Heimskringla - 24.07.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.07.1946, Blaðsíða 1
vVe recommend íor your approval our // BUTTER-NUT LOAF " CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. We recommend tor your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LX. ÁRGANGUR WTNNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 24. JÚLÍ 1946 NÚMER 43 |_____1 j#sjj ILestta iné®3 Rvæði Lestu mér íslenzkt kvæði, kvæði um ró og frið. Því í kvöld er eg þreyttur og þrái ljóða klið. Lestu mér ástar kvæði, sem andar þýtt í sál, eitthvað sem túlkar göfgi og talar hjartans mál. Alt er á fleygihraða framundan, ekkert mark. Bara að hröklast áfram með hópnum, — í dagsins þjark. Alt er á völtu fleygi í veraldar trylta dans og innanum hræsnis glitið er hungur — og glæpa fans. Angur og þreyta sækja því aflvana er höndin mín, að leiðbeina grópandi mönnum á leið í óskalönd sín. Lestu mér hugðnæmt kvæði er höfgi fellur um brár, óð sem að drauma gefur að græða dagsins sár. Bergthór Emil Johnson Otskrifast í læknisfræði Dr. Sveinbjörn Stefán Björnson FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Akurlönd flæða umhverfis Árborg 1 Bifrastar-sveit, milli Árborg- ar og Riverton, og þar í grend, hefir íslendingafljótið vaxið mjög óvænt og hraðfara, af síð- ustu rigningum svo, að það hefir flætt yfir svo þúsundum ekra skiftir af akurlendi, og valdið hinum mestu skemdum. 75 manna fulltrúarnefnd, er Dr. S. O. Thompson, M.L.A., var formaður fyrir, sveitar-oddviti og sveitaráð, fór á fund Hon. Errick F. Willis, á mánudag, og skýrðu frá, að meirihluti Bifrast- ar-sveitar væri eitt vatns-haf, og mikið af þessa árs uppskeru eyði- lagt. 1 einum stað sögðu þeir, að 7,000 ekrur væru undir vatni, og á sumum stöðum eins hátt og uppskeran. Kjallarar allir, bæði í Árborg og Riverton eru hálffullir af vatni, og lítið hægt við því að gera. Þetta óvænta flóð, er sagt að hafi safnast mest fyrir í eyði- flákum, þar sem rigningin virð- ist hafa verið miklu meiri, en í hinum bygðu héruðum. Islendinga-fljót á upptök sín hér um bil 15 mílur norðvestur af Árborg, og rennur í Winnipeg- vatn nálægt Riverton. Síðustu mílur fljótsins liggja í dæld, og þar umhverfis er til- tölulega lágt land, mest í rækt. Verkfræðingar frá skrifstofu- deild opinberra verka, hafa byrj- að rannsókn á skemdunum, og $50,000 hefir stjórnin þegar veitt, til þess að grafa fram fljót- ið — stíflur þær, er tálmað hafa útrensli fram í Winnipeg-vatn. Churchill ásakar stjórnina Winston Churchill, leiðtogi mótstöðuflokks stjórnarinnar á Englandi, ásakaði verkamanna- stjórnina um skort á málfrelsi; kvað hann hana vel á vegi með að eyðileggja það með öllu. Asakanir Churchills komu fram, þegar stjórnarsinnar í þinginu báru fram mótmæli yfir auglýsingaspjöldum þeim, er birst hafa með nöfnum þeirra þingmanna, er voru með brauð- skömtun, og kölluðu þá menn óvini alþýðunnar, og einvalds- stjórnara. Herbert Morrison, stjórnar-leiðtogi, bar fram, að nefnd sú, er fyrir allskonar leyf- um stæði, ætti að spyrjast fyrir um á hvers ábyrgð auglýsinga- spjöld þessi hefðu verið prentuð. Ohurchill sagði þetta hið einkennilegasta og undarlegasta mál, er fyrir sig hefði komið í þinginu í 42 ár. “Á oss virkilega að skiljast að þingmenn neðri málstofunnar, svo nýlega kosnir af alþýðunni, láti hræða sig, eins og börn?” — Áframhaldið heyrðist ekki fyrir háværum mótmælum stjórnar- sinna. Reynsluflug fullnægjandi Nýjasta og stærsta flugvél í Canada er nú fullger, fjögra hreyfla flutningsloftfar, með 40 farþega rúmi. Þessu mikla f lugbákni var gef- ið nafn í Montreal, samkvæmt reglum og venjum, eftir hið venjulega reynslu-flug. Skírnina framkvæmdi Mrs. C. S. Howe, kona bygginga og end- urbóta-ráðherrans. Full 2 ár fóru í að byggja loft- far þetta, og 8,000 manns unnu að því. Það á að geta farið 325 mílur á klukkustund, og geta flogið 3,500 mílur án þess að þurfa að lenda, í 28,000 feta hæð. Þessi mikla flugvél verður not- uð af aðal-loftleiðafélagi Canada! í þjónustu þjóðkerfis-varnadeild- arinnar, og til Atlantshafs-ferða. Löghelgaðir glæpir Lögleg fyrirtæki og framfarir, vegur ekkert upp á móti aÞ mennu fjárglæfraspili og lög- leysu-faraldri, er á sér stað í Montreal. Þetta e^.skoðun D. Archie Mc- Donald, lögmanps,. og formanns nefndar þeirrar, er stemma á stigu fýríf afbrotum og glæpum; en nefnd sú er kosin af félagi því, er á að sjá um bættan hag borg- Þesst efnilegi, ungi maður út- skrifaðist nýlega frá læknaskól- anum í Winnipeg. Hann er sonur hinna mætu merkishjóna, Sveins Björnson læknis og skálds, og frú Miarju konu hans, er um langt skeið hafa búið í Árborg, Man., en eru nú flutt til Ashern, Man. Sveinbjörn er fæddur í Ár- borg, 3. febrúar 1920, og hlaut þar barnaskólafræðslu, en í mið- skóla-deildum var hann að Gimli, Man. 'Eftir það stundaði hann vís- indagreinar (science) við háskól- ann hér í 3 ár, en hvarf frá því, og tók fyrir læknisfræði, og hefir nú útskrifast í henni, eins og áð- ur er sagt. Er það vel að verið fyrir svo ungan mann, að hafa lokið öllu þessu námi á svo skömmum tíma. Hann mun nú setjast að í Ash- ern, og stunda lækningar í félagi við föður sinn. Heimskringla óskar honum góðrar framtíðar. Dr. Sveinn Halldór Octavius Eggertsson Útskrifaðist í læknisfræði frá læknaskóla Mnaitoba-fylkis 18. þ. m. Hann er sonur hinna ágætu merkishjóna, Árna Eggertssonar lögfræðings, og frú Maju Egg- ertsson, 919 Palmerston Ave., hér í borg. Þessi ungi læknir er fæddur i Wynyard, Sask., en hlaut alla sína æðri mentun í Winnipeg. Dr. Eggertsson sinnir um tíma stöðu við spítala í Steinbach, Man., en fer á næsta hausti til Lundúna-borgar til framhalds- náms. Heimskringla óskar hinum unga lækni allrar gæfu og bless- unar í framtíðinni. (þriðjudagskveld) var sagt svo frá, að frá leyniherstöðvum Gyð- inga (“Hagana”) hafi komið skeyti til brezku herstöðvanna, þess efnis, að kannast var við, að sprengingin væri af þeirra völd- um, en jafnframt var því haldið fram, að fyrirvari hefði verið gefinn um að sprengingin ætti fram að fara, og að hótelið yrði mannlaust á þeim tíma, er til var tekinn ,en jafnframt fylgir sög- unni ,að brezku hervöldin hafi virt þessa aðvörun að vettugi. Brezkir herforingjar og yfir- reglumaður verið annað en menn neita því harðlega, að svartsýnn og beiskur, þegar hann n°kkurt skeyti eða aðvörun hafi þarf að borga til þess að komasl k°mi<5 frá Gyðingum, og þessi að stöðunni í byrjun; borga fyrir hræðilega sprenging hafi komið stöðuhækkun, og standa þögull me® °llu óvörum. hjá, þegar peninga-fúlgur eru Attlee, forsætisráðherra Breta greiddar allskonar snápum, fyrir hélt því fram í brezka þinginu, einhvern vafasaman greiða, af að þessi sprenging væri eitt hið yfirmönnum löggæzlunnar?” ; svívirðilegasta ódæðis- og ofbeld- Þar sem fjárhættuspileiga sér isverk, er framið hefði verið í stað, og vaxa hraðfara, er það Palestínu í seinni tð, og að það sannarlega ekki tilviljun ein, að benti á brjálsemiskendan upp- eiturlyfjasala og mansal hvítra reisnar-anda. Hann sagði, að sé í fullum gangi. | þetta myndi ekki breyta ein- Það er ekki nægilegt að sekta beittri ákvörðun stjórnarinnar, nokkrar portkonur, með því móti um að komast eftir hinu rétta og verður þessi plága aldrei afnum- sanna í þessu máli, til þess að in. [réttlát hegning færi fram, og Það verður að ná í þá, sem endir yrði á hryðjuverkum sem hærra eru settir, og framkvæma þessum. hlutina í stærri stíl, mennina,1 sem koma öllu á stað, og ráða Piparsveinai' yfir litlu, auðvirðilegu pólitízku Það er ' ekki eins gaman að arinnar og íbúa hennar í öllum greinum. McDonald bætti við í ræðu, er hann hélt í “The Rotary Club” Montreal-borgar: “Hvernig getur ráðvandur lög- FOSSIN peðunum. Sprenging í brezku aðal- stöðvunum í Jerúsalem vera piparsveinn á Frakklandi, j eins og víða annarstaðar, t. d. í Canada. Samkvæmt hinum nýju tekju- Síðastliðinn mánudag, sprakk skatta-reglum á Frakklandi, sprengikúla, er komið hafði ver- verður ógiftur maður, er engum ið fyrir í King David hótelinu í hefir fyrir að sjá, og sem vinnur Jerusalem, bækistöð brezku her- fyrir $12,500 á ári, að greiða valdanna, og olli, eftir því, er stjórninni $9,632.20, en sjálfur síðustu fregnir herma, 46 dauðs- hefir hann eftir aðeins $2,867.50, föllum, 47 eru ófundnir, enn- sér til framfærslu. fremur eru 53 hættulega særðir. ‘ En jafnvel þótt hann væri Talið er víst,, að uppreisnar- giftur, og þriggja barna faðir, þá manna-flokkur Gyðinga hafi myndu þelr á Frakklandi, er valdið sprengingu þessari. vinna fyrir $12,500 árlega. verða I útvarpsfrétt í gærkveldi saimt að borga $5,422 eða 43% Á sumardagsmorgni er sóley af daggþunga titraði og sólin hin ný-runna fjallhlíðar glitrósum málaði, lóari á dúnmjúkum lingsvæfli endurnærð vaknaði, leit upp til himins og morgunljóð tafarlaust byrjaði. , Alt var svo friðsælt og fagnaði brosandi deginum, en förlaðist minnið, að nótt kemur honum að enduðum; gleymandi myrkursins margfalda stríði og þrautunum, munandi sólbros' og unað, með hverfandi skugganum. Og steinninn, sem verður um viðkvæmni tæplega sakaður hann virtist af dýrðinni heillaður, sigraður, töfraður. En maðurinn — hann var svo hlaðinn af önnum og tómlátur, hafði engann tíma, var andlegri starblindu fjötraður. Loftveigar ilmþrungnar, ljúffengar, óspart eg teigaði, í ljósöldum skínandi, vermireit hugans eg baðaði; sú algleymings fullsæla hittist ei held eg að jafnaði, því himininn opnast ei daglega nú, sem í fyrndinni. Umgetinn morgun eg fetaði fram eftir hlíðinni, flýjandi glauminn og sollinn hið neðra í bygðinni; leitandi kyrðar, sem kemur ei manna í híbýli en hvar er sá dýrgripur? lengra frá almennings brautinni. Áfram þá lengra til fjallvætta, fornhelgra, þögulla, fyrrum sem vernduðu landhelgi afskektu dalanna, en þeir eru horfnir í hyldýpið hverfleikans þrotlausa, þeir höfðu ekki friðland, þá vantaði arffestu samninga. Hvað heyri eg? samhljóma lokkandi laðandi seiðandi, hvað lít eg? í framsýn er gljúfur og hengiflug ógnandi; þar eru uppsprettur tónanna töfrandi hrífandi er titra svo viðkvæmt, á loftbylgjum mjúklega svífandi. í gilinu þar sem að skrautjurtir skreyta ekki þvitana, í skínandi litprýði fossinn slær hljómþýða gígjuna, af flugbergi gnæfandi fellur í stórgrýtta urðina og faðmar sem ástmeyja þögulu helköldu steinana. Hann er enginn Gullfoss, í guðmóði tröllsafli beitandi, en grefur þó bergið, í ákefð áð hjarta þess leitandi; á þúsundum ára um þumlunga örfáa miðandi, með þroslausri árvekni blágrýtis klappirnar holandi. Ættjarðarsöngva hann syngur í harðsnúnum bjargviðjum, söngva um fortíðar menning í gullaldar blómanum, söngva um hetjuna hnígandi’ á orustuvellinum er hjartablóð seldi gegn lofstír í framtímans árbókum. / Hann syngur um gullið sem geymist í íslenzku foldinni, grafið sem liggur í klettunum, fossunum, moldinni; sem jötunsafl viljast skal vinna í sjóð handa þjóðinni, til vegs henni lyfta af krókóttu öreigans brautinni. Hrifinn og þögull eg hlustaði á söngvarans tónsnilli, hér sá eg bandingja, sælann og lífinu fagnandi; þó helgreipar bergsins hann vefji svo válega þvingandi, vermandi sólin hann faðmar, svo hressandi styrkjandi. Sumar var liðið og veturinn seztur að völdunum, vefjandi bústaði mannanna fannbreiðu tjöldunum; fölnuðu blómin við brjóst sinnar móður aðhlynnandi blunduðu, ylhýra framtíðar sólgeisla dreymandi. Mörg átti’ eg sporin í gilið, á góðvin minn hlustandi; eg gekk þangað eitt sinn að venju, með deginum rísandi. Harpan var brotin og hugljúfi fossinn var sofandi, hjartað var brostið og slaðæðin lengur ei starfandi. En líkt eins og Phönix úr ösku reis fyrri á öldunum, í æskunnar fjörbrotum kastar hann líkblæjú tjöldunum, því vorsólar kossar hann vekja úr álagaböndunum þá veturinn dæmist í útlegð, frá jöklum að ströndunum. Jónbjörn Gíslason Því til samanburðar, þarf þriggja barna faðir, er aðeins vinnur fyrir $833.33, engan tekjuskatt að greiða. Ofan á alla tekjuskatta á Frakklandi, bætast munaðar og skrautvöruskattur, og smásölu og vínfanga-skattar, og lenda þeir á öllum, hvað háar eða lág- ar tekjur sem þeir hafa. Já, það er ekkert spaug að pipra á Frakklandi! Hagfræðisskýrsla um kornsáningu 1946 iá I . fr. Hagfraeðis-stjórnarskrrfstofan hefir látið af hendi skýrslu um komsáningu: Hveiti: 25,178,000 ekrur — 12% meira en 1945. Hafrar: 9,610,000 ekrur—11% minna en 1945. Bygg: 26,269,000 ekrur — 9% minna en 1945. Flax: 990000 ekrur — 4% minna en 1945. Haustrúgur: jókst 14%, og vor-rúgur 9%. Sykurrófum var sáð í 75,800 ekrur; 28% fram yfir það, sem sáð var árið 1945. Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.