Heimskringla - 26.06.1946, Blaðsíða 3

Heimskringla - 26.06.1946, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 3. SlÐA WINNIPEG, 26. JÚNI 1946 verið skoðun þeirra kennimanna sem hafa látið nokkuð að sér kveða í kirkjunni. Og þetta er sjálfsagt ekki skoðun englanna. Eh svo við hverfum nú að öðru, og reynum að gera okkur grein fyrir því sem muni gerast þegar himnabúar horfa til jarð- arinnar. Það er sumar og sólbirta yfir mörgum löndum 6. ágúst árið 1945 og jarðarbörnin gleðjast í þessu drottinlega dýrðarljósi, einkum börnin, því flestir full- orðnir hafa nú öðru að sinna þar sem styrjöldin er sumstaðar ný afstaðin en viðhelst í öðrum stöðum. Englar og hólpnar sálir horfa til heims vorgs og hryggj- ast yfir hörmungum hans og heimsku. í stöku stað sjá þeir þó etithvað sem énnþá má gefa j þeim gleði. Þeir sjá bömin sem , leika sér og styrkjast og gleðj- ast í þessu geislavarma sólskini. Þar á meðal er nokkur börn, sem leika sér í fjörusandinum við Hiroshima. Yfir því glöddust allir góðri englar, að hörmung- ar stríðsins hefðu ^nnþá ekki náð til þeirra. Saklaus var gleði þeirra því þau höfðu ekki tekið þátt í neinum hryðjuverkurú. Áður sól seig til sævar þetta kvöld var alt útlitið breytt í Hiroshima, borgin var ekki fram- ar til og engin börn léku sér nú framar í fjörusandinum. Flest voru brunnin til ösku og með öllu horfin. Af þeim örfáu sem eftir lifðu voru flest sjúk og deyjandi en engin móðurhönd til að veita þeim aðhlynningu, ekkert heimili til að veita þeim athvarf. Flest af þessum vesal- ingum eru nú dáin en þau fáut sem eftir lifa munu þessu aldrei gleyma og ef til vill lifa þau að- eins til að hefna sín, sé þess með nokkru móti auðið. Er það guð- last að hugsa sér að angistar- stuna hafi farið um allar hinar himnesku hersveitir og ef þeir fella nokkru sinni tár hafi þeir beiskum tárum yfir glöpum og gæfuleysi þessa heims, þessa mannkyns, sem ekki má trúa fyrir neinu afli, neinum auði, neinu valdi svo það noti það ekki sjálfu sér til siðspillingar og eyðileggingar. Já, ér það ekki leyfilegt að spyrja hvert hin end- urvakta og upplýsta samvizka þeirra ha-fi líka spurt þá hvert þeir, í hérvist sinni eða himna- vist hafi nú í raun og veru gert alt sem í þeirra valdi stóð til að afstýra þessu. Slík angistar stuna líður frá hverju hjarta og vaknar í hverri sál hérna megin grafar, hjá hverri þeirri mann- veru sem ennþá verndar ein- hvern urmul af engils eðli sínu. Jú, líklegast kemur okkur þetta við. En hvað getum við gert? Við erum einkis megnug til að afstýra þessu. Svarið er alt undir því komið hvert þú í raun og veru hefir trú á endurleysandi mætti kærleik- ans og kristindómsins eða ekki. Flest höfum við þekt mismun- andi heimili og mismunandi mannfélag. Það sem olli þeim mismun aðallega var vöntun eða viðhald kærleikans. Þar sem hann er ekki til staðar ríkir tví- drægni, eigingirni og ófriður, er þj áir og spillir. Sama er að segj a um bygðarlögin. Án kærleika er hver sál eyðimörk, hvert heim- ili myrkvastofa, hvert bygðarlag óláns-reitur og heimurinn hel- vískur illgresis akur, því nái kærleikur ekki að festa þar ræt- ur við sameiningu samstarfsins, vex hatrið. Nú ætla eg að segja ykkur ofurlitla sögu af einu mannfélagi sem tók miklum og skjótum breytingum. Fyrir svo sem hundrað og fimtíu árum síðan gerðu sjóliðar á brezku herskipi uppreisn og áunnu sér með því dauðasekt. Eftir að hafa tekið skipið í sínar hendur sigldu þeir til Tahiti- eyjunnar í Kyrrahafinu, en flýðu þaðan undan leitarmönnum á- samt nokkrum konum og fáein- um eyjarskeggjum. Leituðu þeir sér nú hælis í smáeynni Pitcairn, sem liggur fjærri öllum siglinga- leiðum, enda fundust þeir þarna ekki. Þeir hefði átt að líða þarna vel, en því fór fjarri, því þeir fluttu með sér til þessarar út- hafs paradísar flesta eða alla galla bæði hins hvíta og dökka kyns. Eini iðnaðurinn sem þeir stunduðu, auk lítilsháttar jarð- ræktar, var brennivínsbrugg og brátt sukku þeir niður í algerða villumensku. Þótt þeim gleymd- ust kristnar dygðir voru hinir hvítu menn sjálfum sér líkir og vildu gera Tahitingana að þræl- um sínum. Upp úr því sló í ófrið þeirra milli og honum lauk með stráfalli allra karla að einum brezkum sjóliða undanteknum. Hann hafði ekki verið hinum hótinu betri, en þegar hann var nú þarna einn eftirskilinn í hópi allmargra kvenna og enn fleiri barna, tók hann að finna til á- byrgðar sinnar—öll betrun byrj- ar þannig, bæði hjá þjóðum og einstaklingum. Hann vildi nú reyna að uppala þennan æskulýð til betra lífs. Hann kendi þeim að lesa og skrifa og hann notaði völdustu kafla Nýja testament- sins bæði við lesæfingar og einn- ig til forskrifta. Nú líða mörg ár þar til hvalveiðaskip amerískt kemur til eyjarinnar og skrifar skipstjórinn síðar um þessa heimsókn. Dáir hann mjög menningu eyjarbúa og kvað þá lifa saman sem bræður og systur í algerðu sameignar og sam- vinnu félagsskap., Þá sjaldgn til misklíða dregur ganga allir á sáttafund til að jafna sakirnar með dómgreind en ekki deilum. Það auðveldar allar sættir, að þeim hefir aldrei lærst að ljúga, þurfa þess ekki af því það er ekk- ert misræmi milli yfirlýstra sið- ferðis hugsjóna og eigin gerða. Þeir sem síðar hafa vitjað eyj- arinnar staðfesta þennan vitnis- burð. Auðvitað er hér um mjög fá- ment mannfélag að ræða en samt er það nú nokkru fjölmenn- ara en það var meðan feður þess- arar kynslóðar bárust á bana- spjótum. Allar tilraunir byrja í smáum stíl og mér hefir nú stundum dottið í hug hvert Is- lendingar, eitt minsta en ment- aðasta þjóðfélag veraldarinnar gæti nú ekki hugsanlega orðið slíkt fyrirmyndar þjóðfélag. Til þess að svo mætti verða þarf það samt að taka miklum breyt- ingum. En hlutverk kristninnar að temja manninn, sem stjórnar vélinni — að temja sjálfan sig. Nútíðar villumaðurinn, með V- flugur og kjamrokusprengjur í höndum sér er langtum hættu- legri en frummaðufinn með kylfu sína. Þar af skapast óttinn sem sturlar okkur alla meir og minna. Eyðilegging bíður okkar ef við lærum ekki betri lífsreglur, en það er til lítils að reyna að inn- ræta einstajdingnum góðar og kristilegar dygðir meðan þjóðfé- lagið byggist á misrétti, lygum, flokkadrætti og hlífðarlausri samkepni um veraldar gæðin. Aðeins þar sem þjóðfélögin og mannfélagið yfir böfuð byggist á réttlátri samvinnu er skapar heilbrigða sáttfýsi getur guðsrík- ið grundvallast. Eigingirnin er ennþá undir- rót allra lasta en gullna reglan, að breyta svo við aðra sem vér viljum að þeir breyti gagnvart okkur er líka ennþá eini hugsan- ilegi grundvöllurinn undir heil- jbrigðu og friðsælu mannfélagi. ' Ef kirkjan á að vinna að stofn- un og starfrækslu slíks mannfé- lags verður hún aftur að eignast hugsjónir frumkristninnar um nýjan himin og nýja jörð. Hún verður að vera afskifta og umvöndunarsöm engu síður við stjórnir og þjóðfélög við einstakl- inga. Hún má ekki láta sig það framar henda, að úrskurða það glæpi hjá einstaklingnum, sem hún álítur sjálfsagt og jafnvel göfugt hjá heildinni. Það er jafn andstyggilegt og illgirnis- legt af stéttunum að afla sér auðs á annara kostnað sem fyrir ein- staklinga. Ekkert afsakanlegra fyrir þjóðfélögin að ganga til rána en hina einstöku meðlimi ,þess þjóðfélags. Engu meiri synd fyrir einn einstakling að myrða sinn meðbróðir með skambyssu- skoti en fyrir ríkið að deyða tugi þúsunda með einni kjarnorku- sprengju. Kirkjan verður að berjast fyrir réttlætið með því að leggja til orustu við óréttlæt- ið. H. E. Johnson “Brautin” ársrit Hins Sameinaða Kirkju- félags Islendinga í Norður-Ame- ríku, er nú á uppsiglingu. Þetta er þriðji árganguriníi, og þar er áframhald af Kirkjusögu Vestur- íslendinga, sem svo mikið hefir verið rætt og ritað um. — Þetta rit verður komið á bókamarkað- inn fyrir lok næsta mánaðar. Vil eg nú vinsamlega mælast til, að allir umboðsmenn ritsins, sem ekki hafa gert fulla skila- grein fyrir fyrri árgöngum, láti mig vita sem allra fyrst, hve mörg eintök þeir hafa óseld af fyrsta og öðrum árgangi, og um leið sendi mér andvirði þeirra rita sem selst hafa. — Þetta er nauðsynlegt, því á því verður.að byggjast eintakafjöldi sem prenta parf af þriðja árgangi. Umboðsmenfi ritsins hafa ekki H HAGBORG FUEL CO. H ★ Dial 21 331 No'Fn) 21 331 legið á liði sínu. — Þeir hafa stutt þetta fyrirtæki með ráðum og dáð, og fyrir það ber mér að þakka þeim fyrir hönd útgef- enda, og allra þeirra sem frelsi og frjálslyndi unna. Páll S. Pálsson —796 Banning St., Winnipeg, Man. ★ ★ ★ Vinsamleg tilmæli til velunnara Sumarheimilisins á Hnausum Það hefir verið ákveðið að stækka heimilið að mun nú í vor. Þar af leiðandi þarf að bæta við rúmum og rúmfötum og fleiru. Þess vegna vill stjórnarnefnd- in mælast til, að þeir góðu land- ar sem að kynnu að eiga “single beds” eða aðra’ nothæfa hluti. rúmfatnað og fleira, sem að þeir ekki sjálfir þurfa að nota, vilji gefa þá heimilinu. Þeir sem að góðfúslega vilja sinna þessu snúi sér til Mrs. P. S. Pálsson, 796 Banning St., Winnipeg, Man. ★ ★ ★ Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, Island. ★ ★ ★ 50 ára minningar um skáldskap Borgfirðinga Fyrsta hefti er nú komið á bókamarkaðinn, og er það ákveð- inn vilji útgefandans að ekki líði á löngu að fleiri hefti komi fyrir almenningssjónir. — Þetta hefti er 30 blaðsíður, í góðri kápu og prentað á ágætan pappír. — Verð: 50c. — Fæst í Bókabúð Davíðs Björnsson og hjá Viking Press Ltd. MINNISBLA Ð fyrir þá, sem selja vilja gamlar íslenzkar bækur, tímarit, smápésa og annað sem komið hefir út á íslenzku Vil kaupa þessar bækur meðal annars: Bólu-Hjálmarssaga Saga Mera-Eiríks Árbækur Ferðafél. Islands Þyrnar, I. útgáfa Minningarrit Möðruvalla- skóla 1901 Bréf og ritg. St. G. St., 1. b. Sýslumaðurinn í Svartár- botnum Kvæðakver Halldórs Kilj- ans Árferði á Isl. í 1000 ár Ferðabækur Þorv. Thor- odds. Lýsing íslands, eftir Þorv. Thorodds. Munkarnir á Möðruvöllum Svartar fjaðrir, I. útg. Blanda, I., II. bindi Rit Jónasar Hallgrímss., 1. og 5. bindi Islenzkar gátur, vikivakar, þulur og skemtanir, I. og II. bindi Galdra-Snorri og Galdra- Ranka Kvæðabók B. Gröndals Kviðlingar Káins Lilja, eftir Eystein Munk Kvistir, eftir Sig. Júl. Jóh. Ljóðmæli Matth. Joch., 1.—5. bindi Nýgræðingur, e. A. St. Jóh. Njóla, Björn Gunnlaugss. Nokkur smákvæði, e. Ólöfu á Hlöðum Nokkur ljóðm., Guðm. Ól. Smástirni (úr Öldinni) Smámunir, Sig. Breiðfj. Veiðiförin, Jónas Danielss. • Kvæðabók Þorskabíts Ljóðmæli, Sigurbj. Jóh. Brennubragur, Lúðv. Kr. Vesturheimsk krossmessu- ljóð, Lúðv. Kr. Ljóðmæli, Gunnar Gíslas. Hagalagðar, Júlíana Jónsd. Ljóðmæli S. E. Bened. Úrvalsljóð, e. Jónas Hallgr. Hjálmarskviða o. fl. Tíu leikrit, e. Gutt. J. Gutt. Vestan hafs, Kr. Stef. Ljóðmæli, Jón Stefánss. Morgunn Eimreiðin Iðunn (gamla og nýja) Heimir Syrpa Öldin Breiðablik Saga Þ. Þ. Þ., 1—2. árg. Dagskrá, 1.—2. Vínland, 1.—7. árg. Gimlungur, 1.—2. árg. Framfari, 1.—3. árg. Freyja, 1.—13. árg. Leifur Selkirkingur, 1.—3. árg. Dagsbrún, 1.—4. árg. Svava, 1.—10. árg. Kennarinn, 1.—8. árg. Bergmálið, 1.—5. árg. Baldur, 1.—8. árg. Skuggsjá, 1.—3. árg. Almanak Ólafs. Thorg. Úr heimahögum, e. Guð- mund á Sandi Fjórar ritgerðir, e. sama Alaskaför Jóns Ólafss. Æskan Unga Island Dalarósir, Guðm. Hjaltas. Fingrarímið Fornmenjar, S. J. Jóhann. íslendingar í Vatnabygðuni Leikrit og ljóð, Sig. Péturss. Presturinn á Vökuvöllum Piltur og stúlka Sálmar og kvæði, Hallgr. Pétuicss., 1.—2. bindi Sagan af Sigurði frækna Sagan af Vilmundi viðutan Snót (gömlu útg.) Saga Natans Ketilss. Lófalestur, St. Sigf. Vorljóð Gunnars Gunnarss. Ferðasaga Vigf. Sigfúss. Sagnir Jakobs gamla ' Þjóðsögur Jóns Þorkelss., 1899 Sögur af ýmsu tagi Æfisaga Jóns India-fara Friðþjófssaga, allar útgáfur Perlur, tímarit Ferðaminningar Sv. Egilss. 1. bindi Ljóðabækur Bólu-Hjálmars Drauma-Jói Tyrkjaránið á Islandi Tyrkjaránið, e. Björn á Skarðsá Biskupasögur (Sögufél. og Bókmentafélagsins) Huld, gamla útgáfan Ben-Húr Skúli Magnússon Oddur lögmaður Þjóðsögur Odds Björnss. Sögusafn Þjóðólfs, I., II. og III. hefti Hlín, 2. árg. Sýslumannaæfir, 1.—4. Göngu-Hrólfs rímur, eftir Bólu-Hjálmar Alþýðubók Þór. Böðvarss. Alþýðubók Halld. Kiljans Smásögur, e. Halld. Kiljan Þjóðsögur Jóns Árnasonar, "gamla útg. 1862—1864 íslenzk æfintýri, 1952, söfn- uð af Jóni Árnas. og Magnúsi Grímssyni Vestfirskar sagnir, prentað á ísafirði 1909. Sögusafn Isafoldar, 4. ár Almanök Þjóðvinafélagsins frá 1827—1927 Sögur og kvæði, J. M. Bj., 1892 Brazilíufararnir Eiríkur Hansson Vornætur á Elgsheiðum Hnausaför mín Elinóra, Gunnst. Eyj. Tíund Sögur og kvæði, S. Júl. Jóh., 1.—2. Dægradvöl Gröndals Dægradvöl Guðm. Péturss. Gamlar sögur, S. Sigurjóns. Skóli njósnarans Dalurinn minn Freistingin Fríða Saga Páls Skálholtsbiskups og Hungurvaka Sagan af Fastusi og Ermenu Á Eyrinni Hellismannasaga 1889 Valið Alfreð Dreyfus, 1.—2. Á Guðsvegum Bessi gamli Elding, Torfh. Hólm Góðir stofnar Jóns Trausta Gull, e. E. Kvaran Gestrisni Kalaf, Stgr. Thorst. Mannamunur, J. Mýrd. Ólöf í Ási Riss, e. Þorst. Gíslas. Saga hugsunar minnar Smásögur, Jóns Trausta Sögur frá Síberíu Tvær smásögur, Guðr. Lár- usdóttir Upp við fossa Tólf sögur, Guðm. Friðj. Þúsund og ein nótt, 1.—2. b. Þjalar-Jónssaga Enskukenslubók Jóns Hjaltalíns Fréttir frá íslandi Hversvegna?—Vegna þess Dýravinurinn, 1.—16. Flóra íslands, I. útg. lslenzkir listamenn, I.—II. Jarðabók Árna Magnúss. Minningarrit íslenzkra her- manna Píslarsaga séra Jóns Mag- nússonar, 1.—3. Sjálfstæði ísl. 1809 Sig. Breiðfj., e. S. G. Borg- firðing Sögur og kvæði, Einar Ben. Vogar, e. Einar Ben. Æfintýri H. C. Andersens, 1. bindi Minningarrit séra Jóns Bjarnasonar Markland Bútar úr ættarsögu Rannsóknarferðir Manitoba Brot úr landnámssögu Nýja íslands, 1.—3. Minningarit 50 ára land- náms Isl. í N. Dakota Jökulgöngur, St. G. St. Alþingisrímur V. Ásmunds. Andra-rímur Þjóðræknisrímur, e. S. B. Blandon Sagan af Nikulási leikara Saga hinna 10 ráðgjafa Leikrit Sveins Símonarson- ar, öll Rímur af Ármanni og Helgu Rímur af Þórði hreðu Rímur af Gústav Adólf Islendingatal Minningarrit (Wynyard) Úti á víðavangi, e. St. G. St. Andvökur, 1.—3. Rímur af Jóhanni prúða Sagan af Starkaði Stór- virkssyni Þögul leiftur Prentsmiðja Jóns Matthías- * sonar Ættarskrá Steinunnar Jóns- dóttur Drotningin í Algeirsborg Kvæði og sögur, Jóh. G. Sig., gamla útgáfan Kvæðabók Brynj Sveinss. Munið að glata aldrei gömlum íslenzkum bókum, blöðum, tímaritum, smápésum eða öðru sem prentað hefir verið á íslenzku, sem þið kunnið að eiga, en viljið láta af hendi. Er kaupandi af öllu slíku, eins þó að um stærri bókasöfn sé að ræða. Skrifið, eða talið við mig sem fyrst eftir að þið hafið lesið auglýsing- una og eg mun svara yður um hæl. BJÖRNSSON'S BOOK STORE, 702 Sargent Avev Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.