Heimskringla - 10.04.1946, Side 2

Heimskringla - 10.04.1946, Side 2
2. SÍÐA HEIHSKRINGLA WINNIPEG, 10. APRÍL 1946 1 LOFTORUSTU YFIR PARÍS Frásögn Þorsteins Eltons Jónssonar, flugmanns FYRIR NOKKRU er kominn hingað til Reykjavíkur Þor- steinn Jónsson, flugmaður í her Breta, sonur Snæbjarnar Jóns- sonar.l) bóksala. Hann fór sem kunnugt er úr Akureyrarskóla í ársbyrjun 1940 til þess að kom- ast í flugher Breta. Hann var þá í fimta bekk. Hann komst í flug- skóla í Bretlandi í júní 1940 og var flugnáminu lokið í maí næsta ár. 1 júlí 1941 byrjaði hann að taka þátt í loftárásum og hélt því áfram viðstöðulaust, nema hvað hann einu sinni hafði átta mán. hvíld og var þann tíma kennari í orustuflugi, þangað til hann hafði verið alls 400 kl.st. yfir ó- vinalandi. En, þegar flugmenn hafa flogið svo mikið, hafa þeir endað þjónustutíma sinn. Þor- steinn fékk tíma sinn framlengd- an enn, um 50 klst., en að því loknu kom hann hingað heim. Eg átti tal við Þorstein fyrir nokkrum dögum. Hann er þrek- legur og gerfilgur maður í fram- komu og eigi hægt að sjá það, eða finna á látbragði hans á nokk urn hátt, að hann beri þess menj- ar, hve oft og mörgum sinnum hann hefir verið í lífsháska. Um tíma, eftir að Bandaríkjamenn gerðu innrásina í Afríku, var hann þar suður frá. Annars hefir hann verið við flugstöðvar í Englandi. Frá því skömmu eftir innrásina í Frakkland. var hann á stöðvum í Norður-Frakklandi. Á annað hundrað árásar- ferðir yfir meginlandinu — Hve margar flugferðir haf- bandi innbyrðis, svo fyrirliðinn verið fjandi góður, því hann geti gefið okkur fýrirskipanir barðist af kappi. En það var held- Þorsteinn Elton Jónsson sínar í loftinu. Það tók okkur tuttugu mínút- ur að komast að brúnni og flug- um við í 9000 feta hæð. Við fljúg- um dálítið fram hjá henni. Lækk- um síðan flugið í stórum boga. ur sjaldgæft orðið um þýzka flugmenn, þegar hér var komið sögu. Því þeir Þjóðverjar, sem maður hitti í fyrrasumar, virtust vera svo óþjálfaðir, að þeir hefðu 1 litla hugmynd um, hvað þeir Flokkarnir þrír raða sér þannig, ættu að gera, þegar eitthvað bar að hver flokkur er á eftir öðrum. j útaf. Lækkum nú flugið. Stefnum | Eg vissi sem var, að hér var j beint á brúna. Sprengjunum ; barist um líf og dauða. Eftir að slept, þegar við erum komnir j við höfðum hringsólað þarna í nærri því niður að jörð, en hver j 10 mín. og eg var farinn að verða verður að reikna það út sjálfur, nokkuð þreyttur, tókst mér að reynt að lýsa t. d. einni ferð, sem eg man glögglega eftir, frá því í fyrra sumar. Þá var eg í Normandí. Þetta var þremur vikum eftir innrás- ina, og höfðum við fengið flug velli þar. Þeir höfðu verið gerðir í skyndi, því þar voru ekki flug- vellir áður, jarðvegur ruddur og jafnaður og síðan var lagt á hann net af járnteinum. Við höfðum þama Mustang- orustuflugvélar og flugvöll við þeirra hæfi. Við höfðum gert talsvert að því undanfarið, að flytja tvær sprengjur, 500 pund hverja, sína undir hvorum væng. Við höfðum gert árásir á jám- brautir og jámbrautarstöðvar, og þýzka herinn yfirleitt, þar sem hægt var að komast að hon- um. Þenna morgun var okkur sagt, að nú ættum við að gera árás og sprengja járnbrautarbrú yfir lægð eina, rétt fyrir norðan Par- ís. Við áttum að fljúga eins lágt yfir brún» eins og hægt var, og skjóta sprengjunum á hana að kalla má. Við vorum tólf saman, ein flugsveit orustuflugvéla. En í ið þér farið í árásarskyni, spurði hverri orustuflugvél, er sem eg Þorstein. — Eg hefi ekki talið það sam- an, segir hann, en þær hafa verið nokkuð á annað hundrað yfir meginlandi Evrópu. — Og þér komuð ómeiddur úr því öllu saman? — O-já, segir hann. Eg hefi verið ansi heppinn, en oft hefir munað ákaflega mjóu. — Hve gamall eruð þér? — Eg er nú 23 ára. —- Hafið þér ekki hugsað að skrifa eitthvað um æfintýri yðar? — Jú, mér hefir dottið það í kunnugt er, aðeins einn flugm. Fyrst um morguninn emm við kallaðir saman í tjald, til þess að fá þar fyrirskipanir. 12 manna flugsveit er venjulega skift í þrjá flokka og eru 4 flugvélar í hverj- um flokki, en einn fyrirliði fyrir hverjum fjórum flugvélunum. Fyrirliði flugsveitarinnar er í miðflokki, þegar flogið er af stað, en flokkurinn hægra megin við miðflokkinn er venjulega kallaður “guli flokkurinn”, en vinstri flokkurinn “rauði flokk- urinn”. Þegar við höfum fengið fyrirskipanir okkar þá ökum við hug. Af miklu er að taka. En það I út á fiugvöllinn og röðum flug verður nokkuð erfiðara en eg bjóst við, vegna þess að eg misti einu sinni dagbækur mínar allar í loftárás, er gerð var á flugstöð. í árásarleiðangri Nú segi eg við Þorstein, að mig langi til að fá lýsingu hjá honum af einni flugferð, svo lesendurnir geti gert sér nokkra hugmynd um, hvernig undirbúningurinn er, hvernig alt fer fram. — Það yrði nokkuð langt mál, segir hann, ef alt ætti að taka með, til skýringar. En eg gæti 1) Ásmundur Frímann, nú búandi við Gypsumville, Man., en áður við Siglunes, Man., og systkini hans, eru systraböm við Snæbjöm. vélunum á enda rennibrautar. Þá sitjum við kyrrir, þangað til við eigum að fara af stað. En alt er nákvæmlega tímasett. Lagt upp í árásarferð. Á tiltekinni sekúndu eigum við að hefja okkur til flugs. Tvær og tvær flugvélar renna sér samsíða eftir flugbrautinni og næstu tvær eins flótt og hægt er á eftir, svo það tekur tæplega eina mínútu fyrir 12 flugvélar að komast til flugs. Nú hækkum við flugið. Fljúg- um hringi yfir flugvellinum, til þess að vera komnir nógu hátt í loft upp, þegar við fljúgum yfir víglínuna. Síðan tökum við stefnu að því marki, sem okkur er sett. Emm við allir í talsam- Following a series of advertisements devoted to Veterans’ Out- of-work Allowances, this space will be used for the next few weeks to detail Veterans’ Insurance, prepared in co-operation with Department of Veterans’ Affairs. No. 3—VETERANS’ INSURANCE Those eligible to buy Veterans’ Insurance are male or female ex-service personnel of the war just ended, those disoharged from His Majesty’s Armed Forces domiciled in Canada at the com- mencement of such service and the widow or widower of a veter an as above if the veteran was not insured under the Act. Certain classes of Merchant Seamen, members of the Corps of (Civilian) Canadian Fire Fighters and Auxiliary Services Supervisors, with service overseas are also eligible as well as anyone in receipt of a pension under the Pension Act relating to the war just ended. Medical examinations are held in only a few special cases. In the event of the policy holder’s death, the insurance goes to his wife or children, or both, as directed. For single policy holders, a parent, brother or sister may be named as beneficiary. There is no provision for policy loans. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD154 hvenær hann skuli steypa sprengjunum. Eftir að við höfðum varpað sprengjunum, hækkum við flug- ið eins ört og hægt er. Talsvert var af loftvarnabyssum nálægt brúnni. Engin af flugvélunum var hæfð, svo við komumst allir aftur upp í 9000 feta hæð. í kasti við þýzkar orustuflugvélar Þegar við erum komnir það hátt upp aftur, sjáum við alt í einu til þýzkra orustuflugvéla, sem nálguðust okkur, í stórum hóp, og voru nokkuð fyrir ofan okkur. Skipar nú fyrirliði okkar svo fyrir, að við skulum tvístra okkar hóp og fara í sína áttina hver flokkur til vamar. í þetta skifti var eg fyrirliði í “Gula flokknum”. Við sáum greinilega að þýzku flugvélarnar voru miklu fleiri heldur en við, og eins og mátti búast við, lögðu þær til atlögu. Okkar flokkur, “Guli flokkur- inn var lengst í burtu, þegar við- ureignin hófst. Okkur tókst að hækka flugið talsvert áður en ráðist var á okkur. Þegar orustuflugvélar eigast við, ríður með á því, að komast aftan að óvinunum. Er þetta vænlegasta ráðið til þess að geta skotið hann niður. Byssur flug- vélanna eru festar á vængina. En sigtið er á glugganum fyrir framan flugmanninn og verður maður að miða flugvélinni sjálfri á skotmarkið. Nú komu 8 þýzk- ar flugvélar aftan að okkur og flugu niður á við. Við gerum það, sem altaf er gert — að snú- ast sem allra fljótast gegn þeim. Þessar 8 fóru fram hjá. Kom það til af því, að við vorum nógu fljótir að snúa okkur við, svo erfitt var að komast aftan að okkur. Nú sáum við annan stóran hóp þýzkra flugvéla framund- an okkur. Þær voru líka hærra í lofti en við. Reyndum við nú að komast upp til þeirra. Voru þær einar 10 saman. En það var eins og flugmönnunum hafi ekki lit- ist á, því þeir hækkuðu flugið. Varð úr þessu eltingaleikur i stórum hring. Eltingaleikur Smám saman fór að draga saman með okkur. En eftir því sem við komum nær, þá byrjuðu þýzku flugvélamar að steypa sér beint niður. Þegar ekki voru nema fjórar eftir af þeim þýzku, þá vorum við að komast í skot- færi við þær. En þessar fjórar steyptu sér líka. Það var einmitt þetta, sem við vildum. Því við gátum steypt okkur miklu hrað- ar en þeir, vegna þess að við vor- um í lyiustang-vélum. Við vorum nú í 20 þúsund feta hæð. Steyptum við okkur niður á eftir þeim þýzku. Þegar við komum niður 1 14 þús. feta hæð. komumst við í skotfæri. Eg kom einni í sigtið — og hleypti af. Við það virtist lfugvélin laskast, því annað hjólið af henni datt niður, en flugmaðurinn kipti flugv. upp til hægri. Hinir þrír Þjóðverjarnir og félagar mínir þrír héldu áfram niður. Eg var eftir í þessari hæð, með þessum náunga, sem eg hafði skotið á. Einvígi Við byrjuðum nú að hringsól- ast og reyna að fá skotfæri hvor á öðrum. Eg verð að segja, að koma skoti á hann. En þýzki flugmaðurinn smeygir sér út í j fallhlíf, og kviknar í flugvélinni um leið. — Þar með var þeirri viðureign lokið. Nú var eg líka kominn langt suður fyrir París og átti eftir að komast norður eftir aftur, heim að fulgvellinum. Mér fanst eg vera orðinn dálítið einmana þarna. Þegar eg var hálfnaður á heimleiðinni réðust á mig tvær þýzkar orustuflugvélar, og komu ofan að. Eg bölvaði í hljóði, því útlitið var ekki gott, m. a. vegna þess að eg átti ekki mikið bensín eftir. Eg snerist samt á móti þeim. Við hringsóluðum dálítið. En eftir dálitla stund fóru þær að hafa sig á brott, án þess að nokkur okkar hefði hleypt af skoti. Þjóðverjarnir hræddir Eg gerði það rétt að gamni mínu, úr því, sem komið var, að eg rendi mér á eftir þeim rétt sem snöggvast og hleypti af nokkrum skotum úr talsverðri fjarlægð, en er nærri viss um að eg hæfði ekki. Annar flugmann- anna kipti flugunn'i þá beint upp í loftið og stakst út í fallhlíf, en hinn stakk sér inn í ský, og eg sá ekki meir af honum. En að þeir hegðuðu sér svona, gat eg ekki séð, að gæti komið til af öðru en því, að þeir væru hræddir. Síðan hélt eg beint heim til flugvallar- ins, og kom þangað nokkru á eft- ir hinum. Fjórir af félögum okk- ar komu ekki heim þann dag. Flugsveitin skaut niður níu Þjóðverja í þessari ferð. Brúin fór sína leið — En hvérnig fór með brúna? — Hún fór leiðina sína. Það var lítið eftir af henni. Það sáum við þegar við hækkuðum flugið. Við sáum sprengingarnar greini- lega. Þótti þessi ferð bæði góð og slæm. Tveir af þeim félögum mínum, sem ekki komu til baka þennan dag, komust lifandi til jarðar og voru teknir til fanga. En af tveimur höfum við ekkert frétt. Skotið niður sjö flugvélar — Hve margar flugvélar hafið þér skotið niður? — 7 með vissu og sennilega 3 aðrar, þó ekki sé sönnun fyrir því. En auk þess laskað fimm. Góðar móttökur Síðan fórum við að tala um hvernig umhorfs væri í Frakk- landi. Sagði Þorsteinn að ákaf- lega væri ljótt að sjá, hve borg- imar væru þar margar illa farn- ar. Hann fylgdi hemum inn í Belgm og var síðast rétt fyrir utan Brussel. Okkijr var ákaflega vel tekið alstaðar, segir Þorsteinn, þar sem við komum, en einhvernveg- inn fanst mér, að móttökumar væru ennþá innilegri hjá Belgíu- mönnum heldur en hjá Frökk- um, þó Frakkar væru vitaskuld ákaflega vingjarnlegir. Belgir voru vingjarnlegri og við höfð- um ekki við að hafna heimboð- um frá þeim. — Höfðu þeir mikið að bjóða? — O-nei. Það var nú ekki svó mikið af öðru en hjartahlýjunni. Þó höfðu þeir vjn og ávexti. — Matur var af skomum skamti, og við færðum þeim kaffi, sem þejr höfðu ekki séð í mörg ár. Þeir höfðu ekki drukkið annað en eitt Til Hrilningar Vefðu sígaretturnar þínar úr Ogden’s Fine Cut eða reyktu Ogden’s Cut Plug í pípu þinni yjqaen 's * FINE CUT Þeir voru fegnastir kaffinu af öllu því, sem við gátum miðlað þeim. Við töluðum stundarkorn um eitt og annað, sem Þorsteinn hafði bæði heyrt og séð um fram- ferði nazista í Frakklandi og Belgíu, og um það sem fólk þar hafði sagt honum. Grimdaræði Þjóðverja Hann sagði mér m. .a frá, að hann hafði eitt sinn komið í rúst- ir af þorpi, einu, sem Þjóðverjar tóku, þegar þeir gerðu gagnárás- ina í Ardennafleygnum, en bandamenn höfðu aftur tekið á sitt vald. Þar var ekkert hús uppistandandi. Engin lifandi maður var þar fyrir, þegar að var komið. En í rústunum af kirkjunni fundust mörg lík af gamalmennum og börnum. — Hvernig þau lík voru útleikin, er naumast hægt að lýsa með orð- um, en alveg fráleitt að gera það á prenti. Það fólk í þorpinu, sem ekki hafði getað lagt á hraðan flótta út í skóga, hafði flúið í kirkjuna. Þar höfðu nazistarnir myrt það, og síðan sprengt kirkj- una. En Þjóðverjarnir sögðust fremja þessi morð og þessa eyði- leggingu vegna þess, að íbúar þorpsins höfðu falið brezkan flugmann og vildu ekki segja til hans. Ekki er hægt að lýsa því eða gera sér í hugarlund, hve hatur Frakka og Belga gagnvart Þjóð- verjum, er takmarkalaust. Enda hefir þar gerst svo margt, sem menn eiga ákaflega bágt með að trúa. Eg hélt sjálfur lengi vel, að mikið af því, sem sagt hefir verið um framferði nazista væri áróð- ur, og eg veit, að margt fólk í Englandi, heldur enn, að svo sé. En, þegar maður kemur á stað- ina, sér verksummerkin, talar við fólkið, þá getur maður ekki efast lengur. Það er alveg ótrú- legt, hvernig hvít þjóð á þessari öld, getur hagað sér svo villi- mannlega, eins og nazistar hafa gert. En þeir, sem vestu illræð- isverkin hafa framið eru yfir- leitt S.S.-menn, Gestapo og Hitl- ers-ungmenni. Ráða sjálfir hvenær þeir fljúga — Ber ekki á því, að það komi geigur í ykkur stundum, flug- mennina, áður en þið leggið í leiðangrana? Dettur ykkur ekki í hug, að þetta muni verða ykkar síðasta ferð? — O-nei, segir Þorsteinn. Það er yfirleitt ekkert hugsað um það. Það borgar sig ekkert að vera að hugleiða slíkt, menn telja sér trú um, statt og stöðugt, að þeir komist heim, eins úr þeirri ferð eins og hinum fyi-ri. En menn þurfa aldrei að fljúga nema þeir vilji. Flugmenn eru spurðir að því, hvort þeir vilji fljúga, og ef þeir vilja ekki fara, þá geta þeir sagt nei. Merkilegt er, hve sjaldan það kemur fyrir, að flugmenn færast undan því að fara í leiðangra. Ef flugmaður svarar oft neitandi, þá er hann að því spurður, hvort hann vilji ekki hætta fyrir fult og alt. Því það getur náttúrlega komið fyrir, að menn missi kjarkinn, en ákaf- lega er það sjaldgæft, eftir því sem eg veit bezt. — Þorsteinn býst að verða hér heima um tíma. Fara síðan aftur til Englands og vinna við loft- flutninga en honum leikur mikill hugur á því, að koma heim, að stríðinu loknu, og starfa sem flugmaður fyrir íslenzkt flugfé- lag. V. St. —Lesb. Mbl. Saga Islendinga í Vesturheimi þriðja bindi, er til sölu á skrif- stofu Heimskringlu. Verð: $5.00. Allar pantanir afgreiddar tafar- laust. ★ ★ ir Neðanmálssögur blaðanna, aðrar bækur, blöð og tímarit gefin út hér vestan hafs, eru keypt góðu verði hjá: Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg Ástæðan fyrir því, hve sólgnir Bretar eru í te, er kaffið hja þeim. flugmaður þessi hlýtur að hafa hvert mjög vont “gefikaffi”. — PERMANENTS $2.50 and up Margra ára þekking og reynsla. Verk alt hið fullkomnasta. Miss Willa Anderson og Miss Margaret Einarsson eru þar til leiðbeiningar og þjónustu íslenzkum viðskiftavinum. Sími 97 703 NU-FASHION 327 PORTAGE—móti Eaton’s

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.