Heimskringla - 03.07.1946, Blaðsíða 8

Heimskringla - 03.07.1946, Blaðsíða 8
8 SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. JÚLÍ 1946 FJÆR OG NÆR MESSUR I ISLENZKU SAMBANDSKIRK.TUNUM Messa að Reykjavík Messað verður að Reykjavík, Man., næstkomandi sunnudag 7. júlí, kl. 2 e. h. H. E. Johnson * ★ * * Miðvikudaginn 26. júní, voru gefin saman á heimili Narfa kaupmanns Narfasonar í Foam Lake, Sask., ungfrú Anna Mar- grét Narfason og Edwin Guð- mundsson prentari hjá Viking Press-félaginu í Winnipeg. — Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Narfasonar í Foam Lake, en brúðguminn er sonur Tímóteus- ar Guðmundssonar og Þorbjarg- ar konu hans (látin fyrir rúmu ári), Elfros, Sask. Ungu hjónin setjast að í Winnipeg. — Rev. Ewing, prestur English United Church, gaf saman, Ungu hjón- 4n eru hin myndarlegustu, sem þau eiga ætt til. Um 50 manns, skyldmenni ungu hjónanna úr bygðum þeirra, var statt við giftinguna. “Eddie”, eins og brúðguminn er kallaður af sam- starfsfólki hans á Heimskringlu, nýtur hvarvetna vinsælda, enda bezti og skemtilegasti drengur í hvívetna. Óskar það honum og konu hans innilega til heilla og hamingju. * * * Þann 24. júní lézt Mrs. Sig- ríður Eiríksson að Mary Hill, Man. Hún var 84 ára og var á heimili Mr. og Mrs. Sigurjóns Jónassonar. Hún var jarðsungin að Lundar 26. júní af séra Rún- ólfi Marteinssyni. Hinnar látnu verður nánar minst síðar. Magnús Gíslason frá Árborg, Man., kom til bæjarins í gær- kvöldi frá Minneota, en þar hef- ir lúterska kirkjuþingið staðið yfir undanfarna daga. Var hann þar fulltrúi. í förinni voru norð- an úr Nýja-íslandi fleiri kirkju- ; þingsgestir, svo sem séra Bjarni j A. Bjamason, Friðrik P. Sig- urðsson, Halldór Austmann og Lúðvík Hólm. W ★ ★ Mr. og Mrs. Fred Björnson og sonur þeirra Lorne, frá West Des Moines, Iowa, komu tfl bæjarins í gær. Þau dvelja hér í heim- sókn til vina og kunningja og halda aftur suður á morgun. ★ ★ * Walter Anderson frá Everett, Wash., kona hans og 3 börn, komú til bæjarins s. 1. viku. Þau dvelja hér um tveggja vikna ! tíma, eiga hér bæði skyldmenni ! og vini. Walter er sonur Sigurð- | ar Andersonar, sem lengi bjó í I Piney, en er nú dáinn og eiv því bróðir Sigurðar Andersonar, 800 ! Lipton St. Foreldrar konu hans < eru í þessum bæ. Skreppa bræð- J urnir snögga ferð í dag suður til J Piney. Walter er góður vélfræð • ingur og bílstöðvastjóri syðra og ! farnast vel. ★ ★ ★ Gjafir til Sumarheimilis ísl. barna að Hnausa, Man.: ! Frá kvenfélagi Sambandssafn- j aðar á Gimlj, Man.___ $25.00 Mrs. Gísli Benson, Gimli, Man., (áheit) __________ $5.00 Mrs. Kristján Sigurðsson, Winnipeg— Koddi og tvö kodda- ver. Meðtekið með innilegu þakk- læti. Sigríður Árnason, 676 Banning St., Winnipeg, Man. ♦ COUNTER SALES BOOKS The Viking 853 Sargent Ave. Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa séj* til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. Limited Winnpieg, Man. MUSIC Tólf sönglög, Friðrik Bjarnason_________________$ .35 Sex sönglög, Friðrik Bjarnason__________________ .35 Tvö kvæði, St. G. St., Jón Laxdal_______________ .35 Að Lögbergi, Sigfús Einarsson-------------------- .35 Til Fánans, Sigtfús Einarsson____________________ .35 Jónas Hallgrímsson, Sigfús Einarsson____________ .35 Pétur Guðjónssen, Sigfús Einarsson______________" .35 Fáninn, Sveinbjörn Sveinbjörnsson________________ .35 Now is the North of Maying, Sv. Sveinbjörnsson__ .35 Up in the North, Sveinbj. Sveinbjörnsson _______ .35 Þrjú sönglög, Bjarni Þorsteinsson _______________ .35 Bjarkamál, Bjarni Þorsteinsson ------------------ .35 Huginn, F. H. Jónasson ________________________— .35 Þrjú sönglög, Hallgr. Jónsson ------------------ .35 Serenata, Björgvin Guðmundsson ------------------ .35 Passíusálmar með nótum _________________________ 1.60 Harmonia, Br. Þorláksson ________________________ .50 Söngbók ungtemplara, Jón Laxdal --------------— .35 Skólasöngbókin II., Pétur Lárusson_______________ .25 Suðurnesjamenn, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur - .35 Þrá, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur -----------— .30 Máninn, Sigv. S. Kaldalóns, Einsöngur------------ .50 Kaldalóns þankar, Sigv. S. Kaldalóns, Piano----- .35 Þótt þú langförull legðir, Sigv. S. Kaldalóns, Eins._ .25 14 sönglög, Gunnsteinn Eyjólfsson -------------- 1.25 Ljósálfar, Jón Friðfinnsson ____________________ 1.50 5 einsöngslög, (með ísl. og enskum texta) Sig. Þórð. 1.50 ★ BJÖRNSSON’S B00K ST0RE 702 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Þann 13. f. m. andaðist hér í borginni Miss Bertha Bray. — Heimili hennar var að 261 Lang- side St. Hún var 77 ára að aldri er hún lézt; var fædd á íslandi og kom til þessa lands með stóra hópnum er hingað kom 1876. Hún á þrjár systur á lífi hér í borg er heita: Mrs. M. Wood, JVIrs. Norma Bankes og Mrs. Paul Feist. * ★ * Gefin voru saman í St. Mich- aels College Chapel s. 1. mið- I vikudag Harold Jon Stephenson, sonur Fredericks heitins Steph- enson, og Mary Picket, dóttir Mr. og Mrs. John A. Picket, Win- nipeg. * ★ ★ Óli Björnsson frá Wynyard, Sask., kom til bæjarins um miðja fyrri viku. Hann var að fara norður til Lundar á kirkjuþing Sameinaða kirkjufélagsins,' er þar var haldið 3 síðustu daga vikunnar. Hann sagði þurkasamt hafa verið vestra, hveiti illa sprottið og gæti farið ver ef ekki rigndi bráðlega. * ★ ★ BRAUTIN Ársrit Sameinaða Kirkjufé- lagsins, er til sölu hjá: Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, Iceland Bókaverzlun Árna Bjarnarsonar. Akureyri, Iceland* Bókaverzlun Þorsteins M. Jóns- sonar, Akureyri, Iceland Björnssons Book Store, 702 Sar- gent Ave., Winnipeg. Viking Press Ltd., 853 Sargent . Ave., Winnipeg, Man. K. W. Kernested, Gimli, Man. Gestur Pálsson, Hecla, Man. B. Eggertsson, Vogar, Man. F. Snidal, Steep Rock, Man. Guðjón Friðriksson, Selkirk, Man. Björn Björnsson, Lundar, Man. Mrs. Guðrún Johnson, Árnes, Man. B. Magnússon, Piney, Man. Einar A. Johnson, Riverton, Man. Mrs. B. Mathews, Oak Point, Man. Ingimundur Ólafsson, Reykja- vík, Man. S. S. Anderson, Kandahar, Sask. G. J. Oleson, Glenboro, Man. J. O. Björnson, Wynyard, Sask. Jón Ólafsson, Leslie, Sask., Thor Ásgeirsson, Mozart, Sask. E. E. Einarsson, 12 E. 4th Ave., Vancouver, B. C. G. Thorleifsson, Garðar, N. Dak., U.S.A. M. Thordarson, Blaine, Wash. Ch. Indriðason, Mountain, N. D J. J. Middal, Seattle, Wash. Gunnar Matthíasson, Inglewood Calif. Bjarni Sveinsson, Keewatin, Ont G. B. Jóhannson, Geysir, Man. Tímóteus Ðöðvarssno, Árborg, Man. Dr. S. E. Björnson, Ashern, Man. ■*• ★ * íslenzkar skólabækur Margir hafa hugsað sér að láta verða af því, að kehna börnum sínum að lesa íslenzku á þessum vetri. Þjóðræknisfélagið hefir á hendi, forða af ágætum lesbók- um, sem notaðar eru við íslenzku kenslu í skólum á Islandi. Laug- ardagsskólakennarar og foreldr- ar ættu að útvega sér þessar bækur. Bækurnar eru þessar: : Gagn og gaman (stafrofskv.) 45c Litla gula hænan I. og II. og Ungi litli I. og II., 25c heftið. Lesbækur: Fyrsti flokkur, I., II. og II. h. Annar flokkur I. og II. hefti Þriðji flokkur, I. og III. hefti Fjórði flokkur, I. og II. hefti 30c heftið. Pantanir sendist til: Miss S. Eydal; 659 Sargent Ave., Winnipeg Guðmundur F.’Gíslason, lífs- ábyrgðarumboðsmaður frá Van- couver og kona hans, hafa verið hér eystra. Guðmundur var full- trúi á kirkjuþingi lúterskra, er haldið var í Minneota, Minn. — Þau lögðu af stað heimleiðis í I gær. ★ ★ ★ • Þann 7. f. m. lézt að heimili sínu, 22 Roxy Apts., hér í borg, Mrs. Ella McCallion, 59 ára. Hún var fædd í Winnipeg og hafði átt hér heima alla æfi. Maður hennar, Ernest, lézt hér fyrir all mörgum árum. Hún á þrjá syni á lífi, Norman og Ernest í Ed- monton og Ross er heima á í Winnipeg, einnig fimm dætur er heita: Mrs. R. L. Simning í Van- couver; Mrs. G. R. Maradyn í Ft. William; Elizabeth og Tannis heima og Önnu Runólfsson i Winnipeg. Hún á tvo bræður í Winnipeg og einn við Peters- field, Man., tvær systur á hún-á lífi er búsettar eru í Winnipeg og fimm barnabörn. ★ ★ * Messa í Riverton 7. júlí — Riverton, ferming og altarisganga kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason ★ ★ ★ 50 ára minningar um skáldskap Borgfirðinga Fyrsta hefti er nú komið á bókamarkaðinn, og er það ákveð- inn vilji útgefandans að ekki líði á löngu að fleiri hefti komi fyrir almenningssjónir. — Þetta hefti er 30 blaðsíður, í góðri kápu og prentað á ágætan pappír. — Verð: 50c. — Fæst í Bókabúð Davíðs Björnsson og hjá Viking Press Ltd. * * ★ Heimskringla á íslandi Herra Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, hefir aðalumboð fyrir Heimskringlu á Islandi. Eru menn beðnir að komast í samband við hann, við- víkjandi áskriftar-gjöldum, og einnig allir þeir sem gerast vilja kaupendur hennar, hvar sem er á landinu. Hr. Guðmundsson er gjaldkeri hjá Grænmetisverzlun ríkisins og þessvegna mjög handhægt fyrir borgarbúa að hitta hann að máli. ★ ★ ★ Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur eru beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. — Símanúmer hans er 28 168. ★ ★ ★ Sendið börnin á Sumarheimilið Byrjað verður að starfrækja Sumarheimilið á Hnausum 12. júlí í sumar og þá verður stúlku- hópur sendur þangað, næst er drengja hópur. Hver hópur fyrir sig, hefir 12 daga dvöl á heimil- inu. Hægt er að taka á móti 30 börnum í einu. Öll börnin fara undir læknisskoðun daginn áður en hver flokkur fer frá Winni- peg og er undir umsjón sérfræð- ings í barnasjúkdómum, sem er í þjónustu Winnipeg-borgar (Win- nipeg Health Department). Eins og á fyrri árum verður eftirlitið hið vandaðasta á heim- ilinu. Foreldrar sem að vilja senda börn sín þangað, til að njóta heiisusamlegrar dvalar í hinu rólega og fagra umhverfi eru beðnir að snúa sér til þeirra sem að hér eru nefndir, sem ínunu útvega þeim umsóknar- skjal. Winnipeg — Mrs. J. Ásgeirsson, 657 Lipton St., sími 71 182. Oak Point, Man. — Mrs. Dóra Mathews. mndar, Man. — Mrs. H. E. John- son. Piney, Man. — Mrs. B. Bjöms- son. Riverton, Man. — Mrs. S. Thor- valdson. Árborg, Man. — Mrs. H. von Renesse. Forstöðunefndin Látið kassa í Kæliskápinn WvmoLá m GOOD ANYTIME The SWAN MFG. Co. Manuiacturers oi SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST„ WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi Thos. Jackson & Sons LIMITED ORDER YOUR FUEL NOW Deíinite Shortage Imminent McLeod River Lump S14.10 ton Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg "Tons oi Satisíaction" Central Dairies Limited Kaupa mjólk og rjóma Areiðanleg og íljót skil Telephone 57 237 121 Salter St. — Winnipeg Eric A. Isfeld, ráðsmaður COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kœliskápa önnumst allan umhúnað á smá- sendingum, ef óskað er. Allur flutningur ábyrgðstur. Eric Erickson Herb Jamieson Sími 92 604 159 Portage Ave. E. MINNIS7 B E T.E L í erfðaskrám yðar MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssaínaðar Prestur, sr. Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 640 Agnes St. Sími 24 163 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á ísienzku. Safnaðarnefndin: Fundir 1. föstudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: — Hvert sunnudagskveld kl. 8.30. Skátaflokkurinn: Hvert mið- vikudagskveld kl. 6.30. Söngœfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju föstu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólinn: A hverjum sunnudegi, kl. 3 e. h. Talsími 95 826- Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingur í augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdómum 704 McARTHUR BLDG. Cor. Portage & Main Stofutími: 4.30 til 6.30 laugardögum 2—4 Sherbrook Home Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur * gerðar samkvæmf pöntun Vigfús Baldvinsson & Son, Sími 37 486 eigendur * Heimskringla er til sölu hjá hr. bóksala Árna Bjarnarsyni, Akureyri, Island. ★ ★ * Vinsamleg tilmæli til velunnara Sumarheimilisins á Hnausum Það hefir verið ákveðið að stækka heimilið að mun nú í vor. Þar af leiðandi þarf að bæta við rúmum og rúmfötum og fleiru. Þess vegna vill stjórnarnefnd- in mælast til, að þeir góðu land- ar sem að kynnu að eiga “single beds” eða aðra nothæfa hluti, rúmfatnað og fleira, sem að þeir ekki sjálfir þurfa að nota, vilji gefa þá heimilinu. Þeir sem að góðfúslega vilja sinna þessu snúi sér til Mrs, P. S. Pálsson, 796 Banning St., Winnipeg, Man. ★ ★ ★ Alþingishátíðin 1930, eftir próf. Magnús Jónsson er Islendingum kærkomin vinagjöf. í bókinni er yfir 300 myndir og frágangur allur hinn vandaðasti. Fæst bæði í bandi og óbundin. Verð í bandi $20.50 og $23.00, óbundin $18.50. Björnssons Book Store 702 Sargent Ave., Winnipeg ORÐSENDING til kaupenda Heimskringlu og Lögbergs á Islandi Munið að senda mér áskriftagjöld að blöðunum fyrir júnílok. Athugið, að blöðin kosta nú kr. 25.00 ár- gangurinn. Æskilegast er að gjaldið sé sent í póst- avisun. BJÖRN GUÐMUNDSSON Reynimel 52 — Reykjavík Góð Bókakaup Bækur Máls og Menningar, fyrir árið 1945, eru nú komnar í bókaverzlun mína. Þar á meðal er hin stórmerkilega og fróðlega bók, “Undur veraldar”, sem hver bókhneigður maður og fróðleiksgjarn, má ekki án vera. Verð þessara bóka er í lausasölu: Bls. 1 baníi I.—III. h. Mál og menning, tímarit 300 $5.50 Innan sviga (saga), H. Stefánsson_____166 4.00 íslenzkar jurtir (margar myndir)_____-290 5.50 Undur veraldar_______________________ 664 14.50 Ób. $4.50 3.25 10.50 $29.50 Ef allar þessar bækur eru keyptar saman, fást þær fyrir $17.00, en í þessu verði eru allar bækurnar óbundnar nema Islenzkar jurtir. Sendið pantanir strax, því upplagið er takmarkað. BJ0RNSSON’S B00K STORE 702 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.