Heimskringla - 19.06.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.06.1946, Blaðsíða 1
We recommend for your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. +——— —— ----------— ■' We recommend tor your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. —-—-—-—..—— —4 LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 19. JÚNÍ 1946 NÚMER 38. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Carl F. FrecSericKsom Fæddur 1886 — Dáinn 1946 Fellibylur í Windsor 1 Wiridsor, Ont., skall á ægi- legur fellibylur í gærkveldi. — Varð ofviðrið 13 mönnum, að því er enn er vitað, en ef til vill helmingi fleiri, að líftjóni. Yfir 100 manns meiddust og eru á sjúkrahúsum. Hús í útjöðrum borgarinnar fuiku um koll; þök lyftust af byrgjum og skálum; raf- og vatnsleiðslur biluðu, svo að borgin var bæði ljós- og vatns- laus. Fjöldi húsa skektist á grunni. Slikan Skaða og skemdir hefir ekki enn verið hægt að meta. Vindhraðinn er talinn að hafa verið um 250 mílur á klukkustund. Hin miklu spjöll urðu öll á aðeins 10 mínútum. Fellibylurinn fór um all-vítt svæði og eyðilagði aldina-akra. Hann náði og til Detroit, en þar urðu skaðar minni, að enn er sagt. Átakanlegast voru börn leikin. Þau blátt áfram fuku í loft upp, sem dæmi er sagt, að drengur á hjóli hafi lyfst hátt í'loft; hjólið fanst síðar, en drengurinn ekki. Yms voðaleg atvik sem þetta áttu sér stað. Kerti í húsum inni og gamlar olíuluktir á götum úti, var alt sem fólk hafði til að lýsa sér með. Klappast nú Fyrir nokkrum dögum beið fregnriti eftir því í stjórnarhöll- inni,í Buenos Aires, að sjá Peron forseta. Hann horfði á með nökkrum öðrum að fjöldi þjóna báru kaffi og aðrar veitingar inn í lokaða skrifstofu. Að litlum tíma liðnum, voru dyrnar opn- aðar upp á gátt. Inni sátu þrír Rússar, brosandi út undir eyru og Peron forseti, er klappaði kát- ur á öxl hvers af öðrum. í>á1 lýsti Juan Bramuglia, utanríkis- ráðgjafi Argentínu, yfir: “Við- skiftasamband hefir þegar verið gert við Rússland.” Þannig höfðu komjnúnista- kappi Evrópu og fasistastjórn Suður-Ameríku nú lýst með sér vináttu. Það hafði nokkrar vik- ur verið búist við þessu, þó næsta ólíklegt þætti. Fyrir aðeins einu ári hafði Molotov lýst því yfir á fundinum í San Francisco, að Argentína væri hættuleg heims- friðinum og ætti ekki að vera tekin í félag bandaþjóðanna. — Sömu mennirnir og þeir sem stjórnuðu í Argentínu á stríðsár- unum og voru í eilífu makki við Þjóðverja, að sögn Rússa og ann- ara bandaþjóða, stjórna enn Ar- gentínu. En Rússar líta þá nú öðrum augum af því, að þá fýsir að ná í viðskifti þeirra og eign- ast vini í hinum Nýja heimi. Perón fýsir eflaust frá sinni hálfu, að ná í vini hvar sem hann kemst yfir þá; þeir eru ekki svo margir þessa stundina. Bandaríkin og kjarnorkan Bandaríkin hafa nýlega gert mikilvægar tillögur viðvíkjandi uotkun atóm-orku í þágu iðnað- ar. Þau fara fram á, að alþjóða- uefnd sé falin öll umsjón þess- arar starfsemi. Bandaríkin bjóð- ast og til að eyðileggja allar sprengjur sem þeir hafi, ef sam- komulag fáist um þetta. Bernard M. Baruch gerði þess- ar tillögur kunnar á Alþjóða- fundi nýlega, en hann er þar einn af fulltrúum Bandaríkj- anna. En það er eitt sem farið er fram á, sem eftir er að vita hverjar undirtektir fær. Það er að Alþjóðafélagið hafi yfirstjórn alla í sínum höndum og gerðir þess séu ekki háðar neikvæðig- úrskurði nokkurs eins manns, eins og eigi sér stað með mál Al- þjóðafélagsins nú. Baruch telur það neikvæðis- vald stórkostlega hættulegt í þessu efni. Segjum sem svo, bendir hann á, að nefnd Al- þjóðafélagsins komist að því, að einhver þjóð sé að framleiða stríðssprengjur. Liggur þá næst fyrir, að það verði rannsakað. En ef þessi þjóð er nú vinaþjóð Bretlands, Rússlands eða Banda- ríkjanna, getur Stalin, Truman eða Attlee, hver einn þeirra sem er, neitað að sú rannsókn fari fram. Það vald eins manns, verð- ur að hverfa í sambandi við1 stjórn atóm-starfrækslu. Það mætti það, að bagalausu í öllum málum Alþjóðafélagsins, en hér | fer eg ekki fram á annað en af- | nám þess áhrærandi virkjun atóm orkUnnar. Hvaða undirtektir tillögur þessar fá, er enn eftir að vita. Einum konungi færra Það hefir á ýmsu gengið á Italíu út af konungdómi Um- berto II, en hann tók þar við völdum, er faðir hans, Emman- uel lagði þau niður, kvaddi land og lýð og hélt til Egyptalands, þar sem honum býðst dvöl í ró og næði það sem eftir er ævinnar. Á Italíu hafi verið gert ráð fyr- ir almennri atkvæðagreiðslu um hvort í landið yrði lýðveldi eða konungsríki. Fóru leikar svo að konungi var hafnað, en með ekki stórum mun atkvæða. Það stælti strákinn upp í Umberto, hann kvað lög á sér brotin og krafðist að hæstiréttur skærf úr því. Því var ekki sint og Gasperri forsæt- isráðherra fór tvisvar á fund konungs til að fá hann til að leggja niður völd. Þegar hvorki gekk né rak í máliiiu, varð landslýður óður og uppvægur á seinlæti stjórnarinnar, að gera eins og fyrir var skipað með þjóðaratkvæði að stofna lýð- veldi. Söfnuðust einn daginn saman í Neapel um 100,000 manns í kröfugöngu fyrir fram- an dyr stjórnarinnar, er kölluð var dáðlaus. Síðast liðna viku sá Umberta sér illa vært vera. Lagði hann því niður völd, fór úr landi og býr nú í Lisbon með drotningu sinni, er áður var komin þangað. Við forsetastöðu er talið víst, að Gasperri taki. Konungdómurinn á Ita'líu er því úr sögunni og einum konungi færra í heiminum, sem fáum mun harmsefni. Nýtt kyn — Cattalo Gripabændur í Vestur-Canada hafa lengi hugsað um að koma sér upp nýju nautakyni, sem bet- ur stæði af sér frost og bylji sléttanna, en kyn þeirra nú gerir. Þar sem ræktunin lýtur aðeins að kjötframleiðslu, ganga hjarð- irnar mikið úti. En kynið, sem þeir enn hafa, er ekki nógu harð- gert til þess. Það hamar sig í ofviðrunum, snýr sér undan veðri, legst niður, verður loppið í afturfótunum og getur ekki risið á fætur. Á þennan hátt ferst oft mikið af hjörðunum. — Þetta er öðruvísi með vísundana. Þeir snúa hausnum upp í veðrið, Þegar örlög þín í upphafi spunnu öfl þau hin leyndu sem alt mun hlýða, runnu í þráðinn þættir duldir sárra sjúkdóms rauna. Runnu jafnt í þráðinn rauna bætur: — hlý og vintrygg lund og listrænn andi; — samfylgd ástvinar sí-starfandi þér til hags og heilla. og verða aldrei svo illa leiknir að geta ekki risið á fætur. Að blanda nautakyn sitt vísundum álitu því margir, að til bóta gæti orðið. Byrjaði tilraunbú sam- bandsstjórnarinnar í Wain- wright, Alta., fyrir nokkru á þessu. Fékk tilraunabúið fyrst vís- undanaut til kynbótanna. En það hepnaðist illa. Kyrnar gátu ekki fætt kálfana vegna hauss og herða stærðar þeirra og drápust 3 af hverjum 4. Þá var reynt að blanda kynið með nautiúr heima hjörðum og vísundakúm. Þetta gekk betur, en því fylgdi samt sá galli, að afkvæmið varð ófrjótt En ekki var gefist upp við þetta. Nú voru þrekmeiri teg- undir eins og Aberdeen Angus, Shorthorn og Herford-kynin blönduð vísundum. Var afkvæm- ið nefnt -Cattalo. Við fyrstu blöndun urðu skepnur þessar mestu stólpagripir, með stóra herðakistla. En í þriðja lið, hurfu þeir. Var þá blöndun hætt og farið að ala upp Cattalo. Af þessu nýja kyni, sem talið er orð- ið fyllilega sérstætt kyn, en ekki neinn blendingur, voru 75 kálfar í Wainwright Buffalo Park á þessu vori. Aðdáun vakti, ást og gleði, staðfast viðnám þitt í stormum lífsins. — Þakkar fjölment lið frænda og vina, hefðar og hetju dæmi. Hér er söknuður sælu blandinn. — Ljómar langþreyður lausnar dagur. — Opnast æðra svið og ástvinir horfnir fagna freisi þínu. Þetta nýja kyn líkist nautum meira en vísundum. En það hefir erft mikið af eiginleikum vís- unda. Það er stærra en naut- peningar yfirleitt er og þolir alla kulda. Það lifir af hríðar, sem nautgripir mundu ekki gera. Þyngd Cattalo-nauta er 1VI: meiri en vanalegra nauta. Var kjöt af þeim selt á markaði s. 1. ár og vissi enginn að um neinn mun væri að ræða á því og vana- legu nautakjöti. CR ÖLLUM ÁTTUM Islnezki fáninn blakti allan daginn yfir byggingu Winnipeg Free Press 17. júní. Á íslenzkum húsum eða heimilum mun slíks óvíða hafa orðið vart. Fjöldi heimila neglir hér upp banda- ríkjafánann 4. júlí, á þjóðminn- ingardegi þess ríkis. Það ættu Islendingar eins að geta gert. * * * Finnland heldur enn meti í því að greiða skilvíslega skuldir sín- ar. Það sendi Bandaríkjunum \ ávísun nýlega, er nam $166,479.-1 74, sem voru vextir og einhver* niðurborgun á skuld þeirra við Bandaríkin, er enn nemur 8 milj. dölum. Kveðja til Islands (Flutt á Islendingadegi að Mountain, N. Dakota, 17. júní, 1946) Öll börn þín, ættjörð, blessa þennan dag, er bjartir rættust þínir frelsisdraumar; í hugum vorum hljómar gleðilag og heitir til þín renna ástarstraumar. Hvort heyrir þú ei hlýjan nið frá sænum? Þar hjartaslög vor óma í ljúfum blænum. Þín tigna mynd, vor móðir hugumkær, í morgunljóma rís á þessum degi, því bjarmi frelsis björtum roða slær á bláfjöll þín og glitrar yfir legi. Þar brenna eldar þjóðarvors og vona í vökudraumum trúrra dætra og sona. Þinn sigurdag yér signum, ættarland, þín saga 9kín oss dáðarík við augum; vér finnum treystast bræðralagsins band og byltast orku nýrrar straum í taugum. í sálum logar frelsisandinn forni og fram oss knýr til starfs á þjóðlífsmorgni. Þinn frelsisdag, vort fagra móðurland, vér fléttum krans úr minhinganna rósum, og hnýtum um hann bróðurþelsins band, við blik af þinni sól og norðurljósum. Þeim sveig vér krýnum þig, með þökk og lotning, á þinni sigurhátíð, Fjalladrotning. Richard Beck Hvar sem harmþreyttur hugur geymir örugga von upi endurfundi, þar eru sólmyrkvár sorgar og dauða ræntir regin tökum. Jakobína Johnson -Seattle, í maí, 1946. Fjallkonan á Hnausa-hátíðinni Frú Vilfríður Eyjólfsson Þrjú stór hús brenna á Isafirði Fimm manns farast. Um 50 missa aleigu sína. Hörmulegur eldsvoði, þar sem fjöldi fólks bjargaðist nauðuglega á síðustu stundu. Einhver hörmulegasti elds- voði hér á landi í mörg ár varð á ísafirði í gærmorgun þar 9em 5 manns brunnu inni er Fell,1 stærsta timburhúsið á ísafirði brann til ösku á skammri stund og tvö steinhús brunnu að innan. Eftir þenna eldsvoða eru 11 fjöl- skyldur og margir einstaklingar, alls um 50 manns heimilislaust og flest misti þetta fólk allar eig- ur sínar í brunanum. Allir sem björguðust úr eldinum sluppu fáklæddir og margir á nærklæð- um einum. Nokkrir slösuðust er þeir voru að forða sér úr eldin- um. Nokkur önnur hús í nágrenn- inu skétndust lítillega. Og hætt er við, að meiri hluti miðbæjarins á Isafirði hefði brunnið, ef ekki hefði verið stillilogn þegar eldurinn braust út og Fell varð alelda. Eignatjón í þessum bruna er lauslega áætlað 3—4 miljónir kr. Eignir flestra voru óvátrygðar og húsin lágt vátrygð miðað við núverandi verðlag. Þeir, sem fórust Þeir, sem fórust í eldinum bjuggu allir á þriðju hæð í hús- inu Fell. Það voru ung hjón, Sigurvin Veturliðason, sjómað- ur, þrítugur maður og kona hans Guðrún Árnadóttir, 26 ára. Þau láta eftir sig tvö börn. 6 ára gamalt, sem dvelur í Aðalvík og þriggja ára barn, sem komið hafði verið fyrir þessa nótt hjá kunningjafólki hjónanna vegna þe9s að þau voru á skemtun. Hermann Bjarnason, 18 ára gamall, og systir hans Sigríður Borghildur Bjarnadóttir, fjögra ára. Þau voru bæði fósturbörn hjónanna Hermanns Jóhanns- |sonar sjómanns og Aðalfríðar Friðriiksdóttir. Hjónin voru ekki heima er eldurinn kom upp. Þau voru á skemtuninni, eins og fleiri Isfirðingar. Einnþ? fórst í eldinum Bjarn- ey Sveinsdóttir tæplega 10 ára. Hún bjó ekki í húsinu en hafði verið fengin þessa nótt til þess að vera hjá Sigríði litlu. Foreldrar hennar eru Sveinn Jónsson verkamaður og Eyjólfa Guð- mUndsdóttir. Þegar eldsins varð vart. Það veit enginn ennþá hver eldsupptök hafa verið, hvort það kann að vera út frá rafmagni eða vegna þess að einhver hefir far- ið ógætilega með eld. Margir virðast hafa orðið eldsins varir um líkt leyti á tímabilinu kl. 5.15 til 5.20. Fólk var að tínast heim af sjómannaskemtuninni, sem haldin var þessa nótt og all- margt manna á ferli á götunum á ísafirði. Tveir hátíðargestir, sem voru á gangi um götuna heyrðu að rúða brotnaði í húsinu, þeir héldu að inni væri einhverjir. sem orðið hefðu sundurorða og fóru til að huga að af hverju rúðubrotin stöfuðu. Er þeir komu inn í ganginn gaus á móti þeim magnaður reykur. Inn- gangar í Fell voru tveir, aðal- inngangur frá Hafnarstræti og bakmegin beint á móti. Á Isafirði er ekki brunasími, heldur er gert þannig aðvart ef um eldsvoða er að ræða, að þeytt- ur er brunalúður. Lúður þessi er geymdur í kassa, sem gler er fyrir, í miðjum bænum. Einhver maður, sem ekki er vitað hver er, braut rúðuna og þeytti lúður- inn. Vöknuðu þá flestir, sem komnir voru í rúmið og brátt voru allir ísfirðingar vaknaðir. Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.