Heimskringla - 12.06.1946, Side 1

Heimskringla - 12.06.1946, Side 1
vVe recommend lor your crpproval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. •I---— ——-— -----—- - .< i We recommend tor your approval our " BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ■'—■■—"—■■—————————————4» LX, ARGANGUR__________________ Iréttayfirlit og umsagnir Ann málum Vestur- Islendinga Eins og vikið hefir verið að í þessu blaði, er staddur í þessari borg maður heiman af Akureyri, er Árni Bjarnarson heitir. Hann er góðum hæfileikum gæddur, á- huga og athafnamaður ótrauður, hægur og eins blátt áfram í allri framkomu og viðkynningar góð- ur og nokkur getur verið. Áhugi hans fyrir því, að sambandið haldist milli Austur- og Vestur- Islendinga, er svo mikill, að vér viljum það eins dæmi nefna. — Hann hefir nýjar tillögur í þvi máli að flytja, sem eftirtekt munu vekja. Mun grein um þetta birtast frá honum í næsta blaði. Erindi Árna vestur um haf, er meðal annars að kaupa flugvél- ar. Hefir hann nú keypt tvær þeirra í Bandaríkjunum. — Vélar þessar eru til flugskóla á Akureyri, er hann sjálfur stofn- Árni Bjarnarson aði, ásamt öðrum; er hann for- stjóri skólans, (ekki flugkennari, eins og sagt var í síðasta blaði og hann biður að leiðrétt sé). En erindið hingað norður á Frásagnar vert Mundi Einarsson Það skeði nokkuð sem frá- sagnavert er á meðal vor íslend- inga nýlega. 1 Bandaríkjunum er miljóna- iðjuhöldurínn Kaiser nú farinn að smíða bíla. Á stríðsárunum og áður smíðaði hann skip og flug- för með þeim hraða og hagsýni, að hver frétt um hann vakti undrun og aðdáun. Nú eftir að hann fór að gefa sig við bíla- smíði, þurfti hann á fulltrúum að halda út um allar jarðir. Eitt söluhérað hans í Canada er Manitoba og Vestur-Ontario. — Auglýsti hann eftir umboðs- manni og sóttu 650 frá Manitoba um starfið, sumt voldug bílafé- lög. En svo fóru leikar, að Is- lendingur hlaut það. Hann heitir Mundi (Ingimundur) Einarsson, fæddur á Seyðisfirði 1882 og kom hingað til lands 1912, frá Noregi. Hann hefir unnið hér hjá bílafélögum, ein 10 ár hjá Nash-félaginu, getið sér hinn bezta orðstír, verið upp aftur og aftur efstur á skrá þeirra er bíla selja. Þó það sé ekki ávalt að slíkir hæfileikar séu til greina teknir hjá alþýðumanninum eins og hjá þeim, sem með gullspón eru fæddir í munninum, er það nú þetta, sem Kaiser-Frazer fé- lagið virðist ekki hafa gengið framhjá; það hefir metið mann- inn af verkunum, eins og á að vera. Mr. Einarsson er nú byrjaður á að reisa geymslu- og sýningar- hús á River Ave., fyrir vörur þær er hann selur fyrir Kaiser-Fraz- er fólagið en þær eru auk bíla, búnaðarvélar, dráttvélar og véla- hlutar. Hefir Randver Sigurðs- son smíði hússins með höndum. Mr. Einarsson hefir nú mynd- Daniel J. Einarsson að félag er hann nefnir: M. Ein- arsson Motors Limited — Distri- butor of Kaiser-Frazer Corpora- tion Products. Forseti félagsins er Mundi Einarsson, en vara-for- seti, sonur hans, Daniel Joseph Einarsson. Hér er um geysimikið starf að ræða. En Mr. Einarsson er nú tekinn til óspiltra mála með að tilnefna fulltrúa hér og þar í Manitoba og Vestur-Ontario, er undir stjórn hans starfa. Býst hann við að verða búinn að fá eitthvað af vörum frá félaginu í næsta mánuði (júlí). Menn hafa mikla trú á vörum þessa félags. Þær eru það “nýj- asta nýtt” í öllum greinum. T. d. eru bílarnir knúðir framhjóls- orku og munu seldir ódýrar, en nokkur hefir áður gert. Kaiser- Frazer stofnunin er í Willow Run í Michigan-ríki. Foreldrar M. Einarssonar eru Einar Hinriksson og Pálína Vig- fúsdóttir. Bjuggu þau á Seyðis- firði. Bræður hans eru Karl Einarsson fyrrum sýslumaður í Vestmannaeyjum og Vigfús bú- andi í Kaupmannahöfn. Kona Mr. Einarssonar er norsk, Natalien Neilsen, og er póstmeistara dóttir. Eru börn þeirra: Einar, í Vancouver, starfsmaður hjá Boeing flugfé- laginu; Daniel Joseph (vara-for- seti hins nýja félags); Lilian, gift Russel McKinnon (syni Dr. Mc- Kinnon); Guðný í Vancouver og Ethel heima; Ester, dáin 1905. Islendingar óska Mr. Einars- syni til lukku í starfi hans og dáðst að fræknleik hans að ná í þessa miklu ábyrgðarstöðu hjá þessu bandaríska báknfélagi. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 12. JÚNl 1946 fund íslendinga, er að kynnast þeim og líta sig hér um. — 1 dag”, þyrfti ekki fullkomnunar við heldur væri hægt að taka'til Hann stofnaði bókaútgáfufélagið þess hvenær sem væri. “Edda” 1941,‘er gefið hefir útj Þingmaðurinn sem þetta sagði fjölda bóka, þar á meðal ritverk var í rannsóknarnefnd frá stjórn- J. Magnúsar Bjarnasonar. Fyrir inni, sem átti að taka við upp- ári síðan byrjaði hann og að gefa , lýsingum frá foringjum Banda- út Tímaritið “Edda’”; komu 17 j ríkjaflotans. Upplýsingar þess- hefti út af því á s. 1. ári. Flytur ar voru um ýmsar nýjar upp- það margvíslegan fróðleik, eink-: finningar, sem gerðar höfðu ver- um bókmentalegs eðlis. Síðasta ið og fullkomnaðar í rannnsókn- hefti ritsins (annað og þriðja tölublað þessa árgangs), flytur irstöðvum flotans. Thomas viðhafði áðurnefnd frásögur um og kvæði eftir vest-, ummæli í þingræðu, er verið var uríslenzk skáld mörg. En við það | að ræða um fjárveitingar til á ekki að sitja. Ætlar hann að flotans, og eftir fundinn var gefa út þrjár bækur, eftir vest-'hann beðinn af blaðamönnum ur-íslenzka höfunda. Verður' um að útskýra frekar það, sem fyrsta bókin með ljóðum þeirra,' hann hefði verið að tala um. önnur með 9másögum og sú Hann neitaði því algerlega og þriðja með ritgerðum. Má Vest- j kvaðst engu geta bætt við um- ur-íslendingum þetía góðra mæli sín á þingfundinum. gjalda vert þykja. Er hann hérj að viða að sér efni og semja við ^ Afkomandi keisarans er hann vill dæmdur | höfunda um það birta. j Árni er þingeyskur að ætt, fæddur að Pálsgerði í Þingeyjar- sýslu, þar sem foreldrar hans Einn af afkomendum Vil- hjálms II, keisara hefir verið dæmdur í tveggja mánaða fang- elsi af canadiskum herrétti i bjuggu: Björn Árnason og Guð- j Þýzkaiandi. rún Sölvadóttir. Kona hans heit- Maður þessi heitir Karl Anton ir Gerður Sigmarsdóttir frá Mó- yon Hohenzollern, en Vilhjálm- gili. ur keisari var langafi hans. Árni gerir ráð fyrir að leggja_ Hann var foringi í einum af herj- af stað héðan n. k. mánudag. um Þjóðverja og var látinn starfa Hann hefir kynst hér all-mörg-^ vjg símaþjónustuna í Oldenburg um Islendingum; þakka þeir, eftir að stríðinu lauk, sakir þess honum komuna og áhuga- hans að hann er sérfróður á því sviði. fyrir því máli, sem þeim er hjart- j Leyndi hann hjá sér útvarpstæki fólgnast, að halda sambandi við 0g Var dæmdur fyrir það. heima þjóðina, og óska honumj -------------- alls góðs í starfi sínu. Bandaríkin eiga enn ægilegra vopn en atóm sprengjuna Þingmaðurinn Albert Thomas úr flokki demokrata sagði þing- mönnum í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings 24. maí, að “Banda- ríkjaflotinn ætti vopn nokkurt, sem væri enn ægilegra en atóm- sprengjan, og væri vopnið svo fullkomnað að það væri hættu- legra en atómsprengjan þegar í Fiskur fluttur út fyrir rúmar 3 milj. kr. 1 síðustu viku seldu 17 íslenzk fiskiskip ísfisk í Englandi fyrir samtals kr. 3,096,949. —Vísir, 6. maí. * * * Hafis út af Vestfjörðum Bátar frá Isafirði urðu í dag varir við hafíshroða norðanvert við Barðagrunn. Sumir bátanna mistu nokkuð af veiðarfærum í ísinn. —Vísir, 11. maí. Sigtryggur Ágústsson Hann var eins og vilta jurtin, sem vex upp við heiðarbrjóst, í næðingi allra átta en útsýnið vítt og ljóst. Af ættbræðrum öfugt skilinn, um einstígi þröngt hann fór, á andvegum almanna-leiða varð ilsárt, og þröngur skór. Þó langt væri milli leiða var lágmenskan á það gjörn, að beita hann álass-örfum sem átti sér litla vörn. Sá hópur sér lætur það lynda, sem lægst kann á mannviti skil, að dæma í öfugsýn alla þó eigi ekki dómgreind til. En, þeir sem að þektu hann nánast og það sem að með honum bjó, þeir taka’ ofan hatt fyrir honum sem hæddur og misskilinn dó. Hann stiklaði’ á hnullungs steinum; — um steinvölur hirti sízt — var arnskygn á yiirmensku í orðsins og hljómsnis list. • Eg minnist nú margra stunda og met, sem eg átti með þér; þær lifa unz birtu bregður og byrgð er mér útsýn hver. Nú vordögg um villijurt hrynur en vefur þig moldin að sér. í guðsfriði gamli vinur, og góð verði hvíldin þér. Jón Jónatansson CARL F. FREDERICKSON 1886—1946 Þegar við hjónin fluttum á síðastliðnu hausti til hins nýja starfssviðs okkar í Vancouver, B. C., þá var það eitt meðal ann- ars, sérlega ánægjulegt að hitta fyrir ýmsa kunningja og sam- verkamenn frá fyrri árum. Með- al þeirra voru hjónin Matthildur og Carl Frederickson. Carl hafði eg þekt þegar hann var unglings drengur í Argyle-bygð. Er eg svo gerðist fyrst kennari og síð- ar prestur í Vatnabygðunum í Saskatchewan, hitti eg hann þar fyrir ásamt með fólki hans. Og síðan átti eg öll starfsár mín þar, mikið og gott samstarf með þeim hjónum, og naut vináttu þeirra og góðsemi. Og nú er til Van- couver kom var af þeirra hálfu hinu sama að mæta: alúð, vin- semd og géstrisni. Reyndist sú vinsemd þeirra og annara góðra kunningja frá fyrri árum, okkur sérstaklega mikilvæg er við vor- um að hefja hér starfið og koma okkur fyrir í algerlega nýju um- hverfi. Það var okkur líka mikil á- nægja að sjá hvað Carl var nú hress og frískur, þrátt fyrir þau veikindi, er við vissum að hann hafði orðið að þola. Eins og fyr var hann glaðvær og góðlyndur, j félagslyndur og starfsmaður í fé- lagsmálum íslendinga hér. Fanst mér stundum að hann í því efni leggja of mikið á sig, af því eg vissi um hina takmörkuðu krafta. En áhuginn og viljinn var svo ótakmarkaður. Ekki hvað sízt tók hann mik- inn þátt í söng, bæði í söngflokk íálenzka lúterska safnaðarins, sem hann tilheyrði; í hinum al- menna íslenzka söngflokk hér, þar sem hann skipaði forystu; og einnig í fleira sambandi. Dáð- umst við að því hvað hin fagra tenór-rödd hans var enn skær þrátt fyrir undangengna sjúk- dómsbaráttu. Með söng sínum og allri þátttöku í honum skemti hann sífelt öðrum og gladdi þá. Og í söngnum fann hann líka sí- felt gleði og styrk. Mikið áhyggju- og sorgarefni varð það ástvinum hans og vin- ! um er heilsa hans alt í einu bilaði alvarlega í síðastliðnum febrúar- mánuði. Og svo varð það þá sorg- arefnið mesta, að þrátt fyrir hina beztu læknishjálp, og allar mögulegar tilraunir til að yfir- buga sjúkdóminn tókst það ekki; og hann andaðist á St. Pauls sjúkrahúsinu hér, laugardaginn 16. marz, eftir mánaðar sjúk- dómsstríð. í veikinda stríði hans nú eins og oft áður, og einnig er feigðin sveif að, var hin góða og trúlynda eiginkona hans hjá hon- um öllum stundum og bar dyggi- lega með honum þá sáru og þungu byrði er á hann hafði lagst. Carl Friðrik Frederickson fæddist í Argyle-bygð í Mani- toba 30. desember 1886. Foreldr- ar hans voru Tryggvi Frederick- son og Valgerður Bjömsdóttir, (systir dr. B. B. Jónssonar og þeirra systkina). Hjá foreldrum sínum ólst Carl upp til ársins 1905. Þá fluttist hann með þeim til Kandahar, Sask., og bjó þar með þeim til 1917. Árið 1917 giftist Carl eftirlif- andi eiginkonu sinni Matthildi Kristjánson, mágkonu dr. Rögn- valdar Péturssonar. Var hún hin mesta rriyndarkona, nýlega út- skrifuð af Manitoba-háskólan- ' um, og um þær mundir við skóla- NÚMER 37. Carl F. Frederickson kenslu í Vatnabygðunum í Sask. Þau Matthildur og Carl bjuggu svo á búgarði hans við Kanda- har, Sask., þar til árið 1936. Var heilsa hans þá mikið biluð, svo þau brugðu búi og fluttu til Van- couver, B. C., keyptu sér þar heimili og settust þar að. Áttu þau þar ávalt síðan heimili, þó þau um stundarsakir byggju í Winnipeg og Gimli. Auk eiginkonunnar lifa Carl fimm systkini: Björn og Sigrún (Mrs. B. Hjálmarson) í Regina, Sask., Ethel og Oddný (Mrs. Thos Gorrick) í Saskatoon, Sask., og Björg í Ottawa, Canada. Eins og að hefir verið vikið var Carl mesti sómamaður eins og hann átti kyn til, — ljúflyndur, góðgjarn og félagslyndur. Mátti segja að hann væri hvers manns hugljúfi. Hann var ágætur söng- maður, og tók mikinn og góðan þátt í söng þar sem hann var, jafnvel þó hann væri stundum svo óhraustur. Hjónaband Carls og Matthildar var hið ástúðleg- asta ávalt. Hún var honum hin sterkasta stoð bæði í starfi hans og sjúfcdómserfiðleikum. Vin- sælda mikilla nutu þau bæði hvar sem þau dvöldu. Jarðarför Carls sál. fór fram miðvikudaginn 20. marz frá út- fararstofunni Simmons & Mc- Bride Ltd., á Broadway í Van- couver. Afar mikið fjölmenni fylgdi hinum látna til grafar. — Söngflokkarnir og fólkið sungu viðeigandi útfararsálma og Mrs. Thora Thorsteinson Smith söng tvo fagra sólósöngva af þeirri miklu list sem hún á yfir að ráða. Til hvíldar var Carl lagður i hinum undurfagra Forest Lawn grafreit hér í borginni. Séra H. Sigmar jarðsöng. Guð blessi minningu hins látna góða manns, og guð leiði og styrki syrgjandi ástvini hans. H. Sigmar Manitoba-búi vinnur að viðreisn fyrirmyndar bús í Ukraine Hagfræðingur frá Manitoba, sem Lawrence A. Skeoch heitir, vinnur að viðreisn eins stærsta fyrirmyndarbús Rússa, um 12 mílur frá Odessa. Hið mikla fyrirmyndar-bú (það er á 17 ekrum af landi) var eyðilagt eða mjög mikið skemt af Þjóðverjum í síðasta stríði. Skeoch er mjög vel mentaður maður og hefir góðan vitnisburð frá hérlendum skólum (McMast- er og Toronto háskólum). Hann er af úkrainskum ættum, giftur íslenzkri konu (áður Thorsteins- son). Hann vann hér hjá hveiti- söluráðinu. Kvað þó nokkuð af sérfróðum mönnum frá Canada vera við ýms viðreisnarstörf í Rússlandi. Magnús Sigurðsson frá Kee- watin var staddur í bænum fyr- ir helgina.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.