Heimskringla - 07.08.1946, Blaðsíða 1

Heimskringla - 07.08.1946, Blaðsíða 1
We recommend for your ctpproval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. •+ -—-—--*--—■ < < We recommend for your approval our "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ---------------- - -4 LX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGIN N. 7. ÁGÚST 1946 NÚMER 45. GULLBRÚÐKAUP AÐ LUNDAR Sunnudaginn þann 14. júní s.l. var gullbrúðkaup þeirra Mr. og Mrs. John Lindals hátíðlegt hald- ið í samkomuhúsi Lundar-þorps. Þau voru giéfc í Winnipeg 31. okt. árið 1895 af séra Hafstein Péturssyni. Settust þau þá að á því heimili sem verið hefir bú- staður þeirra jafnan síðan, ná- lægt Lundar. Hafa þau rekið þar búskap með rausn og dugnaði en þess utan höfðu þau þar smá- verzlun frá 1895 til 1914. Vinsældir þeirra hjóna hafa verið miklar, eins og sjá má af því að yfir 500 manns sóttu þetta heiðurssamsæti. Þau hafa tekið virkan þátt í félagsmálum sinnar sveitar. Mr. Lindal sat í sveitarnefnd þessa héraðs í 13' ár, í skólanefnd 12 ár og var' eftirlitsmaður Manitoba-stj órn- ar um fiskiveiðar á Manitoba- vatni í 11 ár. Mrs. Lindal hefir verið forseti bæði lúterska safn- aðarins og kvenfélagsins hér og í mörg ár hefir hún verið meðlim- ur og gegnt embætti í kvenfélagi því er Womens’ Institute nefnist. Mega það áreiðanlega undur heita, að hjón með þvílíkar. barnahóp geti gefið sig svo mjög við almennum málum. Börn þeirra hjóna eru sextán og öll á lífi. Þau eru þessi: 1. Ólafur Jón, Ilford, Man., kvæntur og á eitt barn. 2. Thorsteinn, Dayton, Ohio, kvæntur og á sjö börn. 3. Ásgeir, Lundar, ókvæntur og býr heima hjá foreldrum sín- um. 4. Daniel, Washington Island, Wisc., kvæntur og á þrjú börn. 5. Vilhjálmur K., Chicago, ó- kvæntur. 6. Franklin, Winnipeg, kvænt- ur og á eitt barn. 7. George, Sister Bay, Wisc., kvæntur og á'eitt barn. 8. Jón I., Sherridon, Man., kvæntur og á tvö börn. 9. Emil, Ilford, Man., kvæntur og á fjögur börn. 10. Einar H., ókvæntur heima. 11. Lára, Mrs. L. C. Lodge, Randolph, N. B., á tvö börn. 12. Helga, Mrs. D. C. Thordar- son, Chicago, barnlaus. 13. Elin, Mrs. F. W. Woodcock, Gillam, Man., á þrjú börn. 14. Bertha, Mrs. S. Lyndai, Winnipeg, barnlaus. 15. Laufey, Mrs. H. Thorgrims- son, Lundar, á tvö börn. 16. Thora,.Mrs. W. G. Halldor- son, Lundar, á tvö börn. Alls eru 65 í fjölskyldunni með tengdabörnum og barnabörnum. Það sem gerði þetta samsæti svo einstætt og eftirminnilegt var að sjá öll börnin þarna sam- ankomin og mörg af barnabörn- um hjónanna var það álitlegur hópur því alt þetta fólk er hið mannvænlegasta. Get eg til að sjaldan eða aldrei hafi slíkt gullbrúðkaup verið haldið í Canada. Hér hefur mikið verk verið starfað og mikill sigur unninn. Ervitt var um allar samgöng- ur þegar þau hjónin byrjuðu ISLAND Minni flutt á íslendingadeginum á Gimli 5. ágúst 1946. Vakna þú ísland! útverðirnir sungu. Ómarnir flugu yfir brimhvít höf. Fjallkonan kallar alla hina ungu upp, fram til sigurs. Leyfa má ei töf. Tröllvaxnar fylgjur liðins aldaranda, ógnuðu þeim, sem ryðja vildu braut. Fjötruðu þá, sem hefjast vildu handa. Hundeltu þá, sem létta vildu þraut. Glottu við tönn og stóðu föstum fótum fullhugar íslands, djarfir, sannir menn. Andþrengsla voðann rifu upp með rótum. — Rokvindar þjóta. — Fjöllin standa enn. Nú hefir Island fullveldi sitt fengið. Fegursti draumur sá er þjóð vor á, hefir rætzt, og gullöld aftur gengið í garð, sem áður undir fargi lá. Risin er öld, sem gróandanum gagnar. Gullfagrar sýnir hrífa þjóðarsál í þúsund liðu. Fjallkonan því fagnar. í frjálsum huga þroskast guðamál. II. Fossarnir syngja, fagna virkjan nýrri. Fæðast í ljós og gera býlin hlýrri. Gróandann auka, byggðir verða betri Blómkrónur springa út á hlíðarsetri. Framtökin stækka, fleiri hendur vinna. Fólkið er glatt þó mörgu hafi að sinna. Lukkunnar hjól því leikur mjúkt í hendi líðandi ár. Það aldrei frá þeim vendi. Frjálsu í landi, æskan kyndir elda, einhuga, djörf, sem fylking æðri velda. Stefnir að marki þráðu heilum huga. Heldur skal falla en lifa og ekki duga. III. Framtíðin björt skal hlúa að lýð og landi. Lýðræðis starfið tengjast friðarbandi. Samhent til frama leiðist orka og andi. — Ættlandið verndar heilladís frá grandi. Davíð Björnsson JÓN OG SOFFÍA LINDAL OG BÖRN ÞEIRRA Mynd tekin í gullbrúðkaupsveizlu þeirra að Lundar, Man., sunnudaginn 14. júlí 1946. Fremstu röð frá vinstri til hægri: Ólafur Lindal, Ilford, Man.; Thorsteinn Lindal, Dayton, Ohio; Ásgeir Lindal, Lund- ar, Man.; Emil Lindal, Ilford, Man.; John Lindal, Sherridon, Man. 1 annari röð: Mrs Elin Woodcock, Gillam, Man.; Mrs. Lára Lodge, St. John, N.B.; Gullbrúðhjónin; Mrs. Laufey Thor- grímson, Winnipeg, Man. 1 bak röð: Einar Lindal, Lundar; Mrs. Helga Thordarson, Chicago, 111.; Vilhjálmur Lindal, Chicago, 111.; George Lindal, Sister Bay, Wisc.; Daniel Lindal, Washington Island, Misc.; Mrs. Thora Halldórson, Lundar, Man.; Franklin Lindal, Winnipeg, Man.; Mrs. Bertha Lyndal, Winnipeg, Man. búskap sinn í þessari bygð. — Allar nauðsynjar varð að sækja til Winnipeg um vegleysur og farartækin annaðhvort uxar eða hestavagnar. — Landið var óræktað, skógi vaxið og votlendið mikið. — Ótal dags- verk fóru í að ryðja hverja ekru og ræsta landið fram. Fjórar öreiga hendur urðu að vinna alt það verk og afla hinni stóru fjólskyldu lifsviðurværis. Hið fiskisæla veiðivatn gerði það mögulegt, en kalsamt var að stunda veiðar á ísnum vetrar- langt á Manitobavatni. Margs þurfti við til að fram- fleyta heimilinu og 4 láta hinn stóra ómagahóp ekki líða skort á neinu. Það þurfti iðni og útsjón, sam- hendni og góða heimilistjórn. Það er sjaldgæft að alt þetta fari saman eins og hér varð raun á Fyrir það eitt áttu börnin gott heimili og lærðu snemma að taka þátt í störfum þess, sem ábyrgir meðlimir þess. Reyndist þeim þetta hollur skóli til undirbún- ings fyrir framtíð sína. Jafnframt því sem þessi hjón neyttu allrar orku til að búa börnum sínum, sem bezta fram- tíð og skapa þeim hin bezt skil- yrði til heilsusamlegs þroska og bæði andlega og líkamlega, tóku þau virkan og þýðingar mikinn þátt í þroska og velferð síns sveitafélags. Bygðarbúar syndu þakkir sín- ar með því að fjölmenna þeim til samfagnaðar á þessum, þeirra heiðurs degi. Skemtiskráin var fjölbreytl mjög. Hún hófst með því að séra H. E. Johnson flutti stutt ávarp bæði á ensku og íslenzku Mrs. Renesse frá Árborg mælti fyrir minni gullbrúðurinnar á ís- lenzku en Salome Halldorsson M. L. A. , á ensku. Fyrir minni brúðgumans mæltu þeir Páll Reykdal á ensku og C. Halldórs- son M. L. A. á íslenzku. Auk þeirra fluttu þessir lengri eða skemri erindi: J. B. Skaftason, Guðm. Johnson, Vogar; Daniel Lindal; S. Sigfusson, Vigfús J. Guttormsson. Milli þess sem ræður vóru fluttar skemti karla- kórinn, undir stjórn V. J. Gutt- ormssonar, með söng en W. G. Halldorsson söng einsöng. Kári Byron sveitaroddviti af- henti heiðursgestunum gjafir með stuttri ræðu. Þær gjafir voru gullúr á armbandi til Mrs. Lindal en lindarpenni til Mr. Líndals ásamt diskasamstæðu og peningum til þeirra beggja. Samsætið fór hið bezta fram undir lipurlegri stjórn Heimirs Thorgrímssonar tengdasonur gullbrúðhj ónanna. Þess má geta að faðir gull- brúðurinnar Jón Thorsteinsson er enn á lífi og býr í White Rock B.C. Var gullbrúðkaup hans og Mrs. Thorsteinsson haldið fyrir nokkrum árum síðan. Nú sendi hann dóttur sinni og tengdasyni heilla óska skeyti og önnur komu frá vinum þeirra í Winnipeg, Morden, Man., Chicago, Van- couver, Ingolf, Ont., einnig skrif- að ávarp til Jóns frá sveitar- nefndinni hér með þakklæti fyr- ir ágæta samvinnu. ' Seint mun þetta samsæti úr minnum Lundar-búa líða en á- nægjulegast hefir það samt von- andi verið hinum öldruðu hjón- um sem umkringd af ástvinum sínum og vinum litu yfir langt og heillariíkt æfistarf þennan dag. Þau þökkuðu líka fyrir sig með nokkrum velvöldum örðum og elsti sonur þeirra Olafur bar fólkinu hveðjur og þakkir fjöl- fjölskyldunnar allrar. Geta má þess að Jón Lindal á sérstaklega stórt og vel valið bókasafn og er margfróður mað- ur. H.E. Johnson Gifting Hjónavígsla fór fram í St. Andrews United Church, laugar- daginn 3. ágúst, er Dr. Harold George Wood, frá Twillingsgate, Newfoundland og Jocelyn Mau- reen Miller voru gefin saman í hjónaband. Séra Philip M. Pét- ursson framkvæmdi athöfnina. Brúðurin er dóttur dóttir Snjólfs sál. Austmanns. Brúðkaupsveizla fór fram að heimili foreldra brúðarinnar, 196 Cordova St. Brúðhjónin stofna framtíðar- heimili sitt í Newfoundland. UNGMENNA NÁMSKEIÐ Á HNAUSUM Hið árlega ungmenna nám- skeið á Hnausum, sem haldið er fyrir ungmenni, sunnudagaskóla kennara og kvenfélagskonur, sem áhuga hafa fyrir barna- fræðslu, verður haldið dagana 11. —18. ágúst á Sumarheimili Sambandssafnaða á Hnausum. Barnahópar tveir hafa þegar not- ið Sumarheimilisins og alls sem það hefir að bjóða, stúlkuhópur 12. —24. júlí, og drengjahópur 26. júlí til 7. ágúst. Á sama tíma, eða síðan 4. júlí, hefir ung- mennahópur sunnan að úr Bandaríkjunum, níu alls, frá Massachusetts og New York ríkjum, undir leiðsögn Mr. og Mrs. Gordon Logan frá Rock- ford, 111., og Miss Constance Perin frá Boston ,dvalið á Sum- arheimilinu sem “Work Camp”. og hefir sá hópur haft það fyrir stefnu að vinna og gera ýmis- legar umbætur á svæðinu sem heimilið stendur á, meðal ann- ars að ryðja skóg, að gera við veginn inn að byggingunum, að lagfæra þá hluti sem þess þurftu, og að koma upp einu nýju húsi. Þessi “Work Camp” hugmynd hefir náð töluverðu fylgi suður i Bandaríkjunum meðal yngra fólks innan Unitara félagsins og hefir víðast tekist vel, eins og nú hefir orðið á Hnausum. Ung- mennin sem þátt hafa tekið í þessu “Work Camp”, sækja einn- ig námskeiðið, og enda með þvi veru sína þar nyrðra. Námskeið- ið sem byrjar n. k. sunnudag, verður undir leiðsögn Rev. og Mrs. G. Richard Kuch, og Rev. Ernest W. Kuebler. Mr. Kuch er Associate Director of Youth Work fyrir Unitara félagið, og Mr. Kuebler er Director of Re- ligious Education. Báðir eru frá Boston. Einnig taka þátt í nám- skeiðinu þau sem yfir “Work Camp” hafa verið, Mr. og Mrs. Gordon Logan, og Miss Con- stance Perin. Prestar kirkjufé- lagsins verða einnig viðstaddir. Kvenfélagskonur sem gera ráð fyrir að taka þátt í námskeiðinu og kynna sér þar kenslu aðferðir í sunnudagaskólum, eru beðnar að komast í samband við út- breiðslustjóra kirkjufélagsins, séra Philip M. Pétursson, sem fyrst. Sykurskamturinn aukinn Þremur pundum á mann af sykri, var nýlega bætt við, til enda ársins 1946. Á þessi hækkun bæði við syk- ur til heimilisþarfa, og við iðnað eða framleiðslu, er sykur er nauðsynlegur í. Aukningu þessa auglýsti War- time Prices and Trade Board. — Tveir aukamiðar koma í gildi næsta septmber, og aðrir um 6. desember. Þýðir þessi auknnig það, að 5 sykurmiðar í nýju skömtunarbókinni nr. 6, verða löggiltir 19. sept., 2 verða gildir í október, þrír í nóvember og 3 i desember. LANDIÐ OKKAR Minni Canada, flutt að Gimli 5. ágúst 1946. Landið okkar, ungt og frítt, Ávalt blóma fegurð skrýtt, Veginn vísar bjarta. Angan vors og sumar sól Sendir yl um dal og hól; Vekur von í hjarta. Landsins okkar laufafjöld Litum prýdd um haustsins kvöld, Lyftir hugum hærra. Vetrar tign með storma stríð, Stælir vöðva og hetju tíð; Stefnir að veldi stærra. Landið okkar, andans þor Efli hvert þitt framtaks spor, Á ljóss og vona vegi. Treystu á ungra magn og mátt. Merkið ávalt settu hátt, Mót sól og sumardegi. Landið okkar, ást til manns, Andar lífi kærleikans, Og greiðir göfgis arðinn. Lítilmagnans vörður vert; Virtu alt með heiðri gert; Það frægan gerir garðinn. Landið okkar, vanans völd, Vekja deyfð og lífskjör köld; Nýtt við skulum skoða. Treystum þegnrétt, trú á þjóð, Trygð á andans frama slóð Frið og frelsi að boða. Landið okkar, aldrei má Yfir fyrnast minning þá; Er frumbýlingar festu. Afrek þeirra, sorg og sár, Sögufrægð um þúsund ár, Dæmin dýrstu og beztu. Landið okkar, sigursól Signi öll þín mannaból; Og varni geig og grandi. Drottinn breiði blessun á Börnin þín, og ljóssins þrá Tryggi í bræðrabandi. Bergthór Emil Johnson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.