Heimskringla - 12.06.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.06.1946, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. JÚNÍ 1946 THÓRODDUR HALLDÓR- SON 25. ág. 1871—30. maí 1946 Fimtudaginn, 30. maí, andað- ist á General Hospital í Winni- peg, eftir langvarandi legu, Thóroddur Halldórson, á 75 ár- inu. Hann var fæddur í Hrings- dal við Eyjafjörð 25. ágúst 1871, og var sonur Kjartans Magnúsar Halldórsonar, og Ólafar Ólafs- dóttur Jónssonar, konu hans. — Hann var einn af fjórum syst- kinum: Magnús, bróðir hans býr í Karlstad, Minnesota, Thórvið- ur, á heima í Wynyard, Sask., og Sigríður, eina systirin, Mrs. J. E. Galbraith, á heima í Cavalier, í Norður Dakota. Thóroddur kom frá Islandi með foreldrum sínum, í ágúst mánuði 1881, og settist að með þeim í Pembina, N. D., og seinna í Hall- son. Faðir hans tók sér þar heim- ilisréttarland, og bjó þar mest af tímanum sem eftir var af æfinni. Árið 1902 flutti Thóroddur til Piney nýlendunnar, þar sem hann hafði numið land nokkru áður, og bjó á því þangað til 1905, er hann fluttist til Winni- peg og bjó þar úr því. Um tíma stundaði hann verzlun, en síð- ustu árin var hann eftirlitsmað- ur íbúðarbyggingar, Fairmont Apts. Thóroddur var tvígiftur. Fyrri kona hans var Málmfríður Jóns- dóttir frá Lundabrekku. Þau eignuðust átta börn. Seinni kona hans var Jane Shilling, sem lif- ir hann, ásamt einum syni sem þau hjónin eignuðust. Bömin sem lifa föður sinn, eru eins og hér segir: Theodore Raymond, San Bemardnio, Cal.; Sigríður (Mrs. Milton Rigg), Berkeley, Cal.; John Valdimar, Winnipeg; Dora (Mrs. J. Conaway) San Francisco; Harold Magnús, Vic- toria, B. C., nýkominn úr sjó- hemum; Edna (Mrs. A. A. Caus- land), San Francisco; Magnús, nýlega kominn úr Bandaríkja- hernum, Los Angeles, Cal.; Sesselía, (Mrs. J. H. Warner), Berkeley, Cal.; James Allan, til heimilis í Victoria, B. C., ^sn nú í Canada sjóhernum og staddur í Esquimalt, B. C. Auk þessara barna eru nokkur barnabörn, og eitt barna-barna barn. Thóroddur var hinn ágætasti verkmaður, vinur góður, trygg- ur og samvizkusamur. Hann var frjáls í hugsun, fróður um marga hluti, og glaður í lund. Hann veiktist s. 1. haust, og eftir langa legu heima, var hann að lokum fluttur á spítala, þar sem hann lá í sex vikur, þar til hann kvaddi þetta líf. Útförin fór fram frá Sam- bandskirkjunni í Winnipeg, mánudaginn 3. júní s. 1. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. Jarðað var í Brookside grafreit. P. M. P. VIÐ KVIÐSLITI Til linunar, bóta og styrktar •eynið nýju umbúðirnar, teyju- lausar. Stál og sprotalausar. — Skrifið: Smith Manfg. Company, Dept, 160, Preston, Ont. REIKNINGSSKIL DAN- MERKUR OG ÍSLANDS Eftir Jón Dúason dr. juris Grænland, íslenzk handrit og grænlenzkir og íslenzkir gripir í dönskum söfnum eru séreign- ir Islands. Þetta á Island með sama rétti, hvort heldur það hefði eða hefði ekki misst full- veldi sitt um skeið, því enginn hefur efað það, að Island hafi haldið áfram að vera þjóðfélag, og þessar eignir hafa aldrei ver- ið löglega af því teknar. Endur- heimt þeirra er því ekki upp- gerðarmál, heldur allt annað, er menn forðast að nefna réttu nafni. lEn einungis sem fullvalda land getur Island krafizt reikn- ingsskila á sameignarbúi Islands og Danmerkur. Noregur, sem alla tíð var að lögum fullvalda, gerði slíkar kröfur 1914—21 og fékk 12 milljón rd. afslátt á rík- isskuldum sínum. En þið munið ekki hafa séð landshluta, er slitu sig undan, eða nýlendur, er fengu fullveldi, hafa gert slíkar skuldaskiptakröfur til alríkisins, því þessir nýgervingar hafa ekki áður verið í ríkinu sem persón- ur í þjóðaréttinum, heldur hefur samband þeirra við ríkið verið stjórnlagalegt. Það gerir grein- armuninn. Þótt Norsk-danska ríkið væri eitt veldi, og kæmi venjulega fram sem ein heild út á við, var það þó 4 fullvalda lönd 4 þjóðréttarlegar persónur, er öðluðust réttindin og skyldum- ar, en ekki eitt þeirra fyrir hönd allra hinna. Þessi fullvalda lönd voru: Noregur, Island, Slesvig- Holsein og Danmörk. Og raunar voru Orkneyjar einnig fullvalda, en Kristján I. pantsetti Skotum þær 1469. Slesvig—Holstein var hernumið 1863—4 og innlimað í Prússland og missti þar með þjóðréttarlegan persónuleika sinn og rétt til uppgjörs. Sameignir íslands og Dan- merkur eru lönd, hlutir og fjár- kröfur. Skal nú vikið að því: Krónnýlendur: • Á Indlandi lutu konungi vor- um Tanquebar austan á Dekan og Serampur í Bengal. Þetta voru víggirtar borgir og að þeim lágu stór, auðug og fólkmörg áhrifasvæði. Eftir að Indlands- félagið í Khöfn hafði öldum saman grætt of fjár á einokaðri verzlun við þessar nýlendur, seldi stjórnin í Khöfn Indlands- félaginu brezka þær fyrir 1. millj. rd. árið 1845. Á Gullströndinni í Afríku lutu konungi íslands: Augusten- borg, Fredensborg og Christians- borg. Þetta voru víggirtar smá- borgir þá, og þar mun raunar hafa verið fjórða borgin. Að þesum víggirtu stöðvum lágu geysimikil áhrifasvæði. Einokuð verzlun frá Kaupmannahöfn við þessar nýlendur gaf stórgróða. En 1850 seldi danska stjómin Bretum þær. Christiansborg er nú höfuðstaður í The Colony of the Gold Coast, sem er mikið og stórauðugt land. 1 Vesturheimseyjum lutu konungi Islands 3 eyjar, mjög Following a series oí advertisements devoted to Veterans’ Out- of-work Ailowances, this space will be used for the next few weeks to detail Veterans’ Insurance, prepared in co-operation with Deparíment of Veterans’ Affairs. No. 10—VETERANS’ INSURANCE (Continued) If a policy has been enforced for six months or more and the beneficiary is the husband, wife or children of the insured, the deduction wiil always be limited so that at least $500 will re- main unaffected by the pension. A provision in all policies exists without extra cost that if the insured becomes totally and permanently disabled before age 60 and he is not a 100% pensioner, the premiums are paid for him during his period of disability. Premium rates are the same despite hazardous occupations. There are no restrictions regarding travel or residence or as to service in the naval, military or air forces. Although from $500 to $10,000 of insurance maý be bought, if a veteran already holds insurance under the Returned Soldier’s Insurance Act of the First Great War, the aggregate must not exceed $10,000. Premiums may be paid as ehosen monthly, quarterly, half yearly, at no additonal cost. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED frjósamar og með indælu lofts- lagi, íbúatala ca. 30 þús. Lengi græddi Khöfn ógrynni fjár á einokaðri og hálfeinokaðri verzl- un við þessar eyjar og á plant- ekrum þar. Árið 1916 seldi Dan- mörk Bandaríkjunum þær fyrir 100 millj. kr. Það var haldið að Bandaríkin myndi fá kaupverð- ið inn í sköttum og tollum á Ca. 3 árum. Sameignarlönd. (Condominia! Island var í Noregskonungs veldi og beið því mestan hnekki og tjón af því, að Noregur var slitinn úr sérbandinu. Island á því sérstaklega ríka kröfu á það, sem Friðrik VI. fékk fyrir Noreg, en í löndum var það þetta: Svíar afhentu konungi Islands og Danmergur Rúgen og sænzka Pommem. Ibúatalan var ca., einn sjötti af íbúatölu Noregs, en löndin hlutfallslega miklu auðugri en Noregur. Árið 1815 seldi Friðrik VI. Prússlandi þessi lönd fyrir hertogdæmið Lauen- burg og 2,600,000 thlr. milligjöf. Þá varð Lauenburg sameignar- land Islands og Danmerkur. En Það, sem mest freistaði til þess ara kaupa, auk dalanna, var, að í Lauenburg voru mjög miklar og góðar ríkislandeignir og land- ið lá að Slesvig- Holstein. Rétt fyrir aldamótin 1800 höfðu staðíð yfir samningar milli umboðsmanna Dana og Breta um að selja Bretum Island fyrir 1,200,000 sterlingspund til út- búnaðar danska flotans. Bretar vildu og láta hitabeltisey í kaup bæti, en Danir heimtuðu að fá Lauenburg. Svona stóðu málin, er ófriðurinn skall á 1800 og batt enda á þessa “veglegu” samninga. Færeyjar voru eitt sinn full- valda þjóðveldi. Svo urðu þær hjálenda í Gulaþingslögunum og með Landslögunum hjá- lenda Noregs. Eins og Grænlandi var þeim stjórnað með Isl., en þetta og það, að þjóðerni voru eyjarnar næstum íslenzkar, mun 1 og álíka upphæð fyrir hertöku skipa. Og þótt önnur strönd Eyjarsunds væri sænsk, viður- kenndu Svíar tollrétt Dana í sundinu. (Eyrarsundstillinn). Síðan á 14 öld hafa konungar Islands setið í Danmörku og síð- an á 15 öld í Kaupmannahöfn, og hún verið sameiginlegur höf- uðstaður allra landa konungs, einkum þó hinna norrænu. Um aldirnar hefur stöðugur fjár- straumur gengið frá íslandi til Kaupmannahöfnar. Sumt af þessu fé gekk beint eða óbeint til danskra atvinnuvega, sem konungur vildi styrkja, en sumt til konungs stjálfs og inn í rík- issjóð hans. Það verður seint tölum talið, hvað Danmörk hef- ur hagnazt af þessu, eða hversu þýðingar mikið framlag Island var fyrir ríkið. En miklu síður veVður þó nokkru sinni mælt dýpi þeirra hörmunga og eyðil- eggingar, er þessi taumlausa frjárpínd hefur steypt yfir ís- land. En svo mikið er víst, að eignir konungs og konungssjóðs, þau mannvirki og stofnanir, er kostaðar voru úr kongssjóði, voru ekki og eru ekki eignir Danmerkur einnar, heldur sam- eignir allra landanna og nú síð- ast íslands og Danmerkur einna. Allar þær margvíslegu eignir yrði of langt mál upp að telja. En einkanlega er þessi sameign augljós á öllum æðstu menning- arstofnunum og þvílíku er ein- mitt var sett í Kaupmannahöfn sem sameiginlegum höfuðstað til afnota fyrir alla þegna kon- ungs, en þó einkanlega hina norrænu, svo sem t. d. háskólinn með sérstofnunum sínum, söfn- um og sjóðum og aðrir hærri skólar. Konunglega bókasafnið er t. d. hið gamla bókasafn Is- landskonungs, er opnað var fyrir almenning. Þjóðminjasafnið Listasafnið, Tauhúsið og Rosen- borgarsafnið í Kaupmannahöfn eru t. d. allt greinar af hinu gamla Kunstkammer konungs, er var skipt í sundur í þessi söfn, hafa valdið því, að þær fylgdu[°S svona mætti lengi telja. ekki Noregi 1814. Árið 1821 gaf j Afhending einvaldskonungs- Noregur upp við konung Islandsj ins á sameignarlöndum og Krón- fyndisi eúti ItneAAa+tdi ! LJÚFFENGI INNSIGLAÐ YÐUR TIL ÁNÆGJU H. L. MACKiNNON CO. LTO. WINNIPEG Melrose RICH STRONG DELICIOUS við þeim sjálfsögðu kröfum okkar, þó að Island áskilji sér rétt sinn óskertan í rammbyggi- legum fyrirvara, ella munum við fá að heyra það frá Dönnum síð- ar, að við höfum gefið upp allt tilkall til reikningsskila. Jón Dúason. FRÉTTIR FRÁ ISLANDI og Danmerkur tilkall til eyj- anna. Fengi Island ekki meiri rétt yfir Færeyjum við þetta tækifæri, urðu þær að minnsta þosti íslenzk-danskt samveldis- nýlendum fyrir 1848 kann að hafa verið bindandi fyrir Island en afhending þeirra eftir þann tíma með undirskrift dansks grundvallarlagaráðherra alólög- land. Skjöl eru til fyrir því, að;leg fyrir íslands hönd. Svo danska stjórnin teldi þær ekki j neyddu Danir Islendinga í sam- hluta úr Danmörku. Árið 1850 i bandslögunum til að játa, að voru Færeyingar neyddir til að senda menn á Ríkisþing Dana, og hafa þau ólög ekki fengizt leiðrétt síðan. En þótt svona sé, og Færeyjum sé stjórnað næst- um sem amti í Danmörku, breyt- ir þetta í engu hinni þjóðarétt- arlegu stöðu Færeyja sem sam- eignarlands Islands og Dan- merkur. samningar, sem Danmörk hefði gert við önnur ríki og væru birt- ir, skyldu gilda á íslandi. Þetta gildir út á við gagnvart þriðja ríki, svo gagnvart þeim getur Island engu riftað. En það gild- ir ekki gagnvart Danmörku, og hana geta þeir gert ábyrga gerða sinna. Danmörk hefur ein tekið við fénu, engu skipt og Slík stjórn eins aðila á sam- engu skilað til Islands. eignarlandi er algeng, t. d. hefur1 Tekjur og útgjöld Danmerk- Bretland stjórnað sameignar- [ ur og íslands voru aðgreihd, en landi þeirra og Egypta, Súdan,' sameignarbú þeirra hefur aldrei en nú krefjast Egyptar breyt-jverið gert upp. Islenzka stjórn- inga, sameiningar Súdans og in undirritaði svohljóðandi álit Egyptalands. Sem sameignar-1 sambandslaganefndarinnar: land (condominium) eru Fær-| “Samkomulag er um það, að eyjar hvorki hluti Danmerkur öll skuldaskipti milli Danmerk- né íslands, heldur eru lands- ur og Islands, sem menn hefur hluti, sem óvíst er hyar lendir, I greint á um, hvernig væru til eða ef til vill fær sjálfstæði. j komin, eigi að vera á enda Formlega hafa eyjarnar aldrei kljáð.....!” verið innlimaðar í Danmörku j Þetta getur í hæsta lagi átt við enda mundi slík innlimun ekki sölu stóljarðanna eða því líkt, geta breytt stöðu þeirra sem enda bæturnar aðeins 2 millj. sameignarlands. Fjárkröfur og lilutir: kr. og tóku Danir aðra þeirra handa sínum háskóla. Sú upp- gerð og skipting sameignarbús Eyjarsundstojlurinn var mikil fslands og Danmerkur, sem hér tekjulind, er hvíldi á sameigin- ^ er krafizt hefur aldrei verið um- legum styrk allra landa kon-jdeild, enda svo sjálfsögð, að um ungs. Hann var leystur-af 1857 hana er ekki hægt að deila með með 47 millj. kr. greiðslu frá nokkrum stórveldum í ríkissjóð Danmerkur. Island átti alveg sérstaka kröfu til þess, sem Friðrik VI fékk greitt fyrir Noreg: Strax var honum greitt 1 millj. rd. í peningum. Svíar gáfu upp 12 millj. kr. rétti eða sanngirni, þ. e. að slík uppgerð og skipting eigi að fara fram. Viðræður eru nú hafnar við Danmörku út af sambandsslit- unum. Þeim má ekki ljúka án þess, að kröfur íslands um upp- gerð sameignarbús Islands og Danmerkur séu settar þar fram, herstkatt á hertogadæmunum bg ef Danir verða ekki greiðlega Ribakov, sendiherra Rússa á Islandi Útvarpið í Moskva skýrði frá því í gær að æðsta ráð Sovétríkj- anna hefði skipað Ribakov sendi- herra Sovétríkjanna á Islandi. I Krassilnikov, sem hefir verið sendiherra Sovétríkjanna á Is- landi nokkur undanfarin ár, er nú á förum héðan.—Vísir, 8. maí. ★ *r * 820 menn komu og fóru í apríl I I aprílmánuði komu hingað til lands frá útlöndum 540 manns. I Á sama tíma fóru frá landinu 280 manns. Af þeim, sem komu til lands- ins, komu 40 með flugvélum og 500 með skipum. Af þeim, sem til útlanda fóru, fóru 49 með flugvélum og 231 með skipum. * * *• Glæsileg hátíðahöld stúdenta 16. júní | Þann 16. júní næstk. mun 100. árgangur stúdenta útskrifast úr Mentaskólanum í Reykjavík. I tilefni af þessu áfroma stúdent- ar, eldri og yngri, glæsileg há- tíðahöld með samkomum í skól- anum og stærstu veizlusölum bæjarins, skrúðgöngum o. fl. — Allir stúdentar eru hvattir til þátttöku. Nefnd sú, sem fulltrúar hinna ýmsu stúdentaárganga kusu í vetur til að undirbúa hátíðahöld í tilefni af 100 ára afmæli Menta- skólans, hefir nú í stórum drátt- um ákveðið tilhögun hátíðahald- anna í vor. Aðalhátíðin verður 16. júní, þegar skólanum verður sagt upp og hinir nýju stúdentar útskrifast, en í haust' hinn 1. okt. mun skólinn sjálfur efna til há- tíðahalda, því að þá verða liðin 100 ár frá því hann tók til starfa. Dagskráin þann 46. júní er fyrir- huguð á þéssa leið: Hátíðin hefst með athöfn, sem fram fer í hátíðasal skólans, er skólanum verður sagt upp og hinir nýju stúdentar útskrifast. Munu þá væntanlega hinir eldri stúdentar, 50 ára, 40 ára og 25 ára, flytja ávörp, eins og venja er til. Hátölurum verður komið fyrir víðsvegar í skólanum, svo að stúdentar geti hlýtt á það, sem fram fer. Auk þess verður at- höfninni væntanlega útvarpað. Að þessari athöfn lokinni, hefst skrúðganga stúdenta með lúðrasveit í fararbroddi, og er ætlast til þess, að hver árgangur verði sér og beri merki með stú- dentsártali sínu. Verður gengið um bæinn og upp í kirkjugarð að leiði Sveinbjamar Egilssonar, fyrsta rektors skólans hér. Þar verður lagður blómsveigur og Sigurður Nordal, prófessor, mun halda ræðu. Ennfremur mun stúdentakór syngja. Þessi kór er skipaður stúdentum frá allmörg- um árgöngum, og er nú verið að æfa hann. Skrúðgangan leggur svo leið sína til baka að Menta- skólanum og verður henni slitið þar með ræðuhöldum og söng. Um kvöldið, kl. 7, hefst svo borð- hald í stærstu veizlusölum bæj- arins og verða þar ræður fluttar og kórinn mun syngja. Hátalar- ar verða hafðir milli staðanna. Mun þar verða sama fyrirkomu- lag og fyr um daginn, að stúdent- ar frá sama árgangi haldi hópinn og skemti sér saman. Verða ár- gangarnir látnir draga um staði þá, sem þeir fá við borðhaldið. Eftir borðhaldið er svo öllum þátttakendum frjálst að ferðast á milli staðanna gegn því að sýna aðgangskort. Ennfremur mun Mentaskólinn verða opinn þeim, og veitingar hafðar þar. Skólinn og lóð hans munu verða skreytt þennan dag eftir föngum og vandað í hvívetna til undirbún- ings hátíðarinnar. Þessir eiga sæti í undirbún- ingsnefndinni: Pálmi Hannesson, rektor, form., Tómas Guðmunds- son, skáld, Pétur Sigurðsson, há- skólaritari, Klemenz Tryggva- son, hagfræðingur, Birgir Kjar- an, framkv.stj., Guðjón Hansen, inspectro scolae og Geirþrúður Bemhöft, frú. Gunnl. Snædal er framkvæmdastj. nefndarinnar. Mentaskólinn hefir frá því hann fyrst tók til starfa, útskrif- að um það bil 2000 stúdenta, og eru því nær 1500 þeirra á lífi. —Þjóðv. ★ *r ★ 17 íslenzkir listamenn taka þátt í sýningunni í Oslo Sýningarnefnd sú, sem velja átti listaverk á Norðurlandasýn- ingu þá, sem haldin verður í Oslo í vor, hefir nú lokið störfum. — Hefir hún valið verk eftir 17 mál- ara, og eru verkin, sem send verða samtals 77 að tölu. Þar af eru 48 olíumálverk og 29 vatns- litamyndir. Málararnir, sem koma til með að sýna í Oslo eru þessir: Ás- grímur Jónsson, Jóhann Briem, Finnur Jónsson, Jón Engilberts, Jón Þorleifsson, Jóhannes Kjar- val, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, Kjartan Guðjónsson, Kristín Jónsdóttir, Sigurður Sig- urðsson, Gunnlaugur Scheving, Snorri Arinbjarnar, Svavar Guðnason, Þorvaldur Skúlason, Barbara Árnadóttir, Gréta Björnsson og Örlygur Sigurðs- son. Eftir hvern listamann eru val- in 3—5 verk, og fer það aðallega eftir stærð myndanna. Flestir sýna 3 myndir, fáeinir 4 og örfá- ir 5. I sýningarnefndinni voru þeir Ásgrímur Jónsson, Jón Þorleifs- son, Jóhann Briem, Sigurj. ólafs- son og Þorvaldur Skúlason. Sýningin verður opnuð 8. júní n. k. í Oslo og verða listaverkin send héðan að heiman með Lag- arfossi næst þegar hann fer til útlanda.—Vísir, 7. maí. * * * Minna framboð til sveita- vinnu nú en í fyrravor Framboð á vinnu til landbún- aðarstarfa er hledur minna en í fyrra enn sem komið er. Vísir hefir átt tal við Metú- salem Stefánsson, sem veitir for- stöðu Ráðnnigarstofu landbún- aðarins og skýrði hann blaðinu frá þessu, en gat þess jafnframt, að enn væri ekki hægt að gera fullkomlega réttan samanburð á framboði og eftirspurn í ár og í fyrra, því að stofan hefði byrjað

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.