Heimskringla - 27.03.1946, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.03.1946, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. MARZ 1946 Híitnsknngla (StofnuB 18»«) Kemur út á hverjum miðvikudegl. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 -------- . . i , , ~ WINNIPEG, 27. MARZ 1946 Nýútkomnar bækur Saga Islendinga í Vesturheimi, Tímarit Þjóðræknisfélagsins og Almának Thorgeirson’s bræðranna, eru helztu íslenzku bæk- urnar, sem komið hafa út hér vestra á s. 1. þrem mánuðum. Mest þessara rita er Saga Vestur-lslendinga. Þetta er þriðja bindi þessa stóra ritverks eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson og fjallar það um sögu Nýja-lslands. Frá byrjun landnámsins er vel og nákvæmlega sagt. Þar er bæði innflytjendunum og landinu, sem þeir voru að flytja til, vel lýst, starfinu fyrstu árin, sem virðist mega heita “sjálfstjórnar tímabil” þeirra, eins og Frakkanna eystra. Það mun minstu hafa munað að þeir hafi verið sér eins fyllilega ráðandi og Frakkar á sinni síð, eins og víðar eru dæmi til í brezkum nýlendum. Land- náminu skiftu þeir í héruð og sömdu lögin sjálfir og kusu sér stjómendur úr sínum hópi. Var þarna um þá skipulagningu að ræða að til hennar mun verða vitnað, sem eins glæsilegs fyrir- brigðis í innflytjendasögu Canada. 1 þessu bindi sögunnar, er bessi “stjórnarskrá” prentuð, sem svo margt má læra af um dvölina hér fyrstu 12 árin, því það var tíminn sem hún var i gildi. Að öðru leyti er saga einstaklinga sögð, þeirra er komu fyrir 1890 vestur, og byggingu Nýja-lslands, en um seinni tímana og þróunarsögu bygðarinnar segir minna. Það segir sig sjalft, að söguna hefir ekki verið hægt að segja alla í þessu bindi með upp- talningu hvers landnema. Er því nauðsynlegt, að soguritaranum sé ekki skamtað rúm til að rita söguna og hann fái við það, sem komið er, bætt því, sem honum þurfa þykir. Því meira sem hann segir um það, því b'etra er það. Útgáfunefndin má ekki binda hendur hans v’ið stærð sögunnar. Þetta verður heildarsaga Vestur- Islendinga, sem verið er að rita, en ekki neitt ágrip eða tildrög. Verði þettá ekki gert af núverandi söguritara, verður það aldrei gert. Hann hefir manna bezt rannsakað alt efnið, hinna siðari tíma eigi síður en hinna fyrri. Það er verkefni, sem Þjóðræknis- félagið verður að gefa mikinn gaum. Það hefir fundið mann, sem starfi þessu er vaxinn þar sem Þ. Þ. Þ. er. Að við söguritunina verði skilið á miðri leið, er ótækt. Vestur-íslendinga mætti minna á að styðja Þjóðræknisfélag ið í þessu mikilvæga verki sem það færðist í fang með söguritun- inni, með því að khupa söguna og styðja með fjártillagi útgáfu hennar, unz hún er öll skráð, eins og söguritarinn bezt getur — og hann getur gert það vel. ★ Tímarit Þjóðræknisfélagsins (27. árg.) er og komið út og er að efni og útliti til mjög gott. Ritgerðirnar helztu eru: “J. Magnús Bjamason”, eftir Dr. J. P. Pálsson, ein hinna snjallari minninga- greina, sem vér höfum lesið. Segir Dr. J. P. Pálsson frá mörgu úr ævi skáldsins, sem raunverulega styður almenningsálitið um hví- líkur ágætismaður J. M. Bjarnason var. Mun þeim er aðeins þektu skáldið af ritum hans, ekki hafa verið kunnugt um það, en gott er að í ljós hefir komið frá manni, sem því var kunnugur og í þeim lista-búningi, sem læknirinn, vinur hans, hefir fært frásögnina i. Dr. Pálsson skal þakkir hafa fyrir minningargrein þessa. Kvæði er í ritinu um J. M. Bjarnason, eftir Þórodd Guð- mundsson frá Sandi. Þar standa þessar ljóðlínur: Svo barnslega fagurt var ef til vill aldrei sungið í eldforna daga. Þinn strengur var hreinn og nýr. \ Aðrar góðar greinar í ritinu eru: Kristmann Guðmundsson, eftir próf. Stefán Einarsson; “Nýfundnaland, landið hálfgleyma,” eftir próf. Helga Johnson, fylgja þeirri fróðlegu grein nokkrar myndir. Þá skrifar dr. R. Beck um Davíð Stefánsson í tilefni af 50 ára afmæli hans; séra K. K. Ólafsson um Hjört Þórðarson raffræð- ing; séra V. J. Eylands um New York-ferð 1944; Gutt. J. Gutt- ormsson: “Frá landnámsárunum” og Guðrún H. Finnsdóttir, sögu, sem heitir “Sárfættir menn”, ævintýraleg og vel skrifuð saga; mannlýsingar glöggar og efnið úr vestur-íslenzku þjóðlífi, geisla- brot hið bezta. Einar P. Jónsson um Aldursforseta ísl. skálda vestan hafs (Magnús Markússon), 87 ára gamlan, sem af mynd að sjá sem fylgir, er sem nýsleginn túskildingur. Kvæði eiga M. M. og Dr. S. E. Björnsson í ritinu. Fremst í ritinu er mynd af J. M. Bjarnasons hjónunum, en lestina rekur Fundargerð þjóðræknisþingsins 1945. ★ Almanakið, sem göngu sína hóf fyrir 52 árum og O. S. Thor- geirsson stofnaði, er komið út fyrir árið 1946. Prentfélag sona hans, Thorgeirson Company, halda því úti, sem ágætt er. Almanak- ið er ein af bókum ársins. Útkomu þess má ekkert verða að grandi. Auk tímatalsins íslenzka, eru nú sem fyr í Almanakinu nokkrar greinar, er frá íslendingum hér segja eins og Almanakið hefir ávalt átt góðan þátt í. Frá nokkrum Islendingum í Wash- ington segir dr. Stefán Einarsson. Séra Kristinn K. Ólafsson skrif- ar um Jóhannes S. Bjömsson kennara og séra Guttorm Guttorms- son um Dr. P. Adelstein Johnson. Er athygli þarna dregin að starfi atorku-samra Islendinga, er unnið hafa sér álit meðal samborgara sinna á sama tíma og þeir hafa verið þjóðbræðrum sínum til sóma. Um J. M. Bjarnason skrifar dr. Beck og minningargrein, en hann annast um lesmál Almanaksins. í Almanakinu er margt fleira smávegis, þar á meðal ánnáll um helztu viðburði meðal íslendinga vestan hafs. YFIRLIT yfir kosningar sem farið hafa f ram í ýmsum lönd- um, síðan stríðinu lauk. Eftir Homer Metz Staff writer oí the Christian Science Monitor. Hvenær er maður frjáls? Vitr- ir menn hafa kapprætt þetta spursmál svo öldum skiftir, og að því leyti sem fræðilega úrgreið- slu þess áhrærir, hefir því ekki nema að mjög litlu leyti verið svarað að fullu. Á hinu pólitíska sviði, er samt sem áður, vana- lega viðurkent að maðurinn sé frjáls, þegar hann hefir frelsi til að greiða atkvæði og velja sína eigin stóm án íhlutunar eða þvingunar. Vafalaust eins af ástæðunum fyrir því, hvers vegna síðasta stríð var háð, var frelsi til að greiða atkvæði sitt, samkvæmt sinni eigin skoðun. Á þessum fyrstu óvissu, svo- kölluðu friðarmánuðum, hefir fjölda fólks verið gefin aftur kosningaréttur sinn, sem hafði verið svift honum, og mörgum sem aldrei höfðu átt né þekt þann rétt, hefir verið veittur hann. Síðan hin óvænta atkvæða- greðisla á Englandi í s. 1. ágúst mánuði, veik úr völdum stríðs- árastjórn Winston Churchill, og hin þunga ábyrgð endurriesnar tímabilsins var lögð á herðar verkamanna stjórn, hafa um tólf kosningar til þjóðþinga farið fram í ýmsum löndum, og á næstu tólf mánuðum er tilætlast að aðrar tólf kosningar til þjóð- þinga fari fram. Það er ekki kanske hægt að segja að allar þessar kosningar fari fram, sem frjálsar kosning- ar samkvæmt því sem það orð er skilið meðal vestrænna lýðræðis- þjóða. Sumar þær kosningar sem þegar hafa farið fram — til dæmis á Rússiandi og sumum löndum austur Evrópu, sem eru undir kommúnista áhrifum, hafa kosningarnar ekki verið annað en að láta í ljósi þjóðareiningu sína, eða til að staðfesta stjóm- málastefnu minnihlutans. Að hinu leytinu, hafa fæstar þeirra kosninga sem hafa átt sér stað síðustu mánuði í Evrópu verið algerlega frjálsar kosning- ar, á sönnum þjóðræðisgrund- velli. Allar kosningarnar eiga eitt sameiginlegt markmið, sem er, að þær hafa verið haldnar til þess opinberlega og viðurkenna — að minsta kosti sem kenni- setningu — að fólkið eigi fullan rétt til að láta óskir sínar í ljósi, viðvíkjandi því hverjir fari með völdin og hver þeirra stjórnar-J stefna sé. Framrás lýðræðis hug- j sjónanna í heiminum kemur í ljós, eftir því sem almennings-! . viljinn og óskir, koma gleggra í ljós. Frelsi — þeir sem voru! sigurvegarar í stríðinu reyna nú einnig til, að vera sigurvegarar í friðinum. ' Þegar allar skýrslur um kosn- j ingar fyrsta árið eftir stríðið verða opinberaðar, ætti heimur- j inn að hafa sæmilega glögga1 mynd af hinni pólitísku og hags-j munalegu pressu sem við er að eiga, til þess að geta bygt varan- \ legan frið. 1 þeim kosningum sem þegar hafa farið fram, hefir gætt aðdá- anlegs skilningsþroska. Slíkur þroski hefið komið hvað glegst í ljós, hjá hinum íhaldsamari pólitísku flokkum í: Belgíu, Frakklandi og Austurríki„ og mislukkun kommúnismans að ná meiri útbreiðslu í austur og mið-Evrópu, að þessu sinni. Eftirfylgjandi er stutt yfirlit yfir þær kosningar, sem hafa verið haldnar síðan stríðinu lauk. og áætlanir um þær sem eiga að fara fram innan skamms. Pólland Það er ákveðið að kosningar fari fram í Póllandi innan skamms, þó engin kosningadag- ur hafi enn verið settur. Það bendir margt til þess að það verði hörð kosningarimma, milli samsteypuflokka, kommúnista og verkalýðsflokksins, og bænda- j flokksins. Tveir mikilhæfir menn eru leiðtogar hvors flokks. Forsætisráðherra Gomulka, og vara-forsætisráðherra Stanislaw Mikolajzyk. Mr. Gomulka er for- maður verkalýðsflokksins og 1 landeiganda flokksins. Mr. Gomulka vill, að allir hin- ir sex viðurkendu stjórnmála- flokkar á Póllandi, sameini sig um einn kjörlista, sem “lýðræð- isflokkur”, það fyrirkomulag er sniðið eftir Sovét fyrirmynd og aðferð, leiðtogar flokkanna koma sér saman fyrirfram um, þingmannafjölda hvers flokks í þjóðþinginu, og svo verður að- eins um einn kjörlista að ræða. Mr. Mikolajzyk, aftur á móti segir ,að sinn flokkur gangi til kosninga einungis sem sérstakur flokkur. Rússland Rússlands fyrsta almenna kosning til þjóðþingsins, síðan 1937, fór fram 10. febrúar. Yfir Sovétið er löggjafarþing þjóðar- innar. Af 101,450,946 atkvæð- um sem greidd voru, voru ein- ungis 1,638,654, eða minna en 2 prósent af öllum greiddum at- kvæðum, á móti kommúnistum og óháðum frambjóðendum. — 380,400 atkvæðaseðlar voru dæmdir ógildir. Yfirsovétið, eða þjóðþingið er tvískift. Sovét ríkjasambands- ins og Sovét hinna ýmsu þjóð- erna. Hið fyrra er kosið þann- ig að einn þingmaður er fyrir hver 300,000 kjósendur, en hið síðara er kosið þannig, að 25 þingmenn eru fyrir hvert sam- bands þjóðveldi, 11 fyrir hvert. sjálfstjórnar þjóðveldi og 5 fyrir sjálfstjórnarsveit (hérað), og einn frá hverju þjóðernis svæði. Þetta ár verða 569 fulltrúar í Sovéti sambandsins, og 547 í Sovéti þjóðílokkanna. Hér um bil 75 prósent þingmanna sem kosnir eru til hins nýja yfir Sov- éts, eru meðlimir kommúnista flokksins. Að einungis einn stjórnmála- flokkur eigi sér stað í Sovét ríkjasambandinu, ^r gerð grein fyrir, sem árangur þess, að ekk- ert grundvallarlegt pólitískt á- greiningsefni eigi sér stað, sagði Nikolai Skolov í The New Times, nýlega. “1 Sovét sambandsríkj- unum er engin þörf margra póli- tískra flokka af því, að árekstr- ar við grunvallarlega andstæðar hagsmunastefnur, eiga sér ekki framar stað í landi voru.” Albanía Lýðræðisflokks forsætisráð- herra Albaníu, General Evner Hoxhis, hlaut meir en 95 prósent af öllum greiddum atkvæðum, og vann 82 þingsæti í þjóðþingi Albaníu, þetta voru fyrstu al- mennar ksoningar sem farið hafa fram á 24 árum. Kosningarnar fóru fram 6. des. s. 1. Eins flokks fyrirkomulaginu Rússa var fylgt í þessum kosningum, og fyrir- komulag atkvæðagreiðslunnar var sanngjarnlega frjálst og ó- hindrað. Tveir kassar, með litlu gati í lokinu voru settir á hvern kjör- stað. Annar var fyrir þá sem greiddu atkvæði með sameining- ar flokknum, sem er stjórnar- flokkurinn, hinn fyrir þá sem greiddu atkvæði á móti samein- ingar flokknum. Fimtíu prósent kjósendanna, sem kunnu hvorki að lesa né skrifa, voru gefnir litlir togleðurs boltar til að láta í annanhvorn kassann, eftir því sem þeir vildu greiða atkvæði. Öllum kjósendum var sagt að slá með kreptum hnefa á báða kassana, svo enginn gæti sagt í inn hefði verið látin. hvorn kassan boltinn eða seðill- róttækar, vinni í öðrum evróp- iskum löndum, þegar fólkið hefir óhindrað tækifæri til að láta vilja sinn í ljósi. England Um sigur verkamanna flokks- ins á Englandi í síðustu almenn- um kosningum 26. júní s. 1. — fyrstu kosningunum á Englandi eftir stríðið — eru orðnar svo vel j kunnar að um þær þarf ekki að Austurríki Álíka þýðingarmikil og hug- hreystandi var kosningin í Aust - urríki 26. nóv. í haust. Eftir nærri því níu ár undir Hitlers fjölyrða hér. Þrátt fyrir margar i stjórn, gat fólkið í þessu litla hindranir og erfiðleika á sviði alþjóðamála, og fæðuskorts um heim allan, sýndu úrslit kosning- anna að verkamanna flokkurinn hafði á bak við sig atkvæðamagn þjóðarinnar, og er nógu sterkur til að fara með völdin, að minsta kosti nokkur ár. Tékkóslóvakía 1 Tékkóslóvakíu eiga að fara fram almennar kosningar þann 26. maí, og Benes forseti segir að þær verði hinar frjálsustu og lýðræðislegustu, sem nokkurn- tíma hafi haldnar verið í þvi landi. Eftir því sem Dr. Benes segir, verða kosningarnar frið- samlegar og rólegar, og lausar við æsingar og flokka rifrildi. “Allir flokkarnir viðurkenna, að næstu fimm árin þurfum við umfram alt sameinaða stjórn, og þessvegna verða þeir flokkar sem eru andstæðir hver öðrum, að vinna saman við næstu kosn- ingar.” Það meinar: “Við get- um ekki veitt oss þann munað að hafa stjórnarandstæðinga, sem viðurkent embætti.” Kosningar fara fram á leynd- um atkvæðaseðlum, og almennur kosningaréttur gefin jafnt kon- um sem körlum. Hlutfallskosn- ínga fyrirkomulagi verður fylgt, og kjördæmin verða höfð nógu lítil til þess að gera kjósendum auðveldara fyrir að vita hvern þeir greiða atkvæði fyrir. Orð- rómur um það, að einn samein- aður atkvæðalisti verði fyrir alla í Tékkóslóvakíu, er borin til baka. Búlgaría Kosningar fóru fram í Búl- garíu 19. nóv. s. 1., en það er vafamál, hvort nema lítili hluti kjósenda greiddu atkvæði, sökum ómildra augna er störðu á þá. Kosningarnar fóru fram eftir einum kjörlista. Kommún- istar hlutu 80 prósent allra greiddra atkvæða. Atkvæðisrétt höfðu 4,378,000 en atkvæði greiddu 3,757,000. Tveimur dögum áður en kosn- ingar fóru fram, tilkyntu Banda- ríkin, samkvæmt skýrslu rann- sóknarmanns síns, Mark W. Eth- ridge, stjórninni í Sofía, að þau vildu ekki viðurkenna kosning- arnar sem óhlutdrægar, og þau breyttu ekki því áliti sínu eftir að kosningaúrsltiin voru gerð heyrum kunn, og hið sama gerði eiðtogi stjómar andstæðinganna í Búlgaríu, sem hélt því fram, að mið-Evrópu ríki, farið frjálst og óhindrað á kjörstaðina, og greitt atkvæði sitt eftir vild sinni. Út- koman var sú, að rómverski- kaþólski flokkurinn vann 84 sæti af 165 sætum í þjóðþinginu. — Sósíal-demókratar 76 sæti, en kommúnistar 3, og óháðir 2. Það var búist við að kommúnistar mundu vinna 15-20 prósent þing- sæta, en hlutu ekki nema 7 pró- sent greiddra atkvæða. Grikkland 31. marz er tilsettur kosninga- dagur á Grikklandi, en það er alls ekki víst að kosningar geti þá farið fram, en þó svo verði, er engin vissa fyrir því að þær kosningar sýni hinn sanna póli- tíska vilja þjóðarinnar. Hinn sterki vinstrimanna flokkur, E.A.M. hefir hótað að taka ekki þátt í þeim kosningum, sökum þess að stjórnarvöldin hafa gert E. A. M. flokksmönnum ómögu- legt að skrásetja sig réttilega. Til þessa hafa komið fram 20,000 mismunnadi klaganir um hlut- drægni og rangsleitni í samn- ingu kjörskráar aðeins í Ath- ens og umhverfum borgarinnar. 1 Aþenu og kringumliggjandi úthverfum hafa aðeins 140,000 verið skrásettir. Brezkir og amerískir erinds- rekar, sem eiga að gæta kosning- anna, og ef þörf gerist leiðbeina grísku stjórninni, eru þegar komnir til Aþenu, og eru nú að kynna sér kosninga undirbún- inginn. Harry F. Grady, sendiherra Banadaríkjanna í Aþenu, sem er og formaður amerísku erinds- rekanna, hefir látið það á sér skiljast, að þessir samherja er- indisrekar mundu taka plögg sín og fara heim, ef skilyrði fyrir sanngjörnum kosningum yrðu gerð ómöguleg. Italía Hin lengi eftirvænta þing- kosning, er nú sett þann 25. maí. Alcide de Gasperi, núverandi forsætisráðherra, og leiðtogi kristna demókrata flokksins, og Palmiro Togliatti, leiðtogi kom- múnista flokksins, eru að reyna til að koma sér saman um fyrir- komulag sem geri mögulegt að kosningarnar fari reglulega og friðsamlega fram, til þess að steypa ekki þjóðinni út í póli- tískt stríð að nýju. Flokkaskifting og kosninga fyrirkomulag er yfirleitt á mestu atkvæðagreiðslan væri að engu ringulreið, svo það er alls ekki leyti sannur spegill af pólitískri | ómögulegt að kosningum þurfi skoðun almennings þar í landi. að fresta enn um stund. Auk þess er deilt af miklum hita og Ungverjaland Einhver hin bezt notuðu kjör- kappi í núverandi ráðgefandi þingi, um það hvaða vald hið réttindi í Evrópu síðan stríðinu fyrirhugaða löggjafarþing eigi að lauk, komu í ljós í kosningum hafa. Spursmálið um keisara- sem fram fóru í Ungverjalandi þ. 7. nóv. s. 1. dæmið verður lagt fyrir þjóðina til atkvæðagreiðslu, 25. maí, á 1 þeim kosningum kom fram , sama tíma og kosið verður til lýðræðisvilji fólksins óhindrað-! löggjafar þingsins. ur, þrátt fyrir fjölda rauða hers- ins, sem var þar í landi. Kosn- Þrátt fyrir hina mjög ólíku pólitísku skoðanir, er ábyggileg ingarnar fóru friðsamlega fram, von fyrir því, að kosningarnar og án teljandi afskifta annara; j verði mjög ólíkar þeirri einhliða og í stað þess að kommúnistar J atkvæðagreiðslu sem átti sér ynni stóran meirihluta, eins og stað á dögum ítölsku fasistanna. í flestum öðrum austur Evrópu j löndum, vann bænda og land- Finnland eignamanna flokkurinn meiri- Finnar voru eina þjóðin í Ev- hluta atkvæðg, eða 60 prósent aí rópu sem kaus sér nýjan leið- greiddum atkvæðum, en sósíal- istar og kommúnistar 40 prósent atkvæða, sín á milli. Kosning- toga, meðan á stríðinu stóð. Þeir voru og fyrsta þjóðin að kjósa sér nýtt þing. Kosningar til arnar í Ungverjalandi, þó þær finska þingsins fóru fram 16. tryggi ekki demókratiskt fyrir-marz 1945, og þrátt fyrir sigur komulag, þá samt sem áður lögðu j rauða hersins yfir þeim, sem þá þær hyrningarsteinnin til þess.jhafði yfirráðin í hendi sér, vann Þær benda þó í áttina til þess, að ^ hinn nýi almenni Moskva-hlynti öfgalausar stefnur, fremur en demókratiski flokkur ekki nema V

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.