Heimskringla - 31.07.1946, Side 3

Heimskringla - 31.07.1946, Side 3
WINNIPEG, 31. JÚLÍ 1946 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA köstnaðarmeira en kirkjufélags- nefndin vildi gangast inn á. — B. E. Johnson gerði tillögu um að samþykkja liðinn. Tímóteus Böðvarsson studdi, og tillagan var samþykt. 4. liður — Till. Sv. Thorvald- sonar að samþykkja liðinn. Ein- ar Eyford studdi. Samþykt. 5. liður. — Till. séra H. E. Johnson að samþykkja liðinn. H. Thorsteinsson studdi. Samþykt. 6. liður. — Tiill. Sv. Thorvald- son að samþykkja liðinn. G. Jó- hannsson studdi. Samþykt. 7. liður. — Till. Sv. Thorvald- sonar að samþybkja liðinn. J. O. Björnsson studdi. Samþykt. 8. liður. — Till. B. E. Johnson að samþykkja liðinn. E. John- son studdi. Samþykt. 9. liður. — Till. J. O. Björns- son að samþykkja liðinn. Séra H. E. Johnson studdi. Samþykt. Þá gerði Sv. Thorvaldson til- lögu um að samþykkja nefndar- álitið- í heild sinni. E. Johnson studdi. Samþykt. Þá var yfirlýsing gerð, að yfir- skoðunarmenn væru búnir að- yfirfara skýrslu féhirðis, og fundið hana rétta að öllu leyti. B. E. Johnson lagði til að skýrsl- I ur gjaldkera verði viðteknar eins 'og lesnar. — Sv. Thorvaldson • studdi og tillagan var samþykt. Konur Lundar safnaðar buðu þá fram kaffiveitingar — og var fundi frestað í hálf tíma, til kaffidrykkju — samkv. tillögu Sig. Oddleifssonar, studda af Tímóteusi Böðvarssyni. Samþ. Menn gengu svo niður í fund- arsal kirkjunnar, og neyttu þar hinna rausnarlegu veitinga sem kvenfélagið hafði undirbúið. FIMTI FUNDUR Skýrslur frá söfnuðum voru lesnar, en þar sem að fjárhags- villa sýndist vera í skýrslunni frá Oak Point, var hún dregin frá, og gerði Sv. Thorvaldson til- lögu um að hinar skýrslurnar allar verði samþyktar og við- teknar eins og lesnar. — Tímó- 1 teus Böðvarsson studdi, og til- lagan var samþykt. Þá gerði Tímóteus Böðvarsson tillögu um að skýrsla Oak Point safnaðar | verði send til baka til leiðrétt- ingar. J. O. Björnsson studdi tillöguna, og var hún samþykt. Þar sem ékkert fleira lá fyrir fundi, lagði Miss Elín Hall til að ! fundi verði frestað til sunnu- dagsmorguns kl. 9. J. O. Björns- son studdi og tillagan var sam- þykt. Forseti auglýsti það, að mess- að yrði í Sambandskirkjunni á Lundar — kl. 2 e. h. Þá var fundi frestað. FRÁ BLAINE, WASH. FUNK’S Furniture SELKIRK, MAN. ★ Everything for the home Furniture or Electrical Appliances Terms: 10% Cash, Balance 12 months BEST WISHES TO THE ICELANDIC PEOPLE BEZTU HEILLAÓSKIR TIL ÍSLENDINGA GILHULY'S Drug Store SELKIRK Geo. Gilhuly VÉR ÁRNUM ÍSLENDINGUM heilla í tilefni af þjóðminningardeginum SINCLAIR’S TEA ROOM SELKIRK — MANITOBA Langrills Funeral Chapel (Licensed Embalmers) Heilhuga árnaðaróskir til íslendinga á þjóðininningardegi þeirra á Gimli, 194G -Sjúkravagna-þjónusta ávalt á reiðum höndum- W. F. LANGRILL 435 EVELINE STREET — SELKIRK, MAN. Canada Pacific Hotel SELKIRK, MAN. ELZTA OG VINSÆLASTA STOFNUN SELKIRK-BÆJAR GÓÐ HERBERGI OG ALLUR AÐBÚNAÐUR MEÐ VÆGU VERÐI . Vér óskum íslendingum til fagnaðar og farsældar um öll ókomin ár. W. G. POULTER, eigandi Þjóðræknisdeildin “Aldan”, hélt hátíðlegan Lýðræðisdag ís- lands 17. júní með mjög mynd- arlegri skemtisamkomu í Blaine City Hall. Skemtiskráin var hin fjöl- skrúðugasta, og íslenzkur söng- flokkur undir stjórn tónskáldsins Sigurðar Helgasonar söng marga úrvals íslenzka söngva, er nú hinn nýi íslenzki söngflokkur í Blaine einn með þeim bezta söngflokk sem hefir þar sungið á íslenzku um langt skeið, enda nokkrir ágætis söngmenn og konur hafa bæst við í flobkinn. Líka söng Elías Breiðfjörð nOkkra einsöngva, af snild, svo ] líka að ógleymdum nokkrum tví- söngum, sem þeir Walter John- son og E. Breiðfjörð sungu sam- an og var mikið klappað fyrir j | þeim. Ræður fluttu þeir séra Albert E. Kristjánsson og séra Guðm. P. Jóhnson. Ræðuefni séra Alberts var um íslenzka flaggið, rakti hann sögu þess frá byrjun og fór- ust vel orð um það. Séra Gu^Smundur talaði um hinn hreina og alíslenzka anda Jóns Sigurðssonar og þá auðsjá- anlegu ávexti þar af. Mjög rausnarlegar veitingar voru framreiddar af konum Öld- unnar. Á annað hundrað manns voru þar viðstaddir og skemtu sér vel. Það er ætlun margra sannra j þjóðræknisvina hér á ströndinni að 17. júní (Lýðræðisdagur ls- lands) beri að halda sem hinn eina og virkilegasta hátíðisdag á meðal allra Islendinga vestan hafs, og hvað okkur hér á strönd- inni snertir mundi það vera hið eðlilegasta íslenzka hátíðahald, því sá dagur héfir allan virkileg- leikann á bak við sig. Blaine íslendingar hafa stigið sporið í rétta átt og stofnað þjóð- ræknisdeild sem er sterk að með- limatölu og sönnum íslenzkum þjóðræknisanda. Svo hafa ís- lendingar í Vancouver, B. C., stofnað aðra deild, “Ströndina”, sem byrjaði með lífi og fjöri og engin ástæða til að hugsa ann- að en að sú deild verði mjög sterk og hafi öll skilyrði til mik- illa framkvæmda í þjóðræknis- lega átt á komandi tímum, svo er líka mjög góð deild í Seattle, “Vestri”. Er þar margir mætir menn og konur meðlimir í þeirri deild. Einnig eru margir Islend- ingar bæði á Point Roberts og Bellingham, hafa nokkrir af þeim gerst meðlimir í Öldunni, og sjálfsagt bætast margir fleiri við, eða kanske þeir stofni sínar eigin deildir, sem mundi æski- legt vera að þeir svo gerðu. Mér finst að þessar áminstu þjóðræknisdeildir ættu, í nán- ustu framtíð, að taka til athug- unar á fundum sínum, þá brýnu nauðsyn á að samvinna sé hafin milli deildanna sem allra fyrst. Til dæmis að fjórir vel valdir starfsmenn úr hverri deild væru kosnir til undirbúnings á meiri samvinnu, það yrði því 12 manna nefnd frá öllum deildunum til samans; þeir gætu svo mætt á vissum stað og tíma til skrafs og ráðagerðar. Nefnd þessi ætti að hafa vald frá deildunum til þess að undirbúa allsherjar lýðræðis hátíðahald þann 17. júní ár hvert og hátíðarhaldið ætti að fara fram við friðarbogann á landa- mærum Bandaríkjanna og Can- ada. Einnig væri sjálfsagt að nota fleiri tækifæri til þess að styrkja samvinnuböndin milli þessara deilda, og fleiri sem kynnu að verða stofnaðar seinna meir. Það lægi þá líka í hlutarins eðli að allar þessar deildir þyrftu að hafa alíslenzkt Kyrrahafs- strandar þing einu sinni á ári hverju, þar sem ómögulegt er fyrir deildirnar hér á ströndinni að hafa nokkum verulegan starfsstyrk af því þjóðræknis- þingi sem háð er árlega austur í Winnipeg, það er aðeins ánægj- an fyrir okkur að lesa um slíkt þing, en hin persónulega sam- vera með þjóðræknisbræðrum vorum er ávaít veigameiri. — Viljið þér gera svo vel, þjóð- ræknisvinir og meðlimir þjóð- ræknisdeildanna á Kyrrahafs- ströndinni að láta mig heyra álit yðar. Elliheimilisnefndin, sem kosin var af þjóðræknisdeildinni “Ald- an” til starfs og framkvæmda í Elliheimilismálinu er altaf að starfa að því mikla nauðsynja máli. Mikla gleði og ánægju færði það nefndinni fyrir nokkru síðan að heyra það að nobkrir mætir menn í Seattle höfðu ver- ið kosnir í nefnd til þess að ieggja fram lið sitt í því að safna peningum fyrir hið fyrirhugaða íslenzka elliheimili að Blaine, Wash. Nokkrir af nefndarmönn- um okkar frá Blaine mættu með þessari Seattle - nefnd fyrir nokkru síðan og höfðu Blaine- nefndarmenn hina ánægjuleg- ustu sögu að segja af samfund- um þessará nefnda. Það er því ábyggilegt að vonin um að ís- lenzka heimilið í Blaine komist upp innan skamms er altaf að verða bjartari. Eg vil því sem formaður þess- arar nefndar, mælast til þess að sem flestir landar okkar hvar sem þeir kunna að vera í Vest- urheimi, leggi hönd á plóginn og styrki þetta mikla mannúðarmál með því að senda gjöf sína sem allra fyrst. Eg þykist líka vera viss um að við Islendingar eig- um nokkuð marga góða landa bæði í Canada og Bandaríkjun- um sem eru vel efnum búnir og það eiga þeir allir bæði láni og guðs náð að þakka, ósköp væri það ánægjulegt ef slíkir landar vildu leggja eina perlu í sjóð ei- lífðarinnar með því að senda, þó ekki væri nema nokkur hundruð dali til okkar trúverðuga féhirð- is í Elliheimilisnefndinni, hr. J. J. Straumfjörð, að Blane, Wash. Gerið svo vel, vinir mínir. Yðar einlægur, Guðm. P. Johnson Heimskringla á fslandi Herra Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík, hefir aðalunjþoð fyrir Heimskringlu á Islandi. Eru menn beðnir að komast í samband við hann, við- víkjandi áskriftar-gjöldum, og einnig allir þeir sem gerast vilja kaupendur hennar, hvar sem er á landinu. Hr. Guðmundsson er gjaldkeri hjá Grænmetisverzlun ríkisins og þessvegna mjög handhægt fyrir borgarbúa að hitta hann að máli. Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur eru beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. — Símanúmer hans er 28 168. Hhagborg U FUEL CO. n Dial 21 331 (C.F.L. No. 11) 21 331 LONGINES, BULOVA and ELCO Watches Diamonds Jewellery Silverware High Grade China ★ Fine Watch Repairing THOR'S GIFT $H0P Selkirk's Jewellers MANITOBA Ave. Phone 185 Innilegar hamingjuóskir til Islendinga í tilefni af íslendingadeginum á Gtmli, 5. ágúst 1946 Merchants Hotel SELKIRK — MANITOBA J. SEREDA Jr., Manager Hugheilar árnaðaróskir til Islendinga í tilefni af þjóðminningardeginum á Gimli R. C. A. STORE Owned and Operated by Spencer W. Kennedy SELKIRK — MANITOBA Modern Electric HÚSMUNIR — VIÐGERÐIR — VARA HLUTIR Fullkomnar birgðir af húsgögnum og rafáhöldum Hefir þú sent pöntun fyrir kæliskáp, þvottavél, víðvarpstæki og olíu hitavél. Pantanir afgreiddar strax Wm. Indriðason, eigandi Sími 356 Selkirk, Man. The Lisgar Á LISGAR er gott að gista Á LISGAR er viðmót þýðlegt og þjónusta vökur Á LISGAR eru stofur allar bjartar og svalar. Œfa Tltépr ^otel SELKIRK — MANITOBA

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.