Heimskringla - 31.07.1946, Blaðsíða 16

Heimskringla - 31.07.1946, Blaðsíða 16
16. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. JÚLÍ 1946 MERK OG ÞÖRF MENN- INGARSTOFNUN Eftir próf. Richard Beck Hin víðkunna menningár- stofnun, “The American Scandi- navian Foundation”, sem hefir bækistöðvar sínar í New York, en deildir á mörgum öðrum stöð- um austan hafs og vestan, var stofnuð árið 1911 og á því 35 ára afmæli nú í ár. Var það danskur verkfræðing- ur, búsettur í Bandaríkjunum, að nafni Niels Poulson, sem lagði grundvöllinn að stofnun- inni með því að gefa henni meg- inið af eignum sínum, en hann var maður auðugur. Hefir það verið markmið hennar frá upp- hafi vega hennar: — að vinna að auknum kynnum og menningar- legum viðskiftum milli Banda- ríkjanna og Norðurlanda. Og það hlutverk hefir hún rækt með þeim ágætum, að áhrif hennar eru víðtæk orðin. Af starfsemi hennar ber fyrst að nefna stúdentaskifti þau, sem hún hefir staðið að milli nefndra landa, og skifta þeir stúdentar orðið mörgum hundruðum, sem stundað hafa nám á vegum henn- ar beggja megin hafsins. Eru margir kunnir fræði- og vísinda- menn í þeim hóp, og forystu- menn á ýmsum öðrum sviðum. Á undanfömum styrjaldarár- um hefir fjöldi íslenzks náms- fólks vestan hafs notið aðstoðar stofnunarinnar á einn eða annan hátt og stuðnings frá henni, en þeim fer nú fSPkkandi. Eigi að síður eru nú sem stendur nærri 250 stúdentar af Norðurlöndum við nám vestan hafs á vegum stofnunarinnar. Þá hefir “The American Scandinavian Foundation” unn- ið hið merkasta menningar- og kynningarstarf með úftgáfu fjölda ágætra rita um bókmentir Norðurlanda, sögu þeirra og menningu, og skal hér sérstak- lega vikið að þeirri hlið útgáfu- starfsemi hennar, sem að íslandi snýr. Stofnunin hefir gefið út ensk- ar þýðingar á Eddunum báðum, og eigi all fáum Islendingasög- um, rit um goðafræði Norður- landa, um fornskáldin og þýð- ingar á kvæðum þeirra (“The Skalds”), úrval úr norrænum (aðallega íslenzkum) fornbók- mentum (“A Pageant of Old Scandinavia”), og yfirlitsrit um riddarasögumar íslenzku og aðr- ar sögur þeim skyldar (“Rom- ance in Iceland”). Þá hefir stofnunin einnig gefið út mikið rit um ísland, landið og þjóðina “Iceland: A Land of Oontrasts”), enskar þýðingar af tveim leikrit-- um Jóhanns Sigurjónssonar, “Fjalla-Eyvindi” og “Bóndanum á Hrauni” (“Modern Icelandic Plays”), og safn af enskrum þýð- ingum íslenzkra smásagnfa og ljóða (“Icelandic Poems and Stories”), fyrsta rit af því tagi, sem út hefir komið á enska tungu. Ótalinn er þá þriðji höfuð- og merkisþáttur í starfsemi “The American Scandinacian Founda- tion”, en það er útgáfa hins vandaða og mikilvæga ársfjórð- ungsrits (áður mánaðarritsi stofnunarinnar, “The American- Scandinavian Review”, sem fyr- ir löngu síðan hefir unnið sér hefðarsess _ meðal amerískra tímarita; en ritstjóri þess um aldarfjórðungs skeið var hin mikilhæfa lærdómskona Miss Hanna Astrup Larsen, sem lézt fyrir stuttu síðan. Núverandi ritstjóri er dr. Henry Goddard Leach, sem ver- ið hefir forseti stofnunarinnar samfleytt síðastliðin 20 ár, á- hugamaður mikill um mál henn- ar og kunnur fræðimaður, sem ritað hefir og gefið út merk rit Ef þér hafifr ekki reynt Harman’s eigin ísrjóma þá er nú tækifærið til þess ★ ÞÉR HAFIÐ ALDREI NEYTT FINNI EFTIRMATAR NEINSSTAÐAR ★ selt aðeins hjá Harman’s Ðrug Store Sargent Pharmacy Sherbrook and Portage Sargent and Toronto Sími 34 561 Sími 23 455 r íslendingadagurinn i í Gimli Park Mánudaginn 5. Ágúst 1946 Forseti dagsins, STEINDÓR JACOBSSON Fjallkona, FRÚ PEARL JOHNSON Hirðmeyjar: MISS CAROL DAVIDSON og MISS LOIS BLONDAL SKEMTISKRA BYRJAR kl. 2 eftir hádegi—ÍÞRÓTTIR BYRJA kl. 12 á hádegi SKEMTISKRÁ 1. O Canada 2. Ó, Guð vors lands 3. Forseti dagsins, Steindór Jakobsson, setur hátiðina 4. Karlakór Islendinga í Winnipeg 5. Ávarp Fjallkonunnar, frú Pearl Johnson 6. Karlakórinn 7. Ávarp gesta 8. Einsöngur, Guðmundur Jónsson 9. Minni Islands, ræða, séra H. E. Johnson 10. Minni Islands, kvæði, Davíð Björnsson 11. Einsöngur, Guðmundur Jónsson 12. Minni Canada, ræða, Paul Bardal 13. Minni Canada, kvæði, Bergthór E. Johnson 14. Einsöngur, Guðmundur Jónsson ■% 15. Karlakórinn 16. God Save The King. * í*-'* Kl. 4 — Skrúðganga, Fjallkonan leggur blómsveig á landnema minnisvarðann. Kl. 6 — Almennur söngur, undir stjóm Paul Bardal. Kl. 9 — Dans í Gimli Pavilion. — Aðgangur að dansinum 35 cent. O. Thorsteinson Old Time Orchestra spilar fyrir dansinum. Aðgangur í garðinn 35 cent fyrir fullorðna,10 cent fyrir börn innan 12 ára. Gjallarhorn og hljóðaukar verða við allra hæfi. Sérstakur pallur fyrir Gullafmælisbörnin og gamla fólkið á Betel. Karlakórinn syngur undri stjórn Mr. Sigurbjörns Sigurðsson. — Sólóisti Karlakórsin*> verður P. G. Magnús. — Mrs. E. A. Isfeld aðstoðar Guðmund Jónsson, en Gunn- ar Erlendsson Karlakórinn. íslenzkar hljómplötur verða spilaðar að morgninum og milli þátta. Fyrsta "Train” fer frá Winnipeg kl. 9.30 D.T. og kemur til Gimli 11.28 f.h. ' m ‘ Síðasta “Train” fer frá Gimli kl. 8.00 D.T. um menningu og bókmentir Norðurlanda. Eigi hefir Island orðið úfcund- an í ofannefndu tímariti, því að þar hafa birst mjög margar rit- gerðir um íslenzkar bókmentir að fornu og nýju, og um íslenzka menningu, auk þýðinga á ís- ! lenzkum ljóðum og smásögum og i ritdóma um bækur, er ísland 1 varða. Hafa íslenzkir menta- menn og skáld vestan hafs lagt sinn skerf til lesmáls ritsins. íslendingar hér í álfu hafa og verið starfandi í ýmsum deildum stofnunarinnar, og um nokkur undanfarin ár hefir dr. Halldór Hermannsson prófessor átt sæti í stjórnarnefnd hennar og einnig árum saman í útgáfunefndinni. Forseti deildarinnar á Islandi (ís- lenzk-Ameríska Félagsíns) er dr. Sigurður Nordal prófessor. Þegar rent er augum yfir starfsemi “The American Scandinavian Foundation” á liðnum 35 árum, enda þó stiklað sé aðeins á allra stærstu steinum eins og hér hefir verið gert, kem- ur það fljótt á daginn, að vér Is- l'endingar eigum þeirri ágætu menningarstofnun þakkarskuld áð gjalda fyrir margþætt kynn- ingarstarf hennar í þágu ís- lenzkra bókmenta og menningar þjóðar vorrar. Það er hér! NÝ UPPGÖTVUN » GOLDEN « Stomach Tablets Hræddur að borða, sumar fæðu tegundir, er valda uppþembu, óhæg’indum, brjóstsviða, súr- um maga, andfýlu, uppþembu, ofát. ofdrykkja. Ekki að þjást að raunalausu. FAIÐ SKJÓTA HJALP MEÐ * Snöggri breyting ★ Bragð góðu "Golden" Stomach Tablcts 360 pillur $5.00, 120 pillur $2.00 55 pillur $1.00. Reynslu skamtur lOc 1 HVERRI LYFJABÚÐ MEÐALADEILDIN BORGIÐ HEIMSKRINGLU— þrí gleymd er goldin skald MINNIS7 BETEL í erfðaskrám yðar Látið kassa í Kæliskápinn WvaoLá m GOOD ANYTIME The-SWAN MFG. Co. , Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST., WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANN Sérfræðingurl augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdómum 704 McARTHUR BLDG. Cor. Portage & Main Stofutími: 2—5 e. h. nema laugardögum - Thos. Jackson & Sons LIMITED ORDER YOUR FUEL NOW Definite Shortage Imminent McLeod River Lump $14.10 ton Phone 37 071 (Priv. Exch.) 370 Colony St. Winnipeg "Tons of Satisfaction" Sherbrook Home Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Vigfús Baldvinsson & Son, Sími 37 486 eigendur •>]iiiiiiiinnniiiiimmiE]iiniiiiiiiiniiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiimc]iiiiiiiiim(]inmiiiuiniiiiiiiiiiiit]iiiimimi(]iiiiiiimiic]iiig 1 i | Við vinnu eða leiki.... j 1 Hm VERIÐ VISSIR UM AÐ VEL FARI UM FÆTURNA. — HAFIÐ SKÓ KEYPTA AF I Macdonald SHOE STORE LTD. 492-4 MAIN ST. "You Are As Young As Your Feet" Með beztu árnaðaróskum til vorra íslenzku vina á þjóðminningardegi fslands McFadyen Company — =Limited 362 MAIN ST. — WINNIPEG Óháð verð á elds og bíla tryggingum BLUENOSE FISHING NETS AND TWINES LEADS AND FLOATS FLOAT VARNISH KOP-R-SEAL NET PRESERVATIVE NETTING NEEDLES ICE JIGGERS ICE CHISELS AND NEEDLE BARS LEAD OPENERS RUBBER CLOTHING ROPE PYRENE FIRE EXTINGUISHERS AND REFILL6 MARINE HARDWARE, Etc. Park-Hannesson Limited Largest Distributors of Commercial Fishing Equipment in Mid-Western Canada 55 ARTHUR STREET WINNIPEG, MAN. Phone 21 844

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.