Heimskringla - 03.07.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.07.1946, Blaðsíða 1
vVe recommend foi youi approval oui II BUTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Wiampeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. iitðta* We recommend foi your approval our " BUTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LX. ÁRGANGUR WINNIPEG. MIÐVIKUDAGINN, 3. JÚLl 1946 NÚMER 40. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Útlitið betra á friðarfundinum Á friðarfundi utanríkisráð- gjafanna fjögra, sem stendur yfir í París, er útlitið urri möguleik- ana á að semja frið betra en það hefir til þessa verið. Rússar kváðu hafa sæst á tillögur Breta og Bandaríkjanna um að borgin Trieste verði undir sameigin- legri stjórn bandaþjóðanna eða Alþjóðafélagsins í 10 ár. Þetta hefir verið stærsta misklíðarefn- ið til þessa. En úr því að gott útlit er með að sakir séu þar jafnaðar, ættu smærri viðfangs- efnin ekki að standa í vegi, að friður verði loks samin. Júgó- slavar vildu taka þessa al-ítölsku borg við Adriahafið, en af því hefði leitt burtflutning megin- hluta íbúanna, sem til Italíu hefði orðið að flytja — auk mik- ils hóps ítalskra manna, er í bygðinni umhverfis borgina búa. Þjóðhátíð Canada Að skrúðgöngu mikilli, sem heimkomnir hermann höfðu í Winnipeg, kvað lítið að nokkr- um sérstökum fögnuði þennan dag. Stjórnarskrifstofur og verzlunarhús voru lokuð, en verkamenn úti héldu áfram við vinnu sína, sem um ekkert væri að ræða. En dagsins var samt að nafn- inu til minst um alt land. Það voru útiskemtanir einhverjar. Það sýna að minsta kosti dauðs- föll dagsins. Þau voru 57 alls í öllu landinu þennan dag — bíl- slys, druknanir o. s. frv. Á ýmsum stöðum heyrðust menn kítast um það, hvort þessi dagur væri Dominion dagur eða Canada-dagur. Mun þó meira kveða að því í Austur-Canada en hér vestra. Þar er meiri ný-1 menning og Dominion-dagurinn er orðinn gamall. Hann minnir á þgear íbúar Canada gerðust sam- bandsþjóð 1867 eða fyrir 79 ár- um. Það þykir mörgum ekki nógu canadiskt. Svona er þjóö- hátíðarandi þessa lands. Áætlunar reikningur sambandsstjórnar Rt. Hon. J. L. Ilsley, fjármála- ráðherra sambandsstjórnar, las upp fjárhagsáætlun komandi árs í Ottawa-þinginu s. 1. fimtu- dag. Eftir boðskap slíkra manna, er oftast beðið með von og óvon, því þeir geta bæði fylt vasa manna og tæmt, eftir ástæðum. Það sem fjárhagsáætluninni verður nú mest til gildis sagt, er talsverð lækkun á tekjuskatti. Nær hún mikið til þeirra, er lág laun hafa. Um 550,000, sem áður greiddu þennan skatt, verða nú lausir við hann, en ekki samt fyr en 1. jan. 1947. Út alt þetta ár verða skattar hinir sömu og áð- ur. Hefir þegar verið fundið að þeim drætti, þar sem nú er meira en ár liðið frá stríðslokum. En við það mun nú sitja, Þegar öll skattalækkun er til greina tekin, '— viðskiftaskatturinn er einnig lækkaður, nemur lækkunin um $143,000,000 á ári. Undanþágurnar frá skatti eru Þsesar helztar: Hjón sem hafa 1500 dali á ári, ei*u nú undanþegin skatti; áður var skattur greiddur af tekjum er námu meiru en 1200 dölum. Ógift fólk má nú hafa 750 dala tekjur á ári skattfrítt; áður varð að greiða skatt, ef tekjur urðu yfir 660 dali. Barnastyrkurinn er háður skatti og legst því við tekjur fjölskyldunnar. En frá aðaltekj- unum má þó draga 100 vegna barnaskattsins. Truman forseti barðist á móti þessu af miklu kappi; hann kvað ilt mikið og margvísleg skakka- föll af þessu hljótast. Neðri málsstofa þingsins var með Truman. En efri málstofan i | (senatið) feldi tillögur hans og fulltrúadeildar um að halda í inginn jafnaði. Ef svo yrði ekki Ihimnaríkis, en játuðu þó að yfir og vinnulaun hækkuðu hér ekki að sama skapi, er lægst launað- asti maðurinn í skaðanum. sem sæmileg takmörk hefði ekki ver- ið farið. Þegar konan hans Jóns sagði — eg held í öðrum þætti Ef fyrir einhverjum yfir 18 I Sildi lögunum um ákvæðisverð- ára er séð, sem ekki hefir tekjur, ' má draga 300 dali af aðaltekjun- um. Bændur og fiskimenn greiða skatta eftir þriggja ára meðal- tali tekna. Skattur á viðskiftum (corpora- tions) er færður niður úr 40% í 30%. Á samvinnufélög verður lagð- ur skattur, en undanþegnir eru vextir af hluthafa stofnfé; það má draga frá ársgróðanum. — Samvinnufélög mynduð síðan 31. des. 1946, eru undanþegin skatti | híuta'"almennings yerður þetta 1 ar" i því hroðalegur hnekkir. Hann á Skattur á hreinu gróðafé (ex- nu að kaupa vöru sína 30 til 50% cess profit) verður lækkaður úr eða nver veit hvað, mikið dýrara 20% í 15%. en aður> með sömu launum og Öll þessi skattlækkun nemui hann hafði á stríðsárunum, þegar ekki miklu af öllum tekjum vöruverð var miklu lægra. Það stjórnarinnar eða rekstursfé árs- er í þessu, sem óréttlætið kemur ins. Tekjuhallinn eykst ekki tvímælalausast í ljós. Truman er ekki fyrir þessu búinn að leggja árar í bát. Hann virðist ætla að krefjast almennr- ar atkvæðagreiðslu um hvor't á- kvæðisverð stjórnarinnar skuh framlengt eða ekki. Það sem mikinn baggamun ríður í þessu máli, er það, að verð vöru getur nú þegar mjög alment stórkostlega hækkað í verði. Vinnulaun geta það ekki. nema ef vera skyldi innan verka- manna samtaka. En alment gera þau það ekki. Fyrir mikinn mikið við það. Tekjurnar sem ráðherrann segist þurfa með, nema $3,750,000,000. En inn- heimtar tekjur sem ráð er gert fyrir nema aðeins $2,510,000,000. En ýmis útispjót mun stjórnin Það er skoðun ýmsra, að há- verðið standi ekki yfir nema í sex mánuði til eins árs, eða með- an ráðið er fram úr brýnustu þörfum og fari þá lækkandi. — Þetta getur verið. En skyldi hafa til að lækka tekjuhallan, i þurfa lengri tíma til að svo minni eða jafnvel undir a/<> biljón verði við lok fjárhagsárs- ins 31. marz 1947, með einnar biljón dala láni, ef ekki öðru. Heildarskuld Canada er nú nærri 17 biljón dalir. Sprengingin við Bikini Atóm sprengingin við Bikini eyju fór eins og ráð var gert fyrir fram. 1. júlí. Er hún sögð að hafa hepnast vel, hvað svo sem í því felst. Þrjú skipanna sukku og eitt eyðilagðist, en 32 urðu fyrir meiri eða minni skemdum. Alls voru skipin 73. Frá sprengingunni er ekkert meira sagt, en hver og einn gat búist við Atóm-sprengjan var á stærð við þá, er á Nagasaki var kastað. Hitinn og eldhafið var eins og frá "mörgum sólum", segja fréttirnar, og reykjar- mökkinn lagði í loft upp um 50,000 fet. Manntjón varð ekkert. Á skip- unum var fjöldi dýra: geita, lít- illa svína, hænsna, músa o. s. frv. 1 skipunum sem fljótandi voru, virtist þau ekkert hafa sakað. Eldar voru allir sloknir, er frá var horfið nema einu skipanna, er var að brenna. Vísindin hafa eflaust að ein- hverju komist af því, er vonast var eftir við sprenginguna. En frá því er ekki sagt. Ákvæðisverðið úr sögunni Síðast liðinn mánudag, voru lögin í Bandaríkjunum um á- kvæðisverð vöru og hámark vinnulauna úr sögunni. Tíminn sem lögin giltu, var útrunnin. Á vöru er þar því ekkert á- kveðið verð, heldur má eigandi hennar selja hana fyrir það, sem honum sýnist. Um hámark vinnulauna, er sömu sögu að segja. Þau mega vera svo há eða lág, sem verkast vill. Þessu hlýtur að fylgja mikil verðhækkun í svipinn að minsta kosti. Auðvitað verður jafnframt því hafinn bardagi um vinnu- launahækkun, ef til vill svæsnari en nokkru sinni fyr. margan að öreiga? En hvað sem því líður spáir þetta ekki góðu fyrir hér í landi (Canada). Skal annars staðar vik- ið að því. Ný hreinsun í Rússlandi Ný "hreinsun" eða rannsókn kvað eiga að fara fram í Rúss- landi, ef tir f réttum að dæma f rá Moskva. Er ástæðan fyrir þessu sú, að margir yfirmenn í iðn- rekstri og öðrum störfum og skrifstofustjórar, hafi falsað framleiðslu skýrslur til þess að geta hækkað kaup sitt. Gera Moskva-blöðin miikið úr þessu. Mun því rannsóknin verða víð- tæk. Afleitt fyrir Canada* Afleiðingarnar fyrir Canada af afnámi ákvæðisverðs á vöru í Bandaríkjunum, verða hinar verstu. 1 fyrsta lagi verður afar-erfitt að kaupa hér vörur frá Banda- ríkjunum. Þar er mikið af iðn- aðarvöru framleitt sem hér er hin mesta þörf fyrir og mikil eft- irspurn þessa stundina. Að öðru leyti hlýtur hér að hefjast stórkostleg smyglun á vörum suður, ekki sízt matvöru. Vínsmyglun hér á bannárunum, verður sunnudagaskóla "picnic", borið saman við það sem nú bíð- ur. Verð í Bandaríkjunum var hærra en verð hér áður.Nú verð- ur það margfalt hærra og varan ófáanleg meðan salan er til fyrir hana á háu verði syðra. Á kolum, olíu til eldsneytis, bómullarvöru, ávöxtum, kaffi, vólum og bíhim, hlýtur hér að hækka verð óheyrilega. Stjórn þessa lands hefir orðið að greiða fyrir verðmuninn á þessum vör- um áður, bæta kaupendum hlut- tallslegan verðmun á þeim. — Haldi hún því áfram má hún svei mér fara ofan í vasann. En getur Canada þá ekki af- numið ákvæðisverð hér líka? Iðnaðarhöldar hér mundu á því græða, en því fylgdi hér hækk- andi verð og kaup, sem reikn- fyr. Væri þá lítið með því feng- —, að það væri langt frá Islandi til Himnaríkis, var hlegið í leik- húsinu — og eg hafði á tilfinn- ingunni, að fólkinu mundi finn- ast eins langt þangað frá Noregi. Fyrsti þátturinn, í kotinu þar sem Jón liggur fyrir dauðanum, var ágætur. Frú Hald lék kon- una svo elskulega einfaldlega og sannfærandi, að hún gerði æfin- týrið að veruleika undir eins. — Grasakonan var líka prýðilega leikin (Astrid Sommer) og var laus við allan hávaða og skræki. En fyrsti þáttur mátti varla lengri vera, Jóni hefði verið ó- hætt að deyja svo sem fimm mínútum fyr en hann gerði. ið, að afnema ákvæðisverðið. — Vafasamt yrði einnig, hvort iðn- aðurinn hér gæti kept við Banda- ríkin í kaupum afurða og þá íæri frumiðnaður hér allur suð- ur. "Aldrei f egurra" Um Manitoba segir ferðamað- ur einn meðal annars: "Aldrei hefir verið fegurra um að litast í sveitum Manitoba en einmitt nú. Þetta stendur mér lifandi fyrir hugarsjónum, eftir stutt ferðalag um fylkið. Það var í sambandi við unglinga skóla, sem eg tókst ferðina á hendur — út til Portage, norður til Clear Lake og norður að Winnipegosis vatni. Eg hafði mikla skemtun af fundum unga fólksins, í Por- tage, af golf-leikjunum í Clear Lake o. s. frv. En mest af öllu hreif útlit landsins mig, klædd sínum grænasta skrúða. Á leið- inni inn til Winnipeg, rigndi! sýslumaðurinn, böðullinn o. fl. ofurlítið. En það var aðeins til stöldruðu við á leiksviðinu á leið- ?ð auka á unað manns og full- inni norður og niður. Öyvind gera og fegra enn meira mynd- Öyen lék mórauða Óvininn, að ina af sveitunum — og auðvitað vísu vel og óaðfinnanlega —, en til að vekja gleði og vonir bónd- isá, sem sá þetta leikrit heima í í öðrum þætti Annar þátturinn, sem gerist í fjallinu bratta, var einnig ágæt- ur og naut óskiftrar athygli. Jón talaði fram í, úr skjóðunni, ófor- skammaður og skemtilegur, þeg- ar þeir fordæmdu — þjófurinn, ans um mikla uppskeru — eina hina mestu-----------" FRUMSÝNING á Gullna hliðinu íOsIó Ragnar Ásgeirsson hefir að undanförnu verið á ferð um Norðurlönd. Meðan hann dvald- ist í Osló sá hann "Gullna hlið- ið" eftir Davíð Stefánsson frum- sýnt þar í borginni. — Hefir hann sent Vísi eftirfarandi frá- sögn af sýningunni. Eg var staddur í Osló kvöldið, þegar "Gullna hliðið" hans Davíðs frá Fagraskógi var leikið þar í fyrsta sinn á "Norska leik- húsinu". Auðvitað fór eg þangað '¦ til ag sjá, hvernig þessu reiddi af hjá þeim Davíð og Páli Isólfs- syni — og Lárusi Pálssyni, sem mest var komið undir í þetta sinn. Hann hefir, eins og menn vita, verið í Osló mánaðartíma við að setja leikinn á svið og æfa leikarana. Það er bezt að segja það strax, að alt fór þetta vel og mun hafa verið öllum til ánægju, sem við voru staddir og á horfðu. Allir helztu leikararnir voru í fremstu víglínu og sigruðu, höfðu athygli leikhúsgesta að heita mátti ó- skifta frá fyrsta þætti til hins síðasta. Flest sæti hins stóra glæsilega leikhúss voru setin og við hljómsveitina hafði verið bætt 20 mönnum, ekkert var lát- ið ógert til að gera kvöldið og leikinn eftirminnilegan. Enda fór það svo, að leikhúsgestir fóru ánægðir heim, og hin háa kritik blaðanna morguhinn eftir var að' mestu leyti á einn veg, — góð. Og sammála um að sigurinn bæri fyrst og fremst að 'þakka frú Ragnhild Hald, sem lék konuna hans Jóns af dæmafárri snild og fyrravetur, hlýtur að játa, að Lárus Pálsson var íslenzkari og andstyggilegri djöfull og þar með betri og minnisstæðari. En konan hans Jóns átti þáttinn, svo barnslega einföld og laus við svik, grimm við Óvininn, auð- mjúk og rík að kærleika. Þriðji þátturinn, sem gerist á "eilífðarenginu", fanst manni lengstur. Það hafa fleiri flaskað á því að lýsa eilífðardýrðinni en Davíð frá Fagraskógi. Sjálfur Dante er bragðdaufastur, þegar hann er í Himnaríkissælunni, djarfari í Hreinsunareldinum, en ágætastur í lýsingunni á Infernó — Helvíti. Eg óskaði að Lárus Fálsson hefði stytt þáttinn um þriðjung. Þó voru þarna ágæt l'atriði, t. d. bóndinn (Vilhehn Lund) og dóttir hans (Eva Ström), sem eru ekki búin að gleyma gróðri jarðarinnar og nautnum jarðlífsins og jafnvel þrá íslenzka stórhríð þarna uppi í tilbreytingarlausri lognmollu eilífðarinnar. Tjaldið fellur Svo féll tjaldið fyrir sviðið. En það var dregið frá aftur og aftur, framkallanir voru margar. Frú Ragnhild Hald hlaut að finna, að hún átti meginpartinn af þakk- lætinu. En öllum hinum var og þakkað rækilega, því að það varð engum dulið, að allir höfðu ver- ið samtaka og gert sitt bezta. Síðast var Lárus Pálsson kall- aður fram og Hergel leikhús- stjóri færði honum mikinn lár- viðarsveig með viðeigandi þakk- arorðum. En Lárus þakkðai leik- urum og hljómlistarmönnum og áhorfendum með prýðilegri ræðu. Páls Isólfssonar var minst að verðugleikum fyrir hljómlist- ina við Gullna hliðið. Frá mínu sjónarmiði vil eg bæta því við, að leiktjöldin í fyrsta og öðrum þætti voru ágæt. Én í þriðja þætti máttu þau vel vera betri. Og sjálft Himnaríkið var þar eins og ljótur og lélegur kotbær. 1 fjórða þætti mátti einnig að leiktjöldunum finna. Þeir, sem mála bæina okkar gömlu, gá oft ekki að því, að bæjarsundin, hlöðnu veggirnir milli bustanna eru jafn sérkenn- ileg og bustirnar sjálfar, og þeir verka eins og fínasta skraut, ef vel er með þá farið. Hér var ekki nóg ímyndunarafl að verki, því að hér hefði hugkvæmur lista- maður getað skapað Himnaríkis- umhverfi sambærilegt við kon- ungsríkið í æfintýramyndunum hans Erik Werenskjolds. En eftir þessu tók víst enginn þetta kvöld, — en aftur á móti var réttilega fundið að "hvítu nátt- skyrtunum", sem þeir hólpnu gengu í á eilífðarenginu. Annars var gaman að sjá dóm- ana í blöðum Oslóar morguninn eftir. Eitt segir, að formáli höf- undarins, — sem Johan Norlund mælti fram — hafi verið skel- þunnur. Annað segir að hann sé prýðisgóður. Eitt segir að þriðji þátturinn sé langbezti þáttur- inn, en annað að hann sé verst- ur. — Þetta kennir mönnum að leggja aðeins hóflega upp úr dómum. En viðtökur áhorfenda voru á einn veg, ágætar, — og þær mörkuðu sigurinn. Ragnar Ásgeirsson. __„ Vísir. Lars Trinde Svo kom f jórði og síðasti þátt- urinn, sem bauð upp á mörg spennandi atriði upp við gullna hliðið. Þegar Jón kom upp úr skjóðunni, sá maður að Lars Trinde var leikari samboðinn Ragnhildi Hald, og skildi, að konan hlaut, þrátt fyrir alt, að elska hann Jón sinn. Gerfið var ágætt og hárin risu í áttina til Sankti Péturs um leið og hann jós yfir hann skömmunum. — Postularnir voru ágætir, stíll yfir báðum, Pétur gráhærður, ekki laus við að vera upp með sér af lyklinum og mikilvægi embættisins. Páll svartur á brún og brá, mikilúðlegur. Og María mey var tíguleg og yndis- leg. Hliðið gullna sjálft eins og hluti úr altarstöflu frá miðöld- Séra Philip Pétursson fór rorður til Reykjavíkur, Man., í gær til að framkvæma greftrun- arathöfn konu Ingvars Gíslason- ar, er dó á s. 1. vetri. Við lát hennar var útför haldin í Sam- bandskirkjunni, en með líkið var þá ekki farið norður til greftrun- ar. alúð, og þar næst Lárusi Páls-um Frú Ragnhald Hald fataðist hvergi leikurinn frá því í fyrsta þætti og þangað til hún snaraði skjóðunni inn um hliðið. Og alt í einu er þrjóturinn Jón hólpinn syni fyrir leikstjórnina. Eilífðarmálin Annars var auðfundið á skrif - um blaðanná, að Norðmönnum eru eilífðarmálin viðkvæmari en, , , f i u ' * ~ vis«: |og kominn inn í Himnariki. Og okkur isl., þvi að sum bloðin 5 ° töldu að það gengi helgispjöll-iLars Trinde hafði líka vald á að um næst, að sýna sjálfa postul- ana og Maríu mey við hlið'ara í sáluhólpinn mann. breyta svip hins forherta synd- Af hinum 70 þjóðum veraldar- innar, er íbúafjöldi tuttugu og níu minni en íbúatala New York borgar. * * * Lögregluþjónninn: Uss, ekki þessi læti. Segið mér skýrt og greinilega frá því, hvernig slysið vildi til. Bilstjórinn: Nú, eg nam staðar til þess að maðurinn gæti gengið yfir götuna, en þá varð hann svo forviða, að það leið yfir hann. Maður nokkur kallaði eitt sinn fram í fyrir Lloyd George á stjórnmálafundi og spurði, hvort ekki væri rétt að láta þá í helvíti fá heimastjórn líka. "Því ekki það, fyrst þeir hafa sent hingað jafn gildan fulltrúa og yður!" ansaði Lloyd George brosandi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.