Heimskringla - 31.07.1946, Page 4

Heimskringla - 31.07.1946, Page 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. JÚLÍ 1946 ffemtðkrtngla (StofnuS lMt) Kemur út á hverjum miðvikudegl. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 VerO blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON UtanásKrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED * 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 31. JÚLÍ 1946 íslendingadagurinn á Gimli Hvernig yitum vér hvert vér ætlum, ef vér vitum ekki hvaðan vér komum? Eitthvað svipað þessari spurningu, er líklegt að búið hafi í hugum hinna beztu manna, búið í hug og hjarta margra íslenzkra frumbyggja, er þeir stigu fyrst fæti á þetta mikla meginland, fyrir meira en sjö tugum ára. 1 hinni margþættu baráttu fyrir lífsviðurhaldi, og í dreyfingu hins fámenna þjóðarbrots í framandi landi, var það lífsnauðsyn að hefjast handa, og stofna til félagslegra samtaka, undir eins og nokkur tök voru á, ef þeir áttu ekki að týna tilveru sinni — sinni eigin sál, og hrekjast fyrir fallþunga hinna erlendu áhrifa. Raunar átti þessi spurning, hvernig vitum vér hvert vér ætl- um, ef vér vitum ekki hvaðan vér komum?, tæplega við hina ís- lenzku frumbyggja, heldur á hún miklu fremur við afkomendur þeirra í þriðja og fjórða lið. Hinum fornu landnemum var víst ofur ljóst, hvaðan þeir komu, ef til vill ljósara en nokkuð annað. Ekki hefir fyrri hluti spurningarinnar þó blasað eins skýrt við þeim — hvert þeir ætluðu, þar sem örðugleikarnir, málleysi, vankunnátta til verka í þessu landi, vilti þeim veginn, — og þó var þeim þá þegar ljóst hvert þeir ætluðu, hvert takmark þeirra flestra hafði verið: að verða sjálfstæðir menn efnalega og andlega, að nema landið til handa eftirkomendunum, jafnvel þótt þeir sjálfir nytu aldrei ávaxtanna af verkum sínum, og flest þeirra yrðu aðeins gáfa, á fórnar-altari framtíðarinnar. Já, þeim var spurning þessi ljós; landnemarnir svöruðu henni — verkin, eru svar þeirra. En hún hefir ekki verið afgreidd enn hjá afkomendunum, — liggur þar enn fyrir til umræðu. . . . Ein afleiðing og árangur af félagslegum samtökum, íslenzkra frumbyggja í þessu landi, er Islendingadagurinn, er hefir verið haldinn í föstu formi, nú í nálega 57 ár, enda þótt tildrög hans nái, eins og allir vita, alla leið aftur til 1000 ára þjóðhátíðar ís- landsbygðar, 1874, er þjóðin fékk hinn fyrsta lið, í framsæknis- og frelsisbaráttu sinni löggiltan, — stjórnarskrána á Alþingi 1874 Sá dagur, 2. ágúst, náði þó aldrei mikilli eða almennri hylli eða hefð heima. Aðrir merkisdagar á hinni löngu leið til fullkomins frelsis, hafa verið þar í meira gengi, og er nú auðvitað með lýðveldis- myndun afskorið, að 17. júní verður aðaLhátíðisdagurinn heima í framtíðinni. Öðru máli hefir verið að gegna hér vestra. Hér komst víst annar dagur ágústmánaðar í hefð, að líkindum alt frá þeim tíma, er um 70 íslendingar komu saman í Milwaukee, um það leyti er þúsund ára hátíðin stóð heima, og hlustuðu hrifnir á hina ágætu, innblásnu brýningarræðu séra Jóns Bjarnasonar, ræðu, er var sannarleg lögeggjan til Islendinga hér í álfu, að varðveita tungu sína, og önnur menningar erfða-verðmæti. Hver og einn einasti Islendingadagur síðan, hefir verið lögeggjan — brýning til að halda áfram sama starfi. Og nú er einn af þessum dögum enn í nánd; Islendingadagur- inn að Gimli, 5. ágúst næstkomandi. Nú í síðastliðin nokkur ár, hefir dagurinn verið haldinn að. Gimli, með ágætum árangri. Gimli, þetta fornhelga friðarvé — sólheimur og griðarstaður fornra guða, og góðra manna. Enginn staður er heppilegri, að öllu leyti. í skrúðgrænum lundi, í einu horni hins víðáttumikhi lystigarðs á Gimli, er hátíðin haldin; lundi, prýddum bæði af náttúrunnar og manna völdum. Ekki er ólíklegt, að andar fornra guða og góðvætta séu þar á reiki — að þeir svífi yfir vötnunum. Eins og að undanförnu hefir nefnd dagsins vandað til hans hið bezta. Fengið hefir hún hinn ágæta — mikið rómaða söngvara, hr. Guðmund Jónsson, er nú dvelur í Los Angeles, Cal., og bíða allir eftir með fögnuði — og mikilli eftirvæntingu að hlusta á hann. Að öðru leyti hefir nefndinni sjálfsagt ekki verið hægt um vik að fá fleiri af langt að komnu listafólki á skemtiskrá að þessu sinni, — minnug þess, “að holt er heima hvað”. Þess er að vænta, að þúsundir manna streymi að Gimli á næsta Islendingadegi eins og undanfarið. Þar er vanalega fólk úr mörg hundruð mílna fjarlægð — komið til að njóta hátíðarinnar — hitta gamla vini, og rifja upp gamlan og nýjan vinskap — treysta gömul og ný vina og venzla bönd. Komið, og njótið skemtunar. — Komið öll! Oscar Wilde: “Þær bækur, sem heimurinn segir, að séu siðspill- andi, eru einmitt bækurnar, sem sýna heiminum hans eigið sið- leysi.” Voltaire: “Tvisvar á æfinni hef eg orðið fyrir verulegu fjár- hagstjóni: í annað skifitð þegar eg tapaði máli og í hitt skiftið, er eg vann mál.” EINN AF ÞEIM, SEM KOM AFTUR Já, hann var kominn heim. Það var alveg eftir honum að koma heim, án þess að gera nokkur boð á undan sér; grípa upp síma-áhaldið, og segja, Hello Horace, þetta er Don.” Eg hafði ekki vitað, hvort eg myndi nokkurn tíma heyra rödd hans aftur. — Einhvern veginn hafði hann hálft gleymst í önnum og umstangi hversdagslífsins. — Bréf hvorugs okkar höfðu kom- ist til skila — og svo höfðum við hætt með öllu að skrifast á. Og nú var hann kominn aftur. Fremur var lítil breyting á út- liti hans, eftir fimm og hálfs ára burtuveru; ef til vill leit hann hraustlegar út en áður, dálítið fleiri hrukkur kringum augun, og bjarta hárið hans ofurlítið þynnra en það hafði verið. — Majórs - einkennisbúningurinn fór honum vel; hann hafði geng- ið í herþjónustuna eins og ó- breyttur liðsmaður. Við töluðum svona um daginn og veginn, eins og menn, sem eru að reyna að dylja hvor fyrir öðr- um, hvað vænt þeim hefir þótt um að hittast á ný. Eg lét hug- ann reika til baka — langt til baka, til liðins tíma eins og í móðu. Við höfðum verið svo miklir vinir, og átt svo margt sameigin- legt, en nú voru þessi síðustu ár eins og djúp staðfest á milli ókk- ar. Hvorugur vissi hvað fyrir hinn hefði komið á þessum ár- um, myndi aldrei vita það. Við töluðum um giftingu hans yfir á Englandi, og hann lék sér við litla soninn minn, en engin al- vara eða einlægni fanst mér í samtalinu á hvoruga hlið. “Hvað þýðir þetta hvíta merki, Don?” spurði eg, til að halda samtalinu uppi. Hann leit á það sem snöggvast, eins og hann vissi tæplega hverju hann ætti að svara. “Það er merki þess, að hafa gengið í herþjónustuna fyrir 6. september 1940,” sagði hann blátt áfram. Já, mér var það í fersku minni. Það var í ágúst- mánuði 1939. Við sátum inni i Oxford hótelinu í miðbiki Tor - onto-borgar, og snæddum okkar síðustu máltíð saman. Báðir vorum við eftir okkur eftir kvöldið, eða nóttina áður, og yfir báðum hvíldi megn óró- leiki og kvíði yfir því, að leiðirn- ar væru að skilja, og nýjar leiðir framundan fyrir hvorum um sig. Don hafði fengið sér far með loftfari, sem átti að fara til Ot- tawa seinni partinn um daginn. Hann var að ganga í herinn sem óbreyttur liðsmaður. “En hvervegna gerirðu það?” spurði eg. “Þú ert yfirforingi í N.P.A.M. Faðir þinn er sveitar- foringi. Þú gætir auðveldlega fengið yfirforingja embætti und- ir eins.” “Mig langar til að komast sem fyrst yfir hafið,” svaraði hann. Eg óskaði innilega að eg væri á förum með honum, en fáir óska upphátt eftir hlutum, sem aldrei ná fram að ganga. Því þó eg hefði verið hæfur til herþjón- ustu, sem eg ekki var, þá hefði eg frekar kosið flugherinn, en nokkuð annað. “Heldurðu að það verði nokkuð af þessu stríði?” spurði hann. “Það er þegar byrjað,” svaraði eg dauf- ( lega. “Það er komið, eg finn það á mér.” | “Það verður voðalegt.” Við samþyktum það með þögn. Don stóð upp. “Við kveðjumst lík- lega hér?” sagði hann. Við tók- j umst í hendur, og horfðum hvor í annars augu. Svo var hann farinn, gekk hár og léttstígur út gegnum borð- gestaþvöguna, og hvarf út úr, dyrunum. Eg stóð eftir, og hugs- aði um, hvort eg myndi nokkurn ! tíma sjá hann aftur. Og nú var hann kominn, var einn af þeim, sem afturkvæmt átti. Hann hafði barist í Frakklandi, Belgíu, Þýzkalandi, og aldrei fengið skrámu; ekki sjáanleg meiðsli. Einhvern veginn fanst mér eg sjá bregða fyrir skuggum í aug- um hans. Eg gat séð þá, þó eng- inn annar tæki eftir þeim. Hann hafði séð hluti, sem eg hafði ekki séð, margt og margt hafði hann gert, sem eg myndi aldrei framkvæma, og eitthvað stóð á milli okkar, eitthvað hulið og óútmálanlegt. Eg rifjaði upp fyrir mér hvernig alt hafði verið, áður en hann fór. Það var þetta langa ferðalag, sem við fórum í á mótorhjóli að leita okkur að vinnu árið 1933. Fjögur þúsund mílur ferðuðumst við í vinnuleit, og fengum hana ekki fyr en við komum aftur til Ottawa. Ein máltíð á tveimur og hálf- um degi í New York-borg. Gisti- staðirnir voru oftast heystakkar, eða stráhrúgur á ökrum. Ein nóttin var sérstaklega eftir- minnanleg, er við reyndum að sofa í útihúsi í Scotia-stöðinni, og gátum ekki einu sinni lagst niður — leituðum þangað, til að geta varist kuldanum. Sextán potta körfur af bláberjum tínd- um við, og fengum aðeins 39 cent fyrir. Lifðum á hálfhráu brauði, og sykurlausu og mjólkurlausu tei ,og baunum eintómum í sex vikur. Enginn sýndist kæra sig um okkur, eða þurfa okkar með. Og samt voru margir dreng- ir eins og Don, svo þúsundum skifti, sem ferðuðust á járnbraut- arlesta-þökum, eða kola- og far- angurs og flutningsvögnum í ó- leyfi auðvitað, voru reknir og hraktir út úr einum vagninum eftir annan í landi, sem ekkert hafði með þá að gera, og ekkert vildi með þá hafa, það voru drengimir, sem fyr$t buðu sig í herþjónustu. Þeir voru hinir “útvöldu” í úrslitaorustu Eng- lands, vopnið, sem miðað var að hjarth Berlínarborgar. En hvað Canada var hrifin og stolt af þeim! Þessum mönnum, þessum drengjum! Canada fæddi þá og hýsti; veitti þeim atvinnu — atvinnu við að drepa aðra, eða vera drepnir. — Hugsuðu þessir menn, þessir unglingar út í slíka hluti? Er það í hugum hinna hörmulega fáu, sem eftir eru? Halda hinir blindu, höltu, i einu orði þeir, sem bera marg- vísleg örkuml eftir hið hræðilega stríð, að við vanrækjum þá í framtíðinni, eins og við vanrækt- um feður þeirra — hetjurnar frá síðasta stríði? Nei, þessir dreng- ir elskuðu landið sitt svo mikið, að þeir gáfu því — fórnuðu því, öllu sem þeir áttu — landinu, sem ekki hafði gefið þeim neitt. Á altari Canada lögðu þeir sína dýrmætustu fórn, sjálft lífið, með gleði, því þeir, sem nutu svo lítils, borguðu ekki í sömu mynt. Já, vinur minn kom aftur. Engrar beiskju kennir hjá honum. Honum finst þetta land feg- ursta og bezta landið í heimin- um. Hann er jafnvel þakklátur fyrir hlunnindi þau, og skaða- bætur, sem honum bera með öll- um rétti. Hann hlakkar til að fara úr herbúningnum, og nota sér tækifærin til að komast á- fram sem honum finst vera nóg af hér. Hann hugsar sér að setjast að hér, hann heldur að það verði nægileg atvinna fyrir alla. Eg get ekki fengið mig til að valda honum vonbrigða, með því, að segja honum eins og er. En eg hefi verið hér yfir öll stríðsárin, og eg hefi séð með eigin augum, hvað okkar eigin óráðvendni, frjágræðgi og eigin- girni getur gengið langt. Eg hefi séð hvernig ný axarsköft og skakkaföll eiga sér stað, og sigla í kjölfar hinna gömlu synda. Eg efast mikið um, að vinur minn hafi komið aftur til betri Can- ada, eða þar hafi átt sér stað nokkrar breytingar til batnaðar, eða að hún (Canada), kunni nokkuð betur að meta fórnir þessara manna, en hún mat verk feðra þeirra. Ungir menn ráfa um götur borganna í vinnuleit, og þeim eru boðin sultarkjör, ef þeir eru svo hepnir að fá nokkra atvinnu. Það má vera, að tímarnir fari batn- andi, en svo hlýtur að koma kreppa verri en nokkru sinni áður. Það er ekkert spaugilegt við það að svelta, eins og við Don urðum að gera fyrir tiltölu- lega fáum árum. En það sem við gengum í gegn- um, var hátíð hjá því hungri og harðrétti, sem þjóðir í Evrópu og Asu líða nú á tímum. Eg horfði á vin minn, meðan þessar hugsanir hreyfðust í huga mín- um. Hann brosti. Alt í einu vorum við orðnir ungir aftur, og það var, þrátt fyrir alt og alt von, von um bjartari framtíð —' því að skin kemur æfinlega eftir skúr. Já, það var von, því hann hafði þó komið aftur. Sjómaður frá New York, 18 ára að aldri, og 38 ára amma, voru nýlega gefin saman í hjóna- band í Rossville, Ga. Maðurinn heitir Walter Hall, og varð 18 ára í síðasta mánuði. Mrs. Neo- mia Baldwin, sem hann gekk að eiga, á 3 börn, sem öll eru eldri en eiginmaður hennar. Peningalaust land Ríkið Andorra í Pyreneafjöll- um, sem altaf hefir verið sjálf- stætt, hefir aldrei haft fyrir því að slá sina eigin mynt. Það hefir látið sér nægja að nota myntir nágrannaþjóðanna. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU HEILLA ÓSKIR -v til þjóðhátíðarvina og allra íslendinga sem búa í hinu fornhelga landnámi að Gimli og víðar í Nýja íslandi. Síðan á landnáms tíð hefir innflutningur íslendinga til Canada og Bandaríkjanna verið viðburðaríkasti og heilladrjúgasti þáttur, í sögu íslands. Á þjóðhátíðardögum vorum eflumst við að styrk og þrótt, sem fer vaxandi þegar árin líða. Megi hið sjálfstæða föðurland vort lengi njóta þess andlega og verklega stuðnings sem Vestur-íslendingar geta veitt því á komandi tíð. Blessunar óskir vorar verði íslandi til velferðar og sigurs. Lengi lifi Island! Sigurdsson, Thorvaldson - ■ ■ Company, Limited —- RIVERTON, ARBORG, HNAUSA, MAN., CANADA /

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.