Heimskringla - 08.05.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.05.1946, Blaðsíða 1
+•—----——-------- ■ vVe recommend ior your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA 5READ CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr -----------------•+ +—■— - " - ————-- — < We recommend lor your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. -----*........- - - LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 8. MAI 1946 NÚMER 32. FRÉTTAYFIRLIT Frá Frakklandi Þegar nýja samvinnustjórnin á Frakklandi var kosin, var það eitt af verkefnum hennar að gera uppkast að spánýrri stjórnar- skrá. Þegar samningsnefndin hafði lokið starfi, greiddi þingið at- kvæði með uppkastinu sem nýrri stjórnarskrá. En til þess að staðfesta sam- þykt þingsins, var gert ráð fyrir almennri atkvæðagreiðslu um hin nýju stjórnskipunarlög. Sú atkvæðagreiðsla fór fram um síðast liðna helgi. Úrslitin þykja hin eftirtektaverðustu. Stjórnarskráin þótti frjálsleg um margt, en ýmsar greinar hennar voru óákveðnar og hvorki fiskur né fugl. Óttuðust margir að hún væri handhægt áhald til að koma á fót einræði. Að öðru leyti þótti stjórnin -hafa verið undra aðgerðarlaus og ekki komið neinu í lag þann tíma sem hún hefir verið við völd. Bændum þótti níðst á sér með lágverði. Svarti-markaðurinn hélt hindrunarlaust áfram; og kommúnistar og sósíalistar voru farnir að keppast um að efla hvor sinn flokk á meðal verka- lýðsins; alt væri í sundrungu og öngþveiti. Á nú að semja nýja stjórnar- skrá, sem atkvæði verða greidd um af þjóðinni í júní mánuði. Kolaverkfallið Sex vikur eru nú síðan kola- verkfallið í Bandaríkjunum hófst. Því er enn ekki lokið. Á- hrif þess eru ekki mikil enn í Canada; samt er sagt að eystra sé farið að nota birgðir að nokkru, sem voru fyrirliggjandi. í Winnipeg segja þeir er kola- birgðir hér hafa rannsakað, að enginn kolaskortur sé enn, enda eru kol vestan úr landi hér not- uð, einnig á járnbrautum. Haldi verkfallið áfram þó ekki væri nema stuttan tíma eystra, getur það orðið erfitt jármbrauta- rekstri þar. Sviss eins og fyrir stríð Það er árið 1939 enn í Sviss. Það er eins og að stíga út úr tímavélinni hans Wells, að koma til Zurich; þar er sami friðurinn og var fyrir stríð. Að koma þangað frá Vínarborg, er eins og að koma upp úr dimmri gröf út í sólheiðan vor-himinn. 1 Austurríki hinu þýzka, þar sem Vínarbúar ráfa þögulir aft- ur og fram, undir eftirliti setu- liðs, sérðu ekki bros á andliti nokkurs manns. En hér í þessari þýzku sýslu í Sviss, er alt eins og gerist á tyllidögum, hér sigla fagrir bátar um hin bláu vötn og alt virðist leika í lyndi. Fram- koma manna þarna er engu lík- ari en því, að verið sé að sýna heiminum, að stríð séu heila- spuni sem forðast verði, ef kom- ast eigi hjá hinum skaðvænlegu andlegu eftirköstum þeirra. Þegar eg fór frá Vín, var skamtur manna að minsta kosti 800 hitaeiningar minni, en það sem með þarf til að halda vana- legri líkamsorku. Viku skamtur- inn var eitt brauð, bolli af baun- um, þrír langar (sausages), fáein- ar kartöflur, tíu grömm af fitu, svipað af byggi og 30 grömm af vátnsþunnri súpu. Síðast liðna viku urðu Vínarbúar að gera sér að góðu að taka baunir í stað OG UMSAGNIR kjöts, en í Sviss voru allir hlutir fáanlegir. Alvörugefnir Svisslendingar hugsa stundum um hvort alt öngþveitið í heiminum geti ekki haft ill áhrif á landið og þjóðina. En erlendir menn, sem landið heimsækja, mun furða á því hvaðan sem þeir koma — að sjá hvorki ómálað hús eða nokkurn mann illa til fara. Stúlka frá Englandi, sem eg hitti þarna, var alveg steini lost- in á hreinlætinu úti og inni og réði sér ekki af því, að geta hindrunarlaust keypt eins mörg pör af silkisokkum og hún bað um. Að sjá á þessu lífsglaða fólki hvað Evrópa var, og gæti aftur orðið, segir söguna af því, hvers- vegna þessi þjóð ann friði og hlutleysi í stríðinu. Þjóðabandalagið hefir líklega engri þjóð verið eins mikill harmdauði og Svisslendingum. Þeir eru búnir að kynnast hin- um góðu áhrifum friðarins. Að halda sig utan við allar erjur annara þjóða er þeirra keppi- kefli. En þeir eru samt ekki á- hyggjulausir út af framferði þjóða heimsins nú. Kemur ekki saman Ottawa-fundinum, hinum fjórða, sem haldinn hefir verið til að skifta sköttum bróðurlega milli sambands- og fylkjastjórna, lauk s. 1. föstudag — með skelf- ingu, sem þrír fyrri fundirnir um þetta mál. 1 þetta skifti strandaði á því, að Ontario og Quebec-fylki, vildu ekki samþykkja tillögur sambandsstjórnarinnar; — það voru að minsta kosti einu fylkin sem mótmæltu þeim. Sex fylkin voru samþykk Ottawa-stjórn- inni, en British Columbia, hafði sig ekki neitt í frammi og virtist fús til að halda samninga-um- leitan áfram. En úr því mun nú ekki verða, því fundi lauk án nokkurrar ráðstöfunar um að koma aftur saman. Málið virð- ist úr sögunni. Fylkisstjórnirnar 6 hafa ef- laust engu tapað á því, sem til- lögur sambandsstjórnar fóru fram á. Fyrir smærri skatta, sem Ottawa-stjórnin krafðist, hét hún þeim fullri borgun. — Minni fylkin eða hin fámennari, hafa í svip að minsta kosti grætt á kaupunum. En hitt er líklegt, að stærri fylkin hefðu fyrir halla orðið og þau hafi aðallega átt að standa straum af hag smærri fylkja og sambandsstjórnar. Með tillögum sambandsstórn- ar er hætt við að vald fylkjanna hefði rýrnað. Það mun tæplega hægt að segja, að afleiðingar þess yrðu miklar í svip, því samningarnir voru á hag lands og fylkja bygðar, eins og þeir nú eru. En að sá grundvöllur hefði til eilífðar verið réttlátur, er alt annað mál. Jafnvel þó hann væri þessa stundina hagkvæmur smærri fylkjunum, er ekki með því sagt, að hann yrði þeim það í allri framtíð. Málið virðist naumast hafa verið nógu víð- tækt, það snerti hag stjórnarinn- ar meira en almenning. Heilagt stríð Nefnd frá Bnadaríkjunum og Bretlandi hefir setið á rökstól- um og verið að íhuga, hvað hægt sé að gera við heimilislausa Gyð- inga og útlaga í Evrópu. 1 skýrslu sem nýlega var gefin út af nefndinni, er farið fram á, að einni miljón Gyðinga sé leyft að setjast að í Palestínu. En skýrslan var ekki fyr birt, en Arabar tóku að mótmæla henni. Bjuggust þegar 15,000 þeirra til varnar því að af fram- kvæmdum yrði. Lenti brátt í uppþoti milli brezkra hermanna og lögreglu, annars vegar, en Araba á móti, er reynt var að halda múgnum í skefjum. Skemdir nokkrar og meiðsli á mönnum urðu nokkur á báðar hliðar. En múgurinn var æstur og hrópaði: “Niður með Breta og Bandaríkjamenn! Skömm sé At- tlee og Truman! Við krefjumst heilags stríðs af öllum heimi á móti Bretlandi og Bandaríkjun- um. Múhameðstrúarmönnum frá Indlandi, hefir verið boðið til fundar af Aröbum. Bretar fara hægt í sakirnar og Bandaríkin einnig. Ef Arabar reyna að leita liðs hjá Rússum í málinu, sem sagt er að þeir muni hafa gert, vilja þau sem minst skifta sér af því. Bandaríkin kváðu sérstaklega varkár í að spilla ekki friðinum við Rússa. Það er mælt, að þarna muni verða eitt verkefni enn fyrir Al- þjóðafélagið. KARLAKÓR ÍSLEND- INGA í WINNIPEG Það var hressandi að hlusta á söng þessara fáu manna, sem staflausir og styrklausir, buðu íslendingum á kvöldskemtun sína síðastliðið mánudagskvöld, eg segi buðu, vegna þess að 50 ( aðgöngumiðar, voru fremur boðsbréf heldur en inngangseyr- ir, og það munu flestir hafa hugs- að og sagt, þegar heim var snúið að aflokinni skemtun Við, þessir fáu karlar og konur sem enn unna íslenzkri tungu og íslenzkri hljómlist, stöndum í mikilli þakklætis-skuld við þessa menn sem í mörg ár hafa endur- gjaldslaust og með óeigingirni haldið söngmálunum lifandi. Margir þeirra eru þreyttir menn, og jafnvel “sárfættir menn”, en samt sem áður halda þeir í horf- inu. Eðlilega saknar maður margra góðra drengja frá fyrri árum sem prýddu og juku flokkinn að vitsku og kröftum, en um það er ekki að fást. Aðal starf okkar hlustendanna, er að létta þeim starfið og sýna í orði og athöfnum, að við metum við- leitni þeirra að halda við og frægja íslenzka tungu í söng og ljóði, meðal íslendinga hér. Þessi söngflokkur á því láni að fagna að hafa góðan og prúð- mannlegan söngstjóra, mann sem leiðir flokkinn með framúr- skarandi lipurð og festu, skiln- ingi og skörugleik, viti og þekk- ingu. Þessi maður er Sigurbjörn Sigurðsson, sem flestum íslend- ingum er að góðu kunnur. Það var ekki laust við að bliku brigði á andlit okkar eldri Íslendinganna þegar að flokkur- inn söng “Við hafið eg sat”, hrifningin af að heyra lagið og orðin ógleymanlegu, vöktu sorg og gleði í hjörtum áheyrend- anna. Var það íslenzkan hjá okkur sem sat við hafið? Svo, eins og þruma úr heið- skíru lofti kemur “Norður um sjó fer sigling glæst”, — “Hvað dvleur Orminn langa?”—“Kem- ur ekki Ólafur Tryggvason?” “Fylgst með Norðmanna fleyj- um” “Síðan hefir um hundruð ár”. “Unninn er Ormurinn langi”, — “Fallinn er Ólafur Tryggvason”. Góðir gestir að heiman Ólafur konungur er enn ekki fallinn, þó margir hafi siglt framhjá. — Enn hefir ekki ver- ið spurt, “Hvað brast svo hátt”, og en hefir ekki verið svarað: “Noregur úr hendi þér”. — En að þeim tíma mun líða, ef of margir sigla framhjá, að Noreg- ur, (ísland), bresti okkur hér úr höndum. íslenzkum stofnunum fækkar hér óðum. Vikublöðin hafa hald- ið sínu striki, og eru ef til vill eins íslenzk í dag, eiris og þau voru fyrir nærri 60. árum síðan. Annað er að segja um kirkjurn - ar, þær eru orðnar hálf-enskar, að minsta kosti, íslenzku leik- félögin eru öll lögst undir græna torfu. Þjóðræknisfélaginu vegn- ar best. Fyrir framsýni og dugn- Myndirnar hér að ofan eru af að nokkurra einstaklinga stend- Magnúsi Stórkaupmanni Matt- ur það nú föstum fótum. — fjár- híassyni og frú Matthildi Kvaran hagslega. — Islenzki karlakór- ]c0nuhans>semumtveggjavikna inn stendur á þeim tímamótum | skeið hafa dvalið { Winnipeg _ sem Ólafur Tryggvason, forðum þau hafa { raun og veru verið að í Svoldar bardaganum. - Það heimsækja fornar slóðir. Hr. verður ofseint að koma þeim til Matthíasson var nokkur ár hér _ _ bjargar þegar bogastrengurinn iVesfra og nokkuð af þeim tíma í !nú valið sem einkunnarorð, að Magnús og Matthildur Matthíasson er sonur Matthíasar Jochums- sonar, eins mesta skálds íslands ' og áhrifamesta fyr og síðar, skáldsins sem sagði: í sannleik hvar sem sólin skín, er sjálfur Guð að leita þín. og sem Magnús sonur hans hefir er brostinn. Kæra þökk fyrir skemtunina, og vegni ykkur vel. P. S. P. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI Merkilegt tónverk flutt á Akureyri S.l. sunnudag flutti Kantötu- kór Akureyrar tónverk (oratori- um) eftir Björgvin Guðmunds- son tónskáld, er hann lauk 1930, en ekki hefir verið flutt fyr. Winnipeg, en frú Matthildur er hér fædd og er því nú á æsku- sötðvar sínar komin. Hún er dóttir Einars Hjörleifssonar Kvaran og konu hans Gíslínu Gísladóttur, er um það leyti dvöldu hér, sem blöðin Heimskringla og Lögberg hófu göngu sína; átti Einar sinn þátt í stofnun þeirra. Bróður Matthildar, séra Ragnar Kvaran, kannast yngri Islendingar hér vel við, sem eldri, af dvöl hans vestra sem prests Sambands- Nefnist það Örlagagátan og safn^ðar, gáfu og glæsimanns, og byggist á ljóðaflokki, sem Steph- jdylst skyldleiki Matthildar og an G. Stephansson orti um þann heildarútgáfu ljóða Matthíasar, sem hann færðist í fang að gefa út á hinn prýðilegasta hátt, og þjóð vor á nú kost á að hafa í einni bók að ósk sinni við kodd- an sinn, og lesa sér til svölunar of andlegs göfgis. Þeim er þetta ritar er ekki kunnugt um æfi-’ starf Magnúsar annað en að hann reki happasælt starf við heild- sölu í Reykjavík, en fyrir ást hans og ræktarsemi við hin ó- viðjafnanlegu andlegu afrek föð- ur síns' á hann þakkir íslenzkrar þjóðar margsinnis skilið. Þau hjónin eru nú á förum héðan atburð, er dísir drápu Þiðranda, son Halls á Síðu. Ljóðaflokk þennan samdi Stephan eftir beiðni Björgvnis, sem þá var byrjaður á verkinu. Mikið fjölmenni hlustaði á tónverkið, er var flutt undir hans ekki þeim, er henni hafa heim. Óskar Hkr. þeim til heilla nú kynst. Magnús Matthíasson ’ í bráð og lengd. FJÆR OG NÆR Dánarfregn Guðrún Sigríður Markúsdóttir stjórn höfundarins, og var því Simpson, kona Guðmundar Sig- afburða vel tekið. í tilefni af þessum atburði, urðssonar Simpson, dó á Gener- al Hospital á miðvikudaginn, 1. hefir bæjarstjórn Akureyrar maí^ eftir langvarandi sjúkdóm. samþykt að veita Björgvin lausn Kveðjuathöfn fór fram á föstu- frá kenslu við barnaskólann með [ daginn, 3. maí frá útfararstofu fullum launum, og skorað á ríkið að gera slíkt hið sama. Má telja víst, að ríkisstjórnin bregðist vel við þeirri áskorun. Tíminn, 12. apríl. * * * Unnur Bjarklind látin Skáldkonan Unnur Bjarklind, sem er þektust undir nafninu Hulda, lézt að heimlii sínu Mím- isveg 4, hér í bæ, í fyrrinótt, eft- ir langa vanheilsú. Unnur Bjarklind var fædd 6. ágúst 1881 að Auðnum í Laxár- dal. Faðir hennar var hinn mikli gáfumaður Benedikt á Auðnum. Árið 1905 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Sigurð Bjarklind, fyrrum kaupfélagsstjóra. Unnur varð á unga aldri þjóð- kunn fyrir skáldskap sinn, en fyrsta ljóðabók hennar kom út 1909. Síðan hefir komið út fjöldi bóka eftir hana, bæði sögur og kvæði.—Tíminn 11. apríl. ir * * Viðskiftanefnd send til Rússlands Ríkisstjórnin hefir nýlega sent viðskiftanefnd til Rússlands samkvæmt ósk rússnesku stjórn- arinnar. I nefndinni eru Eggert Kristjánsson stórkaupmaður, Ar- sæll Sigurðsson og Jón Stefáns-, ólst upp, þar til að hún gifti sig son.—Tíminn, 11. apríl. log flutti til Winnipeg, árið 1928. Bardals í Winnipeg og frá lút- ersku kirkjunni í Baldur, á laug- ardaginn 4. maí. Séra Philip M. Pétursson flutti kveðjuorð á báðum stöðum. Mrs. Simpson sál. var dóttir Markúsar Jónssonar og Margrét- ar Jónsdóttur konu hans. Hún var fædd 25. marz, 1884 í Winni- peg. Systkini átti hún fögur, tvær systur sem dóu í barnæsku, og eina systur, Jónu (Mrs. Lax- dal) í Winnipeg, og bróður, Jón, í Baldur. Fóstursystur átti hún tvær, tvíbura, Hólmfríði John- son í Toronto og Sigurveigu, sem dó fyrir mörgum árum (1930). Hún giftist fyrir 18 árum Guð- mundi Sigurðssyni Simpson, sem lifir hana, ásamt fjórum sonum af fyrra hjónabandi. Þeir synir hans, og stjúpsynir hinnar látnu eru Kris, Alex og George, allir í Winnipeg, og Henry í Chicago. Eina systir áttu þeir, Kristín, sem dó í fyrra. S. 1. desember varð Guðrún sál. vör við þann sjúkdóm sem varð henni að bana, og úr því fór hnignandi. Hún var lögð til hvíldar í Grundargrafreit, ná- lægt Baldur, og þar hvílir hún nú á æskustöðum, þar sem hún Lúðvík Laxdal dáinn Lúðvík Herman Jón Laxdal, til heimilis í Milwaukie, Ore., dó 22. apríl, rúmlega áttræður; hann hafði átt við heilsuleysi að búa síðustu þrjú árin. Faðir Lúðvíks var Sigurður Laxdal er heima átti á Akur- eyri og var Lúðvík þar fæddur. Vestur um haf kom hann 1887 og bjó lengi í Winnipeg og vann við húsasmíðar, flutti síðar vestur til Saskatchewan-fylkis, bjó þar nokkur ár, en rak viðarsölu síð- ar í félagi með öðrum manni í Kandahar. Seldi svo verzlunina og flutti til Oregon og hefir ver- ið þar síðan. Kona hans, Margrét Björnsson, dó fyrir rúmu ári. — Þau eiga þrjá syni á lífi, Árna, Albert og Þórhall, er allir eru giftir og eiga heima í Oregon. * * ★ 9 Hjónavígsla Þann 2. maí, voru gefin saman í hjónaband, Joseph Lorne Wil- kinson og Emma Magnúsína Narfason, á heimili foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. G. (Ella) Narfasonar, í Minerva- bygð í Glmli-sveit. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. W. J. Wil- kinsonar, Canora, Sask. Svara- menn voru Jack Wilkinson, bróð- ir brúðgumans og Gerður Narfa- son, systir brúðarinnar. Að at- höfninni afstaðinni sátu veglega veizlu um 50 manns. Brúðgum- inn þjónaði í flugher Canada og var fyrir tíma fangi á Þýzka- landi. Brúðhjónin fóru flugleið- is til Regina, þar sem brúðgum- inn hefir stöðu hjá Trans Canada Airways, og framtíðar heimili þeirra verður. Séra Skúli Sigur- geirsson gifti.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.