Heimskringla - 31.07.1946, Blaðsíða 11

Heimskringla - 31.07.1946, Blaðsíða 11
WINNIPEG, 31. JÚLI 1946 HEIMSKRINGLA 11. SIÐA FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Heimtur úr helju Golin Gibson, flugmálaráð- herra, gerði kunnugt í neðri mál- stofunni í þinginu nýlega, að Flt. Lt. Bill McKenzie frá St. Vital, Man., flugstjóri á loftfari af hinni nýjustu gerð (jet pro- pelled), er týndist fyrir nálega mánuði síðan, væri fundinn, og kominn til mannabygða. Hann drógst með frekar veik- um burðum inn í Blind River, um 60 mílur fyrir vestan Sud- bury, Ont. Fluttur var hann loftleiðis til Ottawa, og lagður inn á sjúkrahús; má geta nærri að hann hefir þarfnast hvíldar og styrkingar, þar eð hann hafði ekki annað haft til matar en lítið eitt af bláberjum, og alt það vatn, er hann gat náð í. Taldi hann, að einkum vatnið hefði bjargað lífi sínu þennan langa tíma, (hátt upp í mánuð), sem hann var viltur og strandað- ur norður í óbygðunum. Hafði hann léttst um 47 pund. Slysið vildi þÆnig til, er hann var á leið frá Kapuskasing til Toronto, að súrefni þraut, og eft- ir það gasólíu, varð hann að nauðlenda á Helen Bar Lake, 60 mílur fyrir norðvestan Blind River. Sökk vélin bráðlega, og bjarg- aði hann lífi sínu með því að synda meira en hálfa mílu til lands. Gat hann kveikt eld sér til bjargar, en gekk illa að ha'lda honum lifandi sökum sífeldra rigninga, og dó hann með öllu út að síðustu. Byrjaði hann þá sína þrauta- göngu rammviltur, er endaði eins og áður er sagt með því, að hann komst hrakinn og illa til reika til mannabygða, en bar sig þó hið bezta, og gerði lítið úr hrakningum sínum. Móður á hann og eiginkonu í St. Vital. Má nærri geta hversu þær hafa fagnað því, að vita að hann var sloppinn úr greipum heljar. Hveitisanmingai’ Hveitisamning'ar milli Canada og Bretlands voru gerðir heyrum kunnir um sama leyti í Ottawa og London. Þeir hljóða þannig: Canada lofast til að selja nr. 1 hveiti frá Ft. William, Vancou- ver eða Churohill, fyrir $1.55 mælirinn, fyrstu 2 árin. Þriðja árið gerir hún kost á að selja mælirinn fyrir ekki minna en $1.25; og 4 árið ekki minna en $1.00. (En samnings-tímabilið er 4 ár). Samningar um verð hveitisins tvö síðari ár tímabilsins eru þó óákveðnir, og verður gengið frá þeim síðar. Verkfalla faraldurinn Dr. Arthur MacNamara, verka- málaráðherra lét svo ummælt í bréfi til þingnefndar, að því lengur sem stálverksmiðju- verkfallið stæði yfir, því meira og víðtækari áhrif hefði það, og því meiri líkindi til, að það mundi valda almennu verkfalli Crescent Creamery COMPANY LIMITED Verzlar nteð “Beztu efni” mjólkur framleiðsla yfir 40 ár MJÓLK * RJÓMI * SMJÖR * ISRJÓMI ÁFIR * SÚRRJÓMA * GEROST Símið 37 101 fyrir daglegan heimflutning QUAUTY PRODUCTS MODERATELY PRICED á öllum iðnaðar og framleiðslu- sviðum um alla Canada. | Dr. NacNamara benti á, að árangur og afleiðing af verkföll- unum í Bandaríkjunum væri það, að 75% minni innflutt kol yrðu í Canada þetta ár en 1945. Þessi eldsneytis-skortur, sem svo mikil áhrif hefir á stálfram- leiðsluna þar, hvað þá heldur þegar stálverksmiðjur hér í Can- ada hætta framleiðslu, kvað hann hafa áhrif á, og leggja hömlur á allar verklegar fram- farir á öllum sviðum í landinu. Húsabyggingar yrðu að hætta, þareð nauðsynlegustu birgðir byggingarefna gengu til þurðar. | Steypu-verksmiðjur neyddust til að hætta framleiðslu með öllu; þar af leiðandi yrðu akur- yrkju-verkfæri ekki framleidd, og járnbrautar-ferðir teptust að meiru eða minna leyti. I Rt. Hon. C. D. Howe, bygg- inga- og umbótamála-ráðherra, hefir nú þegar ságt þinginu, að þær birgðir, er til sóu af nöglum, hafi stjórnin tekið í sínar hendur , itl bygginga þeirra, er forgangs- rétt hafa,og innan lítils tíma muni allar byggingar í Ganada verða að hætta sökum skorts á nöglum, haldi stál-verkfallið á- fram. I Samkvæmt bréfi Dr. MacNam- ara rnyndu verkföll í vefnaðar- verksmiðjum valda stórkostlegri minkun allskonar fataefna, sem nú þegar er ált of lítið af. | Verkfall í efnasamsetningar- verksmiðjum, hefðu einnig mikil áhrif á allan canadiskan iðnað. Stórfenglegur búskapur Um helgina voru stödd hér í bænum, ásamt dóttur sinni, Mr. og Mrs. Eiieifur Stephaifson frá Eston, Sask., og héldu þau öll heimleiðis í gær (þriðjudag). Búa þessi hjón svo stóru búi við Eston, að leitun mun á öðru eins, og mun óhætt að fullyrða, að Eileifur er stærsti íslenzkur kornyrkjubóndi í víðri veröld. Hann hefir t. d. nú í ár yfir 3,000 ekrur undir korni. Alt þetta mibla landflæmi á hann sjálfur og sér um öll vinnubrögð í sam- bandi við framleiðsiuna. Alt er þar unnið með nýtízku akur- yrkjuverkfærum og þaulvanir mlenn á hverri vél, enda hæsta kaup borgað við alla vinnu. — Hefir landbúnaðardeild stjórnar- innar tekið búskap hans og fram- leiðslu sér til fyrirmyndar og látið taka hreyfimyndir af öllum hreyfingum er útheimtast við plægingu, sáðningu, þreskingu o. s. frv. Eru þessar myndir svo sýndar víðsvegar um Canada, í leiðbeinjngarstarfi er stjórnin hefir með höndum, fyrir bænd- ur þessa lands. Einnig hefir bú-; skap þessum verið lýst í búnað- j arritum Canada, bæði með myndum og lesmáli svo sómi er j eigendunum og öllum Islending- um í heild. Heimskringla óskar þessum myndar hjónum allra heilla. Eileifur er sonur Jóhanns Stefánssonar er lengi bjó að Svold, N. D. Friðar-ráðstefnan í París Búist er við, að Canada verði ofarlega og skipi virðulegan sess meðal þeirra 17 þjóðríkja, er boðin eru af fjögra stórvelda- ráðinu til friðar-ráðstefnu þeirr- ar, er opnuð var í París nýlega. Mikið er látið með Mr. King, forsætisráðherra. Virðast París- ar-búar líta upp til hans, og stór- menni þau, er ráðstefnuna ætla að sitja virðast búast við miklu af honum. Þar sem forsætisráðherra Smuts frá Suður-Afríku er ekki á ráðstefnunni, verður ætlast til að Mr. King komi fram eins og leiðtogi brezkra nýlenda í al- þ j óða-f riðarmálum. Það getur farið svo, að Mr. King, Brooke Claxton, heilbrigð- ismálaráðherra, og aðrir meiri- háttar canadiskir fulltrúar leggi ekki áilra manna mest til friðar- málanna, hvað opinber ræðuhöld snertir; traust það, er ráðstefnan sýnilega ber til þeirra, vegur að öllum líkindum meira, og verða þeir meira viðriðnir nefndir ráðstefnunnar í málum þeim, er miklu þykja skifta. 1 Mikið er látið af viðtökum þeim, er Mr. King mætti í París, bæði af Bidault forseta og múgn- um. Féll að síðustu í valinn Dauðinn náði að lokum tökum á Lizzie Devers í Sapulpa, Okla- home, er var búin að lifa af 5 stríð, og hélt því altaf fram, að hún væri of sterk og of vel til- búin til að deyja. Hún dó nú samt nýlega. Hún var 115 ára gömul. Fyrir tveimur árum varð “Aunt Liz- zie”, eins og hún var ávalt köll- uð, fyrir bíl, og braut í sér nokk- ur rif. Læknar sögðu henni þá, að hún hefði haldið upp á sinn síðasta afmælisdag. Lizzie hreytti í þá, að hún væri of sterk á svellinu til að verða dauðanum að bráð, vegna þess að hún væri “Cherdkee”, sambland af Ira og Hollendingi, og væri það einhver hin ákjósanlegasta blóðblöndun, er hugsast gæti. Lizzie seldi um nokkurt skeið skottulækna-meðöl, og stjórnaði einu sinni 160 ekru bújörð, al- ein. Alveg nýlega fór hún upp í flugvél í fyrsta sinni, og féll það ágætlega. I síðastliðinni viku sparkaði kýr í aumingja Lizzie gömlu, og varð hún að fara á Tulsa-spítal- ann. Einn daginn fanst hún svo önduð í húsi því, er hún bjó í al- ein. Níu sinnum hafði hún giftst, og var búin að missa alla sína eiginmenn. Hún var mjög á móti hjónaskilnaði. Þingsályktun Islenzka þing-ráðaneytið öðl- ast fulla heimild og vald til að sækja um upptöku í Þjóðabanda- lagið. Það var ákveðið eftir að þingið hafði felt breytingartil- lögu, sem hefði gert umsókn um inntöku í Þjóðabandalagið vafa- sama og tvíræða, þar sem það var um það leyti, að mest af setu- liði Bandaríkjanna var kallað heim. Eldri maður tók að verða heyrnarsljór og hræddist það mjög, að hann myndi tapa allri heyrn. Dag nokkurn, er hann sat á befek í skemtigarði borgar- innar, settist annar gamall borg- ari við hlið hans. Sá heyrnar- áljói sá að hinn nýkomni talaði í sífellu, og þó gat hann ekki greint nokkuð hljóð. Hann hlust- aði og hlustaði, en árangurslaust. Hann lagði hendina að eyra sér — efekert hljóð. Að síðustu sagði hann aumkvunarverðri röddu: “Það er komið að því sem eg hélt. Eg veit að þér hafið verið að tala til mín nú um stund, en eg hefi ekki heyrt eitt einasta orð”. Honum stórlétti, er sá, sem við hlið hans sat, svaraði bros- andi: *‘Eg hefi efeki sagt nöfekurn skapaðan hlut. Eg er að bruðla á tyggigúmmí”. BLUE RIBBON TEA Always Dependable and Delicious BLUE RIBBON COFFEE Rich and Flavory BLUE RIBBON BAKING POWDER Ensures Baking Success Save The Coupons For War Saving Stamps Islendingadagurinn í Seattle, Wash. HALDINN AÐ SILVER LAKE Sunnudaginn 4. ágúst 1946, kl. 2 e.h. SKEMTISKRÁ, kl. 2 e. h. Forseti: H. E. Magnússon — Söngstjóri: Tani Bjömson The Star Spangled Banner Ó guð vors lands -------- ..... Fjöldinn syngur Ávarp forseta ----------------H. E. Magnusson Einsöngur----------------------Tani Bjömson Upplestur, kvæði ------- Sigurður Stefánsson RaéSa--------------------------Merkur gestur Einsöngur---------------- Dr. Edward Pálmason Eldgamla Isafold My Country! Tis of Thee Fjöldinn syngur Iþróttir og verðlaun. Dans frá kl. 6 til 9 e.h. Frítt kaffi allan daginn. ★ FORSTÖÐUNEFND: Jón Magnússon J. J. Middal Hermann Thordarson Halldór Sigurðsson Skafti Johnson J. B. Valfell Fred J. Fredrickson Complimenti o/ ZELLER’S LIMITED PORTAGE AVE. (Between Hargrave and Carlton) MANITOBA BIRDS COMMON LOON — Great Northern Diver — Gavia immer Distinctions. The Comrnon Loon is easily distinguished by its marked caloration. It has a black bill and green reflections on the throat. Juveniles and summer adults have rather pale bills and the shape, slightly arched instead of straight culmen is probably the best distinction. Field Marks. Ail black head, throat and bill. In juvenility or in winter plumage, size and unspotted back. Nesting. On the boggy or rocky shores close to fresh water where, When alarmed it can slide directly into the water. The rather bulky nest is built of decaying vegetable matter. Distribution. Over the whole of Canada, breeding wherever conditions are suitable and the birds are not disturbed. In many cases they remain in water as long as the water is open. (See next week’s space for habits and Economic Status) This space contributed by THE DREWRYS LIMITED MD168 Heillaóskir til vorra íslenzku vina The Searle Grain Company álítur að allir bændur í Vesturfylkjunum eigi fullan rétt á því að þeim sé borgað hæðsta verð fyrir hveitið og aðrar korntegundir. Vér trúum því þessvegna, að stjórn landsins, í samvinnu við hveitisamlagið, eigi NÚ ÞEGAR að borga bændum hæðsta verð heimsmarkaðsins, $2.13 fyrir mælirinn, í stað hins lága verðs sem nú er í Canada, $1.55. — Bandaríkja bændur fá þennan hærri prís. Því þá ekki vorir bændur? Searle Grain Company Limited

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.