Heimskringla


Heimskringla - 15.05.1946, Qupperneq 1

Heimskringla - 15.05.1946, Qupperneq 1
We recommend ior your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend ior your approval our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 15. MAl 1946 NÚMER 33. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR 25 ára friður Á einum friðarfundinum í París, lagði fulltrúi Bandaríkj- anna, James F. Byrnes til, að stóru þjóðirnar fjórar gerðu 25 ára samning með sér um gæzlu friðarins í heiminum, tækju bróðurlega saman höndum um þetta. Mikilvægari tillögu en þetta til tryggingar friði, er ekki hægt að hugsa sér. Og í raun og veru hafa Bandaríkin með henni lagt sinn stærsta skerf til öryggis friðinum. En hvað skeður svo? Þó fyrir fjórum mánuðum væri minst á þetta mál við Stalin og hann tæki því þá vel, er máli þessu nú ekki fyr hreyft, en blöð þeirra og útvarp fara að ala á vífilengjum um málið og gera hugmyndina tortryggilega. Hafa blöð í Banda- ríkjunum tekið þessi svör Rússa óstint upp og krefjast hreinskil- ins svars. Ef um samtök sé ekki af Rússa hálfu að ræða við aðrar þjóðir til verndar fríðinum, sé ekkert annað við því að gera fyrir'þá, en að segja það vöflu- laust. Framferði eins og þetta, segja bandarísk blöð að sé ekki til að efla vinsældir milli rússnesku og bandarísku þjóðanna. Líkindin eru mikil til að Rúss- um sé illa við Bandaríkin í nokkrum alþjóða félagsskap vegna þess áhrif þeirra séu geysimikil og breiðist út; breið- ist jafnvel óðum út um Evrópu, vegna dvalar þeirra þar síðan stríðið vanst. •• Herstöðvarmálið Blöð hér vestra eru enn að minnast á herstöðvarmál ís- lands. Blaðið Winnipeg Free Press flutti þessa viku (13. maí) ritstjórnargrein um það. Telur blaðið málið til lykta leitt í bráð, með yfirlýsingu íslands stjórnar, en í raun réttri sé ekki að því komið fyr en friður sé saminn. Gerðir samningar milli Banda- ríkjanna og Islands séu í gildi þar til friðun sé samin. Herinn á íslandi segir blaðið nú vera um 1000 manns. Þar sé heldur ekki um hernaðarlið í eiginíegum skilningi að ræða. — Þegar herinn var mannflestur, var hann um 45,000. Herinn megi því heita farinn af Islandi. Og verði ekki af samningi síðar um að liðið, sem heima er, verði þar, flytji Bandaríkin það burtu. Á því sé engin hætta. Blaðið segir ennfremur, að það sé ekki gert ráð fyrir að Banda- ríkin séu að fara fram á her- vernd á íslandi fyrir sig sjálft, heldur sem fulltrúar Alþjóðafé- lagsins. Þar sem að því geti enn komið, að Island innritist í Alþjóðafélagið, sé auðsætt, að Bandaríkin snerti þetta ekki meira, en Alþjóðafélagið. Þá minnist blaðið þess, að ýmsir haldi fram, að Rússar verji ástæður sínar fyrir yfirráðum þjóða í Evrópu og íran, með þessu, að það sé það sama og Bandaríkin eru að gera á íslandi. En samanburð þennan telur blaðið ekki réttan, vegna þess, að Bandaríkj aher sé samkvæmt samningi við íslenzka þjóð á ís- landi, samningi sem enn sé í gildi. Bandaríkin láti sig stjórn- mál íslands ekki skifta. En það sé meira en sumar yfirráðaþjóðir geri. ísland hafi heldur ekki undan þeim samningi kvartað, eins og þjóð írans hafi gert und- an samvinnu við Rússa. Á þessa grein er hér beni vegna þess, að hún mun sýna hvernig hérlendis er á mál þetta litið. íslendingar, sem rækilega hafa athugað það, teljum vér víst, að fyrst og fremst líti á það frá alfrálsu og íslenzku sjón- armiði, en ekki frá því, sem mað- ur getur kallað vestrænt sjónar- mið, sem í grein þessari bólar á. Boð Winnipeg raffélagsins Winnipeg Electric félagið hef- ir gefið bæjarstjórninni tilboð um að kaupa eignir sínar, bygg- ingar, orkuver og strætisvagna, alt úthaldið með rá og reiða, fyrir 56 miljón dali. Hvað á bærinn að gera? Nefnd sem skipuð hefir verið til að íhuga málið, gefur bráðlega álit sitt um þetta. Mikilverðasta eign félagsins, er Great Falls orkuverið við Winnipeg-ána. Sjö systra fossa- verið er auðvitað í kaupunum og er verðmætt, þó fullkomið sé ekki ennþá. Pinawa verið er enn við líði, en verður lagt niður þegar Sjö systra fossaverið er fullgert. Allar orkuleiðslur eru taldar í kaupunum, skrifstofubygging télagsins, coke og gas-rekstur- inn. Og svo er strætisvagna-kerfið með 215 strætisvögnum, 84 mílna járnbrautum, 168 mótór- vögnum, 22 “trolley” vögnum. Það lætur að líkum að sam- eining Hydro-kerfis bæjarins og félagsins sé hagkvæm. Samt mun nú verða hugsað sig um áð- ur en út í þetta er lagt. Fylkis- kerfið gæti þó ef til vill grætt meira á þessum kaupum en Hydro-kerfi bæjarins, að því er haldið er. Þenslumöguleikar þess eru meiri. Eitt kerfi úr þessum þremur væri auðvitað bezt. En þegar farið er að sam- eina þrjú sjálfstæð kerfi, reyn- ist oft margt í þeim óþarft, sem ekki hefði verið, ef við byrjun hefði verið komið upp, sem einú kerfi. Þetta hefir ávalt háð C. N. R. félaginu, reksturinn fyrir það orðið kostnaðarsamari vegna umsteypu fleiri kerfa í eitt. En hvað sem öllu þessu líður, hefir Winnipeg Electric félagið verið að græða á rekstrinum og síðustu árin ekki sízt, af góðapri stríðsins! Fundurinn í París Á fundi fimm stóru þjóðanna í París, gengur ekki alt eins og í sögu. Það er nú komið að máli því, er margir hafa spáð að illa færi og í raun og veru gæti orðið til þess, að kippa fótunum undan tilraununum um að semja frið á þessu sumri. Byrnes, ríkisritari Bandaríkj- anna, kvaðst reiðubúinn að sam- þykkja kröfur Rússa um $100,- 000,000 skaðabætur ef borgaðar yrðu af eignum ítala erlendis, iðnaðaráhöldum, sem hún gæti án verið, svo sem hergagnaverk- smiðjum, hinum fráu-herskipum og flutningaskipum er ítalir ættu. Molotov lagði til að herskip Itala yrðu skoðuð'sem stríðstap ítölum, en ekki sem skaðabótafé. Byrnes kvaðst álíta stríðstap sem það sem í stríði væri af and- stæðingum tekið. En nú stæði svo á að Rússar hefðu engin skip af Itölum tekið og gætu þess- vegna ekki skoðað þau, sem stríðsfeng sinn. Azam Pasha, fjármálaritari Arab League, sagði: Ef Itölum eru veitt yfirráð í Tripoli, leiðir af því annað stríð. Við höfum barist gegn Itölum í 20 ár og ætlum ekki að verða þess viljug- ir valdandi, að því haldi áfram. Það felur einnig í sér stríð við Breta, því þeir verða að veita ítölum að málum. Á Parísar-fundinum höfðu fjórir ráðgafar stóru þjóðanna áður komið sér saman um, að nýlendur ítala yrðu undir stjóm og eftirliti Alþjóðafélagsins, með Italíu sem stjórnanda þeirra. King fer til London Rt. Hon. W. L. Mackenzie King forsætisráðherra lagði s. 1. sd. af stað í einkabifreið sinni til New York. Þaðan fer hann með skipinu Queen Mary til Eng- lands. Ferð hans er sögð mjög mikilvæg. Á Englandi er fundur haldinn um mál Bretaveldis innan skamms og erindi forsætisráð- 'herrans er að sækja hann. Mjög mörg utanríkis- og viðskiftamál verða þar athuguð. Tilhögun á láni Canada til Englands og um hvernig verði ráðið fram úr fæðuskortinum í Evrópu, eru og mál sem íhuguð verða; þá flug- ferðamál framvegis 'og margt fleira. Ný Kyrrahafsþjóð Forsetakosning hefir nýlega farið fram á Philipseyjum. Lýð- veldi verður þar stofnað 4. júlí á þessu ári, á frelsisdegi Banda- ríkjanna, en 170 árum síðar, en þau kröfðust síns sjálfstæðis. — Lýðveldið fer, til að byrja með, ekki af stað eins og Philipeying- ar bjuggust við. Landið var vel á vegi statt undir stjórn Banda- ríkjanna fyrir stríðið, en er nú efnum rúið, bæirnir í rústum og iðnaðurinn í kalda koli. Þar er nú matvælaskortur og vörur sem þeir áður höfðu til útflutnings og sem námu 155 miljón dölum á ári, eru nú ekki til fyrir það, sem þeir þurfa að kaupa að. — Þetta er nú horfið. Nýja stjórnin á því áreiðan- lega við erfiðleika að glíma til að byrja með. Barídaríkin ætla að bæta dálítið úr þeim með því að greiða þeim 625 miljón doll- ara fyrir stríðsskemdir sem þar hafa orðið. Meta Philipseyingar það mikils og munu ekki vilja sleppa viðskiftasambandi við^ Bandaríkin, þó þau taki við póli- tísku völdunum. Það hefir jafn- vel heyrst á Philipseyingum, að þeir vildu ekki breyta til í póli- tískum skilningi. En það munu ! nú helzt þeir vera, er við ábyrgð allri taka. Hitt vilja þeir, að herstöðvar séu Bandaríkjunum veittar og að Philipseyjar séu innan þeirra verndarsvæðis. — Þeir muna vel hverjum þeir eiga frelsi sitt nú að þakka og geta nú hafið viðreisnar og frelsisstarf sitt eins og þeim bezt líkar. EG MAN ÞÁ TIÐ | Gullbrúðkaup Þau Mr. og Mrs. Thorsteim: Swainson í Baldur, eiga 50 ára ' giftingarafmæli sunnudaginn 26. maí næstkomandi. Gefst skyld- fólki þeirra tækifæri að heilsa upp á þau þennan dag, á heimili dóttur þeirra, Mrs. E. A. Ander- ' son í Baldur frá kl. 2 til 5 seinni partinn og frá kl. 7 til 9 að , kvöldinu, og árna þeim heilla. Svífur fyrir sjónum sólblik æsku. Man eg mynd ljósa í munar djúpi: baðaðan sumri ’inn bjarta fjörð, girtan hamra hörgum. Söng í sólviði. Sá um lönd og haf. Blikuðu fjöll yfir bláum sundum. Gekk eg einn í unaðsdraumi úti við yjmarstein. Lék um lokka léttur andvari. Gjálfraði bára við breiða hleina. Þyrsklingur þaut um þara-rjóður djúpt í grænum gými. Gat eg þá greint glit í djúpi: marbendils tröf, merluð gulli. Hafmeyja dans og hörpukliður ómaði í ungum huga. Kleif eg kletta Klausturhafnar, hvíldi á mjúkum mosabeði. Brosti í gjótu burkni ljósfagur, en burnirót á barði. Ásauðar gætti eg upp við fossa, inni á dal og í Urðarbrekkum. Kliðaði lind létt í eyra við bæ minn hjá bröttu hlíð. Átti eg þar inni ótal gripa, leggi, skeljar og laufakvisti. Reið úr tágum rósakörfur smár í smalakofa. Fór um fjörð furðuþytur, er röðull hneig milli rauðu tinda. Var sem álfar undir léku í skjóli skuggabergs. % Hraðað var þá heim úr hjásetu frjálslegum hópi fagurs búsmala. Þegar gríma greiddi lokka, komið á kvíaból. Muni man ’ina mildu kyrð hlýrra nátta á hlaði frammi. Lognbára lék við lágar klappir, seiddi út að sævi. Silfur-strengir sindruðu um víði. Hljóður var fugl í fjóluhvammi. Dróttir allar á draumþingum drukku þyrstar þrótt. Þögnin þráða þreytu eyðir, öllu orku getur enn sem fyrrum. Svefn sækir heim, er sumri hallar: Vor fylgir ætíð vetri. Sveinn Sigurðsson -Eimreiðin. FRÉTTABRÉF frá norðvesturströndíim Manitoba-fylkis Það sézt sjaldan neitt í ís- lenzku blöðunum frá þessum bygðum, nema dauðsföll og stöku sinnum giftingar. Samt er hér og hefir verið um langan tíma nokkur hópur Islendinga, og hafa þeir viðhaldið íslenzkri tungu og siðum, sjálfsagt eins vel og aðrar íslenzkar bygðir sem betur eru í sveit settar. En bygðir þessar eru að mörgu leyti erfiðar, liggja inn á milli Mani- toba-vatns að austan og smá- vatna (Ebb & Flow og Lonely Lake) að vestan. Bygðin er fremur strjál og vegir illir. (Stjórnir eru seinar til vegabóta í afskektum plássum þar sem um lítið atkvæðamagn er að ræða). Fjögur pósthús eru í bygðum þessum: Bay End norð- ast, Lonely Lake, Reykjavík og Wapah. Nokkrir annara þjóða menn eru í þessum bygðum, nema Reykjavík, sem er elzta og blómlegasta plássið, er alveg bygt Islendingum. Fyrstu landnemarnir voru dugnaðarmenn og áttu við marga enn meiri erfiðleika að búa en við höfum nú, en afkomendur þeirra eru engir ættlerar og hafa komið ár sinni vel fyrir borð. — Hafa komíið sér upp góðum bú- um og byggingum og hafa marg- ir betri farartæki (bíla) en við- eigandi eru fyrir brautir þær sem þeir verða að fara yfir. Atvinnuvegir eru jöfnum höndum fiskiveiðar á vetrum og griparækt. Margir þó hættir við| veiðar og stunda aðeins gripi. Beiti og heyskaparlönd erw góð, og fyrir löngu hafa menn séð að kynbættir gripir gefa meiri arð en rusl og mun leitun á öllu betri gripahjörðum en hér eru. En andlegt líf og félagsskapur hefir ekki blómgast að sama skapi og búskapur og fénaður. Liggja til þess ýmsar ástæður þó strjálbygð og slæmir vegir séu hinar verstu. Margir finna sárt til þessarar vöntunar en erfitt er til umbóta, sérstaklega skortur á góðum leið- andi mönnum. Samkomuhús, stórt og gott, var bygt fyrir tveimur árum síðan, en hefir lítið verið brúkað nema fyrir dans-samkomur. Einstöku sinnum koma hér prestar — en altof sj aldan — frá íslenzku kirkjufélögunum en það altaf á hraðaferð, flytja eina messu, en sjái að henni lokinni ský á lofti, flýta þeir sér í burtu áður en þeir sitji fastir í forinni. sonar fyrrum bónda við Big Foint en sem nú um mörg ár hef- ir dvalið hjá sonum sínum við Reykjavík. Þorbjörg er dóttir Guðjóns heit. Erlendssonar landnema við Reykjavík og Val- gerðar konu hans, sem nú hefir heimili við Lonely Lake. Byrjuðu þau hjón sem margir aðrir, með lítil efni en eiga nú stórt og gott bú og hafa bygt upp fyrirmyndar heimili, þar sem alt ber vott um snyrtimensku og fallega umgengni utan húss og innan. Eiga þau 4 myndarleg börn. Gjafir voru þeim færðar frá vinum og vandamönnum og frá börnum þeirra. Þó félagslífið sé eins og eg hef áður sagt, fremur dauft, þá er það eitt sem þessar íslenzku konur kunna og eru þar engir eftirbátar mæðra sinna, en það er að veita á gesti og var ómögu- legt að verða var við neina stjórnarskömtun í veitingum þeim sem þær báru fram um kvöldið. Skemtu menn sér svo við söns og samræður og lítilsháttar við dans þar til birta fór af degi, því ekki var álitlegt að leggja á brautirnar í náttmyrkri. J. R. J FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI íslenzkur námsmaður í Ameríku fangelsaður og landrækur. Samkvæmt upplýsingum, sem utanríkisráðuneytinu hafa bor- ist frá sendiráði Islands í Wash- ington, hefir íslenzkur náms- maður í Bandaríkjunum nýlega verið settur í fangelsi og mun verða fluttur úr landi fyrir brot á amerísku innflytjendalögunum. Hafði hann hætt námi og tekið atvinnu, en samkvæmt innflytj- endalögunum er slíkt bannað öllum þeim, sem fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum til náms, nema sérstakt leyfi sé fyrir hendi, en það leyfi er mjög erfitt að fá. Það skal því brýnt fyrir náms- mönnum, sem fara til Bandaríkj- anna, að hlýða í öllu þeim regl- um og fyrirmælum, sem þar gilda \im námsfólk. Mbl. — 9. gpríl ’46. ★ ★ t Eina sjúkrahús hersins. Sjúkrahús þetta við Stapa var eina sjúkrahúsið, sem herinn hafði hér eftir, en styrjaldarárin hafði herinn fullkomin sjúkra- hús við Álafoss, Hegafell og víð- ar. Níu læknar voru’í sjúkrahúsi þessu. Það vill hernum til, að amer- íski flotinn hefir fullkomið Oftast koma þeir þó til að jarð- jsjúkrahús í Camp Knox hér í syngja þegar einhver fellur frá, (ænum og munu sjúklingar hers- en þeir lifandi verða að bjarga sér eins og bezt gengur — í and- legum efnum. Dálítil tilbreyting frá okkar hversdagslífi var þó laugard. 30. marz síðastl., þegar öll Reykja- víkur-bygðin og nokkur hluti hinna bygðanna kom saman um kvöldið á heimili þeirra Ólafs og Þorbjargar Ólafsson við Reykja- vík í tilefni af 25 ára giftingar- afmæli þeirra hjóna. Þrátt fyrir vonda vegi og frem- ur kalt veður voru þar saman- komnir f jöldi af vinum og vanda- mönnum, og þrátt fyrir litla æf- ingu við samkomur og ræðuhöld sem menn yfirleitt hafa, fór samkoma þessi hið bezta fram. Ræður voru hvorki langar né margar, en báru allar vott um hve vinsæl þau hjón eru í ná- grenni sínu. Ólafur er sonur Ingim. Ólafs- ins verða fluttir þangað og her- læknarnir ennfremur flytjast í Knox með hjúkrunarfólki. Þetta er þriðji stórbruninn, sem verður hjá ameríska hern- um á tiltölulega stuttum tíma. Mbl. — 9. apríl ’46. * ★ ★ Þórhallur Arnórsson stórkaupmaður látinn. Þórhallur Arnórsson stórkaup- maður andaðist í Kaupm.höfn miðvikudagskvöldið 3. þ. m. Var hann staddur í verslunarferð. Eftir því sem fréttst hefir, var lungnabólga, er hann fékk upp úr inflúensu, banamein hans. Þórhallur var Svarfdælingur að ætt, fæddur 15. febr. 1914. Hann var kvæntur ölöfu, dóttur Magnúsar Jónssonar prófessors. Lifir hún mann sinn ásamt þrem börnum þeirra, 2 dætrum og 1 syni.—Mbl. 12. apríl.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.