Heimskringla - 31.07.1946, Blaðsíða 10

Heimskringla - 31.07.1946, Blaðsíða 10
10. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. JÚLÍ 1946 Parrish & Heimbecker —Limited = Löggilt 11. apríl 1909 Taka á móti korni, senda korn og flytja út. Borgaður að öllu höfuðstóll... $500,000.00 Aukastofn...............$750,000.00 ★ Forseti....................W. L. Parrish Varafors. og fr.kv.stj.Norman Heimbecker Féhirðir....—................W. J. Dowler Umboðsmaður—Gimli, Man.....B. R. McGibbon ★ Aðalskrifstoía WINNIPEG Útibú MONTREAL TORONTO PORT ARTHUR CALGARY VANCOUVER 50 sveitakornhlöður Endastöðvar í Calgary og Port Arthur “Gamalt félag, sem orð hefir á sér fyrir ábyggileg viðskifti” GULLBRÚÐKAUP í Wynyard, Sask. Það var mannmargt á fallega grasbalaraum við húsið þeirra Gainnlaugs og Halldóru Gíslason sunnudaginn 7. júlí s. 1., enda var þar samankomið fóllk úr öll- um hlutum íslenzku Vatnabygð- anna, og víðar að. Tilefni þessa mannfagnaðar, þennan fagra júlí dag, var að húsráðendur, sem þó réðu engu í þetta sinn, áttu 50 ára giftingar- afmæli. Það va'r gullbrúðkaups- dagur þeirra Gunnlaugs og Hall- dóru. Þangað vildu allir komast sem þau þekkja. Þau hafa verið sönn fyrir- mynd. Hjónabandið fyrirmynd og heimilið eins. Þar lifir enn hin óþvingaða íslenzka gestrisni. Einarðleg glaðværð og alúð er hjá þeim svo eðlileg, að öllum sem að garði ber, líður svo nota- lega í húsi þeirra. Þakklæti sitt vildu bygðarbúar sýna þeim með því að heiðra þau þennan dag. Stór laufskáU hafði verið reistur á grasfletinum við húsið, fagurlega blómum skreytt og vistum hlaðin borð, voru eftir endilöngum skála. Fyrir stafni var háborð og tvö heiðursæti fyrir miðju borði. Samsæti þetta hófst er öll sæti voru skipuð og brúðhjónin voru leidd að sínum sætum. AMir stóðu á fætur og sungu hinn alkunna brúðkaupssáhn, Halldóra og Gunnlaugur Gíslason MANITOBA Er Auðug af Náttúru Fríðindum ! Manitoba auðsuppsprettur SKÓGAR FISKUR GRÁVARA NÁMUR BÚNAÐUR FERÐALÖG Það er öllum Ijóst, að Manitoba er auðug af nátt- úrufríðindum — fríðindum, sem eru undirstaða undir áframhaldandi iðnað. Með svoleiðis yfirfljótanleg auðæfi sem grundvöll, að viðbættu ódýru vatnsafli til raforku og þægi- legum vinnukjörum, er Manitoba vel stödd til iðnaðarframleiðslu, sem bygt er á föstum grunni og sem vex með aukandi hraða. Með dæmafáum friðar hraða er nú þegar fram- kvæmdir að aukast í mörgum greinum, svo sem landbúnaði, fiskitekju, skógarhöggi, námugreftri, grávarningi og ferðalögum. Með skynsamlegri ráðstöfun hefir verið gert ráð fyrir, að iðnaður í Manitoba geti aukist til muna á næstkomandi árum. DEPARTMEIT of MIIES and liTllIIL RESOLRCES WINNIPEG, MANITOBA HON. J. S. McDIARMID, Minister D. M. STEPHENS, Deputy Minister “Hve gott og fagurt og indælt er”. | Þar næst ávarpaði forseti dagsins, Th. Bardal, gullbrúð- ! hjónin með nokkrum vel völdum orðum, bauð alla velkomna og bað fólk að syngja “Hvað er svo glatt”. Þá mælti Mrs. Th. Bardal fyrir minni brúðarinnar og af- henti henni gullúr (wrist watch). Þá var sungið “Fósturlandsins freyja.” Næst talaði Mr. Jim Jóhann- son, mælti hann fyrir minni brúðgumans, og afhenti honum vandaðan hægindastól. Þá voru sungin nokkur lög. Þá afhentu barnabörn heið- urshjónanna þeim blómvönd frá sér. Næst talaði Mr. Gunnar Jó- hannson til þeirra fyrir hönd þjóðræknisdeildarinnar í Wyn- yard,og afhenti brúðurinni blóm- vönd frá félagssystkinum deild- arinnar. Þá las forseti heillaóskaskeyti frá virauim og vandamönnum víðsvegar að, einnig las hann kvæði sem bróðursonur Gunn- laugs og nafni, og kona hans sendu, er P. B. í Vancouver hafði ort fyrir þau við þetta tækifæri; einnig kvæði eftir T. T. Kalman. Wynyard og heillaskeyti með vísu frá Rósmundi Árnason, Les- lie, Sask. Gestir langt að komnir til þess að vera viðstaddir voru: Miss Hlaðgerður Kristjánsson ög Mrs. R. Pétursson systur brúðarinnar, Miss Margrét Pétursson og Miss Elin Hall, allar frá Winnipeg; Guðlaug Halldórson og Mrs. Jó- hann Einarsson, Gerald, Sask., og Mr. og Mrs. Jón Reykjalín, Langenburg, Sask. Nökkrar af konum bygðarinn- ar stóðu fyrir hinni rausnarlegu veizlu, sem þarna var haldin og varð víst þrisvar að setja til borðs. Rúmlega 200 manns munu' hafa verið þarna saman komið. Að endingu þökkuðu heiðurs- gestir fyrir sig. Seinast voru sungin nokkur íslenzk lög og svo náttúrlega reyndu allir að ná í að taka í hendur þeirra Gunn laugs og Halldóru og árna þeim allra heilla. Allir fóru glaðir og ánægðir heim til sín, glaðir af því að hafa glaðst og ánægðir yfir því að hafa -hjálpað til þess að gleðja aðra. Viðstaddur TIL GUNNLAUGS OG HALLDÓRU GÍSLASON Á gullafmælisdegi þeirra 6. júlí 1946 Und himni heiðra minja þið hvílið göngumóð, og lítið loks til baka á langa æfislóð. Með einni lund þið leiddust um lífsins kalda hraun, en fyrnduð dýra drauma og dagsins sigurlaun. Þið eigið mannlífsmyndir og minninganna gler, og kryfjið leynda kosti, sem kærleiks-augað sér. 1 ljósi þess þið lærðúð að lifa glöð og sátt, og græða’ á því að gefa ef granninn átti bágt. Með þannig hug og hjarta þið heilsið aftan-sfund. 1 vermireitum viljans þið vaxtið yfekar pund. Þótt orlofs-árin fæfcki og Ellin stefni í hlað, vex yndið af því liðna með auð sinn þess í stað. Gunnlaugur og Dagmar Gíslason TIL GUNNLAUGS OG DÓRU Svo mun æ, að kalli kvöld kjörlán sín að beði, en hér var lifað hálfa öld í hispurlausri gleði. Fylgi ykfeur heill og happ hátíðaljóðum rödduð, eins og lítið lófaklapp lýðsins alls er glödduð. T. T. Kalman TIL / GUNNLAUGS OG HALLDÓRU GISLASON Kæm heiðurshjón Gunnlaugur og Halldóra! Innilegustu hamingjuóskir á ykkar gúllbrúðkaupsdegi. Léttir hjarta, lífgar sál ljós á veginn stafar. Ykkar bros og ylhýrt mál alla leið til grafar. Rósm. Arnason Þakkarávarp Öllum vinum ofekar og vanda- mönnum sem þátt tóku í því að halda upp á gullbrúðkaupsdag okkar hjónanna, þann 7. júlí s. 1., með nærveru sinni eða heillaósk- um, sem og gjafirnar góðu, hlý- huginn allan í ökkar garð, vinar- orðin í ræðu og ljóði, viljum við flytja ofekar hjartans þakfclæti. Stundina sem þið voruð með okkur þennan dag og gerðuð okkur svo ánægjulega, munum við geyma í þakklátri minning, meðan árin endast. Gunnlaugur og HaHdóra Gíslason Andlát Aðfaranótt laugardagsnis, 27. júlí, andaðist á General Hospital eftir langvarandi veiki, Viggo Thordarson, sonur Guðmundar Thordarsonar og Guðlaugar Jónsdóttur, konu hans. Hann var aðeins 24 ára að aldri. Út- förin fer fram í dag (miðvikudag- inn) frá útfararstofu Morduo Bothers. Séra Philip M. Péturs- son jarðsyngur. Saga íslendinga í Vesturheimi þriðja bindi, er til sölu á skrif- stofu Heimskringlu. Verð; $5.00. Allar pantanir afgreiddar tafar- laust. 50 YEARS ol Dependable Service « at Cost Throughout the 50 years since Wawanesa was organized many new “Insurance Trails” have been blazed in Canada. ★ Fire and Accident Prevention Campaigns. ★ Fire-Fighting Equipment Loaned. ★ Broadened Insurance Coverage. • ★ Favorable Automobile Rates. ★ And always, Prompt and Fair Settlement of Claims. THE3==_ WAWA N E S A Mutual Insurance Company LOCAL REPRESENTATIVE: JOHN V. SAMSON 1025 Dominion $t. — Phone 38 631 WINNIPEG, MAN. SEEP ANP GRAIN 6R0WERS WE BUY AND CLEAN: Alfalfa, Clovers, Grasses, Field Peas Also Cereal Grains ★ When ready to ship or sell get in touch with any of our elevator agents or H. S. ERLENDSON and G. O. EINARSSON at Arborg, Manitoba ★ Federal Grain Ltd. GRAIN EXCHANGE WINNIPEG ★ CLEANING PLANT: 120 Empress St., nr. Notre Dame & Keewatin, Winnipeg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.