Heimskringla - 26.06.1946, Blaðsíða 8

Heimskringla - 26.06.1946, Blaðsíða 8
8. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JÚNÍ 1946 FJÆR OG NÆR MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Útvarpsguðsþjónusta Guðsþjónustunni verður út- varpað frá Fyrstu Sambands- kirkjunni í Winnipeg n. k. sunnudagskvöld, 30. júní, kl. 7 (Daylight Saving Time). Séra Philip M. Pétursson stýrir guðs- þjónustunni og flytur ræðu. — Söngstjóri og organist verður Gunnar Erlendsson. Sólóistar verða Mrs. Elma Gíslason og Pétur Magnús, og tvísöng syngja Mrs. Gíslason og Mrs. Lilja Thor- valdson. Sálmarnir sem sungnir verða, eru: 23. Þín miskun, ó guð! 427. f fornöld á jörðu, og 643. Virztu, guð, að vernda og styrkja. — (Sálmanúmerin eru tekin úr sálmabók þjóðkirkjunnar á ís- landi). Mrs. Elma Gíslason syngur einsöng: “O Divine Redeemer” eftir Ch. Gounod. Mrs. Gíslason og Mrs. Thor- valdson syngja tvísöng, “Blessed Are They”, eftir Ferris Toger. Mr. Pétur Magnús syngur ein- söng, “Kvöldbæn” eftir Björgvin Guðmundsson. Úavarpað verður yfir CKY. * k ★ Leikur var sýndur í sal Sam- bandskirkjunnar í Winnipeg 14. júní af Leikflokki Lundar-bæjar. Nafn lieksins var “Father’s Oth- er Wife”, og var á ensku. Þetta var gamanleikur, vel saminn, hafði verið sýndur á leikhúsum. Klúbbar, Kirkjur, Verzlunarfélög Látið EATON'S Verzlunar þjónustudeildina Velja “Picnic” verðlaun yðar • Það er svoddan umstang að kaupa, vefja upp og merkja fjölda böggla sem gefa þarf fyrir verð- laun á stórum útisamkomum . . . að vita hvaða hlutir eru fánalegir . . . hvað á bezt við, og svo að geta fundið tíma til að verzla. Þar getur EATON’S Shopping Service aðstoðað yður. — gefið oss aðeins til kynna hverskonar leikir verða um hönd hafðir, aldur þátttakenda, o. s. frv., hvað miklu þér viljið verja til þess, og vér lítum eftir öllu öðru. —Picnic Shopping Serviee, Sixth Floor. ^T. EATON C?,M,TED —ÞINGB0Ð=~ 24. ársþing Hins Sameinaða Kirkjufélags íslend- inga í Norður Ameríku verður sett í kirkju Sambandssafnaðar í Lundar, Man. FIMTUDAGINN 27. JÚNl, 1946, kl. 7.30 síðdegis Söfnuðir sem eru í kirkjufélaginu eru kvaddir til að senda fulltrúa á þingið, tvo fyrir hverja hundrað safnaðar- meðlimi eða færri, og einn fyrir hverja fimtíu þar yfir. Á þinginu mæta einnig fulltrúar sunnudagaskóla og ungmennafélaga. Samband íslenzkra Frjálstrúar Kvenfélaga heldur þing sitt laugardaginn 29. júní. Erindsrekar skrásetjist í Samjjandskirkjunni kl. 5—7 e. h. þingsetningardaginn. DAGSKRÁ ÞINGSINS ER SEM FYLGIR: Fimtudaginn 27. júní: Kl. 8 e.h.-—Þingsetning; þingestningar guðsþjónusta; a- varp forseta kirkjufélagsins; nefndir settar, a. Kjörbréfanefnd, b. Útnefningarnefnd, c. Fjár- málanefnd, d. Fræðslumálanefnd, e. Ungmenna- málanefnd, f. Útbreiðslumálanefnd, g. Tillögun. Föstudaginn 28. júní: Kl. 9 f. h. — Nefndir starfa. Kl. 10.30 f. h. — Þingfundir, nefndarálit. Kl. 12—2 — Fundarhlé Kl. 2 e. h. — Þingfundir. Kl. 8 e. h. — yyrirlestur: Einar Ámason, O.B.E., fyrv. Lieut.-Colonel í Canada-hemum). Laugardaginn 29. júní: Kl. 9 f. h. — Þingfundir Sambands Islenzkra Kvenna. Þingfundir Kirkjufélagsins. Kl. 12—2 — Þinghlé. Kl. 2 e.h. — Þingfundir Sambands Islenzkra Kvenna. Þingfundir Kirkjufélagsins. Kl. 8 e.h. — Samkoma Sambands Islenzkra kvenna, (auglýst á öðmm stað í blaðinu). Sunnudaginn 30. júní: Kl. 10 f.h. — Þingfundir Kirkjufélagsins. Kl. 12—2 — Þinghlé. Kl. 2 e. h. — Guðsþjónusta. Kl. 7 e. h. — Útvarpsguðsþjónusta frá Winnipeg yfir útvarpsstöðina CKY. Kl. 8 e. h. — Ólokin störf. Þingslit. EYJÓLFUR J. MELAN, forseti PHILIP M. PÉTURSSON, ritari íslenzk útvarpsguðsþjónusta frá Sambandskirkjunni í Winnipeg SUNNUDAGINN, 30. JÚNf ki. 7 e. h. Valdir sálmar, ágætir einsöngvar, sérstaklega valin ræða og organspil. Útvarpað yfir CKY stöðina. — Sjá Sambandskirkju fréttir á öðrum stað í Heimskringlu. Leikendur vom flestir íslending- ar og hafði séra Halldór Johnson veigamesta hlutverkið. Leikurinn var hér allvel sótt- ur og þótti hinn skemtilegasti. ★ t ★ Mr. S. Sigmundsson, kona og börn frá Vancouver, eru stödd í bænum. Mr. Sigmundsson kom til að sitja fund, er strætisvagna- félög þessa lands héldu hér, og er fulltrúi eins slíks félags, sem hann er starfsmaður hjá í Van- couver. Hann hefir verið hér um viku tíma, en mun bráðlega halda aftur vestur. ★ * * Þann 15. júní síðdegis, gaf séra Sigurður Ólafsson saman í hjóna- band að 594 Agnes St. Winnipeg, á heimili Mr. og Mrs. Kristinn Goodman, elztu dóttur þeirra, Sigurlaugu Soffíu Goodman og Albyn Harvey Cooney, einnig frá Winnipeg. Við giftinguna að- stoðuðu Mr. J. H. Cooney, bróðir brúðgumans, og Miss Emily Goodman, systir brúðarinnar. — Nánustu vinir og vandamenn vom viðstaddir, og nutu ágætra veitinga, að giftingarathöfn af- staðinni, á heimili brúðarinnar. Heimili ungu hjónanna verður í Winnipeg. ★ ★ ★ Jakob Björnsson frá Árborg, Man., var staddur í bænum s. 1. föstudag. Hann sagði heldur þurkasamt hafa verið, sem nýtt væri í Framnes-bygð, svo að háð hefði kornsprettu eða tafið. * * *• Gjafir til Sumarheimilis ísl. barna að Hnausa, Man.: 1 Blómasjóð Frá United Farm Women að Framnes, Man. ___________$10.00 í þakklátri minningu um ágætis konuna, Mrs. Hólmfríði Ingjalds- son, nýlega látin að Árborg, Man. Aðrar gjafir Frá vinkonu í Blaine $20.00 Frá kvenfélaginu Framför, Piney, Man_____________$15.00 Meðtekið með innilegri sam- úð og þakklæti. Sigríður Árnason, 676 Banning St., —26. júní ’46 Winnipeg, Man. * * * Gefið í ‘Save the Children Fund’ Mrs. Sveinn Pálmason, Win- nipeg Beach, $5; einnig $10 frá G. J. Oleson, Gíenboro, og bréf með þar sem hann segir m. a.: “mér er ánægja að taka þátt í þessu nauðsynlega líknarstarfi. Vonandi verða margir af löndum okkar til þess að senda tillög í þennan sjóð.” Kærar þakkir, Hólmfríður Danielson Páll F. Magnússon frá Leslie, Sask., kom til bæjarins s. I. fimtudag. Hann dvelur hér um tíma — er nú í Kenora að skemta sér með Soffaníasi Thorkelssyni. Hann sagði alt gott að frétta að vestan, uppskeru góða og líðan landa bærilega, sem hann til vissi. * * * 1 æfiminningu Mrs. Sigríðar Jónsson frá Kjarna, láðist að geta þess að alsystir hennar var Lilja, kona Halls Hallssonar, bónda að Björk í Árnes-bygð, nú látin fyrir all-mörgum árum. — Þetta er aðstandendur vinsam- lega beðnir að virða á betri veg. S. Ólafssno * ★ * Gifting Þann 23. þ. m. voru gefin sam- an í hjónaband, í lútersku kirkj- unni á Gimli, af séra Skúla Sig- urgeirssyni, Arvid Jorgenson, frá Port Arthur og María Jo- sephson frá Gimli. Brúðguminn er af norskum ættum, og er son- ur Mr. P. Jorgenson og Hönnu heitinnar konu hans. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Jón Joseph- sonar á Gimli. Við giftinguna aðstoðuðu John Howardson, bróður brúðarinnar, Miss Lulu Stefanson, Miss Sylvia Guðna- son, Baldur, Man., og Mrs. N. Schott, frá Detroit, Mich. — Að giftingunni afstaðinni var setin vegleg veizla af vinum og vanda- mönnum á gistihúsi bæjarins. — Séra Skúli Sigurgeirsson hafði veizlustjórn með höndum. Jón Laxdal mælti fyrir minni brúð- arinnar og Dr. Scribner fyrir minni brúðgumans; einnig tók til máls Mr. Grant. Bruðguminn mælti fram vel valin þakkarorð. Framtíðarheimili brúðhjónanna verður við Port Arthur, Ont. Látið kassa í Kæliskápinn NvmoLa m GOOD ANYTIME The SWAN MFG. Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST., WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi Thos. Jackson & Sons LIMITED ORDER YOUR FUEL NOW Definite Shortage Imminent McLeod River Lump S14.10 ton Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg "Tons of Satisfaction" Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Areiðanleg og fljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kœliskápa Önnumst allan umbúnað á smá- sendingum, ef óskað er. Allur flutningur ábyrgðstur. Eric Erickson Herb Jamieson Sími 92 604 159 Portage Ave. E. MINNISl BETEL í erfðaskrám yðar MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 640 Agnes St. Sími 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: — Hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Skátaflokkurinn: Hvert mið- vikudagskveld kl. 6.30. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju föstu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 3 e. h. Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdómum 704 McARTHUR BLDG. Cor. Portage & Main Stofutími: 4.30 til 6.30 laugardögum 2—4 Sherbrook Home Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Vigfús Baldvinsson & Son, Simi 37 486 eigendur Flogið á 10 klst. milli Reykjavíkur og Hafnar Farþegar, sem lögðu af stað héðan frá Reykjavíkurflugvell- inum með Liberator-vélinni, sem Flugfélag íslands hefir á leigu, komu til Kaupmannahafnar kl. 6 í gærkveldi og höfðu þá verið 10 klukkustundir á leiðinni milli Reykjavíkur og Kaupmanna- hafnar. Liberator vélin flaug til Prest-1 wick og kom þangað skömmu eftir hádegi. Fékk vélin mót- vind yfir hafinu og tafðist eitt- hvað lítilsháttar þessvegna. 1 Prestwick snæddu farþegar há- d.egisverð og héldu síðan áfram með Douglas Dakota-vélinni til Kaupmannahafnar. —Mbl. 26. maí. Samband íslenzkra FRJÁLSTRÚAR KVENNA heldur SKEMTISAMKOMU í COMMUNITY HALL, LUNDAR MANITOBA LAUGARDAGINN, 29. JÚNÍ KI. 9 e. h. (Daylight Saving Time) SKEMTISKRÁ O, Canada Ávarp forseta Einsöngur __ Ræða ..... Einsöngur___ Upplestur___ Tvísöngur Söngflokkur Myndasýning —-------Mrs. E. J. Melan -----------------Mrs. Elma Gíslason -----------------Mrs. S. E. Björnsson -------------Mrs. T. R. Thorvaldson -----1-------------Mr. P. S. Pálsson -----Mrs. Gíslason, Mrs. Thorvaldson -----Undir umsjón Mrs. H. E. Johnson Sýnd af Mr. S. B. Stefánsson Ö, Guð vors lands — God Save The King Inngangur 45^ Góð Bókakaup Bækur Máls og Menningar, fyrir árið 1945, eru nú komnar í bókaverzlun mína. Þar á meðal er hin stórmerkilega og fróðlega bók, “Undur veraldar”, sem hver bókhneigður maður og fróðleiksgjarn, má ekki án vera. Verð þessara bóka er í lausasölu: I-—III. h. Mál og menning, tímarit Innan sviga (saga), H. Stefánsson Islenzkar jurtir (margar myndir). Undur veraldar_________________ BIs. í bandi .300 $5.50 .166 4.00 .290 5.50 Ób. $4.50 3.25 _____664 14.50 10.50 $29.50 Ef allar þessar bækur eru keyptar saman, fást þær fyrir $17.00, en í þessu verði eru allar bækurnar óbundnar nema Islenzkar jurtir. Sendið pantanir strax, því upplagið er takmarkað. BJ0RNSSON’S B00K STORE 702 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. ÞINGB0Ð Tuttugasta ársþing íslenzkra Frjálstrúar Kvenfélaga í Norður Ameríku' hefst LAUGARDAGINN, 29. JÚNf, 1946, kl. 9 f. h. í KIRKJU SAMBANDSSAFNAÐAR, LUNDAR, MAN. Dagskrá þingsins verður á þessa leið: Laugardaginn 29. júní, kl. 9—12 f.h. 1. Ávarp forseta. 2. Forseti Sambands Kvenfélagsins á Lundar, býður gesti velkomna. 3. Fundargerð síðasta þings lesin, 4. Skýrsla fjármálaritara lesin. 5. Skýrsla féhirðis lesin. 6. Skýrsla Sumarheimilisins lesin. 7. Skýrslur milliþinganefnda lesnar. 8. Skýrsla yfir Kvennadeild Brautarinnar lesin/ 9. Skýrslur Kvenfélaga Sambandsins lesnar. Kl. 1.30—6.00 e. h. Kl. 1.30—2.30 — Þingfundir. Kl. 2.30—3.30 — Almennar umræður um áhugamál Sam- bands Kvenfélaganna. Kl. 3.30—4.00 — Afhent skírteini heiðursfélögum Sam- bandsins. Kl. 4.00—4.30 — Embættismanna kosningar. Kl. 4.30—6.00 — Ný mál og þingslit. KI. 9 e. h. — Samkoma Kvennasambandsins, auglýst á öðrum stað.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.