Heimskringla - 31.07.1946, Side 6

Heimskringla - 31.07.1946, Side 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. JÚLÍ 1946 “Hver getur hún verið þessi yndislega stúlka? — hvaðan kemur hún? Hvar erfði hún þessa dásamlegu fegurð? — þessa blíðu, þessa hreinskilni og þennan yndisleika?” En Sheila vissi ekkert um þessa spurningar eða þá aðdáun sem hún vakti. Hin unga rödd hennar var glaðleg og hlátur hennar hressandi og í hóf stiltur og lét í eyrum eins og dúfna- kvak. Smekkur hennar var eins góður og vinur föður hennar gat ákosið. 4. Kapítuli Þegar Sheila kom til Sólheima, var sem húsið fyltist af sólskini og æsku. Hvað sem Kruger hélt um Sheilu, þá vac hún ekkert nema barn og breytti eins og barn. Andlit hennar var eitt sólskinsbros og augu hennar, fegurri en nokkru sinni fyr, þegar hún hló og þegar hún talaði sáust raðir af hvítum tönnum, sem líktust perlum. Hún elskaði Pét- ur Ballar og konuna hans og dansaði í kring um þau þegar hún gat náð í þau, en annars var hún úti í garðinum og tíndi þar blóm og lék sér eins og barn, sem hefir losnað úr prísund skóla- agans, og nýtur nú frjálsræðisins. Sheilu þótti vænt um nýju kjólana sína og nýja hattinn með bláa borðanum, og í hvert skifti er hún fór í eithvað nýtt, hljóp hún út til að ná'í Pétur, sem hún kallaði nýja pabba eða frænda, til að sýna honum hvernig fatið færi. Pétur horfði rannsakandi á alt þetta stáss. Hann gat séð að Margrét hafði nákvæmlega fylgt öll- um hans fyrirmælum hvað kaupin snerti, og hann andvarpaði, er hann hugsaði til þess, að þetta glaða barn, er var svo fjörugt og saklaust, skyldi áður en langt um liði, þurfa að fara inn í samkvæmislífið og alt annað umhverfi; en hingað til hafði verið heimur hennar. “Því andvarpar þú svona, frændi?” spurði Sheila. “Ert þú hryggur yfir einhverju, elsku frændi?” “Eg er ekki beinlínis hryggur, Sheila mín,” svaraði hann. “Eg vildi bara óska, að þú gætir haldið áfram að vera barn, eins og þú ert ennþá. Heldurðu að þú getir skilið hvað eg á við?” “Þess vildi eg óska af heilum huga,” svar- áði Sheila. “Mig langar alls ekkert til að verða fullorðin, alls ekkert; en þessir kjólar eru handa barni. Eru þeir það ekki, Pétur frændi? Og þegar eg horfi á mig í speglinum, þá finst mér að pabbi minn mundi segja, ef hann sæi mig: Þú ert allra snotrasti unglingur, Sheila mín.” “Þú mátt ekki vera hégómleg, bamið gott,” sagði Pétur, en Sheila leit til hans stríðnislega og hló hátt. “En þetta er samt satt. Getur nýji pabbi ekki séð að eg er snotur. Er eg það ekki?” “Jú, en þú mátt ekki festa hugann við það, barnið mitt.” “Ef þú segir svo skal eg reyna að gleyma því, en komdu nú með mér niður að hesthúsun- um, mig langar svo til að sjá alla fallegu hest- ana.” Pétur fór svo með henni, og undi sér vel. Þau hlógu og gerðu að gamni sínu. Skólinn og alt, sem honum heyrði til, var horfið úr huga Sheilu, eins og það hefði aldrei verið til. Sheila þreyttist aldrei að tala, og Pétur hlustaði og hugsaði með sér, hvað hinn látni vinur hans, Páll Denvers, mundi hafa sagt við ungu stúlk- una, ef hann hefði séð hana nji. Á sinn hátt þótti Margrétu alveg eins vænt um Sheilu og Pétri; en hvorugt þeirra mintist á Ralph, þótt móðirin í hjarta sínu langaði til að leiða talið að honum. Það virtist helzt sem Pétur Ballar hefði gleymt því að Rlaph væri til, og Margrét Þorði ekki að minnast á hann við ungu stúlkuna, því að hún óttaðist, að hún kynni að spilla fyrir sér með því á einhvern hátt. Næsta dag var von á Ralph heim og ef hann færi rétt að gæti hann byrjað á að koma sér í mjúkinn hjá Sheilu og biðlað til hennar, og var móðir hans fullviss um, að ef Ralph legði sig fram, gæti hann komið svo ár sinni fyrir borð, að hann væri alveg ómótstæðilegur. En gamalt máltæki segir, að maðurinn spái en guð ráði, og hvorki Ralph né Sheila virtust hirða hið minsta hvort um annað. Þetta var Mrs. Ballar ljóst, en hún vonaði að Ralph mundi líta á þetta frá skynsamlegu sjónarmiði, að hon- um mundi skiljast hversu þýðingarmikið þetta var fyrir hann, að öðlast ástir þessarar ríku og fögru stúlku. Hún mundi eigi aðeins verða góð og fögur kona handa honum, heldur einnig veita honum alt það fé, sem hann gæti kosið sér. En Margrét Ballar var alls ekki hamingju- söm um þessar mundir. Hún var hræðilega hrædd út af þessu bréfi, er var sent til Bloemfon tein. Hún fann það eins og ósjálfrátt, að mað- urinn hennar mundi, ef hann kæmist að þessu, misvirða það, að þessu var haldið leyndu fyrir honum. Hún sá vel um það að unga parið fengi eins mikið næði og auðið var til að ræða saman, og hún gætti þess vel að minnast nokk- uð á trúlofan við þau. Það var nógur tími til þess, þegar Sheila átti að fara að taka þátt í félagslífinu. Þau Ralph og Sheila voru ekkert hrifin af þessum samvistum. Það var auðvelt að sjá að Sheila forðaðist unga manninn eins og henni var unt. Margrét lá vakandi á nóttunni og hugsaði um hvort Karl Kruger mundi svara boðsbréfinu, og umfram alt, hvert hinn góði, réttláti og heiðarlegi eiginmaður hennar kæm- ist að þessu. Lögmaðurinn mundi tæplega láta hjá líða að svara bréfi frá konu, og þegar svarjð kæmi, hvað átti hún þá að segja Pétri? ■ Svarið kom á þeim tíma, sem Margrét hafði búist við því, sem sé þrem vikum eftir að hún hafði skrifað boðsbréfið til Krugers. Það kom alveg eins og önnur slík leiðindabréf gera, þegar þau sátu að morgunverði. Margrét kom ofan í síðara lagi. Hjartað stansaði í brjósti hennar þegar hún sá mann sinn sitja með bréfið í hendinni og horfa á það með vandræðasvip á sínu heiðarlega andliti. Er hann sat þannig komu þau Ralph og Sheila inn í herbergið. Hreyfingar Ralphs voru stirðlegur og letilegur, en Sheila kom inn létt- fætt eins og sólargeisli. Pétur leit á konu sína með símum fallegu dökkum augum. “Veistu hvað, Magga,” sagði hann. “Hér er bréf, sem eg er viss að er til mín. Mrs. Ballar hlýtur að vera prentvilla.” Margrét hélt að hjarta sitt mundi springa, fyrst varð hún blóðrjóð og síðan náföl er hún svaraði: “Nei, Pétur, bréfið er til mín.” “Til þín? En hvernig getur staðið á því góða mín? Þetta er rithönd Krugers. Eg hafði enga hugmynd um, að þú þektir þann mann.” Ralph starði á móður sína og andlit hans fékk svo illkvitnislegan svip, að hann líktist. helst mynd af ungu skógartrölli. Sheila gekk til Péturs og lagði handlegginn á öxl hans. “Eg skal útskýra þetta fyrir þér, Pétur,” svaraði Margrét. Henni fanst ósvífnissvipurinn á andltii Ralphs alveg óþolandi og langaði til að þau hjónin gætu rætt þetta sín á milli. •“Eg fór heimskulega að ráði mínu Pétur,” tók hún til máls, “er þú varst farinn til bæjar- ins, morguninn, sem Mr. Kruger átti viðtalið við þig, þú manst að eg bað þig að láta mig vera viðstadda samtal ykkar, svo að eg gæti heilsað honum, þá-----” “En var málafærslumaður pabba í Lon- don?” spurði Sheila. “Við skulum tala um þetta í annað sinn, Margrét,” sagði málafærslumaðurinn, er tók nú eftir að Ralph og Sheila voru inni í stofunni og hlustuðu á þetta með mikilli forvitni. “Og nú skulum við fá okkur kaffið, kæra Margrét. Mér finst að orðið sé framorðið.” Honum fanst að hann hefði kökk í hálsin- um, er hann mælti þessi orð, og ekki batnaði honum þegar Sheila á sinn barnalega og biðj- andi hátt, brosti, svo að allir spékopparnir henn- ar komu í ljós, sagði: “En mig langar svo til að heyra hvað lögmaðurinn hans pabba vildi hing- að.” “Hann kom hingað í viðskiftaerindum, barnið gott, meira get eg ekki sagt þér núna. En nú er bezt að við fáum okkur kaffið. Eg verð að hafa hraðan á, því að framorðið er orðið og eg þarf að komast til bæjarins í fyrra lagi.” Það var ekki fyr en síðari hluta þessa dags, er þau hjónin, Pétur og Margrét, gengu saman í garðinum, að hann spurði hana um bréfið. “Þetta er alt saman einskis virði, Pétur minn,” sagð,i hún. “Eg brann af forvitni að sjá þennan fjárhaldsmann Sheilu, þessvegna skrif- aði eg honum og bauð honum til Sólheima til að borða með mér morgunverð. Eg bauð hon- um að koma næsta dag þar sem eg bjóst ekki við, að hann yrði þá lagður af stað til Bloem- fontein.” Pétur stóð þar undarlega hljóður. Hann virtist bæði undrandi og ekkert skilja í þessu, já, hann virtist vera hryggur í huga. “Eg get ekki skilið það, Margrét, hvers vegna þú hefir leynt mig þessu bréfi, sem þú skrifaðir. Eg hefi hingað til verið viss um að konan mín hefði engin leyndarmál, sem eg mætti ekki vita um.” NYTT VERALDAR TÍMABIL Frumefna sprengjan hefir sett nýtt tímatal fyrir veröldina. Leiðandi vísindamenn, með Einstein í fararbroddi, koma sér saman um, að það sé engin leið að komast hjá eyðileggingu hennar nema með því eina móti, að þjóðirnar komi sér saman um, fyrir alla ókomna tíð, að stríð komi ekki fyrir milli manna og þjóða þessa heims. Samvinna milli þjóðanna mundi framleiða samvinnu innan þjóðarheildarinnar. Hvert það spor sem nú er stígið í samvinnu- áttina, og sem miðar að því, að sameina kraftana í þeim héruðum er eigi eru alla reiðu sameinaðir, eru framfaraspor í áttina til alheims friðar. CANADIAN CO-OPERATIVE WHEAT PRODUCERS LIMITED WINNIPEG — CANADA Manitoba Pool Elevators Winnipeg Manitoba Saskatchewan Cooperartive Producers Limited Regina Saskatchewan Alberta Wheat Pool Calgary Alberta /Vexttme1/U{ teát/Uc&cL \rs "Tka 'Ta.voxite ofi HOMEBAKERS fotom gQn.ata.tion to ýcnatation

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.