Heimskringla - 26.06.1946, Blaðsíða 5

Heimskringla - 26.06.1946, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 26. JÚNl 1946 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA l.R 6 /lariu: SAVE THIS CONSTITUENCy MAP Published by Authority o( the PROGRESSIVE CONSERVATIVE COMMITTEE ;t"pAUL% gebHj iNCOI geðja í öllum réttlætismálum, að þér, lengur en allir aðrir, setjið meðaumkvunina við hlið rétt- lætinu í dómsúrskurðum yðar. Og Bretar, sem hafa kjörið yður, hafa gert það af frjálsum vilja og með miklum meirihluta, af því að stefnuskrá yðar hét þeim, að stjórnin á þjóðarauð þeirra skyldi miða að velferð allra. — Samt er friðurinn í yðar augum svo ótryggur, að þér þorið ekki að leysa upp loftflota yðar, og einnig þér hófuð aðeins veika og ósannfærandi rödd um það, að hafa bæri hemil á hinu alt-eyð- andi vopni, sem nú hefir lagt loftið, sem við öll öndum að okk- ur, undir sig, síðasta belti þess- arar jarðkringlu, sem öllum var enn frjálst og óskattlagt, en það- an, s"em menn nú verða að flýja í jörð niður í neðanjarðarbyrgi.” “Herrar mínir! Talið ekki lengur til mæðranna um frið! Okkur virðist að yðar friður sé öllu geigvænlegri en stríðið. — Eruð þér ekki enn að tala um volduga heri, risavaxna flota og lendingarstaði fyrir sprengju- flugvélar og kjarnorkusprengj- ur? Talið heldur við okkur um góðvild og meðaumkun, því að þær eru systur friðarins. Meðan þér eruð að flytja ræður yðar og ráða ráðum yðar, eru miljónir barna og mæðra þeirra að deyja úr hungri, af því að þau hafa ekkert að nærast á. Það eru börn “bandamanna” sem “fjand- manna”. En við mæður þekkj- um engin “fjandsamleg börn”. Og enn brýnir hún raustina, þessi “samvizka samtíðarinnar” og segir: “Mæður yðar kendu yður orð ritningarinnar. Mæður yðar hvers um sig, áttu aðeins eina ósk, — að þér yrðuð góðir menn! Þær kendu yður ekki að biðja: — Gjör þú mig að foringja heims! heldur: Gjör þú mig að góðum manni! Haldið þér að mæður yðar hafi verið heimsk- ar eða haldnar fánýtri fávísi? Og sei, sei, nei! Þær voru spak- ar. Því að gæskan er einasta uppspretta góðviljaðs valds, þess valds, sem endurnærir, verndar og viðheldur, þess valds, sem er fjandsamlegt öllu ofbeldi, *'er myrðir og drepur. . . .” Því nær með ógnunarorðum lýkur svo þessi hugaða kona á- varpi sínu: “Þetta er alt, sem eg vildi sagt hafa, og þó ekki síðasta orð- ið. Þér herrar mínir, karlmenn- irnir eruð helmingur alls mann- kynsins. En vér konur erum settar í heiminn til þess að ala börnin, endurnæra þau, vernda þau og uppala. Vér erum hið stærsta Internationale veraldar. Vér tölum mál, sem allir skilja, frá Chungking til Moskvu, frá Berlín til New York. Reynið herrar mínir, að sundra oss. . .! Gáið að! Eg var að koma frá Mary Doe, ekki til þess að biðja, heldur til þess að áminna og vara við. Eg kom í auðmýkt, en án nokkurs geigs. Því að mér er hrundið áfram af herskörum mæðranna ,er þér leituðuð til á skuggatímum, og enn gangið þér í dimmu án þeirra, dimmu, sem er þrungin martröð og skelfing- um. Gjarna vildum vér létta af yður angistinni. En fyrst yerðið þér að fjarlægja fallbyssur yðar. Þér getið ekki talað við mæður yðar með handsprengjum og kjarnorkusprengjum. Þér verð- ið að koma óvopnaðir inn til mæðra yðar. Þá munum vér sýna yður fram á, að heilsulyf veraldar eru ekki þar, sem þér hyggið það vera, hvorki í jarð- skjálftum né jarðeldum, heldur í hinni lágu, rólegu rödd móður- innar; ekki í vopnum eyðingar og tortímingar, heldur í viljan- um til þes sað skapa og viðhalda; afnvel ekki í andans gáfum, heldur í ást á hugsjóninni — í hinni ódrepandi trú á lífið — hinu óslökkvandi valdi ástarinn- ar og kærleikans”.—Lesb. Mbl. FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDI 243 frambjóðendur við Alþingiskosningarnar Framboðsfrestur til Alþingis- kosninganna, sem fram fara 30. júní n. k., var útrunninn á mið- nætti s. 1. nótt. Að þessu sinni verða frambjóðendur til Alþing- is alls 243, en kjósa á 41 þing- menn í kjördæmum. Síðan verða alt að 11 uppbótarþingsæti, svo þingmenn geta alls orðið 52. Sj álf stæðisf lokkurinn býður fram í öllum kjördæmum,' og eru frambjóðendur hans því 61. Sósíalistaflokkurinn býður einn- ið fram í öllum kjördæmum. — Framb j óðendur Framsóknar- flokksins eru 59. Flokkurinn býður ekki fram í Norður-lsa- fjarðarsýslu og á Seyðisfirði. — Frambjóðendur Alþýðuflokksins eru alls 56. Býður flokkurinu ekki fram í Norður-Múlasýslu og Austur-Skaftafellssýslu. Fram- sóknarmenn óháðir miðstjórn flokksins bjóða sig fram í Árnes- sýslu og Suður-Þingeyjarsýslu og Jónas Guðmundsson býður sig fram utan flokka á Seyðis- ifrði.—Mbl. 30. maí. ★ ★ ★ Skymaster-flugvél keypt til íslands Loftleiðir h.f. hafa nýlega fest kaup á fjögra hreyfa “Skymast- er”-flugvél, sem höfð verður í millilandaflugi. Hver hreyfill hefir 1350 hestöfl. Vænghaf flug- vélarinnar er 117 fet, lengdin 94 og hæðin 27 fet. Hún mun geta flutt um 40 farþega. Mesti hraði hennar verður 400 km. á klst. — Enn er ekki vitað, hvenær flug- vél þessi verður tilbúin. Það mun verða innan frekar stutts tíma.—Tíminn. (Alfreð Elíasson flugmaður, er í New York að kaupa vélina og kemur hann sennilega heim í júlí, að því er Hkr. er sagt). * * * Stefano Islandi syngur í öllum stórborgum Bandaríkjanna Khöfn í gær Stefano Islandi og Else Brems jleggja af stað til íslands í júní- ! byrjun. Hefir Stefano fengið or- lof frá óperunni fram í desember. I Hann fer til Bandaríkjanna eftir að hafa haldið hljómleika á Is- 1 landi. Hefir honum verið boðið að syngja í útvarp í Bandaríkj- , unum. — Þá hefir International Artist Association gert við hann bráðabirgðasamninga um að halda 60 hljómleika í Bandaríkj- unum. Mun Stefano syngja í öll- um stærstu borgum þar. -—Mbl. 28. maí. * t * Viðskiftasamningur milli Rússa og Islendinga 1 fyrrakvöld var undirritaður í Moskva viðskiftasamningur milli Sovétríkjanna og Islands. Var samið um sölu á verulegu magni af saltsíld, frystum fiski, síldarlýsi og nokkru af þorska- lýsi, en frá Rússum munu Is- lendingar fá timbur og kol. í íslenzku samninganefndinni voru Pétur Thorsteinsson sendi- fulltrúi Islands í Moskva, Ársæll Sigufðsson framkvæmdastjóri, 1 Eggert Kristjánsson stórkaup- ' maður og Jón Stefánsson, skrif- stofustj. Síldarútvegsnefndar. —Mbl. 28. maí. ★ ★ ★ ' 48,186 manns búsettir í Reykjavík Á manntali hér í Reykjavík eru nú samtals 48,186 manns, þar af 22,886 karlar og 25,300 konur. Af þessu fólki telur 1,608 sig eiga lögheimili utanbæjar, eða 791 karl og 817 konur. Það er manntalið frá haustinu 1945, sem leiðir þetta í ljós. Tíu mannflestu götur bæjarins eru þessar1 Hringbraut með 2,425 íbúa, Laugavegur með 2,230, Hverfisgata 1,539, Njálsgata 1,385, Grettisgata, 1,256, Berg- staðastræti 1,204, Laufásvegur 896, Vesturgata 857, Ásvallagata 817 og Sólvallagata 766. —Mbl. 28. maí. Fyrsta Reykjavíkurtogaranum hleypt af stokkunum Fyrsta togara Reykjavíkur- bæjar var hleypt af stokkunum í Selby að morgni þess 18. þ. m. að viðstöddu fjölmenni. Skipið var skreytt íslenzkum fánum, en frú Ástfríður Einarsdóttir, kona Jóns Axels Péturssonar bæjar- fulltrúa, framkvæmdi skírnarat- höfnina, og var skipinu gefið nafnið Ingólfur Arnarson, sam- kvæmt ákvörðun bæjarstjómar. Eignadi skipasmíðastövarinnar, Mr. Cochrane, flutti ræðu og árn- aði heilla skipi og eigendum. Jón Axel Pétursson flutti þakkir af hálfu bæjarstjórnar og borgar- stjóra. Eftir athöfnina var dvalið við veitingar í skipasmíðastöðinni og voru þar árnaðaróskir fluttar. — Erlingur Þorkelsson vélstjóri svaraði af hálfu íslendinga og þakkaði skipasmíðastöðinni vel unnið starf.—Mbl. 28. maí. ★ ★ * “Sjálfstætt fólk” bók júlí-mánaðar í Ameríku Ameríska útgáfufélagið “Book of the Month Club” hefir ákveð- ið að gefa út skáldsögu Halldórs Kiljans Laxness “Sjálfstætt fólk” og verður hún “bók mán- aðarins” í júlí n. k. Þessi bókaútgáfufélagsskapur hefir tugþúsundir áskrifenda er kaupa bækur útgáfunnar. Er venja að velja eina bók í hverj- um mánuði. Þessi sami félagsskapur hefir gefið út bók eftir Gunnar Gunn- arsson, Aðventa, sem á enskunni hlaut nafnið “The Good Shep- herd.” ★ ★ ★ Ferðaskrifstofa tekur til starfa. Ákveðið hefur verið að Skipa- útgerð ríkisins setji upp ferða- skrifstofu í næsta mánuði. Jafn- framt hefur verið ákveðið að Esja fari þrjár ferðir til Kaup- mannhafnar í sumar. Samgöngumálaráðh. Emil Jónsson skýrði blaðamönnum frá þessu í gær. Skrifstofan á að gefa ferða- mönnum, erlendum og innlend- um, ókeypis upplýsingar um ferðaskilyrði hérlendis og síðar erlendis. Ennfremur mun skrif- stofan skipuleggja orlofsferðir, bæði fyrir einstaklinga og hópa. Forstöðumaður ferðaskrifstof- unnar verður Þorleifur Þorleifs- son, er eitt sinn var skrifstofu- stjóri Ferðaskrifstofu ríkisins. Áætlað er að Esja fari frá Reykjavík 26. júní, 24 júlí, og 17. ágúst og frá Kaupmannahöfn 4.júlí, 1. ágúst og 25. ágúst. —Þjóðv. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld Portage la Prairie Sambands Kjördæminu Eigið þér heima innan takmarka kjördæmisins sem nú hefir engan þingmann í Sambandsþinginu? ININO MAP SHOW3 THIH DARY ON LAROER SCALE Ef svo ... Gerið yður það að skyldu, að skipuleggja og senda sex fulltrúa frá yðar parti kjördæmisins (Polling Subdivision) til bins STORA FUNDAR Progressive Conservatives sem verður haldinn í $t. MARV'S PARISH HALL, PORTACE la PRAIRIE Miðvikudaginn 3. Júlí 1946 - klukkan 2.30 eftir hádegi Orskurðið fljótt - haldið fund - kjósið fulltrúana Sex frá hverjum kjörstað (poll) Allir sent áhuga hafa fyrir landbúnaði, verkamönnunt og vellíðun vesturlandsins, eru boðnir velkontnir og beðnir að vera viðstaddir á þessum afar áríðandi fundi. AÐAL RÆÐUMAÐUR: Mr. Arthur L Smith, M.P. for Calgary West t og aðrir velþektir tölumenn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.