Heimskringla - 03.04.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.04.1946, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. APRIL 1946 SYO MÖRG ERU HANS ORÐ Hum . . . Heldur þykir mér hann Jón Bíldfell, héma kunn- ingi okkar, vera gustmikill þegar hann rambar út á ritvöllinn til að stangast við mínar stoðir. Hann segist ekki geta varist hlátri þegar hann hugleiði minn hégómaskap og horfir á mínar fíflskapar brettur fyrir framan var sjálft altarið. Jæja, er eg þá virkilega svona montinn? Lít eg þá virkilega svona út, eins og uppstrammaður trúði með als- konar, viprum, rykkjum, fettum og regingssvip, bjóðandi fólkinu að sjá mína dýrð í forgylling for- dildarinnar. Eg held þetta geti svo sem verið, því þér að segja Jón minn sjáum við okkur ekki sjálfa.eins og aðrir sjá oss og er það okkur báðum hið mesta mein. — “Oh if some power the gifty gee us to see ourselves as others see us”. Þegar Jón nær sér eftir hláturs aðkastið skiftir hann um tón og tekur að ræða um sögustíl, í sín- um stíl. Kemur nú uppá döfina að kunningi minn einn í Winni- peg reyndist sannorður þegar hann sagði “Jón Bíldfell á ekki við það sem í ritlist nefnist stíli, því hann mun ekki vita hvað stíll er”. Stíll í ritmáli, góði Jón, er snið hugsananna í búningi orð- anna. Það sem þú ert að finna að mér snertir hið sögulega gagn- rýni en þar er mér nú heldur en ekki ábótavant að þínum dómi. Gerist nú Jón storsnúðugur fyrir hönd landans og segir, að “ís- lendingar hafa aldrei verið ráða- lausar hengilmænur í höndum innlendra yfirboðara,” o. s. frv. Nei þú sem reyndur og greindur maður ættir ekki að þjóta svona upp á nef þitt út af engu. Eg hef aldrei borið það á Islendinga að þeir væru yfirleytt hengilmáen- ur, aðeins sagt þeir hafi kunnað lítt til verka hér vestra á fyrstu landnáms-árunum. Einn rithöf- undur, vor á meðal, segir að þeir hafi ekki einusinni kunnað að moka upp á canadisku. Item tvö til sönnunar minni glópsku, sem fer með vaðal og staðleysur er umsögn mín um flugumar á frumbýlisárunum. Bíldfell gerir lítið úr svoleiðis smákvikindum, hefir það eftir Briem að bolahundarnir hafi bara hnekkt nytinni í kúnum um tveggja vikna skeið anno domini 1877. Herra Jón hefur þú aldrei heyrt getið um mýflugur? Svo kemur auglýsing eftir annan Briem um ódæma hey- skap í Nýja íslandi. Þeir léku sér að því að slá kýrfóðrið á dag, vanalega að reikna kýrfóðrið þrjár smálestir af þurru heyi. Að þetta kunni að hafa átt sér stað á flæðiengjunum við Fljót- ið má vera en alment mun það naumast hafa verið. Svo gætir Bíldfell þess ekki í fuminu að eg að draga heildarmynd af veru íslendinga í allri nýlend- unni öll fyrstu árin og þeir hafa fráleitt þanið sig á flæði engj- unum eftir að flóðið hljóp í vatn- ið. Annars hafði eg nú þetta alt eftir góðu og heiðvirðu fólki, sem eg trúi fult eins vel og Jóni Bíldfell þegar hann er í orustu ham. Úr þessum dómadags heyskap þýtur hann svo til prestanna, en snúningurinn gerist með þeim hraða, að sambandið eins og brjálast dálítið. Sjálfsagt á þessi skammagrein um landana frá þjóðkunnum sæmdarmanni í Kaupmannahöfn eithvert erindi inn í umræðuna þótt erfitt sé að glöggva sig á því. Klausan hljóð- ar þannig: — “Að svíkjast frá að borga stjórnarlánið, sem lánað vai*í góðri meiningu og óhætt að segja að hefur haldið lífinu í mönnum fyrsta árið, þá er líf- gjöfin ílla launuð og setur blett á Islendinga bæði þá er byggja hið nýja og hið gamla ísland”. Á að skilja þetta sem svo, að landnemarnir hafi, að hvöt Séra Páls, flutt suður til að svíkjast undan greiðslu á réttmætri skuld? Það liggur beinast við en sjálfsagt er það nú samt ekki meining Bílfells. Um andlega hollustu presta- deilunnar í Nýja-íslandi tilfærir Jón vitnisburð séra F. J. Berg- manns sál. Það sannar auðvitað ekki neitt því menn eru ekki endi lega nauðbeygðir til að fallast á skoðanir þessa merka_ manns. Hvorki eg eða Bíldfell gerum það ávalt, í öðrum greinum. Eg er yfirleitt ekki á hans skoðun- um, áður enn hann endurfædd- ist til frjálslyndis. Bíldfell yfir leitt ekki á hans skoðun eftir að hann tók endurbótum. Ef klofn ingur í söfnuðum og trúardeilur eru andlegt hressingar lyf ættu allir söfnuðir að skifta sér í and- víga flokka og prestamir að liggja í stöðugu trúarþjarki. Nú kemur rúsínan: — Eg er undur hræddur, séra Halldor, áð ef þér er alvara með að sverta minningu séra Pálls Þorlaksson- ar, þá þurfi sterkari stoðir til John S. Brooks Limited DUNVILLE. Ontario, Canada MAN UFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og fyrsta flokks “Sea Island Cotton” og egypskum tvinna. Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboðsmaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta þess en þér hefur enn tekist að það bera vott um óbilgrini að tala smíða. ! svo um menn og málefni, eins og Æ hvernig getur maðurinn gert er í Helgafellsfyrirlestrin- látið. Það er eins og hann sé bú- um og í mörgum öðrum Ára- inn að steingleyma sínu lúterska ; móta og Sameiningargreinum. lærdómskveri. Þar stendur þó að ] Ja, Bíldfell minn, þér hættir maður eigi að færa alt til betri mjög við að sjá aðra í endurskini vegar. Er það mögulegt að fljót- eða skugga þinnar eigin persónu fæmi þín, í æskunni hafi verið og eigna þeim mikillæti, sem þeim mun meiri en í ellinni að þú þeim var ekki eiginlegt. Þú ger- hafir mislesið boðorðið og tekið ir vm þinn, séra Jón, að sjálf- það fyrir áminningu um að færa byrgingi, ósjálfrátt. Hann mun alt til verri vegar. aldrei hafa sagt að nýja guð- Engum heilvita manni, sem fræðin væri öll bygð á getgátum lesið hefir álit mitt á séra Páli,! °S §efið lítið eða ekkert fyrir myndi hafa komið til hugar, að eg væri að reyna að sverta minn- ingu þessa sæmdar manns. Það dettur þér heldur ekki í hug Jón, þú ert ekki þvílíkt flón. Eg hef mestu andstygð á að sverta mannorð manns og líka á þeirri lævísi sem svertir málstað manna með því að lauma inn í orð og umræðu annara illkvitn- is getsökunum. Þetta eru aðferð- ir mannorðs morðingjans og jafn fjarlægt kristilegum heiðarleg- heitum sem forn-norrænu dreng- skapar hugtaki. Rökleiðsla Jóns er kynleg svo ekki sé meira sagt. Uppblásturs erindi séra Jóns Bjamasonar er afsakað og réttlætt með erindi í ljóði eftir Ingólf læknir Gísla- son er lýsir eymdar ástandi á bóndabýli norðlenzku. Auðvitað hefði læknirinn getað fundið því- lík býli í öllum löndum og einnig hér í Ameríku. Það sýnir eng- an vegin að vaxtarbroddur af nýju vori sé ekki farin að gægj- ast upp úr sinunni til athugunar þeim, er hafa stillingu og að- gætni til að athuga lífsmörkin í þjóðfélaginu enda þótt eymdin ríki enn í sumum stöðum. Nei, eg er ófáanlegur til að taka það aftur, að séra Jón var stundum, jafnvel oft, óbilgjarn í dómum. Mér þykir mikið fyrir að þurfa að segja það, því eg met manninn mikils að mörgu leyti; en herra minn trúr, heilagur var hann ekki, þótt margt gott hefð- uð þið getað af honum lært og þar meðal það, vera ekki ósann- gjarnari í dómum en hann var sjálfur. Þessa manndýrkun þína, Jón minn, met eg nú eins og hvem annan barnaskap en hann verður annað og verra þegar andúð þín blindar þér sýn svo öll við það sannindi rengjast. Já, eg sný ekki aftur með það: séra Jón var ósanngam í ritdómi sínum um Ólöfu í Ási, enda þótt eitthvað mætti að sögunni finna. Hún hefir samt sem áður sína kosti og er einstæð nokkuð í ís- lenzkum bókmentum enda sann- söguleg syndajátningarsaga (eða svo er mér tjáð) konu nokkurr- ar. Það ber nefnilega við í mínu héraði og kanske víðar — þótt ilt sé til afspurnar — að konurnar rannsóknir vísindalegra ment- aðra manna. Ef svo hefði verið bæri það vott um mikinn sjálf- byrgingsskap. Auðvitað höfðu þessir menn betri aðstöðu en hann og meiri þekkingu til þeirra rannsókna. Séra Friðrik J. Bergmann seg- ir í “Trú og þekking”, að séra Jón hafi eiginlega ekkert lesið nema “The Sunday School Times” af guðfræðilegum ritum. Eg býst samt við að þetta sé of- mæli, en hvað um það, hvernig í ósköpunum gat hann vitað hvert niðurstöður vísindalegra ment- aðra guðfræðinga, fornfræðinga og málfræðinga voru á rökum bygðar eða ekki, héma vestur í Winnipeg. Og það hefði verið meiri sjálfbyrgingsskapurinn að dæma þær markleysu eina, án þess að hafa gagnskoðað málið. Nei, fljótfærnin fer með Bíldfell hér í gönur, sem oftar. Séra Jón fór aðeins fram á að þessum rannsóknum og niðurstöðum þeirra væri haldið leyndum þangað til almenningi gæfist betra tækifæri á að átta sig á þeim. Eins og eg hefi bent á áð- ur leiddist hann seinna út í að verja gömlu guðfræðina en samt ekki á fræðilegum grundvelli — það var hlutverk séra Friðriks. Til hvers er að vera með þessi stórsnúðugheit. — Það eru ekki nema alveg forhertir sjálfbyrg- ingar sem láta sér á sama standa um álit annara eða heldurðu í alvöru, að sj álfsálitið sé heil- brigðara til að leiðbeina manni til skilnings á sjálfum sér? — Hvernig sem þér kann að vera farið í því atriði nær það ekki nokkurri átt að eigna séra Jóni slíkt. Hann var þvert á móti mjög viðkvæmur fyrir almenn- ings- og einstaklings álitinu og þoldi illa að honum væri mót- mælt. Eg er nú farinn að halda þú hafir eiginlega aldrei þekt séra Jón eins og hann var, haldið bara að hann væri alveg eins og þú, hvorki meiri né vitrari. Jón Bíldfell segir, að eg fari með ósannindi er eg fullryði, að um staðreyndir sé að ræða, að því er viðkemur nýju-guðfræð- inni. Hér er hann líklega ein- lægur — veit ekki betur. Hvorki séra Jón eða nokkur guðfræð- Fyrir hvert $4 virði af Stríðssparnaðar Skírteinum færð þú $5 er þau falla í gjalddaga. Hver dollar er þú leggur í þessi Skírteini er innlegg til sigurs og þína eigin framtíð. Hver dollar sem þú leggur í Stríðssparnaðar Skírteini er trygður — því þau eru ábyrgst með öllum auðsupp- sprettum Canada. Þú getur keypt Stríðssparnaðar Skírteini eða frí- merki hvenær sem er í hvaða útibúi Royal Bank of Canada Fyrirkomulag Bankans Ef þú óskar, tekur bankinn að sér að kaupa Stríðssparnaðar Skírteini fyrir þig á hverjum mánuði, draga borgunina frá innstæðu þinni og sjá um að skírteinin séu send beina leið heim til þín. Þetta er tryggasta leiðin til að safna reiðu fé í framtíðinni. Spyrjist fyrir um þetta fyrir- komulag bankans í hvaða útibúi hans sem er. THE ROYAL BANK OF CANADA höfðu framhjá körlunum sínum . „ , , , „ , , . - , .. , i mgur, sem verðskuldar nafmð, og karlarmr framhja konunum 6 ’ , , , , tt, , , ,. . * getur haldið nokkru þviliku sinum. Eg þekti — nei, varaðu ° ^ . >a_ v ^ ^__________. þig nú og farðu ekki að gera mér ljótar getsakir, eins og þér er svo eiginlegt, — sumar þessar kon- ur, og vissi að þær voru nú ann- ars engar ófreskjur, en sagt er að orsakir liggi til alls. Já, eg bein- leiðis ásaka séra Jón um óbil | fram. Þeir vita betur. Það væri 'álíka eins og stjörnufræðingur héldi því fram, að sólin snerist í kringum jörðina; lándafræð- ingur að jörðin væri marflöt, dýrafræðingur, sem hafnaði aðal niðurstöðum framþróunarkenn- girni þegar hann meinaðist við í:“8™“«; jarðfræðingur, sem því að Þorsteinn Erlendson fengi |tryðl þvi að Jörðin væri sköPuð skáldastyrk. Eg segi að hann a SeX döSum' Maður Setur blátt Following a series of advertisements devoted to Veterans’ Out- of-work Allowances, this space will be used for the next few weeks to detail Veterans’ Insurance, prepared in co-operation with Depantment of Veterans’ Affairs. No. 2—VETEJIANS’ INSURANCE Veterans’ insurance is designed as low cost protection for ex-service personnel’s dependents and as a savings plan for themselves. Premiums are low and may be paid monthly at no extra cost. For example, a veteran taking out a $1,000 policy at the age of 25, payable until the age of 65 spends only $1.39 per month for this protection. Premium for a $10,000 policy under the same arrangements would be $13.90 per month only. Medical examinations are not required for veterans or vet- erans’ widows seeking coverage except in a few special cases. Liberal cash values are available after two years; also re- duced paid-up insurance and extended term insurance options. A disability benefit is included in all policies at no extra premium. The policies are unrestricted as to occupation, travel or residence and extra premiums are not necessary for those engaged in hazardous vooation suoh as flying, etc. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD153 hafi verið óbilgjarn þegar hann vítir Jón Trausta fyrir að vilja áfram ekki verið fræðimaður og jafnframt neitað því sem stað- heldur leita eðlilegra en hinna 1 reyndirnar kenna’ svonefndu “yfirnáttúrlegu” or-j Að Þn sért manna fljótfæm- saka fyrir sumum viðburðum í, astur sannast bezt af því sem Skaftáreldum eða segir frá þeim segir um tilvitnun mína í fyr- viðburðum, sem séra Jón Stein- grímsson sjálfur getur um í sinni æfisögu. Eg fullyrði, að séra Jón Bjarnason hafi verið óbilgjarn þegar hann vítir stjórnina fyrir að víkja ekki Skúla Thoroddsen umsvifalaust úr embætti, að ó- rannsökuðu máli. Eg segi það óbilgimi að drótta því að Jóni Ólafssyni og séra Magnúsi Skaftasyni, að þeir hafi verið þvílík smámenni að almenning- ur muni ekki taka mikið mark á 'ieim. Þetta er nærri því eins o^ irlesturinn “Þrándur í ^ötu Láttu nú eins og guð hafi gefið þér vitið og við skulum í vinskap setjast hlið við hlið og fletta upp á ellefta árgangi Áramóta. Við komum að fyrirlestrinum — “Þrándur í götu”, á 10. bls. — Hlaupum yfir innleiðinguna þótl hún sé góð og lærdómsrík á sím vísu. Við nemum staðar á bls 34, neðarlega, og lesum: “Eg kalla það alt kreddur, serr menn kirkjunnar, einkum þr auðvitað guðfræðingarnir, hafr tilhneigingu sinni upphugsað trúmálum eða kirkjumálum við- komandi, ellegar tekið að láni hjá einhverjum öðrum, gera að sínu sérstaka uppáhaldi, láta það sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru, eru altaf að ota því fram eins og undir því sé komin framtíðar velferð kirkjunnar. I þessum sérkreddum er oftast einhver sannleikur, stundum talsvert mikilsverður sannleikur en þó aldrei nema brot af sannleikan- um, sem Jesú átti við, er hann í skilnaðarræðu sinni til læri- sveina sinna á skírdagskvöld gaf þeim þetta fyrirheit: “Þegar hann, sá sannleiksandi kemur, mun hann leiða yður í allan sannleika”.” Svo flettum við við blaði og á 36. bls. fer séra Jón að greina frá hvaða kreddur séu helzt upp á baugi í íslenzkri kristni. Telur hann þar fyrst fram “hærri kri- tikina með svofeldum orðum: “Fyrst skal nefnd hin “hærri krittik”, sem svo er kölluð, ný- mæli um tilorðning margra rit- anna í biblíunni ...” Svo kemur á 38. bls. greinin sem Jón Bíldfell tilfærir og á séra Jón þar auðvitað við, að einnig í hærri kritikinni kunni að vera margt satt eins og í öðr- um “kreddum”. Vill nú ekki einhver góðhjört- uð manneskja í Winnipeg fara með Jón Bíldfell inn í bókaher- bergið í J. B. byggingunni og lesa þetta yfir með öldungnum og jafnframt taka með sér Heims- kringlu blaðið, með svaragrein minni til Bíldfells og gera sam- anburð og sjá hvert eg hef farið langt frá því rétta. — Já, nú þýt- ur líklegast í Jón og finst eg vera á fiskiríi eftir hólinu a la Bíld- fell. Látum það svo vera. Við skulum skilja við öldung- inn þar sem hann er til sanns vegar fæður af einhverri fróm- lundaðri Winnipeg-sál. H. E. Johnson sem vinnast í samkepni af þess- ari tegund, segir skattaskrifstof- an, eru skattfríir sem tekjuliður. Af upphæðinni, $25,000, sem heitið er í verðlaun, verður $18,750 skift í vesturfylkjunum. Þetta nær yfir þrjú sléttufylkin og Peace River hlutann í British Columbia. Samkepnisumsóknir lokast 15. júní., A S K O R U N SAMKEPNISVERÐLAUN ERU SKATTFRI Bíldfell væri að tala. Eg álít sjálfir samkvæmt persónulegri Þær $25 þúsundir er skift verður milli vinnenda í 1946 samkepninni um “National Bar-' ley Contest”, verða ekki skatt- aðar sem inntektir til þeirra er \ vinna þau. Þetta meinar að hver sá sem verðlaun hlýtur þarf ekki að borga tekjuskatt af þeim pen- ingum er hann fær. Þessi skipun er frá vara-ráð- gjafa skatta í Ottawa. Peningar, Útgáfunefnd Sögu íslendinga í Vesturheimi fær við og við, úr ýmsum stöðum í Canada og Bandaríkjunum, beiðni um þrjú bindin sem út eru komin af Sög- unni. Fyrsta bindið er ekki leng ur til hjá nefndinni. Nú mælist nefndin til þess að ef einhverjir sem eiga fyrsta bindið, vilji selja það, þá láti þeir undirritaðan vita um það, svo nefndin geti rakleiðis snúið sér til þeirra, þegar þörf gerist. Ennfremur mælist nefndin vinsamlega til þess, að fólk hraði pöntun á þriðja bindi Sögunnar. Nefndin efar ekki að útgáfan seljist, en það er nefndinni mikil hjálp að þetta gerist sem fyrst. Þeim mun fyr sem þetta bindi selst, þeim mun greiðara verður nefndinni að halda áfram með verkið. Þetta verk hefir hlotið lof ekki aðeins hjá Islendingum, heldur einnig hjá annara þjóða mönnum hér í álfu. Þeir dá það að íslendingar, jafn fámennir og þeir eru, skulu vera að gefa út þá fullkomnustu sögu, sem nokk- urt þjóðarbrot, hér í Canada, að minsta kosti, hefir látið rita og gefa út. Enda hafa pantanir, sem nefndinni hafa verið sendar ný- lega, komið frá stórum bókasöfn- um í borgum, ríkjum og fylkjum álfunnar. Styrkið nú þetta fyrirtæki, landar góðir, með því að senda pantanir yðar eins fljótt og þér getið. Það yrði nefndinni hin mesta og bezta hjálp sem þér get- ið látið henni í té. J. G. Jóhannsson —586 Arlington St., Winnipeg, Man. The Junior Ladies’ Aid of th First Lutheran Church will hol their regular meeting in th Church Parlors on Tues. Apri 9, at 2.30 p.m. * * * Messa að Mikley Sunnudaginn, 7. apríl, mess að Mikley, kl. 2 e. h. Skúli Sigurgeirsson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.