Heimskringla - 08.05.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.05.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. MAI 1946 HVÍTAGULL Um miðdegisverðar leytið komu þau upp á háa hálsinn, en þaðan gátu þau séð heimkynni sitt, en nú sást tæplega handaskil fyrir snjó- drífu og stormi. Það var eins og snjórinn væri Hfandi. Hann iðaði og dansaði, þyrlaðist í sveifl- andi hvirfingu og æðislegum dansi í kringum þau. Þau gátu séð hæðarkollinn, þar sem stormurinn svifti heilum dyngjum af snjó í háa loft og leysi þær upp í skýjamekki. Þau þutu niður hæðina með Jim í fararbroddi, enda var það hann sem fyrst sá tjónið. Fyrir utan dyrnar í göngunum staðnæmd- ist hann sem þrumulostinn. Aníta heyrði hann bölva. “Hvað gengur að?’’ spurði hún og stansaði líka. Hann benti þegjandi á innganginn, sem var fullur af snjó. Þau voru þreytt og hungruð eftir ferða- lagið í bylnum, enda höfðu þau gengið hart til að komast sem fyrst í skjól. En nú urðu þau að grafa sig inn. “Hvað heldurðu að við þurfum að grafa okkur langt inn?” spurði hún. “Eru göngin lokuð á löngu svæði?” “Á löngu svæði?” endurtók hann í þungu skapi. Aníta gat ekki skilið hversvegna að hann var svona áhygjufullur. Hann var ekki vanur að láta smámuni á sig fá á þennan hátt. Það var auðséð, að þetta var all alvarlegt. “Sérðu ekki hvað komið hefir fyrir, góða mín?” spurði hann loksins. “Við höfum ekki neitt tjald framar. Við höfum ekki neitt. Líttu á þarna uppi!” Þar sem þakið hafði verið á ýheimili” þeirra var gígur svo stór, að heilt hús hefði komist þar fyrir, en hin hræðilega þýðing þessa gígs var ekki ennþá runnin upp fyrir henni, þótt hún sæi það á Jim, að eitthvert mikið óhapp hefði hent þau. Það leit helzt út fyrir, að hann hefði mist málið. “Jim, hefir allur bústaðurinn okkar hrunið saman?” spurði hún áhyggjufull og greip um handlegg hans. “Þetta er ekkert samanhrun!” svaraði hann með skjálfandi rödd en reyndi samt að herða sig upp. “Þeir hafa verið héma og eyðilagt alt fyrir okkur.” “Þeir-------?” “Boileau þorpararnir! Þeir hafa gert það meðan við vorum í burtu. Þeir sættu lagi og hafa nú eyðilagt alt saman-----” Aníta skildi ennþá ekki fulla þýðingu þessa níðingsverks. En Jim hafði nú náð sér eftir fyrstu skelfinguna og án þess að tefja meiri tíma tók hann forustuna. “Stattu þarna í skjóli fyrir vindinum, Aníta. Eg ætla að skríða þarna upp og sjá skemdirnar. Hafðu byssuna þína reiðum hönd- um — þorpararnir hafa sennilega forðað sér, en það er ekki vert að eiga undir því,” sagði hann. Aníta hallaðist upp að vegg gangsins. Hún var máttfarin og full ótta. Hún bað þess að Jim hefði rangt fyrir sér og að skemdin væri ekki stærri en það að göngin hefðu fallið saman. En þetta var ekki nema veik von — Jim vissi hvað hann fór í þessum efnum. Fimm mínútum síðar kom hann aftur og lýsti fyrir sér með vasaljóskerinu. “Þeir hafa notað sprengiefni,” sagði hann hörkulega. “Kynblendingar hafa notað þá að- ferð frá fornu fari til að hrekja mann út úr góð- um veiðisvæðum, að eyðileggja verbúðir hans gersamlega. Og sprengiefnið gerir það til fulln- ustu. Boileau reyndi það einu sinni við Níels áður en eg kom.” “En hvað eigum við að gera Jim?” spurði Aníta með lágri og titrandi röddu og hélt sér fast í handlegg hans. “Við verðum einhver- staðar að vera og við verðum að fá mat — við erum hér á bersvæði í þessu ofsa veðri.” “Fyrst og fremst verðum við að gæta þess að vissa ekki kjarkinn, góða mín, en annars verð eg að hugsa mig vel um áður en eg tek ákvörðun mína.” Jim tók vísundahúð, sem hann hafði á sleðanum og vafði henni utan um hana. “Hér verður þú að bíða á meðan, og reyna að halda á þér hita eins vel og þú getur. Eg ætla að fara þarna upp og vita hvort eg get bjargað nokkru af farangri okkar, svo að eg verð í burtu talsverða stund. Nei, þú getur ekki hjálpað mér neitt. Ef þú reyndir að grafa þig í gegnum skaflinn þá gætir þú meitt öxlina þína á ný.” Jim hvarf í snjódyngjuna og Aníta sá litlu ljóstýruna hverfa ofan í gíginn. Nú áttu þau ekkert heimili framar, ekkert athvarf. Þetta hafði verið heimili þeirra þarna í óbygðunum — Það hafði veitt þeim hita, skjól og fæði — alt. Og það var horfið, og þau stóðu með tvær hend- ur tómar og voru komin á náðir óbygðanna. Það var eins og alt væri orðið dimmara, kaldara og hvassara í kring um hana. Aníta hafði slíka tröllatrú á hæfileikum Jims, að ráða fram úr hverskonar vandræðum, að hún óttaðist ekki um líf þeirra. Ógæfan var að skoðun hennar, að heimliið þeirra var eyði- lagt, og henni þótti ennþá vænna um það, en heimkynnið við Bjarnarána. Það geymdi svo margar minningar frá löngu kvöldunum, er þau sátu saman og lásu við tólgarkertin í tjaldinu sínu. Hún mundi eftir þegar Jim hafði komið með vetrarfötin hennar. Hún mundi — hún mundi-------þau hefðu barist svo mikið fyrir að laga þetta heimili, og nú var það eyðilagt. Hinn mikli gígur í skaflinum var eins og gröf, er geymdi eitthvað, sem Anítu var hugfólgið, og mundi ætíð sakna. Og hún huldi andlitið í loðhettu úlpunnar sinnar og grét sáran vegna þess, að fyrsta heimilið hennar var horfið. Klukkustund leið þangað til Jim kom aftur. Hann leit út eins og snjókerling — og kom jafn tómhentur og hann fór. Það var í fyrsta skiftið síðan þau komu'saman, að Aníta sá hann hrædd- an. “Eg fann ekkert, sem við getum notað,” sagði hann hægt. “Nú er níu feta þykkur skafl þar sem tjaldið stóð og öll hin herbergin eru eyðilögð. Eg gróf mig niður á mörgum stöðum en fann ekkert. Þeir hafa víst tekið allan mat- inn og skinnin, lagt það í hrúgu inn í tjaldinu og sprengt alt í loft upp.” “Eftir hverju varstu að leita Jim?” “Ó, eftir hverju sem var,” svaraði hann. Hann vildi ekki segja henni, að hann hefði fyrst og fremst verið að leita eftir matarforða handa þeim. Vegna reynslu sinnar þarna á norðurvegum, hafði hann fyrst og fremst hugsað um að ná í mat. Þau höfðu ekkert nema fáeinar ræmur af sauðnautakjöti, sem höfðu verið óétn- ar í gildrunum, er þau höfðu vitjað þá um morguninn. Jim áleit að kynblendingarnir hefðu framið illvirki þetta í hefndarskini eftir þá, sem féllu af þeim í Dauðaskógi. Þeir höfðu sætt lagi að koma þegar sporin þeirra hyldust af bylnum og höfðu sprengt upp tjaldið, tvö þúsund dala virði af skinnum, allan matarforðann og öll áhöldin þeirra. Cæsar Boileau hafði sjálfsagt sjálfur lagt þessi ráð, og þau voru vel lögð. Þarna úti á öræfunum voru verbúðir manna öll aleiga þeirra, og eina skilyrði þeirra til að lifa, að svifta þá þeim var sama sem að skjóta þá niður. Já, ennþá verra. Riffilkúla var miklum mun mannúðlegri. Þegar Jim fann hina titrandi hendi Anítu á handlegg sínum ákærði hann sig þunglega að hafa ekki skilið hana eftir í Northumbíru. Hon- um hafði þótt vænt um að hafa hana hjá sér, hafði fundið unað í kossum hennar og ástar- atlotum, þegar hann kom heim á kvöldin eftir að vitja um gildrurnar. I stað þess að hlýða rödd skynseminnar'hafði hann látið undan eins og lítilmenni. Og nú-----. Eina vonin, sem þeim var eftirskilin var sú, að leitast við að ná til verbúða Níels hjá Kewahtína. Ef þau hefðu haft svolítinn mat, hefðu þau getað grafið sig í fönn og beðið þang- að til bylnum birti upp. En þar sem þau voru matarlaus þorði Jim ekki að bíða. Illviðri þetta gat varað dögum saman, og þá gátu þau verið dáin eða svo máttfarin af hungri, að ekki biði þeirra nema dauðinn. Þau urðu að fá eitthvað að borða, annars mundi hinn nístandi kuldi yfir- buga þau. Vindurinn var úr sömu átt og hanri" hafði verið þegar hann fann hvítu gullsnámuna árið áður og hafði sjálfur næstum látið lífið. Og sá bylur hafði varað í fimm daga og fimm næt- ur. Jim útskýrði aðstöðu þeirra fyrir Anítu og gerði það eins vægilega og unt var. “Ef við leggjum strax af stað, höldum vel áfram og höfum hepnina með okkur, ættum við að ná til Níels eftir tvo sólarhringa,” sagði hann. “Nei, Jim, það veist þú sjálfur að við getum aldrei,” svaraði Aníta örvæntingarfull. “Við getum það og skulum gera það, Aníta! Þú manst að þeir náðu okkur í gildruna fyrir fáeinum vikum síðan, en við sluppum samt! Ónei, það þarf meira til að sigra okkur bæði en þetta!” sagði hann kotroskinn. “Við erum líka vel búin að klæðum, svo að kuldinn mun ekki angra okkur til muna, og matarbita höfum við þó — að minsta kosti nóg í einn dag ef við för- um gætilega með hann. Auk þess höfum við storminn á eftir okkur, svo að í raun og veru getum við fokið áfram. Maður þarf næstum ekki nema að breiða út kápulöfin til að fjúka alla leið til Kewah-tina!” Aníta reyndi að hlægja að þessari fyndni. Jim faðmaði hana að sér og talaði blíðlega viö hana, þangað til hann hafði talað kjark í hana á ný. Sjálfur hafði hann daufa von um, að þau björguðust af. Hann vissi að þetta var barátta upp á líf og dauða. Þau voru þreytt og hungruð áður en þau lögðu upp í þessa löngu ferð, og í raun og veru móðlaus. 85 mílna ferð á snjóskóm er enginn barnaleikur, þótt alt sé í lagi, en nú var blindbylur. En jafnvel þótt þau kæmust nú þessar átta- tíu og fimm mílur, þá var mjög örðugt að hitta á aðsetursstað Níels, í vetrarmyrkri og blindbyl. Jim reis á fætur. “Það er bezt að við leggjum af stað, Aníta,” sagði hann. Hann velti gildrunum af skíða- grindinni, og sagði Anítu að fleygja byssu sinni. Ein byssa mundi duga þeim. En húðina hafði hann með á sleðanum. “En til hvers hefir þú með þér sleðann?” spurði hún. “Við höfum hvort sem er engan flutning meðferðis.” “Ó, hann er svo léttur að ekkert munar um að hafa hann, og við getum notað hann fyrir skýli þegar við hvílum okkur.” Hann dró upp ól eina. Öðrum enda ólarinnar batt hann við belti sitt, hinn endann utan um Anítu. “Það er ekki vert að við verðum aðskila í þessu kófi,” sagði hann og klappaði henni ofan á höfuðið. Anítu fanst að hún væri sem barn, svo mjög var hún háð hreysti og forsjón manns síns. “Hvað var það nú, sem hann afi þinn gamli réði þér?” spurði hann. “Að vera ekki hrædd við neitt og láta ekk- ert skelfa mig,” svaraði Aníta og tennurnar glömruðu í munni hennar af kulda. “Og því boðorði hefir þú fylgt oft og tíðum. Eða hvað?” “Já.” “Og munt ekki gleyma því, hvað sem á dynur fyrir okkur?” “Nei.” Þau gengu út úr snjóhúsinu, sem eitt sinn hafði verið fordyrið að heimili þeirra. Stormur- inn æddi í kring um þau eins og ragnarökkur. Jim og Aníta reikuðu áfram gegn um kaf- ald, storm og núttmyrkur. Kuldinn var níst- andi. Lotin, með andlitin grafin niður í loð- kragana, gengu þau áfram án þess að sjá neitt. Afram, altaf áfram. Upp á hæðarhrygginn þar, sem ofviðrið ætlaði að slíta þau í sundur, og niður í dalinn. Altaf upp brekku og niður brekku, yfir sléttar flatir, sem þau álitu að væru vötn. Stundum komu þau inn í dýpri dali þar sem skjólið var meira. Anítu fanst sem öll hlýindi og alt ljós væri flúið af þessari jörð. Niðdimt, gnýjandi myrk- ur hafði svelgt hana með húð og hári. Tími, fjarlægð eða átt var horfið. Með lokuð augu og hald um ólina, sem tengdi þau saman þrammaði hún áfram í gegnum þetta endalausa hvíta haf bylsins. Þessi taug milli hennar og Jims var eini þráðurinn, sem tengdi hana við lífið. Alt af versnaði veðrið. Holskeflur af snjó risu og skullu á herini, og upp á ásunum var stundum svo hvast^-að hún fauk um koll. III- viðrið æddi og grenjaði og undirtónn þess var ógnandi og skuggalegur. Jim var fjarskalega góður við hana. Við og við kipti hann lauslega í taugina til merkis um að hún skyldi herða upp hugann, og að hverjum klukkutíma liðnum hvíldu þau sig á bak við eitthvert bjargið í skjóli fyrir stormin- um. Þegar hann gat ekki notað sleðagrindina fyrir skýli, lagðist hann sjálfur áveðurs til að skýla henni. Og fyrstu stundir þessa ferðalags voru ekki sem verstar fyrir Anítu. Henni var að minsta kosti ekki kalt. Hungrið var ekki farið að sverfa að fyrir alvöru. En hún fann eins og þreytu í fótunum. “Nú skulum við hvíla okkur í hálftíma. Manstu eftir löngu brekkunni, sem við fórum áðan eftir? Eg veit vel hvar við erum, og við höfum farið 22 mílur af leiðinni og það á sex tímum. Vindurinn léttir ferðalagið um helming. Jæja, hvernig gengur þér?” “Vel.” “Er þér kalt?” “Ónei.” “Þreytt?” “Nei------” “Svöng?” “Nei------” “Jú, víst ertu svöng. Líttu á, hérna er svo- lítið kjöt handa þér.” “Þakka þér fyrir, en mig langar ekki í neitt ennþá.” Jim slökti á ljóskerinu og þau sátu í myrkr- . inu á snjóskaflinum. Aníta hallaði sér aftur á bak og reyndi að hvíla sig. Þau höfðu farið tuttugu og tvær mílur en þau áttu eftir um sextíu. Hugrekki hennar fjaraði út við þá til- hugsun — því að hún fann að kraftarnir tóku að þverra. Hún gat kanske gengið tuttugu og tvær mílur í viðbót, en engin von var að hún kæmist alla leið! -Hvað mundi Jim gera þegar hún gæfist upp. Hann mundi auðvitað leggja hana á sleðann. Þessvegna hafði hann hann með sér. Og svo mundi hann draga hana þangað til — þangað til hann kæmist ekki lengra--------- Þegar þau lögðu af stað á ný, fann Aníta að hún var miklu þreyttari en áður. Hinn grimmi kuldi hafði níst í gegnum loðfeldinn, og hún var svo stirðnuð að hún gat tæpast hreyft sig. Jim fann þetta strax. Hann setti ljóskerið niður í snjó- inn, svo að hann sæi til, og svo neri hann hana alla til að koma blóðinu á hreyfingu. “Jæja, dugði þetta nokkuð?” spurði hann loksins. “Já, þakka þér fyrir, Jim. Nú líður mér miklu betur.” Þau héldu áfram. * Nokkrum tímum síðar, er þau gengu yfir hæð eina, fann Jim að stríkkaði á tauginni. Hann stansaði strax og leit til baka. Aníta lá þar á fjórum fótum í snjónum. Þetta var í fjórða skiftið síðustu tíu mínúturnar, sem hún hafði dottið, og í þetta skiftið gat hún ekki stað- ið upp hjálparlaust. Jim laut niður og hjálpaði henni á fætur, og studdi hana í hinum stríða stormi. “Auminginn litli — alveg stein uppgefin, sé eg,” tautaði hann við sjálfan sig. “Eg get ekki að því gert. Eg get það ekki — en nú skal eg ganga áfram — eg skal ekki bregðast þér,” æpti hún næstum. Jim dustaði af henni snjóinn. Hann hug- hreysti hana eins vel og hann gat og hrósaði henni fyrir dugnaðinn — þau þurftu aðeins að hvíla sig svolítið og borða sér bita, og hann hefði átt að stansa fyr en hann gerði. En nú gaf Aníta alveg upp kjarkinn. “Þetta er alt saman mín sök,” sagði hún grátandi. “Þú vildir að eg skyldi verða eftir í Northumbríu — þú vissir að eitthvað þessu líkt, gæti komið fyrir. En eg — eg vildi ekki vera þar. Ef þú hefðir mig ekki í eftirdragi nú — gætir þú bjargast af.” “Nei, þetta er ekki þín sök, heldur mín. Eg vildi ekkert frekar en hafa þig hjá mér. Og hefðir þú ekki verið hjá mér mundu Boileau þorpararnir hafa unnið á mér í Dauðaskógi. — Mundu eftir því.” Hann lyfti henni upp og bar hana eins og hundrað skref, þangað til þau komu í skjól. Svo gróf hann holu í snjóinn og lagði vísundahúð- ina ofan í hana. “Líttu nú á, þarna skaltu hvíla þig vel og lengi og safna kröftum á ný. Nú erum við hálfnuð til Níels — svo við skulum alls ekki gefast upp. Hirtu ekki um nokkurn hlut. Hættu að hugsa!” sagði hann. Bráðlega gerði hann hana rólegri og hún hætti að gráta, en mestu huggun fékk hún vegna þess að hinn sterki handleggur hans studdi hana. Jim dró upp þurkaða kjötið og skifti því í tvo jafna hluti. Svo slökti hann á ljóskerinu. “Líttu nú á Aníta! Þetta er ekki mikið, en þurkað kjöt er sú bezta næring, sem eg þekki,” sagði hann. Þótt lítíll væri skerfurinn fanst henni hann grunsamlega stór. Hún rétti út hendina í myrkr- inu og fann að hann hafði gefið henni meiri- hluta matarins eftir að hann hafði slökt á ljós- kerinu. Hann hafði bara svolítinn munnbita sjálfur. “Nei, Jim, taktu þinn skerf af matnum. Þú þarft á öllum kröftum þínum að halda ennþá meira en eg, því að alt byggist á þér,” sagði hún. Og ekki hætti hún fyr en hann hafði tekið það, sem honum bar. En hann át það ekki held- ur stakk því í vasa sinn. “Nú verður þú að setjast á sleðann, Aníta. Þegar eg hefi dregið þig í eina tvo tíma, þá verður þú áreiðanlega nógu aflúin til að ganga,” sagði hann loksins. En það vildi Aníta ekki. Hún ætlaði að sanna honum, að hún gæti gengið lengra, og reikaði tvö skref og féll svo um. Jim tók hana þá og vafði hana innan í húðina, lagði hana á sleðann og batt hana traustlega niður. “Nú verður þú að vera róleg, þá safnar þú kröftum á ný til að sigra lokaraunina,” sagði hann. “Enda mun eg þá tæplega geta dregið Þig.” Hann hnaut sjálfur af þreytu við og við og var máttlaus af hungri, en hann hafði taugina yfir öxlina og þrammaði áfram. Sári fóturinn var lélegur og hann verkjaði í mjóhrygginn, og honum fanst sleðinn blýþung- ur. Þau voru bara komin hálfa leið til Níels. — 40 mílur gat hvorugt þeirra komist. En Jim vildi ekki hugsa til þess. Hann ákvað að gleyma hungrinu og þreytunni. Hann hafði bara eitt takmark og það var að brjótast áfram suður. Tvö.lítil mannsbörn í þessari takarmarkalausu auðn. 13. Kapítuli. Jim fanst um stund að veðrið skánaði að mun. Hann gat séð sleðann á bak við sig og dökt hrúgaldið á honum, en það hafði hann ekki getað síðan þau lögðu af stað að heiman. Og hann gat líka séð dökka bletti í gegnum snjó- fokið, en það voru stór björg, sem stóðu þama á víð og dreif. í hlé við lítinn ás stansaði hann augnablik, dró vetlinginn af dofinni hendi og tók upp úrið. Klukkan. var tíu. Já, þetta var þá morg- uninn, sem var að renna upp. Þau höfðu verið næstum sólarhring á ferðinni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.