Heimskringla - 01.05.1946, Blaðsíða 8

Heimskringla - 01.05.1946, Blaðsíða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIP-EG, 1. MAI 1946 FJÆR OG NÆR MESSUR 1 ISLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Guðsþjónustur fara fram í Sambandskirkjunni í Winnipeg á hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. á ensku og kl. 7 á íslenzku. — Styrkið hina frjálsu trúarstefnu. Sækið messur Sambandssafnað - ar. * * * Messa á Gimli Messað verður í Sambands- kirkjunni á Gimli sunnudaginn 5. maí kl. 2 e. h. * * * Flytja vestur á strönd Til bæjarins komu utan frá Mikley s. 1. mánudag Þorsteinn J. Pálsson og kona hans Sigur- veig Ingibjörg Sigurgeirsd. Páls- son. í>au eru að flytja vestur til Steveston, B. C., og gera ráð fyr- ir að leggja af stað vestur 8. maí. Þau hjón eru um fimtugt, eru fædd og uppalin í Mikley. Þau hafa tekið mikinn þátt í íslenzku félagslífi og eru svo íslenzk í anda sem bezt verður sagt. — Hann hefir stundað bátasmíði og er hinn leiknasti í því starfi, enda verður það starf hans, er vestur kemur; hann er til þess ráðinn. Hefði hann annars að líkindum horft í að kveðja æsku- \ stöðvamar, með minningunum og almennum vinsældum, sem hann átti þar að fagna og trausti sambygðarfólksins. Hann er greindur maður og hefir haft forustu margra góðra mála í bygð sinni. Kona hans, Sigur- veig, (dóttir Boga Sigurgeirsson- ar), er píanóleikari og hefir náð mikilli list og leikni í því starfi, mátt heita eini spilarinn á eyj- unni á samkomum og aðstoðað kirkjurnar bæði við messur og samkomur þeirra. Við burtför þessara hjóna missa Mikleyingar mikið. Síðast liðinn sunnudag var þeim haldið kveðjusamsæti af kvenfélagi eyjarinnar, er nálega hvert mannsbarn sótti. Stjórn- aði því Emma Á. Sigurgeirsson, kona Helga Sigurgeirssonar, en ræður fluttu Jóhann K. Johnson og Helgi K. Thómasson. Lýstu þær ágæltega vinsældum þeim, sem hjónin njóta og þakklætinu og velfarnaðaróskum sambygð- arfólks hjónanna. Voru þeim bæði gefnar gjafir og fé að skiln- aði; sambýlingunum fanst sem þeir gætu aldrei ofþakkað þeim úna löngu, ánægjulegu samveru. Þorsteinn er sonur Páls Jak- obssonar í Steinsnesi. Heimskmiglu bað Þorsteinn að færa Mikleyingum alúðar- kveðjur þeirra hjóna fyrir kveðjusamsætið og alt og alt frá liðnu árunum; kvað hann þau geyma margar ánægjulegar minningar frá æskustöðvunum og íbúum þeirra. Heimskringla óskar hjónunum til hamingju í þeirra nýju heim- kynnum. SAMKONA KARLAKÓR ISLENDINGA I WINNIPEG efnir til skemtisamkomu í Goodtemplara húsinu, Mánudagskveldið 6. maí (næsta mánudagskveld) SKEMTISKRÁ O Canada — Ó, guð vors lands Samkoman sett af forseta___Benedikt Ólafsson Karlakórinn Einsöngur _______________Gústaf Kristj ánsson Harmoniku solo___________________Roy Clark Karlakórinn Gamanvísur sungnar Harmoniku solo____ Karlakórinn Árni Friðjónsson Roy Clark God Save The King Söngstjóri: Sigurbjörn Sigurðsson Við píanóið: Gunnar Erlendsson Dans frá klukkan tíu til 12.30 Látið kassa í Kæliskápinn The SWAN MFG. Co. Manufacturers oí SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST„ WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi Dánarfregn Þann 12. apríl s. 1. andaðist að heimili sonar síns, Amórs, í Wa- dena, Sask., Mrs. Sigurbjörg Jó- hannssno, nær 84 ára að aldri. Hún var fædd á Islandi 1862, en kom til Canada 1887 og settist að í Winnipeg, en flutti síðar ná- lægt bænum Morden, Man. Síð- ustu árin var hún hjá sonum sín- um, Arnóri og Friðrik, er þá áttu heima í Elfros, Sask., en sem nú hafa flutt þaðan, Friðrik til Buchanan, Sask., en Arnór til Wadena, Sask., og hjá honum andaðist hún. Hún var jarðsett í Elfros grafreitnum þann 16. f. m. af séra Morland frá Wadena. Hin látna átti auk þeirra tveggja sona, er áður er getið, sjö barnabörn á lífi og tengda- systir, Mrs. F. Stephenson í Win- riipeg, sem var viðstödd við jarð- arförina. ( Þakklæti Orðið “þakklæti” er oft sett fram og getur haft djúpa mein- ingu. Eg þakka ykkur fyrir páskablómið og peningagjöfina. | Óska ykkur góðs og gæfuríks j sumars, guð blessi ykkur í starf- inu, kvenfélagskonur í frjálstrú- ar Sambandssöfnuði Gimli-bæj- ar. Guð styrki ykkur og efli í starfinu svo það mætti breiðast út mannfólkinu til blessunar og ykkur til verðugs heiðurs. Votta eg ykkur mitt innileg- asta þakklæti og allir í minni fjölskyldu, fyrir það kærleiks-' verk er þið intu af hendi til mín og minna. Með kærri vinsemd, Mrs. Jónína Thordarson og börn hennar. —Gimli, Man., 2. apríl 1946. n ★ h Sendið börnin á Sumarheimilið Byrjað verður að starfrækja Sumarheimilið á Hnausum 12. Thos. Jackson & Sons LIMITED COAL — COKE BRIQUETTES Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg "Tons oí Satisfaction" Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Areiðanleg og fljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdómum 704 McARTHUR BLDG. Cor. Portage & Main Stofutími: 4.30 til 6.30 laugardögum 2—4 MESSUR og FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 640 Agnes St. Sími 24 163 Messur: ó hverjum sunr.udegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjólparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: — Hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Skátaflokkurinn: Hvert mið- vikudagskveld kl. 6.30. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju föstu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 3 e. h. MIIS/NIST BETEL í erfðaskrám yðar Ungfrú Marie E. Saunders, , , , * .dóttir Mr. og Mrs. E. Saunders, juli i sumar og þa verður stulku- !Eriksdalej Man^ og Lárus Schev. hópur sendur þangað, næst-er|. drengja hópur. Hver hópur fyrir sig, hefir 12 daga dvöl á heimil- inu. Hægt er að taka á móti 30 börnum í einu. Öll börnin fara undir læknisskoðun daginn áður en hver flokkur fer frá Winni- peg og er undir umsjón sérfræð- ings í barnasj úkdómum, sem er í 'Jöhn^n' st’ Vitaþ þjónustu Winnipeg-borgar (Win- nipeg Health Department). Eins og á fyrri árum verður ing, einkasonur Mrs. Láru Free- man, Winnipeg, voru gefin sam- an í hjónaband s. 1. viku af Rev. Canon L. Swalwell í St. Mark’s Anglican Church, St. Vital. Að giftingu lokinni fór fram vegleg veizla að heimili skyldmenna brúðarinnar, Mr. og Mrs. J. K. Karlakór íslendinga í Winni- Sherbrook Home Bakery 749 Ellice Ave.. Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Vigfús Baldvinsson & Son, Sími 37 486 eigendur BORGIÐ HEIMSKRINGLU— þvf gleymd er goldin skuld eftirlitið hið vandaðasta á heim- Pe£ efnir til skemtisamkomu (at ilinu. Foreldrar sem að vilja h°me)> í Goodtemplara húsinu. senda börn sín þangað, til að mánudagskvöldið, þann 6. maí njóta heilsusamlegrar dvalar í EnGINN sagði honum um nýja aðferð að framleiða þráð, er skemdi fyrir markaði á garni hans. Nú eru nýjar aðferðir og nýtt efni að þokast fram úr honum. ^JyLON . . . er framleitt með efnasamsetningu úr kolum, lofti og vatni, sem tók tíu ár að finna . .. til dæmis að taka. Þessi undraverði nýji þráður flæðir nú þegar í henáur sokkaverk- verksmiðjanna og verður bráðum notað í önnur fataefni utast sem inst ásamt mörgu öðru, sem gefur nýja atvinnu í Canada um leið og það eykur á fegurð og endingu hlutanna. Þjónar Canada me^ efnafræði hinu rólega og fagra umhverfi eru beðnir að snúa sér til þeirra sem að hér eru nefndir, sem munu útvega þeim umsóknar- skjal. Allra umsóknir verða að vera komn|r inn fyrir 15. júní. Winmpeg — Mrs. J. Ásgeirsson, 657 Lipton St., sími 71 182. Oak Point, Man. — Mrs. Dóra Mathews. Lundar, Man. — Mrs. H. E. John- son. Piney, Man. — Mrs. B. Björns- son. Riverton, Man. — Mrs. S. Thor- valdson. Árborg, Man. — Mrs. H. von Renesse. i Forstöðunefndin * * * Dánarfregn Föstudaginn 22. marz s. 1., lézt ! að hemiili sínu í Wynyard, Sask., ■ öldungurinn Bjarni Sturlaugson. J Bjarni sál. var fæddur á íslandi árið 1865. Til Ameríku kom hann 1884 og settist að í Norður J Dakota. Árið 1891 gekk hann að eiga Guðrúnu Finnsdóttir, bjuggu þau í N. D., þar til árið 1902, að þau fluttu til Winni- pegosis, Man. Árið 1908 fluttu þau til Wynyard, Sask., og bjuggu þar á heimilisréttarlandi sínu. Árið 1920 brugðu þau búi' go fluttu inn í Wynyard-bæ. Bjarni sál. var mesti atroku og elju maður, meðan hann hafði heilsu, en síðustu tólf ár æfinnar var hann blindur og að mestu rúmfastur. Stundaði eftirlifandi kona hans hann sjálf allan þann tíma. Eitt barn eignuðust þau er þau mistu ársgamalt. Bjami sál. var jarðsunginn af Rev. J. M. Alexander, mánudag- inn 25. marz, frá United kirkj- unni í Wynyard. H. Neðanmálssögur blaðanna, aðrar bækur, blöð og tímarit gefin út hér vestan hafs, eru keypt góðu verði hjá: Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg * * * Sel gamlar neðanmálssögur Lögb. og Hkr. Sími 24 588. The Committee for the “Save- the-Children Fund” are grateful for the generous public support for the Tea given in aid of this organization on Thursday, April 18. A donation of $100.00 was given by the “Skuld” Lodge, I.O.G.T., through Mrs. A. S. Bar- dal and was sincerely appreciat- ed. A bank draft for the amount of $558.08 was sent to head- quarters, Toronto marked to be used for relief of refugee child- ren in Scandinavia. Sincerely yours, Ruby M. Hermanson, organizer * * * Islenzk guðsþjónusta í lúter- sku kirkjunni á Lundar kl. 2.30 e. h. næsta sunnudag, 5 maí. R. Marteinsson COUNTERSALES BOOKS The Viking 853 Sargent Ave. Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. Limited Winnpieg, Man. Tilkynning um fulltrúa okkar á Islandi Umboðsmaður okkar á Islandi er Éjöm Guðmunds- son, Reynimel 52, Reykjavík. — Hann tekur á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Heimskringla og Lögberg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.