Heimskringla - 29.05.1946, Blaðsíða 3

Heimskringla - 29.05.1946, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 29. MAÍ 1946 HEIMSKRINGLA 3. SlÐA því eg var skrifari við landsyfir- réttinn. Einu sinni, þegar eg reið þangað, var norðanrok og svo mikið frost, að Elliðaárnar voru upphlaupnar og fyltu lægð- ina holta milli, og var ís yfir öllu saman, nema að í miðjunni var auður áll, svo sem 50 álna breið- ur. “Hvað á eg nú að gera?”i sagði eg við sjálfan mig. “Það er ekki gott að láta landsyfirréttinn standa málþola, enda held eg sú jarpa hafi það, að henda sér yfir álinn”. Eg sló í hana. Hún af stað fram að álnum, tók sig á loft og henti sér yfir hann. Þegar hún var að taka sig upp, kom að mér svört flyksa fjúkandi og henti eg hana á lofti meðan mer- in var yfir miðjum álnum. Þegar yfir um kom, fór eg að gá, hvað þetta var. Það var þá strákurinn hann Oddgeir. (Þ. e. Oddgeir Stephensen, er síðan varð nafn- kunnur og merkur maður, kon- ferenzráð að nafnbót, og um 34 ár einn æðsti maður í stjórn iandsins, f. 1812, d. 1885). Hann hafði fokið heiman frá Esjubergi! ★ Einu sinni járnaði eg þá jörpu með 6-boruðum skaflaskeifum og reið henni síðan til Reykjavíkur- kirkju. Þá voru svo mikil frost, að Kollafjörður var allur lagður og einlæg glerhálka heiman af Esjubergshlaði alla leið til Reykjayíkur. Eg reið í einum spretti hvora leið. En þegar eg kom heim í hlaðvarpann, skrik- sði merinni fótur. Eg skildi ekki í því; eg hélt hún væri þó vel járnuð. En þegar eg kom al- veg heim á hlaðið, sá eg hvers kyns var: Þá stóðu allar skeif- urnar fastar á sköflunum í skemmuþilinu. Hún hafði tekið svo snarplega til fótanna, þegar eg fór af stað um morguninn, að hún hafði skirpt öllum skeifun- um undan sér í skemmuþilið. ★ Einu sinni reið eg þeirri jörpu til útskálakirkju og heim aftur eftir messu. Útsynningur var, og kom eitt élið, þegar eg var að fara af stað frá Útskálum. Fyrstu kornin komu á lendina á mer- inni, þegar eg fór á bak á Út- skálahlaði; en fyrstu kornin komu á herðarnar á mér, þegar eg fór af baki á Esjubergshlaði. Svo hafði hún vel undan élinu. -—Heimilisblaðið. Presturinn okkar er svo grand- var, að hann fe? aldrei í brúð- kaupsveizlur. Hvað á það skylt við grand- varleik? Jú, hann segir, að samvizka sín fyrirbjóði sér að taka þátt x nokkru, sem eigi skylt við á- hættu., * * * Stína: “Hvað varstu búin að þekkja manninn þinn lengi, þeg- ar þið giftust?” Gunna: “Eg þekti hann alls ekki þá — eg hélt bara, að eg þekti hann.” ★ ★ ★ 1. mannæta: “Hvaða kven- mann sá eg þig með í gær- kvöldi?” 2. mannæta: “Það var ekki kvenmaður, heldur kvöldverður- inn minn.” ★ ★ ★ Hakakrossinn (swastika) er elzta tákn, sem menn þekkja. I sanskrit merkir hann: ‘alt í lagi’j 150 ÁRA MINNING SKÚLA FÓGETA Eftir S. K. Steindórs Úr Lesb. Mbl. ------ Framh. Örðugt sambýli. Sú venja hafði tíðkast, að æðsti embættismaður konungs hér á landi, hefði aðsetur á kongsgarðinum Bessastöðum. Erv Ólafur Stephensen, leit Viðey girndaraugum og vildi setjast þar að. Fékk hann þeim vilja sínum framgengt, eins og fleiru, enda skein náðarsól Kristjáns konungs 7.! ofur þægilega á Ólaf stiftamtmann. Flutti hann búferlum þangað um vorið 1793. Hnykti Skúla nokkuð við, er hann varð þessa vísari, en lét þó engan bilbug á sér finna, eins og 'sézt af þessari ágætu vísu er hann mælti af munni fram: “Stiftamtmaðurinn Stephensen frá Stórahólmi, voldugur þó í Viðey svamli, verður ei hræddur Skúli gamli!” En ekki hefur það verið hon- um sársaukalaust. Viðey var honum kær staður og þar hafði verið ríki hans um 40 ára skeið. Ekki bjóst Ól. Steph. heldur við því, að sambýlið yrði ánægju legt, eins og sézt af bréfi, er hann ritaði stjórninni, þar sem hann tjáir að hann hafi kosið sér að- setur í Viðey: — “Sá ókostur fylgir þó þessu vali mínu, að eg verð að sitja uppi með hinn gamla nöldrunarsama landfóg- eta Skúla Magnússon, er varla getur skriðið á fótum lengur, og fær það mér mikillar áhyggju”, segir Ólafur. Stóð ekki á “röggseminni” hjá stiftamtmanni; því um haustið lét hann selja eigur Skúla, uppí skuldina við kongssjóðinn. Var alt innbú hans selt, að einhverju lítilræði undanskildu, sem Skúli fékk að halda meðan hann lifði, en þó gegnveði, fyrir “miskun- semi” stiftamtmanns. Seldust eigurnar á uppboði, fyrir 1090 ríkisdali, eða hærri upphæð en skuldin nam. — Þó var ekki lát- ið þar við sitja, því hann tók einnig bókas. Skúla, á 14. hundr- að bindi, sem má kallast mikið á þeim tíma, og verið hefir all- gott, þar sem það var metið á 384 rd., en þá var ekki “nútíma- verð” á notuðum bókum. Voru bækurnar sendar til Kaup- mannahafnar og seldar þar á uppboði. Andlát Skúla fógeta. Ekki þurfti Skúli þó lengi að þola það angur að vera samvist- um við Ól. Stephensen í Viðey, og vera skotspónn fyrir amasemi hans. — Því Skúli andaðist 9. nóv. árið 1794. — Var hann hress fram í andlátið, og hafði 'ferilvist síðasta daginn sem hann lifði, segir Magnús Ketilsson. Ólafur Stephensen ritaði stjórninni 21. nóv. sama ár, í tilefni af andláti Skúla; en af ásettu ráði þóknað- ist honum þó, að skýra rangt frá, og segir að Skúli hafi “í hinni þungu legu sinni, sjaldan verið með sjálfum sér”. — Hver sem tilgangurinn hefur verið. Flestum mun reynast æði örð- ugt, að verjast því að kenna i nokkurrar gremju í garð Ólafs John S. Brooks Limited DUNVILLE, Ontario, Canada MANUFACTURERS OF GILL NETTING Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna og fyrsta flokks “Sea Island Cotton” og egypskum tvinna. Þér megið treysta bœði vörugœðum og verði Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar. L Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg Umboísmaíur fyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta stiftamtmanns; vegna hinnar hrottalegu framkomu hans í garð Skúla fógeta, eins hins mesta og bezta Islendings sem lifað hefir. Var ólík framkoma þeirra feðga, því Magnús Steph- ensen, sem var merkismaður á marga lund, og föðurbetrungur í flestum greinum, fer hinum- mestu viðurkenningarorðum um Skúla, og telur hann hinn nyts- amasta og merkasta landfógeta, sem hér hafi verið. Skúli fógeti var grafinn 25. nóv., í kór Viðeyjarkirkju, sem hann hafði látið byggja. — Hélt ágætismaðurinn, Jón sýslum., Jakobsson (mágur Ól. Stephen- sen, giftur Sigríði systur hans) merkilega tölu: “Skylduminn- ing að gröf mikils hugrakks skörungs Skúla Magnússonar”. (Lbs. 275 4to.) — Einnig samdi Jón, latínudrápu, um Skúla lát- inn: “Gloria ex amor Patriæ”. Eru hér teknar nokkrar setning- ar þaðan. (Þýtt eftir dönskum texta): “----Hinn sanni heiður vinst með ást til föðurlandsins. Minstu þessara orða, göngumað- ur; hver helst sem þú ert, við þessa gröf er þú sérð, sem til- heyrir hinum í lifandi lífi hágöf- uga og víðfræga Hr. Skúla Magn- ússyni.------Með aðdáun skul- uð þið heyra og lesa um afrek hans. Samróma skuluð þið yið- urkenna, að Skúla Magnússon ber að telja, einhvern mesta mánn, sem lifað hefur á íslandi. Samróma skuluð þið votta að hann vegna ástar sinnar á ætt- arlandinu, hefur verðskuldað þetta hrós------.” Á kistu Skúla var letrað: “Hann var í lífinu einn sá helzti merkismaður, stórum gáfum gæddur; elskaði sitt föðurland, til hvors velgengni hann sparaði hvorki fjör né fé”. Af orðalaginu má ráða, að Jón sýslum. Jakobs- son, hafði samið áletrun þessa. Ekki er þess getið, hvort Ólafur stiftamtmaður hafi verið við- staddur útförina. Skylt er að veita því athygli, að eigi voru þeir fáir, danskir heiðursmenn, sem skildu fram- faraþrá Skúla, og umbótavið- leitni, betur, en flestir hinna leið andi manna íslendzkra, og veitu honum drengilega liðveislu vel- ferðarmálum þjóðarinnar til framdráttar. Og í einu Kaup- mannahafnarblaði, árið 1795, segir svo um Skúla látinn: “— Hann var einn meðal hinna merkustu manna og leitaðist við með stakri elju og sannri föður- landsást að verða ættlandi sínu að gagni. Hann er hniginn í val- inn, en nafn hans og orðstír mun æ lifa”. —Þó ókunnugt muni vera hver er höfundur þessara hlýlegu sannyrða, er ekki fráleit tilgáta að það muni hafa verið Eggerts baron, (d. 1812) honum var til þess trúandi. Lýsing Skúla. Leitt er til þess að vita, að eng- in mynd skuli vera til af Skúla fógeta, og lýsingar af honum eru ekki einu sinni allar samhljóða. En trúverðugasta, verður að telja, lýsingu Jóns sýslum. Esph- ólín, enda er lítill vafi á, að hann hefur þekt Skúla, þar sem hann var orðinn sýslum. í Snæfells- nessýslu, áður en Skúli lét af landfógetastörfum. En auk þess átti Esphólín greiðan aðgang að góðum upplýsingum um hann, frá föður sínum Jóni sýslum. Jakobssyni. Lýsir Esphólín Skúla þannig: “Hann var hinn fjörugasti mað- ur stórbrotinn og hugaður vel til hvers sem að kom, þótti nokk- uð svaðafenginn á hinum fyrri árum og frekur við öl, og nokk- uð harðdrægur; voru þar um- sagnir margar og sumar sannar; þótti honum gaman af því hver sem einbeittur* var í góðu eða illu; hann var vel munaðarleys- ingjum og kallaður raungóður, og var trúlyndur, heldur hár meðalmaður þéttvaxinn og hör undsbjartur, toginleitur og bólu- grafinn, (eftir bóluna) varaþykk- ur, dökkeygur, hraustur til heilsu; ekki var hann mjög lærð- ur maður, en skyngóður vel og djarfur, og þurfti lítt fylgi ann-| ara”. — Væri gaman að því, að íslenzkir málarar gerðu málverk af Skúla, eftir því sem þeir hver um sig, hugsa sér hann, í hinum ýmsu viðhorfum í lífi hans. Eftirþankar. Óneitanlega hvílir nokkur dapurlegur ömurleiki, yfir síð- ustu æfiárum Skúla fógeta, og ekki mun fráfall hans, hafa vald- ið neinni þjóðarsorg.— En víst er um það, að ef hann hefði fall- ið frá, er hann var uppá sitt bezta um þær mundir sem honum hafði auðnast, að ráða niðurlög- um “Hörmangara”. Myndi eng- inn hafa grátið: “Annan meir en afreksmennið það”. — Á þeim tíma, hefðu flestir verið fúsir að segja: “Island hefir ei eignast son, öflugri stoð né betri en hann!” — En nú var Skúli orð- inn gamall maður og fátækur. Flestir jafnaldrar hans og vinir voru dánir, en skjaldborg ftænda og tengdamanna orðin þunnskip- uð. Einnig virtist mörgum þá í svipinn að minnsta kosti; sem margt af nýunga framkvæmd- um hans og baráttumálum, hefðu orðið harla þýðingarlítil. Þannig segir séra Jón O. Hjaltalín: (fað- ir Hjaltalín landlæknis) : “Hans umbrota hver eru not og gróði? Er það nema auðs útkast, óróseml, þreyta, last?” Að sumu leyti var ekki svo ó- eðlilegt að Skúli væri misskil- inn, þó hörmulegt væri það. Hann var um flest svo langt á undan samtíð sinni, svo almenn- ingur átti örðugt með að fylgja honum eftir í brautryðjenda störfum hans, bar margt til þess armóður og vesældómur þjóðar- innar, en einkum bagaði hann vöntun á aðstoð hins prentaða orðs, framkvæmdum hans og á- hugamálum til framdráttar til að fylkja þjóðinni undir gunn- íána hans. En okkur nútíma- mönnum ætti aftur á móti, að vera vorkunnarlaust, að átta okkur á því, hversu þýðingar- mikið lífsstarf Skúla fógeta var. — Eða mun hann ekki eiga meg- inþáttinn í því, að hér býr nú:— “Stjórnfrjáls þjóð, með verslun eigin búða”. Börn Skúla fógeta. Þau hjónin Steinunn og Skúli, áttu 7 börn, sem náðu fullorðins- aldri og voru bæði gáfuð og mannvænleg. Ekki eru þó ættir komnar nema frá þrem dætrum þeirra. Létu þau hjón menta dæt- ur sínar, betur en þá tíðkaðist fyrst og fremst í kvenlegum listum, en einnig lærðu þær bók- leg fræði, þannig voru þær látn- ar læra bæði danska og þýzka tungu. — Naumast er þó hægt að segja, að barnalán þeirra hjóna, væri mikið. H HAGBORG FUEL CO. H ★ Dial 21 331 NoJLl)" 21 331 Elstur var Jón landfógeti, f. 1738 og er hans áður getið. Guðrún (eldri) f. 1739. Giftist Jóni Snorrasyni sýslum. í Skaga- fjarðarsýslu. Hann var gáfumað- ur og mentaður innanlands og utan, en lítill auðnumaður, drykkfeldur og óeirinn og ráð- deildarlítill og varð eigi lang- lífur. Varð Skúli að selja eitt- hvað af jarðeignum sínum nyrðra, til að gjalda fyrir óráð- síu hans. Bjó Guðrún fyrst eftir að hún varð ekkja, um nokkur ár á Stór-Ökrum, en fluttist síð- an til Viðeyjar. Barnlaus voru þau hjón. Björn, f. 1741. Var lærður byggingameistari, settist að í Kaupm.h. og stundaði iðn sína, giftist danskri konu, en barn- laus voru þau. Enginn vafi er á því, að Skúli hefur ráðið því, að Björn nam þessa iðn, og hefur ætlast til að hann settist að hér á landi, og notaði kunnáttu sína til að bæta húsakost landsmanna sem var Skúla mjög hugleikið mál. Frh. á 7. bls. 3y,%i% Okxein Vet/c! Osýnilegir hanskar upp úr krukku! H’ LVENÆR sem óhrein verk liggja fyrir að vera fram- kvæmd, þá er tíminn að nota “ósýnilega hanska”. Þú dregur þá á hendur þér, aðeins með því að bera á þær létta húð af “Protek” rjóma, eitt það hentugasta sem efnablönd- un hefir framleitt samkvæmt vísindalegri rannsókn. Og kvenmönnum líkar einnig “Protek”. Þær maka því á hendur sér áður en þær byrja að hreinsa til, mála, pól- era, svo þegar verkinu er lokið, þá þvo þær sér um hend- urnar í vatnið og öllu er lokið á svipstundu. “Protek” er bara eitt sýnishorn þess, hvernig efnasam- setning sýnist gera ótrúlega hluti, léttandi undir dagleg störf með alveg nýjum efnategundum. Hreinar hendur á mínútunní/ \ \ \ ÞJÓNAR CANADA MEÐ EFNAFRÆÐI

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.