Heimskringla - 03.07.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 03.07.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. JÚLI 1946 írskur flughermaður spáir dauða sínum (Snúið úr ensku 1943) Eg hugrór veit mín hinsta ferð mun hafin senn um skýja-rann. Eg hata ei þá sem vega eg verð, eg ver þá sem eg lítið ann. “Killtartan Cross’’ mín ættjörð er, og öreigarnir þjóðin mín. — En hver sem hærri hlutinn ber af hólmi, ei breytast kjörin þín. Mig knúði ei lög né lýðsins skjall, mér láði ei neinn að sitja hjá. Hin eina hvöt, hið eina kall, var æfintýra von og þrá. Mér virtist æfin eymdar-kíf sem enga von í skauti ber. Og þennan leik, og þetta líf, og þennan dauða kaus eg mér. Kristján Pálsson Athugasemd—Vegna villu sem slæddist inn í þetta ágæta kvæði, er það hér endurprentað og höfundur beðinn velvirðingar á yfirsjóninni, SUNNUDAGUR Eftir Karel Capec Fyrir 22 árum skrifaði Karel Capec skáldsögu um nýtt sprengiefni, sem hann kallaði Krakatit og átti að verða til þess að sprenigja jörðina sundur í smáagnir. Hugmyndaflug hans virðist nú hafa orðið raunveru- leiki, þar sem kjarnorkusprengj- an er. Hann samdi mörg leikrit og skáldsögur, þar á meðal eina, sem lýsir stjórnaraðferðum Hitl- ers, þótt Hitler væri þá ekki kominn til sögunnar. En beztar þykja smágreinar Capecs. Hann dó á jólunum 1938. • Eg veit ekki hvort það er að kenna andrúmsloftinu, eða ein- hverju öðru, en staðreynd er það, að þótt eg viti aldrei hvaða dagur er öðru vísi en líta í al- manakið, að þegar eg er milli svefns og vöku á sunnudags- morgna, þá verð eg var við ein- hver óþægindi, leiðindi, rúm leti og almenna leti, fullkominn skort á vilja til að hafa nokkuð að; það mætti kalla það drunga, Spleen eða cafard. Venjulega fer eg að velta því fyrir mér hvernig á þessu standi, þangað til eg segi við sjálfan mig: Nú, það er lík- lega sunnudagur í dag! Og viti menn, það er sunnudagur. 'Sem sagt eg ýeit ekki af hverju þetta stafar; máske staf- ar það frá andrúmsloftinu, mar- tröð eða , einhverju þessháttar. Máske er það eitthvað í skipu- lagi heimsins sem gengur af göflum á sunnudögum, og alt verður þess vegna öðru vísi en vant er. Vísindamenn ættu að athuga það hvort grös og tré vaxa eins mikið á sunnudögum og rúmhelgum dögum. Allir vita, að annaðhvort rignir meira á sunnudögum en aðra daga, eða þá að sólskin er meira. Við er- um ver fyrir kallaðir, útilyktin af hundunum er verri, og börnin eru okkur til ama. Stundum eru ofviðri og margir menn drukna; bifreiðaslys eru aldrei fleiri en þá, allar áætlunarferðir verða ó- reglulegri, leikendur leika ekki eins vel, meltingin kemst í ólag og alt er snúið og öfugt við það sem er aðra daga vikunnar. — Máske koma einhverjar sérstak- ar geislabreytingar í gufuhvolf- ið á helgidögum, og þess vegna vakni eg á sunnudagsmorgnana með þeirri tilfniningu að eitt- hvað slæmt sé á ferðum. Og af því stafi þessi drungi, sem yfir mér er. Eða er hér hljóðbreytingu um að kenna? Þegar maður vaknar, verður hann ekki var við yminn af ys og þys daglega starfsins; þess vegna finst honum eitthvað vanta. Það er. líka jafn tómlegt eins og þegar kvörn hættir að mala. En þetta er þó ekki alLs kostar rétt. 1 ókunnum borgum vakna eg við sömu kend, og jafn- vel uppi á háfjöllum; og eg er eins viss um það, að rækist eg einn upp á eyðiey, þá mundi eg finna til þess einhvern morgun- inn að ekki væri alt með feldu, og hefði ekki dug í mér til nenis. Og þá skyldi ekki bregðast að það væri sunnudagur. Eg held að öll frí í vikulok, skemtiferðirnar og skemtanirn- ar sé ekki annað en flótti frá þessari kend. Mönnum finst þeir verða að úttauga sig til þess að verða ekki varir við niðurdrep- andi áhrif sunnudagsins. En sunnudagurinn nær þeim samt, hvar sem þeir eru. Það er bezt fyrir menn að horfast í augu við hann á götunum eða berjast við hann heima, eins og hann væri inflúensa. Annars er ekki svo erfitt að vera á götum borganna fyrri hluta sunnudags. Það get- ur meira að segja verið hátíðleg- ur bragur yfir þeim, stúlkurnar eru laglegar og sunnudagsblöðin eru manni til hugarhægðar. En seinni hluta dags kemur ranghverfan. Það er eins og borgin liggi í dvala, en á götun- um gengur fólk, sem aldrei sézt nema á sunnudögum. Það eru gamlar piparmeyjar, ekkjur og munaðarl. börn, skeggjaðir karl- ar, frændur og frænkur, nunnur og skækjur, undarlegar mann- eskjur, sem eru líkastar því að þær hafi hangið inni í klæðaskáp alla vikuna og séu nú komnar út til að viðra sig svo að mölur éti þær ekki upp til agna. Þgrna sér maður hin sérstöku sunnudags- andlit, bleik, langnefjuð, skeggj- uð, rauðhærð, freknótt og skringileg. Allir eru í hreinum fötum, en klæðaburðurinn ein- stakur í sinni röð. Allir eru gamlir eða eins og gengnir út úr hömrum; það er samskonar fólk og maður sér við þriðja flokks jarðarfarir. Rétt fyrir miðaftan skýtur svo fjölskyldunum upp, þessum sem aldrei sjást á manna- vegum nema á sunnudögum. — Eða hvenær sjáið þér á virkum dögum hjón með viðurstyggilega strákhvolpa og stelpur í nærbux- um, sem ná langt niður fyrir kjólinn, mömmur, sem rugga eins og prammar, feður, sem reykja vindla úr munnstykkjum og stæla um götur og byggingar? Eg segi ykkur satt, þetta er sunnudagsfólkið, og það er hið sama í Róm, París og London, sama fólkið sunnudag eftir sunnudag, þetta óþolandi fólk sem gerir stórborgir að sveita- þorpum. Það er ekki vegna há- vaðans og gauragangsins sem fólk flýr borgirnar á sunnudög- um, heldur flýr það þorpið, leið- indi þess og klukknahringing. Það er þessi smáborgarsvipur, sem ekki sézt virka daga — felst þá í verksmiðjunum og á heimil- um, en skýtur upp á helgidögum og leggur borgina undir sig. — Þetta er nokkurs konar sýning: Hér komum vér, piparmeyjar, feðurnir, mæðurnar, frændurnir, frænkurnar! Vér allra alda fólk! Vér hinir ódauðlegu! —Lesb. Mbl. HVERJUM Á ELÍSABET PRINSESSA AÐ GIFTAST? Elísabet prinsessa, sem mun 'einna beztur kvenkostur í heim- inum um þessar mundir, varð 20 ára þ. 21. apríl s. 1. Það táknaði, að enn dró nær því, að konungsfjölskyldan yrði að leysa mikið vandamál: Hverj- um hún eigi að giftast. Sagt er, að Georg konungur vilji umfram alt, að Elísabet gift- ist af ást, og það er vel hægt, því að einu skilyrðin til að verða eig- inmaður “meykóngs” Breta er að maðurinn sé mótmælendatrúar, hafi óflekkað mannorð og sé á aldur við prinsessuna. Þjóðerni er engin hindrun og ekki þarf mannsefnið heldur að hafa kon- ungablóð í æðum. Má geta þess, að Elísabet drotning er ekki af aðalsættum. Mannsefnin Menn hallast helzt að því, að maður prinsessunnar verði val- inn úr hópi skozkra aðalsmanna, en í þeim hópi eru um tíu ungir og efnilegir menn, sem kæmu til greina. Tveir synir Erskine lá- varðar koma m. a. til greina. Er annar 25 ára en hinn 23. Þá hef- ir jarlinn af Euston, sem er 27 ■ára, verið förunautur prinsess- unnar í Londno, sömuleiðis Wy- fold barón. Hann er 31 árs. Kann tungumál Elísabet prinsessa talar frön- sku, þýzku og spænsku reip- rennadi og er nú að læra afrik- aans vegna fýrirhugaðrar farar konungsfjölskyldunnar til Suð- ur-Afríku á næsta ári. Er haft við orð, að ekki mundi,þykja slæmt, ef hún, hinn útvaldi, væri frá einhverju samveldisland- anna, til að styrkja böndin. Valdalausir Eiginmenn “meykonunga” hafa engin völd, nema þau, sem þeir geta ef til vill beitt bak við tjöldin.—Vísir, 22. maí. Lincoln forseti var einhverju sinni úti með kunningja sínum, og er þeir óku framhjá svert- ingja, sem var á leið þeirra, tók svertinginn djúpt ofan fyrir þeim. Lincoln brosti til hans og tók einnig ofan. “Hvers vegna”, spurði kunn- ingi hans, “skyldir þú, sjálfur forsetinn, vera að taka ofan fyr- ir einhverjum negraræfli?” “Sökum þess”, svaraði Lin- coln, “að eg vil ekki að nokkur maður sé kurteisari en eg”. , * ★ ★ Otto Kahn, f bankastjórinn frægi, var eitt sinn á ferð um Gyðnigahverfi New York borg- ar, er hann sá óþrifalega búðar- holu. Yfir dyrum hennar stóð: A. Cohen, frændi Otta Kahn. Kahn brást reiður við er hann sá skilti þetta yfir dyrunum og skipaði Gyðingnum að taka það niður. Gyðingurinn var ófáan- legur til þess, nema bankastjór- inn borgaði honum 5000 dollara. Að lokum lét þó Kahn til leiðast og borgaði honum upphæðina. Nokkrum dögum síðar, er O. Kahn var á ferð um sama borg- arhluta, ók hann fram hjá verzl- uninni og sá að Júðinn hafði breytt því í: A. Cohen, fyrver- andi frændi O. Kahn. MINNISBLAÐ fyrir Vil kaupa þessar bækur meðal annars: Bólu-Hjálmarssaga Saga Mera-Eiríks Arbækur Ferðafél. Islands Þyrnar, I. útgáfa Minningarrit Möðruvalla- skóla 1901 Bréf og ritg. St. G. St., I. b. Sýslumaðurinn í Svartár- botnum Kvæðakver Halldórs Kilj- ans Árferði á Isl. í 1000 ár Ferðabækur Þorv. Thor- odds. Lýsing Islands, eftir Þorv. Thorodds. Munkarnir á Möðruvöllum Svartar fjaðrir, I. útg. Blanda, I., II. bindi Rit Jónasar Hallgrímss., 1. og 5. bindi fslenzkar gátur, vikivakar, þulur og skemtanir, I. og II. bindi Galdra-Snorri og Galdra- Ranka Kvæðabók B. Gröndals Kviðlingar Káins Lilja, eftir Eystein Munk Kvistir, eftir Sig. Júl. Jóh. Ljóðmæli Matth. Joch., 1.—5. bindi Nýgræðingur, e. A. St. Jóh. Njóla, Björn Gunnlaugss. Nokkur smákvæði, e. Ólöfu á Hlöðum Nokkur ljóðm., Guðm. Ól. Smástirni (úr Öldinni) Smámunir, Sig. Breiðfj. Veiðiförin, Jónas Danielss. Kvæðabók Þorskabíts Ljóðmæli, Sigurbj. Jóh. Brennubragur, Lúðv. Kr. Vesturheimsk krossmessu- ljóð, Lúðv. Kr. Ljóðmæli, Gunnar Gíslas. Hagalagðar, Júlíana Jónsd. Ljóðmæli S. E. Bened. Úrvalsljóð, e. Jónas Hallgr. Hjálmarskviða o. fl. Tíu leikrit, e. Gutt. J. Gutt. Vestan hafs, Kr. Stef. Ljóðmæli, J^n Stefánss. Morgunn Eimreiðin Iðunn (gamla og nýja) Heimir Syrpa Öldin Breiðablik Saga Þ. Þ. Þ., 1.—2. árg. Dagskrá, 1.—2. Vínland, 1.—7. árg. Gimlungur, 1.—2. árg. Framfari, 1.—3. árg. Freyja, 1.—13. árg. Leifur Selkirkingur, 1.—3. árg. Dagsbrún, 1.—4. árg. Svava, 1.—10. árg. Kennarinn, 1.—8. árg. Bergmálið, 1.—5. árg. Baldur, 1.—8. árg. Skuggsjá, 1.—3. árg. Almanak Ólafs. Thorg. Úr heimahögum, e. Guð- mund á Sandi Fjórar ritgerðir, e. sama Alaskaför Jóns Ólafss. Æskan Unga fsland Dalarósir, Guðm. Hjaltas. Fingrarímið Fornmenjar, S. J. Jóhann. fslendingar í Vatnabygðum Leikrit og ljóð, Sig. Péturss. Presturinn á Vökuvöllum Piltur og stúlka Sálmar og kvæði, Hallgr. Péturss., 1.’—2. bindi Sagan af Sigurði frækna Sagan af Vilmundi viðutan Snót (gömlu útg.) Saga Natans Ketilss. Lófalestur, St. Sigf. Vorljóð Gunnars Gunnarss. Ferðasaga Vigf. Sigfúss. Sagnir Jakobs gamla Þjóðsögur Jóns Þorkelss., 1899 Sögur af ýmsu tagi Æfisaga Jóns India-fara Friðþjófssaga, allar útgáfur Perlur, tímarit Ferðaminningar Sv. Egilss. 1. bindi ‘ Ljóðabækur Bólu-Hjálmars Drauma-Jói Tyrkjaránið á fslandi Tyrkjaránið, e. Björn á Skarðsá Biskupasögur (Sögufél. og Bókmentafélagsins) Huld, gamla útgáfan Ben-Húr Skúli Magnússon þá, sem selja vilja gamlar íslenzkar bækur, tímarit, smápésa og annað sem komið hefir út á íslenzku Oddur lögmaður Þjóðsögur Odds Björnss. Sögusafn Þjóðólfs, I., II. og III. hefti Hlín, 2. árg. Sýslumannaæfir, 1.—4. Göngu-Hrólfs rímur, eftir Bólu-Hjálmar Alþýðubók Þór. Böðvarss. Alþýðubók Halld. Kiljans Smásögur, e. Halld. Kiljan Þjóðsögur Jóns Árnasonar, gamla útg. 1862—1864 fslenzk æfintýri, 1952, söfn- uð af Jóni Árnas. og Magnúsi Grímssyni Vestfirskar sagnir, prentað á fsafirði 1909. Sögusafn fsafoldar, 4. ár Almanök Þjóðvinafélagsins frá 1827—1927 Sögur og kvæði, J. M. Bj., 1892 Brazilíufararnir Eiríkur Hansson Vornætur á Elgsheiðum Hnausaför mín Elinóra, Gunnst. Eyj. Tíund Sögur og kvæði, S. Júl. Jóh., 1.—2. Dægradvöl Gröndals Dægradvöl Guðm. Péturss. Gamlar sögur, S. Sigurjóns. Skóli njósnarans Dalurinn minn Freistingin Fríða Saga Páls Skálholtsbiskups og Hungurvaka Sagan af Fastusi og Ermenu Á Eyrinni Hellismannasaga 1889 Valið Alfreð Dreyfus, 1.—2. Á Guðsvegum Bessi gamli Elding, Torfh. Hólm Góðir stofnar Jóns Trausta Gull, e. E. Kvaran Gestrisni Kalaf, Stgr. Thorst. Mannamunur, J. Mýrd. Ólöf í Ási Riss, e. Þorst. Gíslas. Saga hugsunar minnar Smásögur, Jóns Trausta Sögur frá Síberíu Tvær smásögur, Guðr. Lár- usdóttir Upp við fossa Tólf sögur, Guðm. Friðj. Þúsund og ein nótt, 1.—2. b. Þjalar-Jóns#aga Enskukenslubók Jóns Hjaltalíns Fréttir frá fslandi Hversvegna?—Vegna þess Dýravinurinn, 1.—16. Flóra fslands, I. útg. íslenzkir listamenn, I.—II. Jarðabók Árna Magnúss. Minningarrit íslenzkra her- manna Píslarsaga séra Jóns Mag- nússonar, 1.—3. Sjálfstæði fsl. 1809 Sig. Breiðfj., e. S. G. Borg- firðing Sögur og kvæði, Einar Ben. Vogar, e. Einar Ben. Æfintýri H. C. Andersens, 1. bindi Minningarrit séra Jóns Bjarnasonar Markland Bútar úr ættarsögu Rannsóknarferðir Manitoba Brot úr landnámssögu Nýja íslands, 1.—3. Minningarit 50 ára land- náms fsl. í N. Dakota Jökulgöngur, St. G. St. Alþingisrímur V. Ásmunds. Andra-rímur Þjóðræknisrímur, e. S. B. Blandon Sagan af Nikulási leikara Saga hinna 10 ráðgjafa Leikrit Sveins Símonarson- ar, öll Rímur af Ármanni og Helgu Rímur af Þórði hreðu Rímur af Gústav Adólf fslendingatal Minningarrit (Wynyard) Úti á víðavangi' e. St. G. St. Andvökur, 1.—3. Rímur af Jóhanni prúða Sagan af Starkaði Stór- virkssyni Þögul leiftur Prentsmiðja Jóns Matthías- sonar i Ættarskrá Steinunnar Jóns- dóttur Drotningin í Algeirsborg Kvæði og sögur, Jóh. G. Sig., gamla útgáfan Kvæðabók Brynj Sveinss. Munið að glata aldrei gömlum íslenzkum bókum, blöðum, tímaritum, smápésum eða öðru sem prentað hefir verið á íslenzku, sem þið kunnið að eiga, en viljið láta af hendi. Er kaupandi af öllu slíku, eins þó að um stærri bókasöfn sé að ræða. Skrifið, eða talið við mig sem fyrst eftir að þið hafið lesið auglýsing- una og eg mun svara yður um hæl. BJÖRNSSON'S BOOK STORE, 702 Sargent Avev Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.