Heimskringla - 08.05.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.05.1946, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. MAÍ 1946 MERKASTA KONA BANDARÍKJANNA Frú Roosevelt mun sú kona, sem mest hefir látið til sín taka í styrjöld þeirri, sem nú er lokið. Áhuga hennar um alt það, er skiftir kjör almennings í styrj- aldarlöndunum, er viðbrugðið, brautryðjendastörf hennar á ýmsum sviðum menningar og mannúðarmála eru kunn um heim allan. 1 grein þessari skrif- ar brezkur blaðamaður um heim- sókn hennar til Bretlands, til að sitja þing sameinuðu þjóðanna, og gerir hann í því sambandi til- raun til, að lýsa því, sem gerir Eleanor Roosevelt svo frá- brugðna flestum öðrum konum. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að hún sé hugrakkur endurbóta- leiðtogi, vinur og stuðningsmað- ur minnimáttarins og brautryðj- andi, sem hatar fals og undir- ferli og þykir vænt um “mann- inn á götunni.” A Þegar heimsstyrjöldinni fyrri lauk, fagnaði London Wilson for- seta, eins og sigursælum hers- höfðingja. Múgurinn hylti hann ákaft, er hann ók til Bucking- ham hallarinnar, ti)l þess að dveljast þar ásamt hinni nýju konu sinni, áður en friðarfund- ’ urinn í Versölum hófst. Hversu mjög hefði ekki borið meir á fagnaðarlátum, ef Roose- velt forseti, hefði átt kost á að fara sömu sigurför! Því enn saknár heimurinn hans meira en nokkurs annars einstaklings. Það er ekkja hans, sem við nú bjóðum velkomna. Hún kom hingað sem einn fulltrúi Banda- ríkjanna á þing sameinuðu þjóð- anna. *. Og þegar hún gengur eftir göt- um okkar, kannast aðeins örfáir við hana. Enginn getur annað sagt, en að ytra útliti sé hún eins og fólk er flest. Sannast að segja er hún heldur ófríð, tennur henn- ar eru framstæðar og röddin er há og fremur óþýð. Og ekki bæt- ir klæðaburðurinn útlit hennar. Svo er heízt að sjá sem hún klæð- ist hverju sem er. Þrátt fyrir alt þetta er Elean- or Roosevelt þektasta kona Bandaríkjanna, síðan á dögum Jane Addams, sem gat sér frægð fyrir störf sín í fátækrahverfum Chicago. Negrarnir hafa ekki eignast traustari vin, síðan Abra- ham Lnicoln var uppi. Hún er hugrakkur endurbótaleiðtogi, vinur og stuðningsmaður minni- máttarins, og brautryðjandi, sem hatar fals og undirferli og þykir vænt um “manninn á götunni”. Hún er, þegar öllu er á botn- inn hvolft, fyrsta konan, sem þorði að vera hvort tveggja í senn, kona æðsta manns Banda- ríkjanna og það, sem hún er sjálf. Hún lifði sínu eigin lífi Árásirnar hófust skömmu eft- ir að Franklin Roosevelt varð forseti. Jafnvel Louis Howe, að- alritari hans, sagði við hana: “Við erum heppin ef við verðum ekki öll kölluð kommunistar, áð- ur en við flytjum úr Hvíta hús- inu,” Hún átti svo marga “vinstri” vini, skiljið þið. Hvaða kona önnur sem væri, mundi hafa sagt skilið við þessa vini sína, orðið ákaflega “virðu- leg” og látið lítið á sér bera. En Eleanor Roosevelt krafðist þess, að fá að halda sínum fyrri lifn- aðarháttum og “lifa sínu eigin lífi.” Margir “montrassar” innan fylkinga demókrata gagnrýndu atfreli hennar jafn ákaft og þeir andstæðingar mannsins hennar úr flokki republikana, sem vildu notfæra sér hvað sem var Roose- velt til bölvunar. Hinn nýi leiðtogi amerísku þjóðarinnar fékk fjölda mót- mælabréfa. “Hvers vegna heldur konan yðar ekki kyrru fyrir í Hvíta húsinu og beinir kröftum sínum að því, að koma fram eins og virðuleg húsfreyja á borð við Grace Coolidge?” “Hvers vegna þarf hún að reka nefið í alla hluti, klæðast vinnu- búningi námumanna og láta alla fá óbeit á sér?” “Ef hún verður að vera með þessi ræðuhöld, hvers vegna reynir hún ekki að vera ekki svona skrækróma?” Frú Roosevelt ræddi þessi bréf við vini sína. “Eg má til að halda áfram að vera það sem eg er,” sagði hún. “En eg ætla að reyna að bæta þessi lýti mín. Eg ætla að fara til raddkennara.” Rödd hennar hefir sannast að segja altaf valdið henni tölu- verðum óþægindum. Hávær gagnrýni Þegar hún þáði ríflega þöknun fyrir útvarpserindi, bárust mót- mælin úr öllum áttum. Hún lét undan og tilkynti, að hún mundi hætta að flytja út- varpsfyrirlestra fyrir þóknun. En í júní, 1933, hætti hún við þetta áform sitt, og byrjaði að tala í útvarp á ný. Og þá brá svo við, að enginn hreyfði mótmælum. Sanngjarnt fólk leit svo á, að hún hefði sýnt það svart á hvítu, að hún st«fndi að endurbótum og bættum lífs- skilyrðum, og að fyrir henni lægi hvorki einkahagnaður eða það, að vekja eftirtekt á sjálfri sér. Því að fé það, sem hún þáði íyr- ir útvarpsstörf sín, varði hún öllu til ýmiskonar hjálparstarf- semi. Frú Roosevelt líktist að ýmsu leyti mæðrum og eiginkonura 18. og 19. aldarinnar. Hún er hug- rökk og hefir t. d. flogið meiri mílufjölda en nokkur önnur kona í Ameríku, að starfsstúlk- um á farþegaflugvélum undan- teknum. Hún heldur ræður opin- berlega . Á degi hverjum skrifar hún greinarstúf, sem hún nefnir “Dagurinn minn” og birtist _í blöðum víðsvegar um Bandarík- in, og hún umgengst fólk af öll- um stéttum og skoðunum. “Hún er með afbrigðum sam- vizkusöm, og hvort það er henni til góðs eða ills læt eg ósagt,” skrifaði vinur hennar einu sinni. “Hún fann mikið til þess, er hún gekk í bamaskóla, að tveir frændur hennar voru slíkir Following a series of advertisements devoted to Veterans’ Out- of-work Allowances, this space will be used for the next few weeks to detail Veterans' Insurance, prepared in co-operation with Départment of Veterans’ Affairs. No. 7—VETERANS’ INSURANCE (Continued) Reinstatement is also available under certain conditions. For example, if any premium is not paid within the period of grace and if the cash surrender value of Reduced Paid-up Insur- ance has not been granted, the policy piay be re-instated in full force any time within five years from the due date of the first premium in default. This reinstatement is available by payment of the arrears of premiums with interest at 5% per year apd by furnishing such evidence of insurability as the Minister may require. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD158 drykkjumenn, að amma hennar gat ekki tekið á móti gestum á heimili sínu. Hún gætti yngra bróður síns, eins og hún ætti hann sjálf.” Og ætíð síðan hefir hún orðið að vaka yfir velferð sona, sem eru jafnvel ógætnari en hún. Þegar þú lest þetta, getur byrjað að skilja það, að hefði hennar ekki notið við, mundt eiginmaður hennar aldrei hafa orðið sami maðurinn, sem skip- aður verður sess, sem einn af glæsilegustu forsetum Banda- ríkjanna, í kenslubókum næstu kynslóða. Hún og Roosevelt voru skyld. Hann kom af góðri fjölskyldu, gegndi lögfræðistörfum og varð aðstoðar-flotamálaráðherra í heimsstyrjöldinni fyrri. Og þá, á bezta aldri, fékk hann lömun- arveikina. Hann sigraðist á erfiðleikun- um með hjálp og hugrekki henn- ar. Og það sem meira var, í þá mörgu mánuði, sem hann þjáð- ist, eyddu þau öllum stundum sínum til náms og umræðna um aðstæður og lífsskilyrði Banda- ríkjaþegnans. Hún hafði kynst mörgum sósíalistum um þessar mundir. Hann tilheyrði “yfir- stéttinni”. Heimurinn veit í dag hver á- rangurinn varð. Eftir að hafa náð sér svo, að hann gat gengið með aðstoð stálumgerða, varð hann landstjóri New York-fylkis og — með stuðningi stjórnmálamanns- ins og bragðarefsins Jim Farley — forsetinn, sem á kreppuárun- um bjargaði landi sínu frá gjald- þroti og ef til vill byltingu. Hún hefir andstygð á uppskafningshætti Þú getur verið viss um áhrif Elaenor Roosevelt á eiginmann sinn, þegar þú kemst að raun um það ,að skömmu eftir 1920, gerð- ist hún virkur félagi í frjálslynd- um kvennasamtökum, sem nefndust The Women’s Trade Unions League. Hún vann ötul- lega að hugðarefnum félagsins og lagði til þess fé úr eigin vasa. “Aðeins með því að beita öll- um vilja mínum, gat eg fengið mig til að flytja ræður fyrir framan fjölmenni,” sagði hún. En opinberlega sýndi hún einna mest hugrekki, þegar hún gekk úr félagi því, sem gengur undir nafninu Daughters of the American Revolution, eftir að meðlimir þess höfðu neitað negrasöngkonunni Marian And- erson um leyfi til að syngja í húsi félagsins í Washington. Það sem meira var, er brezku kon- ungshjónin komu í heimsókn til Bandaríkjanna, bauð hún söng- konunni að syngja fyrir þau i Hvíta húsinu! Þetta uppátæki hefði getað kostað mann hennar miljónir atkvæða í suðurríkjum Banda- ríkjanna, þar sem fylgi hans var traustast. En hún tefldi á þá tví- sýnu — og sigraði. Hinir mörgu og mislitu vinir frú Roosevelts sýna það ljósast, að hún mun vera frjálslyndasta og best menntaða kona verald- arinnar. Kvikmyndaleikarar og vísindamenn, flugmenn og her- menn, verklýðsleiðtogar og vinnukonur, konungar og æsku- lýðsforingjar — allt eru þetta vinir hennar. Heimsóknir hennar vekja ánægju. Er hún kom til Bretlands 1942, var henni tekið af miklum fögn- uði af hermönnunum í Washing- ton Club í London, en þangað fór hún í heimsókn strax eftir komuna. Hún sýndi á áhrifarík- an hátt, hversu marga vini hún hefir eignast um æfina. Eftir að hafa spurt hvern hermannanna fyrir sig, hvaðan hann væri, spurðist hún strax fregna af ein- hverjum manni eða konu úr héraði hans, hversu smátt og ómerkilegt þetta æskuheimili hermannsins kunni að vera! Zit Fulkomnar ánægju Vefjið Sígarettur yðar úr OGDEN'S FINE CUT eða reykið OGDEN'S CUT PLUG í pípu. Og við tókum á móti henni með lotningu, vegna þess að hún var eiginkona, ötull stuðnings- maður og félagi merks og mikils manns — þess vinar brezku þjóðarinnar, sem kom á láns og leigu-löggjöfinni, þegar fokið virtist í öll skjól fyrir okkur, lét okkur fá 50 herskip, svo við gætum varið flutningaleiðir okkar, og sem átti eftir að ofra lífi sínu, til þess að heimurinn mætti búa við frelsi í framtíð- inni. 1 dag bjóðum við frú Roose- velt velkomna hennar vegna. Hún er komin, til að leggja fram krafta sína fyrir málstað friðar og réttlætis og stuðla að því, að frelsið gleymist ekki, þegar frið- ur verður saminn. Hún þekkir okkur vel. Hún var um stund við nám í skóla nálægt Wimbledon. Hún hefir kynnst á sínu eigin heimili, mörgum af leiðtogum okkar úr öllum flokkum og stéttum. Og hún hefir þá skoðun, eins og Ernest Bevin, að friðurinn geti aðeins orðið að raunveru- leika, þegar almenningur um heim allan hefir nóg að borða, fær rétta menntun og fær tæki- færi til að mynda sér sínar eigin skoðanir. Mbl. 6 Febr. 150 ÁRA MINNING SKÚLA FÓGETA Eftir S. K. Steindórs trr Lesb. Mbl. —c----- Framh. Erjur ýmiskonar. Þegar vöruskoðun átti að fara fram í “Hólminum” neitaði Ari Guðmundsson, sýslumanninum um aðgang. Reis mál út úr því og fleiri sökum er hann var borinn, og var hann í undirrétti dæmdur í nokkra fjársekt en hann áfrýj- aði og tók félagsstjórnin málstað hans að sér. Báru þeir að vanda margskonar sakir á Islendinga, og héldu því meðal annars fram að ómögulegt væri að neita rétt- ar síns á Islandi, eins og í álits- gerð þeirra segir: “Öllum mönn- um er kunnugt um, hversu illa íslenzkir embættismenn eru að sér í öllu því, er að réttarhaldi lýtur”. En stjóm íslands mál- anna, var það mætavel kunnugt, að um þessar mundir, voru marg- ir Islendingar mjög duglegir lagamenn, og var Skúli þar fremstur í flokki. Enda var þessu rausi kaupmanna ekki gaumur gefinn á, “hærri stöðum”. Áður en vorsiglingin kom til landsins, árið 1769, hafði Skúli ritað til sýslumanna, og skorað á þá, að rannsaka varning kaup- manna, til að komast að raun um hvort þeir hefðu ekki aðrar vör- ur meðferðis, en þær sem greind- ar voru á farmskrám, og gera það upptækt sem umfram kynni að vera. Mun hér hafa verið um einskonar refsiaðgerðir að ræða hjá Skúla, fyrir mjölsvikin árið áður. En fram að þeim tíma, hafði hann litla röggsemi sýnt í þeim efnum, var þó siður kaup- manna að pranga þeim vörum út fyrir óhæfilega hátt verð. Brugðust nokkrir sýslumenn vel við þessum tilmælum, og gerðu all-miklar vörubyrgðir upptæk- ar. > Þeir Jón sýslumaður Eggerts - son á Hvítárvöllum og Skúli, stóðu fyrir vöruskoðuninni í “Hólminum” hjá Ara Guðmunds syni; með þeim voru sem skoð- unarmenn, áðurnefndur Þor- björn í skildingarnesi og Þorkell Þórðarson, sem ýmist er kendur við Borgarbæ eða Grjóta, og margir hinna gömlu Reykvík- inga munu kannast við, sem ætt- föður sinn. Lítil vinátta var milli þeirra Þorkells og Ara kaup- manns, höfðu þeir átt í deilum, og í bréfi einu auðvitað rituðu á dönzku, bjagaðri þó, skrifar Ari, Þorkeli: “Eg skil ekki íslenzku þvætting yðar, en það get eg lát- ið yður vita á hreinni dönzku, að þér eruð mesta mannhrak og skarn.” Varð aðför þessi öll hin sögu- legasta, og vildi Ari láta hina út- lendu skipsmenn ráðast að ís- lendingum, en eigi fékk hann því ráðið. Voru all-miklar vörur gerðar upptækar, en ekki gekk það orðalaust fyrir sig, var Ari svo reiður, að hann æddi um, ragnandi og bölvandi, með ópum og óhljóðum og hinu sóðalegasta orðbragði. En Skúli stilti skap sitt, og sagði ofur rólega: “Það sæmir illa höfðingjum að láta eins og grimmir hundar!” Varð Ari mun æfari, er hann sá hve Skúli hafði mikið vald yfir geði sínu, og öskraði í miklum víga- móð: “Djöfullinn hafi þig! Þú ert enginn höfðingi”. Margt fleira ófagurt sagði hann. Tók Skúli vitni að, og urðu mikil málaferli út úr þessu öllu. Sendi Ari skrif- lega vörn í málinu, og færir sér það helzt til málsbóta: “Að í Nor- egi séu menn vanir, þegar villi dýr ráðast að fénu, að fæla þau burtu með ópi og óhljóðum”. — Lýkur hann vörn sinni, með þessari smekklegu líkingu. Eftir langt málþóf innanlands og utan, voru ummæli beggja að- ila, dæmd dauð og ómerk, og hvorugur látinn sæta sektum. Kynlegur dómur! Aftur á móti, varð Jón Eggertsson fyrir nokkru fjárhagslegu skakka- falli, í sambandi við þessa aðför. Þóttu þeir félagar hafa gengið nokkuð langt, í vöruupptektinni, en Skúli þverskallaðist við að greiða sektina. Á þessum árum, átti Skúli í viðtækari og íllvígari mála- rekstri, en nokkru sinni fyr. Var það bæði vegna “Innrétting- anna”, sem Ari forstjóri hafði lagt dyggilega stund á, að koma í hina mestu niðurníðslu og einn-. ig vegna hinna óhæfilegu versl- unarhátta. Urðu úrslitin þau, í skemstu máli að báðir aðilar töp- uðu. Varð Skúli að dvelja sam- fleytt 3—4 ár í Kaupmannahöfn, en ekki lagði hann árar í bát, fyr en hann hafði safnað þeim glóð- um elds, að “Almenna verslun- arfélaginu”, er riðu því að fullu, og hörmuðu það fáir. En hörmu- legra var hitt, að minstu munaði, að allt þetta riði Skúla sjálfum einnig að fullu. Kostaði dvölin erlendis og málarekstur allur svo mikið fé, að honum var of- vaxið að standa straum af því Og náði hann sér aldrei á réttan kjöl, fjárhagslega eftir þetta. Landsnefndin. Árið 1770, var “Landsnefnd- in” svokallaða, send hingað til lands, til að kynnast af eigin raun ástandinu. Var það að þekka hinni látlausu baráttu og málarekstri Skúla fógeta. 1 nefndinni áttu sæti þrír menn: 1 Norðmaður, 1 Dani og 1 Islend- ingur, er var Þorkell Jónsson Fjelsted, naut hann hins mesta hraust hjá stjórnarherrunum, eins og ljóst má verða af em- bættisferli hans. Ungur að aldri varð hann málaflutingsmaður í hæstarétti Kaupmannahafnar. En eigi þótti annað hlýða en að hinir miklu hæfileikar hans, notuðust í almenningsþarfir og voru honum falin margskonar embættis- og trúnaðarstörf: Lög- The Shrine Circus verður opnaður í Winnipeg næstkom- andi laugardag kl. 10 að morgni, með sýning fyrir börnin. — Eftirmiðdags sýning byrjar á miðvikudaginn kl. 2.15 og báðar kveldsýningar á laugardaginn og miðvikudaginn 11. til 18. maí ikl. 8.15. Þessa árs Shrine Circus-inn er 1 raun og veru stórkostlegur í alla staði, með allskonar leikjum dýra og manna, svo sem ljóna, fíla, sela, úlfalda o. s. frv., og loftsveifl- ur er mana dauðann ef ekki tekst, auk margra annara áhrifa sýninga. Aðgöngumiðar eru til sölu Winnipeg Piano Co., dag- lega til kl. 6 að kveldi og að Amphitheatre til kl. 10 að kveld- inu. Hjálpið limlestum börnum með því, að sjá The Shrine Circus! S

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.