Heimskringla - 10.07.1946, Blaðsíða 3

Heimskringla - 10.07.1946, Blaðsíða 3
WINNIREG, 10. JÚLl 1946 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA TóMAS BJÖRNSSON landnámsaður að Hjarðarhaga, bóndi að Sólheimum, í Geys- isbygð í Nýja Islandi. Hann var Skagfirðingur í báðar ættir, sonur Björns bónda að Svartárdal í Skagafjarðardöl- um Björnssonar bónda að Hofs- stöðum Sveinssonar sama staðar. Móðir hans var María Kristín Guðmundsdóttir bónda á Steins- stöðum í sömu sýslu. Tómas kom ungur sveinn að aldri til Canada, árið 1876, í för með Jóni lækni, er nam Skíðastaði í Ár- nesbygð, en flutti síðar til Norð- ur-Dakota. Unglingsár sín dvaldi Tómas í W innipeg-borg, var sfiemma þróttmikill og fjörugur, og vann ýmsa vinnu er til féll. — Móðir hans flutti til hans frá íslandi, 1883. Ungur að aldri kvæntist hann Ólöfu Lárusdóttur, Guð- mundssonar, bónda á Steinsstöð- um, í Skagafjarðarsýslu, systur Sigríðar konu Páls landnáms-1 manns á Kjarna. Tómas og Ólöf voru syskinabörn að skyldleika. Hún hefir lengi liðið af veikind- um og lifir mann sinn, nú ald- urhnigin. Börn þeirra eru: Björn Vil- berg, bóndi á Sólheimum; Tómas Óli, bóndi á Sólheimum; Lárus, Árborg, kvæntur Margréti Jóns- dóttur Þorsteinssonar Ásmunds- sonar; Kjartan Sigtryggur, bóndi í Árborg, kvæntur konu af hol- lenzkum ættum; Emilía Guðrún, kona Vilhjálms Gunnlaugssonar Oddssonar bónda í Geysisbygð. Dóttir mistu þau hjónin barn að aldri er hét Lilja María, og síðar aðra dóttur, er bar hið sama nafn, einkar efnilega stúlku, og sárt saknaða, er lézt á ferming- araldri; hörmuðu þau hana jafn- an. Ungur að aldri, fullur af fjöri og lífsþreki gerðist Tómas bóndi í Geysisbygð, er í þá tíð mun hafa talist að vera framhald af hinu forna frum-landnámssvæði í Fljótsbygðinni. Hann nam land að Hjarðarhaga, í grend við Gest Oddleifsson í Haga; var margt líkt með þeim, að upplagi, fjöri og framkvæmdum. — Ungur lærði hann að mæla á enska tungu, er varð honum bæði kær og töm. Snemma komst hann inn í hérlendan hugsunarhátt, og átti að því leyti til, betri að- stöðu en aðrri frumbyggjar; er flestir komu að heiman fullorðn- ir og rosknir menn, — framandi í allri merkingu þess orðs. Hann var maður prýðisvel greindur og vel gefinn, fljótur til að átta.sig á viðhorfum nýrra mála, er til góðs máttu verða. Hann kom all-mjög við sögu héraðs síns, og átti sinn þátt í ýmsum sameiginlegum fram- kvæmdum því í hag. Hann var einn af frumstuðningsmönnum, að stofnun smjörgerðarfélagsins í Árborg, og bar velferð þess jafnan fyrir brjósti. Einnig var hann unnandi og stuðningsmað- ur bændaverzlunarinnar í Ár- borg. Kapp og fjör og fram- sækni, einkendi afstöðu hans gagnvart þeim málum er hann unni. Maður einn, Tómasi ná- kunnugur lét svo ummælt um hann, að “flest verk léku í hönd- um hans.” Það sem mest hreif mig-er eg tók að kynnast honum, þá roskn- um manni, og þreyttum. af breytilegri lífsbaráttu — og all- þungri, var andlegt f jör hans, og glöð framkoma, undir öllum kringumstæðum. Hygg eg að um hann mætti heimfæra vísuorðin fornu: “Getur undir glaðri kinn, grátið stundum — hjarta”. *— Mér virtist hann sameina í eigin persónu, tvenn mismunandi við- horf, fremur sjaldgæf hjá öldr- uðum vestur-íslenzkum bónda: næman skilning á hérlendu þjóð- lífi, stefnum þess og straumum; hann var alheimsborgari að hugsanafari, las margt, og fylgd- ist vel með því sem gerðist í sam- tíð hans; átti víðan sjóndeildar- hring, er lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi vera. — En sam- hliða þessu var hann heilsteypt- ur Islendingur, er fann styrk sinn í hinurn íslenzku erfðum, vel lesinn, víðsýnn, einkar ljóð- elslkur, kunni vel með ljóð að fara; fann maður andlegt neista- flug um sig fara, er hann hafði ljóð á munni. Hann átti mikinn innri eld sér í sál. Tilfinningalíf hans var máttugt. Mun það hafa þjálfast við rauðablástur marg- breytilegrar reynslu. Sjaldan hefi eg kynst jafn djúpum sökn- uði, eins og þeim er hann bar í brjósti út af missi ungrar og hj artfólginnar dóttur, er þau hjónin mistu á fegursta blóma- aldri, og áður er aðvikið. Þannig hygg eg að öll reynsla gengi nærri hans viðkvæmu sál. Lítt lét hann þó um mælt um margt það, er nærri honum gekk, svo sem langvarandi heilsubrest, er kona hans varð að þola, og hann, synir hans og dóttir með henni báru, og eigin heilsubrest er varaði um mörg ár. Fullyrða má að hann var góður heimilisfaðir, umhyggjusamur og börnum sín- um kær. Samvinnan góð — og synir hans tveir er heima dvöldu höfðu löngu síðan létt af honum allri ábyrgð er þeir máttu; og önnuðust hann í langri sjúk- dómsbaráttu og nutu þar aðstoð- ar Mrs. Júlíönu Johnson, er hjúkraði hinum látna um nökk- ur síðari ár, með dugnaði og um- hyggjusemi. Mér finst, er eg hugsa um Tómas á Sólheimum, að hann væri vorsins barn, og bæri jafn- an vor í hjarta — átti sigurveg- arans hugarfar, jafrit á björtum og dimmum dögum. Að vori til var það, að hann fékk lausn frá langvarandi sjúkdómsstríði, og inngöngu til sumarlanda guðs: Á sólríkum, svölum vordegi var hann kvaddur hinstu kærleiks- kveðju í kirkju Geysis safnaðar af mannf jölda, og ástvinum — er með kærleika og þökk kvöddu ljúfan sveitunga og samferða- mann. — Hann hafði þá búið um 60 ár á Sólheimum, og nokkur ár þar áður, að landnámi sínu — Hjarðarhaga. S. Ólafsson ÚR SKÝRSLU ársfundar Christian Scien- tist í Boston, Mass., 3. júní 1946 “Þar til allar ábyrgðarfullar stjórnir fara að gera sér glögga grein fyrir því, að mælikvarði hins sanna mikilleika er hin and- lega þroskun fólksins, fremur en hin efnislegu auðæfi, getur ekki orðið neinn endir á hinu stöðuga stríði milli andlegra og efnis- legra áhrifa,” sögðu stjórnendur Christian Scientist kirkjunnar í Boston, tilheyrendum sínum. “Sá tími er þegar kominn”, staðhæfði stjórnarnefndin, “að forgöngumenn allra félagslegra og kirkjulegra stofnana, verða krafðir til að gera eitthvað meira en gefa loforð, prédika og slá um sig með heiðinglegri við- höfn og skrauti, til að vemda og viðhalda trú meðbræðra sinna, og vinna að varanlegum friði í heiminum.” Ef þetta fyrirkomulag á að halda velli, staðhæfa hinir em- bættislegu talsmenn Christian Scientist hreyfingarinnar, verða þeir að sýna sönnun fyrir því, að þær hugsjónir sem er þeirra markmið, verði gerðar að verk- legum og hagkvæmum notum til aukningar hinum menningar- lega , hagsmunlegu og andlega velfarnaði manpkynsins. Þeir lögðu sterka áherzlu á, að hin fyrsta og æðsta skylda stjórn- málanna og kirkjulegra leið- toga væri, á þessum viðsjálu tím- um, að beita öllum sínum áhrif- um til að koma í veg fyrir ann- að stríð, og að græða hin ó- græddu sárin, sem síðasta stríð skildi eftir. Það eru ekki tímar til að leita til né beita undanbrögðum né ágengni og árása, til þess að auka sín pólitísku áhrif og vald, hvorki fyrir nokkurt ríki né kirkju. Þeir héldu því fram að það væri ekkert rúm í kirkjunni fyr- ir pólitík, né í lýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi, þar væri samt sem áður, ávalt rúm í póli- tík fyrir hina siðferðilegu hlið trúarbragðanna. Þetta ætti jafnt við í þjóðleg- um sem alþjóðlegum málefnum, og bættu því við, að það gerði lítinn mun hvort heldur að það væri stríð milli hugsjóna og trú- arbragða kennisetninga, eða stríð milli' vopnaðra herdeilda; af- leiðingin er ávalt skerðing heil- brigðra vitsmuna. Ef þeir, sem nú eru að reyna að vinna að því að koma á heims- stjórn, í þeim tilgangi að stofna varanlegan frið í heiminum, leita ekki guðlegrar handleiðslu, og byggja á ráðvendni og hrein- skilni, er til einskis unnið. Þeir tilfærðu biblíustað, er Benjamín Franklin brúkaði í harðri deilu á grundvallarlaga fundinum í Philadelphia: “Nema drottinn byggi húsið hafa þeir sem bygðu það til einskis unnið”, og Franklin bætti við: “Eg trúi þessu í allri einlægni; og eg trúi því líka, að án hans aðstoðar og hjálpar í pólitískri byggingu, að oss farist ekki betur, en þeim sem bygðu Babels turninn; við skiftumst í andstæða flokka, um okkar litlu sérhagsmuni . . . og það sem verra er, að mennimir hér eftir, frá þessari óheilla stund, reyna að setja upp stjórn- ir eftir mannlegri vizku, og láta kylfur ráða kasti hvort afleiðing- in verður stríð, sigur eða ósigur.” Á þessum breytilegu og óvissu tímiim, á sviði stjórnmála og hagsmuna, álitu stjórnendur Christian Scientist heiminn vera í hinum sömu illu kringumstæð- um, eins og á dögum Franklins, og þeir lýstu því yfir, að það væri eins satt nú, eins og það var þá, að án guðlegrar handleiðslu, gæti engin stjórn, hvorki þjóðleg né alþjóðleg, ráðið fram úr erf- iðleikunum. Aðrir helztu punktarnir í árs- skýrslunni voru, um þau rit er Christian Science gefur út, og þar á meðal blaðið The Christian Science Monitor, sem höfðu náð hæstri útbreiðslu á síðasta ári, og að eftir stríðið hefði fjöldi fólks í öðrum löndum endurnýj- að áskriftir sínar. Nýjum prentvélum verður bætt við, og þar á meðal vél sem prentar auglýsingar í fjórum lit- um. Stjórnendurnir lýstu því og yfir, að einn af hinum föstu starfsmönnum blaðsins Monitor færi tli Rússlands, sem frétta- ritari þess, og að sérstakur fréttaritari hefði í fyrsta sinn verið sendur til Austurlanda og Litlu Asíu. Skrá í bókarformi verður gef- in út á árinu 1947, sem sýnir hluttekningu og starf Christian Science á stríðsárunum. — Þeir höfðu 135 launaða presta við her- inn auk 26 kapilána, 495 sjálf- boða verkafólks, sem störfuðu í Canada og Bandaríkjunum. Á Englandi, höfðu þeir 135 hvíldarheimili fyrir hermenn, og 330 manns höfðu með höndum útbýtingu gjafa og hjálpar til t • ■hann kröfum nútímans. í stað þess að senda menn utan til skamms náms og óviss árangurs, ætti að flytja hingað inn sér- hermannanna. Nær 500 manns ' fræðinga, sem treysta má á og voru útnefndir, sem sjálfboðar, með því móti sparaðist þjóðinni úr brezka og bandaríska hern- stórfé, sem ella mundi varið í um. vafasamar tilraunir. Hjálpardeildin útbýtti fatnaði Á næstu árum og áratugum meðal fólks í Evrópu, um eða i verður að leggja megináherzlu á yfir 4,250,000 dollara virði. — ^ eflingu iðnaðarins, — þannig að Þessu var skift án tillits til þjóð- ^helzt verði engin óunnin vara ernis eða trúarbragða, auk þessa !Send úr lnadi. Verður að leggja var útbýtt í 13 löndum yfir 550,000 handprjónuðum flíkum, meðal hermannanna. Á sviði löggjafarinnar hafa mörg lög verið samþykt, sem eru hagstæð Christian Science. G. þýddi ÁTÖK NÆSTU ÁRA Islenzkir námsmenn, sem lagt hafa leið sína til Vesturheims á undanförnum árum, leggja flest- ir stund á hagnýt fræði, einkum með tilliti til aukins iðnaðar í sambandi við sjávarútveg eða landbúnað. Er þetta mjög lofs- vert, enda mun sannast, er frá líður, að námskostnaður þessara manna mun renna aftur til þjóðarbúsins, og það margfald- lega, vegna umbóta í atvinnu- háttum, sem þessir menn munu beita sér fyrir. Framfarir á sviði iðnaðarins eru mjög miíklar, enda hefir honum fleygt fram á styrj- aldarárunum. Gengur þróunin yfirleitt í þá átt að spara mann- aflann, en auka á vélanotkun. Má í því sambandi nefna, að í niðursuðuverksmiðjunum getur tæpast heitið að mannshöndin snerti á nokkuru nema vélunum sjálfum, en vélarnar vinna úr vörunni að öllu leyti, Þrátt fyr- ir hækkandi kaupgjald hefir tek- ist að auka afköstin svo, að af- koma iðnaðarfyrirtækjanna hef- ir batnað stórlega vegna aukinna afkasta. Er þetta mjög athyglis- vert fyrir okkur Islendinga, sem þurfum að byggja upp iðnaðinn svo að segja frá grunni. Alt til þessa hefir stórfé verið kastað á glæ í tilraunir, sem hafa borið misjafnan árangur. Iðn- fyrirtækjum hefir verið komið upp, en eftir fá ár eru þau svo aftur úr, áð engin von er til að þau geti kept við erlend fyrir- tæki sambærileg. Menn hafa verið sendir utan til náms, dvalið erlendis um lengri eða skemri tíma, en algerlega hefir verið óvíst um árangur af námi þess- ara manna, enda hefðu sumir betur setið heima en að afla sér hálfmentunar, sem raun hefir sannað með töpum og óhöppum. Væri mjög athugandi fyrir okk- ur að fala hingað sérfræðinga, sem kent gætu landsmönnum nýjar framleiðsluaðferðir og lagt grundvöll að framtíðariðnaði þjóðarinnar, einkum að því er snertir vinslu sjávarafurða, sem fluttar hafa verið út algerlega óunnar til þessa. Er dæmi Breta hentugt til eftirbreytni, en full- yrt er, að þeir hafi ráðið færustu þýzka sérfræðinga í þjónustu sína, greiði þeim lífvænleg laun, en krefjist hinsvegar af þeim, að þeir hjálpi til við að byggja upp brezka iðnaðinn og samrýma höfuðáherzlu á vörugæðin, þann- ig að kaupendur viti að sé varan íslenzk, sé hún einnig góð, og kaupi hana því frekar en fram- leiðslu annara þjóða. Léleg framleiðsla getur ef til vill skap- að auðtekinn gróða um stundar- sakir, en alt slíkt hefnir sín síðar á framleiðandanum og jafnvel þjóð hans allri, og ætti því ekki að láta mönnum haldast uppi að efna til iðnrekstrar, sem ekki veitir fulla tryggingu fyrir vöru- vöndun. Einstaklingsframtakið á þó að fá að njóta sín á þessu sviði, sem öðrum, en hinsvegar ætti hið opnibera að styrkja menn með fjárframlögum og tryggja nauðsynlega fagkunn- áttu.—Vísir, 4. apríl. HAGBORG FUEL CO. H Dial 21 331 nomÍ) 21 331 ÞRÓUN OG FRAMFARIR í SLAVE FALLS Hvað er miljarð? Setjum svo að þér hefðuð lifað á dögum Ágústínusar keisara og þér hefðuð byrjað á því á nýárs- degi árið 1 að eyða 1600 krónum og síðan haldið því áfram á hverjum einasta degi í öll þessi ár, þá væri upphæðin orðin um 710 miljónir króna. Þér yrðuð því að halda áfram að eyða 1000 krónum á dag í 793 ár enn, eða til ársins 2739, til þess að hafa eytt einum miljarð króna. * ★ TT Sjóliði nokkur var á ferðalagi um eitt þurviðrasamasta fyérað Texas-ríkis og gaf sig þar á tal við bónda nokkurn, er leiddi við hlið sér gon sinn ungan. “Það lítur út fyrir, að hann ætli að rigna,” segir sjóliðinn. “Eg vona, að hann geri það,” svaraði bóndi. “Ekki sérstaklega mín vegna, heldur vegna drengs- ins, því að hann hefir aldrei séð rigningu.” Miklar framfarir og umbætur eru að stækkun City Hydro afl- stöðvarinnar í Slave Falls við Winnipeg-ána. Þegar til hinnar upprunalegu byggingar var efnt 1929, var að- eins helmingur orkuversins reist, og tveimur 12,000 hestafla ein- ingum (units), komið þar upp. Tveimur einingum hefir síðan verið bætt við, annari 1937, og hinni 1938, til samans fjórum, er framleiða 48,000 hestöfl. Samt sem áður fer þörfin fyrir raf- magns-orku stöðugt vaxandi, og það hefir talist nauðsynlegt að fullgera orkuvers-bygginguna, og koma þar fyrir fleiri virkum einingum. Vinna við viðbótina byrjaði síðastliðið sumar. Við sements-steypu fyrir 2 afl- hjóla pípur, múrsteinsverk að innan, húðun og ýriisa aðra vinnu, var verið allan veturinn. Tvær nýjar 12,000 hestafla- einingar verða að verki við enda þessa árs, og öðrum tveimur á að bæta við 1947. Með þessu fær Slave Falls orkustöðin 96,000 hestafla framleiðslu orku, sem tryggir Winnipeg næga raforku til allra þarfa í nálægri framtíð. Góðar bækur 4 heiðarbrún, kvæði eftir Dr. S. E. Björnsson, í b. $3.75 Hirðisbréf, Sigurgeir Sigurðsson biskup ________ .50 A Sheaf of Verses, Dr. Richard Beck_________ .35 Fyrsta bygging í alheimi, Hall- dór Foriðleifsson _______$2.50 Friðarboginn er fagur, Halldór Friðleifsson_____________$2.50 Icelandic Grammar, Text, Glos- sary, Dr. Stefán Einarsson, (bandi)__________________$8.50 Björninn úr Bjarmalandi, Þ. Þ. Þ. (óbundin) ______$2.50 (bandi) -----------------$3.25 Hunangsflugur, G. J. Guttorms- son, (bandi) ------------$1.50 Fimm einsönglög, Sig. Þórðar- son (heft) --------------$1.50 Lutherans in Canada, eftir séra V. J. Eylands, 200 myndir $3.00 Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave. — Winnipeg Á F0RUM í SUMARFRÍ? Frídagar eru hér einu sinni enn. Kanske þú ætlir að leggjast út eða heimsækja vini í borginni. En hvert sem þú ætlar, þá getur þú fundið alt sem heila fjölskyldan þarfnast í EATON’S sumar-verð- skránni þér og þínum til þæginda. ^T. EATON C°.„. WINNIPEG CANADA Við vonuðum að allar pantanir fyrir símaþjónustu yrðu afgreiddar um þetta leyti. En hvað sem um það er, þá hefir ófyrirsjáanleg þurð verið á öllu því, sem símum tilheyra, ásamt vaxandi síma pöntunum, gert þetta ómögulegt. Okkur þykir miður ef þú ert einn sem bíður. Og ennþá, við getum aðeins fullvissað ykkur um, að alt er gert til þess, að flýta fyrir afgreið- slu pantana sem mögulegt

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.