Heimskringla - 17.07.1946, Blaðsíða 6

Heimskringla - 17.07.1946, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. JÚLl 1946 Munaðar- leysinginn “Eg er ekki kvæntur ennþá,” svaraði Pétur Ballar, “en eg vonast eftir að verða það bráð- lega. Tilvonandi konan mín og eg, munum gera alt, sem okkur er auðið fyrir barnið. Það er mér heilög skylda að ganga henni í föðurstað og gefa henni gott heimili. — Faðir hennar var elzti og bezti vinur minn.” Ballar flutti svo Sheilu heim til Englands á^mt svörtu Súsönnu. Hann kom þeim fyrir í litlu gistihúsi í Dover stræti og að einum mán- uði liðnum ivar hann giftur Margrétu. Alt þetta gerðist á þeim hluta æfi barnsins, sem hún hafði aðeins óljósa endurminningu um, og minningarnar um hinn látna föður lifðu helzt í draumum hennar. Henni þótti mjög vænt um Margrétu, en hún grét beisklega og vildi ekki huggast láta þegar Súsanna var send heim með fimtíu pund í vasanum auk farbréfs- ins. Ballar og konan hans fluttu inn í fallegt hús nálægt Hampstead. Herbergin voru há og rúmgóð, og gat Ralph ólmast og æpt eins mikið og hann vildi, án þess að öðrum yrði það að meini. Frú Margrét Ballar hafði ætíð álitið sjálfa sig góða konu, og hún ákvað að vera góð, sannarlega góð við ókunnuga barnið, sem hafði orðið orsök til þess, að hún var nú gift mann- inum, sem hún elskaði. Hún fór mjög nákvæm- lega eftir öllum fyrirmælum manns síns hvað útgjöldin barninu viðvíkjandi snerti, og Sheila var ekki henni til mikillar fyrirhafnar, því að hún lék sér lengst af í hinum stóra garði við Ralph, sem hefði gjarnan drekt henni hefði hann þorað, en Pétur Ballar var mjög ákveðinn hvað uppeldi hans snerti og lét hann ekki kom- ast upp með óþægð né ótugtarskap, sem móðir hans hafði látið eftir honum að iðka meðan hún réði ein. Fyrstu árin hafði Sheila ágætis kenslu- konu, sem kendi henni ágætlega og samkvæmt þeim fyrirmælum, sem faðir hennar hafði gefið. “Hvað þýðir það að vera góð og komast í himininn?” spurði Sheila einu sinni kenslu- konuna. Kenslukonan varð forviða. “Hvernig stendur á að þú spyrð að þessu?” sagði hún og leit á barnið og inn í fallegu bláu augun þess. “Af því að mig langar svo að komast þang- að,” svaraði Sheila. “Hann pabbi minn er þar og mamma mín líka, og þangað koma engir nema þeir séu góðir, því að dyrunum er lokað fyrir öllum vondum mönnum. Súsanna hefir sagt mér þetta alt saman. Þessvegna verð eg að vera góða, hvort sem mér fellur það vel eða illa, því sjáðu til, mér þykir ekkert gaman af að vera góð, en verð endilega að efna loforð mitt við hann pabba minn, auk þess verð eg að sjá um að hún Súsanna komist til himnaríkis og svarti Jói líka. Þau má eg til að hafa þangað með mér.” Helen Grace útskýrði nú fyrir hermi, hver skilníngur kristinna manna væri á himnaríki. Sheila sat og hlustaði á frásögnina og sagði ekki neitt. Hún dró þungt andann, hljóp síðan út til þess, eins og hún sagði, að leika við hann nýja pabba sinn, því að nú var henni farið að þykja svo innilega vænt um Pétur, fóstra sinn. Hann veitti því eftirtekt í þetta skifti hve föl og áhyggjufull hún var; alt í einu sagði hún: “Nýi pabbi. Eg held ekki að honum pabba líði vel í himnaríki, því að ungfrú Grace segir mér að hann eigi bara að ganga undir trjánum og horfa á eitthvert vatn, sem hún kallar Lífs- ins fljót, og tína ávexti af tjánum. En pabba þykir ekkert gaman að gera annað eins og þetta.” “Við verðum að fela drotni alt þetta,” sagði Pétur og setti Sheilu litlu á hné sér og þurkaði ástúðlega tárin af augum hennar. “Guð mun gefa hverjum og einum af oss það, sem hann þráiir mest og honum hæfir bezt, og þú verður að vera góð stúlka, Sheila, sannarlega góð, til þess að þú getir komist til hans pabba þíns, þeg- ar þú eftir mörg, mörg ár, yfirgefur þetta líf.” “Er langt, langt þangað til?” “ Já, eg vona þess af heilum huga, ástin mín, að þú eigir langt líf fyrir höndum. Þér þykir gaman að vera hérna hjá mér og henni mömmu þinni. Líður þér ekki vel?” . “Jú, mér líður vel,” svaraði Sheila, “en samt þykir mér vænnt um Bloemfontain, Sús- önnu og svarta Jóa. Mér þykir ekkert vænt um þennan rauðhærða Ralph. Eg vildi að þú rækir hann héðan í burtu, pabbi.” “Eigum við ekki að fara í snertingaleik?” spurði Pétur. Sheila hrópaði hátt af gleði og bráðlega léku þau, bamið og fullorðni maðurinn þennan uppáhaldsleik Sheilu. Veðrið var yndislegt og Sheila var of lífsglöð til þess að nærvera Ralphs varpaði skugga á gleði hennar. En ekki löngu síðar var Ralph sendur burtu í heimavistarskóla. Það var ekki stór né frægur skóli, því til þess voru þau Pétur og Margrét ekki nógu rik, heldur var skólinn við hæfi þeirra og Sheiia var nú eins hamingjusöm og hugsast gat. Þannig hófst þessi nýja tilvera barnsins. Þegar nokkur ár voru liðin, var hún líka send í heimavistar skóla, þar sem henni var kent alt,- sem hægt var að kaupa fyrir fé. Árin liðu og fyr en varði var hún ekki lengur barn heldur stálpuð stúlka, há og grönn. Skólasystur henn- ar elskuðu hana og virtu hina ágætu eiginleika hennar, og námið rækti hún vel enda veittist henni létt að læra. Pétur var sannfærður um, að hann hafði efnt loforð sín við sinn látna vin og veitt barn- inu gott heimili, og þegar Ralph og Sheila voru heima á sumrin kom þeim miklu betur saman en þegra þau voru smábörn. Heimili Péturs hét Sóheimar og þar var mjög fallegt. Ralph reyndi að vera herralegur við Sheilu, en hún vandi hann bráðlega af því, því að hún var sjálfstæð og einörð í framkomu og lét eng- an kúga sig. En hann öðlaðist vináttu hennar með því móti að gefa henni leikfang, það var eyrnalangur héri. Þau rifust oft um þennan héra, flugust á út af honum og loks skar hérinn úr þessari þrætu á þann 'hátt, að hann strauk í burtu frá þeim og faldi sig í skóginum. Sheila varð náföl af sorg og sagði Ralph, að hún hataði hann og skyldi aldrei tala orð við hann framar eins lengi og hún lifði,; en brátt rann henni reiðin og næsta dag voru þau eins góðir vinir og þau höfðu nokkru sinni verið. Sheila var nú orðin seytján ára gömul. Hún var forkunnar fríð eins og móðir hennar hafði verið. Pétur var nú orðinn kunnur lögmaður. og bjóst við því að verða bráðlega útnefndur sem hæstaréttarmálaflutningsmaður. Dag einn fékk hann bréf, sem hann furðaði sig mjög á. Ralph var nú á háskólanum í Cambridge og Sheila var að ljúka við nám sitt í mjög frægum skóla í Kensington. “Hvað gengur að þér Pétur. Þú ert náföl- ur?” spurði Margrét. “Fékstu einhverjar slæm- ar fréttir i þessu bréfi, góði minn?” “Það vona eg ekki. Nei, eg er viss um að svo er ekki,” svaraði Pétur. “Hérna er bréfið, lestu það sjálf,” og hann rétti henni það yfir borðið. Margrét las bréfið. Það var sent frá Metro- pole gistihúsinu í London. Það var á þessa leið: Kæri Mr. Ballar! Því miður er það skylda mín að til- kynna yður að félagi minn, Krux lögmaður, lézt fyrir þremur mánuðum síðan. Að hon- um látnum hefi eg gengið í félag við annan mann, Englending, Carlton að nafni, sem gerði mér það auðið að takast ferð á hend- ur, sem mig hefir lengi langað til að gera, vegna þess að eg óskaði að heyra nánara um skjólstæðing okkar, Sheilu Danvers. Er eg leit á fæðingarvottorð hennar, komst eg að raun um, að hún er nú seytján ára göm- ul, og samkvæmt ráðstöfun okkar komin á giftingar aldur. Það er skylda mín gagn- vart hinum látna vini mínum, að sjá til þess að hún kynnist mannlífinu, siðum þess og háttum og sem flestu fólki, sem er við hæfi hennar, sem er stórauðug og fög- ur — eins og þér segið mér í síðasta bréfi yður að hún sé. Mig langar því að tala við yður um þessi atriði og hefi þessvegna ferðast til Englands. Gætuð þér veitt mér viðtalstíma á skrifstofu yðar í Lincoln’s Inn, kl. 2 sama dag og þér fáið bréf þetta. Það er auðveldara fyrir okkur að ræða þessi atriði munnlega en skrifast á um þau. — Þegar eg hefi fyitt yður að máli, mun eg taf- arlaust hverfa heim aftur til Bloemfontain, og þætti því vænt um, ef samtal þetta gæti orðið á þeim tíma, sem eg hefi nú tiltekið.” Margrét Ballar las bréfið frá upphafi til enda, sneri sér síðan að manni sínum og leit á hann með sínum ljósbláu augum og sagði ró- lega: “Vilt þú Pétur, að eg komi með þér til að tala við lögmanninn?” “Nei, góða mín, ekki vil eg það. Afríku- maðurinn er piparsveinn, mundi verða feiminn í nærveru þinni. Eg mun ekki leyna þig neinu því, sem við ræðum um á þessum fundi, en hyggilegast mun að eg ræði við hann einn.” “Þú skalt gera alveg eins og þér gott þykir, kæri Pétur,” sagði hún, og litlu síðar lagði Pétur af stað til skrifstofunnar í bílnum sínum. Fé það, sem hann hafði fengið í meðgjöf með Sheilu litlu hafði gert honum auðið að kvænast konunni, sem hann elskaði og virti allra kvenna mest. Og hér fór eins og oftar fer í þessum heimi að þar sem mikið er fyrir, bætist meira við. Hann hafði líka haft hepnina með sér í fyrirtækjum sínum, var virtur af öllum og hafði góðar tekjur ár hvert. Hann var alls ekki auðugur maður, heldur vel efnaður, og þar sem Margrét stóð við gluggann og horfði á eftir honum, þar sem hann ók ^ileiðis til skrifstof- unnar, fanst henni að hún væri hamingjusam- asta konan í heiminum. Hún elskaði mann sinn innilega, og hana dreymdi drauma, sem voru henni hjartfólgnir og hún vonaði að mundu rætast. Því skyldi hin fagra og yndislega Sheila giftast utan fjölskyldunnar? Því skyldi ekki allur þessi auður, sem virtist óþrjótandi, hverfa til einhvers fátæks manns, eða til einhvers, sem væri ekki hans verður? Margrét hafði mikla trú á framtíð Ralphs sonar síns. Eftir hennar skoðun hafði hann lagt niður strákapörin og var mjög ólíkur hinum þrjóska og óstýriláta strák, sem.Margrét hafði barist við í æsku hans. Hún tilbað drenginn sinn og hjarta hennar fyltist sælum friði við þá umhugsun að hann giftist Sheilu og næði í allan auð hennar. En hvað þau hjónin mundu verða hamingjusöm ef svo mætti verða. Ralph hafði komist gegn um skólann með allgóðum vitnisburði, sem veitti honum aðgang að háskólanum í Cambridge; en móðir hans gat samt ekki neitað því, að hann var eins og margir menn á hans reki, ekkert framúrskarandi. Hann skaraði ekkert fram úr öðrum, hvorki að gáfum né útliti. Ekki hafði hún heldur þorað að láta þessa drauma sína í ljósi við Pétur. En hugsun hennar snerist um þetta dag og nótt. Æ, ef draumarnir gætu orðið að veruleika, ef þessir loftkastalar gætu orðið að raunveru- legum höllum. Eftir hennar skoðun lágu mestu vandræðin í þessu, að þeim Ralph og Sheilu þótti ekkert vænt hvort um annað. Ralph var einn þessara drengja sem alt af varð ástfanginn í hverju nýju andliti sem hann sá, og var þá svo innilega hrifinn að hon- um fanst sem hann mundi aldrei gleyma, en gleymdi samt bráðlega hrifning sinni þegar nýtt andlit birtist honum. Sheila nefndi aldrei ástamál á nafn. Hún var niðursokkin í nám sitt, og þær fáu stundir, sem henni fanst ekki nærvera Ralphs óbærileg, var þegar hún fékk leyfi til að hjálpa honum með lexíurnar hans. Hún elskaði gullaldar bók- mentirnar og kunni vel þýzku og frönsku, en hún var ennþá barn, stór eftir aldri, grönn og yndisleg, og hugsunin um giftingar og ástir hafði aldrei flogið henni í hug. Þegar hér var komið sögunni, varð ekki sagt að Margrét væri alveg samvizkulaus, eða að draumar hennar um framtíð sonar síns væru óeðlilegir. Hún hét sjálfri sér því, þar sem hún gekk fram og aftur í fallega garðinum sínum, að hún skyldi minnast á þessar fyrirætlanir við mann sinn, undir eins og hann kæmi heim þennan dag. Æ, ef hann hefði bara leyft henni að fara með sér, og gefið henni tækifæri, gefið tnóður Ralphs færi á að benda Mr. Kruger á þessa ágætu fyrirætlan og hversu mikill ágætis meður hann Ralph hennar væri. Sheila þurfti áreiðanlega ekki að giftast ríkium manni, og átti að giftast góðum og heiðarlegum manni, og hvar gat hún í víðri veröld fundið nokkurn, sem tæki fram honum Ralph hennar? Er hún gekk fram og aftur í garðinum og hugsaði um þetta, flaug henni ráð í hug. Hún hafði enga hugmynd um hvað Kruger ætlaði að tala um við manninn hennar. En ef hún, Mar- grét Ballar, gæti náð honum til sín heim til Sól- heima, gat hún opnað augu hans fyrir hinum mörgu og ágætu eiginleikum Ralphs, og sýnt Afríkumanninum þann ágæta vitnisburð, sem hann hafði fengið í skólanum og á háskólanum. Ekki gat hjá því farið, að ungur maður, sem hafði lifað eins sómasamlega og hafði fengið jafn góðan vitnisburð og Ralph hafði fengið, væri verður að giftast stúlku, þótt hún væri eins falleg og rík og Sheila var. Hún gekk inn í húsið og settist við skrif- borðið og ritaði þetta vingjarnlega og einfalda bréf: Kæri Mr. Kruger! Maðurinn minn hefir sagt mér, að þér, fjárráðamaður, eða réttara sagt, meðfjár- ráðamaður, okkar ástkæru Sheilu, búið nú sem stendur á Metropole gistihúsinu. Það væri mér innilegasta ánægja að heilsa yður, og sýna yður heimilið, sem Sheila hefir dvalið á siðan hún var barn, og sem sem hún hugsar til sem síns eigin heimilis, þar sem hún eyddi ham- ingjusömum æskuárum glöð og ánægð. Gætuð þér komið hingað og snætt með okkur morgun- verð á morgun? Ef þér vilduð sýna mér þann mikla heiður, þá mun bíllinn okkar verða til taks handa yður og flytja yður heim til okkar, kl. 12. Ferðin frá gistihúsi yðar heim til Sól- heima varir aðeins hálfa stund. Yður er óhætt að trúa því, kæri Mr. Kruger, að eg elska Sheilu af huga og sál. Margrét Ballar Hún flýtti sér með bréf þetta, skrifaði utan á það og lagði það sjálf í póstkassann, sem var rétt fyrir utan húsið hennar. Hún var hálf óróleg yfir að hafa á eigin spítur ráðist í þetta, “en sá sem engu vogar vinnur ekkert”, sagði hún við sjálfa sig, og svo fór hún að annast heimilis skyldur sínar. Henni þótti vænt um að Ralph var ekki kominn heim, reyndar var sumarleyfið á há- skólanum byrjað, en hún hélt að hann hefði dvalist eftir hjá einhverjum vina sinna í skóla- bræðrahópnum í Gloucestershire. Aumingja konuna grunaði ekki sannleikann í þessu máli, sem maðurinn hennar hafði haldið leyndu fyrir henni. Ralph Dale hafði erft alla hina illu eigin- leika föður síns, og upp á síðkastið hafði hann komið svo illa fram, að nauðsynlegt hafði verið að reka hann úr háskólanum í Cambridge, og strika út nafn hans úr tölu stúdentanna þar. Ballar hafði gert alt, sem hann gat fyrir þennan unga slæping. Hann hafði talað yfir honum með vingjarnlegum og ástúðlegum orðum, full- vissað hann um, að hann skyldi ekki segja móður hans frá þessu, ef hann reyndi að bæta ráð sitt. • Hann borgaði fyrir hann húsaleigu inni í London og hafði með áhrifum sínum útvegað honum stöðu í stóru verzlunarfélagi inni í borg- inni. Þennan umrædda morgun fór Péutr Ballar til skrifstofu sinnar, gaf þjónum sínum þaj allar nauðsynlegar fyrirskipanir og lauk störfum sín- um, svo að hann gæti rætt við Kruger þegar hann kæmi. Karl Kruger, málafærslumaður frá Bloem- fontain hafði elzt mjög frá því, að Pétur hafði séð hann síðast, svo mjög að Pétur furðaði mjög á því. Er hann hafði séð hann í Afríku var hann maður upp á sitt hið bezta, en nú var hann grá- hærður og kinnfiskasoginn, og augu hans ekki eins hvöss og fjörleg og fyrrum. Hann var lot- inn í herðum, en er hann sá Pétur, ljómaði and- lit hans af innilegri gleði,-og er þeir heilsuðust þrýsti hann hendi hans innilega og sagði: “Mér þykir það slæmt, Mr. Ballar, að eg gat ekki látið yður vita um komu mína fyr en þetta; en eins og þér vitið þá er tíminn pening- ar. Mig langar til að komast heim sem fyrst, en áður en eg fer, þarf eg að tala við yður um ýmis- legar ráðstafanir, sem hinn látni vinur minn, Páll Danvers, trúði mér fyrir. Eftir því sem mér skilst af bréfum yðar, þá hafið þér fylgt mjög nákvæmlega öllum fyrirmælum hans, og er eg viss um að hann í vistarveru sinni hinumegin, er þakklátur yður af öllu hjarta, fyrir alla þá ást, sem þér hafið auðsýnt henni. Sömuleiðis alt ástríkið sem stúlkan hefir notið hjá hinni góðu konu yðar, og hefði eg ekki þurft að fara heimleiðis í kvöld, mundi eg hafa heilsað henni. En nú skulum við snúa okkur að málefninu. Þarna sé eg mynd, sem hlýtur að vera af skjól- stæðing okkar.” “Já, myndin var tekin fyrir ári síðan,” svaraði Pétur. Kruger reis úr sæti sínu og starði um stund á myndina. Svo settist hann á ný og sagði í- bygginn: “Svona fögur stúlka, þarf sannarlega á fé að halda.” “Konan mín og eg litum alt af á Sheilu sem barn. Hún er bara seytján ára og gengur ennþá á skóla.” “Aha! Gott er það!” sagði hinn gamli Af- ríkumaður. “Við í Bloemfontain erum vanir því, að stúlkurnar giftist ungar, ennþá yngri en þetta, og þessvegna er eg hingað kominn. Hér á Englándi eruð þér miklu afturhaldssam- ari, og látið ekki stúlkurnar koma á opinberar samkomur, eða taka þátt í samkvæmislífinu fyr en þær eru átján ára. Við þessu verður ekki gert, það er landsvenja. Móðir Sheilu var írsk, en faðir hennar Englendingur, og bezt er fyrir hana að fylgja í fótspor þeirra. Þegar hún er átján ára, — Mr. Ballar, og er að fara eftir bréfi frá hinum látna vini mínum — þá á Sheila að fara til London og vera þar. Danvers hefir auðsæilega ekki íhugað, að hún mundi kanske alast þar upp, en þér skiljið samt við hvað hann á. Þér eigið að leigja hús í London um þánn tíma, sem samkvæmislíf ársins varir, og þér megið ekki hafa neitt á móti, ef hún verður ástfanginn í einhverjum pilti, en takið nú vel eftir orðum mínum, Mr. Ballar. Það gerir ekkert til hvort mannsefni Sheilu á fé eða er fátækur, eða hefir stöðu eða ekki, en hún veyður að elska hann. Öll útgjöld verða yður greidd úr sjóði, sem er til í þessum tilgangi. Sá sem er svo gæfusamur að hljóta hönd og hjarta þessarar yndislegu stúlku, verður að hafa sér- stök skilyrði til að hljóta ráðahaginn. Við verðum að rannsaka það nákvæmlega, hvort hann er heiðarlegur og góður maður. Það gerir ekkert til Mr. Ballar, hvort hann er her- togi eða daglaunamaður, ef hann aðeins er góður, heiðarlegur og réttlátur maður, sem hún elskar og elskar hana. Af þessum ástæðum vil eg ekki að uppvíst verði hversu hár auður henn- ar er. Maðurinn, sem verður ástfanginn í henni og hlýtur ást hennar, má ekki fá neitt að vita um þetta nema það, að hún sé efnuð stúlka. Þér og konan yðar verðið líka, áður en hún giftist, að sannfæra ykkur um, að hann sé hennar verð- ugur. En munið eftir því, Mr. Ballar, að fyrsta skilyrðið er þetta, að þau elskist. Þetta var ósk föður hennar, og eg er hér kominn til að líta eftir, að þetta fari alt fram eftir óskum hans.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.