Heimskringla - 19.06.1946, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.06.1946, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. JÚNI 1946 Wícimskriníila (StofnuO 1U») Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24185 Verö blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PALSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 19. JÚNI 1946 Lýðveldisdagur á Hnausum—22. júní Síðan frelsisárið ógleymanlega, 1944, á Islandi, er lýðveldinu var lýst yfir, hafa Islendingadagarnir hér vestra víða verið haldnir 17. júní, á stofndegi lýðveldisins, eins og gert er heima. Nú þegar hafa íslenzku bygðirnar í Norður Dakota, Wynyard og vestur á strönd (Blaine), haldið sína tyllidaga, en sá næsti, verður 22. júní á Iðavelli (Hnausum) í Ný-lslandi. Hefir undirbúningur dagsins verið góður, seilst langt til um ræðumenn, skáld, o. s. frv. Hátíð- inni stjórnar Guttormur skáld og er það meira en næg trygging fyrir, að glaðværð verði ærin á deginum. Heimskringla hefir verið beðin að minna á daginn, að þetta sé eini Islendnigadagurinn, sem um þetta leyti sé haldin hér um slóðir. Ætti það að auka almenna þátttöku í hátíðinni og því fremur, sem hér hafa verið langvarandi þurkar og alt í lagi með brautir. Aðal-atriðið er þó, að njóta meðan nokkur kostur er á íslenzkra skemtidaga saman. Það eru ánægjulegustu stundir allra sannra íslendinga. Og þeir eru margir enn hér, þó það sannist ekki á öllum, sem íslenzk nöfn bera, hvorki við Islendingadags- höldin, né önnur íslenzk samtök. Það er ekki orðið hæst móðins hjá öilum það sem íslenzkt er. Væri því hafnað fyrir það sem betra er, væri ekkert um það að segja. En sannleikurinn virðist oft, að það sé fremur hégóminn enski, sem það verði að víkja fyrir, en það sem gott og gullvægt er og sem enginn neitar, að þessi þjóð á mikið af. En íslenzk menning er sérstæð í sögunni alt frá því er hún skráði og barg frá glötun menningarsögu flestra Norður-Evrópu þjóðanna og hún hefir til þessa dags verið útvörður frelsis og mannréttinda og fyrirmynd öllum heimi. Það er slíkur arfur, sem hér má ekki glatast hjá afkomendum íslendinga, en sem hætt er við að hann geri, ef sinnuleysið gengur of langt um íslenzk samtök hér, er að því lúta að benda á þetta. Það er þjóðræknisleg haf- villa, sem íslendinga hér bíður, ef hér er ekki verið á verði í þjóð- ræknismálunum — svipuð þeirri, er Islendinga á Grænlandi henti, sem dr. Jón Dúason hefir svo glögt bent á og birt hefir verið sýnis- horn af áður í þessu blaði. Vanræksla í þjóðræknismálum okkar hér, getur leitt það af sér innan 50 til 100 ára, að enginn viti hvað um þá 40 til 50 þúsund íslendinga, sem hér eru nú, hefir orðið. ATÓM-SPREN G JU SKEMTUNIN I júlímánuði á að fara fram mikil skemtun (!) með atóm- sprengingum nálægt Bikini, sem er eyðieyja í Kyrrahafinu í nánd við Marshall-eyja klasann. Níutíu og sjö skipum, þar á meðal 32 herskipum á að sökkva. Tilraunin er gerð til þess að kom- ast að eyðileggingargildi atóm- sprengjunnar í sjóhernaði. Standa Bandaríkjamenn fyrir þessu. Að undirbúningi hefir lengi verið unnið. Átti tilraunin í fyrstu að fara fram í maí, en hef- ir verið frestað þar til í júlí. Um 150 fregnritum hefir verið leyft að vera viðstöddum. En alls munu um 20,000 manns verða áhorfendur að sprenging- unni. Sjálfvirkar mynda- og ljósa- vélar verða notaðar til að sýna, er atómsprengjan springur. Yfirmaður í þessari reynslu- för með atómsprengjuna, verður W. H. P. Bland, vara-aðmíráll. I förinni verða yfirmenn flug- og landhers og ennfremur fulltrúar frá hernaðarþjóðum banda- manna. Meðal þeirra skipa sem ákveð • ið hefir verið að fórna í þessa ferð eru orustuskipin Nevada, New York, Pennsylvania og Ar- kansas, flugvélarmóðurskipin Saratoga og Independence og beitiskipin Salt Lake City og Pensacola. Af erlendum skipum eru kunnust japanska orustuSkipið Nagato og þýzka beitiskipið Prinz Eugen. Þessari reynslu með atóm- sprengjuna gegn herskipum og öðrum skipaflotum, verður vafa- laust fylgt með mikilli athygli um heim allan. Einn þeirra manna er starfar að atóm-sprengjugerðinni, er vantrúaður á tilraun þessa. — Hann lét nýlega í ljósi þá skoð- un, að það væri alveg óvíst hvað mikil eyðilegging gæti þar af hlotist; hann efaðist um að það yrði nokkur af þeim, sem för þessa tækjust á hendur, eftir til frásagnar um hana. Fyrsta sprengingin mun fara fram 1. júlí. Þrjú herskip lögðu af stað frá San Francisco 12. júní með fregnrita og fjölda er- lendra fullltrúa. Gera þeir ráð fyrir að verða í Honolulu 18. júní. Frá Canada voru einir þrír í förinni frá hálfu sambands- stjórnar. Er einn þeirra Hec Stewart, fregnriti. Segir hann í frétt eftir að hann var kominn út á skip að káetufélagar sínir séu Arabi, Rússi, Kínverji, Mexi- kó- og Argentínu maður. BURTFLUTNINGUR Canadiskra menta- og sérfróðra manna Canada veit hvað innflutning- ur fólks er. Landið bygðist af innflytjendum. Hingað hafa þyrpst menn úr öllum löndum heims og það hefir gert hér gæfu- muninn. En er nú hjólið að byrja að snúast á hinn veginn? Það er farið að vekja mikla eft- irtekt, að í hverri viku eru nú fréttir sagðar af því, að svo og svo margir háskólakennarar, vísindamenn og forustumenn ýmsra starfsgreina, séu að flytja úr landi — suður til Bandaríkj- anna. Á Canada nú eftir aðj kynnast því, sem mörg önnur lönd hafa beisklega reynt, hvað það er að ala upp þegna, og menta fyrir aðrar þóðir? Út- flutningurinn jafnast nú ekki ennþá við hóp innflutninganna hingað fyrrum. En þó um færri sé að ræða, ber hitt að athuga að þeir sem héðan eru að flytja til Bandaríkjanna, eru góðir menn, er forustu skipa hér í mentamál- um og framarlega standa að vís- indalegri þekkingu og í iðnaðar- störfum. Það er auðvitað stór- íðnaður Bandaríkjanna, sem mest dregur til sín af mönnum með verklegri sérþekkingu. Af slíkum starfsmönnum er þar nú minna vegna stríðsins, að sagt er. Um 100,000 færri hafa síð- ustu árin numið þar iðnfræði á skólum, en áður. Það getur verið að útflutningur minki, þegar úr þeirri þörf hefir verið bætt, sem nú er fyrir þá menn syðra. Það væri betur að svo væri. Iðn- fræðingum hefir líklega ekki heldur fjölgað hér á stríðsárun- um. En fyrir það er eftirsjáin því meiri að þessum útflytjend- um, sem þeir eru menn hér úr óndvegisstöðum, reyndir í fimm ár eða fleiri í störfum sínum. Canada tapar mörgum forustu- manni sínum með þessu. Iðjuhöldar í Austur-Canada, kvarta sáran undan því, hvað þeir tapi nú af sérfræðingum sín- um. Stjórnin í Ottawa hef- ir sjálf orðið fyrir þessu. En hverju er um að kenna? Iðju- höldum þessa lands og stjórnnini. Það eru einmitt þeir mennirnir, sem mestan tíma og fé hafa lagt í mentun sína, sem hér er um að ræða. En kaup þeirra flestra er hið sama og fyr- ir stríðið, þrátt fyrir talsverða kauphækkun annara, svo sem pólitískra vindhana og nokkra einnig í, almennum skilningi, innan verkamanna samtaka, að minsta kosti. Með hækkandi vöruverði, sem leyft hefir verið, verður ekki hjá almennri kaup hækkun komist, og ekki sízt, þar sem við annan eins keppinaut er að glíma og Bandaríkin. Iðjuhöldarnir og stjórn þessa lands mega vissulega fara að líta í kring um sig, ef landsins á ekki að bíða hnekkir af útflutningi sérfróðra og leiðandi manna héð- an. TIL JÓNASAR PÁLSSONAR (Þriðja ríma) Hróðrar gyðjan mig ef má móðann styðja að hlóðum. Ljóða smiðju afli á óðinn þriðja sjóðum. Grænir hagar hefja móð hörpu að jaga strengi. Nú skal laga nýjan óð, nú hef’ eg þagað lengi. Elli þunga byrði eg ber bugar drungi geðið. Blessuð tungan orðin er eins og lunga freðið. i Ellin bóta ei unir mér; arka nú fótum sárum. Kjamma ljótur orðinn er, augun fljóta í tárum. Nefið flatt og útbreitt er, , ennið bratt og skælist. Munninn, satt að segja þér, sjálfur skrattinn fælist. Lamin vindum lífs um stig Lotin grindin stynur. Víst hefir syndin sigrað mig, svona er myndin, vinur. Þú hefir fengið fegri gjöld, frægðina mengið krýnir. Hátt og lengi um hálfa öld hljómuðu strengir þínir. Flest þig styðuC, ekki er allur sviðinn hagi. Gleði og friður fylgi þér fram að niðurlagi. Túðesen. Sólsetur • Hnígur senn að hafsins öldum himinsins sól. Skrýðir fjöilin skarlats-tjöldum skínandi sól. Aftanblær um engjar líður, austrið sveipar dregill fríður. “Góða nótt”, þér gjörvalt býður goðborna sól. Lífsins barstu blys í hendi brosandi sól. Alfaðir þig ökkur sendi eilífa sól. Aftur mun þín birtast blíða, bjartir geislar loftið skrýða, bæði, veldi hafs og hlíða, heilaga sól. P. S. Pálsson # BORGARRÉTTINDI í CANADA Eftir W. J. Lindal dómara (Um mál þetta hefir Lindal dómari skrifað sex greinar fyrir Canada Press Club og áleit félag- ið mjög gott, að þær væru birtar í blöðum þeim, er því heyra til. Hér á eftir fer fyrsta greinin í íslenzkri þýðingu eftir Guðmund Eyford). Þar eð lög um borgaraleg rétt- indi í Canada hafa nú verið sam- in og afgreidd, og aðeins bíða eftir að vera opinberlega aug- lýst af stjórninni, þá er tímabært að gera sér grein fyrir því helzta í þeim, bæði að því leyti hvað er nýtt og hvaða ákvæði hafa verið gerð ljósari. Samkvæmt beiðni frá canadiska blaðamannafélag- inu, tekst eg þetta verk á hend- ur, að skrifa sex leiðara sem birt- ast hver eftir annan í þessu blaði. Eftirfylgjandi fyrirsagnir greinanna verða: 1. Yfirlit yfir það sem var (The Background)> 2. Canadiskir borgarar undir lög- unum; 3. Canadiskir borgarar eru brezkir þegnar; 4. Töpun canadiskra borgaralegra rétt- inda; 5. Beiðni um borgarabréf; 6. Hin tvöfalda aðstaða og víð- tækari drottinhollusta. YFIRLIT YFIR ÞAÐ SEM VAR Til þess að skilja tilgang og mikilvægi þessarar löggjafar, sem lögin um canadisk borgara réttindi fela í sér, er nauðsynlegt að líta til baka, og gera sér ljós tvö þróunarstig í Canada, sem eru eins náskyld hvort öðru, eins og þau eru áhrærandi þjóðina og samband hennar við landið. Annað er stjórnarfarslegt (political) — hin hægfara þróun frá nýlendu fyrirkomulagi til sjálfstjórnar þjóðar. Hitt er þjóð- ernislegt — þroskun og viður- kenning á réttindum og skyldum þess fólks, sem einstaklinga, sem eiga heima í Canada, hvort held- ur að þeir voru fæddir hér eða hingað komnir frá öðrum lönd- um. “Skýrslurnar”, segir Grant Dexter, í ritstjórnargreinum sín- um í Winnipeg Free Press, um canadisk borgara réttindi, sem enda með þessum lögum, “eru alveg hliðstæðar þróun sjálfsfor- ræðisins”. Það er um tvö þró- unarsvið að ræða, og þroskunin gengið hvikult, hlutu mótsagnir og óvissa að gera vart við sig. Sjálf orðin er voru brúkuð til að tákna hina stöðugu þróun, gerðu ruglinginn verri í stað þess að skýra málin. Þróun sjálfsstjórnarinnar Upphaflega var hluti af því sem nú er Canada, nýlendur und- ir brezku krúnunni. Sama átti sér stað um landeignir Breta í Asíu, Afríku og Ástralíu. Þrett- án nýlendur í Norður-Ameríku gerðu uppreisn og brutust frá móðurlandi sínu, árið 1775, og lögðu grundvöllin að Bandaríkj- unum í Norður Ameríku. Árið 1900 voru nýlendurnar í Ástral- íu, með alríkis löggjöf gerðar að Ástralisku sambands þjóðfélagi. W. J. Lindal dómari Eftir því sem nýlendumar, sem síðar urðu Canada, þroskuðust, og eftir því sem þeim jókst sjálf- stjórnar geta, voru þær kallaðar fylki. Á einni tíð voru fimm fylki: Efri Canada, Lægri Canada, Nova Scotia, New Brunswick, og Prince Edward Island. Þessi tvö Canada voru sameinuð árið 1841. Með stjórnarskránni frá 1867 (The British North America Act) voru þrjú fylki, Canada, Nova Scotia og New Brunswick, sam- einuð í eina Dominion, undir nafninu Canada. Hið fyrra fylki Canada var skift í tvent, Ontario og Quebec, og síðar var hinum fimm af hin- um núverandi níu fylkjum bætt við. Þessi stjórnarskrá, samt sem áður, gaf ekki Canada alt vald fullvalda ríkis. Sumt af því valdi sem á vantaði, sérstaklega í utan- ríkismálum, hefir aukist stig af Stigi. Árið 1919, eftir fyrsta heims- ófriðinn, kom Canada fram á svið sögunnar sem þjóð, þegar hún skrifaði undir friðarsamn- ingana. En það var ekki fyr en nokkrum árum seinna sem staða hennar, sem sjálfstjórnar þjóðar var opinberlega samþykt og við- urkend á alríkis fundunum sem haldnir voru árin 1926 og 1930 og var gefið lagalegt gildi í Westminster árið 1931. Ef nokk- ur efi eftir það hefði átt sér stað um fullveldi Canadá, var sá efi með öllu þurkaður út í byrjun síðara heimsófriðarins. 3. sept. 1939 lýsti England því yfir að það væri í stríði við Þýzkaland. Viku síðar, eftir heimildum frá canadiska þinginu, sem var kvatt saman í því tilefni, var yfirlýs- ing send til London, undirskrif- uð af George konungi VI — kon- ungi Canada — þar sem Canada lýsir því yfir að það sé í stríði við Þýzkaland. Þróun borgaralegra réttinda Alt þetta tímabli var borgara- legum réttindum að miða áfram. Þess verður að minnast, að á Englandi var samkvæmt al- mennum lögum óþekt að veita borgararéttindi. Hver maður þar var fæddur brezkur þegn, og var bundinn lýðskyldu við brezku krúnuna, og gat ekki losast und- an lýðskyldu sinni við brezku krúnuna. Þannig voru allir Bretar, sem settust að í hinum ýmsu nýlendum, stöðugt brezkir þegnar, jafnvel þó þjóðerni þeirra hefði ekki fylgt þeim, hefðu þeir varla getað öðlast borgaraleg réttindi í landi sem var bara nýlenda. Á fyrri hluta síðustu aldar, var það viðurkent á Englandi og i Evrópu yfirleitt, að borgaraleg réttindi yrðu að vera aukin. — Fyrsta sporið í þá átt var að gefa útlendingum takmörkuð rétt- indi, það er kjörborgari, sem dvelur í landinu; á Englandi hafði hann nokkur réttindi, þó hann væri fæddur utanlands, en gat ekki orðið brezkur þegn. Þá hefst undirstaða þegnskyldu lag- anna, sem er innleidd gegnum borgaralögin. Þegar brezku nýlendurnar og fylkin fengu sjálfstjómarvald fóru þau að semja lög um borg- araleg réttindi. Þetta varð vald- andi ósamræmis, því lögin urðu mismunandi, á mismunandi stöð- um. Til þess að koma í veg fyrir það, og tryggja réttindi inn- fæddra brezkra þegna, voru sam- in lög á Englandi árið 1847, sem ákváðu að öll lög áhrærandi borgaraleg réttindi skyldu gilda einungis þar, sem þau hefðu verið löggilt. Þessi sömu megin ákvæði voru endurtekin í lögum sem gefin voru út 1870 — þremur ár- um eftir stofnun fylkjasam- bandsins (confederation). Eftir það voru borgararéttind- in undir canadiskum lögum — (fyrstu lögin voru samin 1881) voru einungis fyrir Canada og þá sem höfðu fengið canadiskt borgarabréf, fundu að borgara- bréf þeirra voru einskis virði ef þeir fáeru út úr landinu. Þetta reyndist ónægjandi og var end- urbætt 1914 þegar ný borgara- lög voru samin, og samþykt bæði á Bretlandi og í Canada, sem gerðu hvern sem veitt var borg- arabréf að brezkum þegn, með brezkum þegnréttindum hvert sem hann fer. Ráðstöfun var gerð í canadadisku lögunum til þess, að þeir sem höfðu gömlu borgarabréfin, kæmu og undir þessi nýju lög. Með auknu sjálfsforráði í Canada og öðrum sjálfstjórnar löndum, þurfti að hafa stjórn á og eftirlit með innflutningi. Þá voru samin innflytjendalög, sem ákveða hver geti lögum sam- kvæmt fengið landvist, og hverj- um sé synjað um landvist. — Fyrstu canadisku innflutninga- lögin voru samin 1869. Lögin frá 1906 ákveða að stjórnarráðið geti bannað landvist í Canada, vissum flokkum innflytjenda. — Þannig geta brezkir þegnar verið og hefir átt sér stað að hafa ver- ið útilokaðir. Þar eð slíkri með- ferð var ekki beitt við alla brezka þegna, varð að koma sér saman um nýja skýringu, svo orðunum canadiskur borgari, var bætt við í innflytjenda lögin frá 1910. Canadiskur borgari meinar, samkvæmt lögunum: 1. Hver manneskja sem er fædd í Canada, sem ekki hefir afsdlað sér borgarrétti sínum og gerst þegn annars ríkis. 2. Brezkur þegn sem hefir lögheimili í Canada. 3. Þeir sem hafa gerst borg- arar undir canadiskum lögum og sem hafa ekki síðan gerst þegnar arnnara ríkja, né mist lögheim- ilisrétt sinn í Canada. Sökum innflutninganna var þar álitið nauðsynlegt að taka skýrt fram í innflutninga lögun- um frá 1910, bæði hvernig fá má lögheimilisrétt og hann tapast. Svo orðinu canadiskt lögheim- ili var bætt við í innflutninga lögin. Lögin ákveða að sá geti fengið lögheimilisrétt í Canada, sem hafi átt heima að minsta kosti fimrn ár í landinu. Fyrri heimsófriðurinn ýtti undir með pólitíska framför um borgaraleg réttindi. Árið 1919, krifaði Canada sem fullvalda undir Versailles friðarsamning- ana. — Alþjóðasambandið var stofnað og Canada gerðist með- limur þess og aðstoðar stofnun- um þess, svo sem Alþjóða rétt-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.