Heimskringla - 31.07.1946, Page 9

Heimskringla - 31.07.1946, Page 9
31. júlí 1946 Kveðja til vinanna vestur á strönd Flutt í samsæti 6. júní 1946. Við komum til að kynnast hafsins strönd og koma út á sjóinn undur breiða, er sundurskilur heimsins lýði og lönd, en lýði alla til sín vill þó seiða. Á kynnisferð við kusum hér að sjá, þau kraftaverk, sem vit og auðlegð fremur. Já, satt er það, að mi'kið furðast má sá maður, sem úr fámenninu kemur. Og fá að líta fjöllin himin há, er hæstu tinda þekur vetrarmjöllin. Það er svo afar dýrðleg sjón að sjá þá sólin hellir geislum yfir fjöllin. Við komum, sáum, sumarskartið hér í sínum fagra yndislega blóma. Og fagra borg, sem frægan orðstír ber, sem fólksins mergð vill heimsækja og róma. Og umfram alt hér vildum vini sjá sem voru okkar grannar árum síðan. Það okkur gladdi að geta fundið þá við góða heilsu og álla beztu líðan. Og ferðin hefir fögnuð okkur veitt því fólkið okkur gladdi á allar lundir. Við munum það og þakka viljum heitt, uns þrýtur líf og sól er gengin undir. \ Að lokum ávalt kemur kveðjustund, þá kæra vini hljótum við að skilja. Ó, þá er gott að vera glöð í lund og góða vinsemd fyrir augum dylja. Við geymum allt, og minnumst síðar meir á margt er vinir sögðu á gleðistundum. Svo hjartakærir eru allir þeir, sem okkur hafa mætt á vinafundum. Nú hjartans þakkir viljum votta þeim, sem vegi okkar greiddu á allar lundir. ELIZABETH DROTNING BRETAVELDIS Fædd 4. ágúst 1900 • Til þeirra stöðugt berist blessun heim og bjartar verði allar lífsins stundir. Um það er ekki auðvelt hér að spá hvort aftur munum sjást í þessum heimi. Við biðjum þess og treystum örugg á, að alheims Drottinn faðmi ykkur og geymi. V. J. Guttormsson BRÉF TIL HKR. New York, 23. júlí ’46 Aðeins fáeinar línur til að láta Heimskringlu vita hvar við er- um. Við komum til New York s. 1. miðvikudag, eins og áætlað var. Höfðum þá verið 2 daga og 3 nætur á ferðalaginu. Þegar við komum hingað, fréttum við að einhver töf væri enn á því, að lagt yrði af stað heim. Stendur þannig á, að skipið sem flugfé- lagið “Loftleiðir” heima á ís- landi er að kaupa, á að verða sem bezt útbúið, áður en það kemur heim. T. d. er verið að fá áhöld til þess að höggva ís af vængjum skipsins og ýmislegt þessháttar. Loftleiðir vilja það sem allra fullkomnast, þegar það kemur í þeirra hendur. Það er ekki um neina töf að ræða af stjórnar- skoðun á flugfarinu, eins og í Lögbergi segir og líklegast Hkr. einnig. En hana hefi eg ekki séð, þegar þetta er skrifað. Grettir konsúll Jóhannsson var hissa á að sjá það haft eftir sér. Loft- leiðir vilja flugfarið sem allra bezt úr garði gert áður en það kemur heim, sem er góð kaup- menska og ekkert annað. Sumt af því sem flugfarið þurfti með til flugs í norðrinu, varð að fá heiman frá Keflavík á Islandi; var hér hvergi fáanlegt. En í lag er búist við að alt verði komið í lok þessa mánaðar; kanske fyr. Ferðin frá Winnipeg hingað gekk ágætlega. C. P. R. lét fara eins vel um okkur og unt var. Við vorum á öðrum degi komnir til Ottawa. En þar var aðeins staðið við í 15 mínútur. Varð eg fyrir vonbrigðum þar og sá ekki einu sinni merkilegustu staðina tilsýndar, að ekki sé talað um að maður kæmist þangað. Járn- brautastöðvarnar þar eru niður í kvos, og þaðan sézt ekkert af borginni. Við sáum ekki einu sinni friðarturninn mikla, sem Bruce Hutchison segir, að sé í- mynd eða tákn canadiskrar þjóð- ar. Það er sagt stundum, að steinar tali. En hvort þessi “múmía” gerir það, erum við ekkert fróðari um. 1 Montreal var lengur staðið við og þessa stærstu borg Canada, er gaman að sjá; einkum þótti okkur fag- urt að líta til hæðanna, sem eru utarlega í borginni en samt hluti af henni. Annars var dvölin þarna of stutt til að geta skoðað borgina nokkuð að ráði. Á járnbrautarstöðinni í New York, voru Grettir konsúll Jó- hannsson, kona hans, Ólafur Björnsson, sonur Sveins Björns- sonar forseta Islands, og Franz Anderson til að taka á móti okk- ur og vísa til bústaðanna, sem þeir höfðu útvegað okkur. Var okkur þarna mikill greiði ger, því hér er ílt að fá skjól yfir sig þó mörg og stór séu gistihúsin. Dvöldum við öll sem í för- inni voru (en það voru Einar P. Jónsson og kona hans, sá er þess- ar línur ritar og kona hans og Hjálmar Gíslason), á gistihúsi því er Collingwood heitir fyrstu tvo dagana, en síðar fluttum við, kona mín og eg, til Franz Ander- sens; Mrs. Andersen er systir konu minnar og annarstaðar var ekki að tala um að vera en þar. Höfum við verið sem heima hjá okkur síðan. Hjálmar fékk og íbúð hjá íslenzkri fjölskyldu. En þeir sem á hótelum gista, verða sí og æ, eða á hverjum fimm dög- Framh. á 13. bls. •MiiiiiiiiniiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiipiiiiiiiiiiiiEiiiiiiiiiiiiiniiMiMiimniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiniiiiMiiiiiiuiiiiiiil HUIIIIMIMMOIIIIIIIIIIinilllllllllllUIIIIIIIIIII... 5 i g | í þessum þremur orðum felst flest það sem vér keppum að öðlast alla vora æfi á þessari jörð— þessi þrjú orð eru undirstöðu atriði menningar, sjálfstæðis og frelsis. I ‘ ... I Nú á þessum tímum er mikið talað og skrifað nm öruggleika—og er það sannarlega mikils virði til vor—en f jölskyldu og heimilis öryggið er þó undir- staða allra þeirra hluta, og það eina, sem getur gefið örygginu varanlegt gildi. Oss er innanhand- ar að ná því takmarki með því að kaupa skynsam- lega lífstryggingu. Lífstrygging hefir tvennan tilgang—öryggi fjölskyldunnar, ef óhöpp bera aft hendi, og farborða yður sjálfum til handa, þegar árin færast yfir. Talið við Great-West Life umboðsmann viðvíkj- andi yðar sérstöku þörfum. Viðtal er á engan hátt skuldbindandi. = •- V = 1 THE I GREAT-WEST LIFE ASSURANCE COMPANY .................. Summer Classes Our Summer air-cooled and air-conditionedí classrooms make it pleasant for study. Classes will continue throughout the S ummer wi th out any interruption, FALL TERM OPENS MONDAY, AUGUST 26th If you prefer to enroll either before or after this date, however, you may do so. Our classes will be conducted throughout the summer without any interruption. mAKE VOUR RESERVATION Í10W For our Fall Term we have already received many advance registrations from near and far-distant points in Western Canada. To reserve your desk, write us, call at our office, or telephone. Ask for a copy of our illustrated Prospectus, with which we will mail you a registration form. TELEPHONE 96 434 Cf CfJ . /r/J // C&/. ■ 7 (wm/ loomme/aal Joolime The Air-Conditioned College of Higher Standards Portage Ave. at Edmonton St WINNIPEG TELEPHONE 96 434

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.