Heimskringla - 10.04.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 10.04.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. APRIL 1946 HVÍTAGULL 8. Kapítuli. Beverley Gilmour sat í húsi Gilmour-fé- lagsins og reiknaði út einhverja mikla áætlun. Hann heyrði flugvél koma og setjast á vatnið, en hann var svo niðursokkinn í verk sitt, að hann gaf því engan gaum. Hvernig í ósköpunum ætti hann að sigra Jim Lansing? Hann gæti fundið hvítagulls- námuna hvenær sem væri, og fengið löglegan rétt til hennar, og þá var úti um alla von fyrir Gilmour félagið. Hver dagurinn jók á þessa áhættu. 1 næsta herbergi sváfu tveir fagmenn fé- lagsins og hvíldu sig. Þeir voru nýkomnir frá Kewah-tína. Úti í eldhúsinum var kínverski matreiðslumaðurinn að elda kveldmatinn. — Þetta stóra hús með þrem herbergjum, og öllum áhöldum fluttum þangað frá Edmonton, var sannarlega nýstárlegt í Northumbíru, þó ekki væri nema gljáandi baðkerið og heitt og kalt vant, var það nægilegt umtalsefni fólksins í þorpinu. Beverley Gilmour hafði barist fyrir hvítagullsfundinum á tveimur vígvöllum. 1 fyrsta lagi hafði hann leitað í öllu Kewah-tína svæðinu með flugvélum, og í öðru lagi hafði hann haft Boileau og sveina hans til að sitja um Jim. Þessi eltingaleikur og leit hafði staðið hvíldarlaust alt sumarið, þeir höfðu tekið mynd- ir úr loftinu og sent leitarmenn fótgangandi. Þeir höfðu allir útvarpstæki til að vita hvorir til annara. En alt hafði verið árangurslaust. Gilmuor og Morris háskólakennari höfðu aðeins óljósan grun um hvar náman væri, enda höfðu þeir ekkert ákveðnara til að fara eftir en hina óljósu frásögn Jims. Svæðið var svo stórt að það var eins og að leita eftir saumnál í heysátu að leita þar námunnar. Nú var sumarið brátt á enda — þegar vötnin lögðu varð eigi flugvélum komið við framar. En Gilmour hafði samt Boileau hópinn eft- ir, og hann mundi duga. Ráðið var þetta, að þeir skyldu svíkjast að Jim þegar hann færi að vitja um gildrurnar sínar, og skjóta hann. Það mundi sjálfsagt hepnast þeim — þeir voru sex á móti einum. Þeir gátu setið fyrir honum, og tveir kynblendinganna voru mjög góðar skytt- ur. Auk þess bætti það úr skák, að þeir hötuðu Jim hjartanlega. Hið verst var að þetta tók svo langan tíma, því að þeir voru lafhræddir við Lansing og hættu alls ekki á, að hann sæi þá fyrst. En á meðan þetta drógst gat vel verið að hann fyndi námuna. Það var barið að dyrum. “Kom inn!” sagði Beverly Gilmour gremju- fullur. Hann hafði lagt hvert ráðið á fætur öðru en öll höfðu farið forgörðum. Inn kom prófessor Morrison. Hann dustaði snjófölið af treyjukrag- anum sínum. Prófessorinn var grannur meðal- maður um fimtugt, mjög siðfágaður í fram- komu. Við hlið hans sýndist Beverly Gilmour eins og unglingur. “Ó, eruð það þér Morrison, eg vissi ekki að það væruð þér,” sagði Gilmour dálítið alúð- legra. “Fleygið frá yður yfirhöfninni yðar og fáið yður sæti. Hvernig er veðrið?” “Slæmt. Og verra verður það,” svaraði prófessorinn. Hann reisti göngustafinn upp við vegginn hjá hurðinni, stóð þar í sömu sporum og þurkaði vandlega af gleraugunum sínum með vasaklútnum. En þrátt fyrir alt var ekkert kveifarlegt í fasi Morrisons. Fyrir sex árum síðan, þegar hann kom norður til að vinna fyrir Gilmour félagið, sem námufræðingur, höfðu menn brosað að nefklemmu gleraugunum hans, göngustafnum og skinnhönskunum, en brátt kom það í ljós, að Morrison stóðst kuldann og vosbúðina eins vel og hver annar. Og frá því að vera steinafræðingur var hann nú forstjóri fé- lagsins þar norður frá. “Hver kom?” spurði Gilmour. “Það var Lansing. Hann kom frá verbúð- um sínum við Moskus-vötnin.” “Hm — jasvo. Hafði hann nokkurn með sér í flugvélinni?” “Konuna sína. Eg hitti þau fyrir utan búð- ina, og talaði fáein orð við þau.” “Hún verður hér líklega. Já, Lansing lætur hana sennilega verða eftir hérna í Northumbríu í vetur?” Beverley reyndi að gera málróm sinn eins hirðuleysislegan og hægt var. “Nei, þau komu bara til að kaupa til vetrar- ins. Hún fer aftur með honum,” svaraði pró- fessorinn. Beverley gat ekki leynt vonbrigðum sín- um. Hann hafði altaf haldið, að Aníta yrði í Nrothumbríu yfir vetrarmánuðina, og að hann gæti náð kunningsskap hennar ef hann færi gætilega að því. Hún var eina fallega hvíta stúlkan, sem hann hafði séð í hálft ár, og hún hafði hrifið hann mjög er þau fundust í hólman- um, og síðan, þegar hann hafði talað við hana fáein orð, hafði hann orðið ennþá hrifnari af henni, og það hafði heldur ekki spilt fyrir, að hún var svona þurleg við hann. 1 stuttu máli, þá hafði hann oft hugsað um hana, og hugsað til þess með ánægju, að hún mundi búa svo að segja í næsta húsi við hann allan þennan langa og dimma vetur. En stundum gramdist honum samt að svona óbreytt og fátæk stúlka eins og Aníta var, skyldi geta haft þvílík áhrif á hann. “Hamingjan góða! Hér sit eg og þrái ástir konu veiðimanns! Eg!” sgaði hann stundum við sjálfan sig. En bráðlega sá hann mynd hennar í huga sér, og gat eigi með neinu móti varist þeim áhrifum, sem þessi mynd hafði á hann. “Stanhope Lewis fer eftir eina viku, og bað mig um að láta yður vita af því,” sagði Morrison prófessor við Beverly. “Er Stan Lewis að fara? Hversvegna?” spurði Beverly daufur í dálkinn. Lewis hafði verið lífið og sálin í gullleitinni í kringum Ke- wah-tína fljótið, einhver duglegasti maðurinn, sem þeir höfðu. “Westlake bað hann um að gera það.” “Jæja, en hvem skollann kom Westlake það við?” “Eg hefi heyrt sagt að Lewis hafi Jent í klóm lögreglunnar og sé í einhverri sekt. Fyrir átta eða níu árum síðan átti hann í vopnavið- skiftum við einhvem í Winnipeg og strauk svo hingað norður.” “Og nú hefir Westlake snasað þetta upp?” “Nei, hann vissi um það fyrir löngu síðan, en hann lét hann í friði vegna þess, að Lewis hafði tekið sér fram og lifði heiðarlegu líferni. En nú hefir lögregluforinginn mint hann á for- tíð hans og sagt honum að skilja við okkur.” “Sá náungi skal sannarlega fá það full- borgað, að hann reynir að stemma stigu okkar,” sagði Beverly Gilmour grimmilega. “Eg hefi heyrt, að hann eigi að hækka í tigninni núna næstkomandi apríl — en eg skal sjá hvað eg get gert til að hindra það austur í Ottawa! Hann skal sannarlega vera minna en það, sem hann er nú þegar Gilmour félagið hefir tekið í lurg- inn á honum!” “Á eg þá að borga Lewis kaupið hans og láta hann fara?” “Já, það er víst ekki hægt að gera við því,” tautaði Beverly, og Morrison prófessor bjóst til að fara leiðar sinnar. “Nei, bíðið svolítið, Wil- loughby og Green em hérna. Borðið hérna með okkur kvöldverðinn. Við þurfum að tala saman margt og mikið,” sagði Gilmour. Prófessorinn þakkaði fyrir boðið og settist við radíóið. Hann greip upp blað og fór að lesa. Beverly sneri sér að borðinu og sat þar og dró allskonar krot á bréf blað. Hugsanir hans voru allar á ringulreið. Aníta ætlaði þá að fara út í veiðilöndin með Jim — hvítagullsnáman var jafn ófundin og fyrir hálfu ári síðan — Stan Lewis fór frá þéim — og sjálfur fékk hann víst ekki neitt tækifæri fyrst um sinn að komast burtu úr þessu skollans Indíánalandi. En eftir því, sem stundin leið tók penninn hans að mála herðar myndrinar. Hann var búinn að fá hug- mynd. Prófessorinn hafði sagt þetta um Stan Lewis. “Heyrið mér, Morrison, hafið þér aldrei furðað yður á öllu þessu minnisleysi, sem geng- ur að flestum náungunum héma norður frá?” “Minnisleysi? Eg á bágt með að skilja við hvað þér eigið.” “Já, sjáið þér til, þegar einhver fær þann sjiikdóm, þá gleymir hann alveg fortíðinni, og mér finst satt að segja, að þetta sé faraldur hér norður frá. Við vitum aldrei hvaðan þessi eða hinn kemur, og aldrei fer nokkur þeirra heim í kynnisför.” “Það sem þér eigið við er, að fyrir mörgum sé líkt ástatt og Lewis. Já, það getur svo sem vel verið. En hvað um það?” “Það gæti vel verið að Lansing þjáist af svona löguðu minnisleysi.” “Það getur ekki verið. Nei.” “Prófessor, þér hafið nú hitt hann við og við síðustu fimm árin — hefir hann nokkru sinni minst á hvaðan hann kemur?” “Nei, ekki svo að eg muni það. Hann er þvert á móti mjög orðfár maður. Eg fékk hann einu sinni fyrir leiðsögumann norður á sléttuna, og eg man það greinilega, að hann mintist aldrei einu orði á sjálfan sig, né fortíð sína.” Þeir litu íbyggnir hvor á annan. “Það væri kanske ómaksins vert að skygn- ast nánar eftir þessu, eða hvað, prófessor?” “Já, jæja — við gætum kanske rutt honum úr vegi á þann hátt. Gallinn er sá, að Westlake neitar sennilega að skygnast inn í þetta. Hann er vinur Lansings.” “Eg skal neyða hann til þess. Eg skal fara til yfirboðara hans, og láta þá skipa honum að fara af stað með þetta. Lög eru lög eins og þér vitið.” “Já, það er alveg satt, að lög eru lög-” iSeinna um kvöldið varð Beverly litið yfir að húsi Michael kynblendings. Þar stóð Aníta í opnum dyrunum og þær voru upplýstar. Hún var þar að tala við Pálu Michaels. En brátt kvaddi Aníta hana og hélt niður stíginn áleiðis til húss Westlakes. Beverly þaut á fætur, fleygði trefli um háls sér og flýtti sér út. Hann mætti henni rétt fyrir framan dyrnar. “Nei, góðan daginn! Eruð það þér?” spurði hann glaður og undrandi. “Það var gaman að sjá yður á svona þungbúnu dimmviðriskvöldi! Annars hélt eg, að þér væruð að minsta kosti eina átta hundruð kílómetra í burtu.” Hann horfði á hana með aðdáun þar sem hún stóð í ljósbjarmanum frá glugganum. Hún var klædd þykkum fötum dökkbláum með fallega indíánaskó á fótunum. Vindurinn feykti til ljósu lokkunum hennar, og einstaka snjókom dansaði í kring um hana. “Jæja, hvert ætlið þér?” spurði hann ró- lega. Hann gætti þess að láta enga fíkn gægjast gegnum málróminn. “Yfir í búðina.” “Mætti eg fylgjast með yður?” “Það er alveg óþarfi.” “Ó það er víst réttast að eg komi með yður. Hér á kvöldin er alt fult af lausum sleðahund- um, og ekki væri það neitt gaman, ef þeir fæm að leika “Rauðhettu litlu og úlfinn” við yður. Eða finst yður það?” “Er það svo? Hefði eg vitað, að hér væru lausir hundar, mundi eg aldrei hafa þorað út,” svaraði Aníta og horfði hrædd út í myrkrið. “Já, sem sagt, ef þér getið fengið af yður að ganga með mér niður í búðina og heim aftur, skal eg gjama fylgja yður. Ef svo er ekki, skal eg ganga tíu skref á eftir yður, eins og þjónustu bundinn skutulsveinn. Ekki get eg hugsað mér neitt yndislegra hlutverk, en að bjarga yður frá að þessi gráðugu vargar éti yður.” “Það var fallega gert af yður, Mr. Gilmour, að rétta mér þannig hjálparhönd,” sagði Aníta hlægjandi. Hann stakk hendinni undir handlegg henn- ar og leiddi hana af stað. “Það var þó heppilegt að mér duttu hundarnir í hug,” hugsaði Gil- mour. “Nú hefi eg stigið mjög í áliti hennar”. “Eigið þér heima hjá Michaels, Mrs. Lans- ing?” spurði hann. “Nei, hjá Westlake. Hann verður hjá Den- by liðþjálfa í nótt.” “Og svo farið þér aftur norður að Moskus vatni ásamt — hm — Lansing? En það megið þér alls ekki gera — að búa úti á þessum ömur- legu öræfum í tjaldi eins og Indíáni, það er ekki hæfilegt fyrir slíka stúlku, sem þér emð,” sagði hann ákafur. “Mánuðum saman munuð þér ekki sjá nokkurn mann, ekkert nema ís og snjó. Og kuldinn! Auk þess er þetta blátt áfram hættulegt.” “Og hversvegna?” Beverly reyndi að hilma yfir það, sem hann hafði talað af sér. “Ja — eg á við þetta, að það gæti komið slys fyrir. Veikindi geta viljað til, eða þér gæt- uð vilst, eða orðið matarlaus, svo að maður tali nú ekki um þessa hræðilegu bylji, sem þar eru, sem jafnvel geta drepið þá, sem bezt eru út- búnir.” “Eða Boileau fantarnir,” bætti Aníta við. “Það voru víst þeir, sem þér höfðuð í huga þegar þér töluðuð um hættuna. Heyrið mér nú, Gil- mour. Ef þér þurfið að berjast við Jim, hvers- vegna getið þér ekki háð þá baráttu á díengi- legan hátt? Með allar þessar flugvélar, mann- afla og auð, yður að baki, ættuð þér að standa eins vel að vígi og hægt er. Það er glæpsamlegt að leigja þessar hýenur til að leggja hann í ein- elti og kanske drepa hann.” “Glæpsamlegt? Leigja? Eg skil ekki hvað þér eigið við með þessu?” Beverly Gilmour var á svipinn eins sakleysislegur og ómálga barn. “Já, eg er sjálfsagt að þvaðra markleysu — þér hafið sjálfsagt aldrei heyrt Cæsar Boileau nefndan á nafn eða kynblendingana, sem fylgja honum?” spurði Aníta þurlega. “Já, nú hugsa eg að mig rámi í við hvað þér eigið,” svaraði Bevely Gilmour eftir stutta þögn. “Þetta vill nú svo til, að Cæsar Boileau og förunautar hans eru í minni þjónustu, og það er líka satt, að eg sendi þá yfir til Kewah-tína til að hafa auga á þeim Níels og Jim, það er ekk- ert ranglátt. En þér mintust á að þeir ættu að drepa hann — það er bara hugarburður. Hefir Lansing sagt nokkuð um það við yður?” “Við skulum ekki minnast frekar á þetta,” svaraði Aníta til að snúa hann út af laginu. Þau gengu þegjandi að búðinni og Beverly beið úti á meðan Aníta keypti það, sem hún þurfti með. “Eruð þér í nokkrum flýti?” spurði Beverly þegar þau komu að Gilmour húsinu. Hann langaði framar öllu öðru að tala við hana. Hann gæti þá kanske komið henni til að verða eftir í þorpinu. “Kínverjinn minn hefir sjálfsagt heitt súkkulaði, viljið þér ekki koma inn og sitja svo- litla stund?” spurði hann. “Nei, þakka yður fyrir, Gilmour, það vil eg ekki,” svaraði Aníta og leit beint í augu hans. Beverly mintist fyrstu samfunda þeirra á hólmanum, og vissi að hún treysti honum illa. “Þér haldið víst, að eg sé ljóti maðurinn,” sagði hann. “Eg vildi gjarna hugsa vel um yður, Mr. Gilmour, “en þér veitið mér ekkert tækifæri til þess,” svaraðhhún. Gilmour hló gremjulega yfir þessum snupr- um. Lansing hafði sjálfsagt gert hana svona frá- hverfa hnoum, hugsaði hann — og ef það var svo, ætlaði hann að sýna Lansing hver hafði valdið. “En vel á minst. Við Morrison sáum héma um daginn í einu Edmonton blaðinu, fyrirspum um einhvern Jim Lansing,” laug Gilmour er hann fylgdi Anítu yfir að kofa Westlakes. “Við hugsuðum, að það gæti verið maðurinn yðar, því að lýsingin kom alveg heim við hann.” “Hversvegna var verið að spyrja eftir hon- um?” “Já, eg man það ekki vel — það hefir kan- ske verið eitthvert smá erfðamál eða því um líkt. Auðlýsingin var með þessum venjulega embættismannablæ. ’ ’ “Hafið þér auglýsinguna?” “Nei, eg fleygði henni í hugsunarleysi. Eg man ekki einu sinni bæinn eða þorpið, sem aug- lýsingin var frá? Ef eg heyrði það nefnt gæti eg kanske munað það.” “Hm — satt að segja veit eg ekki hvaðan Jim er ættaður,” svaraði Aníta, og bætti svo fljótt við þegar hún tók eftir því hversu ein- kennilegt það var: “Hann talar ekki mikið um fjölskylduna sína, svo að mér skilst að sam- komulagið sé ekki sem bezt milli hans og þeirra.” Beverly mintist ekki á þetta frekar. En veitti því athygli, að Lansing hafði ekki einu sinni sagt henni, hvaðan hann var! Og hvers- vegna ekki? Minnisleysi! Þegar hann kom heim til sín samdi hann langt símskeyti á leynimál, og sendi það til aðal- skrifstofunnar í Toronto og annað skeyti sendi hann til skrifstoufnnar í Ottawa, og bað þá að koma sér í samband við leynilögreglufélag eitt, sem hafði skirfstofur út um alt landið. Hann sendi Kínverjann af stað með skeytin og sagði honum að fá þau eins fljótt afgreidd og auðið væri. Aníta hugsaði um Beverly. Henni fanst hann ekki eins hnarreistur og þegar hún sá hann fyrst, jafnvel þótt henni fyndist ennþá mikið til um auð hans, stöðu hans í þjóðfélaginu og vits- muni. En hin afskaplega eigingimi hans minti hana á dreng, sem hafði verið skemdur í upp- vextinum fyrir það, að alt hafði verið látið eftir honum af fóstru hans, og liðið hvað sem hann vildi gera við skólasystkini sín í barnaskólanum, og fanst svo að hann gæti haldið sama hætti í heimi fullorðna fólksins. Orðmælgi hans fanst henni nú miklu minna til um en fyrst er þau fundust — það var eins og hann væri að lesa upp úr skólablaði. Og eitthvað hlaut að skorta á drengskapinn, þegar hann gat lotið svo lágt að leigja aðra til að myrða óvin sinn. Leigja morð- ingja! '■ Westlake var einn heima þegar hún kom. “Jim er að líta eftir flugvélinni sinni,” sagði hann og setti stól handa henni við ofninn. “Það lítur út fyrir rok og hann ætlaði að binda hana betur.” Anítu féll illa, að hún hefði komið svona fljótt heim. Henni féll illa að vera ein ásamt Westlake. Ekki það að hann kæmi ekki fram við hana sem góður vinur, eða hefði nokkru sinni minst á tilfinningar sínar gagnvart henni. En þegar þau voru tvö ein fann hún til þess að viðræður þeirra voru þvingaðar, og auðséð virt- ist henni að honum var farið að lítast vel á hana, og að þessi tilfinning hans var bæði sterk og djúp, ást þroskaðs manns. Aníta hefði viljað mikið til vinna, að þetta hefði ekki verið svo, því að David Westlake var góður maður, og svo góður vinur Jims, að henni fanst það hræðilegt, ef hann yrði óhamingjusamur hennar vegna. “Eg hitti Beverly fyrir utan húsið hans,” sagði hún. “Hann fylgdi mér til búðarinnar og heim aftur vegna lausu hundanna, sem hér eru á ferðinni.” “Hvaða lausu hunda?” • “Hann sagði—” hún þagnaði vegna þess, að henni skildist nú, að Beverly hefði logið til að geta fylgst með henni þessa leið. Westlake brosti. “Eg skil hvað þú átt við — og að þetta er alveg eftir honum,” sagði hann. “Var þessi auglýsing líka uppspuni?” “Hvaða auglýsing?” “Hann sagði—” aftur þagnaði hún, því að hún skildi að Beverly hafði verið að veiða hana til að gefa sér upplsýingar um fortíð mannsins hennar — hafði veitt hana til að fræða hann um, að hún vissi ekkert um þá fortíð. Hvað hún var heimsk! Hvað ætlaði Beverly að gera nú? Þögn Jims um fortíðina stóð nú fyrir huga hennar í nýju ljósi. “Hvaða auglýsingu var hann að tala um?” spurði Westlake á ný. Hann stóð upp við arin- hilluna og fitlaði við borðann á einkennisbún- ingnum sínum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.