Heimskringla


Heimskringla - 03.04.1946, Qupperneq 3

Heimskringla - 03.04.1946, Qupperneq 3
WINNIPEG, 3. APRIL 1946 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA KRISTJÁN EGGERTSON FJELDSTED 1864—1945 — Minning — Þær falla nú óðum til foldar, grein eftir grein, af hinum ís- lenzka meið, sem fluttist vestur um haf og festi hér rætur í kring- um síðustu aldamót, þær hafa þroskast, blómgast og borið ríku- lega ávexti, þessar greinar hafa runnið sitt skeið, og lotið hinu eilífa lögmáli, — en frá stofnin- um vaxa nýjar greinar með nýju og fjölfbreyttara laufskrúði, og kjarninn frá rótinni verður æ hinn sami, hinn þróttmikli nor- ræni lífskraftur, sem rennur frá kyni til kyns. Seytjánda september 1945 andaðist á heimili sínu að Lund- ar, Man., eftir stutta legu, frum- byggi'og vel metinn heiðursmað- ur, Kristján Eggertson Fjeld- sted, rúmlega 81 árs að aldri. — Hann kom til þessa lands 1903 frá Islandi, með, konu og börn, fátækur af gjaldeyri, sem fleiri landar, en þá á þroskaskeiði, og fullur af nýjum vonum og fram- sóknarþrá. Hann settist að í Winnipeg og stundaði handiðn sína, því hann var smiður góður, sérlega smekkvís og vandvirkur, svo var hann einnig listfengur málari, og farnaðist því vel fyr- stu árin, hann bygði uokkur hús upp á eigin reikning og sddi, borgin var þá í miklum upp- gangi, sem kallað var (boom) og tóku landar virkan þátt í því að byggja upp vesturbæinn. Þeir voru ekki smeykir við að kasta sér í strauminn, þó þeim vefðist tunga um tönn, á ensku máli. Þá komu margir Islendingar undir sig fótum efnalega, aðrir báru minna úr býtum, sem seint höfðu byrjað og minna tekist í fang, “boomið” entist aðeins fá ár, alt datt í kalda kol, atvinnuleysi og ráðaþrot sóttu að mörgum, þá fluttu margir, sem framsýnir voru, með fjölskyldu sína úr bænum og táku sér heimilisrétt- arlönd, hér og þar út um bygðir. Kristján var einn af þeim, haust- ið 1907 flutti hann til Álfta- vatns nýlendu og settist að á bú- jörð, skamt frá þar sem nú stend- ur þorpið Lundar, og bjó þar um hríð, en vorið 1915 flutti hann á heimilisréttarland, sem hann hafði numið þar skamt frá, oft varð margt um vik eftir að hann settist fyrst að út á landi, mátti heita eignalaus með hóp barna, en sparsemi og reglusemi og samvinna og dugnaður hans á- gætu konu, sigruðu erfiðleikana, þar til heimilið varð sjálfstætt efnálega og talið með betri heimilum bygðarinnar. Árið 1920 seldi hann bújörð sína og flutti til Lundar og bygði sér þar mjög snoturt heimili, þar misti hann konu sína, 11. ágúst 1926, mestu ágætis konu og mannkosta manneskju, var elsk- uð og virt af öllum, sem henni kyntust, laust mikilli sorg yfir heimilið og nágrennið við frá- fall hennar. þær sett fagurt dæmi til fyrir- myndar. Kristján var fæddur á Hall- bjarnareyri í Eyrarsveit í Snæ- fellsnessýslu á íslandi, 30. maí 1864. Foreldrar hans voru Egg- ert Vigfússon Fjeldsted og Þórey Nikulásdóttir. Á barnsaldri misti hann föður sinn, og ólst upp með móður sinni, þar til hann gat farið að vinna fyrir sér sjálfur. Árið 1885 flutti hann til Reykjavíkur og lærði þar tré- smíði, stundaði hann þá iðn, þar í bæ, þar til árið 1897 að hann flutti til Seyðisfjarðar. Þar gift- ist hann Guðbjörgu Jónsdóttur, ættaðri af Akranesi, 29. okt. 1898, og bjuggu þau á Seyðis- firði þar til sumarið 1903 að þau fluttu vestur um haf og settust að í Winnipeg (eins og áður er getið). Á Seyðisfirði kyntist eg Kristjáni fyrst, féll okkur vel saman, enda var margt líkt með báðum, við unnum oft saman við smíðar og önnur verk, og tókst með okkur vinskapur, sem entist alla ævi. Eftir að eg kom vestur til Canada láu leiðir okkar oft saman, og var alúðin og trygðin frá honum í minn garð ætíð hin sama. Að vallarsýn var Kristján meðalmaður á hæð, þéttvaxinn og vel að manni ef til átaka kom, góðmannlegur í andliti en þó festa í svipnum, skapgerð hans var þannig, að hann var hæg- látur og írekar seinfara en skifti hann skapi, fylgdi hann fast sín- um hlut, orðheldni var mjög sterkur þáttur í fari hans, og trygglyndi þar sem hann tók því, enginn mun til þess vita að hann hafi nokkru sinni brugðist loforði sínu. Árið 1940 varð hann um nokk- urn tíma algerlega blindur, og þó hann ætti von á því að verða í myrkri það sem eftir væri æv- inn'ar, þá tók hann því með fram- úrskarandi stillingu. Uppskurð- ur sem Dr. K. J. Austmann gerði á öðru auganu, varð til þess að hann fékk aftur sjón, og varð al- gerlega sjálfbjarga, og gat lesið sér til skemtunar, var það stór þáttur í því að gera síðustu stundirnar skemtilegri. Síðastl. sumar heimsótti eg Kristján og dvaldi á heimili hans í 14 daga í góðu yfirlæti. Tutt- ugu ár voru liðin frá því eg hafði verið þar til heimilis á Lundar, og urðu því með okkur fagnað- arfundir og margra hluta varð að minnast, og margt rifjað upp frá liðinni tíð og höfðum við báðir af því hina beztu ánægju. Þetta var í júní mánuði s. 1., en 17 sept. dó hann, en hvorugum okk- ar mun hafa dottið í hug að hann ætti svo stutt eftir ólifað, (ung- ur má en gamall skal). Jarðarförin fór fram frá heim- ilinu og lútersku kirkjunni 20. sept. að viðstöddu fjölmenni, hann var lagður til hvíldar í Lundar grafreit, við hlið konu sinnar. Séra B. Theodore Sig- urðsson jarðsöng. Þau Fjeldsteds hjónin eignuð- ust átta börn, tveir synir dóu í ^esku, Vigfús og Eggert, en á lífi eru þessi: Kristjana og Kristín, báðar ógiftar til heimilis á Lundar; Laufey, gift Jóni Mar- teinssyni, Langruth, Man.; Guð- uuindur, giftur Fjólu Svein- bjarnardóttir Halldórson, búsett í Lundar, Man.; Jóhann, giftur Ásu Ásmundardóttir Frímann, búsett Lundar, Man., og Eggert, úgiftur. Eftir að Kristján varð ekkju- uiaður tóku þær dætur hans, Kristjana og Kristín, umsjón beimilisins í sínar hendur, og ^uunu þess fá dæmi að börn hafi sýnt foreldri sínu slíka alúð og Hamúrskarandi umhyggju, sem þessar tvær ágætis stúlkur sýndu föður sínum til síðustu stundar, °8 er óhætt að fullyrða að fáir hafa lifað sælli elliár, með böm- um sínum en Kristján, og hafa í kvæðabók Steingríms Thor- steinssonar hafði Kristján lagt minnisblað við þetta erindi: Fagra haust þá fold eg kveð, faðmi vef mig þínum, bleikra laufa láttu beð, að legstað verða mínum. Hafi þetta verið vilji þinn góði vinur, þá hefir þú fengið ósk þína uppfylta. — Þökk sé þér fyrir samfylgdina og langt og vel unn- ið dagsverk. Flest sem auga og eyra nær, út í bláinn sendist, en frá þér geymist minning mær, meðan lífið endist. H. E. Magnússon BORGTÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin sknld UPPÞOTIÐ í ÍRAN “Engu að trúa ekki er gott, en öllu hálfu verra”. Eg er ósköp tregur til að trúa öllu sem eg sé í blöðunum síðan eg las um reyn- slu Pierre Van Paasans, sem fréttaritara New York blaðsins “The Evening World”. Samt er ekki nema rétt að gera hér und- antekningu þegar meta skal sannsögli fréttaritaranna. Sumir þeirra eru mjög áreiðanlegir og fara sjaldan með flapur eða ósannsögli. Má þar til nefna Ed- gar Snow, Walter Duranty, Quentin Reynolds, Arthur Ray- mond Davis, Ross Munro og fl. Vildi eg ráðleggja löndum mín- um að lesa alt sem þeir ná í eftir þessa menn. Líka er mikill mun- úr á blöðunum. Til dæmis eru ritstjórnargreinarnar í Free Press oft ritaðar af hinni mestu sanngirni um alheimsmál (undir- strika það því Free Press er mjög flokksbundin í innanlandsmál- um, enda þótt hún jafnvel þar gæti stundum meiri hófstillingar en maður á við að venjast. Heið- ur þeim sem heiður ber). En það er nú um íran, sem eg ætlaði að tala. Kunningjar mín- ir, bæði munnlega og bréflega, hafa spurt mig nokkuð oft upp á síðkastið: Hvað veist þú eða hvað heldur þú um þess mál í íran?” Hingað til hef eg svarað: “Eg veit ekkert um þau, hef ennþá ekki getað aflað mér upplýsingar um þau.” Nú er eg þó svolítið farin að ná áttunum þótt margt sé ennþá á huldu. Það sem eg veit sannast er mönnum ekki of gott, því málin eru mikilsvarð- andi og geta leitt til illra heilla. Hvað held eg nú svo um mál- in? Eg skal leitast við að svara í nokkurri sundiirJiðun. Samnings rof: Um þau þefi eg þetta að segja: Samningar verb£ að haldast eigi réttlæti að grund- valla frið. Samningsrof eru geig- vænlegt fyrirbrigði í nútíðar stjórnmálum og spá ekki góðu. Samt er það sannanlegt, að allar stórþjóðirnar hafa brotið samn- inga og Atlantshafsskráin, sem átti að vera nokkurskonar “Magna Carta” heimsskipulags- nis er dauður bókstafur orðin, launmyrt með lygum, hræsni og svikum. Öll stórveldin halda her í ýmsum löndum með því að ganga á gefin heit. Þetta verður að lagast en getur ekki lagast nema með samkomulagi, sann- girni og sáttfýsi stórveldanna, og reyndar allra heimsbúa; því það er sú mesta kórvilla að smá- þjóðirnar séu hótinu betri með ágang og yfirtroðslu þar, sem þær geta því við komið. Leiðir þetta þá til ófriðar: Nei, að minsta kosti ekki bráðlega, að minni hyggju. Orsökin samt ekki sú að til séu ekki menn í ýmsum löndum, kanske í flestum lönd- um, sem myndu til með að efla til ófriðar mættu þeir því við- koma. En þeir fá ekki fólkið til að berjast. Mannkynið er orðið þreytt á styrjöldum. Hermenn- irnir vilja halda heim og hitta konur sínar og börn, og þeir vilja dvelja heima um stund í faðmi friðar og vinsemda. Dæmin eru fyrir hendi frá enda síðustu styrjaldar. Tyrkir hlýddu ekki ákvæðum friðar-sáttmálans en vörðu sjálfstæði sitt með vopn- um. Lloyd George reyndi að koma Bretum í stríð en þeir vildu því ekki sinna og ekki heldur sambands ríkin nema þá helzt Ástralía. Svo sigaði hann Grikkjum á Tyrki en þeir fóru hinar herfilegustu hrakfarir og aumingja Lloyd George þurfti að horfa upp á það alt saman og fékk ekkert að gert. Hafði hann hina mestu raun og smán af því öllu og það stuðlaði ekki svo lítið að valdatapi frjálslynda flokks- ins í Bretlandi. Annað dæmi ennþá betra er fyrir hendi. Stórveldin sendu her til að bæla niður bolsévika upp- reisnina á Rússlandi, en sá her fékst ekki til að hleypa úr byssu, að Þjóðverjum og Japönum und- anskildum. Að lokum neyddust bæði Bretar og Bandaríkjamenn til að kveðja herinn heim. I Bandaríkjunum varð það fyrir kröfur þjóðarinnar, sem heimt- ! aði drengina heim en Bretar urðu undan að láta þegar verka- menn gerðu verkfall og neituðu að hlaða skipin, sem áttu að flytja vistir og vopn til setuliðs- ins á Rússlandi. Önnur ástæða er að þeir sem j ennþá stjórnast af einhverri | skynsemi vita að engin þjóð má við öðrum ófriði. Auðvitað hafa Bandaríkin kjarnasprengjuna og ! gætu kanske eyðilagt margar borgir, sem ennþá standa á Rússlandi. En síðasti hernaður sannar, að hægt er að berjast næstum því óendanlega með skæru hernaði enda þótt borg- irnar séu eyðilagðar. Nú myndi ekki um að tala fimm eða sex ! ára stríð, heldur stríð sem standa I mundi að minsta kosti heilan mannsaldur. Bandaríkin mega heldur ekki við stríði. Ríkis- skuldirnar þar eru nú $280,000,- 1000,000, tvö hundruð og áttatíu biljónir, en samanlagðar eignir í landinu vanalega talið nokkuð yfir 400 biljónir. Þeir eiga bráð- um ekki fyrir skuldum sínum og þess verður að gæta að meir en þriðjungurinn af skuldunum eru nú í lánum bankanna og auk þess sem stórgróðafélögin eiga mest af hinum, aðeins 59 biljónir eru taldar f eigu almennings. Illa mega Rússar við stríði. — Frjósamasti partur landsins og auðugasti liggur í rústum. Stór- borgirnar Stalingrad, Kiev, Kharkov, Odessa, Sevastapol, Smolensk, Minsk og margar fleiri eru lítið meir en grjóthrúg- an ein. Miljónir fólks verða að grafa sig niður í jörðina til skjóls ,fvrir vetrar veðrum, enda þótt morg í hús hafi nú þæði þegar verið bygðum og endurreist bæjum. Bretar eru í hálfgerðri s»;Teltu og myndu margir deyja úr hungri í næstu styrjöld. Já, en því láta menn þá svo ófriðlega og um hvað er deilt til dæmis í íran? Já, það er nú saga að segja frá því. Fyrst mun bezt að segja sög- una eins og hún gengur eða gekk. Landið er fátækt af flestu nema olíu. Því er þess utan illa stjórnað af rótgrónu aðalsvaldi en þjóðin óupplýst. Nokkur til- raun var gerð til þess að lagfæra ástandið á fyrstu tugum þessar- ar aldar og sænskir og amerískir menn kvaddir til að koma skipu- lagi á atvinnulíf og fjármál. Það jók á erfiðleika hinnar innlendu stjórnar að tvær stórþjóðir: Bretar og Rússar, seildust eftir olíunni. Til voru þeir menn þar í landi, sem vildu gjarnan auðg- hst á því að selja útlendingunum auðlindir ættlandsins — slíkir menn finnast í flestum löndum Vandinn var hverjum ætti að selja, þar sem tvær voldugar þjóðir keptu um krásina. Að lokum varð það að samningi, að Rússar fengu öll sérréttindi í norðurhluta landsins en Bretar í hinum syðri. Hélzt nú þetta fram til fyrstu heimsstyrjaldar. Þá slógu Bretar eign sinni á all- ar olíulindir landsins en Rússar urðu frá að hverfa. Litlu síðar varð uppreisn í landinu og einn af herforingjunum — hann matti , nú reyndar fremur teljast stiga- mannaforingi — braust til valda ,með aðstoð rússneskra flótta- i manna, — mest Cossakka frá I Úkraníu. Auðvitað hötuðu þessir : landreikendur Sovét stjórnnia ! og alt hennar ráð. Efldu þeir ílokk móti þeim í Iran en Rússar jtöldu sér jafnan stafa mikil hætta af óvinveittri stjórn í íran því þeir mintust þess jafnan að á byltingar tímabilinu gerðu Bretar út leiðangurinn til Bakú, olíuborgarinnar miklu, frá Iran. Orð lék á því að hinn brezki sendiherra í Teheran, höfuðborg- inni, væri eiginlega alls ráðandi í íran, um utanríkismál. Leið svo fram að síðari heims- ófriðnum. Þá leit svo út sem stjórnin í Teheran væri orðin leið á ástandinu og virtist helzt draga taum Þjóðverja. Varð það nú að samkomulagi, að Bretar og Rússar hersetja landið meðan á ófriðnum stóð. Á Potsdam- fundinum var gerður bráða- birgðar samningur um að bæði Bretar og Rússar skyldu hverfa heim með her sinn í byrjun marz mánaðar. Bjuggust nú allir við, að báðir myndu standa við þau loforð. En nú kemur það upp úr kafinu að þrjú voldugustu olíu- félög heimsins, Standard Oil, Sinclair Oil og Shell, eru að gera samning við stjórnina í Iran um einkarétt til allrar olíufram- leiðslu í landinu fyrir 99 ár. — Þessu mótmæltu Rússar þá þeg- ar en Iran-stjórn gerir sér lítið fyrir og hættir við alla samninga og segist ekki semja fyr en allur her sé farin úr landi. Þetta álitu Rússar bragð eitt og bjuggust við því að samningarnir við olíu- félögin yrðu staðfestir undir eins og þeir og hinn brezki her væri horfinn heim. Nú gerist uppreisn í einu norð- ur héraðinu, Azerbaidzhan, þar sem Rússar hafa her sinn. Marg- ir ætla að Rússar hafi staðið á bak við þá upþreisn og getur svo verið, en hér getur líka fleira komið til greina. Jafnvel Bretar hafa viðurkent að í Iran sé ein- hver hin argvítugasta stjórn í heimi, lævís og dáðlaus. Til er sá flokkur þar í landinu er Tudeh nefnist og berst fyrir umbótum, einkum að því er jafnskifti landsins snertir, þannig að sömu stefnu sé þar fylgt og í sumum Evrópu löndunum, að stóreign- unum sé skift á milli leiguliða og hins landlausa almennings. Nú er því svo farið að íbúar þessa fylkis eru þjóðbræður Azerbaidjanna sem búa í sam- nefndu Sovéta sambandsríki viö Svartahaf. Sagt er að þessi Tu- ^eh flokkur sé gérstaklega öfl- ugur í íranska fylkinu Azer- baidzhan og 2*3 nokkur hluti fólksins, að minsta vilji gjarnan sameinast þjóðbrEtOj- um sínum í hinu sóvétiska Azer- baidjan, (nafnið er hið sama, aðeins lítilfjörlegur mismunur á stöfun á rússnesku og írönskuh Nú eru uppþot og óeirðir engan vegin nýtt fyrirbrigði í Iran. 1 suðurhluta landsins, þar sem Bretar héldu vörð, gerðu nokkrir Hhagborg U fuel co. n Dial 21 331 No ^t) 21 331 ættflokkar (tribes), í Farsfylki uppreisn gegn stjórninni í Te- heran meðan hinn brezki her dvaldi þar. Nú hefir Reza Sha- shhahani, yfirmaður hinnar ír- önsku fréttastofu í Washington, það hefir íranska stjórnarblað- inu Iran-e-Ma, að stjórnin hafi viljað gefa þessum uppreisnar- mönnum upp allar sakir ef þeir vilji búast til herferðar gegn Azerbaidzhan. Þegar til kom leyfðu Rússar ekki þessu liði að herja í landinu |og hafa enn sem komið er ekki kvatt lið sitt heim, en fylkið Azerbaidzhan hefir gengið und- an hinni írönsku stjórn og er sjálfstætt í skjóli Rússa. Eins og menn mun reka minni til kom þetta mál fyrir alþjóða ráðstefnuna í London og var svo frá því gengið, að Rússum og Irönum var falið að útkljá málið sín á milli . Ennþá hefir þeim ekki tekist það og nú kemur það víst aftur fyrir ráðstefnuna eða alþjóðarþingið í New York. Þetta veit eg nú sannast um þetta mál, en viti einhver betur væri gott að hann gerði leiðrétt- ingar. H. E. Johnson Bréf frá Sendiráðinu í Washington 20. marz Hr. ritstj.: Hér með vil eg skýra yður frá því, að á ráðstefnu þeirri, sem nýlega var haldin í Wilmington Island, Georgia í sambandi við stofnun alþjóðabanka og gjald- eyrissjóðs mætti sendiherra Is- lands í Washington sem fulltrúi Islands. Ráðstefna þessi var haldin í framhaldi af Bretton Woods ráðstefnunni. Þess má geta, að er fulltrúi Canada var kosinn í framkvæmdarráð al- þjóðagjaldeyrissjóðs greiddi full- trúi Islands honum atkvæði. Þá vil eg einngi skýra frá því, aö á UNRRA ráðstefnu þeirri, sem nú át^ndur yfir í Atlantic City, New Jerséy; er einnig ís- lenzkur fulltrúi, Magnu^ V. Mag- nússon sendiráðsritari við setidi- ráð Islands í Washington. Virðingarfylst, Thor Thors i L Dont'THiÁ^.TfúA. Oppottunityf $25,000.00 InCashTrízes INTERPROVINCIAL FIRST PRIZE -«1000.00 - PROVINCIAL AND REGIONAL AWARDS $400.00 to $40.00 EVERY FARMER IN CANADA’S BARLEY GROWING AREA CAN COMPETE . Get full detalls For entry form and all information, ask your elevator operator or agricultural agent, or write to: NATIONAL BARLEY CONTEST COMMITTEE MANITOBA: Provincial Chairman, c/o Extcnsion Scrvice, Dept of AKriculture, Winnipeg. SASKATCHEWAN: Provincial Chairman, c/o Field Crop Com- missioner, Regina ALBERTA: Provincial Chairman, c/o Field Crop Com- missioncr, Edmonton. The National Barley Contest is being sponsored by the Brewing and Malting Industries of Canada for Seed and Malting Quality Improvement.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.