Heimskringla - 19.06.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 19.06.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. JÚNÍ 1946 HVlTAGULL Það var alveg það sama, en í annari mynd, ef hann seldi Norðurvesturfélaginu réttindin. Hann hafði séð hvernig auðfélögin fóru með menn. Þegar Nelson fór heim næsta dag hristi hann höfuðið yfir þrályndi Jims. En Jim og Niels fóru ekki framar til Snjó- eyjanna, það var of hættulegt. En þeir lögðu á ráð og bjuggu sig undir ferðalag. Þegar þeir fóru fyrir fult og alt hlaut það að verða síðasta ferðin. Þeir urðu að reyna að losa sig við hina, komast að námunni og helga sér hana, og hraða sér svo eins og þeir gætu til Northumbríu og skrásetja hana. En þeir vissu ekki vel hvernig þeir áttu að fara að komast frá þeim, en flugvélin þeirra var mjög fljót, og gætu þeir komist á undan um 70 mílur hugðust þeir geta gert það. Þegar snjókoman hætti loksins og veðrið varð heiðskírt tóku þeir Jim og Niels að útbúa flugvélina með skíðum. En ennþá urðu þeir að bíða vegna þess að snjórinn var ekki síginn eins mikið og þurfti. Mest píndi Jim þráin eftir Anítu allar þessar löngu vikur. Oft hugsaði hann um hvert hún mundi þrá hann eins mikið. 1 hvert skifti og hann horfði á myndina af henni, sem hann bar í kapseli á úrfestinni sinni, hugsaði hann um þetta. Smám saman náði önnur áhyggja tökum á honum. Hún gleymdi honum kanske og hætti að elska hann. Og nú mintist hann með iðrun og sneypu á það, hvernig hann hefði kom- ið fram við hana fyrstu vikumar, sem þau vom gift. Hann hlaut að hafa verið hálf vitlaus að breyta þannig. En hann gat ekkert í því skilið hversvegna hann hefði verið svöna. Ástin á henni hafði komið án þess að hann vissi af því. Þegar þeir vom nýbúnir að láta skíðin á flugvélina átti Pohnk að fara og ná í nýja sauð- nautasteik, en þegar hann kom ekki síðari hluta dags fóru þeir Niels og Jim að leita eftir honum. Madeline varð eftir til að gæta heimilisins. Eins og hálfa aðra mílu upp eftir fljótinu sáu þeir för fjögra manna, sem höfðu rakið slóð Pohnlks, og af þrúgu förunum, sáu þeir að einn þeirra var Cæsar Boileau. Þeir hröðuðu ferðinni og komu loks að þeim stað, þar sem þéttur skóg- ur náði alveg niður að ánni, þar höfðu fjórmenn- ingarnir falið sig og legið í leyni fyrir Ponhk. Þar sáu þeir Ponhk. Hann lá yið hlið sauð- nautakálfsins, sem hann hafði skotið, og var ennþá ekki dáinn. Hann hafði sár eftir margar kúlur, en var með svo miklu lífi að hann gat hvíslað kveðju til þeirra þegar Jim lagðist niður í snjóinn til að skoða sár hans. “Líttu á Jim, eftir að þeir höfðu skotið hann komu þeir að honum og horfðu á hann og fóru svo leiðar sinnar!” hrópaði Niels. Boileau vildi ekki einu sinni stytta kvalastundir hans með því að skjóta hann til dauðs. Fimm til sex tóm skothylki lágu í kring um hann svo að Ponhk hafði reynt að verja sig. “Þeir bjuggu til bömr og bám manninn heim, en hálfum tíma eftir að heim var komið, dó hann. Jim, Niels og Madeline stóðu í kring um banabeð Ponhks. Og með sjálfum sér hétu þeir, að ef þeim kæmust lifandi úr greipum Gilmour- félagsins, skyldi Cæsar Boileau ekki sleppa ó- hengdur fyrir illvirki þetta. Og það var ekkí hann einn, sem þeir þurftu að hefna, því að Cæsar Boileau hafði æft allskonar glæpi um þessar slóðir í tíu ár. Þegar Jim fór út í skúrinn þar sem flugvél- in stóð, til að halda þar vörð, hét hann því, að auk Boileaus skyldi Beverly Gilmour fá að standa reikningsskap fyrir þessa blóðsúthell- ingu. Ponhk hafði ekki verið nema kynblend- ingur, en hann hafði verið fádæmislega hraust- ur maður. í stað þess að hræða Jim hafði morð þetta stælt hann enn meira í því, að halda í hvítagulls- námuna. Það var mesta hefndin ef hann gæti varnað þeim að ná henni nokkum tíma. Tveim vikum síðar var snjórinn síginn, svo að Jim hélt að hann gæti séð klettana úti á Snjó- eyjunum, og voru þeir nú í óða önn að laga flug- vélina eins vel og þeim var auðið. Er þeir voru að utbúa flugvöll fyrir vélina, benti Madeline alt í einu í suðvestur. Þeir sáu svolítinn díl á loftinu. Jim tók sjónaukann — já, flugvél flaug fram og aftur þar suður frá, lengra í burtu sá hann aðra flugvél. Hvernig höfðu spæjarar Gilmours komið njósnum til aðal stöðvanna? Þeir hlutu að hafa útvarps- tæki ofan á alt annað. “Heldur þú ekki, að það sé hættulegt fyrir okkur að fljúga núna? Eins og þú veist hafa þeir vélabyssur?’ spurði Niels og var hikandi á svipinn. “Ó, þú veist að þeir nota þær ekki á móti okkur fyr en þeir vita, að við höfum fundið fyrir þá námuna,” svaraði Jim. Þeir létu Madeline verða eftir heima, en sjálfir flugu þeir norður eftir fljótinu, en alt af sáu þeir litla blettirin úti við sjóndeildarhringj- inn. Þegar Jim sat með riffilinn og gætti flug- vélarinnar þessa nótt, hafði hann nægilegt í- hugunarefni. Hann óttaðist mest gráu flugvél- ina. Hann hafðn reynt hversu hraðfleyg hún var þá um daginn, og vissi að það gat flogið í hringi í kring um þá, auk þess komu vélabyss- urnar og sprengjurnar; á móti þeim voru þeir bjargarlausir. Snöggvast hugsaði hann að þeir gætu kanske flogið um nóttina, en hætti við það ráð. Hann gat ekki lent hvar sem væri og allar smáeyjarn- ar, sem komu upp úr snjónum mundu verða hættulegar í tunglsljósniu. “Jæja, hefir þú hitt nokkurt ráð?” spurði Niels þegar hann leysti Jim af verðinum. “Já, það er ekki ómögulegt. Það þarf til þess viku eða tíu daga, en þá hugsa eg að við getum vilt þeim sýn,” svaraði Jim. Næsta morgun flugu þeir af stað upp eftir ánni og létust vera að leita í tungu einni milli tveggja þveráa, er féllu út í aðalfljótið. Altaf sáu þeir depilinn á bak við sig. Hann hókk þar eins og ránfugl. Er þeir fóru heim fylgdi hann þeim fast að verbúðunum. “Sjáðu nú til, þeir ganga beint í gildruna, og alt sem við þurfum að gera er að halda áfram að blekkja þá,” sagði Jim glaður. Þeir hóldu þessum leik áfram í viku. Fóru af stað klukkan tíu stundvíslega, flugu upp eftir ánni og létust vera að leita nákvæmlega. Síðan fóru þeir heim. Og á hverjum degi fylgdi þeim gráa flugvélin. Þegar þeir höfðu flogið í sjöunda sinnið, sagði Jim við þá Niels og Madeline: “Á morgun gerum við alvöru úr þessu. Nú eru þeir vissir um að hvítagullsnáman sé einhverstaðar norður með fljótinu, eins hafa þeir vanist því, að við förum af stað kl. 10. En á morgun leggjum við af stað klukkan sex. Og áður en þeir komast af stað erum við horfnir. Þá halda þeir að við höfum farið norður eins og venjulega og rjúka þangað á eftir okkur. Á meðan flýtum við okkur sem unt er.” Þeir bjuggu sig út alla nóttina. Fyltu flug- vélina með gasolíu og löguðu flugvöllinn svo alt gengi sem bezt. Sólin var rétt nýkomin upp þegar þeir komu út næsta morgun. Þeir settu af stað hreyfilinn og fóru svo a'llir inn í vélina. Tuttugu mínútum síðar voru þeir komnir af stað. “Horfðu vel á eftir okkur. Ef þeir elta okkur verðum við að snúa norður á bóginn,” sagði Jim. “Nei, eg sé ekki neitt,” svaraði Niels, sem hafði tekið sjónaukann. “Horfðu vel, því komi þeir að ökkur að óvörum fáum við skell og fall.” “Nei, það er ekki svo mikið sem rykögn að sjá neinstaðar.” Jim breytti stefnu — nú héldu þeir beint til Snjóeyjanna. Eftir stund sá hann þrönga snjódalinn fyrir neðan sig, þar sem þau Aníía höfðu gengið í bylnum. Og þarna — þarna! “Sjáðu Niels, fimm klettana þarna í snjón- um. Þar er það! Þarna hvíldum við Aníta okk- ur og átum síðasta kjötbitann.” Hann lenti fast hjá. Sjálfur sat hann í flug- vélinni og hélt hreyflinum vakandi meðan Niels og Madeline fóru og merktu námuna. Um nótt- ina höfðu þeir útbúið alt til að löghelga sér hana. Á tíu eða tólf stöðum grófu þeir flöskur með bréfmiðum sem á stóð krafa þeirra til eignar námunnar. í hornin á svæðinu stungu þeir niður tíu feta löngum staurum með svipaðri yfirlýsingu á og í rifur í klettunum, létu þeir flöskur með samskonar yfirlýsingu. • Nú þurftu þeir ekki nema að halda til Northumbíru og fá þetta bókað á löglegan hátt, og brátt héldu þeir sigri hrósandi til þorpsins 400 mílur í burtu. Það var Madeline, sem sá geigvænlegan skugga á snjónum fyrir neðan þá. Fyrst áttaði hann sig ekki á hvað það gæti verið, en svo varð honum litið upp. “Þama koma þeir, Jim!” hrópaði hann. Jim leit upp og alt hans sigurhrós breyttist á vetfangi í skelfingu. Þama hálfmílu á eftir þeim kom hin vopnaða flugvél á brennandi ferð. Á eftir henni kom önnur, ennþá stærri. Á einu vitfangi sá Jim hvemig hin djúp- settu ráð hans höfðu öll farið forgörðum. Þeir höfðu njósnað um þá síðustu nótt, og starf þeirra á flugvellinum hafði sérstaklega vakið grunsemd Gilmourslýðsins, og flugvélar þeirra höfðu líka verið tilbúnar. En hvernig stóð þá á því, að Niels hafði ekki séð vélarnar? — Þær höfðu kanske haldið sig sólarmegin og ekki sézt. Já, þannig var það vafalaust. Jim fór eins hart og hann gat til að losna við þennan banvæna förunaut, en það varð ekki til mikils. Gráa flugvélin var eins og haukur. Nú vom þeir fáein hundmð skref á bak við þá, og þeir gátu séð flugmanninn með stór hlífðargleraugu í framsætinu. Á bak við hann sat annar maður, hálf falinn á bak við stóra vél- byssu. Flugmaðurinn veifaði Jim — eins og síð- ustu kveðju til deyjandi manns. Jim dýfði sér og sveigði til að reyna að forðast kúlnastraum- inn en árangurslaust. Glerin voru brotin og all- ur skrökkur vélarinnar var með götum. Niels hneig áfram náði sér í og gat haldið sér uppi. Hann hélt rifflinum í sigti náfölur í framan. Jim fann að högg kom á fót sinn. Hin þrjú skot vörpuðu honum næstum úr sætinu, á bak við sig heyrði hann djúpa stunu frá Madeline, sem hrundi um með gapandi sár í þunnvanganum. Jim horfði á Madeline í gegnum rauða móðu. Niels sat þar og ruggaði fram og aftur. Litla .káetan var öll blóðslettótt og full af götum eftir kúlurnar. Eftir að hafa ausið dauða og eyðileggingu yfir þá, hélt flugvélin áfram og sneri svo við, bg kom drynjandi til baka til þess að ljúka við verk sitt með nýrri kúlnahríð. Þegar þeir voru fimtíu skref burtu skaurt Jim. Það var ekki til mikils, en hann gat ekki látið skjóta sig eins og hund. Niels skaut líka. Svo tók vélabyssan að urra: Rat-tat-tat-tat- tat. Alt í einu féll Niels yfir að Jim. Kúla hitti Jim í handlegginn og önnur rispaði höfuðleður hans. En í því vetfangi var eins og gráa flugvélin hefði verið hitt af eldingu. Jim gat ekki séð greinilega hvað á gekk, því að káetan í hans flugvél var full af reyk, og hann var hálf blind- aður af blóðinu úr höfuðsárinu. En hann sá að eitthavð gekk að gráu flugvélinni. Grænleitur blossi gaus skyndilega upp á bak við flugmann- inn og í sömu ’andrá sprakk vélin! Vængurinn flaug af henni, skrOkkurinn skiftist í tvent og hreyfillinn steyptist til jarðar eins og kólfi væri skotið. Reykur og eldur huldu alt. Það var varla auðið að hugsa sér að bensín hylkið hefði sprengt upp flugvélina. Sprengingin var svo öflug, að flugvél Jims var slegin af réttri rás og fór að falla til jarðar. Hún féll í stórum sveigum og hvít fönnin flaug upp á móti þeim. Jim flaug í hug, að snúa af kveikingunni í vélinni svo að ekki kviknaði í henni þegar hún kæmi niður. Þeir féllu eins og vængbrotinn fugl, og slengdist svo með braki miklu niður í fönnina. Annar vængurinn grófst niður í snjó- inn og brotnaði af. Svo hentist vélin yfir í mik- inn skafl og tók það af henni rnesta kastið. Hún staðnæmdist þar, titraði öll og var svo kyr. Áreksturinn slengdi Jim að bríkinni, sem áhöldin til að stýra vélinni með voru í, svo að hann misti meðvitundina í fáein augnablik. — Þegar hann raknaði við, vissi hann tæplega hvar hann var — hin Gilmour flugvélin, hvítagulls- náman, brenda, gráa flugvélin — alt flæktist þetta í ógreinilegum hrærigraut í höfði hans. Hann var næstum óvita af kvölum, og dauð- veikur. Jim hugsaði um það óljóst, að hann yrði reyna að draga Níels út úr flugvélinni, það gat kviknað í henni og hann sá að félagi sinn var ennþá með lífi. Hann reyndi að opna káetu hurðina, en hún var föst. Með því að nota riffil Madelines eins og brotjárn, gat hann opnað hurðina og reikaði út í snjóinn. Þrjú hundruð skref í burtu var hitt Gil- mour flugfarið að lenda. Þegar það loksins staðnæmdist stukku fjórir menn út úr því, og komu hlaupandi í áttina til Jims. Þeir höfðu allir byssur í höndunum. Jim stóð eins og í leiðslu, og furðaði sig á hversvegna þeir hlypu svona, þá lyfti einn mannanna byssunni og kúl- an braut rúðuna rétt við eyra Jims. Þeir komu til að drepa hann! Hann sá Beverly Gilmour og Boileau. Þeir höfðu séð hann reika og vissu að hann var særður mjög, og ætluðu nú að gerá út af við hann! Jim lyfti byssunni og hleypti af. Hún var tóm. Hann leitaði í vösunum eftir skothyljum, en fann engin. Mieð mestu erfiðismunum teygði hann sijf inn í káetuna og náði í lúkufylli af skothylkjum úr vasa Niels. Þegar hann var búin að hlaða voru þeir nærri komnir að honum. Hann miðaði á þann sem næstur var og skaut. Maðurinn steyptist í snjóinn. Nú lagðist Jim á hnén og skaut aftur. Tvisvar misti hann, en hitti í þriðja sinnið. Einn af fjandmönnum hans var úr sögunni. Þeir stönsuðu — Boileau lá á bak við snjóskafl eitthvað hundrað skref í burtu og Beverly lá einhverstaðar á bak við hann. Jim strauk sig yfir augun hvað eftir ann- að til að sópa í burt blóðinu, og reyndi að herða af sér kvalirnar. Ef hann gæti aðeins fleygt byssunni og lagt sig til svefns! En honum skild- ist að þeir lágu þarna yfir frá og biðu þess að hann félli. En hann þorði ekki að draga bardag- ann. Hann varð að ljúka þessu, því nú var bráð- um úti um hann. Snjóbreiðan gekk í öldum fyrir augum hans, og alt varð dimmara með hverju augnablikinu. Með rauða móðu fyrir- augunum fór hann að reika í áttina til þeirra Boileau fór að skjóta og Jim taldi skotin. Þegar byssa kynblendingsins var tóm ætlaði hann að ráðast á hann. Eitt, tvö þrjú — hið fjórða snerti hann, en hann fann það ekki. Nú varð hann að flýta sér meðan Boileau hlóð. Jim lyfti byss- unni og *sendi þrjú síðustu skotin í áttina til þessa þokukenda andstæðings. Með háu öskri stökk Boileau hátt í loft og féll svo flatur niður — skotinn gegnum hjartað. Jim hnaut líka, en ennþá reis hann upp. Einhverstaðar þarna á bak við kynblendinginn var Beverly Gilmour. Maðurinn, sem næstum því hafði tvisvar sinn- um drepið Anítu, og sem hafði átt sök á dauða þeirra Ponhks og Madeline! Með byssuna eins og kylfu reikaði Jim í áttina til fjandmanns síns. Alt í einu sá hann Beverly stökkva upp, , fleygja byssunni og hlaupa í burtu, óður af hræðslu við manninn, sem hafði drepið þrjá manna hans, og kom nú til að taka hann sjálfan. Bevlerly hnaut, krafsaði í snjóinn, komst á fæt- ur aftur og þaut áfram. Fyrir augum Jims varð hann alt af minni og minni og þokukendari og svarf svo út í hinn hvíta heim með öllu. Jim féll á hendur og hnén. Það var svo ynd- islegt að geta hvílt sig. Hann fann ekkert fram- ar til. Það var eins og honum hefði verið gefið deyfandi lyf. Einu sinni lyfti hann höfðinu og horfði út yfir hinn hvíta flöt, en Beverly var horfinn. ★ ★ * Hann vissi ekkert hversu löngu seinna hann var vakinn af þessum dvala. Það varð heilmik- ill hávaði, eins og allur heimurinn væri að rifna. Stór, gulur fugl flaug rétt yfir hann — þama settist hann, svo kom hver á eftir öðrum. Frá þeim stafaði allur þessi hávaði. Nú settust þeir. Jim fanst alt loftið fult af gulum vængjum, gulum skrokkum og þrumugný. Þetta vakti hann upp af hinu sæla meðvitundarleysi og til þjáninganna og þessarar hræðilegu ógleði, sem að honum sótti. 18. Kapítuli. David Westlake kom til að heimsækja Jim á sjúkrahúsinu í Edmonton, þar sem Aníta vék næstum ekki frá honum. Þegar David sá Anítu á ný færðist sársaukasvipur, sem snöggvast á andlit hans, en hann náði brátt hugarrósemd sinni. Það voru margar vikur síðan hann hafði fyrir alvöru hætt að hugsa um hana — þegar þau fengu fyrstu fréttina um að Jim mundi ná sér aftur. Westlake hafði fimm mánaða frí og var nú á leið til Ottawa. Þaðan ætlaði hann til Eng- lands. Hann hafði nú hækkað í tigninni og var nú orðinn inspektor, og Jim óskaði honum til hamingju með innilegri gleði. Westlake hafði ekki búist við að sjá Jim lif- andi á ný er hann og Clint Nelson höfðu flogið með hann helsærðan inn til Edmonton. En auð- séð var, að Jim mundi ná sér þar sem hann sat og sleikti sólskinið á svölum sjúkrahússins. “Hérna eru bréfin sem þú hefir fengið til Northumbríu,” sagði hann og lagði bréfaböggul á borðið hjá honum. “Nei, þakk, eg get ekki staðið við nema litla stund, eg verð að fara með lestinni, sem fer klukkan hálf ellefu,” sagði hann þegar Aníta kom með stól handa honurn. “Hvað gerir Niels nú?” spurði Jim. “Hann hefir náð sér á undan mér, þrjóturinn sá arna.” “Ó, þú þarft ekki að líta á sem frosjónin hafi þig útundan. Þsesi Norðmaður er ódrep- andi. Og auk þess varst þú meira særður en hann. Annars ætla þeir Eddi og Niels að fara til Bjarnarárinnar eins fljótt og færi gefur. Þeim finst víst of mannmargt í Northumbíru nú orðið. Hvítgullsfundurinn þinn hefir kveikt í öllu landinu. Morrison prófessor var rekinn af því að hann gat ekki náð námunni. Einhvér sagði að hann væri núna í Edmonton. Ætli að hann fari ekki að kenna á háskólanum aftur? Þessi hroða aðferð, sem félagið notaði, átti illa við hann.” “Nei, hann ætlar norður aftur. Eyðimörk- in hefir náð á honum tökum og hann verður í félagi rneð mér. Eg hugsa að hann hafi nú feng- ið næga tilsögn og verði heiðarlegur,” sagði Jim brosandi. “Prófessorinn á að vera fulltrúi þekk- ingarinnar, Aníta fegurðarninar og lægninnar, Níels er hinn ábyggilegi Noregur, eg sit með peningapokann og Eddi er varaliðið — þarna sérðu félagsskap.” Westlake sýndist þetta einkennilegt, að Jim skyldi bjóða sínum gamla fjandmanni félag- skap, en sá að Aníta mundi valda því. Niels hafði einu sinni sagt, að Jim væri eins og vor- leysing, en Aníta hafði augsæilega byrjað að temja hann. Kirkjuturnsúr sló tíu út í bænum og West- lake reis á fætur til að fara. Hann kvaddi Jim. Aníta fylgdi honum út. “David, hefir þú fundið hvað varð af Bev- erly?” spurði hún. “Nei, hann er með öllu -horfinn, enda þótt bæði Norðvesturfélagið og Gilmourfélagið hafi leitað hans með allar sínar flugvélar. En eins og þú veist, gat Jim ekki sagt neitt frá bardag- anum fyr en tíu dögum síðar — og þá var það of seint.” Aníta sá í huga sér hinn lafhrædda mann, sem viltist aftur og fram um auðnina. Hún gat ekki að sér gert að vorkenna ekki Gilmour. “En segðu mér eitt — varð Jim ekki reiður, Framh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.