Heimskringla - 01.05.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.05.1946, Blaðsíða 2
2. SÍÐA REIUSKRINGLA WINNIPEG, 1. MAÍ 1946 FRÁ ÞJÓÐRÆKNISÞING INU ÁRIÐ 1946 Framh. Þinginu bárust margar kveðj- ur frá vinum félagsins og vel- unnurum og komu þær símleiðis, bréfleiðis og boðieiðis. Þær vóru frá Forseta íslands, Biskupi Is- lands, Thors sendiherra, aðal- ræðismanni Dr. Briem, Þjóð- ræknisfélaginu í Reykjavík og formanni þess Hálfdáni Eiríks- syni, Dr. Thorvaldson í Saska- toon. Dr. Vilhjálmi Stefánssyni, Pétri Sigurgeirssyni, próf. Hall- dóri Hermannssyni, Dr. Henry Goddard Leach, forstjóra “The Scandinavian Foundation”, Rt. Rev. C. V. Pilcher, D.D., Sidney, Australia og fleirum. Sýnir þetta ánægjulegar vinsældir félagsins. Af verkefnum sem lágu fyrir þessu þingi og til afgreiðslu fyrir stjórnarnefndina er þessara helzt að geta: um minnisvarða eða leg- stein fyrir skáldið Jóhann Magn- ús Bjarnason, um styrk til lista- konunnar Agnesar Sigurðsson, útgáfumál, uppfræðslumál, um samvinnumál við ísland, um berytingu á þingtímanum, hús- byggingarmál, ráðstafanir Ing- ólfssjóðsins. Bréf hefir Þjóðræknisfélaginu borist frá íslenzka kvenfélaginu í Elfros, Sask., þar sem óskað er aðstoðar og samvinnu við þetta félag um að reisa legstein á leiði skáldsins og konu hans, á gröf þeirra í Elfros. Þingið tjáði sig alfúst að styrkja þetta fyrirtæki og fól stjórnarnefndinni fram- kvæmdir af hálfu Þjóðræknisfé lagsins. Miklir peningar hafa nú þegar gefist í námssjóð Agnesar Sig- urðssonar en stjómarnefndin hefir sett sér $2,500 sem tak- mark. Mun það um helmingur kostnaðar. Hér beitir félagið sér fyrir verðugu máli. Ekki er því unt að gera neitt, sem fremur er í samræmi við hlutverk þess og stefnu en styrkja vestur-íslenzka afbragðsmenn og konur til ítrasta þroska. Bréf hefir séra Valdimar borist frá hinum þjóð- fræga kennara Agnesar, sem læt- ur hið bezta af hæfileikum ung- frúarinnar og ástundun. Mun stjómarnefndin gera alt sem í hennar valdi stendur, að» boði þingsins, svo Agnes fái að njóta hæfileika sinna sem allra bezt. Útgáfufyrirtæki félagsins ganga að óskum. Tímaritið borg- ar sig vel fjárhagslega og er hvarvetna að -góðu getið. Er því vel borgið undir ritstjóm Gísla Jónsson, enda fulltreystum við honum. Að tilmælum The Ice- landic Canadian Club” tók fé- lagið, að fmmkvæði stjórnar- nefndarinnar, á sig ábyrgð á út- gáfukostnaði bókarinnar “Ice- land’s Thousand Years” að hálfu Ekkert útlit að þessi ráðstöfun verði Þjóðræknisfélaginu til kostnaðar. Salan hefir gengið vel og ritið fær hvarvetna hina ákjósanlegustu ritdóma. Vottaði þingið forstöðufólki þessa fyrir- tækis þakkir sínar fyrir fram- kvæmdimar. í fræðslumálum varð það helzt til nýunga, að stjómamefndinni var falið, að leita fyrir sér um mann eða kónu sem í þjónustu Þjóðræknisfélagsins ferðast, nokkurn tíma ársins, um íslenzk- ar bygðir, til að stofna til náms- skeiðs í íslenzku og hlynna að öðm leyti að félagsþörfum í deildunum. Mörgum finst sem nú sé mjög tekið á okkur að halla í viðskift- um við þjóðbræðumar heima, þar sem okkar mönnum er boðið heim auk þess sem okkur em sendir ágætir fulltrúar að heim- an á síðustu ámm. Vék þing- nefndin í samvinnumálinu við Island að þessu og lét þá von í ljósi, að við mættum endurgjalda velviljann með því að senda völdum mönnum á íslandi heim- boð hingað. Þingið tók vel í það og fól framkvæmdarnefndinni málið til frekari athugunar. Talsvert hefir verið rætt, að undanförnu um breytingu á þingtímanum frá vetri til vors. Á síðast liðnum vetri skrifaði ritarinn og Guðm. Feldsted, for- maður milliþinganefndarinnar í málinu, öllum deildum félagsins úm málið og leituðu álits þeirra. Svörin þóttu samt ekki fullnægj- andi þar sem svar kom frá svo fáum deildum, en þær deildir sem sendu svör voru flestar með breytingunni. Málið virðist horfa þannig við. Sumum, einkum bændum norð- ur á milli vatnanna og suður í Dakota veitist erfitt að sækja þingið að vetrarlagi, bæði vegna anna og fyrir slæmar samgöng- ur. Aftur á móti væri erfitt fyrir Winnipeg-búa að taka á móti þinginu að sumarlagi, þar sem fjöldi fólks er farinn til sumar- dvalar úr borginni. Eins virðast sumar deildir út um land vera breytingunni mótfallnar. Ymislegt fleira kemur tii greina. Það væri að sumu leyti ánægjulegra að sækja þingið að vor eða sumarlagi, sérstaklega ánægjulegra að taka á móti gest- unum að heiman meðan grundir enginn um að séra Valdimar muni reynast bæði sanngjam og og akrar eru grænir en blóm'samvinnuþíður og byggjum við, 1 John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og fyrsta flokks “Sea Island Cotton” og egypskum tvinna. Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. Captain M. R. Janes, Leland Hotel, VVinnipeg Umboðsznaður fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta skrýða skóga og völl. En svo er þess líka að gæta, að allar höfuð samkomur vorar, svo sem kirkjuþing og þjóðhátíðirnar eru að sumarlagi og því hætt við árekstrum, auk þess sem það er mjög heppilegt að dreifa þeim, og sízt vanþörf á að eyða skamm- degis drunganum með þinghaldi. Leitast mun verða enn á ný að grgiða úr málinu með sann- girni og að vilja meðlima. Þetta mál hefir stundum ollað nokkr- um hita en á þessu þingi var það rætt með mestu stillingu. Spáir það góðu svo fremi að málefnin þá ekki deyi úr doða fyrir sinnu- leysi almennings. Húsbyggingarmálið kom fyrir þjóðræknisþingið í fyrra fyrir tilmæli Jóns Sigurðssonar fé- lagsins og “The Icelandic Can- adian Club”. Var fram á það far- ið, að Þjóðræknisfélagið tæki til athugunar hvert ekki myndi hægt að byggja samkomuhús í Winnipeg fyrir þarfir félagsins og sem gæti jafnframt verið mið- stöð alls íslenzks félagslífs í Win- nipeg og grendinni. Yfirleitt eru menn ekki famir að átta sig enn- þá á málinu og er þó þörfin auð- sæ þar sem enginn samkomusal- ur er til er svari þörfum íslend- inga í borginni, eða hví skyldi minni þörf vera á því fyrir Is- lendinga en aðra þjóðflokka að eiga sér þvílíkt hús? Yfirleitt reyna allir þjóðflokkar að eign- ast félagshús. Það eru til ótal samkomuhús og salir, sem Norð- menn, Þjóðverjar, Svíar og Úkranar eiga svo að segja alstað- ar þar sem þeir eru fjölmennir, og Islendingar eru fjórði fjöl- mennasti þjóðflokkurinn í Win- nipeg. Nefnd, sem skipuð var í fyrra gerði fremur lítið, en þó dálítið, i að afla sér upplýsinga um málið. Nefndin var naumast starfhæf eins og hún var skipuð, af því aðeins sumir nefndarmennirnir virtust hafa nokkurn áhuga á málinu og dálítið smitaðir af þeim anda, sem virðist ríkja í Winnipeg, að hugmyndin hljóti að vera tóm vitleysa úr því hinir eldri og reyndari hafi ekki haf- ist handa í málinu. Nú virðist samt ekkert eðli- legra en málið sé skoðað og rann- sakað frá öllum hliðum, enda virtist þetta þing líta svo á. Lagt var til af þingnefnd í málinu að milliþinganefnd skyldi skipuð sem samanstæði af fulltrúum sem flestra félaga, en þrír ættu í henni sæti úr Þjóðræknisfélag- inu. Skyldi sú nefnd rannsaka þörf og möguleika á þvílíkri hús- byggingu á árinu og leggja svo álit sitt fyrir næsta þing. (Eg hef ætlað mér að skrifa um málið rækilegar frá eigin brjósti, finni eg nokkru sinni tíma til þess). sem með honum höfum starfað, þá trú á reynslunni. Séra Philip M. Pétursson var kjörinn í vara-forseta embættið. Bættist þar nýtur maður og góð- ur drengur í nefndina. H. E. Johnson ritari DÁN ARFREGN Mánudaginn 15. apríl, andað- ist á heimili sínu að Lundar, Man., Guðmundur Jónas Good- man, liðlega sjötugur að aldri, eftir 6 ára heilsubilun. Síðast var hann hér um bil hálfna ann- an mánuð rúmfastur. Guðmundur var fæddur 8. apríl 1876 í Spónsgerði í Hörgár- dal í Eyjafjarðarsýslu á Islandi. P’oreldrar hons voru þau hjónin, Bjarni Guðmundsson og Ólöf Sigurðárdóttir. Með þeim ólst hann upp, kom 10 ára gamall vestur um haf og settist að með þeim í Nýja íslandi, á bæ, sem nefndur var Bræðraborg. Eftir nokkur ár fór fjölskyldan austur fyrir Winnipeg-vatn, þar sem nefnt var Poplar Park. Þar kvæntist Guðmundur Mfinnie Monkman en misti hana eftir eitt ár. Þau eignuðust eina dótt- ur, sem nú er Mrs. Minnie And- erson að Victoria Beach, Man. Eftir þetta lá leiðin út að Manitotba-vatni, þar sem er Vogar póststöð. í því bygðarlagi kvæntist hann Helgu Sigríði Jónasdóttur, ekkju Jóhannesar Magnússonar, er dó í Winnipeg. Guðmundur stundaði þar búskap og fiskiveiðar. Hann hafði góða heilsu og rak störf sín með dugn- aði og fyrirhyggju. Með samein- uðum kröftum farnaðist þeim hjónunum vel heimilisstarfið og umsjónin. Árið 1933 fluttu þau að Lund- ar, og hafa búið þar síðan. Síð- ustu árin var hann mikið þjáður með köflum. Fékk hann ágæta læknishjápl hjá Dr. G. Pálsson og ágæta hjúkrun hjá konunni og dóttur sinni, en við sjúkdóm- inn varð ekki ráðið. Þau hjónin, Guðmundur og Helga, eignuðust 4 börn. Eitt þeirra dó ungt. Þau sem lifa eru: Ólafía Jóhanna, Mrs. Erickson, að Lundar; Guðmundur Fjölnir og Ronald Benjamin Franklin, á heimilinu. Synimir voru báðir í herþjónustu og eru báðir komn- ir heim. Þau ólu ennfremur upp son hennar af fyrra hjónabandi, Jóhannes Edward Mágnússon, að Lundar. Systir Mr. Good- mans, á lífi, er Mrs. Guðrún Aldrich að Libau, Man., sömu- leiðis hálfbróðir hans, Sigurjón Jónasson að Mary Hill, Man. Hann var jarðsunginn af séra |Rúnólfi Marteinssyni, miðviku- daginn 17. apríl, og fór athöfnin Við Máltíðir eykur hið bragðLjúfa, ferska og ilmandi Melrose kaffi á fullkomnun ánægjunnar. — Látið Melrose kaffi vera YÐAR kaffi. Melrose I ljósum loítheldum pökkum, Silex eða malað eins og við á. H. L. MacKinnon Co.. Lto.. Winnipeg BRÉF fram í lútersku kirkjunni á Lun- Ingólfssjóðurinn er orðinn að'dar, og grafreit bæjarins. Mr. þrætuepli og hneykslunarhellu Vigfús Guttormssno, organisti, um háls Þjóðræknisfélagsins, af ásamt söngflokknum, leiddi því enginn veit hvað á að gera við hann, þar sem lögvitringun- um getur ekki komið saman um hver sé eigandi hans. Leitað hef- Following a series of advertisements devoted to Veterans’ Out- of-work Allowances, this space will be used for the next few weeks to detail Veterans’ Insurance, prepared in co-operation with Deparitment of Veterans’ Affairs. No. 6—VETERANS’ INSURANCE (Continued) If the policy holder stops paying premiums before two full years’ premiums are paid, protection will cease. Ií at least 24-months’ premiums have been paid, a veteran is automatically protected for the full amount of the insurance for a period depending on the number of premiums paid. At the end of such period insurance terminates. This is called Extended Term Insurance. Veterans may also apply for Reduced Paid-up Insurance which means they may ask that the premiums paid be used for a smaller policy on which no further premiums are necessary. The amount of this insurance depends on the number of prem- iums paid in toward the {íolicy. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED songinn. Guðmundur var vel gefinn maður, athugull, minnugur, bók- |hneigður; elskaði ljóð og söng, ir verið álits þeirra og ber þeim fylgdist vei með því sem var að ekkisaman. Sumir á þessu þingi j gerast> mundi einstakiega ve] vildu gefa leifar hans til líknar- eftir íslandi fyrir mann sem fór starfsemi, sem nú er svo mikiLþaðan svo ungur Hann var góð. þörfin á. Hugmyndin var í sjálfu ur heimilisfaðir og ósérhlífinn í sér góð og myndi hafa fengið hvívetna. Hann varðveitti krist. mikið fylgi, en gallinn sá að fé- indóminn hjá sér æfina út> eign_ lagið getur aðeins ráðstafað þeim aðist hann af þyí styrk { baráttu eignum, sem það á og veit með iífsins og huggun { dauðastríð- réttu sig eiga. | inu Vonandi finnur stjómarnefnd- Heimilisfólkið flytur hjartans in einhverja úrlausn á málinu á þakkir iækninum sem stundaði þessu ári og það mun hún leitast hanilj dótturinni sem hjálpaði til við að gera, að bendingu þings- að hjúkra honum> fólkinu ollu sem liðsinti honum í sj úkdóms- stríðinu, þeim sem lögðu blóm á kistuna hans, þeim sem fluttu hlýjar kveðjur bréflega eða munnlega, öllum þeim sem á einn eða annan hátt létu hjálp í té. R. M. MD157 ms. Eins og allir vita varð breyting á forseta, þar sem Dr. Beck gat ekki lengur gengt því embætti vegna ritanna. Viðtekur fyrver- andi vara-forseti, séra Valdimar J. Eylands. Þótt vandasamt sé að feta í fótspor Dr. Becks svo vinsæll og áhugasamur, sem hann hefir reynst í starfinu, efast BORGTÐ HETMSKRINGLTT— því gleymd er goldin sknld Vancouver, 24. apríl ’46, 1508 W. Georgia Hr. ritstjóri: Þá ætla eg að rjúfa þögnina um fáein augnablik og geta um samkomur sem hafa verið haldn- ar hér síðan eg skrifaði seinast. Kvenfélagið Sólskin hafði hér stóra samkomu 29. marz s. 1., til skemtunar var leikur í tveim þáttum; það var leikið býsna vel, sérdeilis af Einar Haralds og frænku minni, Mrs. Thóru Orr. En það hefði mátt vera meira. Svo kom fram á leiksviðið nýr maður, Mr. Andrés Eiríksson, frá Árborg, Man., og spilaði danslög á fíólín og dætur hans tvær sungu með honum, það var alveg ágætt, betra en maður á að venjast hér vestur frá. Hann á eftir að skemta fólki, ef hann staðnæmist hér framvegis. Svo var sungið töluvert af íslenzk- um lögum og þá byrjaði dans- inn. Það var margt um mann- inn; þetta var yfir höfuð góð samkoma og Sólskins konunum til sóma; inngangur einn dalur og þar í voru veitingar. Það var verið að safna fyrir þetta til- vonandi ellihæli. Eg heyrði að það hefði komið inn fyrir utan allan kostnað $108. Þá hafði Ströndin, sambands- félag Þjóðræknisfélags Islend- inga, sína miklu sumarmála- samkomu í gærkveldi, þriðjud. þ. 23. apríl, og eg get eins vel sagt það strax, að það er sú mesta og skemtilegasta, sem eg hef verið á síðan eg kom til Van- cuover. Forseti félagsins, próf. T. J. Oleson, setti samkomuna með vel völdum orðum. Svo byrjaði kórsöngurinn, undir stjórn L. H. Thorláksson, og það var svo stór söngflokkurinn, að hann rúmaðist varla á söngpall- inum. Sungið var töluvert mikið af viðeigandi lögum, svo var kall- aður upp Andrés Eiríksson, hann las upp um uppreisnina á Brekku, eftir Gest Pálsson. Þá var kallaður upp Ármann Björnsson með kvæði, sem hann kallaði sumarmálaljóð. Svo voru þeir kallaðir upp með söng, Elías Breiðfjörð og Walter Johnson, þeir eru hreint útsagt snillingar á þeim sviðum. Eg held að eg hafi aldrei heyrt neitt fallegra, enda vildi fólkið ekki sleppa þeim ofan af pallinum. Næstur var Dr. Haraldur Sigmar með ræðu, honum tókst ágætlega, það var regluleg sumarmála ræða, full af lífsgleði. Það vatð ekkert úr því að íslenzka glíman yrði sýnd; þeir sem ætluðu að reyna sig, fengu einhverja innan- skömm og gátu ekki komið. Eg heyrði hverjir þeir voru, og eg þekki þá báða, en eg veit ekki hvað miklir glímumenn þeir eru, því eg hef ekki glímt við þá. En nú er eg hættur öllum glímulát- um. Eg veit ekki hvað þarna voru margir viðstaddir, en það virtist að vera urmull af fólki. Þessi samkoma var til að safna fyrir Ingólfs bókafélagið; það hlýtur að hafa komið inn tölu- vert af peningum. Inngangur var 50f og 20$ fyrir kaffi, og allir keyptu það. Programið enti með því að allir sungu Ó guð vors lands og God Save The King. Svo var farið að dansa, en eg fór að fá mér kaffi og svo að hepja mig heim. Að endingu skal eg geta þess að meðlimir í Ströndinni aukast, eg held að þeir séu orðnir 80. Um ellihælið er það að segja, að það liggur í dái ennþá, en nú lofar þessi nýkosna nefnd, að kalla saman fund þann 3. maí næstkomandi og þá verður sjálf- sagt eitthvað sagt, hvort sem nokkuð verður gert. Um tíðarfar er það að segja, að það hefir verið ömurlegt að þessu, en nú ætlar, að eg hald, að koma sumar með sumri. Frá Campbell River er ekkert nýtt að frétta, öllum líður bæri- lega og heyrt hef eg að það væri töluverður influtntingur af fólki, bæði til að fá sér vinnu og setj- ast að. Svo slæ eg botninn í þetta í þetta sinn og óska öllum gleði- legs sumars og alls góðs austur þar. K. Eiríksson BERNARD SHAW UM BINDINDI “Þá er önnur stofnun, sem út • svars- og skattgreiðendur verða að kosta. Það er fangelsið, ásamt öllu því lögregluvaldi, réttar- höldum, málafærslum, dómstól- um og öðrum kostnaði, sem því ilheyrir. ósköpin öll af lagabrot- um, sem þessi stofnun verður að fast við, eru beinlínis eða óbein- línis áfengisnautninni að kenna. Nú vill svo til, að áfengisvið- skifti eru ákaflega arðberandi, og það svo, að á Englandi eru þau kölluð “viðskiftin”, eða með öðrum orðum viðskifti viðskift- anna eða aðalviðskiftin. — En hvers vegna eru þau slíkur gróðavegur? Vegna þess, að á- fengýjframleiðandinn hirðir alla peningana, sem drykkjumaður- inn greiðir fyrir sopann og kast- ar neytandanum út á götuna þeg- ar hann er orðinn drukkinn, en lætur skattgreiðandanum það eftir að borga allar þær skemdir, sem drykkjumaðurinn kánn að ^alda, alla glæpi, sem hann frem- ur, öll þau veikindi, sem hann leiðir yfir sig og fjölskyldu sína, og alla þá eymd og fátækt, er hann leiðir yfir sig. Ef áfengis- salinn væri látinn greiða allan þennan kostnað í stað þess að leggja hann á herðar útsvars- og skattgreiSandans, þá mundi hagnaðurinn verða enginn. Eins og nú er í pottinn búið, fær áfengisframleiðandinn allan hagnaðinn, en skattgreiðandinn verður að bera allan hallann. — Það var af þessari ástæðu, að Ameríkumenn bönnuðu með lög- um áfengisviðskiftin. Þeir lok- uðu knæpunni og komust brátt að raun um, að þeir gátu lokað æði mörgum fangelsum um leið. Ef sá sami, sem hagnaðinn fær af áfengissölurmi, ætti að borga allan kostnaðinn af afleiðingun- um, þá mundi hann brátt snúast gegn sölunni, því að hún mundi ekki borga sig. Eins og nú er frá málunum gengið, er skattgreið- andinn arðrændur á hinn sví- virðilegasta hátt af þessum við- skiftum, og siðgæðisþrek allrar þjóðarinnar lamað og spilt til þess að nokkrir menn geti orðið óeðlilega ríkir. . . . Þessi við- skifti eru brjálæðislega óheilla- vænleg, hvernig sem á þau er litið”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.