Heimskringla - 17.07.1946, Blaðsíða 3

Heimskringla - 17.07.1946, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 17. JÚLI 1946 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA tagi þarf eg að inna af hendi, áður en einhvert kveljandi skyldustarf hrekur mig upp úr töfrastólnum. Möguleikarnir eru nærri því óþrjótandi. Eins og vingjarnlegur álfur sit eg á brúninni á tilraunaglasi í vinnu- stofu Mariu Curie og brýt heil- ann ásamt henni æstur í skapi um geisla verkan í bikblandi. Eg finn með henni nafnið radíum. Með Vilhjálmi Stefanssyni og eskimóum hans lifi eg mánuðum saman á naumum kosti og tek þátt í áhyggjum hans út af mein- um siðmenningarinnar. Og þegar Evaniste Galois á sínum æskuheitu, fögru, skamm- æju og ónæðissömu dögum sezt niður til að leiða í ljós spánýjar hugmyndir og aðferðir í hreinni stærðfræði, er eg þar kominn til að fagna með honum og láta vel- þóknun mína í ljósi.” —-- Það er ánægjulegt og hress- andi að fylgjast með Harlow Shapley í hinum fjölþættu og hrífandi hugleiðingum hans. — Væri freistandi að taka niður framhaldið, en geri það þó ekki, því hér er aðeins um umgetning að ræða, og ógerningur að skrifa ágrip af öllu því sem bókin ræðir um á nær því 700 blaðsíðum. En allir þeir, sem unna fróðleik og fylgjast vilja með hinum hrað- skreiðu framförum nútímans, ættu að eignast þessa bók. Hún hefir ótæmandi auðlegð til brunns að bera. Bókin fæst í Björnsson’s Book Store, 702 Sar- gent Ave., Winnipeg, Man., og kostar í lausasölu $10.50 óbundin en $14.00 í bandi, eða með öll- um Máls og menningar bókun- um, aðeins $17.00. Davíð Björnsson í ÖÐRUM HEIMI Smásaga eftir Jón Björnsson Einhversstaðat á Suðurlandi liggur Fagravík. Það var lítið þorp, sem hafði risið upp um- hverfis verslunina og flestir íbú- anna lifðu á að vinna fyrir kaup- manninn eða kaupfélagið. Ein- staka sinnum kom það fyrir að ró ið var til fiskjar, en vegna hafn- leysisins var það fremur sjaldan. Flestir gengu því með hendurn- ar í vösunum néma rétt á sumr- in þegar vöruskipin komu og um hásláttinn, er þeir fóru í kaupavinnu eða öngluðu saman nokkrum böggum af heyi handa skepnum sínum. Þorpið var heill heimur út af fyrir sig. Mennirnir voru þar eins og annarsstaðar í veröld- inni, gæðafólk og miður góðar manneskjur, vitringar og vit- leysingar, bragðarefir og einfald- ar sálir, hvað innan um annað svona rétt eins og gengur. Nokkr- um lék alt í lyndi, aðrir voru alt- af á kúpunni. Heldur ekki það var neitt sérkenni á þorpinu. Ibúar 'þorpsins voru hertir í eilífri baráttu við óblíða náttúru. Öldur Atlandshafsins brutu á sandinum rétt fyrir framan dyrnar hjá þeim. Auðvitað var hafið fult af fiski, en þeim var sýnd veiðin en ekki gefin. Veðr- ið skapraunaði þeim árið um kring. Það var því ekki undar- legt að þeir voru fremur fámælt- ir og dálítið þungir. Þó þótti þeim vænt um þorpið sitt og létu sér ant um velferðarmál þess. Fyrir nokkru síðan höfðu þeir gert tilraun til að fá stjórnar- völdin til að samþykkja að þorp- ið yrði gert að sérstöku hrepps- félagi, en þau höfðu dauðheyrst við svo sjálfsagðri ósk. En menn höfðu enn ekki gefið upp alla von. Einn góðan veðurdag höfðu íerðamenn uppgötvað þorpið. F erðamannastraumurinn þang- að jókst með hverju árinu. Það varð til þess að framtakssamur náungi tók sig til og bygði hótel þar. Meira að segja svartsýnis- sálirnar urðu nú að viðurkenna að þorpið átti sér mikla framtíð 1 vændum. En einn af íbúum þorpsins lét sig litlu skipta um alt þetta. Það var gamall maður, lágvaxinn og með svart alskegg. Hann þjó al- einn í litlum kofa í hlíðinni fyrir ofan þorpið. Raunar var honum sama um alt. Alt annað en hans tvo tryggu og góðu vini, Grána og Týru. Hann hét Úlfar Stígsson. Hann hafði komið til þorpsins að vest- an endur fyrir löngu, og átti enga ættingja þar. Hann þekti fáa í þorpinu, og talaði næs.tum aldrei við aðra en gamla kaup- manninn, sem hann hafði skipt við í öll þau ár sem hann hafði búið í þorpinu. Hann var af öllum álitinn sér- vitringur og jafnvel ekki með öllum mjallla á stundum. En Úlfar gamli hafði líka sín- ar meiningar um manneskjurn- ar og þær gengu í einu orði sagt út á að þær væru ekkert annað en leiðindahyski, sem bezt væri að hafa sem minst saman við að sælda. Það voru nokkur ár síðan að þessi sannleiki gekk upp fyrir honum. Það var þegar nágrann- ar hans höfðu ætlað að drepa Týru, annan bezta vininn hans. Týra var ljómandi falleg tík. Hún var kolsvört á kroppinn og hafði eitthvað svo einkennileg augu. Hann sat oft langa stund og horfði inn í þessi dökku hundsaugu, sem lýstu miklu meiri samúð og skilningi en augu mannanna. Og svo hafði þetta hyski ætlað að narra hann til þess að láta skjóta Týru! Þeir sögðu að hún væri orðin of gömul til að lifa. Hann hafði orðið yfir sig reiður og gat bjargað henni. En það sem dó við þetta tækifæri var trú hans á mennina. Hinn góði vinurinn var Gráni. Það var stólpagripur og næstum því eins gáfaður og Týra. Gráni var nú orðinn gamall eins og Týra, en Úlfar áleit að þessir vinir hans mundu geta lifað jafnlengi honum sjálfum. Hann gerði alt sem í valdi hans stóð til þess að Grána og Týru gæti liðið vel. Hann hafði útbúið hús handa Grána undir kofaloftinu. Týra svaf hjá hon- um uppi. Hann var vakinn og sofinn í að hugsa um þessa vini sína og talaði við þá alveg einsog aðrir tala við kunningja. Þegar hann sagði eitthvað verulega skemtilegt, var eins og hesturinn skildi það. Geta hestar hlegið? Já, hann var viss um að Gráni gat það. Og ekki var Týra síðri. Hún réði sér ekki fyrir kæti þegar hún sá að gamla mannin- um var létt í skapi. Og Úlfar varð fyrir áhrifum af þessum vinum sínum án þess að hann vissi sjálfur af því. Hlátur hans varð að hneggi og þegar sérstaklega vel lá á honum hafði hann það til að spangóla. Það var matur fyrir gárungana í þorpinu. Úlfar var hamingjusamur. Og hann hefði verið alveg ánægður með tilveruna ef þetta hefði ekki komið fyrir, að þeir ætluðu að taka Týru frá honum. Síðan hafði hann altaf verið á verði. Árin liðu, Úlfar eltist, en mezt tók þó ellin á Grána og Týru. En hann sá það ekki. Honum fanst þau altaf vera jafn ung. Hann tók heldur ekki eftir þeirri breytingu sem var orðin í þorp- ,inu, en hún var í því fólgin að menningin var komin þangað. Það var hlýjan sólskinsdag snemma vors. Úlfar sat fyrir utan kofadyrnar og lét sólina baka sig. Gráni stóð í hlaðvarp- anum og Týra lá undir kofa- veggnum. Honum virtist Týra vera eitthvað öðruvísi en hún átti að sér. Hann hafði tekið eftir því er hún alt í einu hafði hætt að eta. Ef hún skyldi nú deyja! Nei, hann gat ekki hugs- að um það. Og þó hélt þessi hræðilega hugsun honum vak- andi á nóttinni. Hann klappaði Týru. Tíkin sleikti hönd hans og horfði á hann eins og spyrjandi. En augu hennar voru döggvuð. Hún var víst að verða blind af elli. Alt í einu reisti tíkin eyrun eins og hún yrði einhvers vör. Hún reyndi að gelta en geltið varð að vesaldarlegu tísti. Áður en Úlfar fékk tækifæri til að líta í kringum sig, fann hann að einhver lagði hendina á öxlina á honum. “Góðan daginn, Úlfar Stígs- son.” Hann varð hvumsa við þessa hátíðlegu kveðju. Er hann leit upp sá hann að fyrir framan hann stóð ungur maður með byssu um öxl sér í “sport”-föt- um og gljáandi leðurstígvélum. Augu hans sáust ekki fyrir stórum hornspangargleraugum. Úlfar stóð stuggur af hinum , valdsmannlega svip þessa unga manns. “Hver er maðurinn?” stamaði hann dálítið seinna er hann hafði jafnað sig eftir þessa óvenjulegu heimsókn. “Eg er sendur af Dýravernd- unarfélaginu í þorpinu”. svaraði hann án þess að skeyta um að segja til nafns síns. — Það er viðvíkjandi hundinum yðar”. Úlfar fékk ákafan hjartslátt. “Hvað hefir Týra nú gert?” stamaði hann. “Ekkert, alls ekkert. Já, það er að) segja að það er komið hundaífár upp í sveitinni. Fjár- hundarnir hrynja niður og til þess að hafa hemil á pestinni hefir nefndin ákveðið að láta skjóta alla gamla hunda. . . Já, það er bráðnauðsynlegt......... Annars er hún orðin alt of göm- ul, svo að það er dýramisþyrm- ing að láta hana lifa lengur”, sagði hann og benti með byssu- hlaupinu á tíkina. “Það á þó ekki að skjóta hana!” Úlfar gamli þaut upp. “Jú einmitt”. “En eg fyrirbýð það — fyrir býð það!” sagði hann skjálfandz af geðshræringu. “Eg á tíkina”. “Það skiftir engu máli”, sagði ókunni maðurin ofur rólega, eg verð að framkvæma það sem fyrir mig er lagt”. “En eg banna það!” æpti Úlf- ar gamli. “Og viltu snauta héð- an burtu á augnablikinu stíg- vélaði fábjáninn þinn!” ! Ókunni maðurinn hikaði lítið eitt þegar hann sá hve æfur gamli maðurinn varð. En svo reigði hann sig og sagði þurrlega: I “Eg skal fara eftir augnablik”. Hann rjálaði lítið eitt við byss- una, það kom hár hvellur og Týra lá með molað höfuð fyrir framan hann. Gráni varð hrædd- ur við hvellinn, og hljóp spotta- korn út á grundina og stansaði síðan við lík Týru. Það var eins og hann skildi hvað um var að vera. Það var hræðilegt að sjá Úlfar gamla. Hárin risu á höfði hans og augun ranghvolfdust í honum og brunnu af óslökkvandi hatri. Samtímis komu grátviprur á munnvikin á honum og hann froðufeldi. Það leit út eins og hann væri að fá slag og ókunni maðurinn var tilbúinn til að styðja hann. En alt í einu tók Úlfar undir sig stökk og fyrr en varði sló hann gestinn í andlitið með kreptum hnefa svo að blóð- ið streymdi. “Morðingi-” hvesti hann ,Svo setti að honum ákafan grát. Hann grúfði sig yfir Týru. Líkami hans hristist af ekka. En myndugleikasvipurinn á unga manninum hvarf ekki að heldur. Hann ypti öxlum, leit á gamla manninn, þar sem hann lá yfir hundshræinu, kastaði byssunni kæruleysislega um öxl og sagði við sjálfan sig um leið og hann gekk burtu: “Hann er sérvitur í meira lagi, sá gamli”. -----Úlfar lá lengi hjá dauðri tíkinni. Seint um kvöldið reis hann á fætur. Hjátrar og sköll bárust að eyrum hans neðan úr þorpinu. Hvaða læti voru nú þetta? Jú nú mundi hann að ungmennafélagið hafði boðað til fundar einmitt þetta kvöld. Unga fólkinu þótti svo gaman að skemta sér. Ojá, það mátti það gjarna, að minsta kosti fyrir honum. Hann ætlaði ekki að ó- náða neinn framar. Hann strauk um múlann á Grána. Hesturinn kumraði á- nægjulega og nuggaði sér upp að honum. “Þú skalt að minsta kosti ekki komast í klærnar á þessu helvít- is hyski!” sagði hann og kysti klárinn á snoppuna. Svo staulaðist hann inn í kof- ann sinn og sótti beisli og hnakk. Hann sté á bak og reið niður í þorpið. “Nei, sjáið þið Úlfar gamla!” hrópuðu nokkrir drengir og ætl- uðu strax að gera at í gamla manninum. En er þeir sáu það augnaráð sem hann sendi þeim hikuðu þeir og nokkrir þeirra urðu lafhræddir. Úlfar reið beina leið niður að sjó. Það var brim og húsháar öldurnar skullu á fjörusteinun- um. Þegar sást til hans niðri í fjöru fór fólk að gruna margt. Hann var vízt eitthvað skrítinn, karl- fuglinn. Það var vízt vissara að gæta að honum. En er fólk kom á staðinn, var það um seinan. Úlfar reið út í öldurnar. Tvisvar sinnum sást á höfuð hans upp úr sjónum — svo hvarf hann og sást ekki meira. Hann hlaut að vera druknaður. “Hann hefir verið orðinn þreyttur af lífinu og við því er ekkert að gera,” sagði kaupmað- urinn gamli. “Ætli það sé ekki fremur af því að Týra hans er dauð,” sagði leinhver í hópnum. “Týra? Var það konan hans?” “Nei, hundurinn hans, æfa- gömul tík. Eg skaut hana í dag,” sagði maðurinn í stígvélunum. “En hefði mig grunað þetta. . Já, hefði mann bara grunað! Fólkið varð eitthvað svo kindar- legt á svipinn. Hefði mann bara grunað. Já, þá hefði kanske margt verið öðru vísi í heimin- um. En fólkið í fjörunni vissi ekkert — ekki fremur en fólk í öðrum fjörum .... Það var lögn þögn. Svo sagði búðarþjónninn í kaupfélaginu um leið og hann fægði gleraugun sín: “Hann var altaf svo sérvitur, hann Úlfar gamli.” En alt í einu gall hvell drengjarödd við: “O, ætli það hafi ekki heldur verið það, að hann lifði í öðrum heimi — heimi, sem þið skilduð ekki.” Nokkrir litu í, kring um sig. Það var eins og alt í einu gengi H HAGB0RG FUEL CO. H ★ Dial 21 331 no'^1) 21 331 upp fyrir þeim að þetta var satt. Hver var það sem sagði þetta? “O, það var bara hann Palli sveitarlimur”, sagði maðurinn í gljáfægðu stígvélunum, um leið og hann ypti öxlum. “Hann þarf altaf að vera að kjafta um hluti sem hann hefir ekki vit á”. —Lesb. Mbl. since 1939 Amountpaidtoplant employees........... DOUBLED Income Taxpayments..........INCREASED SIX FOLD Projitspaidtoshareholders . . . NO INCREASE AT ALL I ■ ❖ Year’s payments by Year ended March 31 Dominion Textile 1939 1946 Increase To plant employees To Income Tax To shareholders®* $4,503,785 $9,297,538 106%* 244,513 1,509,647 617% 1,485,842 1,485,842 NONE *68% out of this is wage rate increases; the remaining 38% is due to increased production since 1939. •*As of June 12, 1946, there were 3,765 shareholders. DOMINION TEXTILE COMPANY LIMllTED “Cotton... the Master Fabric” Unnið ai kappi til viðbótar við raforkuna trá Slave Falls virkjuninni AFL í smíðum Það var sá tími, að það var nefndur munaður er fáir aðeins notuðu, en % raforku þjónusta er nú ómissandi hlutur. í dag er notkun raforku almenn. Skrifstofur, búðir og verksmiðjur, vitandi um þau hægindi er raforku fyfgja, nota altaf meir og meir. Þetta krefst meira afls frá raforkuvirkjununt. City Hydro er þar fyrir að bæta við orkuvirkjunina við Slave Falls. Tvö 12,000 hestafla einingar verða bygðar þetta ár. Og öðrurn tveimur 12,000 hestafla einingum verður bætt við 1947. Þegar þessu er fullkomlega kmnið í verk, hefir Slave Falls raforkuvirkj- unin 96,000 hestöfl að útbýta með lágu verði meðal Winnipeg heimila og iðnaðar. * CITY HYDRO er þitt-notaðu það!

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.