Heimskringla - 17.04.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.04.1946, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. APRÍL 1946 DÁN ARFREGN Thora (Thorne) Paulson Sunnudagskvöldið 17. febrúar, andaðist Mrs. Thora Ingibjörg Paulson að heimili sínu, 3496 West 16th Avenue í Vancouver, B. C. Hin látna var fædd að Vatns- enda í Eyjafirði á íslandi 25. apríl 1873. Þriggja ára kom hún til Can- ada með foreldrum sínum, Mr. og Mrs. H. Sigurðsson, er fyrst settust að í Kinmount, Ont., en bjuggu síðar um mörg ár á Gimli, Man. Þá fluttu þau til Church- bridge, Sask., bjuggu þar nokk- ur ár, en fluttu svo til Winnipeg. 1 Winnipeg giftist Thóra Ingi- björg Sigurðsson S. T. Thorne GERIÐ ÞAÐ SJÁLF Nær, sem er farið þér að svipast um eftir nýjum húsgögnum—eða þá máli til þess að innanstokks- munir yðar líti út eins og þeir væru nýir; það mundi ekki spilla til þó borðið yrði gljá enamelað. Þér þurfið kanske að sníða ný föt upp úr þeim gömlu, og eiga þá nálamar og skærin annríkt. Það er gaman að sauma—og það spar- ar fé. Það þarf líka margt að athuga gagnvart > , æskunni, sem þarf að leika sér> °g l'&L. gott að geta búið til hluti og leikföng úr gömlu, endurnýj- efni, dúkum, olíu- dúkum eða hinum og þessum afgangi. Það vekur hjá yður vorhrifningu, að íhuga vandlega EATON'S Verðskrá; þar getur að líta máln- ingavörur, dúka og nýtízku snið og þúsundir nýrra hugmynda þeim til gagns, sem vilja spara. ædSguv- <*T. EATON WINNIPEG CANADA 30. apríl 1903. Fluttu þau til Foam Lake, Sask., 1905. Námu þau land norðvestur af bænum, en fluttu síðar til bæjarins, þar sem Mr. Thome rak verzlun um mörg ár og farnaðist vel. Hann dó 1925. Voru hjónin mjög vin- sæl og talin í hópi fremstu manna bygðarlags síns. Árið 1936 flutti ekkjan og börn hennar til Vancouver, gift- ist þar Mr. S. F. Paulson 1939; j hann dó 1942. Mrs. Paulson átti iþrjú systkini, sem öll eru dáin: ÍKristján Helgason, d. 1920; Mrs. Kristjana Einarsson, d. 1941, hæði að Foam Lake og Mrs. Guð- rúnu Eyjólfsson í Shoal Lake (Westfold), Man., d. 1896. Mrs. Paulson fékk snert af slagi s .1. september og varð eft- ir það máttvana í fótum. Hún var ávalt glöð, þó hún eftir það væri í rúminu og gæti ekki nema í færistól komist neitt um. — Fimtudaginn 15. feb. fékk hún annað slag og varð þá alveg máttvana og andaðist tveim dög- um síðar, 17. febrúar. Mrs. Paulson er saknað af öll- um er henni kyntust. Hún var bæði mikil kona og góð, gestris- in, velviljuð og hjálpfús í garð hinna mörgu, er til þeirra leit- uðu bæði aðstoðar og gistingar á heimili þeirra í Foam Lake. Hún var hæglát, broshýr og skemtileg í allri framkomu og eignaðist stóran hóp vina. Það færði henni mikla gleði, að heimili hennar var hægt að nota um skeið sem sjúkrahús þorpsins, þar sem lækning var veitt þjáðum. Hina látnu lifa tveir synir, Washington Thorne í Punnichy, Sask., og Lincoln Thorne, í Van- cuover, B. C., og tvær dætur, Miss Rosa Thorne og Mrs. Violet Crane í Vancouver, ennfremur eitt barnabarna: Bryan Thome í Punnichy, Sask. Jarðarförin fór fram frá Sim- mons and McBride’s útfarar- stofu. Séra H. Sigmar, D.D., jarðsöng. Miss Thóra Thorstein- son Smith söng nokkra ein- söngva og kistan var þakin blóm- um frá skyldmennum og vinum fjær og nær, sem fagurt tákn vinsælda hinnar látnu. Líkmenn voru Mr. Alex Cum- ming, Mr. Frank Crane, Mr. Carl Einarsson, Mr. Mundi Gíslason, Mr. Einar Haralds og Mr. Helgi Helgason. — Jarðað var í Ocean View Cemetery. IN MEMORIAM for our dearly beloved brother Reginald Thelman Tait Born: April 10, 1902 Died: February 12, 1946 “Like a ship that’s left it’s moor- ings And sails bravley out to sea, So Someone Dear has sailed away In calm serenity. But ther’s promise of a greater joy Than Earth could have in store, For God has planned a richer life Beyond the Unseen Shore. The family. —Miami, Florida. Following a series of advertisements devoted to Veterans’ Out- of-work Allowances, this space will be used for the next few weeks to detail Veterans’ Insurance, prepared in co-operation with Department of Veterans’ Affairs. No. 4—VETERANS’ INSURANCE After premiums have been paid for two years, the poliey may be surrendered for a liberal cash value. Consent of the beneficiary is necessary in this case. Cash values are worked out and may be found in the DVA publication, “What’s Ahead’’, which is available on request. A grace period of one month is allowed for the payment of premiums other than the first. The policy continues in force and during this grace period, no interest is charged on payments. An imiportant feature of this poliey is that it cannot be at- ached by creditors of the insured ot the beneficiary. Thase seeking coverage must apply within three years from date of discharge or within three years from the effective date of the Act (20 February, 1945) whichever is later. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD155 150 ÁRA MINNING SKÚLA FóGETA Eítir S. K. Steindórs Úr Lesb. Mbl. ------ Framh. Viðureign við kaupmenn. Þótt aðalmarkmið Skúla fó- geta væri, að höggva sundur ein- okunarhlekkina og að iðnmenta þjóðina, lét hann sér ekkert óvið- komanli sem til heilla gat orðið landi og lýð. Og þrátt fyrir ann- ríki við “Innréttingarnar” gleymdi hann ekki að fylgjast með aðgerðum kaupmanna. Eru ýmsar frásagnir um þær að gjörðir alkunnar. Svo sem Bátsendareið Skúla, er Grímur Thomsen hefir víðfrægt í hinu ágæta kvæði sínu. En tilefnið til þeirrar aðfarar var þrálátur orð- rómur sem gekk um að innlegg í verslunina þættu vegast illa, og að úttektin vildi reynast drjúg: “En reizlan var bogin og lóðið var lakt, og létt reyndist alt sem hún vo”. segir Grímur. Kunni Skúli þeim verslunarháttum ekki vel, sem vonlegt var svo: “Innsigli kongs fyrir kaup- skemmudyr, kænlega setti ’hann og þétt; af Miðnesi reið ekki fógetinn fyr en fátækra hluta gat rétt”. Sendi Skúli “pundarann” (vog- | ina) utan og ritaði Heltzen stjórnarfulltrúa skýrslu um að- för þessa. Þá má og geta viðureignar Skúla við Bunzt Grindavíkur- kaupmann. Er þó ekki laust við að Skúli hafi að því sinni haft nokkurn ójöfnuð í frammi við kaupmann. Enda höfðu þeir báð- ir setið lengi dags að drykkju í mesta bróðerni, er ágreiningur- inn byrjaði út úr “pundaranum” og ýmsu öðru. Stefndi kaupmaður Skúla síð- ar fyrir ofbeldi við sig (sem rétt var, því Skúli hafði meðal ann- ars barið kaupmann). Varð þó lítið úr, er til kom, einkum vegna þess, að Halldór (faðir Reyni- staðabræðra, er urðu úti á Kili 1780) sonur Bjarna á Þingeyr - um, er var þá í þjónustu Skúla og var með í ferðinni, þótti svara ærið tvírætt fyrir réttinum og létst ekki muna ýms mikilvæg atriði. Tókust sættir með þeim Skúla og kaupmanni; munu báð- ir hafa talið sér það fyrir beztu. En málskjölin voru send útan til stjórnarinnar, og var Skúla rit- að einskonar “áminningarbréf” og hann beðinn að áreyta ekki kaupmenn að óþörfu. Skúli. “Æ, eg get ekki keypt það”, ansaði maðurinn. Þá greip verslum. fram í og sagði: “Nóg er komið!” —Lét þá Skúli brún- ir síga, brýndi raustina og sagði: “Miklir andskotans fantar eruð þið! — Kaupið af skipsmönnum forboðnar vörur, en takið af aumingunum það sem þeir kaupa. — Mældu honum strax í svuntuna”. Varð verslum. að láta sér það lynda. Lítill vafi er á því, að frásögn þessi er sönn, því samtímamað- ur Skúla, Jón sýslum. Jakobs- son, faðir Jóns Espólíns, hefir skráð hana ásamt mörgum frá- sögnum um Skúla. Vísindarannsóknir. Mjög var Skúla hugleikið um það að landið og strendur þess væru rannsakaðar vísindalega. | Eru miklar líkur fyrir því að hann hafi átt drjúgan þátt í hinu merka rannsóknarstarfi þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar árin 1752 — ’57. Höfðu þeir félagar jafnan vetur- setu í Viðey hjá Skúla, og marga aðra fyrirgreiðslu veitti hann þeim. Árið 1753 lét Skúli O. N. Ank- er skipstjóra rannsaka Horn- strandir frá Jökulfjörðum til Reykjarfjarðar. Átti hann að grenslast eftir skipalegum og rekaviði. Hafði Skúli oftlega bent stjórninni á hvílík nauð- syn það væri hér í skólausu landi að hagnýta rekaviðinn sem best, bæði til húsbygginga og skipa- smíða. Ennfremur fékk hann út- lendan skipasmið til að skoða rekaviðinn á Ströndum. Lítill varð þó árangurinn af þessum at- hugunum. Enda var Skúli yfir- hlaðinn af störfum og að kalla mátti “einyrki” í allri framfara- viðleytni sinni. Þá var og hin merka rannsóknarferð Ólafs Ólavíusar árið 1775 farin að undirlagi Skúla. Einnig lét Skúli sér mjög ant um að gerð yrðu sem áreiðanleg- ust sjókort af ströndum íslands, svo að siglingar til landsins yrðu örari og öruggari; hélt hann lát- laust áfram að nudda í stjórn- inni um að gerðir í því efni. Lét stjórnin loks hefjast handa um kortagerð árið 1776. -----Enda veitti naumast af. Þannig segir Eggert Ólafsson laust eftir 1750, að á flestum hinna nýrri Islandskortum, sé Hvalfjörður sýndur aðeins fjórði hluti af stærð Borgarfjarðar. Mun annað hafa verið í sam- ræmi við það. Óvild í garð Skúla “Stendur um stóra menn, stormur úr hverri átt.” Einhverju sinni var það og, er Skúli var staddur í Hafnarfirði, að fátæklingur, (húsmanns ræfill stendur í heimildum), kom hálf kjökrandi til Skúla og tjáði hon- um vandræði sín. Sýnir það eitt með öðru, að Skúli hefir verið orðinn að góðu kunnur, sem vin- ur og verndari fátæklinga, að maðurinn sk^ldi þora að ávarpa hann, sjálfan lándfógetann. Var saga mannsins sú, að hann hafði keypt efni í pils handa konu sinni út í skipi, sem lá þar. En er hann kom í land tók kaupmaður efnið af honum. Skúli hafði það til siðs, ef honum gramdist að segja álit sitt og skoðun á máli sem skildist og hafði þá til að vera nokkuð stórorður. Varð honum að orði: “Miklar and- skotans heybuxur eruð þið!” — Og snaraðist inn í búðina, og maðurinn á eftir honum. Stóðu þeir svo þegjandi í búðinni, en þá víkur Skúli sér að manninum og segir “Ætlaðir þú ekki að fá í pils handa konunni þinni?” — “Jú, herra minn”, svaraði mað- urinn. Skúli sagði þá við verzla- manninn: “Mældu honum í pils- ið!” — Verzlam. kvað manninn vera skuldugan, en gerði þó sem Skúli bauð. — “Þarf konan þín ekki líka efni í svuntu?” spurði Sagði Guðmundur á Sandi um séra Sigurð í Vigur. Sannaðist það gjörla á Skúla fógeta. — Því auk hinna erlendu kaupmanna [ sumra hverra, er hann átti í höggi við og einkis skyrruðust í viðskiftum við hann, voru einnig nokkrir íslendingar, sem beittu hinum lævíslegasta og níðang- [ urslegasta rógi gegn honum. [ Óvíst er þó, hvort þessir menn hafa verið á mála hjá einokun- arkaupmönnum og er miklu lík- legra, að þeir hafi einungis verið Ivenjulegir skemdarverka sjálf- boðaliðar. Var Skúli ataður hin- um örgustu svívirðingum og all- ar hugsanlegar vammir og skammir bornar á hann, bæði í i bundnu og óbundnu máli. | Einn þessara spellvirkja var igáfaður auðnuleysingi og hefir ! nafn hans einungis varðveist í sögunni fyrir mótdrægni hans við Skúla. Hét maður sá Jón Marteinsson. Segir Jón Grunn- víkingur svo um nafna sinn: “Sá famosus þræll og réttur spitzbub und galgenvogel”. Hafði Jón Marteinsson og sýnt honum pretti. Munþað þó ekki hafa ráð- ið mestu, því hann var ekki svo viðkvæmur gagnvart sjálfum sér. En Skúli var eftirlæti Grunnvíkingsins og níð um Skúla gat hann hvorki gleymt né fyrirgefið. Jón Marteinsson hafði eins og fleiri samið ritgerð: “Um við- reisn Islands,” auðvitað á dönsku, því þá var fremur von um að hægt væri að hafa áhrif á stjórnina. Segist hann hafa af- hent Skúla ritgerðina árið 1754: “En hann álíti sig auðvitað alt of gáfaðann og mikinn mann til að sinna slíku”. — Telur Jón að uppástungur og “project” Skúla, og þeirra sem honum fylgdu að ævarandi tjóns og eyðileggingar. málum, muni verða landinu til Ennfremur segir hann að Skúli svíki fé út úr stjórninni til eigin þarfa undir yfirskini ósérplægni og ættjarðarástar. Árið 1757 sendi Jón svo stjórninni aðra ritgerð frá sér: “Um ástand Is- lands”. Kveður þar mjög við sama tón, og segir hann, að Skúli eigi sök á ófarnaði lands og þjóðar. Rógburður og níð. Sama máli gegnir og um rit- smíðar séra Sæmundar Hólm, sem einnig komu á dönsku. Finn- ur hann Skúla flest til foráttu. — Gengur hann jafnvel svo langt að hann segir að Skúli hafi af ásettu ráði flutt fjárkláðann hingað til lands. En eins og kunn- ugt er, barst fjárkláðinn hingað með útlendum hrútum, er fengn- ir voru til kynbóta fjárbúsins á Elliðavatni, er rekið var á veg- um “Innréttinganna”. Olli sú plága ógurlegu tjóni. Segir Þorv. Thor., að lítið sé að marka, hvað Sæmundur segi, um þá menn, sem honum er illa við. Og bætir við: “Framfaramenn 18. aldar fengu fyrir tilraunir sínar og ósérplægni engar aðrar þakkir hjá alþýðu en níðkvið- linga, skammir og skæting”. Á þeim tíma, þegar engin blöð voru hér á landi, var kveðskap- urinn öruggasta leiðin, til að auka hróður manna og einnig til að rista þeim hið naprasta níð. Því vísur og kviðlingar bárust með mönnum landshomanna milli. Voru það fleiri en Skúli einn, sem urðu fyrir barðinu á róg- burði og níði, í stað viðurkenn- ingar og þakklætis. Þannig var og um ágætismanninn Eggert Ólafsson. — Kvað hann þessa dapurlegu vísu, er rógburðurinn hafði flæmt hann úr landi: “Öfund knýr og eltir mig til ókunnugra þjóða; fæ eg ekki að faðma þig fósturlandið góða.” “Er hann sigldi héðan sviftur sínu Salario árið 1764 og bjóst varla við íslands aftur að vitja”. Skömmu eftir að Eggert var far- inn utan, sendi Skúli honum bréf, og er þar í þessi vísa eftir Skúla. — Einnig á því sviði, var hann liðtækur vel; þó ekki verði hann langlífastur með þjóðinni fyrir kveðskaparhróður sinn: “Farðu vel af fósturjörðu farðu vel með frægðarorði, farðu vel, þótt autt sé skarðið! farðu vel í hilmisgarði!” Framh. SVAR — TIL SVEINKA Golsótt sál þín flónsku fús flaggar sjálfshóls trompum! Skynblind eins og skógarlús sem skríður í fúa stompum. Dauðans teygju dánumanns dómgreind trúir enginn! Allir vita, að vísan hans var að láni fengin. Þ. K. K. Neðanmálssögur blaðanna, aðrar bækur, blöð og tímarit gefin út hér vestan hafs, eru keypt góðu verði hjá: Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg Á FRÍVAKTINNI Árni Sigurðsson hefir maður heitið, auknefndur bankó. Hann átti heima á Löndum í Stöðvar- firði eystra og mun hafa dáið um 1840. Ámi bankó hafði orð á sér fyrir að vera eindæma lag- inn og slungnin þjófur. Var hon- um aldrei hegnt fyrir þjófnað sinn. Þó menn þættust standa hann að verki, slapp hann æfin- lega. • Einu sinni kom Árni á bæ og beiddist gistingar og fékk hana. Þá stal hann hangnu krofi ofan úr eldhúsi, og bað konuna að sjóða það fyrir sig. Hún gerði það. En um morguninn saknaði bóndi krofsins og varð málóður við Árna og sagði að hann hefði stolið krofinu. Árni svaraði: “Át eg meira af því en þú?” og svo var búið með það. • Öðru sinni var Árni í kaupstað sjóveg og voru fjórir á bát. Þá stal hann kjöttunnu af plássinu og velti henni í bát þeirra fé- laga, og svo héldu þeir af stað. En er þeir voru skamt komniv var tunnunnar saknað, og ruku menn í bát og rem á eftir þeim. En þeir, sem með Árna voru, urðu hræddir. Hann sagði þeim þá, að þeir skyldu bíða og fara sér ekki óðslega. Sagði hann að þeir skyldu láta tunnuna síga í böndum niður í sjóinn og smeygja lykkjunni á böndunum ofan á stýrisjámið neðra. Það gerðu þeir og biðu svo hinna, en létust samt vera að lagfæra hjá sér eitt og annað. Nú komu hinir og bám upp á Árna, að hann hefði stolið tunnunni. Það var máltak Árna, að hann sagði: — “Ojá, ojá”. — “Ojá, ojá, takið þið hana þá,” sagði hann. Þeir rifu alt upp úr bátnum og fundu ekki og hættu svo, en þó höfðu þeir hann grunaðan. Reru þeir síðan á burt. Árni sagði félögum sínum að dabla hægt áfram þar til þeir kæmust 1 hvarf. Þá tóku þeir inn tunnuna og héldu sína leið. • j Enn var það einhverju sinni að Árni var staddur í kaupstað og hafði komið sjóveg. Gisti hann ásamt félögum sínum á bæjum kringum kaupstaðinn og höfðu poka sína geymda í búð hjá beykinum. Þar í búðinni var mikið af svokölluðum pípustöf- um. Þeir þóttu hentugir til smíða. Þegar þeir félagar komu í bátinn, þá tók einn til máls, og sagði, að gaman hefði nú verið að eiga fáeina pípustafi. Ámi spurði, hvort þeir hefðu tóman poka. Þeir fengu honum poka. Hann stakk honum undir bum sína og fór upp í búð til beykis- ins og sagði, að þar hefði orðið eftir poki. Beykirinn sagði að hann skyldi leita í stöfunum. Ámi gerði það, henti þeim og skelti saman og milli þess lét hann í pókann, þrífur hann svo upp og kastar á bak sér og segir um leið: “Hérna kemur djöfull- inn”, kvaddi síðan beykinn og fór í bátinn til félaga sinna, og svo slapp hann með það. • Einu sinni kom Árni á bæ, og stal nærpilsi af konunni, spretti því í sundur og bað síðan kon- una um að sníða sér brók úr því. Hún gerði það og grunaði ekkert. • 1 annað skifti var Árni í kaup- stað og bað um hatt til kaups. Búðarmaður kom með marga hatta, suma stóra og aðra minni, en seint gekk að fá mátulegan hattinn. Um síðir tekur hann einn, setur hann upp og segist vilja kaupa. Var þetta prettur Árna. Hann setti upp tvo hatt- ana, þann stærri utan yfir þann minni, og hafði þar með tvo fyrir einn. • Það var eitt sinn að Ámi kom í kaupstað. Þá stal hann kram- vörupoka og setti hann ofan í

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.