Heimskringla - 26.06.1946, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.06.1946, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA KRISTINDÓMUR OG KJARNORKAN að skáldið mælti sígild sann- leiksorð, er hann kveður svo að orði: Ræða flutt að Vogar og Lundar Flestir þeirra, sem hér eru við- staddir, muna aldarhvörfin síð- ustu og hversu við fögnuðum hinni komandi öld. Við, sem tök- um nú fast að eldast, vorum þá ung og áttum vonir, óskir og hugsjónir og fyrir þær þá fagn- aðar-sælu og fjörgjafa er byggir sér brýr yfir torfærur erfiðleik- anna um framtíðarlönd þrot- lausrar framsóknar. 1 hugsun minni, og efalaust ykkar líka, blika ógleymanleg atvik í endurskini endurminn- inganna frá hátíðahöldum alda- skiftanna. Á þessu augnabliki sé eg brennubálin, sem varpa geislum á vetrarsnjóinn, og kringum þessa flöktandi glampa stígur æskan með ellinni dans inn í draum^löndin. Fátækir vorum við margir, já svo örsnauðir að við áttum ekki viðegiandi veizlu- skrúða, en þessa stundina fund- um við ekki til fátæktar vorrar og umkomuleysis, því við áttum hlutdeild og erfðarétt í framtíð- arheimi þess frelsis og jafnréttis, sem framvinda mannkynssög- unnar virtist þá boða veröldinni. Við trúðum á endalausar fram- farir með vaxandi vísinda vizku þeirrar kynslóðar er erfa hlaut gagnrýnisgáfu, er upplokið hafði svo mörgum undrakynn- um, á öldinni liðnu. Við trúðum á frelsið fyrir framgöngu þeirra, sem nú þegar höfðu svo marga fjötra leyst í sigursælli baráttu fyrir lausn lýðsins undan oki heimsku og harðstjómar. Við álitum okkur þeim jafn færa til að halda þeirri baráttu áfram til æskilegra enda- lykta. Við trúðum á jafnréttis hug- takið, af því við höfðum uppalist undir handleiðslu þeirra hug- sjónamanna, er sjálfir trúðu á mannréttindi og höfðu kent okk- ur að trúa á þau. 1 þeirra hópi voru hér um bil allir þeirra er vér dáðum mest. Við trúðum á samvinnu og fyrir samvinnuna á bræðralag, því reynslan sýndi ótvíræðilega, “Þá verður vor móðir og fóstra frjáls er fjöldinn í þjóðinni nýtur síns sjálfs. Er kraftamir safnast og sundr- ungin jafnast í samhuga fylgi þess almenna máls. Og tími er kominn áð takast í hendur, að tryggja það samband, er stendur.” E. B. Já, við stóum þess albúin að tengjast höndum og helga þeim hugsjónum líf vort alt, sem mestri hamingju spáðu fyrir framtíðina. Við þá heitstreng- ingu magnaðist móður æskunnar en ellinni græddist enduryng- ing til drjúgra dáða. Þannig fögnuðum við öldinni á þessum fagnaðarsæla degi. • Hvernig hafa nú þessar vonir ræst, verður okkur á að spyrja, sem ennþá stöndum á ‘eyði vaðs’ eftir næstum því hálfrar aldar hrakning og baráttu? Hafa framfarimar orðið eins miklar eins og við var búist? Já, þær hafa orðið það og enda meiri en hin ákaflynda æska lét sig gruna á þessum aldamorgni. Möguleikarnir tíl þess að lifa far- sællega eru nú langtum meiri og langtum fleiri en nokkru sinni áður í sögu veraldar. Vísindin hafa fundið lykilinn að auðsafni aldanna, því auð- safni, sem náttúran hefir saman safnað fyrnt í sínum forðabúr- um. Allir gætu verið og ættu að vera auðugir af öllum þeim gæð- um sem nuðsynleg eru til láns og lífsþæginda. Vísindin hafa ennfremur höndlað og tamið kraftinn, sem þrumar í skýjun- um, sem býr í fossunum, sem kyndír óslökkvandi vita í öllum sólum. En hvernig stendur þá á því, að við höfum ennþá ekki numið okkur lönd í hillinga heimi hug- sjónanna; að framtíðar draum- arnir, sem sýndust svo skynsam- legir og rökréttir fyrir hálfri öld, hafa ennþá ekki ræst — að Following a series of advertisements devoted to Veterans’ Out- of-work Allowances, this space will be used for the next feyv weeks to detail Veterans’ Insurance, prepared in co-operation with Department of Veterans’ Affairs. No. 12—VETERANS’ INSURANCE (Continued) Knowing that the beneficiary of a veteran can be made pennjless by an unwLse ínvestment or by any of those many things that happen when least expected, the Annuity plan is considered more advisable. Its advantages are that it is not possible for a widöw to loan prinoipal to friends or relatives with doubtful security. It guards against unwise investment on the advice of unscrupulous ad- visers. The beneficiary receives a definite assured income and neither depressions or “bad times” can render the policy worth- less or depreciate the cash settlement. Legal or investment advice is unnecessary and if iricome is used unwiisely one year, future instalments can be depgnded upon. This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD163 ♦ COUNTERSALES BOOKS I ♦ The Viking 853 Sargent Ave. Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. Limited Winnpieg, Man. Ii ♦ WINNIPEG, 26. JÚNl 1946 Hversvegna get eg ekki fengið þanngi spurt, vegna þess að þeir hlutir sem þarf til símalagningar eru ekki framleiddir með þeim hraða sem útheimtist til þess að hinar óvenju mörgu um- sóknir verði uppfyltar. — Vér VILJUM bæta úr þessu ji«Bm|gl||p og GERUM eins fljótt og U oss er unt. B| ' sima okkur hefir ekki, þrátt fyrir öll þessi tækifæri, tekist að gera þá að raunveruleika? Þvert á móti hafa stormar og styrjaldir vors aldarfars viðrað af okkur mörg- um allar vonir um bjartara líf í betra heimi. Ótal margir þeirra er stigu dansinn í æskuléttri glaðværð hafa beðið tjón á sálu sinni af því ilt og öfugsnúið ald- arfar hefir kúgað þá til að afsala sér allri hugsun og allri hugsjón um viðhald og efling þeirra verð- gilda, sem velunnarar mann- kynsins hafa metið mest á öllum öldum. Eg geng einna bezt úr skugga um að þetta sé engir órar þegar eg hugsa til skólabræðra minna skömmu eftir aldamótin. Yfir- leitt voru þeir allir fullir af hug- sjónum og bragandi bjartsýni. Eg hef fylgst með sögu þeirra síðan, að svo miklu leyti sem mér hefir verið það mögulegt. Hvað hefir orðið um þá og þeirra hug- sjónir? Sumir hafa orðið efnað- ir og berjast nú fyrir stéttar hagsmunum sinna stallbræðria með einsýnis eigingirni, að því er virðist, þess flokkstækis er metur einkaréttindi meir en al- mennings réttindi og bróðurþel- ið. Nokkrir hafa gerst leiðsagnar- r annara, seqa kennimenn, kenn- arar eða þingmenn, sumir þeirra sér til sóma og þjóðinni til hins mesta gagns og gæfu. Furðu margir virðast mér samt eins og ganga í sjálfa sig, eins og svefn- höfgi falli á sálina í stillilogni embættislegrar vanaværðar þar sem allir straumar verða að stöðuvötnum. Aðrir rækta sinn reit með sómasemi og til mikils gagns fyrir alda og óboma en grunur minrf er að sumir þeirra eigi sér engan víðari sjóndeildarhring og líti á sig fremur sem búþegna, sem beri að verja orku sinni og áhrifum í ítrustu samvinnu við alla góða menn svo ekki einung- is heimahaginn heldur og líka þjóðlífs akurinn megi blómgast við betri ræktuh. En þeim fjölgar nú óðum, sem finst það óþarft verk og árang- urslítið að leggja fram líf og starf til hverskyns ræktunar þar sem eyðileggingin bíði alls og allra i óumflýjanlegum framtíðar styrj- öldúm. Bezt sé að njóta gleðinn- ar meðan hún gefst, þar á meðal í óminniselfum víns og óbundra ásta. Eiginlega hef eg ekki geð í mér til að áfellast þessa menn. í uppgjöf þeirra kenni eg veik- leika minn. Ætli við höfum ekki allflestir hlustað á orð freistarans. “Þetta vil eg gefa þér”. — Nei, ekki öll ríki veraldar og þeirra dýrð —- svo dýrt metur hann okkur ekki yfirleitt -— nei, bara einhvern ósköp lítinn part af hinum lokk- andi lífsgæðum. Það er okkur líka flestum nóg, meir en nóg. Látum okkur nú líta á þetta með augum skynseminnar. Það er í sjálfu sér ekkert ranglæti í því, að girnast gæði þessa heims, því þau gæði eru gjafir gjafarans allra góðra hluta. Ranglætið er eniungis í því falið að vilja eign- ast það og njóta þess sem öðrum er nauðsynlegt, að unna ekki öðr- um jafnréttis við sjálfa sig. — Rangfengin auður skapar vonda samvizku og þessvegna eru þessa heims gæði, þeirra er kunna að sitja yfir annars rétti, of dýru verði keypt. Eg fullyrði að sá auður sem einstaklingurinn kaupir.fyrir eigin samvizkufrið sé alt of dýru verði keyptur. Eg er þeirrar skoðunar að þau lífs- þægindi sem einstaklingnum eða vissum stéttum falla í skaut en skapa jafnframt öfund, harð- drægni og hatur meðal mann- anna sé of dýru verði keypt, jafn - vel fyrir þá sem þeirra njóta. Eg veit, og þið vitið að alt misrétti skapar misklíð og hatrið elur óttann. Þessi ótti hefir hertekið mann- 'kynið og sturlað það. Hver manneskja, hvert bygðarlag *og hver þjóð, sem elur illvilja og hatur í hjarta sínu geymir hel- mátt helvítis í veru sinni og hver getur hugsað sér að friður, mann- ást og bræðralag grói upp úr glóðum vítis, og hið illa beri á- vexti kærleikans. Óttinn hefir auðvitað magnast við heimsstyrjaldirnar tvær og einkum þó við þá vissu að menn- irnir hafi nú með höndum þau vopn sem á einu augnabliki get- ur eyðilagt borgir og lönd. Af öllum þeim vítisvélum sem ennþá hafa verið reyndar er kjarnorkusprengjan ægileg- ust. • Þótt flestum blöðum hafi orð- ið skrafdrjúgt um þessa ógnar- hættu, hafa þau samt sem áður ekki útskýrt fyrir almenningi hvað kjarnorkan er eða kjarn- orkusprengjan. Vitaskuld verður hér aðeins drepið á aðalefnið án nákvæmr- ar vísindalegrar skilgreiningar. Kjarnorku-sprengjur eru að vísu álls ekki spánýtt fyrirbrigði í sjálfri náttúrunni, alls ekki þótt hún hafi verið áður óþekt hér á jörðinni. Kjarnorku- sprengjur eru altaf og eilíflega að gerast í sólinni og sjálfsagt líka í öllum sólnaskara himin- geimsins. Sá orkustraumur sem vermir vora jörð og viðheldur öllu lífi hennar er útstreymi þeirrar orku sem leysist úr læð- ingi við efnasundrun í hinni sí- virku efnagerð eiglóar. Þrent er samt nýtt í þessu efni: Fyrst, að mönnunum hefir nú tekist, fyrir samstarf frægustu vísinda- manna frá mörgum þjóðum, að orka þessari uppleysingu sjálfir og framleiða þennan kraft. Ann- að að þessi máttur sem hingað til hefir verið ljós og lífgjafi alls sem andar og hrærist á nú að notast til þess — og til þess eins ef sumir fengju sínum vilja framgengt — að deyða menn og eyðileggja jarðlífði. Þriðja, að nú er það að koma fram sem aldrei hefir áður skeð, að íhenn yfirleitt eru farnir að óttast framfarirnar af því þeir óttast það afl sem hugsanlega geturv velt í rústir, því öllu sem mann- kynið hefir bygt á umliðnum öldum sér til gagns og sóma og grafið það sjálft undir rústunum. Það er eins og þau álög liggi á mannkyninu að verja þeim uppfyndingum sér til mestrar mæðu sem gætu orðið því til mestrar gæfu. Víst mundi frum- herjunum í frumkjarna rann- sóknunum, þeim Rutherford og Steinmetz, hafa fallist hendur ef þá hefði grunað hvernig hinn kristni heimur hugsaði sér að verja hinum mesta mætti sem vísindin hafa honum í hendur lagt. Nú höfum við séð hvernig honum má verja við árásirnar á Hiroshima og Nagasaki. Hiroshima er, eða öllu heldur var, borg á stærð við Winnipeg. — Þar var kjarnorkusprengjan fyrst notuð. Hvað skeður? Það meðal annars áð sprengjan bók- staflega kveikti í loftinu. I gufu hvolfinu, sérstaklega í hinum neðstu lögum þess og næst jörð- unni eru ótal en örsmáar efnis- eindir á sveimi og það voru þess- ar eindir sem hleypt var 1 bál svo íbúar borgarinnar önduðu eldinum inn í sig ásamt annari ólyfjan. Aðeins einu sinni áður hefir nokkuð svipað komið fyrir, að svo miklu leyti sem mér er kunn- ugt. Það var við eldgosið mikla þegar eldfjallið Mt. Pelee í Vest- ur-Indversku yejunum gaus 8. maí árið 1902. Þetta gos breytti heilu stöðuvatni í vellandi gufu- ský, sem lagðist yfir borgina St. Pierre og deyddi alla íbúana, 30,000 að tölu, að tveimur und- anteknum. Svo geysilegur er kraftur kjarnorkunnar að sumir vísinda- menn álykta að slíkar sprengjur geti orsakað eldgos, landskjálfta, flóðbylgjur og fellibylji. Menn hafa löngum veitt þvi athygli að eldgos, jarðskjálftar, flóðöldur og enda fellibyljir standa í sambandi hvert við ann- að. Öll gerast þessi skelfingar fyrirbrigði af orsökum einhverr- ar röskunar á jafnvægislögum náttúrunnar. Nú hafa vísindin fundið að ljósið verkar með þrýstingi, hefir þrýstimátt sem við veitum samt ekki neina at- hygli, af því það er alstaðar jafnt. Samt getur þessi þrýsti- máttur orðið afar mikill undir vissum kringumstæðum. Nú verður hitinn við kjarnorku- sprengjuna alt að 100,000,000 ráður en þrýstimátturinn 40,000 sinnum meiri. Engum blöðum þarf um það að fletta að hér er um af 1 að ræða sem hæglega get•• ur ollað miklu jarð eða loftraski en afleiðingar þess þurfa samt ekki endilega að koma strax í ljós og heldur ekki nálægt þeim stöðvum, sem sprengjan varð. — Titringur getur farið um alla jarðskorpuna og ollað þar sprengum og annari röskun, sem jarðlögin eru veikust fyrir. Það er til dæmis grunur margra fræðimanna, að jarð- skjálftinn sem varð í Kyrrahaf- inu þrem vikum eftir sprenging- arnar í Japna hafi orsakast af þeim en flúðaldan mikla, sem nokkru síðar féll yfir Indlands- strendur og part af Alaska hafi aftur orsakast af þessum jarð- sjálfta. Nú geta menn séð hverus ægi- legt afl er hér á ferðinni, en sjálfsagt getur þetta afl líka gert mannkyninu hið mesta gagn. — Bent hefir verið til dæmis á að með þeirri uppleysingu sem það megnar að orka muni verða auð- veldara að ná í þau efni, sem nú er helzta meðalið við krabba- sjúkdómi. En nú er einmitt farið fram á að nota þetta afl einungis til hernaðar og fyrirbyggja með öllu að það verði tekið í þjón- ustu lífsins fremur en dauðans. Slík er nú vor kristilega menn- ing. Heyrst hefir frá nokkrum opinskáum einstaklingum að ráðlegt myndi að nota kjarnorku sprengjurnar til að niðurbæla verkföll og setja niður í upp- vöðslusömum byltingarflokkum eða koma Rússum til að fallast á kröfur vestrænu þjóðanna með því að láta þessar vítisvélar sýna þeim í tvo heimana. Með öðrum orðum margir sjá ekkert nauð- synlegra sem hægt væri að gera en ógna mönnum og kúga með þessu heljar vopni. Þið hafið kanske aldrei heyrt isvona ræðu í kirkju? Því gæti eg bezt trúað og einnig því að sum- um finnist hún ekkert erindi eiga þangað. Hvernig menn líta á það er aðallega undir tvennu komið: Hvaða skoðun þið hafið á guði gjafaranum allra góðra hluta og hvaða skoðun þið hafið á hugsun og innræti himnabúa, því þótt það sé talsvert alment ályktað, að kennimenn ættu helzt aldrei að minnast á neitt sem kemur jörðinni við ber öll- um saman um að þeim beri að tala um hið himneska og eilífa. Já, hvaða skoðun hefir þú á guði, gjafaranum allra góðra hluta? 1 raun og veru er eg nú þegar búinn að gefa rökrétt svar með því einu að nefna hann gjafarann allra góðra hluta. Þær gjafir geta því aðeins orðið okk- ur og öllu mannkyninu til góðs ef við notum þær réttilega og þú vinur minn, hygst að auglýsa þinn kristindóm og þína trú með nokkrum andagtarfullum upp- hrópunum, treystir þú þér til að ætla guði þá grimd, að hann ætl- ist til þess af okkur að við notum ljóss og lífsaflið til að eyðileggja og sálga hver öðrum. Eg læt þig sjálfan um svarið, því ef sam- vizka þín getur ekki gefið þér neina leiðbeiningu í þessu efni verða orð mín þér til engrar að- stoðar. Heldur þú annars að englum himnanna og endurleystum sál- um komi þetta ekkert við, að þær láti sig þetta engu skifta? Ef þú hefir þá trú hef eg aðra trú og útfrá mínu trúarsjónarmiði verð eg að tala. Eg trúi á eilífð enda- lausrar framsóknar og þrotlausr- ar starfsemi allra góðra anda og sálna, svo guðs vilji megi verða svo á jörðu sem á himnum. Mér er auðvitað kunnugt um að ýms- ir hugsa sér eilífðina einhvern- vegin alt öðru vísi. Hugsa sér til dæmis, að framliðnir dvelji í ei- lífðri svefnværð við endalausan hörpuslátt. Þeim er sjálfsagt eðlilegast að hugsa sér kirkjulíf- ið þessu líkt, róandi svæfandi og þar af leiðandi sinnulaust. Þetta var ekki skoðun Vídalíns þess- vegna þrumaði hann sínar um- vandandir af stólnum. Þetta var ekki skoðun Hallgríms þess- vegna kendi hann okkur heil- ræðin. Þetta var ekki skoðun Lúters þessvegna leggur hann út af boðorðunum. Þetta hefir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.