Heimskringla - 24.04.1946, Blaðsíða 5

Heimskringla - 24.04.1946, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 24. APRÍL 1946 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA KARLAKÓRINN syngur í Goodtemplara- húsinu, 6. maí 1946 Karlakórinn hefir nú verið starfandi í full tuttugu ár. Hann hefir átt sterkan þátt í viðhaldi íslenzkrar þjóðræknisstarfsemi, vestan hafs, með kynning ís- lenzks ljóðs og lags. Hefir getið sér oft góðan orðstír og skemt þúsundum manna með hljóm- leikum sínum, og samkomum, árlega. Og þrátt fyrir, þó Karla- kórinn hafi ekki uppfylt allar þær kröfur, sem listin heimtar, þá hefir hann viðhaldið og eflt félags viðleitni vor á meðal og verið sterk stoð ýmsum félags- samtökum meðal Islendinga hér í landi. Kórinn hefir átt við ýmsa erf- iðleika að stríða, sérstaklega síð- ustu árin, og stundum legið við, að hann hafi ekki getað haldið uppi starfi sínu, sökum þess hve margir meðlimir kórsins voru kallaðir í stríðið. En það hefir ekki verið gefist upp. Kórinn hefir barist góðri braáttu og haldið í horfinu, með stuðning samlanda sinna. Mundi eflaust margur sakna vinar í stað, er kór inn hætti að starfa á sviði söng- málanna. 1 vetur hefir kórnum aukist. mikill styrkur, frá gömlum og nýjum félögum, sem komið hafa í kórinn aftur. Hefir því kórinn von um, að geta starfað með full- um krafti og betri árangri, næsta ÞEGAR EG YAR SKORINN UPP Eftir Kristján Einarsson frá Djúpalæk. 1 rigningu og gráma rúntaði eg Skólavörðustíg, Austurstræti og Lækjartorg, — fulltrúi frá Akureyri á 5. þing Sósíalista- flokksins í nóvember 1945, veik- ur af eiturbrasi lélegra matsölu- húsa, blautur inn að hjarta af úrkomu Suðurlands. Þetta voru drungalegir dagar og fólkið sem eg sá var eins og þeir. Það var ekki til hýra i nokkru andliti og allir drættir virtust orðnir slappir af rigning- unni. Samt var eg léttur í skapi eftir sólskin Norðurlandsins og gerði að gamni mínu við fólk. En það hafði gleymt hvernig kátt andlit lítur út og hélt að eg væri að gretta mig framan í það og hélt áfram að þumbast. En félagar mínir á flokksþing- inu tóku á hverju máli með festu sem eg ekki gleymi, og öðluðust virðingu mína. Já, — en eg var sem sé veikur og fór á fund sérfræðings í melt- ingarsjúkdómum, en hann sendi mig í kjallara Landsspítalans, hvar eg var allur myndaður inn- vortis. Eftir langar biðir og nokkurra daga skerandi óvissu tékk eg þann dóm að eg skyldi snúa um hæl til Akureyrar og láta skera úr mér botnlangann. Þetta var dálítið óþrifalegt, þvi vetur, með endurnýjuðum krafti þrátt fyrir regnið og drungann og áhuga. 'slær þó lífæð þjóðarinnar fastar Að þessu sinni efni kórinn tiljog hraðar í Reykjavíkurborg en skemtisamkomu í Goodtemplara annars ‘ ’"“J húsinu, mánudagskvöldið, þann 6. maí næstkomandi. Gefst fólki þar tækifæri að heyra hann enn og fullvissast um, að engin dauðamörk eru yfir honum. Á staðar á landinu. En gestur utan af landi undrast þó hve hjarta bæjarins, miðbærinn, er orðinn á eftir, hve göturnar eru þröngar og mörg húsin léleg og gamaldags og hve margiv samkomu þessari verður margt þurfa að búa í bröggum eða í til skemtunar, og mun eg ekkijbúðum sem sér ofan í af gang telja það alt hér, því sérstök aug lýsing um það verður í blöðun- um. Þó má geta þess, að sú ný stéttunum. En í hverju húsi er verzlun, ein eða fleiri. Sennilega mætti fækka þeim um helming, ung verður þar, að sungnar verða án þess nokkur viðskiftavinur gamanvísur, eftir Ragnar Stef-, befði af því óþægindi. Gesturinn ánsson sem hitta vel markið og^ndrast líka, eftir að hafa ekið koma mörgum til að hlægja. jum grösugar nærsveitir að i . ... . ,, Reykjavik er mjolkm bæði litil Að oðru leiti visa eg til auglys-, J J ^ airW , . , * , og vond og smjor og skyr ekki ínga sem birtar verða í bloðun-, ° ° J ° um. Aðgöngumiðar kosta aðeins 50 cent, og fást hjá öllum Karla- jtil. Þá hlýtur hann einnig að spyrja hvar æskan leiki sér og „u wum., ’-’s “J“ ! hvernig bílstjórarnir fari að því að þræða þessar gotur, sem allar mora af skipulagslausri umferð og barnasæg. Book Store, 702 Sargent Ave. Fjölmennið á samkomu Karla- kórsins 6. maí. Þið gerið með því tvent í senn: Styrkið starf En eg hafði fengið minn dóm og hlaut því að hverfa úr höfuð- kórsins í framtiðinm, og verðið staðnum Eg kveið fyrir að aðnjótandi skemtunar, sem þið þurf& að fara með .•rútunni..> en munuð minnast með gleði. lánið hefir altaf elt mig og eg D' B' j náði í fólksbíl af Akureyri og fékk far með honum norður. Lestrarfélagið á Gimli er að: ^ Akureyri var sólskin og efna til skemtisamkomu föstu- 'blíða> þá fanst mér allir vera daginn þann 26. apríl í Parish Hall, Gimli. G. Peterson, skrifari fyrir samkomu nefndina AUSTURLANDA ROSIR með munnherkjur af kulda, en þeir blíðkuðust þegar maður fór að tala við þá. Mitt fyrsta verk var að finna yfirlækni sjúkrahússins að máli , og biðja hann að fremja á mér kviðristu, hvað hann sagðist skyldi gera svo fljótt og rúm- | pláss losnaði. Á Akureyri byggjum við nefnilega hús handa Iguði á undan húsi handa sjúkum Tessi'yndisléga teg- °S sárum °S verðum við þvi að und rósa var töpuð til bjargast við nokkurra áratuga ^orffahendi’n|u l eim gamlan timburhjall handa þeim, um gömlum garði og sem ekki rúmar nema lítinn h5n plon“k'ClSfwíg hluta >eirra sem Þar Þyrftu að Rose, Double Hardy vera. Þess vegna þurfti eg að Morning Glory” o.s.frv. hí* Hún deyr á haustin en , sprettur af sömu rót á Eg át og var glaður, las sosial- vorin. Mjög harðger og istiskar bókmentir og svolítið kroftug. Fullvaxnar, guðsorð með, ef eg skyldi deyja. tvíblóma rósir eru ljós rauðar, 1% til 2 þml. í þvermál, og standa í blóma alt sum- arið, jafnvel í heitu veðri. Margir Eg lét hverjum degi nægja sína þjáning. Svo kom kallið, á eldri garðyrkjumenn muna þessa ! mánudegi — það spáði ekki góðu fínu vafningstegund. Við bjóðum plönitur sem blómstra þetta sumar. Pantið og sendið borgun núna. Verð- ur send um sáðningstímann. (Hver 50(í) (3 fyrir $1.25) (tylftin $4.00) póstfrítt. FRl—Vor stóra útsceðisbók fyrir 194G Enn sú fullkomnasta 95R DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario BORGIÐ HEIMSKRINGLU— þvl gleymd er goldin skuld — samt fór eg í sjúkrahúsið þann dag. Eitt af því sem eg hafði kviðið fyrir meira en nokkru öðru var að fara í bað. Mér hafði verið sagt að hjúkrunarkonur skrúbb- uðu mann hátt og lágt. Þórberg- ur Þórðarson hefir sagt frá sálar- stríði sínu í baðhúsum Svíaríkis, þar sem kvenfólk aðstoðar, og Vor erlendis Laufkyndlum sveifla aldin tré og ung, anganin berst um skóginn ljúf og þung, kyrðina rjúfa aðeins glaðir gaukar. Blika í rjóðri blómin rauð og gul, blaðmjúku grösin vaggast mild og dul, hálfir í moldu glóa gullnir laukar. Loks hef eg sjálfur séð hinn nýja heim: Sólskinið streymir hvítt um víðan geim, íkornann fráa út úr skugga laðar. Þó get eg naumast numið vorsins lag. Næturnar björtu vitja mín í dag. Hugur minn löngum unir annars staðar. Lengst, lengst í norðri, handan hafs og straums, hjúpað í móðu tregaþrungins draums, landið mitt svala leysir djúpa snjóa: Senn munu holtin hringja kátt og létt, hugprúður fífill skreyta bæjarstétt, blástararkólfur kvikna í mýaarflóa. —Sunnudagur, fylgiblað Þjóðviljans. mínar tilfinningar voru engu minni, en hræðsla mín reyndist óþörf að þessu leyti, eg fékk að vera einn við athöfnina — og lofaði guð. En svo hefst á mér hálf neyðarleg skemdarstarf- semi. Þegar eg var rétt stíginn upp úr lauginni, kom inn til mín ósköp sakleysisleg hjúkrunar- kona og spurði, mér fanst af inni- legri hluttekningu, hvort það væri botnlanginn. Mér varð strax hlýtt í brjósti til hennar vegna þessarar samúðar og svar- aði játandi. — Þá þarf eg að raka, sagði hún og um leið fanst mér allur samúðar- og sakleysissvipurinn hverfa úr fasi hennar, það rann upp fyrir mér hryllilegur sann- leikur, sem eg hafði gleymt, — hjartað tók ógurlegt hliðarhopp og blóðið þeysti yfir gagnaugun. Eg kom engu orði upp. — Viljið þér leggjast þarna á vagninn? heyrði eg hana segja. Eg hlýddi ósjálfrátt. Svo heyrði eg skrúfaða saman rakvél, fann náttfötin hnept frá mér. Þá lok- aði eg augunum og fól mig guði. Þetta tók þó fljótt af og var blóðsúthellingalítið; þó finst mér eg varla geti fyrirgefið þennan skæruhernað á líkama mínum saklausum. Eins og þriggja ára drengur, þveginn og kembdur, labbaði eg í náttfötunum á eftir hjúkrun- arkonunni til herbergis míns. Þar voru tvö rúm og lá ungur maður í öðru. Hann hafði gengið gegnum þennan voða sem eg var nú staddur í, hann átti eftir að vera mér til gagns og ánægju og minnist eg hans með velvild, eins og allra sem eg kyntist í þessu húsi skelfinganna. Kl. 10 morguninn eftir kom yfirhjúkrunarkonan inn til okk- ar og tilkynti mér að stundin væri komin og alt til reiðu. Það var eitthvað móðurlegt við þessa tigulegu konu. Eg vafði utan um mig teppi og trítlaði á undan henni til skurðarstofunnar. Þar stóðu þrír læknar með brett upp fyrir olnboga, all vígalegir. Eg lagðist upp á eitthvað, var bund- inn sauðbandi og tók öllu með ró. Við höfðalagið stóð læknanemi. Eg sá að hann hafði falleg blá augu. Hann var með grímu og setti hana fyrir vit mér. Eg spurði hvort hann væri byrjaður að láta deyfilyfið drjúpa í grím- una og kvað hann mig mundi finna það fljótlega. Þá fékk eg alt í einu áhyggjur af því að vera bundinn og sagði það væri skömm að því að fara svona með mig. Þá fann eg bylgju ákafrar vellíðunar fara um mig: eg var staddur í fjólubláu umhverfi. En árniður í fjarska. Og eg hóf upp raust mína: “Áin strauk boganum blítt yfir fiðlustrenginn og bláar dúnmjúkar skúrir liðu yfir engin í nótt”. Svo tók eg að síga hægt inn í svartan vegg er umlukti mig að lokum. Eg var sofnaður. Löngu síðar fór eg að heyra hróp og háreysti, það var eg sjálfur sem var að kalla: Guð hjálpi mér! Nei, eg trúi ekki á neitt, ó, ó, — andskotinn. Það var eins og brim innan í mér og öldukamburinn reis altaf hæst undir skurðinum, svo sem útsog og aldan hófst á ný. Eg mátti ekki drekka, þó mér þætti vatnið betra en nokkru sinni áður. Eg sá að klukkan var 12 og réði af því að eg mundi vera lifandi og þetta lagaðist alt með tímanum. Dagurinn leið. Félagi minn hringdi fyrir mig þegar eg þurfti einhvers með. Eg svaf ekkert næstu nótt og klukkan á veggn- um móti rúminu gekk hægar en nokkur klukka sem eg hef þekt. Daginn eftir fór eg ofan á gólf og gekk nokkra hringi. Það var ekki svo slæmt. Yfirlæknir sjúkrahússins á Akureyri er einn allra bezti skurðlæknir á landinu og finst ekki meira til um að skera botn- langaskurð, en að draga út tönn. Hann þyrfti að starfa í húsi sem væri kunnáttu hans samboðið. Eftir rúma viku fór eg heim, gírugur í alt matarkyns og býsna spertur. En það er eitt! Áður en eg var skorinn upp var eg altaf sí- yrkjandi. Síðan get eg ekkert ort. Efnishyggjumenn halda því fram að í höfðniu á manni sé hólf fyrir hverja sérgáfu manns- ins. Skáldskapargáfan skyldi þó aldrei hafa verið í botnlangan- um á mér?—Sunnudagur. 150 ÁRA MINNING SKÚLA FÓGETA Frh. frá 3. bls. lagið fengi “Innréttingarnar’^il umráða. Fann hann gjörla Hör- mangaraóþefinn af félaginu. — Ekki gaf það heldur góðar vonir um framtíð “Innréttinganna” eí félaginu tækist að sölsa þær und- ir sig. Svarið sem Skúli fékk hjá einum af ráðamönnum félags- stjórnarinnar, er hann spurði hvert verða mynda hlutskifti “Innréttinganna”, ef þær yrðu sameinaðar verzlunarfélaginu: “Við ætlum að kveikja í þeim og brenna þær upp til kaldra kola”. En hvort sem þetta hefir verið sagt í gamni eða alvöru, var Skúli minnugur þess, að öllu gamni fylgir nokkur alvara og vildi hann koma í veg fyrir að framtíð “Innréttinganna” yrði telft í nokkura tvísýnu með því að sameina þær verzlunarfélag- inu. Fór þó svo að Skúli varð að beygja sig og láta undan. Bar margt til þess. Vinir hans í stjóminni voru fyrir löngu orðn- ir dauðþreyttir og leiðir á öllum þeim óþægindum og olnboga- skotum, sem þeir urðu fyrir, sök- um þess að mörgum fanst að þeir drægu um of taum Skúla í Is- landsmálum. Áhugi konungs fyr- ir “Innréttingunum” var og að mestu horfinn. En síðast en ekki sízt brást Magnús amtmaður. Var hann kominn á þá skoðun að alt þetta framfarabrask væri þýðingarlítið og svaraði hvorki kostnaði né fyrirhöfn. Átti því að heita svo, að verzlunarfélagið keypti “Innréttingarnar”. —Var Skúli þó furðu umhyggjusamur og séður, að koma margskonar skilyrðum í samningana, sem áttu að tryggja rekstur þeirra og framtíð sem bezt. Og ekki lét hann sín hlutabréf föl. — Réði verzlunarfélagið hann fyrir framkvæmdarstjóra “Innrétt- inganna” með all-(góðum árs- launum. — Er enginn vafi á því að Skúli hefir fengið það bezta eða skársta út úr þessum mál- um, sem auðið var eftir öllum kringumstæðum. 111 umskifti Umskifti þau sem urðu á verzl- unarmálunum, er “Almenna verzlunarfélagið”, tók við lögð- ust illa í menn. Þannig segir Eggert Ólafsson um það í einu kvæði sínu: “Afturgengin Grýla gægist yfir mar: Ekki verður hún börnunum betri en hún var”. Reyndist hann sannspár í því efni. Enda er skemst frá því að segja, að verzlunarfélagið reynd- ist engu betur en Hörmangarar höfðu gert. Átti Skúli í stöðug- um erjum og málaferlum við fé- lagsstjórnina. Bæði vegna “Inn- réttinganna”, er félagið sýndi brátt, að voru utan áhugasvæðis þess og reyndi að troða niður í skarnið; svo og vegna hins hörmulega og hneykslanlega verzlunarmáta þess. Leið því ekki á löngu, þar til skíðloguðu langeldar fjandskapar og úlfúð- ar milli Skúla og félagsstjórnar- innar. — Ástæðulaust er þó að draga fjöður yfir það, að Skúli sýndi ekki ætíð lipurð eða sann- girni í þeim viðskiftum. — Enda mun hann hafa verið orðinn langþreyttur á fjandskap og fyr- irlitningu einokunarkaupmanna gagnvart Islendingum. — Er of- langt mál að greina frá mála- stappi þessu nema að mjög ó- verulegu leyti. Framh. WORLD FOOD EMERGENCV A serious shortage of food in certain areas of the world wos expected, but crop failures in many areas, and lack of distribution facilities, seeds, and tools in others crea- ted a food shortage of alarming proportions. Only im- mediate deliveries of staple foods can sustain the hungry millions. PRODUCE AND SAVE - MORE Since 1939, our per capita record of food exports has exceeded that of any other country. Food production has soared. Canadians have eaten well in spite of war. Today, the seriousness of the world’s food situation calls for even greater efforts. We can increase our food ship- ments and still have enough for our needs. THIS IS WHAT WE CAN DO We can ship more WHEAT, FLOUR, MEATS, CHEESE and EGGS if as great quantities as possible are made available for shipment during the next four months. PRODUCERSI — DELIVER TO MARKET. CONSUMERSI — BUY LESS OF THESE FOODS — BUY ONLY FOR IMMEDIATE NEEDS—WASTE NOTHING — PLANT A GARDEN — SUBSTITUTE VEGETABLES FOR AS MANY OF THESE VITAL FOODS AS YOU CAN. This will increase supplies at storage depots, thus freeing additional needed foods for the world’s hungry. There can be no permanent prosperity for us . . . or anyone . . . while hunger and despair afflict large areas of the world. Tilkynning um fulltrúa okkar á íslandi Umboðsmaður okkar á Islandi er Björn Guðmunds- son, Reynimel 52, Reykjavík. — Hann tekur á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. ' - Heimskringla og Lögberg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.