Heimskringla - 10.07.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 10.07.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. JÚLl 1946 -—•—•—•—'—•——•——•—1— Munaðar- leysinginn “Ert það þú, Pétur?” Fölvi dauðans hafðj þegar færst yfir andlit Páls Danvers. Hann dró andann með erfiðis- munum, og röddin var óskýr, er hann rendi til hálfbrostnum augunum og leit á vin sinn, Pétur Bellar. “í>ú varst vænn að koma hingað til mín, hvíslaði hinn deyjandi rnaður, og rétti vini sín- um hendina um leið og dauft bros færðist yfir varir hans. “Eg hefi veriS heppinn að einu leyti,” sagði hann eftir stundar þögn. “Við ætl- uðum báðir að verða auðugri — eg hefi gnægðir gulis — en þú?” “Eg er fátækur maður ennþá sem komið er,” svaraði Pétur Bellar. “Hirtu aldrei um það,” svaraði Páll með lágri röddu. “Þú ert ennþá ungur og hraustur __en eg er við dauðans dyr. Auð minn fékk eg í gimsteina námunum í Kimberley. Eg var þar alt frá upphafi, og get nú látið þér og Sheilu minni eftir nægilegt fé. Sheila er tveggja ára gömul og hana ætla eg að fela þér, Pétur. Hún er yndislegt' barn og verður þér til mikillar gleði. Þegar læknirinn sagði mér, að eg ætti ekki langt eftir ólifað, var eg þakklátari en með orðum verði lýst fyrir það, að eg hefði símað þér að koma hingað. Og nú ert þú kominn. Bloemfontein er allra bezti bær, en hvað hirti eg um það. Eg hugsaði ekki um neitt nema að græða peninga. Eg giftist svo Sheilu Carew, og unni henni hugástum og hún mér, og hún kom með mér hingað. Eg veitti henni alt, sem fé gat goldið fyrir, og eg hugsa að hún hafi verið hamingjusöm. Einum hálfum mánuði eftir að barnið fæddist dó hún. Barnið heitir eftir henni og eg er viss um að litla stúlkan mun líkjast henni, þegar hún vex upp. Eg hefi gert erfðaskrá mína og arfleitt hana að öllum eigum mínum, að undanteknu því, sem þú átt að fá fyrir að ala hana upp. Við vorum félagar og vinir, Pétur minn, alt frá bernsku árum. — Manstu eftir að við fórum saman í Winchester skólann og þaðan til Cambridge. En svo skift- ust leiðir. Eg hélt út í heiminn til að leita gæf- unnar og vinna mér inn auðæfi, en þú kaust að dvelja heima. Þig langaði til að verða lögmað- ur og ætlaðir að verða ríkur á þann hátt; en vegna annríkis míns í Kimberley námunum hugsaði eg sjaldan til þín, sjaldnar en eg hefði átt að gera. Ertu giftur Pétur?” “Nei,” svaraði Pétur Ballar, “eg er of fá- tækur til að gifta mig. Þú varst heppinn í æfin- týraleit þinni, en eg ekki. Það er að segja, mér hefir hepnast að hafa ofan af fyrir mér. En eg mundi gjarnan hafa gifst ef efnin hefðu leyft það.” J “Þú ert þá ástfanginn í einhverri stúlku?” spurði Páll Danvers. “Já, eg ann Margrétu af heilum huga. Það er ung ekkja, og á einn son. Hann er fimm ára gamall og gæti orðið góður leikfélagi handa Sheilu litlu — en Páll, eg get ekki beðið Mar- grétu að taka þátt í fátækt minni.” “Þess þarft þú heldur ekki,” svaraði Páll. “Eg hefi ráðstafað þessu öllu við málafærslu- menn mína. Þeir heita Krux og Kruger. Þú munt finna heimilisfang þeirra í bæjarskránni, og þeir munu segja þér frá öllu, sem þér er nauðsynlegt að vita í þessum efnum. 1 erfða- skrá minni hefi eg ánafnað þér 1000 pund á ári. Af því fé verður þ úað kosta upp fóstur Sheilu, og þegar hún er lögaldra, eða þegar hún giftist, verða þér borguð 20,000 pund, en Sheila fær alt annað, sem eg læt eftir mig. Auður minn vex ár frá ári, en hvað gagnar mér það? Eg stend við dauðans dyr og hirði ekki um fé, og litla stúlkan mín verður munaðarlaus. Vilt þú og unga konan, sem þú elskar, taka Sheilu að ykkur, elska hana og ganga henni í foreldra stað?” “Það skulum við gera. Margrét er ágætis kona,” svaraði Pétur Ballar. “Hún verður litlu stúlkunni þinni ágæt móðir, því er mér óhætt að heita þér. Við munum bæði elska hana og gera alt, sem við getum fyrir hana.” “Mundu eftir því, Pétur, að eg treysti þér takmarkalaust. En nú verð eg að hvílast um stund. Stund mín er senn komin, en eg er ham- ingjusamur, því að bráðlega fæ eg að sjá hjart- kæru konuna mína. Eg þakka guði fyrir náð hans. Þegar eg hefi hvílt mig svolítið, þá sendi eg eftir Sheilu, litlu stúlkunni minni. Þú færð þá að sjá hana í fyrsta sinnið hjá mér.” “Það er gott vinur minn, það er gott.” Páll Danvers lokaði augunum. Andlit hans var náfölt, augun innfallin, hann þjáðist af hættulegum sjúkdómi, sem hefir lagt marga Englendinga að velli í Suður-Afríku. Við og við færðist bros yfir varir hans — hann var kanske að dreyma um ungu og fögru írsku stúlkuna, sem hafði gerst konan hans, og hann hafði elskað svo heitt. Við og við opnuðust augu hans og hann leit á hinn trygga æskuvin sinn. “Þú munt reynast trúr, Pétur, heiðarlegur, hreinlyndur,” sdgði hann. “Barnið eignast stór fé. En þú munt reynast mér og henni sannur vinur, er ekki svo?” “Treystu mér, treystu mér, vinur minn, og eg mun ekki bregðast þér,” svaraði Pétur Ballar. “Sjúki maðurinn stundi eins og honum yrði hughægra. Ennþá einu sinni lagði hann hend- ina á hendi vinar síns. * “Peningarnir eru ekki alt í þessum heimi,” sagði hann. “Ástin er öllu æðri. Eg fer héðan til að finna ástríka eiginkonu, sem fór á undan mér til landsins hinu megin, og þú ert eini mað- urinn í þessum heimi, sem eg get treyst til að taka við barninu mínu.” “Eg skal ekki bregðast trausti þínu.” “Hringdu nú bjöllunni, góði vinur,” sagði Páll. “Stundaglasið mitt er brátt útrunnið, og áður en það verður langar mig til að sjá ykkur Sheilu saman.” Pétur stóð upp og studdi á bjöllu hnappinn. Hann var þarna í stóru og mjög skrautlegu her- bergi, sem var búið öllum þeim gæðum og gögn- um, sem hægt var að hugsa sér. Eigi leið á löngu þangað til svört stúlka stakk höfðinu inn um dyrnar. “Hvers óskar Massa?” spurði hún. Sjúki maðurinn lyfti höfðinu. Augu hans urðu bjartari. “Sheila, komdu með hana Sheilu, Sús- anna.” Svarta konan hvarf og kom að vörmu spori aftur með fallega, litla stúlka, klædda hvítum kjól. Hún bar barnið á handleggnum. Það hafði brúna lokka með gullnum blæ, lítið and- lit, sem ánægjan skein af, smágerða drætti og stór, gráblá augu. Hún líktist ekki föður sín- um, þótt hann hlyti að hafa verið laglegur mað- ur á yngri árum. En barnið var svo yndislegt, að það hlaut að vekja ást allra sem sáu það. “Pabbi, pabbi!” hrópaði barnið og rétti handleggina í áttina til sjúka mannsins. Sús- anna lét barnið í rúmið og sagði: “Jæja, barnið gott, nú verður þú að vera góð stúlka, því að Massa er mjög sjúkur. Þú mátt ekki gera neinn hávaða.” Barnið horfði fyrirlitlega á Súsönnu, með stóru, gráu augunum og þrýsti sér fast upp að föður sínum. Hann dró andann ört og óreglu- lega, en strax og barnið var komið var eins og honum yrði rórra. Litla stúlkan klappaði enni hans og strauk þykka hárið hans aftur. “Pabbi heitur,” sagði hún. “Eg verð bráðum kaldur, Sheila,” svaraði hann. Barnið brosti. Hingað til hafði hún ekki tekið eftir ókunna manninum, sem sat við rúm- stokkinn. “Pabbi leika við Sheilu,” sagði hún stuttu síðar. “Mér er of heitt til að leika við þig, yndið mitt,” svaraði hann. “En pabbi ætlar að tala við þig í staðinn.” Barnið horfði á hann undrandi og spurði: “Hvað ætlar pabbi að segja Sheilu?” “Pabbi ætlar að tala við Sheilu um mann- inn, sem situr þarna. Pabbi ætlar að ferðast í burtu.” “Hvert ætlar pabbi að fara?” Eg ætla að fara langt, langt í burtu Sheila, alla leið upp í himininn þar sem guð býr.” “En pabbi kemur strax aftur?” spurði Sheila glaðlega. “Nei, eg get ekki komið aftur — en ein- hverntíma getur þú komið til mín.” “Já, Sheila ætlar að koma upp til himna til pabba,” svaraði barnið, “það vill Sheila gjarnan gera. Má Súsanna koma þangað líka — og svarti — svarti Jói?” “Já, þið megið öll koma, en áður en þú kemur þangað, yndið mitt, verður þú að lofa pabba að vera góð stúlka. Mig langar svo mikið til að þú lifir þannig hér niðri að þú getir komið til mín í himninum, og þessvegna ætla eg nú að fela þig forsjá, míns góða og gamla vinar. Líttu á hann Sheila.” Sheila sneri sér hægt og leit í hin dökku og hvössu augu Péturs Ballars. “Hann er bezti vinurinn, sem eg á, Sheila. Hann mun gæta vel að þér og vera þér góður, og þú verður að lofa mér því að vera góð við hann, eins go eg hefi ætíð verið góður við þig, og þá muntu sjá að hann vísar þér veginn, sem þú verður að fara til að komast til mín og hennar mömmu þinnar uppi í himninum. Hann heitir Pétur Ballar. Réttu honum nú hendina.” Barnið hlýddi því. “Hendin þín er svo sterk,” sagði hún, “ertu líka góður — alveg eins góður og hann pabbi minn?” “Eg skal reyna að vera þér reglulega góð- ur,” svaraði Pétur Ballar. Hann lyfti upp litlu hendinni og ætlaði að kyssa hana, en barnið dró hana að sér. “Jæja, það er gott,” sagði hún. “Eg fer með þér fyrst pabbi minn segir mér að gera það. En mér þykir hreint ekkert vænt um þig.” “Þér verður að þykja vænt um hann mín vegna,” sagði faðir hennar. Barnið kinkaði kolli mjög alvarlegt á svip- inn. Súsanna kom nú í dyrnar. “Jæja, litla ungfrú,” sagði hún. “Þú þreytir hann pabba þinn og verður nú að koma. Eg skal koma með hana seinna, herra minn.” Barnið amaðist ekkert við því að Súsanna bæri það í burtu, en það leit ekki af hinum deyj- andi manni fyr en hurðin lokaðist. Hún leit ekki á Pétur Ballar. Þegar þeir voru einir orðnir sagði Páll: “Eg treysti þér Pétur, en get eg einnig treyst konunni, sem þú ætlar að kvongast, sem þú segir að heiti Margrét Dale?” “Já, Páll þú getur treyst henni eins vel og mér.” “Eg óska þess að þú farir með Súsönnu með þér til Englands, svo að hún geti gætt Sheilu,” sagði Páll Danvers. “Kséri vinur, eg skal gera alt, sem þú biður mig.” Þetta sama kvöld lézt Páll Danvers. Pétur Ballar sat hjá rekkju hans þangað til hann var skilinn við, og við banasæng vinar síns gerði hann það heit, að reynast í einu sem öllu trúr þeim loforðum, sem hann hafði gefið sínum deyjandi vini. Hann ætlaði að verða þessu yndislega barni ástríkur faðir, og aldrei, hvað sem fyrir kæmi, bregðast föðurskyldu sinni við það, né bregðast loforðum sínum við föður þess. Sheila skyldi vérða hamingjusöm á heim- ili því er hann flytti hana til langt frá æsku- stöðvunum. 2. Kapítuli. I litlu húsi í Suður Kensingtno bjó Mar- grét Dale ásamt hinum unga syni sínum. Þessi unga ekkja var há og grönn kona, fölleit og blá- eygð, með hátt nef dálítið bjúgt. Hún var við- kunnanleg kona en alls ekki töfrandi fögur. Ralph, litli drengurinn hennar var fimm ára gamall og móðir hans hafði verið ekkja í tvö ár. Hún sá ekki sólina fyrir drengnum, og fanst að hann væri fallegasta barnið, sem til væri í heiminum, en þrátt fyrir það datt henni stund- um í hug að ekki væri úr vegi að hún gifti sig á ný. Hún var fátæk, bláfátæk, og það átti illa við hana. Hún var ung ennþá, og þegar hpn hafði kynst Pétri Ballar, hinum dökkeygða, fríða lögmanni, hafði kunningskapur þeirra vaxið óðum. Ballar hefði gjarnan beðið hennar strax eftir fyrstu viðkynningu, en honum fanst að fjárhagsástæður sínar væru þannig, að hann hefði eigi efni á að giftast. George Dale, maður Margrétar, hafði ekki verið efnaður. Hann hafði verið rauðhærður og freknóttur og Ralph litli var lifandi eftirmynd hans. Drengurnn hafði óstöðugt skaplyndi og ofsafengið, og hversu mjög sem Margrétu lang- aði til þess, gat hún ekki vanið hann vel; til þess var hún of meinlaus í geði og eftirlát við hann; hann var eitt þessara einráðu barna, sem öllu vilja ráða sjálf og þurfa á einbeittum aga að halda, eigi vel að fara. Þetta skildist móður hans og hugsaði nú um það, að nauðsynlegt væri, að hann fengi stjúpföður. Hún hafði oft og mörgum sinnum hitt Pét- ur Ballar eftir fyrstu viðkynninguna. En hún hafði aðeins 250 sterlingspund í árstekjur og lögmaðurinn næstum því minni tekjur, það hafði hún gengið úr skugga um. Og óskaði hún þess oft af heilum huga, að óvæntur auður mætti falla í skaut þessum manni, sem hún elskaði svo heitt. Langur tími hafði liðið síðan hún sá hann síðast, þegar hann kom að heimsækja hana einn sólbjartan dag í aprílmánuði. Hún sat í dagstof- unni sinni, sem angaði af blómailmi og hlýjuna lagði frá arineldinum. Frá næsta herbergi heyrðist hávaðinn í Ralph litla, sem alt í einu datt í dúnalogn. Drengurinn hafði heyrt að útidyrnar voru opnaðar og einhver hringdi og að gestur var kominn. Þegar svo vildi til var hann vanur að krefjast þess af vinnukonunni, að hún klæddi hann í sparifötin, greiddi hár hans og færi með hann inn í gestastofuna til móður hans og gestanna. Hann var bæði forvit- inn og framur, og þá gat hann í ró og næði étið alt, sem hann lysti af kökum og sælgæti, glápt á gestina og heyrt alt, sem talað var. En Margrét hafði líka séð hver komumað- urinn var, sem í þetta sinni hringdi dyrabjöll- unni, og gaf hún nú vinnukonunni fyrirskipanir um, að Ralph mætti ekki ónáða sig næsta hálf- tímann. Síðan heilsaði hún gestinum og bauð hann velkominn, og ávítaði hann vingjarnlega fyrir hversu langt væri síðan hann hafði komið síðast. “Já”, svaraði Bállar, “það eru nú tveir mánuðir síðan eg kom h?r síðast, og það hafa verið langir mánuðir fyrir mig, kæra frú; en eg var kallaður til fjarlægs lands að bandabeði gamals vinar mnís. Eg várð að fara þangað taf- arlaust, ferðin mátti eigi bíða. Það var Páll Danvers, sem sendi mér boðin.” “Þér eigið þó aldrei við demantakónginn,” sagði Margrét Dale. “Það er nú tæplega hægt að kalla hann því nafn,” svaraði Pétur, “en hann var mjög auð- ugur maður þegar hann dó, og hann arfleiddi mig að svo miklu fé, að nú get eg fylgt heitustu þrá hjarta míns. Margrét, eg Hefi elskað yður alla tíð síðan eg sá yður í fyrsta skiftið. Þykir yður noikkuð vænt um mig? Viljið þér verða konan mín?” ^ Henni var svo mikið niðri fyrir að hún kom engu orði upp. Þögul rétti hún honum hendina, sem hann þrýsti að vörum sínum. Síðan sagði hann henni alt, sem farið hefði á milli hans og hins látna vinar hans. Margrétu leizt ekki sem bezt á að taka fósturbarn, en hug- hreysti sig samt við vonina um 20,000 sterlings- pundin, sem Pétur átti að fá í fósturlaunin. Það var bezt að gifta stúlkuna sem fyrst og losna þannig við hana. Þeim kom saman um, að bezt væri fyrir þau að hraða brúðkaupinu, og Mar- grét lofaðist til að hún skyldi sjá Sheilu næsta dag, og að hún skyldi vera eins góð og ástrík við hana og hún var við sinn eigin son. 1 þess- um svifum opnaðist hurðin og Ralph kom inn og litaðist um eftir sælgætinu. “Má eg segja honum frá því?” spurði Mar- grét með augun tindrandi af fögnuði. “Já, víst máttu það.” Pétur Ballar gekk til drengsins, tók hendi hans og klappaði á öxl hans. “Jæja, Ralph,” sagði Margrét hlægjandi, “hvernig lízt þér á þennan nýja pabba þinn?” “Nýja pabba þinn!” hrópaði drengurinn, “hvað á það að þýða?” “Eg hefi von um að ganga þér í föðurstað,” sagði Ballar. “Hún móðir þín verður nú konan mín, sjáðu til. Og eg er viss um að okkur mun koma vel saman.” “Sleptu mér,” sagði Ralph, “mér fellur illa við þig.” Þessi illa vandi strákur stappaði niður fót- unum, hrifsaði súkkulaðiplötu af diski, sem þar var, og þaut svo út úr herberginu. Móðir hans fór að gráta. “Mikil ósköp eru að vita til þess hvernig hann talar við þig Pétur,” sagði Margrét. “Hættu að gráta, elsku Margrét mín,” sagði Ballar hughreystandi. “Við verðum sjálfsagt góðir vinir. Það þarf að venja hann betur.” “En að hann skyldi vera svona óartarlegur við þig.” , “Mér fellur bara betur við hann vegna þess, það bendir til þess að hann er tryggur í sér fyrst hann vill ekki að neinn setjist í sæti föður síns,” svaraði Pétur. “Æ”, svaraði hún, “hann var bara tveggja ára þegar hann faðir hans dó, og man ekkert eftir honum; en við skulum ekki tala neitt meira um þetta. Mér þykir svo fjarskalega vænt um það, elsku Pétur, að þú skulir vilja fyrirgefa honum Ralph litla þessa ókurteisi. Hann þarf þess með að hann sé leiddur með styrkri hendi.” ★ ★ ★ Áður en Pétur Ballar ,fór frá Bloemfontain ræddi hann lengi við lögmennina, Krux og Kruger. Þeir afhentu honum afrit af þeim hluta erfðaskráarinnar, sem varðaði uppeldi Sheilu og sannaði það honum, að alt var eins og hinn látni vinur hans hefði sagt honum að það væri. Sheila fékk sjálf umráð yfir hinum mikla auð, strax og hún giftist, eða ef hún giftist ekki, þegar hún varð tuttugu og eins árs gömul. Hvað þetta fé var mikið var ekki sagt. Pét- ur spurði herra Kruger um þetta, en fékk sér til mestu undrunar það svar, að það væri leynd- armál, sem fyrst yrði birt þegar arfurinn yrði afhentur. “En þetta er stór, mjög stór fjár- upphæð,” svaraði hr. Kruger. “Yður er óhætt að treysta því, Mr. Ballar, að skjólstæðingur yðar verður ekki á köldum klaka þegar að því kemur að hún fær arfinn, hvort sem það verður þegar hún giftir sig, eða verður lögaldra. Þegar það verður munum við, eg og félagi mnin, koma báðir til Englands og afhenda henni arfinn. Ef svo vill til að annaðhvort eg eða Krux sé dáinn um það leyti, þá eru tveir aðrir, sem þekkja þetta leyndarmál og eru þeir báðir, hvor um sig, færir um að vernda ungu stúlkuna.” “Vernda hana!” sagði Ballar og fölnaði við. “Við hvað eigið þér með því? Vernda hana? Er eg kanske ekki fjárhaldsmaður henn- ar?” “Á því er enginn vafi, Mr. Ballar. En þeg- ar svo stendur á sem hér, þegar feikna fjárhæð- ir eru til meðferðar, þá er bezt að sem flestir líti eftir þeim, þess öruggari verða eignir ungu stúlkunnar. Og nú ætla eg að kveðja yður, Mr. Ballar. Hvert einasta misseri fáið þér 205 pund i meðgjöf með barninu og til kostnaðar upp- fræðslu þess, og við qg við munum við skrifa yður, til að fá fréttir af henni. Það var ósk hins látna skjólstæðings míns, að þér væruð kvænt- ur maður, þar sem barnið þarfnaðist móður- legrar umhyggju.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.