Heimskringla - 29.05.1946, Blaðsíða 5

Heimskringla - 29.05.1946, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 29. MAl 1946 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA unnar stund og flestir andlega heilbrigðir menn sigrast á, er oft nytsamasta þekking, sem þeir eiga sér.—Samtíðin. fyrir eðlilega hræðslu. Hugreklci ekki á að flíka með nema í í- og ótti fá vel samrýmst. En sá trustu nauðsyn. hermaður, sem á sér hugrekkij Ef þú ætlar þér að koma ein- þarf enga hræðslu að óttast. Það hverju mikilvægu í framkvæmd, sem menn þekkja, er aldrei eins þá farðu sjálfur, leggðu þig allan óttalegt og hitt, er þeir bera ekki' fram og undirbúðu áform þitt. kennslu á.— óvissan. Sú þekk- Ef þú ert hreinskilinn og sann- ing, sem orsakar hræðslu á hætt- ur í málflutningi þínum, mun þér vel ganga. Kostaðu kapps um að vera öðrum mönnum til fyrirmyndar og eftirbreytni í góðu og nyt- sömu starfi og allri hegðan þinni. Ungi maður. Ef þú ætlar að vinna sjálfum þér eða öðrum og þar með talið landi þínu og þjóð til gagns og sóma, þá settu mark- ið hátt og strengdu þess heit að virwia af öllum lífs og sálar kröftum. Vertu mikilvirkur í störfum þínum, því að hver mun uppskera eftir því, er hann sáir. Við verðum að vinna meira og betur en aðrar þjóðir, ef við eig- um að standast samkeppni þeirra. Vertu hughraustur og gefstu ekki upp, þó að einhverja örðug- leika beri að höndum, því að þeir eru aðeins til að yfirvinna þá BRÉF TIL ÍSLENZKS ÆSKUMANNS Akranesi, 20. marz 1946 Kæri, ungi vinur: Þú baðst mig fyrir nokkru að skrifa þér bréf. Eg lofaði að gera það við tækifæri, og nú hef eg hugsað mér að láta verða af því. Það, sem mig langar að segja þér, er m. a. þetta: “Hver er sinnar gæfu smiður.” Margur hyggur, að mikil efni og ríkidæmi sé það eftirsóknar- verðasta í þessum heimi, en svo mun ekki vera. Hitt er annað mál, að peningar og önnur jarð- nesk verðmæti eru afl þeirra hluta, er gera skal, að svo miklu leyti, sem þau ná. Meiri peninga, meiri þægindi, minni vinna, komast í sem þægi- legasta stöðu og hafa sem minnst fyrir lífinu. Er þetta ekk> takmarkið hjá of mörgum? Vinnugleðin er góður lífsföru- nautiár og að vinna nytsamt og gott starf veitir sanna gleði, þeg- ar rétt hugarfar er fyrir hendi. Við skulum hugsa okkur ungan, efnalítinn mann, sem er að byrja lífsstarf sitt, t. d. útgerðarmann eða hvers konar athafnamann og jafnvel sérhvern einstakling þjóðfélaginu. Hvernig væri æsk- ilegt, að hann grundvallaði starf sitt? Eitt mikilvægt atriði virðist vera í því fólgið að afla sér trausts annara, þ. e. að koma sér vel við náungann. Það er hægt með ýmsu móti, t. d. á við- skiptasviðinu með því að vera ábyggilegur í öllum viðskiptum, lofa aldrei meira en maður er fær um að efna o. s. frv. Sá, sem temur sér að standa í skilum á tilsettum tíma, jafnvel þó að hann hafi orðið að fá lán hjá öðrum til þess að geta það, skap- ar sér traust og verður álitinn efnaður, en það er á við gildan sjóð, Þegar maður er búinn að vinna sér traust annarra manna, sem hann á undir að sækja, er hálfur sigur unninn. Vertu heiðarlegur í viðskipt- um þínum við aðra og sanngjarn, því að það er ekki stundarhagur, sem máli skiftir, heldur gott mannorð, sem lengi lifir. Vertu sparsamur og nýtinn og eyddu ekki meira en þú getur aflað. Reyndu að hafa glöggt yfirlit um afkomu þína og reyndu að stofna ekki til meiri skulda en þú ert maður fyrir, svo að þú verðir ekki skuldheimtumönn- um að bráð. Vertu drenglundaður og sann- ur við aðra og heimtaðu mest af sjálfum þér eða gerðu mestar kröfur til sjálfs þín. Vertu hóg- vær, lítillátur og nægjusamur. Reyndu að temja skapsmuni þína því að þeir eru meira virði en miklar, óstýrilátar gáfur. Vertu bindindissamur — drektu ekki vín, — því að Bakkus er slæmuf förunautur og getur afvegaleitt þig, áður en varir. Drukkinn maður vekur ekki traust. Vertu ekki svo flokksbundinn : stjórnarmálum, að þú blindist af eigingirni flokks þíns eða foringja. Láttu heldur samvizku þína og sannfæringu ráða gerð- um þínum. Vertu varkár í skuldbinding- um þínum, þegar um drengskap, æru og samvizku er að ræða. Strikaðu yfir þessi orð, þegar þau eiga ekki við, t. d. á margs konar opinberum eyðublöðum o. s. frv. Þetta eru hugtök, sem og eiga að gera manninn sterk- ari. Þegar óhapp ber að höndum, þá' hugsaðu fyrst um það eitt, hvað hægt sé að gera til þess að bæta úr tjóninu. Allt væl og harmatölur draga manninn nið- ur, en sterkur og ákveðinn vilji lyftir honum. Vertu staðfastur í áformum þínum og láttu ekki augnabliks- ástand glepja þig. Reyndu að vera trúr hugsjónum þínum og áhugamálum, jafnvel þegar illa horfir, því að öll él birtir um síðir. Það sýnir veikleika að hlaupa frá starfi sínu og hug- sjónum og tjón, sem leiðir af því er erfitt að vinna upp aftur. Mundu eftir því, að það eru svo margir, sem líða neyð í þess- um heimi og við eigum að hjálpa náunga okkar eftir beztu getu. Fyrst og síðast ræð eg þér til að hafa í huga þessi gullvægu sannindi: Ef Guð byggir ekki húsið, þá erfiða smiðirnir til ó- nýtis. Mundu eftir því að byggja hús þitt á bjargi, þ. e. sannri trú á skaparann allra góðra hluta, þá mun þér vel vegna. Eg ætla nú ekki að hafa þessi orð fleiri og bið þig að taka vilj- ann fyrir verkið. í guðs friði. Þinn einlægur vinur, Haraldur Böðvarsson. —Samtíðin. MAÐURINN EFTIR 100 ÁR Eftir Edwin Baird Hvernig verður maðurinn eft- ir 100 ár? Frægur, amerískur vísindamaður, dr. James Shelby Thomas í Chicago, svarar þessu á mjög frumlegan og athygli- verðan hátt. Áður en svar dr. Thomas er birt hér, lesendum Samtíðarinnar til fróðleiks og skemmtunar, þykir rétt að upp- lýsa, að hann er fyrrverandi forseti Clarkson College of Tech- nology og The Chrysler Institute of Engineering og að hann bygg- ir svar sitt á miklum og kost- gæfilegufn vísindarannsóknum. Framtíðarmaðurinn verður þannig, að því er dr. Thomas telur: Hann mun yfirleitt verða 125 ára gamall. Meðalhæð hans mUn verða 6 fet og 3 þuml. Hann mun aldrei verða feitur og ekki hær- ast. Líkamsbygging hans og heilsa munu verða með ágætum. Allri þessari fullkomnun tel- ur dr. Thomas, að maðurinn muni ná fyrir atbeina efnafræði- rannsókna, er komi honum að gagni. Þá segir hann, að breytt mataræði muni eiga sinn mikla þátt í því að skapa “fullkominn mann”. Hvernig mun maður næstu aldar haga lifnaðarháttum sín- um? Einnig á því sviði munu, að áliti dr. Thomas, verða furðu- legar breytingar. — Framtíð- armaðurinn mun lifa í húsi úr ó- brjótanlegu gleri. Þetta íbúðar- hús verður þannig úr garði gert, að öll háreisti, sem inn í það berst, mun á leiðinni gegnum veggina breytast í fagra tónlist. Með því að þrýsta á hnapp, má breyta skreytingu hússins í skjótri svipan. Ibúðarhús af þess- ari furðulegu gerð áætlar dr. Thomas, að muni aðeins kosta 1600 dollara. Öllum þessum furðulega á- rangri segir dr. Thomas, að unt verði að ná með vísindalegum aðferðum, sem nú sé beitt til þess eins að vinna sigur í styrj- öld. Er friðurinn kemur, telur hann, að tími sé til þess kominn, að nota hina vísindalegu tækni- þróun í þágu jákvæðrar baráttu fyrir bættri mannrækt og end- urbættum lífsskilyrðum fólks hér á jörðu. Við bíðum og sjáum, hvað set- ur. En vonandi mun þeim mönn- um, er sífelt prédika boðskap- inn: “Heimur versnandi fer”, fækka að mun, ef spá dr. Thomas á fyrir sér að rætast. Og þó tekst fulltrúum bölsýninnar væntanlega ávalt að leita uppi eitthvert barlómssjónarmið, þrátt fyrir stórbatnandi tilveru mannkynsins.—Samtíðin. Frúin: “Altaf man eg, hvað þú varst vitlaus í að giftast mér.” Maður hennar: “Já, en eg átt- aði mig bara ekki á því þá, hvað vitlaus eg var.” 4 . V '»■ -il íi'; V* Æ •^; 'V** x.14 r-.i .c-' > s.t'i B* 13cg» iiiiúig Decc itiber lóth 1 »CSt &o i\d as fluid mflk íot cons ,utnpfl°n SOl® ZC thatt flie leqa'- ie' ■tafl Pnce noví BL sube ^013 the qO ptev OV tBSS aiflnú- THlS ,\3CTlOP It Appeared In Your Newspaper December 2, 1942 vt:- v Since tfi en The Government of Canada has been paying a direct CONSUMER subsidy of TWO CENTS a quart which was passed along in its entirety to you. No one except consumers received any portion of it. This Subsidy Will Be Discontinued On June Ist In Winnipeg, milk reverts to the legal price as set by The Milk Control Board of Manitoba, of 12 </2e per quart. THE MILK CONTROL BOARD OF MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.