Heimskringla - 22.05.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 22.05.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. MAI 1946 HVÍTAGULL En þegar hann hafði loksins tínt á sig fá- einar spjarir og opnað hurðina, þaut allur hundasægurinn niður eftir ísnum. Þeir hlupu beint vestur ísinn geltandi og ýlfrandi. Þeir voru fárnir. Eitthvað hálf mílu í burtu heyrði '' hann þá stansa og gelta eins og þeir væru ærðir, “Einkennilegir eru þessir hundar,” hugs- aði Níels með sér. En eitthvað óvenjulegt hafði viljað til fyrst þeir þutu út úr hlýjum bólunum sínum, þar sem þeir sváfu rólegir yfir hina köldu heimskautanótt. Hann vakti Madeline og þeir hlupu með byssur af stað til að sjá hvort Boileau sveinarnir hefðu ært fyrir þeim hundana. Af litlum hól niður við ströndina sáu þeir einhverja þúst koma skríðandi í áttina til sín. Hundarnir höfðu þyrpst í kring um hana og geltu nú ekki fram- ar. “Þetta er engin skepna, því að þá mundu hundarnir fljúga á hana og tæta hana í sundur,” sagði Madeline. “Við verðum að fara og sjá hvað þetta er — þarna er eitthvað ilt í efni,” svaraði Niels og hljóp af stað. Stuttu síðar sáu þeir að þetta var maður, sem kom skríðandi á fjórum fótum og dró á eftir sér skíðagrind. Það var Jim Lansing! Hann var sama sem meðvitundarlaus og þekti þá ekki. Hann vissi að einhverjir voru í kringum sig, en skeytti því engu, heldur skreið altaf með fönnunum í áttina til kofans. Niels eyddi engum tíma í umræður. Made- line skar í sundur sleðabandið, lyfti henni með húð og sleða og bar hana heim að húsinu. Niels slengdi Jim á bak sér og kom á eftir. “Guð minn góður, þau hafa verið á ferð í bylnum!” tautaði Madeline. “Aníta gafst upp, og Jim varð að draga hana að síðasta áfangan- um.” “Já, Jim gerði það, sem hann gat til að koma henni hingað — og honum tókst það líka,” rumdi Niels. 14. Kapítuli. Tveir dagar liðu þangað til Aníta gat sagt Niels sögu þeirra um ferðalagið og tildrög þess. Þegar Niels heyrði að Jim hefði fundið hvíta- gullsnámuna á ný, sendi hann Madeline strax af stað til að leita. Hann varð sjálfur ásamt Anítu að stunda Jim. Hann var með óráði, var kalinn á fótum og annari hendinni, því að hann hafði týnt vetlingnum. Kuldinn hafði heltekið hann svo mjög, að hann fékk svæsna lungnabólgu. Jim var svo dauðveikur að Niels fór þvert yfir vatnið til stöðva Gilmour félagsins, og bað þá að senda flugvél eftir lækni sem átti heima í Fort Smith. En þeir sögðu nei. Þeir vildu jafnvel ekki gefa Niels meðöl. Vika leið áður en Jim fékk rænuna og tíu dagar liðu þangað til þau Niels og Aníta höfðu komið honum úr hættu. Þeir Madeline og Ponhk komu aftur úr leit- inni, en erindið hafði eigi hepnast með öllu. Skafrenningur hafði hulið slóðina eftir Jim og* Anítu, en þar sem eitthvert hlé var fundu þeir sporin alla leið til stóra flóans. En lengra höfðu þeir ekki þorað að fara, því að njósnarar Gil- mour félagsins voru á hælum þeirra, og höfðu þegar frætt aðalstöðvarnar er sendi flugvél á hæla þeirra með menn sem áttu að elta þá. Þess- vegna voru þeir svo skynsamir að snúa aftur. Ferðin hafði samt sannfært Jim um, að náman var á einni snjóeyjanna og sennilega í miðjum flóanum, svo að nú þurftu þeir ekki langt að leita. Hann var sannfærður um, að hann gæti fundið staðinn á tveimur þremur dögum og helgað sér hann samkvæmt lögum. Þegar Jim var úr hættu batnaði honum fljótt og hálfum mánuði síðar var hann kominn á fætur næstum jafngóður og hann var áður. Hann náði brátt Anítu hvað heilsu snerti, og komst svo fram úr henni. Samt virtist hún ekki hafa beðið neitt tjón af þessari svaðilför, en hún var einkennilega seih til að safna kröftum á ný því að hún borðaði lítið og lá andvaka nótt eftir nótt. ★ ★ ★ Dag einn heyrðu þau Panhk hrópa úti og hlupu öll út til að sjá hvað um væri að vera. Sólin var komin á ný! Suður yfir vatninu gátu þau séð rönd af sólinni, og eftir hinar löngu sólarlausu vikur urðu þau trylt af gleði, þau hrópuðu og döns- uðu, svertu glerbroÞtil þess að geta horft sem bezt á hana og allir hundarnir tóku undir og geltu af öllum mætti. Tuttugu mínútum síðar var hin litla rönd horfin un<jir sjóndeildar- hringinn. En það hafði verið dagur í tuttugu mínútur. Jim var ákafur og lagði ráð á um nýja at- lögu, og kvöld eitt þegar Aníta lá og bylti sér í rúminu, sem var í öðrum enda hússins og þiljað af með tjaldi, kom Jim inn til hennar og færði henni heitt súkkulaði í bolla. Hann settist á rúmstokkinn til að tala við hana. “Aníta — hm — mundir þú hafa mjög á móti því að fara til Northumbríu núna?” spurði hann ofur gætilega. “Hvað ætti eg þangað að gera?” spurði hún tortryggin. “Ó, það er ekki skemtilegt fyrir þig að holast hérna í kofanum með fjórum karlmönn- um,” sagði hann, “og þú hefir hvort sem er haft það nógu erfitt í vetur. Auk þess ert þú ekki mjög hress til heilsunnar, svo að dálítil upplyft- ing fyrir þið væri ekki úr vegi um lítinn tíma.” Aníta vissi að hann hefði ekki sagt sér sönnu ástæðuna. Núna þegar menn Gilmour-fé- lagsins höfðu nánari gætur á þeim en nokkru sinni fyr, sá hann að það mundi leiða til bar- daga á milli þeirra, og vildi hafa hana á örugg- um stað áður en ófriðurinn byrjaði fyrir alvöru. — Og Aníta lofaði því að fara að orðum hans. Enda þótt hún kviðí fyrir, þá hafði hún þessa síðustu daga verið komin á fremsta hlunn að stinga upp á þessu sama. Hérna var öðru vísi en í tjaldinu þeirra við Moskus-vatnið. — Hér voru þau ekki tvö ein. Hér voru þeir með Jim, Niels og Magdeline og mundu hjálpa honum. Hennar þurfti ekki með. Aftur á móti gat hún kanske veitt honum mikla hjálp með því að vera í Northumbríu. Beverly hafði farið til bæjarins og var að láta setja af stað rannsókn til að koma Jim fyrir kattarnef — en ef hún var nálægt þegar hann kæmi aftur, þá gæti hún kanske stöðvað hann. Næsta dag byrjuðu þau Jim og Aníta að undirbúa ferðalagið til Northumbríu, en þá kom viku bylur og á hæla hans fjöldi annara bylja, sem verða ætíð í Þokumánuði Indíán- anna. Tvisvar reyndu þau að brjótast af stað, en neyddust til að snúa aftur í bæði skiftin. Fyrst í þriðju viku febrúar gátu þau lagt af stað. Þau höfðu átta hunda, langan og mjúkan sleða, tjald og hvílupoka og nesti til þriggja vikna. — Förin yfir hið mikla Northumbríu vatn varaði fimm tíma í flugvél, en á hunda- sleða í tólf daga. Fj^sta daginn drógu hundarnir þau 45 mílur, en þá voru þeir ólúnir og alt var fla.tt undir fæti. En næsta dag voru þeir fótsárir og fóru sér hægar? Brátt varð Aníta þess vör að það var ekki tóm skemtun að ferðast á slíkum farskjótum. Hundarnir geltu og góluðu að tunglinu alla nóttina, svo að örðugt var að festa blund, og þeir stálu öllu, sem laust var og ekki var inni í tjaldinu. Altaf voru þeir að flækjast í aktýgjunum eða þá að fljúgast á. Yfir höfuð voru þeir altaf að fljúgast á og án sýnilegrar á- stæðu. Einhver hundurinn gaut hornauga á annan hund og á sama vetfangi var allur hóp- urinn iðandi og ýlfrandi kös, svo að hárin flugu af þeim í allar áttir. Það þurfti að minsta kosti hálftíma til að beita þeim fyrir sleðann á morgnana, og Jim þurfti ekki nema að líta af þeim, þá voru þeir röknir saman í áflogabendu, og þá varð hann að taka til á .ný. Annars var ferðin tilbreýtingarlaus. Jim fór á fætur klukkan sex og lagði á hundana, og um kl. 7 lögðu þau af stað. Um miðdegið stöns- uðu þau og átu miðdegisverð og óku svo þangað til kl. sex um kvöldið. Þá urðu þau að reisa tjaldið, gefa hundunum að éta frosinn hvítfisk, og taka af þeim litlu leðurskóna, sem þeir höfðu á löppunum til þess, að þeir skæru sig ekki á skaranum. Á meðan kveikti Aníta á “prímusnum” og sauð matinn, og strax á eftir skriðu þau inn í hvílupokann, en hundamir grófu sig niður í snjóinn úti fyrir tjaldinu. Aníta féll vel að ganga eins og tvo tíma fyrst á mrognana til að koma blóðinu á hreyf- ingu, en lengst af sat hún í sleðanum vafin úlf- héðni miklum. Þau hreptu byl einn dag og urðu að vera um kyrt allan daginn. Annars var oftast heið- skýrt veður og frosthart. Sólin steig hærra á lofti með hverjum deginum, og skein á þau tvo tíma á hverjum degi án þess að hún hlýjaði þeim neitt. Hart var frostið. Stundum var rosabaug- urinn svo margfaldur að þar sýndust sex til sjö sólir á lofti niður við sjóndeildarhringinn, og smá hæðir í fjarska virtust háar sem fjall. Stundum sá Aníta tröllvaxnar skugga- myndir í lofti, stóðu þær á höfði. Þetta voru myndir af henni sjálfri, Jim og hundunum. — Hundarnir voru eins stórir og gufuvagn fyrir járnbrautarlest, en þau Jim eins og risar. Þetta var fyrsta langferðin, sem hún fór á hundasleða, og þótti henni þetta skemtilegt. — En mest þótti henni samt gaman af að vera ein ásamt Jim. Þau voru alein á ný. Félagar sem unnu saman. Þegar hann gekk við hliðina á sleðanum þá stalst hendin hans stundum og tók um handlegg hennar, og þegar augu þeirra mættust var hann vís að brosa, og bros hans var eins og sólskin, er oft birtist í brosi sak- lausra drengja. Jim gerði aldrei neitt hálft, og nú, þegar honum var farið að þykja vænt um hana, var það sterk og heilhuga ást eins máttug og vorleysing. Aníta vissi að hinir tveir til þrír síðustu mánuðirnir höfðu verið það tímabil, sem ham- ingja þeirra hafði skapast á, en ekki þessi á- stríðufulla vika, er þau höfðu kynst fyrst i Edmonton. — Þá höfðu þau sama sem ekkert þekst og átt fátt sameiginlegt. Nú höfðu þau búið, unnið og barist saman — og horfst í augu við dauðann ásamt hvort öðru — og höfðu þannig stofnað til félagsskapar, sem stóðst hverja raun. Nú hagaði hann ætíð orðum sín- um á þennan hátt: “Við skulum gera þetta,” eða “næsta ár skulum við líta nánar á það”. Það sem mestu varðaði, þau höfðu lært að virða . hvort annað — það er tryggasti grundvöllur- inn fyrir staðfastri ást. Aníta kyntist Jim á þessum tíma, eins og hann var í raun og veru. Jim sjálfan. Smá atriði eins og þetta, að hann reyndi að gefa henni meirihlutann af matnum, er þau voru í bylnum, sagði henni meira um það hvernig Jim var, en heil vika í Edmonton hafði gert. Sér til mestu undrunar skildi hún, að þetta sem hún hélt að væri ást, og hafði gripið huga hennar í Edmonton, var ekki nema sjónhverf- ing líðandi stundar. Þetta var alt önnur ást, er hún bar nú í brjósti. Það var merkilegt til þess að vita, að hrifnirig sú, er þau höfðu hvort af öðru í Edmonton, skyldi þróast eins og hún h^fði' gert á þessum mánuðum — hafði tengt þau böndum, sem aldrei mundu bresta. Aldrei!” Þau komu til Northumbríu um kvöld þrettán dögum eftir að þau lögðu af stað frá Kewah-tina. Nú þegar litla þorpið lá grafið í snjóinn, með logandi ljós í hverjum glugga, er bentu ferðamanninum heim, var þao næstum fallegt. Þeim var tekið sem tignum gestum. West- lake lánaði þeim strax húsið sitt þessa þrjá daga, sem Jim ætlaði að dvelja þarna. Eftir það átti Aníta að búa hjá Pálu Michaels. Bev- erly var ekki kominn ennþá, en Westlake sagði, að hann hefði sent Morrison prófessor, loft- skeyti fyrir stuttu síðan. Lögreglumaðurinn fræddi þau einnig um, að annað stórt námu- félag, Norðvesturfélagið hafði heyrt um hvíta- gullsfundinn, og hefði sent mennt til Northum- bríu til að finna Jim að máli. Þessar fimm gulu flugvélar, sem þau höfðu séð á ísnum, voru eign þess félags, og mennirnir voru í tjaldi þar fast hjá. Önnur mikil nýung þar um slóðir var sú, að Mamie Kimritz væri farin leiðar sinnar. Rétt fyrir jólin hafði komið til þorpsins gull- nemi einn, útlifuð fyllibytta, sem hafði selt Norðvesturfélaginu bikblendings námu, er hann hafði fundið, og fengið hátt verð fyirr. Mamie hafði strax komist í kynni við þennan nýja gullfugl, og hafði svo hlaupið á brott með hon- um til bæjarins og menningarinnar. Þau höfðu tekið með sér alt það gullduft, sem Eddi átti og þúsund dala virði af loðskinnum. En samt sem áður lofaði Eddi hamingjuna fyrir, sögðu menn, og skemtu sér vel yfir þessu. Aníta fyltist ótta yfir fjarveru Beverlys Gilmours. Hún vissi að hann var að snuðra upp íortíð Jims, og mundi sjálfsagt ekki liætta fyr en hann hafði komið því öllu upp. Og þegar svo væri komið mundi hann láta höggið ríða af. Hún var viss um að hann hafði snuðrað eitthvað upp, annars mundi hann sjálfsagt hafa látið þetta falla niður. Jæja — áður en Gilmour kæmi til baka gat ekki Aníta gert neitt, já, jafnvel þá vissi hún ekki hvernig hún ætti að hefjast handa. Gil- mour hataði Jim af öllum sínum mætti, og mundi ekki hugsa sig um augnablik að gera honum alt það ilt, sem hann gæti. En Aníta hét því, að áður en hún sæi Jim í fangelsi, árum saman eða æfilangt, skyldi hún reyna að hefta för fjandmanns hans, hún skyldi gera það á einn eða annan hátt — jafnvel, já, jafnvel þótt hún yrði að fórna sjálfri sér til þess. Daginn áður en Jim fór frá Northumbríu sá Aníta forstjóra Norðvesturfélagsins. Hann hét Clint Nelson. Það var rólegur og þreklegur maður, líkur David Westlake, og fanst Anítu áreiðanlegt að hann mundi breyta rétt og drengilega við Jim ef samningar gerðust með þeim. Hann hafði ekkert í látbragði sínu, sem bar vitt um hina kuldalegu og hélu slægð, sem lýsti sér í framkomu Morrisons prófessors, né frekju og óbilgirni Beverlys Gilmours, er ekki sveifst neinna ráða til að ná markinu. Um kveldið er þau voru í kofa Westlakes, mintist Aníta á, að hún hefði séð og talað við Nelson. Það var orðið framorðið og birkikubb- amir í arninum höfðu hrunið saman í glóðar- haug. Þorpið var alt í svefni. Jim sat og las yfir skjal eitt, sem þeir Westlake og hann höfðu sett saman þá um daginn. “Eg hugsa að þessi Nelson geri þér viðun- anlegt tilboð, Jim,” sagði hún. “Og eg hugsa líka, að hann sé maður til að berjast við Gil- mour félagið. Norðvesturfélagið, er líka vold- ugt félag, og hefir fjölda manns og margar flugvélar í þjónustu sinni. Það getur tekið upp bardagann í stað þín.” “Eg talaði við Nelson í gær,” svaraði Jim, og leit upp úr skjalinu. “Eg hugsa að hann sé maður til að halda námunni fyrir Gilmour fé- laginu, en tilboð hans var of lítið. Hann bauð mér fimtíu þúsund nú og hundrað þúsund að auki þegar félag hans hefði fengið rétt á nám- unni — en mér finst það nái engri átt að bjóða hundrað og fimtíu þúsund fyrir námu, sem er virði margra miljóna. Eg á fundinn og þegar eg hefi barist fyrir honmu í heilt ár, hefi eg þetta næstum í hendi minni. Nei, eg sleppi þessu ekki fyrir lítinn hluta þess, sem það er virði! Auk þess læt eg ekki Beverly hræða mig né menn hans.” “En Jim, hugsaðu út í það hversu vel okk- ur gæti liðið ef þú tækir tilboði Norðvesturfé- lagsins,” sagði Aníta áköf. Við gætum átt heima suður frá á vetrin og á sumrin gætum við verið við Bjarnarána ásamt Niels og Edda, og liðið þar vel. Við hefðum nægilegt fé til að vinna gullnámuna þar eins og ætti að vinna hana, og nægilegt fé til að ferðast hvert sem væri í leit eftir nýjum námum. Við gætum lifað eins og aðalsfólk! Hvers óskar þú annars frekar?” “Við höfum rætt þetta áður, svo við skul- um ekki byrja á því nú. Að minsta kosti ekki í kvöld,” svaraði Jim ákveðinn. Aníta sá að árangurslaust var að ræða þetta frekar. Hann hafði lagt allan sinn huga á, að tryggja sér þetta hvítagull, og hún gat ekki þokað honum neitt. Þúsund eldishestar mundu ekki orka því. Hann átti ennþá alt það fram- sóknarþor, sem hafði knúð hann til að skríða þegar hann gat ekki dregið hana lengur með því að ganga uppréttur, áfram, áfram, að kofa Niels, þótt hann væri hálf meðvitundarlaus af hungri og þreytu. “Komdu hingað snöggvast Aníta,” sagði hann og hún settist á bríkina á stólnum hans. “Eg fæ þér þetta skjal nú og skal útlista þ^ð fyrir þér áður en eg fer til Kewah-tina. Eg vona að þú verðir ekkert hrædd. Við Westlake höfum sett það saman einungis af varkárni. — Þetta skjal veitir þér eignarétt á hvítagulls- fundinum og gullnámunni við Bjamarelfuna. En þú þarft aldrei að nota þetta skjal — ef ekki — eg á við að þú þarft aldrei að nota það. En ef eitthvað skyldi koma fyrir í Kewah-tina, þá er þetta lögleg eign þín, og enginn getur svift þig þeim rétti. Niels og Eddi eiga auðvitað sinn hluta af gullnámunni við Bjarnarána, og þú getur gefið Niels eins mikið af hvítagullsfund- inum og þú vilt. En alt hitt er þín eign heil og óskift. Hm — þetta er ljóta vitleysan,” sagði hann alt í einu. “Eg tala eins og eg væri að gera erfðaskrá. — Geymdu bara skjalið og gleymdu svo öllu saman, Aníta.” En blaðið lá á borðinu. Anítu hrylti við að snerta við því. Hún gat ekki vitað nema það væri undirritað með hartablóði Jims, og ef nokkuð ilt henti hann langaði hana ekki í einn einasta eyri, sem kæmi inn fyrir hvítagulls- fundinn, sem hún hataði af heilum huga vegna þess, hve margt hafði ilt af honum leitt. Heldur vildi hún fara að vinna á skrifstofu á ný, og eyða ámnum við ritvélina, en að snerta neitt alj þeim auðæfum, sem annað eins hafði leitt af. Hversvegna gat Jim verið svona blindaður af gullþorstanunrv? 1 raun og vem var það al- gengur mannlegur breyskleiki að sækjast alt af eftir meira og meira. Ef hann vildi bara stansa sem snöggvast og hugsa sig um! Á öllum öðmm sviðum lét hann skynsemina ráða. Já, ef hann aðeins færi að hugsa um þetta, var hún viss um, að hann mundi líta á hvítagullsfundinn eins og hún gerði — sem stalla grimdaræðisins, sem lífi hans yrði kanske fórnað á. 1 blindni sinni var hann eins og margri aðrir, sem hún þekti. Þeir höfðu alt það fé, sem þeir þurftu með, en þyrsti sífelt í meira. Fé sem ekkert gagn gerði þeim ef maðurinn með sigðina sækti þá heim. Aníta svaf ekki dúr um nóttina. Hún bylti sér í rúminu, þjáð af hugboði um ill örlög fram- undan. I náttmyrkrinu óx þetta í huga hennar og varð að hræðilegri martröð. Hún fór snemma á fætur, bjó til morgunverð og vakti Jim á þeim tíma, sem hann hafði beðið hana að vekja sig, og svo borðuðu þau saman við kerta- ljósin í stofunni. Þetta var drungalegur morgun og snjólegt í lofti. Westlake kom og hjálpaði Jim að hlaða farangri á sleðann og týgja hundana. Þeir bit- ust og flugust á eins og venulega, og aktýgin flæktust og fóru úr lagi og þeir reyndu að bíta mennina. Það var eins og þá grunaði alla þá erfiðleika, sem fyrir þeim lágu. En annars gekk vel að búa á sleðann, og alt var vel útbúið fyrir langferðina. Á meðan þeir voru að útbúa þetta fór Aníta í skinnfötin, og þau Westlake fylgdu Jim út á litla skógarnesið þar, sem leiðin lá út á ísinn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.