Heimskringla - 29.05.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 29.05.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. MAI 1946 HVÍTAGULL Westlake drógst aftur úr til þess að þau gætu kvaðst og Aníta fylgdi Jim fáein hundruð fet út á ísinn. Hann stöðvaði sleðann og þau stóðu þar andspænis hvort öðru. Aníta titraði, en það var ekki af kulda. Nú átti hún að kveðja Jim, aldrei hafði hún trúað, að þetta gæti verið svona hræðilegt. Og Jim ætlaði að fara til baka til Kewah-tina, kanske til að ganga út í opinn dauðann. Þegar Aníta hafði loksins eignast hann, þá átti hún að missa hann. Alt í einu fór hún að gráta. “t>ú mátt ekki fara, Jim! Þú kemur aldrei! Eg mun aldrei sjá þig framar!” Hann kysti hana og brosti. “Þú mátt ekki gráta, elsku Aníta mín — eg get sjálfsagt gætt mín. Löngu áður en ísinn leysir, kem eg aftur með skilríki fyrir hvíta- gullsnámunni, og þá — þá eigum við allan heiminn!” Aníta hafði vafið utan um hann handleggj- unum og vildi ekki sleppa honum. Loks losaði hann sig bíðlega af henni. “Eg má til að komast af stað, Aníta. Vertu sæl elskan mín. Og mundu: “Vertu aldrei hrædd við neitt”, var það ekki svona?” Jim horfði á hana lengi. Augnaráðið var stöðugt og fast. Vertu aldrei hrædd við neitt hafði hann sagt. Nei, það gat Jim sagt. Nú þeg- ar hún var ein eftir í Northumbríu þurfti hann ekki að sjá um neinn nema sjálfan sig. En hvernig átti Aníta að una biðinni, sem framund- an var? Hún var orðin furðu stælt þarna norður frá, en s@mt voru takmörk fyrir því hvað mikið forlögin lögðu á herðar manna. Aníta reyndi að kveðja, en orðin sátu föst fyrir brjósti hennar. Eftir síðasta kossinn og hlýtt handtak, lét Jim hundana fara af stað og ók inn í grátt morgunmistrið á vatninú. Aníta stóð og horfði á eftir honum þangað til hann hvarf út í móðuna. Hvarf inn í hinn mikla Niflheim — fyrir fult og alt! Þegar hún sneri við stóð David Westlake þar þolnimóður, og beið hennar. 15. Kapítuli. Daginn sem Jim fór, komu tvær flugvélar til Northumbríu frá Norðvestúrfélaginu og stöðugt bættust fleiri við. Menn komu frá Great Bear, frá Simpson, Forth Smith og jafnvel frá Flin Flon, og brátt var kominn heill her í litla þorpið. “Við erum hérna til að taka þátt í bardag- anum um hvítagullsnámuna, Mrs. Lansing”, sagði Clint Nelson hreinskilnislega við Anítu. “Mér þykir slæmt, að maðurinn yðar vildi ekki gera samninga við okkur, því að það er ekki venja okkar að ræna menn eignum þeirra. En Lansing hefir ekki minsta tækifæri til að sigra Gilmour félagið, og við lítum svo á, að við höf- um alveg eins mikinn rétt til þess og þeir!” En þegar Norðvesturfélagið ætlaði að hefj- ast handa, kom hinn mikli “Snjómánuður”, sem Indíánarnir nefna svo, og því var ekki hægt að ljúka neinu í bili. Það snjóar alt af mikið í þeim mánuði ,en nú snjóaði með fádæmum. Dag eftir dag dreif í næstum heilan mánuð. Fet eftir fet bættist við og gróf litla þropið á ströndinni. Anítu leið illa, stöðugt aðgerðarleysi, og heilsa sem ætíð fór þverrandi. Og hún var svo hrædd um Jim! Þau heyrðu ekkert frá Kewah- tina né neitt frá Gilmour — ekkert var hægt nema að bíða — bíða, bíða. Hún hafði hvað eftir annað reynt að fá Westlake til að segja sér hvað Jim hafði gert, svo að hann varð að flýja lögin, en þótt hún segði honum, að Jim hefði játað þetta, vildi Westlake þó ekki segja henni neitt. Þetta var smávægilegt hafði Westlake sagt. En hann gat ekki slegið ryki í augu Anítu, sem reyndi nú Derby lögreglu liðsþjálfa. Með því að leggja fyrir hann kænlegar spurningar, komst hún að því, að Westlake hefði skrifað til aðalskrifstofunnar í Edmonton, og brotið regl- urnar með því að skrifa beint til Ottawa. En hvað hann hafði skrifað og hvaða svar hann hafði fengið, það sagði hann ekki heldur. Æfi Anítu var erfið, að vera svona inni- lokuð eftir alt frjálsræðið, sem hún hafði vanist við mánuðum saman, og hún fann líka til af- leiðinganna af hinu hræðilega ferðalagi til Ke- wah-tina, en verst fór með hana hinn sífeldi ótti um Jim. Aníta svaf ekki á nóttunum og ggt ekki fengið áhuga fyrir neinu. Framan af hafði það hjálpað henni að vera úti við tvær stundir á dag og hjálpa til að halda opnum göngunum í snjónum, en þau göng voru leið- irnar, sem fólkið í þorpinu fór eftir til að finn- ast og sækja nauðsynjar sínar. Hún hafði hugs- að sér að lesa mikið. En þessi ásetningur fór allur út um þúfur. Hún varð sljó og hirðulaus. Og svo veiktist Aníta einn daginn. Hún hafði hitasótt og verkjaði í allan lík- amann, og mátti til að fara í rúmið. Westlake kom eins fljótt og hann gat. Hann var alt af önnum kafinn, því að það var varla nokkurt atriði, sem Westlake var ekki beðinn um að gera, og nú þegar þau voru útibyrgð frá um- heiminum, varð hann að vera læknir. Hann tók hitan og taldi æðaslögin, og hlustaði hana með hlustpípu og spurði hana. Alt var eins og ópersónulegt, en Aníta fann’ hendi hans titra þegar hann tók um úlnlið hennar. “Þú hefir fengið inflúenzu, Aníta,” sagði hann og settist á stól við rúmið. “Hún.gengur hérna sem stendur. En hún virðist vera mildari í vetur en endranær, en þú hefir fengið hana í fullum mæli að mér virðist. Þú verður að láta þér vera vel heitt og taka tvær af þessum pill- um, svo að þú getir sofið vel og lengi. Þú verð- ur að vera góð stúlka. Já, þú veist hvað inflú- enza er skemtileg.” Hann strauk hendi hennar og bætti við: “Þú hefir verið mjög niðurdregin upp á síð- kastið, og það eru allar þessar áhyggjur, sem þjá þig. Þú verður að reyna að herða upp hug- ann, annars getur illa farið. Þú getur séð það sjálf, að Jim getur gætt sín í Kewah-tína. Og hvað það snertir, sem hann flúði frá hingað, þá er þér óhætt að fela mér það og vera óhrædd. Eg skal gera alt, sem hægt er í því máli.” Hin vonlausa ást í augnaráði hans, sveið Anítu sárt. Westlake elskaði hana framar öllu öðru — já, hún var kanske hin eina kona, sem hann hafði nókkurntíma elskað. En samt barð- ist hann fyrir velferð Jims. Fyrir Jim, sem var maðurinn hennar. Sjálfsafneitun hans kom henni til að finnast, að hún væri svo lítil frammi fyrir honum — í þakklætisskini fyrir alt sem hann gerði fyrir hana og Jim skapaði hún hon- um slíka sorg! Oftar en einu sinni hafði henni flogið það í hug, að ef eitthvað kæmi fyrir Jim, þá mundi hún kanske, þegar langt væri um liðið, geta fengið sig til að giftast David West- lake. Hún mundi aldrei geta gefið honum jafn heita ást og Jim, en þau mundu verða vinir — tryggir og samúðarfullir vinir. Aníta tók pillurnar eins og Westlake hafði sagt henni og féll í dvala. En svo kom Pála Michaels inn og vakti hana. Hún fann ekki eins mikið til í höfðinu, en var ennþá máttlausari. Hún var svo veik að Pála og herbergið hring- snerist fyrir augum hennar. En hún sá það á Pálu að hún hafði slæmar fréttir að flytja. “Hvað er títt, Pála?” spurði hún dauflega. “Eg kom bara til að vita hvort eg gæti nokkuð gert fyrit þig,” sagði kynblendings- stúlkan og kom að rúminu hennar. “Nei, þakk! En heyrðu Pála. Hvaða flug- vél var það, sem eg heyrði áðan? Hver kom í henni?” spurði Aníta alt í einu. “Kanske það hafi verið Jim?” “Það var Beverly yngri.” “Er hann kominn aftur!” Aníta settist upp í rúminu. “Já, hann kom frá Fort Smith. Hann er nú heima í húsinu sínu.” Áhrif meðalanna voru liðin hjá. Aníta gleymdi ráðum Westlakes að vera í rúminu. Hún gleymdi hversu máttfarin hún var, — gleymdi öllu. Beverly Gilmour var kominn til baka! Nú mundi eldingunni slá niður. En Aníta mátti til að reyna að stöðva hann, hvað sem það kostaði. Hún stökk út úr rúminu og fór að leita í klæðaskápnum, En Pála starði á hana stórum augum. “Aníta — hvert ætlar þú?” spurði hún óttaslegin. Aníta stóð þar og reikaði á fótunum. “Eg verð að finna hann — verð að tala' við hann!” sagði hún. “Ætlarðu út núna? Það er kolsvarta myrk- ur! Nei, þú mátt það ekki. Westlake sagði að þú ættir að liggja í rúminu,” sagði Pála áköf. Hún hótaði og bað, en ekkert dugði. Aníta klæddi sig, og hlustaði hvorki á hótanir né bænir. Ekkert gat stöðvað hana nú. Hefði hún ekki verið eins veik og hún var mundi hún hafa áttað sig á, að Beverly hefði komið, ef hún hefði sent eftir honum, en hún var ekki lengur með réttu ráði. Hún hugsaði ekki um neitt nema Jim. “Æ, Aníta mín, þú verður dauð veik, ef þú ferð út í þennan kulda!” sagði Pála og neri saman höndunum af örvæntingu. “Eg hefi nægan. tíma til að verða veik á eftir,” svaraði Aníta. “Eg hefi nú ferðast dög- um saman til að ná tali af Beverly, eg hefi beð- ið eftir honum í heilan mánuð, hræðilega langan tíma, og þegar hann er loksins kominn, get eg ekki legið hér og látið tækifærið hjá líða að finna hann.” , Og Aníta smaug fram hjá Pálu og fór út úr húsinu. Hún fann ekki til þess hversu óstöðug hún var á fótunum, fyr en hún kom inn í djúpu göngin, sem lágu til húss Beverlys. Henni fanst hún vera svo sterk að hún gæti sigrað heiminn, en það var bara ímyndun. Hún reikaði áfram, og fimtíu stiga frostið brendi lungu hennar, svo að hún saup hveljur. Þegar hún barði að dyrum og reikaði inn í herbergið til hans, stóð hann þar og tók upp úr töskunni sinni, en Kínverjinn lagði það til handargagns. Hann leit hægt við, en spratt svo upp, og varð allur eins og sólskin, er hann sá að þetta var hún. Aníta hafði óttast, að þessir tveir þrír mánuðir úti í heiminum, hefðu snúið huga hans, svo að hún hafði mist alt vald yfir honum. En af ástríðu eldinum, sem brann í aug- um hans, sá hún að svo var ekki. “Aníta,” sagði hann og var kominn til hennar áður en hún hafði lokað hurðinni, og áður en hún gat varað sig hafði hann þrýst henni að sér og kysti hana, ölvaður af ástríðu. “Þeir sögðu mér, að þú værir hér, og eg ætlaði að fara að finna þig.” Kossinn fylti hana hryllingi, en hún herti sig upp og lét ekkert á því bera. “Hvar er Lansing?” spurði Beverly. “Ein- hver sagði mér að hann væri yfir í Kewah-tina. En því ert þú hér. Ertu búin að gefa hann upp?” Aníta hafði nógu mikið vit til að gegna þessu engu. Ef Gilmour hélt að hún ætlaði að skilja við Jim, þá var það þeim mun betra. “Eg — eg bað hann um að flytja mig hing- að,” sagði hún og leiddi hjá sér að svara. “Og þú ferð ekki til hans aftur?” “Eg — eg hefi ekki ákveðið neitt um það ennþá.” Beverly Gilmour lagði það í svarið, sem hún vildi að hann legði í það. “Þú gefur hann þá upp! Já, eg vissi það altaf, og þú hefir aldrei á æfi þinni gert betri ákvörðun. Nú er leiðin opin fyrir okkur — nú kemur þú með okkur suður! Heyrir þú það, Aníta, þú mátt til að koma með okkur! Beverly var óður og uppvægur. “Og ekki skalt þú ætla að eg vilji hafa þið með mér eins og — eg er ekki lengur sami maður og eg var þegar eg kom út á öræfin með læknir handa þér! Eg hefi nú talað við föður minn um þig — eg sagðist ætla að giftast þér. Hann rauk upp eins og hvirfil- bylur, og ekki veit eg hvað hann ætlar að gera. En rísi hann upp á afturfótunum, þá segi eg honum að fara til fjandans! Eg á einar tvær miljónir í mínum reikning, og það ætti að duga okkur ágætlega. Auk þess höfum við hvíta- gullsfundinn. Pabbi kom fram við mig eins og þjösni ,og nú skal eg gefa honum lexíu! Þegar eg tryggi mér nú þessa fádæmis auðugu námu, þá er það ekki fyrir félagið, sem ég geri það, heldur fyrir mig sjálfan. Og jafnskjótt og nám- an er mín, förum við frá þessu íslandi. Þá för- um við til Ottawa, Quebec, London, Evrópu — langa og skemtilega brúðkaupsferð.” Fyrir tveimur ársþriðjungum síðan hefði Aníta litið á það sem hégómatal, ef Beverly Gilmour, vara-forseti og eigandi hins volduga auðfélags, hefði sagst 'Wlja giftast henni. Þessir mánuðir, sem hún hafði dvalið á norðurvegum. höfðu haft gersamleg endaskifti á öllum henn- ar skoðunum. Hún hugsaði til þess með kald- hæðni hvernig hugur hans hefði snúist. “Fyrst reynir hann að lokka mig, svo reyn- ir hann að fá mig fyrir frillu sína, og nú býður hann mér eiginorð. Já, er eg ekki að stíga í tigninni!” hugsaði hún. “Hversvegna svarar þú ekki, Aníta? — Heyrðir þú ekki hvað eg sagði?” spurði Gil- mour. En Aníta gat engu svarað — ekki fyr en hún hafði fengið að vita hvað hann hafði aðhafst viðvíkjandi ‘Jim. Þá fyrst var hún ákveðin í að svara honum. “Þú getur þó aldrei búist við að eg geti svarað annari eins spurningu og þessari, Bever- ly. Eg má til að fá tíma til að hugsa mig um,” hvíslaði hún. “Hamingjan góða! Þetta tekur ekki langa íhugun! Heldur þú kanske að eg efni ekki orð mín?” svaraði hann gremjulega. Þá veitti hann því eftirtekt hvernig hún skaK og hvernig sótt- hitinn gerði vanga hennar rjóða. “En þú ert veik, Aníta!” hrópaði hann. “Nei, ekkert gengur að mér,” svaraði hún dauflega. Hún reyndi að hressa sig upp eins vel og hún gat, og svo komst hún að erindinu. “Beverly,” sagði hún, “þú varst þarna suður frá til að grafast eftir einhverju sem þú gætir ógnað Jim með — var nokkuð satt í þessu, sem þú drapst á við mig um fortíð hans?” “Æ, við skulum ekki minnast á hann. Við skulum tala um okkar eigin fyrirætlanir.” “En þú verður að muna það, að eg er konan hans. Þú veizt hvernig slíkir hlutir geta vaxið í ímyndun manna. Er það satt að hann hafi gert eitthvað fyrir sér?” “Þú trúðir mér ekki í það skiftið, eða hvað? Og eg var ekki viss um þetta sjálfur, en nú hefi eg gengið úr skugga um þetta, heldur en ekki!” sagði hann. “Þú hefir þá uppgötvað-----” “Rétt er það. Þetta hefir verið starf mitt hina tvo síðustu mánuðina — eg hefi verið eins og blóðhundur til að geta smelt á hann hand- járnunum. Og nú er hann fastur í boganum, og ekkert getur frelsað hann.” Aníta lokaði augunum til að geta áttað sig. Hún tók höggin án þess að hörfa undan, en á- fellið var henni ofvaxið að standast. Þessi æs- ing, sem hafði haldið henni við, þvarr brátt, og herbergið, Beverly og skrifborðið • snerist í hring fyrir augum hennar. Beverly opnaði lokið á borðinu og tók upp svartan peningakassa. Hann fleygði skjölum á borðið fyrir framan hana. “Líttu á þetta! Hérna er það, sem við get- um kært hann fyrir!” Aníta starði eins og hugfangin á þessar skrifuðu arkir. Nú þegar hún gat fengið að vita hvað Jim hafði gert, varð hún hrædd við að fá að vita það. “Líttu bara á þá, og sjáðu svo hverskonar fugl hann er,” sagði Beverly og hlakkaði í hon- um. “Allan þann tíma, sem hann hefir verið hér norður frá átti hann að vera í þverröndótt- um fötum. Þú ert ekki einu sinni gift honum, því að hann nefndist ekki sínu rétta nafni. Þú ert ekki konan hans, heyrir þú.” Hann breiddi úr skjölunum fyrir framan Anítu. Þetta voru gamlar blaðaúrklippur og ljósmyndir, afritun úr réttarbók og hinar ná- kvæmu skýrslur frá leynilögreglumönnunum, sem höfðu rakið sporið fyrir Beverly. Þótt blaðaúrklippurnar dönsuðu fyrir augum Anítu, sá hún að blöðin voru frá litlu þorpi á strönd Nova Scotia. Beverly tók upp ljósmynd, og hélt henni upp fyrir framan augu Anítu. “Þekkir þú hann?” spurði hann. Þetta var vafalaust mynd af Jim. Hann var miklu yngri, eitthvað 22 ára, og andlitið skorti mikið af hinum hörkulega myndugleika, sem æfin hans úti á öræfunum hafði markað það með. En Aníta sá hin sömu djarflegu augu og hina þróttmiklu höku, og sömu skapfestuna, er hafði hafið hann langt upp yfir hina gestina í matsöluhúsi Rósu. Undir myndinni stóð James Symington! Jim hét þá Symington réttu nafni. En hún mundi alt af kalla hann Lansing. Með því nafni var hann þektur og virtur í Norðurlandinu. Það var hið sanna nafn hans og hann hafði skapað sér það sjálfur. Beverly 4:ór að sýna henni hin skjölin, en Aníta stöðvaði hann. Hún ætlaði að kynna sér sögu Jims hjálparlaust og án útskýringa Gil- mours. Hún fékk sér sæti og tók aðra ljósmynd. Hún var af Jim og þremur öðrum unglingum, allir laglegir drengir og hraustlegir, og á hans reki. Þeir voru hlekkjaðir saman með handjárn- um, og stóðu undir vegg, sem var þakinn vafn- ingsviði. Sennilega veggur fangelsisins. Þrír lögreluþjónar gættu fanganna. En myndin sagði henni ekkert annað og hún fór að blaða í úrklippunum. Beverly laut yfir hana og hafði handlegginn yfir axlir henn- ar. En Aníta veitti því enga eftirtekt að hann stóð þar. Hún fór að lesa sögu Jims, Hún var þarna frá æsku hans, frásögnin um ætt hans og uppruna. Hann var hálf enskur og hálf fransk- ur og fæddur í litlu fiskiþorpi, sem auk þess flutti út við. Margir ættingja hans voru heldra fólk, en foreldrar hans voru fátæk. Á tólfta ári hafði hann orðið, að yfirgefa skólann og fara að vinna í verksmiðju og alt frá þeirri stund hafði hann ekki gengið á skóla. Sextán ára hætti hann í verksmiðjunni og fór að fiska. Fáeinum árum síðar komu þeir illu atburð- ir, sem gerðu úr honum flóttamann. Skipið, sem faðir hans og eldri bróðir hans voru á, fórst með allri áhöfn. Skipaeftirlitsmaðurinn hafði litið á skipið áður en það lagði út, og sannaði fyrir réttinum að skipið var ósjófært, og hafði ekki viljað veita leyfi til að það legði út, og hélt því fram, að slys þetta stafaði af glæpsamlegri vanrækslu af hálfu eigandans, sem þrátt fyrir bannið, hafði sent skipið á veiðarnar. En vitn- isburður hans var að engu hafður, eigandinn fékk engan dóm. Hann fékk enga sekt. Hann fékk ekki einu sinni áminningu. Mál þetta vakti brennandi gremju meðal fiskimanna á ströndinni. En ekkert gagn vai að gremju þeirra og mótmælum. Þá hafði Jim og þrír aðrir, sem höfðu mist feður sína í þessu slysi tekið lögin í sínar eigin hendur. Undir leiðsögn Jims höfðu þeir sökt fjórum skútum fyrir eiganda skipsins, sem fórst, er þær lágu í höfn og ábyrgðarlausar. Svo brendu þeir fiski- húsið hans, stálu svo skemtisnekkju, sem hann átti, og söktu henni úti í sundinu. Eitt sinn og þeir hittu þennan mann einan réðust þeir á hann, hálfdrápu hann. Þetta síðasta verk varð til þess að upp um þá komst og þeir voru hand- teknir. Hinir voru dæmdir til fimtán ára fangelsis, en Jim komst aldrei svo langt að vera dæmdur. Er hann var í gæsluvarðhaldinu, réðist hann á fangavörðinn nótt eina, og eftir að hafa á- rangurslaust reynt að losa félaga sína, strauk hann í burtu. Einhverjir vina hans heiman frá höfðu hjálpað honum til að flýja, og svo gleymdist hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.