Heimskringla - 29.05.1946, Blaðsíða 4

Heimskringla - 29.05.1946, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. MAl 1946 Ifehnskriníjla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. ÖIl viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 29. MAI 1946 Dýrtíðin og ellistyrkurinn Þessa síðustu daga þegar eg hefi verið að lesa dagblöðin og séð hvaða tökum dýrtíðin er að ná á hér um bil öllum hlutum ætum og óætum, hafa komið í huga minn “Skammdegisvísur” Þorsteins Erlingssonar, sem byrja á þessum hendingum: “Altaf fækka aumra skjól, altaf lengjast nætur”. Mér hefir einnig orðið það á að hugsa til aldraða fólksins, fólksins sem orðið er of gamalt og slitið til þess að vinna fyrir lífs-nauðsynj um sínum og fær framfærslu sína fyrir hinn svo nefnda elli-styrk, eða í fínni orðum sagt, eftirlaun, eins og sumir kalla það. Mér heyrist þá bergmála í nætur-kyrðinni söngur þess- ara allslausu og hjálparvana einstæðinga: “Þessi tíð er þung og laung „ þeim, sem inni kúra og í myrkri sultarsaung saungla milli dúra”. i ^ Laun þeirra, sem altaf hafa verið sniðin við neglur, hækka ekki, þar er ekki um neina dýrtíðar-uppbót að ræða. Þingmenn og borgarfulltrúar veigra sér ekki við að hækka sín eigin laun, og það svo, að í bága kemur við velsæmis-tilfinningar kjósendanna, en á sama tíma sjá þeir enga leið opna til þess að láta einum mol- anum fleira detta af borðum sínum fyrir bágstödd systkini sín sem fyrir margskonar atvik hafa beðið lægri hlut í lífsbaráttunni. Það er ekki einu sinni að sumir menn telji sér trú um að engin ráð séu fyrir hendi til þess að létta undir byrðina með þessu fólki, síðasta áfangann, heldur nota þeir málsnild sína og gerfileik til þess að fá samborgara og samvinnumenn á sitt mál. Samvizka þeirra sefur svo fast, að þeir sjá ekki að: “Á þá mæna eftir björg, umkringd þúsund meinum, vonaraugu ótalmörg á þeim votu greinum.” Sól réttlætis og bróðurkærleika er sein að rísa upp af öldum mannlífs-hafsins. Meðan hennar nýtur ekki við verður kulsamt í heiminum. Við bíðum og vonum — og raulum með gamla fólkinu, sem þrátt fyrir allan mótbyr og aðköst lifir í voninni: “Kvöl er hvað þú kæra sól, kemur seint á fætur.” P. S. P. FRÓÐLEG RIT UM ÍSLENZK FRÆÐSLUMÁL Eftir próf. Richard Beck Fræðslumálastjórnin á íslandi hefir nýlega gefið út tvö fróðleg og þörf rit um íslenzk fræðslu- mál, bæði samin af Helga Elías- syni fræðslumálastjóra, sem er mikill áhugamaður um þau mál og hinn ötulasti starfsmaður. Hið fyrra af ritum þessum nefnist “Lög og reglur um skóla og menningarmál á Islandi sem í gildi eru í marzlok 1944”, og birtust þar í fyrsta sinni í einu lagi og í bókarformi, eins og fram er tekið í formálsorðunum, öll helztu gildandi lög og reglur um skóla og menningarmál á Is- landi. Er hér um að ræða mjög skilmerkilega saman tekið og einkar handhægt yfirlitsrit ujn þessi efni, er varpar jafnframt björtu ljósi á fræðslumál hinnar íslenzku þjóðar og menningará- stand hennar í heild sinni. Hver sá, sem blaðar í þessari fróðlegu handbók, mun skjótt komast að þeirri niðurstöðu, að skólamál Islendinga eru bæði víðtæk og mörgum þáttum slungin, og að þeir standa framarlega í hópi annara menningarþjóða á því sviði. Hinsvegar gerist engin þörf að fjölyrða um það, hvert grundvallaratriði skipun þeirra mála er í andlegu lífi þjóðarinn- ar alment. Síðara rit Helga fræðslumála- stjóra, “Stutt yfirlit um skóla- mál á Islandi 1874—1944”, er greinagóð saga íslenzkra fræð- slumála í megindráttum, sér- prentun úr Almanaki Hins ís- “Hljómlistarfræðslan”, “Náms- flokkar”, “Mentaskólar”, “Em- bættismannaskólar — Háskól- inn’, “Háskóli Islands”, “Yfir- stjórn fræðslumálanna” og “Síð- asta milliþinganefnd í skólamál- um”. Höf. hefir eðlilega orðið að fara fljótt yfir sögu og láta sér nægja að stikla á höfuðatriðum í þessu yfirliti sínu. Óneitanlega hefir honum eigi að síður tekist að koma hér fyrir, á innan við fimtíu blaðsíðum, harla miklum og næsta fjölþættum fróðleik um íslenzk skólamál. Ber yfirlit hans því órækt vitni, hve mikl- ar framfarir hafa orðið á sviði þeirra mála á Islandi á síðustu 30—40 árum, og einnig hinu, er fyr var vikið að, hve Islendingar standa orðið framarlega í fræð- slumálum, ekki sízt þegar litið er á allar aðstæður þeirra. Vakandi áhugi fyrir stöðugum umbótum í þeim efnum lýsir sér einnig í starfsemi síðustu milli- þinganefndar í skólamálum, er kenslumálaráðherra skipaði (samkv. undangenginni þingsá- lyktun Alþingis) í júnílok 1943. Undir forystu prófessors Ás- mundar Guðmundssonar, hefir nefnd þessi samið ítarleg frum- vörp um fræðslumálin og komið fram með ýmsar víðtækar nýjar tillögur varðandi þau; hafa sum þeirra frumvarpa þegar náð sam- þykki Alþingis og eru tálin marka tímamót í íslenzkum skólamálum. Þetta yfirlit Helga fræðslu- málastjóra er prýtt myndum þeirra manna og kvenna, sem mest og farsællegast hafa komið við sögu íslenzkra skóla- og fræðslumála, og er það glæsileg ur hópur og þjóðkunnur, alt frá dögum þeirra Jóns Þorkelssonar skólameistara og Ludvig Harboe, er mörkuðu með ferðum sínum um Island 1741-45 og tillögum sínum um fræðslumál hið merk- asta spor í skólasögu landsins. BÆN AMERÍKU Eftir Franklin Delano Roosevelt forseta Bandaríkjanna (Séra Árni Sigurðsson frí- kirkjuprestur hefir að beiðni Samtíðarinnar þýtt þessa fögru bæn hins trúaða og gifturíka Bandaríkjaforseta. Bænin var prentuð í júlí-hefti amerísks tímarits árið 1944.—Ritstj.) A LMÁTTUGI Guð. Synir vor- ir, blómi þjóðar vorrar, hafa nú tekist á hendur stórfenglegt verk, lagt út í baráttu til þess að verja þjóðveldi vort, trú og menningu og til þess að leysa þjáð mannkyn úr ánauð. Leið þú þá á vegum dreng- lenzka þjóðvinafélags fyrir árið skapar og réttvísi, gef örmum 1946, nema hvað kaflinn um þeirra styrkléik, hjörtum þeirra ljósmæðra-og hjúkrunarkvenna-* hugprýði, trú þeirra staðfestu. fræðsluna er tekinn úr grein eft- ir Sigurjón Jónsson lækni í AI- manakinu fyrir 1945 og síðasta kaflanum, um nýjustu milli- þinganefnd í skólamálum, hefir verið bætt við í hina sérprent- uðu útgáfu yfirlitsins Það fjallar aðallega, eins og nafnið bendir til, um tímabilið 1874—1944, en höf. lítur einnig um öxl og lýsir í stuttu máli fræðslu- og skólamálum á ls- landi á fyrri öldum, alt frá þeim tíma, er kristni var í lög tekin árið 1000. Er vert að geta þess í því sambandi, að senn eru 900 ár liðin síðan fyrsti reglulegi skóli var stofnaður á íslandi, en það var skóli sá, er ísleifur Gissurar- son biskup setti á stofn í Skál- holti árið 1056. Síðan rekur höf. í aðaldrátt- um þróunarsögu íslenzkra skóla- mála frá 1874, í eftirfarandi köfl- um: “Barnafræðslan”, “Mentun kennara”, “Ungmennafræðslan”, “Húsmæðra- og kvennaskólar”, “Búnaðarfræðslan”, “Sjómanna- fræðslan”, “Iðnfræðslan”, “ Verzlunarskólar’ ’, “Lj ósmæðra- og hjúkrunarkvennafræðslan”, Þeir munu þarfnast blessun- ar þinnar. — Leið þeirra verð- ur löng og ströng, því að óvin- urinn er sterkur. — Vera má að hann hrindi sókn herja vorra um hríð. Sigur mun varla vinn- ast með leifturhraða, en vér munum sækja á aftur og aftur; og vér vitum, að vegna náðar þinnar og vegna þess, að máls- staður vor er réttlátur, munu synir vorir sigri hrósa. Þeir munu þola harðar mann raunir, nætur og daga, þar til sigurinn er unninn. Orrustugnýr og eldur mun rjúfa myrkrin. Mannssálir munu þola skelfing- ar vegna hryðjuverka stríðsins. Þessir menn voru nýlega dregnir nauðugir af vegum frið- arins. Þeir berjast ekki af löng- un til að undiroka. Þeir berjast til þess að ráða niðurlögum allrar undirokunar. Þeir berjast til þess að leysa úr viðjum. Þeir berjast til þess að réttlæti megi ríkja og umburðarlyndi og góðvilji meðal alls lýðs þíns. Þeir þrá það eitt, að orustunni megi ljúka og að þeir megi aftur fara í friði hver til síns heima. Sumir þeirra munu aldrei aftur koma. Vef þá faðmi þínum, faðir, og veit þeim, þessum hug- prúðu þjónum þínum, viðtöku í ríki þitt. Og hjálpa þú oss, sem heima erum, — feðrum, mæðrum, börn- um, eiginkonum, systrum og 1 bræðrum, sem stöðugt hugsum | til kappanna fyrir handan höfin ! og biðjum fyrir þeim — hjálpa þú oss, almáttugi Guð, að helga oss þér með nýju, sterku trúar- j trausti á þessari stund fórnar- innar miklu. Margir hafa hvatt mig til þess að kalla þjóðina til sérstaks bænahalds á einum, ákveðnum 1 bænadegi. En af því að leiðin er löng og mikils að biðja, óska eg þess, að þjóð vor helgi sig stöðugri bæn.Hvert sinn, er nýr dagur rís og aftur þá er hverjum degi lýkur, skulum vér láta bæn- arorð vera oss á vörum, bæn um brautargengi þitt í baráttu vorri. Gef oss einnig kraft til að inna af höndum dagleg skyldu- störf, kraft til að margfalda framlög vor í þarfir hversveita vorra. Og lát hjörtu vor vera hraust, svo að vér fáum staðizt lang- vinna þraut, þolað harmana, sem koma kunna og blásið hugrekki voru í brjóst sonum vorum, hvar sem þeir fara. Og, Drottinn vor, gef oss trú. Gef, að vér treystum þér, treyst- um sonum vorum, treystum hver öðrum; treystum því, að barátta vor sé heilög krossferð. Lát hug- rekki anda vors aldrei dofna. Lát engin lítilvæg stundaróhöpp draga úr oss kjark, er vér sækj- um ákveðin og ósigrandi að þvi marki, sem vér höfum sett oss. Með þinni hjálp munum vér vinna bug á hinu guðlausa her- veldi óvinar vors. Hjálpa þú oss að vinna sigur á boðberum á- gengni og kynþáttadrambs. Leið þú oss, svo að vér fáum bjargað landi voru, leið þú oss ásamt systurþjóðum vorum til þess heimsbræðralags, er tryggja mun þann frið, sem ráðabrugg vondra manna getur ekki grand- að, frið, sem leyfir öllum mönn- um að lifa frjálsum og njóta réttláts endurgjalds heiðarlegr- ar vinnu. Verði þinn vilji, almáttugi Guð. Amen. Aths. Útgefendur tímaritsins, sem bæn þessi er tekin úr, telur efalaust, að þessi bæn Roosevelts forseta muni, er fram líða stund- ir og um allan aldur, verða Bandaríkjaþjóðinni sígildur, andlegur fjársjóður, líkt og ameríska frelsisskráin (Declar- ation of Indipendence) og ræða Abrahams Lincolns forseta við vígslu hermanngrafréitsins í Gettysburg á dögum þrælastríðs- ins.—Samtíðin. ÞEIR HUGRÖKKU ERU LÍKA ÓSTYRKIR Hér er sagt frá sálarástandi her- mannsins, áður en orustan hefst Ráðinn og reyndur hermað- ur veit fullvel, að hver einasti maður er hræddur, áður en hann leggur út í orrustu. Hendur hans titra, hann er þurr í hálsinum, og hann verður alltaf að vera að kingja, því' að “hjartað er alveg komið upp í munninn á honum.” Hann hefur enga eirð í sínum beinum. Alltaf er hann að gæta á úrið sitt, og svo er hann í sí- fellu að ganga úr skugga um, að riffillinn hans sé hlaðinn. Nýliði, sem aldrei hefur áður á vígvöll komið, kann að ímynda sér, að hann einn sé svona kvíða- fullur. En það er nú öðru nær. Gamli hermaðurinn er ekki hót- inu betri. Og sama máli gengur um óvinina. En þegar orrustan er hafin, víkur geigurinn fyrir ákafanum, baráttuhitanum upp á líf og dauða. Tilhugsunin um bardaga er ægilegust, þegar menn eru slíku óvanir með öllu. Þegar hermað- urinn venst skothríðinni og sprengingunum, venst því að horfa á menn engjast sundur og saman í dauðateygjunum, öðlast hann smám saman styrk til að bjóða öllu þessu byrginn. Það er ekki svo að skilja, að ótti hans hverfi með öllu, en honum lærist smám saman að kefja hann með því að hafa hugann allan við sitt ægilega starf. Og ef hann er vel vopnum búinn og veit, að hon- um er í lófa lagið að tortíma ó- vinum sínum, öðlast hann brátt nauðsynlegt traust, sem útrým- ir óttanum að mestu leyti. Þá veit hann, að brátt muni það verða óvinur hans, sem verða muni hræddur, svo að um mun- ar. Ef menn eru haldnir langvar- andi hræðslu, getur svo farið, að taugar þeirra guggni algerlega. Hræðsla er siðspillandi, beinlínis svívirðileg. Hún útrýmir siðferð- isþreki manna. Hún getur látið SIGGI GAMLI Eftir Hrafn Hrafnsson Hann þekti ekki á klukkuna og kunni ekki að lesa, en kúnum var hann góður og sá um þeirra hagi. Menn kölluðu hann stundum kauða og lúsablesa, en karlinn bara ók sér og glotti’ í hæsta lagi. Hann sýndist ekki fríður né veglegur á velli, hann vantaði það flest, sem mönnum þykir prýði. Andlitið var h'rukkað af hrakningum og elli og hafði sjálfsagt aldrei verið listasmíði. Hann.sagðist mundu vera á Suðurlandi fæddur, en sýndist ekki vera um slíka hluti fróður, og hvorki var hann arfi né ástúð sinna gæddur, því aldrei kvaðst hann þekt hafa föður sinn né móður. Hann lenti snemma á skútum og flæktist feikna víða, þótt fákænn oft hann reyndist og skorti andans þroska, hann þreyttist ekki að dorga né þolinmóður bíða, og þeir voru ekki margir, sem drógu vænni þorska. Hann flæktist síðast austur, örvasa og lúinn, þar opnaðist að lokum valinn gististaður, þótt karlinn væri hrumur og annar öklinn snúinn, þar eignaðist hann skýli og gerðist fjósamaður. Eg kvaddi gamla manninn fyrir fjórum árum, í fjósinu þá var hann að brynna og strjúka kúnum. Þær voru allar feitar og fallegar í hárum, sem fáguð voru af gömlum höndum, vinnulúnum. Þá setti hann á sig rykk og seildist yfir kýrnar; hann sagðist hafa gleymt að spyrja mig að hinu. Hann spýtti út í loftið og sperrti’ upp á sér brýrnar og spurði, hvernig beljurnar væru í útlandinu. -Eimreiðin. i menn stirðna upp, gert þá óbif- ! anlega eins og illa gerða dauða hluti. Engu að síður getur slíkt | komið hermönnum að góðu haldi, áður en þeir leggja út í eldinn. Það getur aukið á bar- áttuhæfni þeirra, því að óttinn gerir manninn hæfari til að berj- ast. Hjartað slær hraðara og dælir blóðinu örara út í hand- leggi og fætur og til heilans, þar sem súrefnis er þörf. — Starf lungnanna örvast, blóðþrýsting- urinn eykst. Hin mannlega vél — líkaminn — verður miklu starfhæfari en ella. Og hræðsl- an gagnar ekki einvörðungu einstaklingunum, heldur og hernum í heild sinni. Hún hef- ur sama hlutverk og rauða ljós- ið á járnbrautunum; hún gerir aðvart um yfirvofandi hættu og eykur varfærni manna. Það er stundum býsna örðugt fyrir hermann, sem er gagntek- inn af hræslu, að leggja út í bardaga. Til að byrja með virð- ist hræslan ekki ætla að hverfa. Á þessu er þjálfun þeirri, sem hann hefur öðlazt við heræfing- arnar, ætlað að ráða bót. Reynd- in verður sú, að hvað hræddir sem menn kunna að verða, leggja þeir þó alltaf út í orrust- una af eintómum vana, ef þeir hafa öðlazt næga hernaðarlega þjálfun. Og áður en varir, eru menn komnir út í eldinn og farn- ir að berjast. Hér eru fáein ráð til þess að útrýma hræðslunni með: 1. Aðhafstu eitthvað. Athöfn deyfir hræðslu. 2. Návist annarra manna dreg- ur úr hræðslunni. Menn ættu um fram allt að vera það nálægt hver öðrum, að þeir sæjust. 3. Samúðartilfinning hermann- anna eyðir hræðslunni Þeir vita það, að sífellt er höfð gát á þeim. 1 orrustu berst einn fyrir alla og allir fyri einn. 4. Þekking getur útrýmt hræðslu, og sannast þar hið forn- kveðna, að mennt er máttur. Það er mjög mikilsvert, að hermenn- irnir séu sífellt varaðir við yfir- vofandi hættu jafnframt því, sem þeim er bent á, hvernig eigi að forðast hana og sigra ó- vininn. 5. Skapstilling er höfuðvopn gegn hræðslu. Ef menn venja sig á að æðrast aldrei, hvað sem á dynur, munu þeir brátt öðlast furðu mikið húgrekki. 6. Þá er það mikil uppörvun að minnast þess, að tiltölulega fáir menn falla í orrustum og frem- ur fáir særast þar til ólífis. En það reynir oftar á hugrekki hermannsins en um það leyti, sem hann er að leggja til orrustu. Menn geta velkzt á flekum um úfin höf tímunum saman og jafn- vel vikum saman og horfzt þá sífellt í augu við dauðann. Menn geta lent í fangabúðum, orðið hættulega veikir í fjarlægum löndum án nokkurra tengsla við þjóð sína og skyldfólk. Segja má að í styrjöldum verði menn að þola flest það versta, sem hugz- ast getur í þessu lífi. Til eru þeir menn, sem ekki virðast kunna að hræðast. Þeir fyrirfinnast í sérhverjum her og eru alls ekki fátíð fyrirbrigði. Almennt er litið svo á, að þessir menn séu ekki andlega heilbrigð- ir. Venjan er sú, að sagt er um þá, að þá “vanti eitthvað”, sem svo er nefnt. Þessir menn eru taldir þó nokkuð hættuleg fyrir- brigði í hernaði. Yfirleitt eru þeir frábærlega ógætnir og freista oft félaga sinna til óvark- árni. Það ber ósjaldan við, að þeim áskotnast heiðursmerki fyrir dirfsku en mjög oft ana þeri beint út í opinn dauðann og láta líf sitt að þarflausu. Dirfska þeirra er ekki sprottin af hug- rekki. Hugrekki er í því fólgið, að menn láta ekki yfirvofandi hættu raska ró sinni í neinu, að menn framkvæma fyrirætlanir sínar á hættunnar stund, þrátt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.