Heimskringla - 22.05.1946, Blaðsíða 5

Heimskringla - 22.05.1946, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 22. MAÍ 1946 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA ar tíðar. Kínverskur spekingur sagði einu sinni um kenningar kirknanna, að áður en maður getur orðið kristinn verði hann fyrst að drýgja synd, því án syndar er ekkert að fyrirgefa, eða borga fyrir, og friðþægingin hefir þá enga þýðingu. Maður verður að syndga til þess að frið- þægingin geti orðið að notum. Annars geti hann ekki verið kristinn. Tilfellið er, að allur hugur margra kristinna manna sýnist aðallega hafa verið festur við hið synduga í mannkyninu, og eina björgin hefir átt að vera rétt trú, í stað réttrar breytni eða fram- komu. Oftar hefir verið rætt um hið synduga, og hve menn- irnir séu sokknir í synd, en um hina miklu möguleika mannssál- arinnar eða hinn guðdómlega neista sem í henni býr. Og ef að gamla máltækið er satt, að menn hneigist til að verða að því, sem trúað er að þeir séu, eða þeim sagt, stöðugt og án uppihalds, að þeir séu, þá megum vér furða oss á því nú, ekki að mennirnir eru eins slæmir eins og þeir eru, en heldur að þeir séu ekki miklu verri en þeir eru. Mér hefir lengi fundist þessar kenningar versta villa, sem halda því fram, að allir séu sokknir í synd, nýfædd ungabörn jafnt sem aldurhnigið fólk kom- ið fram á grafarbakka. Mér hef- ir fundist þetta vera ekki aðeins villa, en ein af skaðlegustu kenn- ingum kristinna kirkna, og svo langt frá anda Jesú að hún mætti kallast guðlast. Ef að eg skil vilja guðs rétt, þá heimtar hann engar syndafórnir. Hann er ekki eins og harðstjóri yfir þrælum. Og.oft, sýnist það hafa verið, að kristnir leiðtogar hafi haft ein- hverja ánægju af að niðurlægja mennina, og gera sem allra minst úr þeim. í>eir hafa sýnt það í kenningum sínum, að þeir hafa alls enga trú haft á mönnunum, og að þeir hafi í raun og veru aldrei til mikils ætlast af þeim. .Þess vegna, eins og eg sagði, megum vér undra oss á því, ekki að mennimir eru eins ófúllkomn- ir eins og þeir eru, en heldur að þeir eru ekki miklu verri en þeir eru, undir svona löguðum áhrifum, vantrausts og tortrygn- is. En berum þessar skoðanir saman við þær, sem landstjóri Ástralíu hafði, fyrsti landstjóri þess lands, sem hafði sem þegna sína, yfir þúsund fanga, sem voru flestir hinir verztu glæpa- menn, afhrak heimaþjóðarinnar, sem hún vildi segja skilið við að öllu leyti. Hann sá í þessu fólki eitthvað, sem öðrum var hulið. Hann hafði þá trú að þeir mundu ekki bregðast traustinu sem hann hafði á þeim. Og er tímar liðu, sýndi sagan að hann hafði rétt fyrir sér. Hið góða í manns- sálinni sigraði, en hið óæðra, og hið illa, varð að víkja fyrir því. Fyrir nokkru, þ. e. a. s. á stríðs- árunum, klipti eg úr einu dag- blaðanna örstutta grein, sem fjallaði um þetta sama efni. Og þar var sagt, “ef vér höfum enga tiltrúa til mannanna, ef vér trúum ekki að gott búi í manns- sálinni, þá ættum vér að vera mjög hlynt einræðisstefnunni, sem hyggur að eina ráðið sé að hópa fólkinu saman og knýja það til að játa trú og stefnu einræðis- menskunnar.” 1 kirkjomálum, mættum vér samkvæmt þessari skoðun segja, “Sú kirkja eða sú trúarstofnun sem hefir enga tiltrú til mann- anna, sem hyggur að þeir séu allir forhertir syndarar, hlýtur að vera hlynt einræðismensk- unni, sem vill steypa alla menn í sama mótinu. Rétttrúnaður, þröngsýni, kreddufastar skoðan- ir, eru allar í anda einræðis- menskunnar, því að hugmynd þeirra er að menn eigi að beygja sig undir skipanir þeirra, en ekki að þær eigi að laga sig eftir þörf- um mannanna. En á hinn bóginn, þeir sem I hafa trú á möguleika mannanna, sem hafa trú á mikilleik manns- andans, sem halda því fram að meira gott en ilt búi í manneðl- inu, þeir gætu ómögulega sam- sint því, að láta niðurlægja mennina eða halda þejm í and- legum eða efnalegum fjötrum. í stað þess, geta þeir ekki annað en heimtað fult frelsi fyrir hvern einstakling í samræmi við þá hugmynd, sem vér köllum lýðræði, þar sem undirokun eða þvingun þekkist ekki, og fá enga fótfestu. Einn punktur í trúarstefnu vorri er trú á framför mann- kynsins áfram og uppá við að ei- lífu. Og hvemig sem ástatt hefir verið í heiminum á liðnum tím- um, og hversu dimt sem hefir sýnst vera, þá sannar öll saga heimsins, þessa trú. Mannkynið er að fullkomnast, hvernig sem útlitið sýnist vera, mennirnir eru að færast áfram, þeir eru að | þroskast og þeir halda áfram að þroskast í_framtíðinni, eins og hingað til, þó að það verði hægt og seint. Ef vér trúum ekki þessu, ef að vér hugðum að mennirnir væru syndugir í insta eðli sínu, þá finst mér vér geta haft litla von um framtíðina. En þar sem að vér trúum að framþró- unar lögmálið sé að verki, og að þrátt fyrir ófullkomnun, séu mennirnir að fullkomnast, að vitkast, og þroskast á margvís- legan hátt, þá getur framtíð mannanna á þessari jörðu ekki annað en verið björt og full af von og fegurð. Það er satt, eins og margir munu segja, að enn sé dimt í heimi, þó að ófriðurinn sé á enda En hversu dimt sem það verður, þá er það aðeins að gera ilt verra, með að gefast upp í von- leysi, og svartsýni. Ef að fyrsti landstjóri Ástral- íu, landstjóri yfir þúsund ill- mennum, og enn fleirum, er ár- in liðu og stjórn Englands sendi fleiri og fleiri þangað, ef að hann hefði gefist upp, ef að hann hefði mist trú sína á möguleika mann- anna, á hinu góða í þeim, þá hefði þessi nýlenda aldrei orðið meira en villimanna hæli. En hann hafði trú, og trúin skapaði veruleikann. Og eins mun verða, aftur og enn aftur í framtíðarsögu heimsins. Þessi sannleikur endurtekur sig sí og æ. Mannkynið sekkur stundum 1 dj úpt í allskonar ólifnað, og þar með tel eg stríð og alt sem því tilheyrir. En mannkynið rís úr þeirri villu altaf aftur, og mun 1 rísa þar til hinn bjarti dagur kemur, að lokum, og menn láta 1 aldrei aftur leiða sig út af braut «friðar og sælu, neinstaðar í heim- inum. Og allar þjóðir heimsins munu búa saman í friði og bróð- urkærleika. Mannkynið lætur aldrei halda jsér lengi í fjötrum, andlegum eða efnalegum. Það vitkast, það i þroskast, það öðlast skilning, það 1 sér villurnar, og þokast síðan smásaman áfram á fullkomnun- 1 arbraut. Eftir hina dimmu nótt þá birtir ætíð aftur af degi. Eftir 1 eyðileggingu tímabil byggir það ætíð aftur á ný, og reisir fegurri musteri, en áður þektust. Þetta hefir að minsta kosti verið sagan hingað til. Og eg á góða von um að þetta haldi á- fram að vera sagan. Mannkynið sannar þannig, að syndin sem rætt er um, er aðallega í huga þeirra sem óskapast mest út af henni. Vér trúum að mannkynið fær- ist áfram og fullkomnist til ei- lífðar. Þetta er sannfæring vor. Og, af trú vorri getum vér gert það, sem vér trúum af heitri sannfæringu, að fullkomnum veruleika. RORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld HENRY FORD TEFLIR Á TYISÝNU Hann ætlar að ná forustunni innan bifreiðaiðnaðarins — eða tapa aleigunni. komist brátt upp í 5400 á dag. áliti var næstum ómöglegt að1 Þegar svo er komið, ætti félagið ■ komast að samkomulagi við ekki lengur að tapa peningum á | UAW, meðan Bennett, hörku- hverjum einasta bíl sem fram-j tólið frá í gamla daga hélt stöðu leiddur er. Næsta ár kann fram- sinni. Seint um kvöld nokkurt í jan- austurlanda ROSIR leiðslan að geta verið orðin 8000 bílar á dag. Henry yngri ^erði sér það ljóst, að hann átti enn eftir mik- Ekki er þess langt að bíða, að, ið ólært sem bifreiðaframleið- j úar síðastliðin, hringdi Richard keppinautar Ford verksmiðj- j andi. — Hann kom því á fót Leonard, yfirmaður UAW-CIO anna fái annað og meira að nefnd faglærðra og reyndra verðlýðshreyfingarinnar hjá hugsa um. Fyrstu bílarnir fyrir nianna, nokkurs konar ráðgjaf-i Ford bifreiðaverksmiðjunum, á árið 1947 hafa þegar verið smíð- arnefnd. Meðal nefndarmanna John S. Bugas, forstjóra hjá1 aðir hjá Ford. Margar sögur fara eru nienn eins og John Bugas, | Ford Motor Company. I af þessum nýju bílum, en það fyrverandi yfirmaður FBI deild- “Heyrðu, John” sagði Leon- einá, sem vitað er með vissu er , arinnar í Detroit, Mead L. Brick- ■ ard, “við skulum reyna að kom- j að Henry vonast til að geta selt er> sem hefir yfirumsjón með bif- ast að samkomulagi um þetta þá fyrir minna verð en nokkra reiðaframleiðslunni og John R. strax”. “Já, hvers vegna ekki?” sagði Bugas. Þeir áttu við samkomulagstii- raunirnar, sem um þessar mund- ir fóru fram milli Ford og UAW. Næsta dag, á einum tveimur klukkustundum, gengu Bugas og Leonard frá samningum, sém þeir höfðu ekki getað komið sér saman um í níu vikur. Ford verk- smiðjurnar gengust inn á að greiða verkamönnum sínum 18 centum meira á klukkustund; verklýðsfélagið gaf Ford loforð þess um öryggi, sem farið hafði verið fram á, eða að engar vinnustöðvanir mundu fram- kvæmdar um tiltekinn tíma. Þetta var þýðingarmikið atriði fyrir Ford. Á fjórum og hálfu um ári höfðu 773 verkföll verið gerð hjá honum. Þegar samningur þessi var gerður borgaði Ford hærri laun en aðrar bifreiðaverksmiðjur Og nú hafði framkvæmdastjóri félagsins, Henry Ford II. skuld- bundið sig til aðborga 39,000,000 dollara til viðbótar. Samkvæmt skýrslum verksmiðjanna, tapaði Ford 300 dollurum á hverjum einasta bíl, sem framleiddur var. Hversvegna hafði þá þessi nýji samningur verið gerður? Árið 1914 hafði Henry Ford I. sigrað í samkeppinnni við aðra bílaframleiðendur, með því að greiða verkamönnum sínum fimm dollara á dag. Nú var svo komið, að sonarsonur hans varð að leggja álíka mikið í hættu. Henry II. ætlar að ná forustunni innan bifreiða iðnaðarins — eða tapa aleigunni. Félagið hefir svo árum skiftir verið að dragast aftur úr Árið 1930 seldi það 40% af öllum bif- reiðum Bandaríkjanna. Árið 1941 aðeins 18.8%. Ágóðinn minkaði hlutfallslega. aðra bifreiðartegund. I Davis, yfirmaður sölu og auglýs- Þessi dugnaður unga forstjór- {ingadeildanna. ans hefir vakið furðu flestra bif- reiðaframleiðenda. Samkeppni um vinnuafl. Ötull starfsmaður Sú ákvörðun Henry yngri að gera sitt til að Fordverksmiðj-Í Henry var fljótari að iæra urnar standi ekki að baki keppi-1 undirstöðuatriði bifreiðaiðnaðar-! nautunum, lætur hann hafa nóg ins en menn höfðu yfirleitt að Sera- En skrifstofa hans er, vænst. - Sú skoðun hans, að iburðarlaus og hkist skrifstofum , . . , * u___1 annara forraðamanna fyrirtæk- vmnuþiggjendur verði að bera J ábyrgðina ásamt vinnuveitend- isins- Hann fer venjulega á fætur klukkan 6 á morgnana. Á ferð- um, var ekki ný. Það, sem var nýtt við þetta var, að hann hafði , , , ., , i . i * , • j. •* x nm smum til sknfstofunnar, en synt tolverð hyggindi við að koma þessu í framkvæmd. Hann hafði gert vinuaflið að sam- keppnisatriði. Þegar bifreiða- framleiðandi for þess a leit við , _____° xn hann, að hann sameinaðist hin hún er tólf mílur frá heimili hans, keyrir hann til reynslu tvo nýja bíla. Á leiðinni opnar framleiðendum í baráttu þeirra gegn kauphækkunum, svaraði hann með þjósti: “Þú reynir að leysa þína erfiðleika. Eg skal sjá um mína”. Fáir af íbúum Detroit þekkja hann vel. í æsku hafði hann á- samt bræðrum sínum og systr- um lítið samneyti við önnur börn — að mestu sökum þess að Ford-fjölskyldan hræddist mannræningjana. Myndir þeirra birtust sjaldan í blöðunum. Líf- vörður var jafnan hafður umþau. Er hann hóf nám við Yale háskólann 1936, byrjaði hann sem verkfræðingur. Eftir ár gafst hann upp á því — fagið of leiðinlegt. 1 stað þess tók hann upp þjóðfélagsfræði, en lauk aldrei námi og hætti skólagöngu sinni eftir fjögur ár. Sama ár, 1940, giftist hann Anne McDonnell frá New York. Anne, er ein af 14 börnum efnamanns- ins James Francis McDonnell, var kaþólsk. Henry tók sjalfur upp kaþólska trú daginn áður en þau giftu sig. Hann og kona hans tóku sér bústað í húsi, sem Edsel Ford gaf þeim. 1 fyrstu veislunni sem þau héldu, vakti hin nýja frú Ford furðu boðs- gestanna. — Áður en borðhaldið hófst, fór hún með borðbæn. Byrjaði í verksmiðjunum. Henry hóf vinnu sína hjá föð- ur sínum sem óbreyttur starfs- maður. Hann gerði við vélar, Verkföll valda erfiðleikum. Styrjöldin stöðvaði þetta um tíma. Ágóðinn jókst. En það voru margs konar erfiðleikar, sérstak- lega verkföll, sem dundu yfir. Meðan Bandaríkjastjórn borg- aði brúsann, var engin hætta á að fyrirtækið yrði gjaldþrota. En [smurgi bíla og vann önnur verka- er friður komst á, gátu verkföll-1 manna störf. Það virtist engin in ein saman ráðið niðurlögum astæða til að flýta sér. Svo var þess. Og þá, einum tveim mánuð-1 að sjá) sem faðjr hans, Edsel um eftir lok styrjaldarinnar Ford mundi eiga eftir að vera komu fram kröfur frá UAW um forstjóri verksmiðjanna svo ár- 30% launhækkun. Henry yngra [ um skiftir. í apríl 1941, gekk tókst að ráða fram úr þessum Henry yngri í sjóherinn. vandræðum með ®stakri þolin-1 Fn skyndilega urðu snögg um- ( mæði í samkomulagsumleitun1 skifti Faðir hans andaðist eftir um, auk þess sem hann sýndi stutta iegU- nu ia a að kenna verklýðsfélaginu hvernig komið honum það, sem læra mátti um var með fjárhag félagsins. Tæk- bílaiðnaðinn, eins flótt og auðið ist honum einnig að auka fram- j var Afi hans, gamli Henry Ford, leiðslugetuna, gat svo farið, að tðk sjálfur að sér kensluna. En takast mætti að lækka fram- stálhendin, sem einu sinni stjórn- leiðslukostnaðinn. I aði þessu verslunaxweldi var orð - Eitt af því fyrsta, sem hann in máttlaus. í september síðast- gerði, var að framkvæma ýmsar iiðnum Varð hann að segja af sér breytingar meðal hæstlaunuð-j forstjórnastöðunni. Henry yngri ustu starfsmannanna. Hann tok þegar við. bætti við ungum efnilegum | Stórfeldar breytingar voru mönnum, hækkaði aðra í stöðum gerðar. Henry Bennett, uppá- sínum. I frístundum sínum ferð- halds starfsmaður afa hans um aðist hann um landið og átti við-1 margra ára skeið, var sviftur ræður við hina 6200 umboðs-' stöðu sinni. Margir fyldu á eftir j menn Fords. honum. í sætunum, reynir öll helstu tæki bifreiðarinnar og gefur umsjón- armönnunum nóg að starfa. Eitt sinn heyrðist hállgert tómahljóð, er hann skellti aftur einni bílhurðinni. — 1 gremju sinni kallaði hann saman alla helztu framleiðslusérfæðing- ana. “Vitið þið ekki”, hrópaði hann “að umboðsmenn Chevro- let sýna viðskiftavinunum Ford bifreið og skella hurðinni? Þegar hljóð líkt og þetta heyrist, segjai þeir: “Þarna sjáið þið! Þetta er| búið til úr blikki!” Og svo selja' þeri þeim Chevrolet”. Að því loknu hljóp hann að nýjum bif- reiðum, fem stóðu þarna í röð, skelti hurðum þeirra og merkti allar, sem hljómuðu líkt og sú fyrsta. Ford-bræðurnir Þar sem Fordfjölskyldan er viss um það, að stjórn fyrirtæk- isins mun ekki hverfa úr hönd- um hennar, hefur þjálfun yngri bræðranna þegar hafist. Annar sonur Edsel Fords, Bensen, verð- ur líkast til við deild þá, er hefir með höndum samvinnu vinnu- veitenda og starfsmanna. Hon- um féll jafnvel ver við námið en Henry og var aðeins eitt ár við Princeton háskóla. —Þriðji bróðirinn, Billy tuttugu ára að aldri, hefir gaman að vélum og ætlar að ljúka prófi við Yale, áður en hann byrjar að starfa með bræðrum sínum. Þessi yndislega teg- und rósa var töpuð til margra ára, en fanst svo af hendingu í ein- um gömlum garði og nefnd á ensku “Climb- ing Peony, Climbing Rose, Double Hardy Morning Glory” o.s.frv. Hún deyr á haustin en sprettur af sömu rót á vorin. Mjög harðger og kröftug. Fullvaxnar, tvíblóma rósir eru ljós rauðar, 1% til 2 þml. i þvermál, og standa í blóma alt sum- arið, jafnvel i heitu veðri. Margir eldri garðyrkjumenn muna þessa finu vafningstegund. Við bjóðum plöntur sem blómstra þetta sumar. Pantið og sendið borgun núna. Verð- ur send um sáðningstímann. (Hver 50(í) (3 fyrir $1.25) (tylftin $4.00) póstfritt. FRl—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1946 Enn sú fullkomnasta 95R DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario — eða tapað. Henry efast ekki um það, að hann muni sigra, að atvinnuerfiðleikar verksmiðj- unnar séu nú úr sögunni. Og það er eitt sem bendir til þess, að hann hafi rétt fyrir sér. — Frá styrjaldarlokum hefir ekki orðið ein einasta vinnustöðvun vegna verkamanna Ford verksmiðj- anna. —Mbl. 11 apríl. Þegar að því kemur, getur Henry bróðir hans hafa sigrað Sendið börnin á Sumarheimilið Byrjað verður að starfrækja Sumarheimilið á Hnausum 12. júlí í sumar og þá verður stúlku- hópur sendur þangað, næst er drengja hópur. Hver hópur fyrir sig, hefir 12 daga dvöl á heimil- inu. Hægt er að taka á móti 30 börnum í einu. Öll bömin fara undir læknisskoðun daginn áður en hver flokkur fer frá Winni- peg og er undir umsjón sérfræð- ings í barnasjúkdómum, sem er í þjónustu Winnjpeg-borgar (Win- nipeg Health Department). Eins og á fyrri árum verður eftirlitið hið vandaðasta á heim- ilinu. Foreldrar sem að vilja senda börn sín þangað, til að njóta heilsusamlegrar dvalar i hinu rólega og fagra umhverfi eru beðnir að snúa sér til þeirra sem að hér eru nefndir, sem munu útvega þeim umsóknar- skjal. Allar umsóknir verða að vera komnar inn fyrir 15. júní. Winnipeg — Mrs. J. Ásgeirsson, 657 Lipton St., sími 71 182. Oak Point, Man. — Mrs. Dóra Mathews. jundar, Man. — Mrs. H. E. John- son. Piney, Man. — Mrs. B. Bjöms» son. Riverton, Man. — Mrs. S. Thor- valdson. Árborg, Man. — Mrs. H. von Renesse. Forstöðunefndin Nýjar Bækur til Sölu Alþingishátðin 1930, Próf. M. Jónsson, 300 myndir..$23.00 Vasasöngbókin, 300 söngtextar.................. 1.60 A heiðarbrún, ljóðmæli, Dr. Sveinn E. Björnsson Ritsafn I, Br. Jónsson......................... 9.00 Saga Islendinga í Vesturheimi, Þ. Þ. Þ., III. bindi. Björninn úr Bjarm,;landi, Þ. Þ. Þ.............. 3.25 Grammar, Text & Glossary, Dr. Stefán Einarsson. .. 8.50 A Primer o/ Modern Icelandic, Snæbjörn Jónsson.... 2.50 Lutherans in Canada, Rev. V. J. Eylands, 107 myndir 3.00 The Björnsson’s Book Store & Bindery Bandi Ób. $23.00 $18.50 1.60 3.75 2.50 9.00 5.00 3.25 2.50 702 SARGENT AVENUE WINNIPEG, CANADA Pantanir bárust inn fyrir einni miljón bifreiða. Sem stendui Um leið og Henry sagði Benn- ett upp, losnaði hann og við leif- eru 2800 bílar framleiddir dag- arnar af stefnu þeirra í starfs- lega í verksmijunum, og auk háttum félagsins, sem hann hafði þeirra um 300 traktorar. Henry lengi litið á sem meiðandi fyrir hefir vonir um að framleiðslan Ford verksmiðjurnar. Að hans Tilkynning um fulltrúa okkar á Islandi Umboðsmaður okkar á Islandi er Bjöm Guðmunds- son, Reynimel 52, Reykjavík. — Hann tekur á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Heimskringla og Lögberg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.