Heimskringla - 17.07.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 17.07.1946, Blaðsíða 1
We tecommend ior your approval our "BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Winuipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend for your approval our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. •* LX. ÁRGANGUR WTNNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 17. JÚLl 1946 NÚMER 42 Boðsgestir Islands Mr. og Mrs. Stefán Einarsson, Lýkur prófi með hæztu einkunn Miss Thora Ásgeirsson Þessi unga hæfileika stúlka, lauk nýverið kennaraprófi, A. A. M., í píanóleik og hljómfræði við tónlístardeild Manitoba háskól- 'an; hún hlaut langhæzta einkunn jþeirra allra, er gengu undir j samskonar prof. Miss Ásgeirsson er ágætur píanisti, sem miðlað hefir Islendingum hér í borg ó- Ispart af list sinni á skemtisam- komum þeirra; hún er dóttir þeirra Mr. og Mrs. Jón Ásgeirs- json, 657 Lipton St., hér í borg- inni. Fyrverandi borgarstjóri látinn Mr. G. L. Jóhannson Mrs. G. L. Jóhannson Mr. Einar P. Jónsson Mrs. Einar P. Jónsson FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Víðförul hjón Síðastliðna viku komu þau Mr. og Mrs. Howard C. Patterson til Winnipeg, ásamt tveimur dætr- am sínum, Marilyn, 10 ára, og Barbara Ann, 7 ára, eftir langa og erfiða ferð alla leið frá Jo- hannesburg í Suður-Afríku. Mrs. Patterson er Margaret, dóttir Mr. og Mrs. B. J. Hallson, 638 Alver- stone St., hér í borg, og dvelja þau þar að líkindum fram í lok ágústmánaðar. Þessi hjón eiga ævintýraríkari sÖgu að baki, og hafa gert víð- reistara —• og dvalið árum sam- an í meiri fjarlægð frá föður- landi sínu, en alment gerist. Mr. Batterson er hámentaður maður, °g drengur hinn bezti. Hann er Bandaríkjamaður, fæddur í Laurel, Indiana. Útskrifaðist í jarðyrkju- og búnaðarfræði frá Purdue-háskól- anum í Lafayette, Indíana. Vann hjá John Deere jarðyrkjuverk- færa-félaginu um nokkurt skeið við góðan orðstír, og kom á veg- una þess til Canada. Árið 1933 gekk hann í þjónustu hins víð- hunna og útbreidda Coca-Cola félags, og vann sér brátt svo mikla hylli og tiltrú, að honum var veitt ábyrgðarmikil yfir- mannsstaða, og dvöldu þau hjón fyrst í Montreal, en fluttust sið- an til Evrópu, þar sem félagið sendi Mr. Patterson sem fulltrúa sinn, til þess að stofnsetja stöðv- ar víða um Evrópu. Bjuggu þau hjón í Belgíu á annað ár, og ferð- uðust um helztu staði Mið-Ev- rópu. Að þeim tíma liðnum sendi félagið Mr. Patterson alla leið til Suður-Afríku, og skyldi hann vera þar aðal umboðsmað- ur og stjórnandi, og í Johannes- burg hafa þau hjón dvalið í síð- astliðin 8 ár, komu þó í orðlofs- ferð hingað fyrir 5 árum síðan. 0 Margt kynnu þau hjón að geta sagt frá þessu sólríka undra- landi Afríku, þar sem öllu ægir saman, hvítu fólki og svörtu, þótt svertingjatalan yfirgnæfi langsamlega; munu af 10,000,000 íbúa, aðeins 2,000,000 hvítra manna, hitt eru mismunandi svertingj a-kynhvíslir. Þau hjón tóku sér far með skipinu “Marine Tiger”, er gert var út til að flytja brezka og i Bandaríkja-þegna frá Afríku til Bandaríkjanna. Á skipinu voru 775 manns — margt hermenn, og mikil þrengsli^og lítið um þægindi. Má nærri geta, hvernig börnum og kvenfólki hefir liðið á því ferðalagi, gegnum hita- beltið og yfir miðjarðarlínuna. Mrs. Patterson er gáfuð hæfi- leikakona. Hún gegndi vanda- sömum störfum hjá hinu vel- þekta lífsábyrgðarfélagi “Great West Life” um 9 ára skeið áður en hún giftist, og tók hún mik- inn og góðan þátt í samkvæmis- og skemtanalífi félagsins. Lék til dæmis aðal-kvenpersónur í þeim ágætu sjónleikjum, er fé- lagið hafði þá á hverjum vetri. Það lætur að líkum, að henni sé enskan tamari á tungu en ís- lenzkan, en stolt er hún af þjóð- erni sínu, og mun aldrei hafa dulið það á ferðum sínum og dvöl í fjarlægum heimshlutum, og með gleði reynt að ná fund- um fólks af íslenzkum ættum, hvenær sem þess var nokkur kostur. Nú hefir svo skipast, að þau hjón setjast að í New York — aðalstöðvum Coca-Cola félags- ins. Gerist Mr. Patterson þar aðstoðarmaður vara-forseta fé- lagsins. Beztu óskir um góða hvíld í foreldrahúsunum, og farsæla framtíð. Numið úr gildi Koparlituðu 5-centa pening- arnir verða eigi lengur notaðir í viðskiftum manna á meðal, og er | vonast eftir að því verði lokið hið fyrsta. Fjármálaráðherra J. L. Ilsley skýrði frá þessu í þinginu síð- astliðinn þriðjudag. | Skatta-samningar j Ilsley fjármála-ráðherra hefir boðið Stuart Garson, ráðuneytis- formanni Manitoba-fylkis, að mæta fyrir hönd fylkisins í Ot- tawa 29. júlí, en þá á að ræða um skatta-samningsumleitanir viðvíkjandi fjárhags-áætlun milli sambandsstjórnar og Miani- toba-fylkissstjórnar. Búist er við að önnur áríðandi mál verði einnig rædd á ráðstefnu þesari. John Queen fyrverandi borgarstjóri í Win- nipeg, lézt snögglega að heimili sínu, 158 Ruby St., á sunnudags- morguninn var 14. þ. m. Fæddur var hann í Fifeshire, Scotland, og hlaut þar mentun sína. Hingað til Winnipeg kom hann árið 1906, er borgin var sem óð- ast að byggjast. Hann hafði þeg- ar á unga aldri í heimalandi sínu hneigst að jafnaðarmannastefn- unni, og vann af óþreytandi elju ávalt að verkalýðsmálum. Eftir 10 ára dvöl í þessari borg, hlaut hann kosningu í bæjarráð Winnipeg-borgar. Árið 1919 tók hann þátt í hinu almenna verk- falli, og var dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Það var um það skeið, að hann var kosinn þingmaður fylkis- stjórnar, og hélt því sæti þangað til í kosningunum 1941. Borgar- stjóri var hann fyrst kosinn 1935, og hélt þeirri stöðu þangað til 1942, að undanskildu einu ári. Hann lætur eftir sig 5 börn, konu sína misti hann 1933. Börnin eru: Mrs. Gloria Queen-Hughes, 'Winnipeg; John Queen, í Peace River; Mrs. Jean Wise, Toronto; Mrs. Flora Ham- ilton, Hamilton, Ont., og David, Vancouver. Sala borgarlóða og landeigna Sala landeigna bæjarins, eins og komið er á þessu ári, hefir náð miljón dollurum að upphæð, og margfalt fleiri sölur munu í undirbúningi. Hefir fjármála- nefnd borgarinnar samþykt all- ar þessar sölur. E. E. Hallonquist, bæjarráðs- maður, heldur því fram, að eigi ætti að selja meiri landeignir að sinni. Auk áðurnefndrar upp- hæðar, náði lóðasala, 5. júní að frádregnum kostnaði, $950,000, og einnig þær, er veitt var gildi síðastl. föstudag nálega $20,000. Frh. frétta á 5 bls. ALÞINGISKOSIN G ARN - AR 30. JÚNÍ, 1946 Veitist nýr heiður Þingmenn kjörnir Alþýðufl. — 11,911 atkv., 9 þ.m. Gylfi Þ. Gíslason, Reykjavík Emil Jónsson, Hafnarfirði Finnur Jónsson, ísafirði Ásgeir Ásgeirsson, V.-lsafj .sýslu Landskjörnri: Sigurjón Ólafsson, Reykjavík Guðmundur í. Guðmundsson, Gullbringu og Kjósarsýslu Stefán Jóh. Stefánsson, Eyja- fjaráarsýslu. Hannibal Valdimarsson, N.-lsa- fjarðarsýslu Barði Guðmundsson, Seyðisfirði Framsóknarfl. — 15,072 atkv., 13 þ.m. Bjarni Ásgeirsson, Mýrarsýslu Hermann Jónasson, Strandas. FRÚ BJÖRG VIOLET ISFELD Það er íslenzku fólki mikið fagnaðar-efni þegar einhverj- um úr hópi þeirra hlotnast verðskuldaður heiður. Nú hefir þessari ágætu og velgefnu konu verið sýnt það traust að vera kosin í framkvæmdar-nefnd hins mikla hljómleikafélags sem ber nafnið: Canadian Federation of Music Teachers’ Associa- tions. Þetta skeði við kosningu embættismanna þess félags. á þingi sem haldið var í Toronto, Ont., þrjá fyrstu daga þessa mánaðar. Stjórnaði frú Isfeld mörgum fundanna sem haldnir voru þar, og sýndi bæði skilning og röggsemi. Sem viðauka við umgetningu þessa vildum vér minnast þess, að Björg hefir verið meðlimur Manitoba Music Teachers Association, um tuttugu og tvö ár. Á því tímabili hefir hún verið í framkvæmdanefnd þess félags í sex ár, vara-forseti eitt ár, og um tvö undanfarandi ár verið kosin forseti þess, og heldur þeim heiðri nú, þegar þetta er skrifað. Frú Isfeld hefir haft mörgu öðru að sinna um margra ára skeið. Var hún'lengi aðstoðarkennari hins velþekta píano kennara, Jónasar Pálssonar, meðan hann dvaldi hér í Winni- peg. Svo hefir hún nú um fjöldamörg ár haft sína eigin kenslustfou, við mikla aðsókn og lofsvefðan árgangur, enda tekið ágætis kennarapróf við Toronto Conservatory of Music. Þar að auki hefir hún verið organleikari í stórri kirkju hér í Winnpeg, og æft og stjórnað söngflokkum, bæði enskum og íslenzkum. Síðast en ekki sízt, vildum vér geta þess, að á þingi C. F. of M. T. A., sem haldið var í Victoria, B. C., í júlí-mánuði 1941, flutti frú Isfeld fyrirlestur um íslenzka hljómlist, (Ice- landic Music). — Var erindi það vel rómað að verðugu, og Islendingum til sóma. Vér óskum frú Isfeld til hamingju með þennan nýfengna heiður. Skúli Guðmundsson, V.-Húnav.s. Bernhard Stefánsson, Eyjafj.s. Jónas Jónsson, S.-Þingeyjarsýslu Björn Kristjánsson, N.^Þingeyj- arsýslu Stgr. Steinþórsson, Skagafj.s. Halldór Ásgrímsson, N.-Múlas. Páll Sophaníasson, N.-Múlas. Ingvar Pálmason, S.-Múlas. Páll Þorsteinsson, A.-Skaftafells. Helgi Jónasson, Rangarvállas. Jörundur Brynjólfsson, Árness. Kommúnistfl. — 13,049 atkv., 10 þ.m. Einar Olgeirsson, Reykjavík Sigfús Sigurhjartarson, Rvík Sigurður Guðnason, Reykjavík Áki Jakobsson, Siglufjörður Lúðvík Jósefsson, S.Múlassýslu Landskjörnir: Katrín Thoroddsen, Reykjavík Brynj. Bjarnason, Vestm.eyjum Stgr. Aðalsteinsson, Akureyri Hermann Guðmundsson, Hafn- arfirði Ásm. Sigurðsson, AnSkaftafellss. S j álf stæðisf lokkur 26,428 atkv., 20 þ.m. Pétur Magnússon, Reykjavík Hallgrímur Benediktsson, Rvík. Sigurður Kristjánsson, Rvík Jóhann Hafsteinn, Reykjavík Ólafur Thors, Gullbringu- og Kjósarsýslu. ‘Pétur Ottesen, Borgarfjarðars. Gunnar Thoroddsen, Snæfells- nessýslu Þorsteinn Þorsteinsson, Dalas. Gísli Jónsson, Barðastrandas. Sigurður Bjarnason, N.-lsafj.s. Jón Pálmason, A.-Húnavatnss. Jón Sigurðsson, Skagafjarðars. Garðar Þorsteinsson, Eyjafjarð- arsýslu Sigurður Hlíðar, Akureyri Lárus Jóhannesson, Seyðisfirði Gísli Sveinsson, V.-Skaftafellss. Jóhann Jósefsson, Vestmanna- eyjum Ingólfur Jónssno, Rangarávallas. Eiríkur Einarsson, Árnessýslu. Landskjörinn: Bjarni Benediktsson, Rvík.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.