Heimskringla - 31.07.1946, Blaðsíða 14

Heimskringla - 31.07.1946, Blaðsíða 14
14. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. JÚLl 1946 W. J. Lindal: MISSIR CANADISKRA BORGARRÉTTINDA Fjórða grein Á tvennan hátt geta menn mist borgararétt sinn: Með frjálsri sjálfsákvörðun, og með stjórnar ráðstöfun þess ríkis sem hann á heima í, sem ér afleiðing af hans eigin athöfnum. Það er sjáanlegt að í fyrra til- féllinu gerir það engan mismun, hvernig hann varð borgari, hvort heldur innfæddur eða með borg- arabréfi. Afleiðingin er sú sem hann ætlaði. Hitt er og jafn aug- ljóst, að þegar ríkið afturkallar eða ónýtir borgararéttindi ein- hvers, er einungis um þá að ræða, sem áður hefir verið veitt borgararéttindi. Það snertir ekki innfædda. í sumum löndum getur þeim, sem hefir verið veitt borgara- réttindi, verið hegnt með því, að svifta hann borgararétti sínum, og svo endurveita hann fyrir góða hegðun, en sú aðferð hefir ekki verið tekin upp í Canada i nýju lögunum. Canada, einsog mörg önnur lönd, vill komast hjá tvöföldu þjóðerni. Það er þessvegna, að canadiskir borgarar, fæddur ut- anlands, verða samkvæmt nýju lögunum að viðurkenna sinn canadiska borgararétt er þeir ná tuttugu og eins árs aldri, sam- kvæmt því leyfi, sem veitt er í mörgum löndum. Canada leggur engar hömlur í veg fyrir að canadiskir borgarar afsali sér sínu canadisba þjóð- erni, og taki sér annað. Að taka sér annað þjóðerni Hver canadiskur borgari, sem á formlegan hátt og af frjálsum vilja, utan Canada, aðrir en gift- ir menn, tekur sér þjóðerni ein- hvers annars lands, hættir að vera canadiskur borgari. Ef inn- fæddur Canada-maður fæddur utan Canada er borgari þess lands þar sem hann er fæddur, getur hann hafnað sínum cana- diska borgararétti þegar hann verður tuttugu og eins árs. Ef canadisk kona, með því að giftast borgara annars lands, verður eft- ir lögum þess lands, borgari þess, getur hún einnig hafnað sínum canadisku borgararóttindum. Ef hún gerir það ekki, verður hún borgari tveggja landa. Hermað- ur, sem er borgari bæði Canada og einhvers annars lands, hættir að vera canadiskur borgari, ef hann gengur í herþjónustu þeirr- |ar þjóðar. Ef barn fullveðja foreldra, sem hafa mist sinn canadi9ka borg- ararétt á þann hátt, sem tekið er ! fram hér að framan, verða, sam- i j kvæmt lögum þess lands borgar- ar þess, þá hætta þau að vera canadtókir borgarar. En barnið er það verður tuttugu og eins árs gamalt, getur með yfirlýsingu orðið canadiskur borgari aftur. Þar er allir canadiskir borgar- ar eru brezkir þegnar, er viðhöfð sérstök regla í tilfellum þegar er einhver hættir að vera canadisk- ur borgari. Ef hann gerist borg- ari annars lands, en sem er í brezka ríkjasambandinu, hættir hann að vera brezkur þegn. Missir borgarréttindanna fyrir dvöi utanlands Þetta áhrærir ekki innfædda Canadamenn, né canadiska borg- ara, sem hafa verið í canadiskri herþjónustu á styrjaldartímum, og hafa verið leystir úr herþjón- ustunni með sæmd. Allir aðrir canadiskir borgarar missa af sjálfu sér sín canadisku I borgararéttindi, er þeir hafa , dvalið utanlands í samfleytt sex Rjóma Framleiðendur SENDIÐ RJÓMA YÐAR TIL Central Dairies Limited 121 SALTER STREET — WINNIPEG Þar fáið þér fljóta afgreiðslu og bezta verðið. Hvort sem þér seljið eða kaupið þá verzlið við oss. HEILLAóSKIR TIL ALLRA ÍSLENDINGA! ERIC A. ISFELD, ráðsmaður Best Wishes to the lcelandic People Everywhere United Grain Growers Limited Hamilton Bldg. — Winnipeg i ár. Sérstakar tímalengdir um 1 dvöl utanlands, eru undanskild- jar, svo sem stjórnarerindreka, kaupsýslumanna og vegna heilsubilunar o. þvl. í lögunum er veglyndisleg klausa, sem er öllum þeim til verndunar, sem í einlægni vilja hálda sínum canadiska borgara- rétti, sem leyfir að borgararéttur canadisks manns, sem dvelur utanlands, megi vera framlengd- ur, með því að leggja inn beiðni um það til hlutaðeigandi ræðis- manns, innan sex ára, þar sem það er tekið fram, að burtveran sé einungis bráðabirgðarleg og að umbiðjandinn, í ailri einlægni ætli sér að hverfa aftur til Can- ada og talka þar upp búsetu sína. Það er eftirtektarvert, að í öll- um þessum tilfellum um missir canadiskra borgararéttinda af frjál9um vilja, er Canada bara að uppfylla (verða við) óskum borgara sinna, sem hafa tekið sér aðsetur annarsstaðar. Sum ríki neita að viðurkenna jafnvel þjóðernis réttindi sinna eigin borgara í öðrum löndum, hvað þá heldur búsetu þeirra utanlands. Borgarar slíkra landa eru háðir því að vera endurkall- aðir á stríðsárum, og ef þeir ó- hlýðnast því kalli, getur illa far- ið fyrir þeim, ef síðar næst til þeirra. Afturköllun canadiskra borgararéttinda Hér er mismunur milli inn- fæddra og þeirra, sem hefir verið veitt canadisk borgararéttindi. Það er skilningur 9umra í Can- ada, að borgarabréf sé óaftur- kallanleg, nema fyrir svik eða undirferli, og að ef löglegur borgari gerist sekur um ilt fram- ferði, hversu ilt sem það er, skuli hann vera straffaður á vana'leg- an hátt, eftir canadiskum dóms- úrskurði. Hér verður engin tilraun gerð til að mæla með eða móti þessari hugsanastefnu. Til að gera sér skiljanlegt í hvaða átt stefnu Canada hefir miðað áfram í þessu máli, og hve nærri hún er nú þessari skoðun, er gott að kynna sér hvernig lögin voru áð- ur en frumvarpið var lagt fyrir þingið, og innihald þess eins og það var að síðustu samþýkt. Afturköllun undir lögunum frá 1914 Fyrir 1914 voru engin ákvæði í borgaralögum Bretlands né Canada um afturköllun borgara- legra réttinda. Það ár var bætt við klausu bæði í brezku og cana- disku lögin, sem tekur það fram, að borgarabréf, sem hefði verið fengið með falskri skýrslu eða á sviksamlegan hátt, megi aftur- kalla . Breyting á þessu var sam- þýkt á Englandi 1918, og tveim árum síðar í Canada, sem gáfu meira vald til afturköllunar. — Samkvæmt þeirri breytingu má afturkalla borgarálegan heim- ildarrétt þeirra: 1) sem á stríðs tímum hefir ólöglega Skift við óvinina, eða átt þátt í viðskiftum sem á eihhvern hátt voru þeim til aðstoðar; 2) fengið heimildar- bréf á sviksamlegan hátt; 3) hef- ir síðan hann gerðist borgari, dvalið utan ríkis Hans Hátignar, meir en sjö ár; 4) hefir innan fimm ára frá þeim degi sem hon- um voru veitt borgararéttindi, verið dæmdur til ekki minna en tólf mánaða fangelsisvistar eða hegningarvinnu, eða fjárSektar ekki minna en fimm hundruð dollara (á Englandi 100 sterlings- pund); 5) hefir sýnt með orðum og athöfnum, óvild eða ótrúleik Hans Hátign; 6) hafði ekki óskert mannorð er honurn voru veitt borgararéttindi; 7) verandi þegn ríkis, sem er í stríði við Hans Há- tign, og að í hverju tilfelli, sem framhald á borgararéttindum, miðar ekki til almennings heilla. Afturköllun borgaralegra rétt- inda undir nýju lögunum Þessi var grundvöllurinn fyr- ir endurköllun þegar upphaflega frumvarpið var lagt fyrir þingið. Sumu var haldið óbreyttu, sumt var felt úr, eða breytt, fleiri og þýðingarmeiri breytingar voru gerðar áður en frumvarpið var samþykt sem lög. Þannig er brezkur þegn frá öðru landi tal- inn með. Fyrstu og annari á- stæðunni fyrir endurköllun hefir verið haldið. Búsetu tímallengd utanlands hefir verið stytt, frá því 9em farið var fram á í frum- varpinu, til sex ára, en er óbreytt að öðru. Sjöttu og sjöundu á- stæðunum var alveg slept úr. Um fjórðu og fimtu ástæðurnar urðu skiftar skoðanir. 1 fium- varpinu voiu þær sem hér segir: “Að innan fimm ára, eftir að hafa gerst canadiskur borgari, verið dæmdur af canadiskum rétti, til ekki minna en tólf mánaða fangelsisvistar; hafa í orði eða verki komið fram sem ótrúr eða óhlýðinn Hans Há- tign.” Þessi klau9a mætti sterkum mótmælum innan þingsins, og frá félögum og hópum rnanna utan þingsins, sem hafði þau á- hrif, að á hvorttveggja voru gerðar stórar breytingar. Þeim var steypt saman í eina klausu, sem hljóðar þannig: “Ef utan Canada, hefir í orði eða verki sýnt óvild eða ótrú- leik Hans Hátign eða ef í Can- ada, verið dæmdur fyrir land- ráð eða uppriesn, af canadisk- um dómstól.” Nægrar varúðar hefir verið gætt, til að koma í veg fyrir að canadiskir borgarar missi borg- araréttindi sín, nema fyrir vel- sannaðar sakir. — Borgaralegt heimildarbréf er endurkallað með stjórnarskipun, eftir skýr- slu frá ríkisritaranum. Áður en skýrslan er samin, verður ráð- gjafinn að tilkynna það hlutað- eigandi manni, sem má æskja þess að málið sé tekið til ípann- sóknar, og ef slík beiðni er gerð, verður að veita hana. Rannsókn- ina framkvæmir nefnd, undir forustu manns sem hefir skipað hádómara embætti, eða hæsti réttur þess fylkis sem maðurinn á heima í. þess er eitthvað sem stjórn og þing vilja ógjarna raska. Cana- 1 diska þjóðin er sammála um það. SINCERE AND GOOD WISHES TO OUR MANY ICELANDIC FRIENDS AND CUSTOMERS from Oxford Hotel ‘Meeting Place for Icelanders in Winnipeg’ ★ i VTCTORIA HOTEL LTD. Joseph Stepnuk, Pres. S. M. HENDRICKS, Manager Varanlegleiki canadiskra j borgara-réttinda Canadamenn geta varla fundið 1 að, eða verið óánægðir með, ef icanadiskur samborgari aðstoðar jóvini landsins á styrjaldar tím- um, eða sem hefir fengið heim- ildarbréf, með svikum, sé vegna athafna sinna sviftur canadisk- um borgara réttindum. Hann | þarf ekki heldur að óttast um sín borgararéttindi þó einhver Can- j adamaður, sem býr í öðru landi, missi borgararéttindi sín, vegna þess að hann hefir sýnt óvild eða | ótrúleik Hans Hátign, sem mein- j ar Canada. Slíkur maður er utan þess að canadisk lög nái til hans, j og ætti ekki að vera leyft að vera I undir vernd canadiskra borgara- réttinda. Hinn eini mismunur, innan Canada, milli réttinda innfæddra og þeirra sem hefir verið veitt borgaralegt heimildarbréf, er í sakaráfelling fyrir landráð og drottinsvik. Þess ber að gæta, að fimm ára tímabilið hefir verið numið burt. Sakaráfelli fyrir landráð og drottinsvik, geta á- valt og altaf verið ástæða til að aftuykalla borgaraleg heimildar- réttindi. Þegar canadisk stefna, eins og hún birtist í lögunum, er höfð í huga, og ástæðurnar fyrir endur- köllunum, sem enn eru, er grand- skoðað, þá verður augljóst að canadiskt borgara-heimildarbréf hefir varanlegt gildi, og að helgi Sunnud. 4. ág. messar sr. H. S. Sigmar frá Seattle, í Wynyard kl. 2 e. h. (Standárd Time) og í Elfros kl. 8 (Daylight Time). — Báðar messurnar á ensku. Fólk í Kandahar beðið að aðgæta hvert að þar verður auglýst heima fyr- ir ensk messa bl. 11 f.h. (St.) Sama sunnudag messar séra H. Sigmar frá Vancouver. í Krist- nes bl. 11 f. h., í Leslie bl. 3. í Foam Labe bl. 8 e. h. — Fljóti tíminn alstaðar. Á ísl. og ensku eftir því sem óskað er. Presturinn á sveitasamkom- unni var bæði hryggur og gram- ur, er hann horfði á blæðaburð sumra ungu stúlknanna. “Lítið þér á þenna ungling”. sagði hann við einn gestanna við hliðina á sér, “þennan með stutta hárið, í reiðbuxunum og með sígarettuna í munninum. Hvort er þetta piltur eða stúlka?” “Stúlka”, var svarið, “Þetta er dóttir mín”. “Ó, afsakið þér”, flýtti prest- urinn sér að segja, “eg hefði ekki ta’lað svona, hefði eg vitað að þér væruð faðir hennar”. “Eg er það ebki”, svaraði samkomugesturinn. “Eg er móð- ir hennar”. ★ ★ ★ “Hvað er að, drengur minn?” spurði vingjarnlegi maðurinn snáðann litla. “Ertu týndur?” “Nei”, var hið barlmannlega svar, “eg er ekbi týndur — eg er hérna. En mér þætti gaman að vita, hvert mamma og pabbi hafa nú flæbst”. Til lukku með íslendingadaginn! Verzlum með allar tegundir af málningavörum og veggjapappír. Asgeirson’s Hardware Paint & Wall Papers 698 SARGENT AVE. SÍMI 34 322 Sendið kveðjur FJARLÆGUM KUNNINGJUM OG ÁSTVINUM MEÐ LONG DISTANCE TELEPHONE Iðgjöld væg eftir kl. 6 e. h. og alla sunnudaga Raust þín ert þú!

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.