Heimskringla - 31.07.1946, Blaðsíða 15

Heimskringla - 31.07.1946, Blaðsíða 15
WINNIPEG, 31. JÚLl 1946 HEIMSKRINGLA 15. SÍÐA FJÆR OG NÆR MESSUR í ÍSLENZKU SAMBANDSKIRKJUNUM Messa á Gimli Messað verður í Satmbands- kirkjunni á Gimli, sunn'udaginn- 4. ágúst n. k., kl. 2*e. h. ★ ★ * Rétt um það leyti þegar blaðið er að fara í pressuna, barst því sú fregn, að Islandsfarar héðan frá Winnipeg, og þeir aðrir far- þegar, er beðið hafa eftir að kom- sat heim, muni leggja upp frá New York næsta föstudag, (2. ágúst) flugleiðis til íslands. ★ ★ ★ Látinn Skeyti barst hr. Guðmundi Stefánssyni hér í borg síðastlið- inn mlánudag þess efnis, að bróð- ir hans, hinn velþekti læknir og tóniskáld, Sigvaldi S. Kaldalóns hefði látist í Reykjavík 28. þ. m. Banameinið mun hafa verið af- leiðingar af slagi. ★ ★ * Dánarfregn Ingvar Gíslason, sem lengi átti heima við Reykjavík, Man., dó snögglega á General Hösiptal s. 1. fimtudagsmorgunn 25. júlí, eftir aðeins þriggja daga legu. Jarðar- förin fór fram í Reykjavík í gær, (þriðjudaginn), og stýrði séra Philip M. Pétursson athöfninni. Hins látna verður nánar getið síðar. • h M Gefið til Sumarheimilis ísl. barna að Hnausa, Man.: ;Sex línlök, eitt ullarteppi, fimm koddar og koddaver, frá kvenfélaginu “Ósk” Oak Point. Tvö handiklæði, 2 koddar og 2 koddavér frá Mrs. Ásta Sigurðs- son, Lundar, Man. Með þökkum, Sigurrós Vídal —123 Home S., Winnipeg Gifting Laugardaginn 27. júlí, gaf séra Philip M. Pétursson saman í hjónaband, William Thorrill Ward og Clara Cornelia Lindal. I>au voru aðstoðuð af William Wright og Mrs. S. Haryood. — Brúðurin er dóttir Björns Hor- dals á Otto, P.O., og Sigríðar Halldórson heitinnar, konu hans. Athöfnin fór fram að heimili séra Philips M. Pétursson, 681 Banning St. Andlátsfregn Snemma morguns þann 23. júlí s. 1. barst Ingva Erickson í Árborg hraðskeyti þess efnis að bróðir hanis Vilihjálmur (BiU) Erickson í Minneapolis, Minn., hefði dáið snögglega á mánudag- inn 22. júlí. Ericksons fjölskyldan hefir búið í Minneapolis s. 1. 23 ár. Auk eiginkonu, Regínu Jóhönnu Helgason, lætur hann eftir sig tvö börn, Halldóru Guðrúnu konu Vilhjálms Bjarnar í Reykjavík á Islandi, og Harold Hannes í heimahúsum. Einnig lifa hann ein systir, Mrs. Ingi- björg Waddell, Winnipeg, og fjórir bræður: Valdimar, Bjarni og Jóhann í Vancouver, B. C., og Ingvi í Árborg, Man. Bill EriCkson var drengur góð- ur í orðsins fýlstu merkingu og mun verða sárt saknað af vinum og vandamönnum. Sunnudaginn 4. ágúst verður haldin guðsþjónusta í Sunrise Lutheran Camp í Húsavík; hefst messugerðin kl. 2 e. h. Sérstak- lega verður einnig talað til ungl- inga sem þar verða staddir. — Bandalag lúterskra kvenna býð- ur fúlk sérstaklega velkomið, og væntir að margir verði viðstadd- ir. Messugerðin verður í styttra lagi. ” . . - - LANDNEMA MINNISVARÐINN Árið 1935, var minnisvarðinn, sem myndin er af, reistur og afhjúpaður til minningar um 60 ára landnám íslendinga að Gimli. Þann 21. okt. í haust, eru 71 ár liðin frá því að Islend- ingar komu í fyrsta sinn þar sem nú er Gimli. Minnisvarðinn er á háum fótstalli. Umhverfis hann, er umgirtur flötur, sem er 130 fet á hvern veg. Steinlagður stíg- ur liggur frá aðalbrautinni upp að minnisvarðanum. Sitt hvoru megin við hliðið, um 20 fet frá minnisvarðanum, voru settar niður, í fyrra, tvær flaggstangir, 45 til 50 feta háar. Þar blaktir canadiska og íslenzka flaggið við hún, meðan há- tíðahaldið fer fram í skemtigarðinum. Að endaðri skemtiskrá, fer fram skrúðganga til minnisvarðans. LÁTUM KYRRAHAFIÐ í FRIÐI Þýtt úr Can. Social Crediter af Salome Halldórson If you are buying diamonds—pause and consider how important perfection is to the worth of your diamond. Even a slight flaw can reduce the value of the gem. Know your diamond merchant—our unquestioned integrity is your guarantee. Consult our gem expert hefore buying the "Ring.” t (Bixkó ^bingwall Portage Ave. at Smith St. iffewelhn | AGS | I/ilmtrtean cfeelaiy Silver Tea verður haldið á Sumarheim- ilinu að Hnausum 18. ágúst, kl. 2—5 e. h. Mrs. S. E. Björnson tekur á móti gestum. Nefndin ★ ★ * Mr. Bergur Johnson frá Bald- ur, Man., var hér í borginni nokkra daga. Kvað hann hveiti- slátt byrjaðan þar úti, og væri útlit fyrir að uppskera yrði í góðu meðallagi. Hefðu þó miklir hitar undanfarið, á eftir rigning- unni degið úr uppskerusprettu. ★ ★ ★ Dánarfregn 1 nýkomnu Minneota Mascot er þess getið, að Mrs. S. G. Pet- erson hafi andast að heimili sínu í Minneota-bygðinni fimtudag- inn 18. júlí. Hún var dóttir Snorra Högnasonar og Vilborgar Jónatansdóttur frá Eiðum í Eiða- þinghá í Suður-Múlasýslu. Komu þau til Vesturheims snemma á landnámsátum og numdu land í Minnesota með þoim allra fyrstu Islendingum er þar settust að. Mrs. Peterson var vel mentuð kona og ágætum gáfum gædd. Hún eftirskilur, auk eiginmanns síns, sex börn á lífi, fimm syni og eina dóttir, tvær systur, Jó- hönnu og Mrs. H. G. Johnson, og einn bróðir, Byron Högnason. — Mrs. Peterson var 63 ára er hún lézt og hafði verið biiuð til heilsu um lengri tíma. * * ★ Gifting Laugardaginn 27. júlí gaf séra Sigurður Ólafsson saman í hjónaband að heimili Mr. og Mrs. Inga Dalman í Petersfield, Man., son þeirra, Norman Arthur Dal- man, og Winnifred Elizabeth Street, Winnipeg, Man. — Við giftinguna aðstoðuðu Corinne Yér árnum vorum mörgu íslenzku viðskiftavinum og fiskimönnum, farsældar og gleði á þessum sameiginlega Þjóðminn- ingardegi íslendinga. Independent Fish Company Ltd. 941 SHERBROOK ST. :: WINNIPEG, MAN. Dalman, systir brúðgumans, og frændi brúðgumans, RiChard DaLman, Petersfield. Einnig voru skírð tvö börn, bróður brúðgum- ans Harold Ross Dalman, og konu hans Sigurveigar Arason: Joan Marlene, og Norman Rich- ard. Mr. Jón Ingjaldson, Selkirk, Man., mælti fyrir minni brúð- hjónanna. Mikill fjöldi vina, frændaliðs og nágranna voru við- staddir, og nutu ríkuglegra veit- inga. Þetta er þriðja giftingin, á heimili Dalmans hjónanna á fá- um árum. * ★ ★ Mr. og Mrs. Sig Bjornson frá Moorhead, Minn., voru hér á ferð s. 1. viku. Þau komu vestan frá Elfros, Sask., þar sem þau höfðu verið í heimsókn hjá skyldmennum Mrs. Björnson. ★ ★ ★ Atvinna Miðaldra kona óskast til léttra húsverka, aðeins tvent í heimili, engin börn. Umsækjendur snúi sér til Bergs Johnson, Baldur, Man. ★ ★ ★ Leiðrétting Afsökunar er beðið á misritun í síðasta blaði í grein Mrs. Bardal.! Þar stendur: 1557 gallón á hvert j höfuð í ríkinu, en á að vera 1.557 o. s. frv. W * * 50 ára minningar um skáldskap Borgfirðinga Fyrsta hefti er nú komið á bókamarkaðinn, og er það ákveð inn vilji útgefandans að ekki líði á löngu að fleiri hefti komi fyrir almenningssjónir. — Þetta hefti er 30 blaðsíður, í góðri kápu og prentað a ágætan pappír. — Verð: 50c. — Fæst í Bókabúð Davíðs Björnsson og hjá Viking Press Ltd. Senator James E. Murray frá Montana #skrifar í júlí-mánaðar eintakinu af American Magazine sem fylgir: “Stríðið sem er nú afstaðið or- sakaði miklar þjáningar, en það sýndi oss einnig að viðskifta- kreppum má afstýra, og á hvern hátt. Þaðkendiokkurtværmjög áríðandi lexíur: <m 1. Það kendi okkur að það er hægt að framleiða í það óendan- lega; og að framleiðslan er ekk- ert vandamál. Ef við getum framleitt hvað sem við kjósum, þá er eina vandamálið að koma jafnvægi á neyzlu og framleið- slu; að læra að útbýta öllu sem er framleitt þegar allir eru starf- andi. Fjármálaráðherrann, Vinson. dró athygli að þeim vandræðum sem því fylgja að koma á jafn- vægi þegar hann sagði: “Ameríkanska þjóðin á í vændum að þurfa að búa við heimingi betri hag en hún hefir nokkurntíma áður átt að venj- ast.” 2. Við lærðum að við getum háldið áfram framleiðslu og neyzlu á stórkostlegum stíl ef við setjum okkur ákveðið mark- mið. Við komumst í raun um að þegar markmiðið (?) var sett, þá var létt að ná því. Verzlunarmálaráðherrann Wal- lace tók nýlega svo til orða: “Fyrst að stríð skapar öllum atvinnu, þá héld eg að við ættum að segja Kyrrhafinu óendanlegt stríð á hendur.” Fulltrúadeildin viðurkendi það, að það var ekki við því að búast að allir hefðu atvinnu nema með því móti að verksmiðj - urnar fengju nógar pantanir, og með því að almenningur hefði nóga peninga í vösunum til að kaupa alt það sem verksmiðjurn- ar og búin framleiða.” Þetta er eitt af þeim mörgu vtinisburðum um það að hugs- andi menn af ölulm þjóðum eru farnir að skilja gallana á okkar peninga-fyrirkomulagi, sem get- ur ékki útbýtt framleiðslunni á nægilegan hátt. Heimsstríðið hið annað, — óumflýjanleg afleiðing af okkar peninga fyrirkomulagi, hefir kent mörgum rétthugs- andi mönnum að Sklija að það sem Social CrediGsinnar hafa verið að halda fram í tuttugu síðastliðin ár er sannleiikur. Tím- inn og atburðirnir eru að sanna það sem þeir hafa kent. Það er ástæða fyrir von og bjartsýni um framtíðina; en það er ökkar hlutverk að hálda á- fram með öllum mætti að gefa öllum velhugsandi mönnum og konum að skilja þörfina á því að segja óendanlegt stríð á hendur, ekki Kyrrahafinu, heldur fátækt meðal allsnægta. Látum Kyrra- hafið eiga sig. Solon E. Low “ÁVALT GóÐAR” “ÁVALT GÓÐAR” EFTIR PÖNTUNUM SÍMIÐ 87 647 YÉR ÁRNUM ISLENZKU ÞJÓÐINNI OG ISLENDINGUM HEILLA í TILEFNI AF 57. ÞJóÐMINNINGARDEGINUM Armstrong Gimli Fisheries LIMITED 807 Great West Permanent Bldg., Winnipeg THE PANGERFIELD HOTELS The Leland The McLaren The Clarendon *★★★* » VINSAMLEG MOTTAKA «

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.