum fyrir fætur hans. “Þama, þú getur gefið hann einhverri annari stúlku þegar þú kemur næst til Edmon- ton!” Jim tók upp hringinn. Hann leit ýmist á hann eða á Anítu. “Hversvegna — hvað hefir komið fyrir?” stamaði hann. “Eg skil þetta ekki. Hefi eg gert eitthvað----?” “Já, við getum slept að tala um það. Þú sýnir mér engan trúnað og þá þarf eg ekki heldur að sýna þér neinn. Eg tek þetta fram, að eg vil komast til Northumbríu og það er alt og sumt.” “Já, en — eg skil þetta ekki. Þegar við vorum í Nrothumbríu, varst þú óð og uppvæg að komast hingað-----” “Já, eg veit það. í Northumbríu var eg heimsk, en eg er það ekki lengur. Eg fer! Það er ekki þörf á því, að brjóta upp farangur minn, né reisa tjald fyrir tvo, og það tefur þig ekki nema fáeina tíma að flytja mig til Northumbríu. Þá verður þú laus við mig.” Nú var Jim alveg ráðalaus, og það kom þó ekki oft fyrir. Hann þorði óhræddur að berjast einn við hálfa tylft kynblendinga og Gilmour félagið, en þetta var alt annað. Þetta var alveg nýtt. Hann leitaði eftir orðum. “Aníta — eg hlýt að hafa gert eitthvað — en eg veit ekki hvað það er. Er þér í raun og veru alvara að þú viljir fara í burtu frá mér?” sagði hann hægt. “Já, bláföst alvara. Og enn þá eitt, Jim Lansing. Þú vildir einu sinni láta mig búa í Northumbríu eða í Edmonton — dirfstu ekki að senda méí einn einasta eyri! Mig langaði til að vera félagi þinn og hefði hjálpað þér alt sem eg gat, en þú vildir ekki þiggja mína hjálp — og vil ekki hafa peningana þína.!” Jimm gekk til hennar og lagði handlegginn yfir herðar hennar. “Aníta, segðu mér hvað að þér gengur!” Aníta losaði sig. “Nei, Jim!” Hún þoldi enga blíðu frá hon- um nú. “Ætlar þú að fljúga með mig til baka, eða ætlar þú ekki að gera það?” “Þú ætlar þá ekki að vera hér?” “Nei.” Aníta sneri við honum baki og fór að ganga í áttina til flugbátsins, en Jim gekk í veg fyrir hana. “Ef þú ert einráðin í þessu og vilt ekki segja mér hvers vegna, þá er það víst eina ráð- ið,” sagði hann. “Nú skal eg fara með flutning- inn þinn.” Hann tók flutninginn af henni. “Eg skal bera hann niður í flugvélina ef þú segir , svo Aníta en---” Þau stóðu og horfðust í augu með farang- urinn á milli sín, og á því örlagaþrungna augna- bliki hvíldist öll framtíð þeirra. Rangt orð, rangt svipbrigði eða röng hreyfing, hefði skorið sundur hinn veika þráð. Jim tók fyrst til máls. “Elsku Aníta, eg óska þess af heilum huga að þú verðir áfram---” Þessi fáu, einföldu orð höfðu meiri áhrif en langar bænir eða fortölur hefðu getað haft. — Aníta sá sjálfa sig langt í burtu í Edmonton, meira en þrjú þúsund kílómetra frá Jim. Hún hugsaði um hina einamanalegu daga og vikur án hans — nei, hún gat ekki til þess hugsað. Hún yrði brjáluð. Jim var öll tilvera hennar. “Vertu kyr, Aníta!” sagði Jim á ný. “Þú getur að minsta kosti reynt það stundarkorn. Þú þarft ekki að hafa neitt meira saman við mig að sælda en þú vilt sjálf. Að þeim tíma liðnum getur þú farið ef þér er það mjög áhuga- mál. Eg skal ekki segja neitt á móti því, að þú gefir mér fararleyfi á gráum pappír; því eg hefi víst verið all þreytandi, alt frá því að við fórum norður. En ekki hefir það verið ásetningur minn, og aldrei hefði eg trúað, að þetta yrði svona milli okkar. Okkur féll svo vel saman í Edmonton, og eg hélt að svoleiðis mundi það alt af verða — en nú er það alt saman farið út um þúfur. Eg veit að þetta er mín sök, en eg veit ekki — hann stóð hugsandi um stund — eg veit ekki hvað að mér gengur. En eg veit þetta eitt, að eg vil öllu fremur að þú sért kyr hjá mér.” Aníta studdi sig við tréð og huldi andlitið í höndum sér. Hún skammaðist sín fyrir að láta Jim sjá tárin, sem streymdu af augum hennar, en henni var runnin reiðin og ákvörðunin með. “Eg skal hugsa um þetta.” Jim lét flutninginn detta úr fangi sínu með sinni venjulegu fljótfærni, og vafði handleggj- unum utan um hana. Aníta braust um, en á- rangurslaust. Kossar hans og hendi hans, sem strauk blíðlega um hár hennar námu burtu alla mótstöðu. Jim gat verið svo undur blíður. ★ ★ ★ Næstu dagána mintist hvorugt þeirra neitt á þetta, en Aníta veitti því oft eftirtekt að Jim athugaði hana gaumgæfilega. Hann var sjálf- sagt að reyna að skilja í því hvað að henni hafði gengið, en loksins gafst hann víst alveg upp við það, og hugsaði að þetta væri eitt hinna ó- skiljanlegu tilfinninga veðrabrigða sem gerast í sál kvenmannanna og þær eiga einar rétt á. Og Aníta hikaði við að hefja umtal um þetta atriði. Þegar henni var runnin reiðin og hún hugsaði um þetta skynsamlega, skildist henni að Jim hefði víst aldrei trúað því, að hún hefði verið útsláttarsöm. En það var sárt til þess að vita, að hann skyldi svo mikið sem efast um hana, já, að hann eins og óafvitandi skyldi jafna saman för sinni til Edmonton og ferð Kimritz þangað. Þáð var svo auðmýkjandi fyrir Anítu, að hún hafði aldrei reynt annað eins. En hún reyndi að hugsa ekkert um þetta frekar. 1 stað þess hugsaði hún um heimili þeirra á hólnum. Hún var ekki góð matreiðslu- kona. Jim var miklu betri. En hún lærði fljótt, og vildi endilega sjá um matreiðsluna eins og líka átti að vera. Annars hélt hún öllu í lagi, bætti og stagaði í fötin og hjálpaði Jim við gullþvottinn. Það féll henni bezt, þótt það væri örðugt I verk. Þau urðu að moka sandinum frá gamla árfarveginum yfir í kassann, sem þau þvoðu í gullið úr sandinum, og svo þurfti að hella vatni í efri enda kassans þannig, að vatnið bæri í burtu sandinn og mölina, en gullið, sem var þyngra yrði eftir. Þegar þau unnu saman gátu þau Aníta og Jim þvegið út þrisvar sinnum meira gull en Eddi Kimritz, og þá daga sem þau voru vel heppin þvoðu þau 120. dala virði á dag. Við og við lét Jim Anítu fara sér hægt, en kept- ist sjálfur við. Tíminn sem þau höfðu var held- ur ekki langur, þangað til veturinn lagðist að, og þau þurftu að þvo út talsvert mikið gull til að lifa af yfir hinn langa vetur. Þau fóru á fætur kl. sjö hvern morgun, og strax þegar Aníta hafði lokið morgunyerkunum fór hún og hjálpaði Jim með gullþvottinn. Um miðjan daginn hvíldu þau sig um hríð, og unnu síðan þangað til klukkan var fjögur eða fimm. Þá létu þau alla vinnu eiga sig, böðuðu sig í vík- inni á bak við tjaldið eða reru til meginlands- ins. Eftir það vann Jim oft tvo til þrjá tíma á kvöldin á meðan Aníta lagaði til í tjaldinu. Eftir hin miklu vonbrigði sem Aníta hafði orðið fyrir í Northumbríu, sá hún að vonir sínar um norðurlandið rætast þarna hjá Klettafjöll- unum. Þessir stríðu lækir og ár, hið hreina loft og hinir miklu barrskógar, langir sólskinsdag- ar, einvera fjallanna í fjarska, alt þetta hafði 1 djúp áhrif á huga hennar. Af og til sáu þau grábjörn í kjarrinu yfir á meginlandinu, og steingeitur, sem klifruðu upp snarbratta hamr- ana eins og þær væru flugur. örninn hékk hátt uppi og litaðist um eftir bráð, en á nóttum heyrðu þau úlfana- væla. : Þau höfðu góðan kost. Urriðinn úr vatninu drýgði matinn, sem þau höfðu flutt með sér. Og alt gullið, sem þau þvoðu úr mölinni — þetta var sannarlegt Klondyke! Aníta óskaði sér að hitt fólkið í matsöluhúsinu hennar Rósu gömlu gæti séð sig, og að hún gæti sagt honum afa sínum, Sharon, um æfintýri sín í landa- mæra lándinu, sem var ennþá ótamdara, en hið vilta vesturland hans hafði nokkuru sinni verið. Aníta blómgaðist eins og rós í þessari und- ursamlegu tilveru. Hún varð stirð og eftir sig fyrstu dagana, en það batnaði brátt, og áður en vikan var liðin, gat hún unnið fjórar stundir í einu að gullþvottinum. Skapið varð líka léttara, og kveld eitt gleymdi hún alveg, að Jim hefði slegið sex manna í rot í búðinni í Northumbríu, og dembdi fullri fötu af vatni yfir hann. Hann hló að þessu og dýfði henni ofan í gullþvottartrogið. • Sakir Jims hélt Aníta sér alt af til, þrátt fyrir alla örðugleika. Hún bar umhyggju fyrir búnaði aínum, og hnýtti ætíð bandi um stutta hárið sitt til þess að verða ekki úfin. Og hvert kvöld, að erfiði dagsins loknu, klæddi hún sig í fallegan kjól, sem hún vissi að honum féll vel í geð. Hún hætti líka alveg að reykja, þótt Jim byði henni vindling við og við — hún vissi vel að inst í huga sér óskaði hann þess að hún reykti ekki. Eddi Kimritz kom til þeirra á hverjum degi. Hann stansaði eins lengi og honum var auðið, glaður yfir að vera laus við nöldrið í Mamie á meðan. Hann gat talað um alt milli himins og jarðar, en þegar ræðan beind- ist að Mamie, þá steinþagði hann. Aníta var altaf vingjarnleg við hann, og tilraunir hans að láta henni lítast vel á sig skemtu henni tak- markalaust, þótt hún léti hann auðvitað ekki sjá það. Hún kom Edda til að klippa hár sitt og raka sig að minsta kosti einu sinni í viku. Hún bætti fötin hans fyrir hann, og festi á þau tölur, en hún kom sjaldan eða aldrei nálægt tjaldinu hans, þar sem Mamie bölsótaðist um svört af skít og formælandi landinu, og skeytti skapi sínu á Edda. Anítu féll meira að segja illa að sjá hana til að vera mintur á eitthvað ilt. Starfið gekk miklu betur en Jim hafði bú- ist við, og léreftspokinn, sem þau geymdu gullið sitt í varð þyngri og þyngri með hverjum degin- um sem leið. “Jæja, Aníta. Hefir þú fengið gullæðið?” spurði Jim hana stundum, þeg^r hún keptist við til að fylgjast með honum í þvotti gullsins, sem hún gat auðvitað ekki, jafn óvön og hún var við slíka vinnu. En þrátt fyrir alt var það samt Aníta, sem fann mest gullið. Henni varð gengið fram hjá bletti, sem Jim hafði verið að grafa í og fann þar holu, sem honum hafði sézt yfir. Vatnið hafði grafið skál þessa, verið að því öldum sam- an og streymt þar í hring, alt af í hring. Og skálin var auðug af gullmolum, og á botni henn- ar var gullduft. Þegar þau höfðu náð öllu gull- inu úr skálinni var það meira en Aníta hafði unnið inn á heilu ári þegar hún vann á skrif- stofunni. Jim fékk þarna næstum tólf hundruð dali. En þótt gullnáma þessi væri arðberandi var það samt auðséð, að Jim hafði áhuga fyrir einhverju öðru. Þessi för hans til Bjarnarár- innar var aðeins til þess að fá sér fé til vetrar- ins. Hann hafði eitthvað annað í huga, sem gerði gullnámuna hans lítils virði í augum hans. Þeir Niels og hann höfðu aðal bækistöðvar sínar í Kewahtina svæðinu, og þangað hefði Niels flutt alt bensínið og olíuna auk vetrarforðans þeirra. Og þarna norður á auðninni var leynd- armálið grafið. Þar norður frá mundi vafa- laust úrslita orustan verða háð milli Jims og Gilmour félagsins. En þótt þau höfðu nú búið þarna í hólman- um langa hríð, þá var Aníta jafn nær hvað æfi Jims snerti. Hann talaði oft um þau fimm ár, sem hann hafði búið þar norður frá, hvernig Niels Conrad hefði fyrst tekið hann að sér og hvernig hann hefði fyrst verið veiðimaður og síðan gullnemi. Hann var fús að segja frá því hvernig sulturinn hefði sorfið að þegar byljirnir lokuðu öllum slóðum, og hvernig hann hefði barist við einveruna hina hræðilega löngu vetra. En um æfi sína síðan hann kom norður, hvar hann var fæddur, hverjir foreldrar hans voru, og hversvegna hann hafði komið hingað norður, um það sagði hann ekkert. Af einstaka orðum, sem Aníta heyrði hann segja, hugsaði hún að hann væri frá austur- strönd Canada. Frá New Brunswick-eða Nova Scotia. Það var hið eina, sem hún komst að, en hitt var alt hulu hjúpað. En alt af varð henni það ljósara, að hún hafði dæmt Jim Lansing rétt við fyrstu við- kynningu þeirra. Öllum féll við hann, treystu honum og bentu á hann sem leiðtoga, og slíkur maður, sem David Westlake hafði bundið við hann trygga vináttu. Það gat verið hræðilega örðugt að vera ásamt Jim á stundum, en hann bar höfuðið yfir alla menn þar um slóðir á mörgum sviðum. Eini maðurinn, sem Aníta gat dottið í hug að jafna honum við var Bever- ley Gilmour, en Jim bar þó af honum að hennar dómi. Hann hafði ungur og einstæðingur brot- ið sér sjálfur braut og barist einn við hið vold- ugt auðfélag. Og félagið með allar sínar flug- vélar og mannafla var hrætt við hann. Annars var sambúð þeirra Jims og Anítu góð. Hann kendi henni að róa og spara kraft' ana við róðurinn. Hann bjó til mörg gælunöfn handa henni, og lét í ljósi á margan hátt aðdáun sína fyrir henni og verkum hennar. “Þú ert sannarleg perla, Aníta”, var hann vís til að segja, eða að enginn, jafnvel ekki i sjálfri Edmonton væri til hennar jafnoki. Þau voru samverkamenn og hann mundi aldrei líta á hana sem hlekk um fót sér eða til tafar. Auk þess varð hún þess vör, og það voru smyrsli a hjarta hennar að hugmyndir hans um liðna seíi hennar höfðu breyst. En hún sá samt, að þser áttu langt í land að hverfa með öllu. Sárust fanst henni, að hann skyldi ekki trúa henni fyrir hversvegna hann væri að berj' ast við Gilmour-félagið. Og aldrei nefndi hanu sína fyrri æfi. En Aníta komst á þá skoðun, að ef hún yrði nógu lengi í sambúð við hann’ þá gæti hún komið honum til að elska sig, þó^ sú ást yrði kanske aldrei eins heit og hún þráð> að hún yrði. Það mundi aldrei verða — aldrei-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.