Heimskringla - 03.04.1946, Síða 5

Heimskringla - 03.04.1946, Síða 5
WINNIPEG, 3. APRÍL 1946 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA rásarmönnunum nýjar og fljót- virkar vinnuaðferðir. Ekki hefir þjóðin eytt einni krónu í herútbúnað, og ekki skyldað einn mann til þess að taka þátt í hildarleiknum, og það, sem best er af öllu, ekki bundið sig beint eða óbeint á hernaðarklafa auðhringanna. — Geri aðrir betur. í sambandi við hernámið, dett- ur mér í hug lítil, en sönn saga af tveimur frægum píanistum. Það voru þeir de Pachmann og Paderewski. Þeir voru báðir staddir í New York borg og héldu hljómleika sama kveldið, sinn í hvoru samkomuhúsi. De Pachmann hlaut frekar lélega aðsókn en Paderewski húsfyllir. Morguninn eftir mættust lista- mennimir úti á götu, þá segir de Pachmann: “Good morning Mr. Paderewski, you got the money last night, but I gave them the music.” Hið sama má segja um ís- lenzku þjóðina, hún hlaut auð- inn, en innrásarherinn erfiðið og óþægindin, og svo náttúrlega fáeina meyjak.oSsa í kaupbætir. Vitið er skætt, ef vel er brýnt. Pólitíkin á íslandi virðist mér harla lítið breytt frá því, sem áð- ur var, af heimablöðunum að dæma. Hún er og hefir ávalt verið óheil og illvíg. Þessi myrkra vofa mannkynsins er altaf sjálfri sér samkvæm í hvaða landi, sem hún býr, hún ér alstaðar jafn matgráðug og mælgisgjörn, og markmið ávalt það sama: að auðga sig að völd- um og verðmætum. Þjóðin á Islandi virðist skift í tvo aðal flokka, sem kalla mætti hægri og vinstri flokka. Hægri menn eru að mun liðfærri, en standa saman, sem einn maður, þegar á kosninga vígvöllinn Icemur. Vinstri menn aftur á móti hanga hver í annars hári, og út- húða hver öðrum út af smávægi- legum aukaatriðum, en á meðan að á þessu rifrildi vinstri manna stendur, rölta hægrimenn hróð- ugir upp í valdastólana, brosandi að bjálfaskap hinna. Kannist þið við myndina, Canada menn og konur? Eg var næstum búinn að gleyma því að veita hinni hátt- virtu frú: Pólitíkinni, verðuga viðurkenningu fyrir framförum hennar og þroska, síðan eg fyrst kyntist henni. Nú hefir hún náð miklu meiri leikni en áður, í því að segja aldrei það, sem hún meinar, og meina aldrei það sem hún segir. Vaninn skapar listina, segir máls hátturinn. Jónas Pálsson FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI EYÐILEGGIÐ ILLGRESIÐ MEÐ 2-4-D HORMONO HINS NÝJA UNDRAVERÐA ILLGRESIS EYÐANDA DAUÐI FYRIR ILLGRESI, GERIR k GRASI EKKERT MEIN. Lærið alt um hið nýja undraverða CRVALS ill- gresis eyðanda. Sendið í dag eftir myndum prýddum skýringum, sem segja alla söguna. Þær kosta EKK ERT. Við höfum fyrirliggjandi 2-4-D HORMONO, sem sent verður án taf- ar. Stærðir fyrir 250, 550, $1.00, póst- frítt. Dollars stærðir hréinsar 2,500 kvaðrat fet. Einnig stærri sendingar, sem spara enn meira. 96 DOMINION SEED HOUSE Ueorgetowii, Ontario *3imiiiiiiiinmiMiiMNCsiiiiiiiiiii[]iiiiiiiiiuiniiuiiiiiiuniiiiiminv | INSURANCE AT . . . REDUCED RATES a = Fire and Automobile | STRONG INDEPENDENT | COMPANIES I I = 1 = E j McFadyen j 1 Company Limited | | 362 Main St. Winnipeg | Dial 93 444 6 .......... Tilbúin hús frá Finnlandi. j Hinn 18 febr. skipaði félags málaráðuneytið nefnd til þess |að athuga hvort hagkvæmt sé að flytja timburhús til landsins. Vegna auglýsinga í sambandi við það, hefir blaðinu verið bent á að hálftilbúin finnsk hús séu einnig á boðstólnum. Arkitektar og aðrir byggingafróðir menn, sem hafa séð og athugað teikningar, lýsingar og verð, telja þau sam- bærileg við önnur slík hús. Þau hafa ekki verið auglýst til sölu enn, því beðið er eftir svari við fyrirspurnum um fyrirkomu- J lagsatriði, en það er væntanlegt á næstunni. Firmað L. Andersen h. f., sem hefir umboð fyrir finnsku fram- leiðendurna, hefir sótt um inn- j flutning á nokkrum húsum með' það fyrir augum að fá re-ynslu ^ um byggingu slíkra. húsa. Þess skal getið að útfiutningur og fljót afgreiðsla muni fást ef greiðlega gengur að fá innflutingsleyfi hér,—Mbl. 2. marz. * * *• Nýr bátur á sjó. Frá fréttaritara vorum í Kefla- víg, föstudag. 1 dag var nýju skipi rent á sjó fram í Dráttarbraut Keflavíkur |h. f. — Bátur þessi er 53 smá- lestir að stærð, með 160 hest- afla Lister-Dieselvél. Báturinn hefir verið nefndur Mummi, einkennisstafir GK 120. Eigandi hans er Guðmundur Jónsson, útgerðarmaður frá Rafnkellsstöðum í Garði. Smíði bátsins hófst í byrjun maímánaðar s. 1. og var henn: iokið í s. 1. desember. En frá þeim tíma hefir staðið á vél bátsins. Er hann allur hinn vandaðasti að sjá og fallegur á sjó. Yfir- bygging hans er að mestu úr járni. Yfirmaður við smíði bátsins var Egill Þorfinnsson, en hann gerði jafnframt teikningar. Raf- lögn annaðist Aðalsteinn Gísla- son og seglabúnað gerði Sören Valentínusson.—Mbl 2. marz. * ★ * Julian Huxley í þjónustu Sameinuðu þjóðanna. Prófessor Julian Huxley hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Prófessor Huxley er einn hinna kunnustu menntamanna Breta og hefur ritað fjölda alþýð- legra bóka um vísindaleg efni. ★ ★ * j “Úrsus” hinn íslenzki — i Gunnar Salomonsson, Nýlega hafa borist fregnir af Gunnari Salomonssyni, sem kunnastur hefir orðið erlendis undir nafninu “Úrsus”. Hann hefir farið víða um lönd og sýnt aflraunir. Hann tekur upp hesta, naut og jafnvel fíla, eða rekur nagla í gegnum járnplötur með berum höndunum. Járnstengur og járnhlekki brýtur hann sem fis væri. — Járnstengur beygir hann eftir vild með höndunum. Á planka, sem vegur salt á hnakka hans lætur hann standa 6 fullorðna menn og oft endar hann sýningar sínar með því að lyfta tveimur fullorðnum hest- um og fjórum fullvöxnum karl- mönnum í einu. Lárus Salomonsson, lögreglu- þjónn, bróðir “Úrsusar” hefir nýlega fengið bréf frá Gunnari. Segist hann vera feginn er hann fær bréf að heiman. Hann reyndi að síma heim um jólin, en síma- tíminn var upppantaður löngu fyrir fram. Hann hefir nú leigl Árósahöllina til 12 febr. og í marsmánuði býst hann við að sýna í K. B. höllinni" í Kaup- mannahöfn. í bréfi sínu segist Gunnar hafa æft sig í mörgum nýjum aflraunum. M. a. sviftir hann sundur tvenn spil með einu handtaki. Orðrétt segir Gunnar: “Mín heilsa er góð og líðan og lífsgleðin stór, en bak við er al- vara, grunur og efi og furða, yfir mínu æfintýralífi. Oft dreymir mig heim og sé vini mína, land j og þjóð í misjöfnu ljósi og lit og römm er sú taug er rekka dreg- ur föður túna til”. — Að lokum 1 biður hann að heilsa öllum sín- um kunningjum Heimilisfang hans er Rödd- J inggate 8, Köbenhavn. Morgunbl. 2. febr. FJÆR OG NÆR Gifting. 1. marz s.l. voru gefin saman í hjónaband að heimili Isaks og Jakobínu Johnsons í Seattle þau Inga Eiríksson og John L. John- son. Giftinguna framkvæmdi séra Harold Sigmar, en viðstadd- ir voru um íimmtíu manns. Brúðurinn er dóttir Halldórs Eiríkssonar í Reykjavík, og hef- ir dvalið við nám í Bandaríkjun- um undanfarandi þrjú ár. Brúðguminn er sonur Jóna-. tans og önnu Johnsons í Seattle. Hann hefur farið víða um Aust- urlönd sem ljósmyndari í Banda- ríkjahernum, en er nú laus úr herþjónustu og stundar iðn sína hér í borginni. Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður í Seattle. ★ * ★ Vinir Barnaheimilisins á Hnausa, Man., sem ekki hafa tekið eftir breyting á utanáskrift minni, áður auglýst í þessu blaði, eru mintir á að hún er 676 Ban- ning St., Winnipeg, Man. Sigríður Árnason, fjármálaritari heimilisins * * * Gifting Miðvikudagnin 20. marz, s. 1. voru gefin saman í hjónaband Fjóla Jóhanna Sólmundson og Michael Olender. Giftingin fór fram á heimili foreldra brúðar- innar, Mr. og Mrs. Guðmundar Sólmundsonar, að Gimli. Brúð- guminn er af hérlendum ættum. Svaramenn brúðhjónanna voru þau Mr. og Mrs. Pétur Sólmund- son, sem er bróðir brúðarinnar Eftir giftinguna var framreiddur rausnarlegur kvöldverður á heimili foreldra brúðarinnar. — Framtíðar heimili brúðhjónanna verður að Gypsumville, Man. — Séra Skúli Sigurgeirsson gifti. * ★ ★ Icelandic Canadian Club News. The Icelandic Candian Club held an open meeting on Wednesday night, March 20, with the new president, Mr. Carl Hallson in the chair. The meeting was well attended and the members displayed keen int- erest throughout a lively dis- cussion of the clubs projects, The meeting responded favorably to a plea presented by Mrs. Daniel- son on behalf of the combined Scandinavian organizations of the city for assistance at a tea to be held on April 18th. in aid of the “Save the Children Fund’ for the 75,000 refugee children in Sweden. Several ladies offer- eU their services. A short program followed the business meeting. Mr. Jerry Bar- dal entertained with a cornet solo, accompanied by Mr. Gunn- ar Erlendson. Capt. Neil Bardal was to have been the speaker of the evening, but he was un- albe to be present, a fact which was regretted by everyone. As a substitute, a picture from the National Film Board was shown, entitled: “Iceland on the Prairies”, a panoramic view of the life and custom of the peo- ple of Icelandic descent who in- habit the prairies, showing scenes from Argyle, Gimli, and Winnipeg. Familiar scenes and faces enhanced the interest cre- ated by the running commen- tary. Following this a picture featuring a musical selection was shown. Refreshments brought to a close a very profitable and interestnig evening. L. Guttormsson, Sec. Bjargið börnunum Það er ómögulegt fyrir okkur að gera nokkuð þessu viðvíkj- andi; hvað ætli það muni um eitt einstaklings tillag; viðfangsefnið er alt of stórt, stjórnirnar eiga að líta eftir þessu! Svona tala ein- staka menn er þeir heyra óminn af neyðarópum hinna nöktu, allslausu aumingja er eigra um rústir Evrópulandanna; og sem munu deyja úr hungri og alls- konar drepsóttúm sem núver- andi ástand þar mun leiða af sér. Nýlega er komin hingað frá London, Capt. G. F. Gracey, skrifari sambandsins er nefnist: Save the Children Fund; og hef- ir hann skýrt frá starfi þess á mörgum opinberum fundum. Félagið var stofnað skömmu eftir fyrra heimsstríðið og er nú 26 ára gamalt. Það hefir starfað í 36 löndum og hefir því mikla reynslu í því að leita að, og lið- sinna hungurmorða fólki, sér- staklega börnum. Það var fyrsta sjálfboða félagið sem sendi mat til Hollands og Póllands, og eitt af þeim allra fyrstu sem byrjaði líknarstraf í Tékkóslóvakíu, Grikklandi og Italíu. Um þessar mundir eru í Ev- rópu, segir Capt. Gracey, 40.- 000,000 börn yngri en 15 ára sem þurfa hjálp. 4,000,000 eru móður og föðurlaus. Eftir 5 ára hörm- ungar eru flest af þessum böm- um orðin aumingjar og geta ekk- ert viðnám veitt allskonar sjúk- dómum er steðja að. Ef við bregðum ekki fljótt við til þess að bjarga þeim, segir hann, steypast hryllilegar drepsóttir von bráðar yfir alla Evrópu, og þar af leiðandi einnig yfir Eng- land; hundruð þúsundir munu deyja! Hvað getum við þá gert? Það er eitt víst að það eru fáir Is- lendingar sem daufheyrast við neyðarópum náungans. Og við getum mikið gert til þess að hjálpa, við getum gefið fatnað, við getum gefið peninga fyrir mat og meðul, og við getum á ýmsan hátt aðstoðað þau félög hér sem gefa sig við þessu líkn- arstarfi. Það hefir verið ákveðið að halda “Silver Tea” og sölu á heimatilbúnum mat í T. Eaton Assembly Hall, fimtud. 18. apríl, frá kl. 2.45 til 5 e. h. Yms félög Skandinava og Islendinga hér hafa gert samtök með sér að hrinda þessu af stað. Arðurinn af sölunni gegnur til “Save the Tilkynning um fulltrúa okkar á íslandi Umboðsmaður okkar á Islandi er Björn Guðmunds- son, Reynimel 52, Reykjavík. — Hann tekur á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Heimskringla og Lögberg Children Fund” og verður sent beint til Svíþjóðar til viðurværis börnum sem þar er verið að lið- sinna. 1 Svíþjóð eru nú um 75,- 000 umkomulaus börn frá 11 löndum; og vona Svíar að þeim takist með utanaðkomandi hjálp að bjarga þessum hóp frá afleið-’ ingum illrar meðferðar undan- farinna ára. Aðal umsjónarkonur sölunnar eru: Mrs. A. S. Bardal og Mrs. C. E. Hoffsten, en fjölda margar konur eru að vinna að því að gera þetta fyrirtæki sem arð- samast. Islendingar eru vinsamlega beðnir að taka þátt í þessari til- raun og styrkja hana með tillög- um og með því að koma á stað- inn, og kaupa sér kaffi, og eitt- hvað af því sem þar verður til sölu. Takið eftir auglýsingu í næstu vikubloðum. Hólmfríður Danielson ★ * ★ Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg Áskrifendur eru beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. ■ Símanúmer hans er 28 168. ★ ★ * Matreiðslubók Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feld sted, 525 Dominion St. Verð $1.00. Burðargjald 50. ér ★ 'k 50 ára minningar um skáldskap Borgfirðinga Fyrsta hefti er nú komið á bókamarkaðinn, og er það ákveð inn vilji útgefandans að ekki líði á löngu að fleiri hefti komi fyrir almenningssjónir. — Þetta hefti er 30 blaðsíður, í góðri kápu og prentað á ágætan pappír. — Verð: 50c. — Fæst í Bókabúð Davíðs Björnsson og hjá Viking Press Ltd. ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Forseti: Dr. Richard Beck University Station, Grand Forks, North Dakota Allir Islendingar í Ame- ríku £ttu að heyra til Þjóðrœknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðmann Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. Dominion Seed House hefir nýlega gefið út afar vandað og skrautlega verðskrá, með myndum af jurtum. blóm- um og ávöxtum, og vildum vér draga athygli bænda og blóm- ræktar-manna, að auglýsingum þessa félags, sem eru nú að birt- ast í Heimskringlu. Félag þetta hefir aðal bæki- stöð sína í Georgetown, Ont. — Það er þess virði að hafa þessa verðskrá handhæka. ★ ★ ★ Tilkynning Eg undirritaður hefi nú tekið að mér útsölu á öllum þeim tímaritum sem Magnús sál. Pet- erson var útsölumaður að. Öll eru tímaritin ekki komin frá Is- landi enn. En þau sem eg hefi nú, eru: Eimreiðin, 1945, 1—3 h. Dvöl, 1. h. Nýjar kvöldvökur, 1—3 h. Gríma, XX Gangleri, allur frá 1941 Samtíðin, 5., 6., 7. h. Vonast eg til, að allir, sem ver- ið hafa áskrifendur þessara rita (og annara) frá Magnúsi sál. Pet- erson, lofi mér að njóta fram- háldandi viðskifta og láti mig vita, hvað þeir hafa fengið síðast af áðurnefndum tímaritum. Virðingarfylst, Björnsson’s Book Store (Davíð Björnsson) 702 Sargent Ave., — Winnipeg 194S... Eitt framfara árið enn! Þrátt fyrir þungan viðbótar starfskostnað, hefir City Hydro markað árið 1945 sem annað hepnis ár. Þessar tölur, teknar úr ársreikningunum fyrir árið 1945, segja stuttlega sögtma: Af gangur.........................$ 754,424.50 Eignir og orkuver................ 29,703,747.01 LTpprunalegar skuldir............ 16,945,000.00 Beinar skuldir.................... 9,521,242.62 Sala á rafmagni................... 3,769,551.98 Samanlagðar tekjur ............... 4,207,139.69 Kílóvatt tímar notaðir í heima- húsum árlega (til jafnaðar).. 5,649 Jafnaðargjald (öll þjónusta)...... .649? Jafnaðargjald til heimila................ .792? City Hydro lítur til framtíðarinnar í fullu trausti um áframhaldandi framþróun. Að fullkomna verkið við Slave Falls heldur áfram með fullum hraða. Það er vonast til að tvö “units”, með 12,000 hestöflum hvert, verði fullgerð og tekin til starfa í enda þessa árs. CIT Y YDRO ER YKKAR — NOTIÐ ÞAÐ

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.